Ísafold - 09.10.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.10.1912, Blaðsíða 1
Kenu.i út tvisvar í yiku. VerB Arg. («0 arkir minst) 1 kr. erlendis 5 ki, oöa l'fi Aollar; borgist fyrir miAjan júli (erlendia fyrir iram). ÍSAFOLD CppsOks (skrifleg) bnndin vio aramót, ei óglid nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kkapandi ikuldlaai ri6 blaDio Afgreiðila: Auiturstraeti 6. XXXIX. árg. Reykjavík 9. okt. 1912. 67. tölublað I. O. O. P. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýöufél.bókanafn Pósthúsatr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Læk.jarg. '2 mvd. 2—3 Borgarntjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæiarfógotaskviístofan opin v. d. 10—2 og i—1 Bœ'] rgjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6-7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.tlA fid.2—'í tslandsbanki opinn 10^2 >/a og B'/«—'• K.F.TJ.M. r,f-9trar- og skrifstofa 8 árd,—10 sod. Alm. funrlir fH. <5g sd. V '/e sfMegis. Landakotskirkja. öutispj. P og 6 á helgum Landakotsspitali f. s.júkravitj. 101/*—18 og 4—5 Landsbankinn 11-2 '/a, BV's-fin/a. Bankastj. vio 12-V Landsbðkasafn 12—3 og 5—S. Útlán 1—3 Landsbilnaoarf'élagsskrifstofan opin frá 12—8 Landsf'éhiröir 10—2 og B—6, Landsskjalasafnio hvern virkan dag_12—2 Landslminn opinn daglangt [8—9] virka dagu, hel&a daga 10—12 og 4—7. Lœkning ókeypis Þingh.str. 23 þd.og fsd. 12—1 Náttúmgripasaf'n opin 1 :/s—2'/í a sunnudögum Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráosskrifstofurnar opnai 10—4 daglega Talsími Reykjavíkur (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning rtkeypiB Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoahælin. Heimsóknartimi 12—1. Þjóomenjasafnio opio þd., fmd. og sd. 12—9. ísafoíd frá í. okt. fií ársíoka kosíar aðeins 1 krónu. Nýir kaupendur fá og í kaupbæti i af neðantöldum 6 sögum eftir frjálsu vali um leið og þeir borga: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf fansson. 2. Herragarðssöguna eftir Selmu Lagerlöf. 3. Davíð skygna eítir Jónas Lie. 4. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. 5. EIsu eftir Alex. Kielland. 6. Mýrarkotsstelpuna eftir Selmu Lagerlöf. Davíð skygni er heimsfrægasta skáldsaga Jónasar Lie, Herragarðs- sagan og Mýrarkotsstelpan einkend sömu snild og önnurskáldrit S. Lagerlöf. Fórn Abrahams einhver frægasta skemtisaga, sem getur. E 1 s a er ein- hver bezta snildarsaga Alex. Kiellands. Hver einstök þessara bóka er í raun og veru miklu meira virði en verð Y* ^rg. (r Kr0 nemur. Draumar Hermanns Jónassonar. Isafold er ódýrasta blað Iandsins útbreiddasta blað landsins eigulegasta blað landsins. Hver íslendingur, sem fylgjast vill með í því, sem er að gerast utanlands og innan, i stjórnmálum, atvinnumál- um, bókmentum, listum o. s. frv. verður að halda Isafold. Kaupbætisins eru menn vin- samlega beðnir að vitja í afgreiðslu ísafoldar. Símið (Tals. 48) eða skrifið oq pantið Isajold peqar í stað — ýrestið pví ekki. 1SAF0LD er blaða bezt. ÍSAF0LD er fréttaflest. ÍSAF0LD er lesin mest. Brl. símíreg'nir. Balkanstríðið byrjað. Khöfn 8/io '1* Montenegrostjórn hefir i dag sagt Tyrk- jum strið á hendur. Montenegro (Svartfjallaland) er svo sem kunnugt er minsta ríkið á Balkan- skaga (250,000 