Ísafold - 19.10.1912, Síða 1

Ísafold - 19.10.1912, Síða 1
Kem;.i út tvisvar i viku. Verö árg. (80 arkir minst) á kr. eriendia 6 ki. ef>a 1 */* Aollar; borgiiit fyrit miftjan júli (erlendia fyrir fram). ISAFOLD GppbOeti (skrifleg) fcnndín vifc Aramót, e> ójrUd nema komin sé tU Atgefnnda fj’rii 1, okt, o<( kaapandi ekoldlane vlð blafcifc Afgrreifcda i Anatantr*ti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 19. okt. 1912. I, O. O. F. 938301 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýbufél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl 6—8. Angnlækning ókeypie i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 BorgarstjóraHkrifstofan opin virka daga 10—8. BeB.jarfógetaskriffltofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5-7 Eyrna-,ueí>og hálslækn. ók, P0sth.str.14A fid.2—8 Ísland8banki opinn 10—2*/a og B*/a—'7. K.P’.n.M Leshrar- og skrifstofa 8 árd.—10 shd. Alm. fundir fil. og ad. 81/* siCdegis. Landakotflkirkja. (Jnhs'þj. P og fi é. helgum Landakot-flspitáli f. fljúkravitj. 101/*—12 og 4—6 Landgbankinn 11-2 */«, ö^/a-61/®. Bankaetj. vih 12-2 Landsbókasain 12—8 og 6—8 Útlán 1—8 Landqbúnaðarfélagsskrifstofan opin trA 12—2 Landsféhirhir 10—2 og 6—8. Landsskjalasafni* hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglaugt [8—9] virka dagt», helga daga 10—12 og 4—7. Lreknir." ókeypis í»ingh str. 28 þd.og fnd. 12—1 NAttúrugripa8afr opih * ll»—2l/a A sannudögnm Samábyrgh Islands 10—12 og 4—6. StjórnarrA6sskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8i opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. T»innirokning ókeypis Pósth.fltr. 14B rnd. 11—12 Vlfilssta^ahæli^. Hoimsóknartími 12—1. ÞjóDmenjasaínið opih þd., fmd. og sd. 1 '—7. Stórtiðindin á Balkanskaga. Eins og sjá má aí simfregn til ísa- foldar, er hingað kom um miðja vik- una, eru Svartfellingar ekki lengur ein- ir um ófriðinn gegn Tyrkjum. Grikkir hafa hafist handa og kastað eigu sinni á Krít. Líklega er þetta að eins upp- hafið að blóðugti styrjöld par syðra, þó ekkert verði með vissu sagt hve víðtæk hún kann að verða að þessn sinni, eða hver eftirköstin kunna að verða siðarmeir. Á Balkanskaga eru mörg tíki, eins og sjá má af uppdrætti þeim, sem prentaður er hér í blaðinu. Norðan til eru konungsrikin Rúmenia, Búl- garía, S.rbía og Montenegro (Svart- fjallaland). Þar fyrir sunnan er Tyrk- land, en Grikkland syðst. Öll hafa þessi nýju konungsriki lotið valdi Tyrkja og ýms þeirra til skamms tíma. Þau hafa brotist undan oki Tyrkja og notið til þess aðstoðar voldugri ríkja á ýmsan hátt. Sé að eins farið eftir ríkjaskiftingu, verður uppdrátturinn af Balkanskaga sæmilega greinilegur. En til þess að skilja nokkuð í deilum þar syðra, þarf jafnframt að gæta þess, að uppdrátturinn yrði töluvert annar, ef miðaður væri við þjóðerni, og enn 3rrði töluverð bre>Tting á honum, ef miðaður væri við trúarbrögðin. Þarf þá ekki að furða sig á þó margt verði mönnum að deiluefnum þar suður frá. T. d. eru Serbar þrefalt eða nær fjórfalt fleiri en íbúarnir í konungs- ríkinu Serbiu. Serbar búa í landi Tyrkja, Gömlu Serbíu, sem sjá má á uppdrættinum sunnan við konungs- ríkið Serbíu, en auk þess allmargir í Makedóníu. Enn fleiri Serbar lúta þó Austurriki, á landskikanum milli Ser- bíu og Svartfjallalands, og ennfremur í Bosnín þar norður af. Serbar kenna fullkomins vanmáttar til þess að eiga í ófriði við Austurríki, en una því þó hið versta, hvernig þeir eru afkróaðir; telja þess þó heldur einhverja von að vinna aftur lönd undan Tyrkjum, og því hugsa þeir til að ná Gömlu Ser bíu undir sig. — Búlgarar vilja færa sig suður á bóginn og helzt sameina Makedoniu ríki sfnu. — Svartfelling- ar hugsa til sneiðar norðan af Albaníu og Grikkir vilja ná eyjunni Krít og helzt færa lönd sín til muna meira út. — Um Rúmeni er það aftur að segja, að þeir líta öfundaraugum til uppgangs Búlgara á siðari timum og unna þeim ekki þess að vinna fleiri