Ísafold - 12.10.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.10.1912, Blaðsíða 1
KemiLi út tvisvur l viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlenái* 5 kx, eöa 1 */• dollar; borgist fyrir mibjan júli (orlondie fyrir fram). ISAFOLD UppbOeh (akrifleg) bnndin viB dramót, n ÓEÍld nema komln sé til útgefanda fyiii 1. okt. og aaapanái iknldlaai viö blaMB AfgreiBsla: Anatnratrntl 8, XXXIX. árg. Reykjavík 12. okt. 1912. 6$ tölublað I. O. O. P. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýbufól.bókaaafn Póafchússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Læk.jarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5-7 Eyrna-.nef-os; hálslækn. ók. Pósth.strJ4A fid 2—8 ilandsbanki opinn 10—2 */* og 5*/a—7. K.P.U.M. Legtrar- og skrifstofa 8 árd.—10 &<jd, Alm. fundir fid. og nd. 8 l/« si^degis. Landakotskirkja. (ju&sþj. 2 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. ÍCJ/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11 -2*/*, öVs-B1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafr 12—3 og 5—8. Útl&n 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin fra 12 —2 Landsféhi.rbir 10—2 og 5—3. Lands«»kjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Land8Íminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Lingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opih i ‘ís—2s/« á sunnudögum Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. 8tjórnarráÖ88krifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsími Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglaugfc (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlrakning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífilssta^ahælið. Heimsóknartími 12—1. Þjóömenjasafnih opiö þd., fmd. og sd. 12—•?. Hvort vór megum semja. N Ofurlítil ádi*epa. Hann er kominn í bobba, Ingólfs- skrifarinn, með kenningu sína um f>að, að ráðið til þess að afla landinu rikisréttinda, þess réttar, er vér þykj- umst eiga tilkall til, sé að fást ekkcrt við það að semja um þenna rétt. Þeg- ar leitað er á hann um það, hvernig vér eigum að ná réttinum án samninga, þá getur hann ekki svarað því af neinu viti, hann tútnar bara út og ryður út sér skammaryrðum: Svikarar, lygarar, leigulygarar, h'ófundur lyginnar, beinar lygar, lygablekkingar, ósvífin visvitandi lygabkkking. Þetta er orðbragðið hjá þessum háttprúða stjórnmálamanni og annað af sama tægi. Og jafnframt eru þetta einu röksemdirnar, sem hann hefir upp á að bjóða fyrir því, að rangt sé að reyna til að fá löggjafar- þingið og þjóðina til þess að þoka sér fastar saman um réttarkröfurnar og spyrja Dani jafnframt hverra samn- inga þeir nú vilja unna oss. Helzta ljósglætan í höfðinu á honum virðist stafa frá stöðulögunum, þessu nýja frelsisskjali skilnaðarpostulanna og þó er hann auðsjáanlega feiminn við að halda því á lofti. Það bætir ekki í honum skapíð að heyra þau ómótmælanlegu sannindi, að síðan þjóðin fór að ranka við sét og skilja það, að hún átti tilkall til einhvers réttar, hafa beztu menn hennar verið að semja um þenna rétt, verið að stríða við það, áratug eftir áratug, að semja hann aftur í hendur þjóðarinnar. Þeir skeyttu því ekkett þótt einstaka hérvillingar, sem öllu vildu halda í sama horfinu, væru