íbúar), en harðfylgi þeirra Svartfellinga er við brugðið og munu þeir reynast Tyrkjanum skeinu- hættir, þótt eigi ráði þeir úrslitum neinum við svo miklu stærri þjóð. Líklegast að þetta sé aðeins byrjun grimms hildarleiks með Tyrkjum og hinum Balkanþjóðunum öllum. Hermann Jónasson: Draum- ar. Erindi flntt i Reykjavik i febr. 1912. Reykjavik 1912. Isafoldarprentsiniðja. Höf. hefir dreymt stórmerkilega drauma um langt skeið æfi sinnar — drauma, sem sýna að minsta kosti önnur öfl sálarlífsins en að jafnaði eru athuguð, — hverjar ályktanir aðrar sem menn kunna að geta af þeim draumum dregið. Hann hefir haldið þessu leyndu, far- ið með það nærri þvi eins og manns- morð, ekki triiað öðrum íyrir því en trygðavinum sínum. Svo rammur hefir verið ótti hans við hleypidómajia og heimskuna. Hleypidómar hrokans og fáíræðinnar hafa orðið honum, eins og svo mörgum öðrum, að nokkurs kon- ar páíavaldi, sem lagt hefir bann á frjálsar umræður. Nii fyrst leggur hann út í það, rosk- inn maður, þegar merkisdraumar hans virðast vera þrotnir, að segja mönnum ofurlítið frá þessum atriðum úr sálar- lífi sínu. Hann veit, að nú er breyt- ing orðin á hug manna til dularfullra fyrirbrigða. ís vitleysunnar er orðinn dálítið vökóttur. Menn eru hér og þar farnir að skygnast ofan í lindir, sem áður mátti ekki nefna. Hann flutti erindi um drauma sína síðastliðinn vetur hér í höfuðstaðnum. Samkomurnar varð að endurtaka fyrir þrábeiðni ýmsra, sem ekki höfðu getað hlustað á hann fyrra skiftið — jafnvel þótt bersýnilegt væri, að höf. væri því óvanur að flytja erindi fyrir mannsöfn- uði, og að honum léti það ekki verulega vel. Það var ejnið, en ekki framburðar- listin, sem dró menn. Á eftir sam- komunum rigndi fyrirspurnum yfir höf., svo að fyr kveðst hann standa málþrota, en hann fái svarað því öllu, sem hann hafi verið spurður um. Nú eru þessi erindi komin úl á prenti í laglegri bók. Helzti sálarfræðingur þjóðarinnar, dr. phil. Guðm. Finnboga- son, ritar eftirmála við bókina. Og prófessor Haraldur Níelsson ritar inn- gang að viðbati við erindin, og hefir að nokkuru séð um útgáfuna. Svo að bókin er svo sem sungin sæmi- lega úr hlaði af hálfu mentamann- anna. Eg efast ekki um, að við- tökurnar hjá almenningi verði ágætar — að þetta verði ein af þeim bókum, sem allir lesandi menn á landinu verða að lesa. Að minsta kosti á hún það skilið. Höf. segir að öllum jafnaði pryðisvel frá. Og hann hefir frá mörgu og merkilegu að segja. Hann hefir verið fjarsjnn í svefni. Til dæmis að taka hefir hann séð í svefni sauðfé, sem enginn hefir vitað hvar var, og hefir mátt ganga að því daginn eftir. Hann hefir séð í svefni svipi dáinna manna, sem hann gat ekki vitað að voru dánir, og jafnframt séð öll atvik að andláti þeirra, þó að þau væru um garð gengin. Hann hefir í svefni séð fyrir óorðna atburði, svo glögt, að hann hefir get- að reitt sig á það í mannhættum. Hann hefir dreymt sæg af líkinqar- draumum, sem hann hefir þózt geta ráðið með vissu — likingaruar óskeik- ular. Hann hefir fengið vitranir í ástandi, sem ekki er reglulegur svefn, og hann uefnir leiðslu, en vitranirnar leiðslu- drauma. Stundum hefir honum með þeim hætti verið bjargað úr lífsháska. Stundum hafa honum verið með þeim hætti sagðir atburðir, sem hann gat