Ísafold - 26.10.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.10.1912, Blaðsíða 1
£emu út fcvisvar í viku. Vero arg. (80 arkir minot) 4 kr. erlendlo 5 kr, eoa l'/i doilar; borgist fyrir miöjan júli (erlendii fyrir fram). ioAr ULu Uppaðgn (¦krifleg) bundin vifi aramót, ai órfia nema komln sé til útgefanda fyrlr 1. okt. ob kaapandi skuldlaui ?» blaMð AfgreiBila: Austcrstieti 8, XXXIX. árg. ileykjavík 26. okt. 1912. 71. tölublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýoufél.bókasafn TemplaraB. 3 kl. 7-9. Augnlækning ókeypis i Itækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bsejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1—7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-,nef-og halslækn. ók. Pósth.str.UA fid.2—B íslandsbanki opinn 10—2 »/9 og 5«/s—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 söd. Alm. fundir fid. og sd. 8 >/> siMegis. Iiandakotskirkja. (iuosþj. B og 8 4 Iiolgum Landakotsspitaii f. sjukravitj. 10»/»—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2'/», 6»/s-6'/a. Bankastj. viö ia-a Landsbókasafn 12—3 og 5—8. TJtlan 1—« Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin ira 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 6—8. LandsskjalasafniD hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dag», hel&a daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd, og fsd. 12—1 Nattúrngripasafn opio l'/a—2»/s á sunnndögum Samábyrgö Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarraossbrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Beykjaviknr (Posth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ðkeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoahælio. Heimsóknartimi 12—1. ÞjóömenjasafniD opio þd., fmd. og sd. 12—2. Isafold. Til nýárs kemur tsajold jafnaðar- lega lit tvisvar í viku, miðvikudaga og laugardaga. Vegna óska margra kaupenda hér í bæ og auglýsenda er meiningin að reyna að koma á þeirri reglu, að blað- ið jafnan komi út um hádegisbilið. Því eru auglýsendur vinsamlega beðnir að skila auglýsingum kvöldinu áður en pœr eiga að koma í blaðið. Framvegis verður Jsaýold og seld í lausasölu, 5 aura blaðið. Útgej. Jiaffiíín. Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jónssuni, Templarasundi 3. Reykjavík. Kostar aðeins 80 aura pd. 1 pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kaffi á 1.20—1.30 pd. og Va pd. af export á 0.25. Það er þvi um 70 a. spamaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kaffitínið er hollur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einkaumboðsmaður á íslandi: Sveinn JTJ. Sveinsson, Havnegade 47 *, Khöfn. Jarlinn. Sömu dagana sem ráðherra íslands var væntanlegur til Kaupmannahafnar, ritaði prófessor Knud Berlin grein í danska blaðið Politiken, um jarlsstjórn á íslandi. Jarlsstjórnin er það stjórnar-fyrir- komulag á íslandi, sem prófessorinn vill aðhyllast, og hann telur að Danir hafi hagað sér óviturlega, að verða ekki við kröfunni um þetta stjórn- skipulag, meðan íslendingar voru að beiðast eftir því. Ekki þarf miklum getum að því að leiða vegna hvers prófessorinn er að taka þetta mál til meðferðar, vekja upp jarlinn eins og draug, að þessu sinni, ekki meiri líkur en til þess sýnast vera, að jarlsstjórn komist á hér á landi, að minsta kosti á næstu áratugum. Tilgangurinn er vitanlega sá einn, að reyna til að nota þetta tal um jarl- inn, til þess að spilla þeirri málaleit- un við Dani, er ráðherra íslands fór með til Danmerkur fyrir hönd alþingis íslendinga. Honum þykir ekki