að banna þeim að semja. — En lakast af öllu þykir honum að heyra það, að landvarnarmernirnir gömlu, sem hann er að mælast til forustu hjá, hafi verið mjög fúsir til samninga, áður en mitfilandanefndin var skipuð. Þann sannleika verður hann líka að gjöra sér að góðu, þó það komi illa heim við þá fákænlegu stefnu, sem hann er að verja. Ef til vill mætti minna Ingólfsskrif- arann á það, hve vinsamlega og glað- lega foringjar landvarnarmanna tóku heimboðinu íil Danmerkur árið 1906. Það var siður en svo að allir stjórn arandstæðingar þá tækju þessu boði eins líklega. Málgagn flokksins lét vel yfir boðinu, af því að þá gæfist kostur á að leita betri samninga um réttindi landsins. Og allir íslendingar vita að þetta heimboð varð upphafið til nýrrar samningaviðleitni um sam band íslands og Danmerkur. Fúsleikinn til þess að reyna samn inga einkendi líka framkomu land- varnarmanna alt til þess tíma að milli- landanefndin var skipuð og er þetta ekki sagt í þvi skyni að niðra þeim á nokkurn hátt fyrir það. Þeir vissu það þá og vita það víst allir enn,' að það er sitt hvað að semja, leita samn inga eða að gera sdttmdla, þó þessi pólitíski afglapi, sem hefir orð fyrir skilnaðarliðinu í Ingólfi, grauti þessu tvennu saman, annaðhvort af flasfengni eða í ósæmilegum tilgangi. Enginn veit hvort Danir vilja semja nú. Því síður vita menn hvort þeir vilji bjóða þá kosti, sem að sé gang- andi. Þó vér viljum leita samnings- costa, þó vér viljum semja, er ekkert íægt um það að segja að svo stöddu’ ivort samningarnir geti leitt til sátt- mála. Það eru orð Ingólfsskrifarans að Isafold vilji gera sáttmála við Dani um hverja þá kosti, sem þeir vilja bjóða. En þetta eru tilefnislaus ósann- indi. Sé maðurinn með öllu viti þeg- ar hann er að skrifa greinar sínar, þá veit hann líka, að þegar hann segir þetta, er hann að fara með róg og ósannindi. Og hann veit það víst líka hvað þeir menn heita, sem þetta gera. Ingólfsskrifarinn heldur að hann sanni eitthvað um samninga ófúsleik landvarnarmanna með því að benda á það, að Ingólfur hafi á árunum 1906 og 1907 krafist þess með mjög ákveðn- um orðum, að nýjar kosningar færu fram, áður en millilandanefndin væri skipuð. Það er alveg rétt að Ingólf- ur sagði, að pað mundi dœmalaust um allan heim að ekki væri rofið ping og efnt til njrra kosninga pegar eins stæði á og þá, og fór um þetta enn sterk- ari orðum. Enginn ástæða er heldur til þess að efast um það, að Ingólfur hafi æskt eftir nýjum kosningum. En alvfruþunginn sézt þó vanalega enn þá betur af verkunum en af orðunum, jafnvel þó þau séu mjög íburðarmikil. A undirbúningsfundi, sem haldinn var hér í Reykjavík, af fuiltrúum, er kosnir höfðu verið til Þingvallafundarins, var því haldið fram af nokkrum mikils- megandi stjórnarandstæðingum, að Þingvallafundurinn ætti að mótmæla allri þátttöku stjórnarandstæðinga í nefndarmannavali, fyr en kosningar hefðu farið fram. Enginn vafi er á þvi að ef landvarnarmenn hefðu þá horfið að þessu ráði, þá hefði þetta verið samþykt á Þingvallafundinum og þá má telja víst, að það hefði leitt til þess að þingrof hefði orðið, eða málið hefði ónýzt að því sinni. En land- varnarmennirnir vildu ekki eiga á hættu að málið ónýttist, af því þeir töldu von um að gagn