ekki með nokkuru móti vitað um. Einna merkast dæmi þess er vitranin, sem hann fekk á Hjaltabakka í júní- mánuði 1910. Framliðin kerling segir honum þar frá^skipstrandi, sem eng- inn gat vitað um þar um slóðir, og er að rekast í því, hvort dóttursonur sinn hafi druknað þar. Sagan er að mörga leyti afar-eftirtektarverð, meðal annars fyrir þá sök, að Þórarinn al- þingismaður Jónsson á Hjaltabakka ber vitni um, að hún sé sönn, og að höf. hafi sagt sér vitranina áður en nokk- ur vitneskja fekst um það, að hana væri nokkuð að marka. Annars vil eg ekki segja hér sög- urnar úr bókinni, hvorki Hjaltabakka- söguna né aðrar. Eg mundi spilla þeim með því að stytta þær. Menn eiga að lesa þær i bókinni sjálfri. Á einn leiðsludrauminn verður að minnast sérstaklega. Hann er megin- þáttur bókarinnar. Höf. telur hann merkastan allra sinna drauma. Svo er að sjá, sem mikill undirbúningur hafi verið gerður af einhverjum, annað- hvort af undirvitund höfundarins sjálfs, eða af einhverjum vitsmunaöffum ut- an við hann, til þess að hann gæti dreymt þennan draum og munað hann. Og eftir að hann hefir dreymt draum- inn, er eins og verið sé að skaka með höfundinn mörg ár, til þess að fá hann til að birta hann. Draumurinn er leiðrétting á Njálu — þeim kafla hennar, sem mörgum hefir fundist að hlyti að vera úr lagi færður, sögu Höskulds Hvítanesgoða. Og sögumaður höfundarins á að vera Ketill úr Mörk. Eg skal engan dóm á það leggja, hvernig á þeim draum standi, enda gerir höf. það ekki heldur — né held- ur um aðra drauma sína. Hann er jafnan einkar varkár í ályktunum sín- um, og það er mikill kostur á bók- inni. Eg get ekki neitað því, að mér þykir það nokkuð ólíklegt, að Ketill úr Mörk, eða aðrir Njálu-menn, hafi verið við þann draum riðnir. Ekki fyrir þá sök, sem eg hefi heyrt suma menn hafa að mótmælum, að draum- maðurinn hafi ekki talað eins og menn töluðu hér á landi um árið 1000. Sii mótbára stafar af fáfræði — vanþekk- ing á því, að ganga má að þvi visu, að það sem sagt er fái að meira eða minna leyti blæ af vitund viðtakanda 0: mannsins, sem dreymir. Mín efa- ástæða er sii, að mér finst það frem- ur ólíklegt, að Katli í Mörk og öðr- um Njálu-mönnum þyki það skifta svo miklu máli, hvort við höfum réttar eða rangar hugmyndir um það, sem ge*ðist með þeim hér á jörðunni fyrir einum 900 árum. Mér finst sem þeir ættu að geta unað því sæmilega vel, þó að þeir eigi ekki kost á að leið- rétta þessar hugmyndir manna, fyr en mennirnir koma yfir á það tilveru- stigið, sem Njálu-mennirnir hafa nú svo lengi verið á. Og mér finst svo lítið fyrir þessu hafandi frá þeirra sjónarmiði, þar sem þeir eiga þess eng- an kost að sanna sitt mál, hljóta að biiast við því, ef þeir vita nokkuð inn í þennan heim, að fáir taki þessa nýju frásögn með öllu triianlega, fáir kom- ist lengra en að láta hana liggja milli hluta og hugsa sem svo, að vel geti verið, að hún sé rétt. En að hinu leytinu kannast eg fús- lega við það, að enginn getur neitt um þetta vitað. Enginn veit, nema Ketill í Mörk og jafnaldrar hans líti á þetta mál frá einhverju því sjónar- miði, sem við höfum enga hugmynd um. Við vitum sannarlega minna en það, hvernig þeir menn hugsa, sem farnir eru af þessum heimi fyrir einum 900 árum. Við vitum