lönd undan Tyrkjum. Hin ríkin á Balkanskaga, önnur en Tyrkland, sem virðast hafa gert fullkomið bandalag með sér, til sóknar og varnar gegn Tyrkjum að þessu sinni, lita þvi horn- auga til Rúmeníu. Er talið víst að Búlgarar þori ekki að beita öllum her sínum gegn Tyrkjum, ef til fulls fjand- skapar dregur, heldur þurfi þar her á að skipa til varnar gegn Rúmenum, ef til þarf að taka. Herafla hafaTþessar þjóðir þar suð- ur frá rnikinn, tiltölulega við ibúatölu. Búlgarar hafa á að skipi, ef i nauðir rekur, um hálfri miljór hermanna, Ser- bar um 170 þúsundum, Svartfellingar um 50 þúsundum og Grikkir um 100 þúsundum. Rúmenir munu hafa hálfa miljón og TjTrkir líklega um 1 miljón. Tyrkir eru þeirra mestir hermenn, — enda taldir beztir hermenn í Norður- álfu. Á friðartímum er þá fastur her þessara þjóða nær hálfu minni en hér er talið. En verði barist um mest- allan Balkanskaga, má búast við stór- feldu mannfalli og grimmum orustum. 3g svo er vant að vita hvort stór- veldin þar norður af, Austurríki og Rússland, gætu ekki lent í ófriði þar suður frá, ef öðrum hvorum veitti stórkostlega betui. Rússar telja sig verndarþjóð Slafanna á Balkanskaga, og Austurríki mundi gjarnan vilja færa út kviarnar suður og austur á bóginn. í annan stað keppa Þjóðverjar og Eng- lendingar um vináttu Tyrkja og hafa lengi gert. Hefir lengi staðið ótti af þvi, að ófriður á Balkanskaga yrði upphaf til nær allsherjar ófriðar í Norðurálfu. Þjóðirnar, sem hefja herskjöld gegn Tyrkjum, hafa áður litið hornauga hvor til annarar. Það er hagsmunavonin ein, sem hefir þokað þeim saman, - ekki ýkjamörg ár siðan Serbar og Búlgarar bárust á banaspjótum. Tyrk- ir h fðu átt í höggi við þeim sterk- ari þjóð og þá var helzt vonin að þeir væru orðnir svo dasaðir á þeim vopnaviðskiítum, að hægra veitti við þá að etja á eftir. Bezt þó ef ófrið- urinn héldi áfram miili ítala og Tyrkja. En loks virðist þeim ófriði lokið. — B ilkanþjóðirnar hafa rekið erindi ítala, með því að hefja ófriðinn svo snemma. Tyrkir hafa loks látið undan ítölum og slept Trípolis við þá, til þess að mega fremur um frjálst höfuð strjúka heima fyrir. Símfrétt um að friðar- samningur sé undirritaður er að visu ókomin enn, en eftir síðustu horfum virðist mega vænta hennar á hverri stundu. lausar til þessa, eins og smáríkin hafi að eins espast við þær. Austurríki hefir dregið saman mikinn her í Bosníu, og orð hefir leikið á því, að Rússar drægju lika her saman þar syðra i löndum sínum. Fyr8t.11 vopnaviðskiftin. Svartfellingar urðu fyrstir til að hefja vopnaviðskifti, eins og þeir lika urðu fyrstir til að segja Tyrkjum strið á hendur. Laust fyrir siðustu mánaða- mót komu þeir á uppreist nokkurri gegn Tyrkjum nyrzt i Albaníu og tóku herforingjar frá Svartfjallalandi að sé' yfirstjórn uppreistarmanna. Við Skútarivatnið náðu þeir skipi með tyrkneskum hermönnum. Þrjátíu manna féll af Tyrkjum en 70 voru handteknir. Skáru Svartfellingar nefin af líkum tyrknesku hermannanna, erfallið höfðu. Fleiri smáorustur urðu þar við vatnið og fyrir viku síðan flutti ísafold sím- fragn um nýafstaðna orustu þar syðra. Veitti Svartfellingum betur og tóku þeir vígi af Tyrkjum. í sama mund sem ófriðurinn hófst norðan til á Balkanskaga, var upp- reist gerð á tyrknesku eyjunni Satnos. Reru einkum Kríteyingar undir og settu þar lið á land. Uppreistin var þó bæld niður, enda skárust stórveld- in i leikinn. Við bardaga þar skutu Tyrkir á grískt skip, er þar var á sveimi. Grikkir urðu ókvæða kölluðu við og þegar Viðsjár og vanmáttur stór- vcldanna. Frá því er ófriðarblikuna dró fyrst upp á Balkanskaga, hafa stórveldin lát- ist vera að stilla til friðar. Örðugt að sjá að þeim hefði ekki veitt létt að afstýra ófriði, ef þau hefðu verið fullkomlega samtaka. Aldrei hefði til ófriðar dregið, ef smáþjóðirnar hefðu vitað það, að þær bökuðu sér reiði allra stórveldanna með honum. Á yfirborðinu er þó svo að sjá sem þau hafi nokkuð aðhafst. Þan