lítilsvert að koma þeirri trú inn hjá Dönum, að íslend- ingar mundu fáanlegir til þess að æskja eftir dönskum jarli hér á landi. Sé hægt að fá danska stjórnmálamenn til að trúa þessu, er næsta líklegt að þeir vildu heldur sinna slíkum kröf- um en málaleitun ráðherra. Þá væri séð fyrir því, að Danir vildu við henni líta að þessu sinni. Vel getur verið að prófessorinn hefði fengið þessa ósk sína uppfylta, án þess að róta við jarlinum, en honum hefir þó þótt þetta vissara. Allur er var- inn góður. En jafnframt því sem prófessorinn heldur jarlstiórnar fyrirkomulaginu að Dönum, reynir hann að telja þeim trú um, að íslendingar séu hræddir við jarlshugmynd hans, hræddir við að hún muni fyr eða síðar lýsa upp leiðina út úr glundroðanum. Rangt væri að segja, að prófessor- inn færi álitleg rök fyrir þessari stað- hæfingu sinni um hræðsluna við jarl- inn. Hann getur þess, að ísafold hafi tekið fálega tillögu hans um hann og að dr. Jón Þorkelsson hafi líka í And- vara 1910 synjað þverlega fyrir, að íslendingar tækju við þeim jarli, er hann væri að tala um. Frá öðrum undirtektum undir tillögur hans getur hann ekki sagt, fram til þess tíma, er dr. Valtýr Guðmundsson ritar grein sína um jarlinn í Eimreiðinni. Nokk- ur leit mun verða á verulegu lofi ura þá grein í íslenzkum blöðum. En andmælin eru heldur ekki mikil. Á- stæðan til þess er sæmilega skiljanleg og alt önnur en dr. Berlin lætur i veðri vaka. Langmerkustu mótmælin gegn henni birtust í ritgjörð Einars Hjörleifssonar, sem prentuð var í And- vara þ. á. Þá grein ættu íslendingar að kynna sér vandlega, því þar er hugmyndin um jarlsstjórnina rakin frá því hún kom fyrst fram á dögum Jóns Sigurðssonar og jafnframt skýrð mjög glögglega. Meiri hluti greinar prófessorsins er lika um þessa grein E. H. E. H. synir fram á það, að tilgang- urinn með því að heimta jarlinn hafi verið sá, að fá stjórn málanna inn i landið, flytja hana frá Kaupmannahöfn til íslands. Þessi var vafalaust aðal- ástæðan til óskanna um jarlsstjórn hér á landi. Þeirri kenningu var trúað, að ómögulegt væri að fá innlenda á- byrgðarstjórn inn í landið, nema stað- festingarvaldið fylgdi með. Þess vegna var beðið um jarlinn. Beiðnin um hann var beiðnin um innlenda ábyrgð- arstjórn, í annari mynd. Þegar inn- lend stjórn var fengin, hættu menn líka að æskja eftir jarlinum, hættu svo greinilega að tala um jarlinn, að eng- inn gat verið að hafa verulega fyrir því að vísa á bug tilboðum þeirra há- skólakennaranna um jarlsstjórnina, fyr en Einar Hjörleifsson varð til þess með þessari Andvaragrein sinni. Það er ekki af þvi að íslendingar væru hræddir við jarlshugmyndina, að hdn hefir verið svo lítið rædd hér á landi í seinni tíð, heldur af þvi að flestum hefir fundist hún orðin svo fráleit, að það væri tæplega ómaksins vert að vera að þræta um hana. E. H. lítur svo á, að kostir gætu verið því samfara að fá jarlsstjórn hér á landi, ef jarlinn væri islenzkur embættismaður. »Það væri fýsilegt að fá hér á landi mann, sem staðið gæti yfir flokkun- um, mann, sem litið gæti á alla hluti sanngjarnlega, en engum flokksaug- um, mann, sem gerði það að sínu starfi að jafna deilurnar og halda uppi réttlætinu*. Að vísu er það satt, að þetta væri fýsilegt, en þótt jarlinn væri íslenzk- ur embættismaður, er sára lítil trygg- ing fyrir þvi, að hann væri þeim kostum biiinn, sem til þess þarf að geta gert þetta, eða að gera það. Valið tækist sennilega misjafnlega, stundum vel og stundum illa. En tækist það illa, væri sanngirninni og réttlætinu ver borgið en