ekkert, hvernig þeir hugsa að jafnaði. Og við vitum ekkert, hverjum stundar- breytingum hugsanir þeirra kynnu að taka, ef þeir gætu við og við komist i eitthvert vitundarsamband við jarð- nesk efni. Og hverjar hugmyndir sem menn kunna að treysta sér, eða treysta sér ekki til að gcra sér um þennan draum, þá er skylt að geta þess, að frásögnin í draumnum um aðdragand- ann að vigi Höskulds Hvítanesgoða er margfalt sennilegri en frásögnin í Njálu. Mikið ánægjuefni er það, að nú skuli vera svo komið, að höf. getur gefið þessa bók út, án þess að eiga á hættu nokkurar ofsóknir eða ill- mæli. Mikið ánægjuefni er það, að er- indum hans hetir verið svo vel tekið, af því að áhuginn á dularfullum fyrir- brigðum er að glæðast hér á landi, eins og alstaðar annarstaðar — sem aftur stendur í sambandi við það, að efnishyggjan er um allan heim að þokast úr öndveginu. En ekki getur mér annað en runuið það til rifja, hve lengi hann, sennilega með réttu, hefir fundið sig nauðbeygðan til að þegja. Gerum ráð fyrir, að íslendingar hefðu litið á þetta með skynsemd, síðan er Hermann Jónasson tók fyrst að dreyma sína einkennilegu drauma. Gerum ráð fyrir, að menn hefðu haft vitsmuni og stillingu til þess að ihuga það, að hér voru að birtast nýjar hliðar á sálar- lífi sjálfra þeirra, sem þeir höfðu enga hugmynd um, að hér var að opnast útsýni að uppgönguaugum andlegs hyl- dýpis. Gerum ráð fyrir, að einhver maður hefði verið svo viti borinn, að láta sér hugkvæmast að vera í náinni samvinnu við höfundinn, láta hann segja alla sína drauma, áður en þeir komu fram, skrifa þá og vottfesta, og skrásetja jafnframt nákvæmlega, hvort þeir rætast eða ekki, og hvernig þeir rætast. Með því hefði að öllum lík- indum fengist vísindalegt heimildar- rit, sem frægt hefði orðið um alian heim. í stað þess verðum við að láta okkur nægja að gleðjast af því, sem höf. hefir getað látið okkur fá — fyrirtaks skemti- legu alþýðuriti, með mikilsverðum bend- Ingum um ýms afar-hugnæm atriði sálarlífsins — en þvi miður óhæfu til að notast sem vísindaleg undirstaða. Allir sjá muninn. Vitleysa mannanna hefir þar, eins og oftar, orðið okkur nokkuð dýr. Menn kvarta undan tollum og öðr- um álögum, sem löggjöfin leggur á okkur. En þungbærastir eru samt toll- ar vitleysunnar — þegar við förum að koma auga á þá. E. H. Húsbruni á Eskifirði. Símfregn frá Eskifirði 7/10 '12. Schiöthshúsið, (ibúðarhús Guðm. Eggerz sýslumanns), brann í nótt. — Sýslumannshjónin voru ekki heima. Talsverðu af innanstokksmunum og öllum embættisskjölum og bókum varð bjargað. Dýrar heim- Nylega var reiknað út sóknir. hversu mikið konunga- heimsóknir hafa kostaö frakkneska lyðveldið á síðari árum. Þær voru flestar árið 1907 (sama ár- ið og konungur vor kom hingað) og kostuðu þá 1/ðveldið sem nú greinir: Heimsókn Nikuláss Rússakeisara 1529,400 fr. eða rúmar 1100,000 kr., heimsókn Viktor Emanúels ítalíukon- ungs 320,000 fr., Alfons Spánarkonungs 775,000 fr., Manúels Portúgalskonungs 219,000 fr., Hákonar hins norska 318,000 fr., Friðriks VIII 301,000 fr. og Gústafs Svíakouungs 280,000 fr. Jón Jónsson frá Múla. Hann andaðist á Seyðisfirði á laugar- daginn var úr meinsemd þeirri, er hann kendi i byrjun sumarsins, sem nú er að þrotum komið. Gamall varð hann ekki, að eins 