Ísafold - 26.10.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.10.1912, Blaðsíða 2
258 ISAFOLD ysss/y/sssssssssssj's.fssj'jrjrsssÆyssssyssyssssý KaT-lmannsfataverzl. TH. THORSTEINSSON & €«. Hafnarstræti 4. Vetrarfrakkar, - jakkar, -vesti, Loöhúfur, margar tegundir.'-; Nærfatuaður. Nýkomið! \_________________/ Karlmannsföt frá 14,50—45,00. Stærst úrval og ódýrust. &SSSSSSSSSS//ZSSSSSSSSSSSSS/SSSSSSSSSSSJ’ Brl. símíregnir. Frá Balkan-ófriðnum. Tyrkir fara halloka. Khöfn 26/,0 '12. Daglegar orustur á Balkanskaga. Stórkostlegt mannfall á báða bóga. Tyrkir fara hvarvetna halloka. I gær tóku Búlgarar borgina Kirkkilissa í áhlaupi. Tyrkir teknir höndum svo þúsundum skiftir. Adrianopel umsetin. Borgin Kirkkilissa (á grisku: Saranta ekklesiæ = 40 kirkjur) er 64 rastir austur af Adrianopel og víðfrægur bær fyrir kirkjur sínar og klaustur. Það er og verzlunarbær nokkur, sel- ur búnaðarafurðir, smjör og osta til Konstantinopel. í bænum er meiri hluti íbúa (2/g) Búlgarar, en að eins Vs hluti Tyrkir. Er það að vísu mikill sigur Búlgara að hafa náð þessari borg. En takist þeim og að vinna Adrianopel má segja, að þeir séu komnir að hliðum Konstantinopel. Fjalla-Eyvindur í Björgvin. í Björgvin var Fjalla-Eyvindur leik- inn fyrri hluta septembermánaðar. Þá var þar staddur Islendingur einn Guðjón Sigurðsson úrsmiður og bauð leikhússtjóri honum að sjá leikinn. Guðjóni fanst fátt um: leiktjöld óeðli- leg, leikendur þunnir, búningar rangir o. s. frv. Norsk blöð þar vestanlands taka í sama streng. M. a. Gula Tidend, er finnur mjög að »framsetningu« leik- ritsins á leiksviðinu. Abdul Hamíd fluttur. Abdul Hamíd, fyrverandi soldán Tyrkja, hefir sem kunnugt er, verið hafður í gæzlu í Saloniki í nokkur ár, síðan honum var steypt af stóli. En rétt áður en ófriðurinn hófst, var karl- inn tekinn og fluttur til Miklagarðs. Að vísu er hann orðirn gamall mað- ur, varð sjötugur á þessu ári, en þó vildi stjórn Tyrkja ekki eiga undir því að karl kynni að reyna að strjúka og jafnvel brjótast til valda meðan á ófriðnum stæði. Er talið líklegt að hann verði bráðlega fluttur frá Mikla- garði yfir til Litlu-Asíu og hann hafð- ur þar í kastala meðan ófriðurinn stendur yfir. í flugvól frá Englandi til Indlands. Ráðgert er að ferðast frá Englandi til Indlands í flugvél. Ferðinni fyrst heitið yfir á meginland Norðurálfunn- ar og þaðan alla leið suður til Mikla- garðs, síðan suður lönd Tyrkja í Asíu, meðfram stóránum, yfir Pers- neska flóann og þaðan alla leið til Indlands. Vegalengdin talin 7680 rastir og búist við að ferðin standi yfir 12 daga. Einhvern tíma hefði það þótt fljót ferð til Indlands. Heiðursmerki. Hafliði Snœbjörnsson frá Hergilsey, ráðsmaður á Stað á Reykjanesi, hefir nýlega verið sæmdur heiðurspening fyrir björgun frá druknun, og er sú viðurkenning krossunum virðulegri oftastnær. Enn hefir hlotið heiðursmerki danne- brogsmanna Tómas hreppstjóri Guð- brandsson í Auðsholti í Biskupstungum. Bæjarsíminn. Loftskeytastöð. Vestmanneyjasíminn. Samtal við landsímastjórann. Landið hefir nú, eins og kunnugt er, keypt bæjarsímann hér í bæ og aukið mjög. Ennfremur hefir landið keypt Vestmanneyjasímann — byrjað að starfrækja hann 1. okt. Loks er loftskeytastöð á döfinni í bráðri fram- tíð. Til þess að fá að vita hvernig öllu þessu liði, fann ísafold Forberg lands- símastjóra að máli í gær til að spyrja hann tíðinda. Bæjarsíminn. »Frá því að við tókum við bæjar- símakerfinu, segir landssímastjórinn, höfum við bætt við það svo, að nú er hægt að koma fyrir 450 talsíma- samböndum hér í bænum, en áður að eins 300. Ennfremur hefir síminn verið lagður neðanjarðar fyrir þessi 150 nýju talsímasambönd og er hann mikið tryggari en loftþræðir, sem hætt- ir