gefa í skyn, að hverníg sem vopnaviðskifti fari, fái engin þjóðin þar syðra að færa út land sitt. Ekki árennilegt fyrir smá- þjóðir að hefja ófrið til landvinninga með fullri vissu um þetta. Samtök eru lika talin um það meðal stórveld- anna, að afstýra ófriðnum með því, að varna þess að þjóðirnar, sem ber- ast á banaspjótum, fáí nokkurt lán í útlöndum. Sjálfar eru smáþjóðirnar félitlar og geta ekki haldið uppi ófriði, nema þær fái fé áð láni. En þrátt fyrir þetta halda þessi ríki öll áfram að hervæð- ast sem hamstola væru, eins og þau sjái hvorki né heyri hvað stórveldin segja. Við það veikist trúin á alvöru stórveldanna að afstýra ófriði, en grun- ur eykst á þvf, að einhver þeirra eða fleiri hafi undirmál við smáríkin og talað sé við þau tveim tungum. Austur- riki, Rússland, Þýzkaland og England hafa öll mikilla hagsmuna að gæta þar suður frá og hvert stórveldanna hugs- ar fyrst og fremst um sinn hag. En hvernig sem þessu kann að víkja við, hafa allar sáttatilraunir orðið árangurs- heim Georg konung sinn, er var i kynnisför norður í Kaupmannahöfn. Heimtuðu Grikkir afsökun og skaðabætur. Sendiherra Tyrkja í Aþenu færðist þó undan þeim og eftir það tóku Tyrkir öli gtísk skip i tyrkneskum höfnum og neituðu að skila þeim aftur. Ætla þeir að nota það af þeim, er þeir geta, til flutninga, meðan á ófriðnum stendur. Grikkir hafa svo svarað með því að kasta eign sinni á Krít. Hersveitum Serba og Búlgara ann- ars vegar og Tyrkja hinsvegar hefir enn ekki lostið saman svo teljandi sé. Hafa þeir þó átt einhverjar smáorust- ur og veitti Tyrkjum jafnan betur. í eitt sinn er talið að fallið hafi um 400 Búlgarar. Enn hafa Búlgarar og Serbar ekki sagt Tyrkjum strið á hendur né kallað heim sendiherra sína í Konstantinópel. Þó segir símfregnin að telja megi að ófriðurinn sé hafinn. Búlgarar höfðu í byrjun mánaðarins 280 þúsundir manna undir vopnum og mestur hluti þess liðs mun vera kominn suður að landamærunum. Serbar hafa og mikið lið, en lakar búið og æft en Búlgarar. Orð leikur á, að stjórnirnar i Sojía (höfuðstað Búlgara) og Belgrad (höfuð- stað Serba) hafi helzt viljað hætta við óíriðinn, þegar til kom, en æsingin þá orðin svo mikil þar í höfuðborg- unurn og víða í landinu, að stjórn- irnar sáu sér ekki annars úrkost en senda herinn af stað. Annars búist við borgarastyrjöld og að konungun- um yrði steypt af stóli. Að minsta kosti Pétri Serbakonungi. Þykir Serb um hann lítill skörungur og segja að hann hugsi um það eitt að fá að deyja á konungsstóli. Stingi þá að vísu nokkuð i stúf um hann og fyrir- rennara hans, því 6 hafa þeir, hver fram af öðrum, annað hvort verið reknir frá ríki eða þá myrtir. Húsbruni á Sigluflrði. Brauðgerðarhús Olgeirs Júlíussonar bakara á Siglufirði brann til kaldra kola aðfaranótt mánudagsins var. Hús- ið var óvátrygt, en vörur í þvi vá- trygðar. 69. tölublað RUMÆNJEN K0 NSTAPiJjR^Et L1LLE Svartfellingar hylla Nikulás konung. Hæðarflug í flugvél. Lengi vel var haldið, að eigi yrði komist neitt að ráði í loft upp á flug- vélum. Þær yrðu að halda sér sífelt rétt í nánd við jörðu. Nú er þó ann- að orðið uppi á teningnum. Ar frá ári hafa fluggarparnir hækkað sig í lofti. Allir muna flug Chavez yfir Alpafjöll 1910 um haustið, er honum varð að fjörtjóni. Það þótti þá hin frækilegasta för, en fram úr honum hefir hver flugmaðurinn á fætur öðr- um skarað, og síðastur hefir frakk- neski flugmaðurinn Lcgaqtieaux flogið 5700 stikur i loft upp, eða hátt upp í prejalda hœð Örœjajökuls. Sýnir myndin að ofan framsóknina, eða rétt- ara sagt «£/>sóknina í hæðarflugi. Eru þar ýms Norðurálfufjöll til saman* burðar. Þar á meðal neðst til vinstri Hekla og efst til vinstri Mont Blanc í Alpafjöllum o. frv. Þar er nú komið, að mennirnir eru farnir að jljú°a í lojt upp þetta 3000 fetupp ynr hæsta fjalltind Norðurálful Hver mundi trúað hafa þeim býsn- um fyrir 10—20 árum?

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.