57 ára (f. 23. apr. 1855), en mikið og fjölbreytt starf vann hann um sína daga. Breytileikinn var sérstaklega ó- venju-mikill, eftir því sem hér gerist, eða hefir gerst. Hann skifti um heim- ili 10 sinnum eða oftar og hafði auk þess yfirsókn frá heimili sínu, árlega og oft á ári, um minni eða stærri hluta landsins. Hann markaði fjölda- mörg för i þjóðlifinu. Um hitt er örðugra að segja, hve djúp þau voru, eða hve varanleg þau muni verða. Jón fæddist á Grænavatni í Mý- vatnssveit, og var elzti sonur gáfu- mannsins og alþýðuskáldsins þingeyzka, Jóns Hinrikssonar og fyrstu konu hans Friðriku Helgadóttur. Þegar Jón var tvævetur fluttist faðir hans að Stöng á Mývatnsheiði og bjó þar 9 ár. — Móðir Jóns andaðist á þeim árum. Þá fluttist faðir hans búferium að Litlu- strönd í Myvatnssveit og bjó þar 10 ár. En að þeim áram liðnum fluttist Jón vir föðurgarði, fyrst að Hólum I Eyjafirði og var þar 3 ár. Á þeim árum kvongaðist hann eftirlifandi ekkju sinni, Valgerði Jónsdóttur frá Reykja- hlíð. Svo byrja búskaparárin, fyrst á Arn- arvatni í Mývatnssveit 8 ár, þá áSkútu- stöðrum 1 ár, þá á Reykjum í Reykja- hverfi 4 ár og loks í Miila, unz hann brá búi árið 1899 og fluttist til Seyð- isfjarðar. Áður en hér er komið sögunni var hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður. Margt var honum líka vel gefið til þess að hafa forustu fyrir al- þýðu manna. Hávaxni, stórskorni, dökkhærði maðurinn var flestum mönn- um auðkennilegri. Líkamsfjörið mikið. Svipurinn gáfulegur, augun óvenjulega hvöss, snör og harðleg. Manna fljót- astur til að átta sig á viðfangsefnum, áhlaupamaður til starfa og kappsfullur. Hann var bezt máli farinn allra stéttar- bræðra sinna og lika framgjarnastur þeirra flestra eðaallraog með brennandi áhuga á þeim málum, er snertu hag og heill héraðsins og landsins. Þrátt fyrir fremur litil efni var hann orðinn héraðshöfðingi og gegndi margháttuð- um trúnaðarstörfum í þarfir þjófélags- ins og héraðsins, umboðsmaður og al- þingismaður, auk margháttaðra starfa við verzlunarrekstur. Skömmu eftir 1880 hófst kaupfé- lagsstefnan i Þingeyjarsýslu og henni tók Jón með öllu því kappi og öllu þvi trausti, sem mikill starfsþróttur og fjörmikið hugsjónaflug veitir ung- um mönnum, áður en þeir fara fyrir alvöru að reka sig á skerin, bæði blindboðana og þau skerin, sem upp úr standa. Mikinn kunnugleika þarf til þess að dæma og meta rétt alt það starf, sem þá var unnið í Þing- eyjarsýslu og reyndar víðar á landinu. Enn þá stendur Kaupfélag Þingeyinga uppi og víst á fastari fótum en oft áður. Verkið, sem bændurnir unnu þar, var að mörgu leyti þrekvirki, ó- metanlegt en örðugt frumspor til þess að laða saman hugi manna í strjál- bygðum héruðum til samvinnu og samtaks um atvinnumálin. Jón átti mikinn og góðan þátt í því starfi, þó hann væri þar alls ekki einn um for- ustuna og aðrir kunni að eiga skilið meira af heiðrinum fyrir hana en hann. Frá því um 1889 er Jón að öðrum þræði starfsmaður umboðsmanna kaup- félaganna og árið 1899 flyzt hann búferlum til Seyðisfjarðar, til þess að reyna að koma skipulagi á í Pöntun- unarfélagi Fljótsdalshéraðs og nokkru síðar verður hann aðalumboðsmaður fyrir verzlanir Zöllners hér á landi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.