við að slitna, t. d. þegar fannkoma er mikil«. Er neðanjarðarsíminn ekki dýrari? spyrjum vér. »Nei — þvert á móti. Sjálfur hefir síminn, sem er 3 þuml. að þverskurði, ekki kostað nema nál. 2500 kr. og yfirleitt er símakerfið, sem við erum nú að leggja, miklu ódýrara en það sem áður var lagt. — Það lítur svo út, að þessi viðbót, sera veitir 150 ný talsímasambönd, greiðist alveg með ágóðanum þetta ár. — Næsta sumar geri eg ráð fyrir, að enn verði bætt við símabandi fyrir 150 nýja talsíma- notendur, þvf að eftir reynslunni í norskum sjávarbæjum, ætti tala not- enda hér að komast upp f 600. — Nú á stuttum tíma hefir talsímanot- endum fjölgað um nærri 100«. Loftskeytastöðin. Þá hnfgur talið að lojtsktytastöðinni fyrirhuguðu, hvenær hún verði gerð. Það segir landsímastjóri, að komi alveg undir því, hvernig Hannesi Haf- stein ráðherra takist að fá nauðsynlegt lán erlendis. En þegar þar að komi muni sín tillaga verða, að reisa eigi stærri stöð en svo, að náð geti til alls landsins og kringum strendurnar og út frá landinu vegarlengd, er svari til Færeyja. Sú stöð muni kosta um 50.000 kr. og landinu eigi ofvaxið að standa straum af henni. En ef gera eigi stöð hér, er náð geti til Englands, Noregs o. s. frv. muni hún verða mjög dýr — kosta ekki minna en 180,000 kr. — ekki 100,000 kr. eins og hann hafi áður haldið — og hún verða landinu æði dýr, með því að samkvæmt samningnum við Stóra Norræna megi hvorki senda né veita viðtöku skeytum milli landa og því engis gróða að vænta af þeim. — Þvi telji hann heppilegast að hafa stöðina eigi stærri en svo, að nægi skipum umhverfis strendurnar — og muni hann stinga upp á að reisa hana í nánd við bæinn t. d. upp við skóla- vörðu og láta landsímafólkið starfrækja hana«. Ve8tmanneyja8íminn. Um hann hefir landsfmastjórinn það að segja, að fyrsta árið hafi hann gefið af sér i hreinan ágóða 7150 kr., en 45,000 kr. kostaði hann. Af þess- 45,000 kr. fengu eigendurnir 10,000 kr. lán vaxtalaust, svo að þeir hafa fengið nál. 20% af þeim 35,000 kr. sem á annan hátt voru til hans lagð- ar. Hann var afhentur landinu 1. okt., eins og áður greinir. -----...........- Sameinaða félagið segir upp. Sú fregn er hingað komin, að Sameinaða eimskipafélagið i Kaup- mannahöfn hafi sagt upp 10 ára samn- ingnum við dönsku stjórnina um ferðir og póstflutning hingað til lands, frá byrjun næsta árs. Félagið telur sig vanhaldið af samningnum fyrir það, að síðasta alþingi hafi lagt á aðflutn- ingsgjald af kolum. Auk þess þykir þvi póstflutningurinn keyra fram úr hófi, sem vitanlega stafar af þvi, hve dönskum kaupmönnum er gert afar- auðvelt að senda hingað vörur í pósti. Farmgjöld eru há um allan heim sem stendur og þykir skipafélögum því ilt að vera bundin samningum, er gerðir voru meðan þessi farmgjöld voru mun lægri. Reyna því að slita samningum ef nægileg átylla finst, en ekkert skal um það sagt að þessu sinni hvort svo sé hér. Það losaði óneitanlega töluvert um samband Danmerkur og íslands, ef ekkert danskt félag fengist til að senda skip hingað. ...-*m/as/má--- Embættaveitingar. Héraðslæknisembættið i Hornafjarð- arhéraði var 9. þ. mán. veitt Hinriki Erlendssyni, sem þar hefir verið settur. Sama dag var Guðmundur Guðfinns- son skipaður héraðslæknir Rangæinga. Nýr prófessor. Sæmundur Bjarnhéðinsson spítala- læknir hefir 9. þ. mán. verið gerður prófessor að nafnbót með metorðum í 5. fl. nr. 8. f Jón Jónsson útvegsbóndi í Melshúsum, hálfbróð- ir Jóns sagnfræðings, lézt i fyrra dag. Hann varð 54 ára. Nánara siðar. Keykjavikur-annáll. Bjarni Björnsson héit skemtisamkoma á snnnndagskveldið i Bárnhúsinn. Aðsókn var feiknamikil, svo að margir nrðn frá að hverfa, er ekki kemnst að, söknm rúmleysis. — Á skránni