gæti að því orðið, að samningar væru reyndir, af því þeir vildu semja. Þessi var ástæðan til þess að Þingvallafundurinn mótmælti ekki samningatilrauninni án þingrofs, en lét sér nægja að skora á þing og stjórn, að sjá til að þing væri rofið áður en nefndarmenn væru tilnefndir af vorri hálfu. Höggið sem átti að hrífa, og hefði líka gert það, varð að selbita. Hér er frá þessu skýrt án þess að leggja á þetta nokkurn dóm að öðru leyti. En þetta ætti að nægja til þess að sýna það, að það er Ingólfsskrif- arinn en ekki Isafold, sem hér er að umhverfa sógulegum viðburðum, ann- aðhvort af vanþekkingu eða öðru lakara. Loks skal á það minst, að Ingólfs- skrifarinn er með ósanninda-dylgjur um, að ritstjórar ísafoldar hafi farið í smiðju með greinina Hvort vér meg- um semja, og notar hann tækifærið til þess að ausa fúkyrðum yfir þann, er hann heldur að sé höfundur greinar- innar. Ekkert orð í greininni er þó eftir þann mann. Alt sýnist nokkurn veginn jafndá- samlegt hjá Ingólfsskrifaranum, glögg- leikinn á rithátt, skýrleikinn á stjórn- málin, þekkingin á atburðunum,kurteis- in í viðræðum og sannleiksástin við meðferð málanna. =®=r‘ Mesti stjórnmálamaður Þjóðverja látinn. Þ. 24. september lézt sendiherra Þjóðverja í Lundúnum, Marschall v. Bieberstein barón — varð bráðkvaddur. Hann var talinn langmerkastur stjórnmálamaður Þjóðverja siðanBis- marck leið — jafnvel gefið viður- nefnið: Bismarck II. Marschall barón var til skamms tíma sendiherra Þjóðverja í Miklagarði, en var þaðan kvaddur nú snemma sumars og sendur til Lundúna í stað Metternichs fursta, er þar var áður af hendi Þjóðverja. Þessi sendiherraskifti þóttu miklum tíðindum sæta og voru talin vita á auknar samdráttartilraunir með Bret- um og Þjóðverjum. En í hinu nýja embætti naut Mar- schalls eigi lengur en misseri og fekk I loftinu milli Hamborgar og Khafnar. Fyrir tveim árum var farið að ráð- gera loftferðalag milli Hamborgar og Khafnar á 1 af loftskipum hins heims- fræga þýzka hugvitsmanns Zeppelins greifa. En við ráðagerðina tóma hefir það lent þangað til fyrir þrem vikum. Þá tókst það. Loftskipið, sem notað var til ferða- lagsins heitir Hansa og lagði það upp frá Hamborg aðfaranótt 19. sept. kl. 4. Zeppelin greifi var sjálfur með og alls voru farþegar 14. Skipið hrepti and- byr og var því lengur á leiðinni en ella, en þó miklu hraðara en eim- lestin, sem sé 6 tíma. Kviknar í húsi (simfr.). Fyrir nokkrum dögum síðan kvikn- aði í húsi á Húsavík, er Kaupfélag Þingeyinga á. í húsinu bjó Benedikt kennari Bjarnarson. Húsið skemdist til mikilla muna og auk þess brann eitthvað af bókum og öðrum munum, er Benedikt átti. Metur hann skaða sinn á 1200 kr. Bæði hús og munir voru vátrygðir. Marschall v. Bieberstein. á þeim tíma lítt sýnt, yfir hverju hann bjó í þeim efnum. Marschall var upphaLega málflutn- ingsmaður, en kjörinn á þing 1878. Verulega fór eigi að bera á honum í stjórnmáium fyr en eftir fall Bismarcks. Þá var hann gerður utanríkisráðherra Þjóðverja. Honum var á sínum tíma eignuð mest hlutdeild í hinu alkunna Krúger- símskeyti Þýzkalandskeisara, er fekk Bretum svo mikillar gremju. Upp úr því var Marschall sendur til Mikla- garðs í »útlegð«, að því er sagt var. En þar tókst honum að koma ár sinni svo vel fyrir