áður. Það er að vísu rétt, að það út af fyrir sig væri kostur að fá staðfest- ingarvaldið inn í landið. En þó má kaupa þann kostinn of dýru verði, eins og svo marga aðra. Það sýnir litla virðingu fyrir ábyrgðarstjórninni i landinu, að því skuli árlega vera Fyrir hundrað árum. Árið 1812 hélt Napóleon mikli með 600.000 manna her, i hinn nafnkunna Rússlandsleiðangur er upphaf varð ógæfu hans. Stóð þá hvorki meira né minna til fyrir keisaranum en að svínbeygja hina stór- látu Rússa undir veldissprota sinn. Keisari var sigursæll eins og vant var, m. a. í stórorustunni við Borodínó þ. 7. sept. 1812. Þar féllu 45000 af Rússum, en 25000 af Frökkum. Þeirrar orustu var minst á aldarafmælinu nú í sept. ogvoru viðstaddir þau hátíðahöld m. a. 8 öldungar á aldrinnm 115—130 ára, er sumir höfðu séð sjálfan Napóleon og mundu hann. — Eftir þenna sigur hélt Napóleon innreið sína í Moskva. En þá kveiktu Rússar í borginni og eyddu vistum öllum. — Varð eigi annars úrkostur að lokum fyrir Napóleon en að halda aftur heim í ríki sitt. En þá varð herinn fyrir óskapa veðrum og harðindum og týndi svo tölunni, að eigi komust heim til Frakklands meira en 50,000 manns af þeim 600.000, er að heiman fóru. Myndin að ofan er tekin eftir frægu málverki frá Rússlandsförinni. ¦*<^-^s^»S>^^*^^Jw^-^^*V^*^'S^lV^»^^ ****jt*^p*t+'sfi*m*0**^**i* stjórnað mánuðum saman, án þess að sá valdsmaður, er með stjórnina fer, beri ábyrgð gjörða sinna fyrir þinginu. Þetta væri innan handar að laga, með því að fjölga ráðherrum og jafnframt gæti forustan fyrir framkvæmdunum í landinu orðið miklu meiri og nota- drýgri, enda sterkar raddir heyrst um þetta úr báðum stjórnmálaflokkum landsins. Þó er það meira en vafa- samt, að þjóðin sé fáanleg til þess að bæta á sig þeim kostnaði, sem fjölg- un ráðherra hefir í för með sér. Undirtektirnar undir þá fjölgun í stjórnarskrárfrumvarpinu síðasta og Hafnarráðherrann, sem um var talað á síðasta vori, benda ekki í þá átt. En hafi þjóðin enn svo litinn stjórn- málaþroska, að örðugt veiti að fá hana til þess að setja sér fullnægjandi ábyrgðarstjórn, er þá liklegt, að hún vildi kaupa jarlinn dýru verði ? Utan- för ráðherra kostar að vísu nokkuð fé árlega, en litlu nemur það í sam- anburði við það fé, sem það mundi kosta landið að standa sæmilega straum af jarlsstjórninni. Þótt íslend- ingum væri nú boðinn jarlinn, sá jarl sem þeir voru að biðja um ára- tugum saman, jarl sem væri íslenzk- ur embættismaður, þá er áreiðanlega lang-líklegast að þeir mundu hafna því boði. Sii synjun væri ef til vill til litill- ar virðingar fyrir íslenzku þjóðina, en um þessar mundir má þó búast við að svona færi. En E. H. heldur þvi fram, að það sé alls ekki þessi jarl, sem dr. Berlin sé að bjóða íslendingum. Fyrir hon- um muni vaka danskur jarl, skipaður af forsætisráðherra Dana, danskur embættismaður, sem forsætisráðherr- ann bæri ábyrgð á fyrir danska þing- inu. Þetta væri afturför frá því, sem nú er, því með því fengjum vér dönsku þjóðinni í hendur mikilsvert vald yfir sérmálum vorum, valdið til þess að setja oss, ásamt konungi, mann sem hefði með höndum stað- festingarvaldið í sérmálunum. Með því gerðum vér oss að undirlægjum Dana, pegnutn pegnanna, eins og Jón Sigurðsson nefndi það. Með því sett- um vér sjálfir á okkur innlimunar klafa, engu betri þeim, sem vér höf- um verið að reyna að brjóta af oss. Merkilegast við þessa grein prófes- sors Berlin er það, að hann játar, að skilningur E. H. á jarlshugmynd hans sé fullkomlega réttur, sá skilningur, að jarlinn eigi að vera