vorn ýmsar fyndnar gaman- visur eftir >Ingimnnd« og fleiri og tóknst svo i meðferðinní hjá Bjarna, að fólk hló dátt, og varð hann að syngja snmar aftnr, einkum þær, sem ekki höfðn heyrst hér áðnr. — Eftirhermnrnar tóknst og vel, þvi að Bjarni er afbrigða hermikráka þar sem hann nær Bér niðri, eins og mörgnm er knnnngt siðan i fyrra, er hann hélt samskonar skemtnn. Reyndar var snmt af þvi, sem hann gaf nú, ekki nýnæmi fyrir marga, sem viðstaddir vorn, en siðasti lið- nrinn á skránni vakti einkum atbygli og mikinn hlátnr og var það eftirherma eftir nokkrnm stjórnmálaskörnngnm bæjarins, er snmir vorn þarna staddir og virtust skemta sér ágætlega. Það þótti á vanta, að ekki var gert meira úr þessari nppáfindingn; þetta hefði getað orðið heill leiknr, ef fleiri persónnr hefðn verið teknar. Nú þykir það heldnr engin ikömm lengnr, að hermt Enskar hufur & kasket og harðir hattar nýkomið til Th. Thorsteinss. & Co. sé eftir manni, ef það er ekki gert mjög illyrmislega. — Bjarni endnrteknr þessa skemtnn i kvöld. H-r. Botnvörpungarnir hafa allir notað góða veðrið og farið af höfninni i nótt til fiski- fanga — flestir norðnr á Yestfirði. Dánlr. Kristín Oddsdóttir gamalmenni, Ranðarárst.íg 1, 87 ára. Dó 22. okt. Fyrsti vetrardagur er i dag og verður eigi annað sagt en að veturinn heilsi fallega npp á okhnr: sðlskinsbjartviðri og logn. Guðsþjónusta á morgnn: I dómkirkjnnni kl. 12 síra Jóh. Þork. (Ferming). —----------kl. 5 — Bj. Jónsson. í Frikirkjunni kl. 12 — Ól. Ól. (missiraskifti). Hjúskapur. Tómas Marins Gnðjónsson verzlm. frá Vestmanneyjum og ym. Hjört- rós Hannesdóttir. Q-ift 25. okt. Hljóðfæraflokkur sá, er hr. P. Bernburg hefir vorið að æfa undanfarið, ætlar að efna til hljómleika i Bárnbúð annað kvöld. I flokknum ern 7 manns. Viðfangsefni: 15 lög eftir ýms tónskáld. Það væri eigi nema maklegt, að bæjarbúar hlyntu að þessum hljóðfæravisi með þvi að sækja hljómleika flokksins. Jarðarför frú Sigþrúðar Friðriksdóttur fer fram á þriðjudaginn kemur frá húsi bæjarfógeta Jóns Magnússonar og hefst kl. ll‘/» fyrir hád. Jón Laxdal kanpm. för um daginn til Kanpmannahafnar, en e k k i vestur nm haf eins og miohermt er i Visi. Skipafregn. Sterling fór til Khafnar beint i fyrrakvöld. Meðal farþega: Theó- dór Árnason skrifari. F1 ó r a fór vestur og norður um land á miðvikndaginn með heilmikið af farþegum. Jarð- Þ/zkur vísindamaður, dr. skjálftar. Bech, hefir ritað grein dá- litla í Berliner Tageblatt um jarðskjálfta. Hann fullyrðir, að á hverju ári komi að meðaltali nál. 4000 hrær- ingar á jörðunni, sem jarðskjálftamælir- inn verður var við — eða að jörðin hrærist einhversstaðar á 2*/2 kl.st. fresti. Japan er eitthvert mesta jarðskjálfta- land heimsins. Frásagnir eru um 223 stórtjónajarðskjálfta þar í landi frá 5. öld e. Kr. Þar kom m. a. jarðskjálfti 1720, sem drap á litlum bletti 137000 mannB. VEFNAÐARVÖRUVER2LUN TH. THORSTEINSSON Ingólfshvoli er lang-bezt birgð af allri n a u ð s y n - legri vefn- aðarvöru s. sem Léreft, . Flónel, . . Tvisttau, . . Fóðurtau . . Sirz. Sæng- urdúk Ifóla- . tau. • °g • . ur . Silki . . DÖMUKLÆÐI. Morg- svuntu . un . . tau . .kjóla- . Flau- . tau . . el . VEFNAÐARVÖRU V ERZUN TH. THORSTEINSSON Ingólfs- . hvoli . er lang- . bezt . birgð af allri smá- Góðar vörur. . voru . sem til sauma . þarf . Kjóla- • legg' .ing-. . ar . svuntu • legg" . ing-. . ar . . SILKIBOND . .Brod- . Sjöl. dering hanzk . ar . . ar . snúrur prjónl. . Alt Ódýrt M V m r^ r^ ki Munið að Léreftin eru hvergí eins góð og hiá ras- mm Th. Thorsteinsson. Ingölfshvoli. ^ Skinnvara: Búar, Múffur, nokkur sett mjög falleg komin til Th. Thorsteinsson. Ii Ingólfshvoli. »>•« .. ....

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.