borð, að hann átti lang mest undir sér allra sendiherranna þar og varð nú vegur hans æ meiri með ári hverju. — Svo var talið, að Marschall mundi næstur standa kanzlaratign þýzka rík- isins eftir Bethmann-Hollweg, ef enzt hefði aldur til. Marschall sendiherra varð sjötugur. Líklegur eftirmaður hans i sendiherra- embættinu í Lundúnum er talinn Kiderlen-Wachter, sem nú er utanríkis- ráðherra, eða Bernstorf greifi, sendi- herra Þjóðverja í Washington. Myndugleiki prót Kn. Berlins. Prófessor Kn. Berlm, ritar í Poli- tiken 16. f. m., grein um væntanlega nýja millilandanefnd. Greinin er þó að minstu leyti um þessa nefnd, að eins lætur hann þess getið, að rangt væri að skipa eingöngu þingmenn í hana. Þeir menn, sem þekkingu hafi á málum íslands, þurfi að fá sæti i henni og fremur fáir Danir séu gæddir þeirri þekkingu. Prófessorinn er ekki þing- maður sjálfur og er þá ekki örðugt að skilja hvert hann stefnir. Annars er greinin eftirtektaverð fyrir myndugleika þann, er prófessorinn talar með um íslands málin. Greinin er nokkurs konar viðvörunar-bréf, þótt grímuklætt sé, til konungsins Krist- jáns X., um að haga sér ekki eins ógætilega og faðir hans, Friðrik kon- ung VIII., hafi gert, um að gerast ekki talsmaður íslendinga á móti Dön- um. Því fremur beri hinum nýja konungi að forðast víti föður síns, er íslendingar hafi launað velvild Frið- riks VIII. með vanþakklæti. Það dylst ekki að prófessorinn þyk- ist eiga mikið undir sér. Frá fiugsvæði Khafnar, pegar Hansa lenti. Þegar til Khafnar kom kl. 10 um morguninn, var þar fyrir múgur og margmenni að fagna þessu nýtízku farartæki og föður þess. Eftir x x/2 klst. viðstöðu hélt Zeppelin aftur suður til Hamborgar og lagði þá leiðina um Málmhauga í Svíþjóð. Þá leiðina fór Hansa á rúmum 4 klst. hernaðurinn færist upp í loftið — eða hverfur úr sögunni, spá sumir. Hve mikilsverð þessi nútímans ný- justu farartæki geti orðið oss íslend- ingum þegar fullkomin verða, má af því marka, að svo er mikill hraði þeirra í hagstæðu veðri, að þau munu fara 4 sinnum hraðara en milli- landaskipin nú. Það samsvarar því að fara á sólarhring til Leith, 1 x/2 sólar- hring til Khafnar, o. s. frv. Ef líkt verður framsóknarflugið um endurbætur á loftskipunum og verið hefir á síðari árum, á ekki að líða langt um, að loftskipin fari að verða allalmenn farar- og flutninga-tæki. Enn eru þau um of háð veðuráttinni - líkt og seglskipin. Þeir tímar munu þó vafalaust í nánd, að sigrast verði á þeirri tálmun. Bylting sú, er þá verður i heim- inum, er svo víðfeðma, að erfitt er að gera sér grein fyrir. M. a. verða þá öll hin miklu og óhemjudýru her- skipabákn engisnýt til varnar þjóðunum Ritfregn. Brl. símtregnir. Ófrlðarbálið á Balkanskaga. Khöfn 1 a/10 ’12. Harðar orustur orðið kringum Sku- tarívatnið. Svartfellingar unnið tyrk- neskar víggirðingar. — Búist við að aðrar Balkanþjóðir segi Tyrkjum bráö- lega strið á hendur. Miðlunartilraunir stórvelda árangurslausar. Skutarivatnið er stærsta stöðuvatn- ið á Balkanskaga, 350 ferrastir, og er á landamærum Tyrklands og Mon- tenegro; eigaTyrkir og Svartfellingar sinn helminginn hvorir af vatninu. — Vatnið er skipgengt. =í= Ýms erlend tíðindi. Símtal án aðstoðar. Nokkurs vert þykir það að geta átt simtal við