danskur jarl. Ólíklegt virðist, að íslendingar fáist nokkurn tíma til þess að taka við þeim jarli, til þess að spara sér krón- urnar við utanför ráðherra. Annars eru meðmæli prófessorsins með jarlshugmyndinni við Dani full- komlega eftirtektaverð. Hann bendir á það, að aðrar þjóðir sendi hingað ræðismenn, til þess að gæta fjármuna- legra hagsmuna sinna hér á landi, en Danir hafi engan slikan mann hér úti, því ekki sé hægt að nota íslands- ráðherrann til þess, af því hann skoði sigsem umboðsmann íslenzks löggjafar- valds. Það skarð, sem honum finst vera þarna, ætlar hann jarlinum að fylla. Hann á þá ekki að eins að staðfesta lögin í nafni konungsins, heldur fyrst og fremst gæta fjármunalegra hags- muna Dana, gæta þess að aðrir kom- ist hér ekki að með fé og áhrif en þeir. Manni verður þá að spyrja hver trygging muni verða fyrir sanngirn- inni og réttlætinu hjá þessum danska jarli, ef annars vegar væri að ræða um hagsmuni íslenzkrar þjóðar, en hins vegar Dana ? Ræki þessi danski jarl það erindi, sem prófessor Berlin ætlar honum, með miklum skörungs- skap, er ekki ólíklegt, að hann yrði jafnvel full-umsvifamikill um íslenzka löggjöf, og veitti oss líklega hægra að fá jarlinn en að losna við hann aftur. Annað aðalhlutverkið, sem prófessor Berlín ætlar danska jarlinum hér á ís- landi, annað en að gæta fjármunalegra hagsmuna Dana, er það að skakka leikinn meðal íslenzkra stjórnmála- flokka. Ætli oss væri ekki sæmra og hollara, íslendingum, að skakka þann leik sjálfir, en, að fá til þess mann frá öðru landi. Hættan af stjórnmála- deilum er að því einu leyti meiri hér, en með öðrum þjóðum, að þjóðfé- lagið er svo smávaxið, að heita má að hver þekki annan. Af því leiðir, að návígið verður of mikið og bar- áttan fær blæ af því, nema því betur siðaðir menn eigi hlut að máli. Jarls- stjórnin bætir ekkert úr þessum ann- marka. Og þótt of miklu hafi verið áfátt hjá oss um samlyndi og sam- komulag, síðan vér fengum ráðherra- stjórn í landinu, þá er varla sú þjóð í þessari heimsálfu, að á henni sitji að kasta steini á oss fyrir það. Á Dönum situr það alls ekki. Aldrei hafa stjórnmálin komist hér í líkt öng- þveiti sem hjá þeim fyrir aldarfjórð- ungi síðan og það svo mörgum ár- um skifti. Og þótt prófessor Berlin þyki gaman að segja löndum sínum af ósamlyndi voru, þá gæti þó svo farið, að það reyndist minna en hann óskaði. Fyrst um sinn reynum vér líklega að komast af án þess að fá danskan jarl til þess að skakka leik- inn milli stjórnmálaflokka hér. Annars er vert að geta þess, að ekki er kunnugt um, að neinn dansk- ur stjórnmálamaður annar en prófes- sor Berlin hafi þennan jarl á boðstól- um. Hann játar þetta lika sjálfur. Jafnframt er hann þó að reyna til að koma því inn hjá Dönum og þeim útlendingum, er lesa hið víðlesna blað, er hann ritar í, að það sé frámuna- legt vanþakklæti af íslendingum að þiggja ekki annað eins kostaboð eins og danska jarlinn. Sanngirnin í þess- um dómi er ekki sem allra bersýni- legust. Röksemdírnar fyrir þessum dómi nokkuð veigalitlar. Dómurinn líkari því að hann væri kveðinn upp af lélegum málaflutningsmanni en af hálærðum vísindamanni. Danskan jarl viljum vér ekki, þvi með því að taka honum, gæfum vér upp þær kröfur, er vér þykjumst hafa rétt til að gera, jafnframt þvi sem vér stofnuðum stjórnmálum vorum í nokk- ura hættu. Eftir isknzka jarlinum erum vér heldur ekki neitt sólgnir, getum vel beðið þess, að vér verðum betur færir um að standa sómasamlega straum af honum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.