menn, án þess að þurfa annara hjálp til þess. Við það verður leyndin við viðtalið tiyggari, en vinna sparast. Hugvitsmennirnir hafa því spreytt sig á því, meðal annars, að búa tal- færið svo út, að enga miðstöð þurfi. Einkum hefir þetta verið reynt í Vest- urheimi. í Chicago er sagt að sé talþráðakerfi með 10,000 talfærum, ei enga miðstöð þurfi. Gallar hafa þó þótt vera á þessu fyrirkomulagi og aðferðin ekki notuð við fleiri en 2 af hundraði af talfær- um í Vesturheimi. En nýlega hefir sænskum verkfræð- ingi, er heitir Butulander, tekist að endurbæta þessi nýtízku talfæri og þykir uppfunding hans allmerkileg. Hefir hann unnið að þessu í 15 ár, en nú fyrst þykist hann hafa leyst vandann. C. Wagner: Einfalt lif. Þýtt hefir Jón Jakohsson. Reykjavik 1912 (Sigurður Kristjánsson). Lífið gerist offlókið, ofmargbrotið I Mennirnir eyða orku sinni í fánýta smámuni, tildur og tilgerð. Einhver höfðinginn efnir til brullaups dóttur sinnar. Alt fer í uppnám og á fleygi- ferð. Alt er í óðustu önnum og hend- ingskasti, vinnufólkið ekki síður en hjónaefnin. Það þarf að finna svo marga, skraddara, hattasala, gimsteinasala og fjölda annarra sala. Og þá er þessu er lokið eftir langa mæðu, þarf að hraðasér í öll boðin, dansleikana og heimsókn- irnar. Hjónaefnin eru orðin dauð- þreytt á öllu erfiðinu og umstang- inu. Ástin sjálf verður að »lúta í lægra haldi fyrir alls konar fánýtum siðvenjum«. »Kæru börn«, segir amma gamla, áttræð kerlingin, »ver- öldin er áreiðanlega að verða offlók- in — og menn verða ekki sælli fyrir það — þvert á móti«. Þessi smá- munaflækja þvælist fyrir oss við hvert fótmál, svo að vér fáum ekki þver- fótað fyrir henni. Fæturnir verða fastir í henni. Þótt framfærslu- og menningarfæri vorra tima séu miklu fullkomnari en á dögum áa vorra og afa, vaxa farsæld og ánægja ekki að sama skapi, eins og amma gamla pré- dikaði. Öðru nær. Þeir berja sér mest og barma sér hæst, er ættu að eiga beztan kost ánægju og auðnu. »Þá vantar miljónir sem eiga miljónir, þá vantar þúsundir, sem eiga þúsund- ir«. Gleðin býr sem sé ekki i hlut- unum, heldur hið innra í oss. Þeir sem gæddir eru gleðigáfunni, þurfa ekki að verja miklu fé til skemtana. Drottinvald fýstnanna svæfir sælu og göfgi hjartans. Það er einhver háskalegasta heimska samtímans að ætla, að manngæði og hamingja aukist að sama skapi sem ytri lifsþægindi. Það er meinið mikla á þessum tímum, áð verulegu og óverulegu, aðalatriðum og aukaatriðum, er blandað saman. Mann- gildi vort fer ekki eftir þeim lífsgæð- um og skemtunum, er vér njótum, né metorðum og efnahag, er oss hlotn- ast. Leggjum rækt við anda einfeldn- innar í hugskoti vorul Og »maður er einfaldur, þegar honum er framar öllu um það hugað að vilja vera það, sem hann á að vera, það er að segja sannur, hreinn og beinn rnaður*. Burt með alla þessa smámuni og veraldar- hégóma, er glepja oss og soga siðferð- isöfl vor, gáfur og sálarró ofan i iðu sína! Munum það alt af og alstaðar að vera menn I Þetta er aðalefnið i frakkneskri bók um einfalt líí, er Jón Jakobsson hefir þýtt á islenzku. Út um heim hefir hún átt hinu mesta hyili að fagna. Roosevelt las hana og fanst mikið til um ágætihennar oghvatti Vesturheims-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.