Ísafold - 06.11.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.11.1912, Blaðsíða 3
I8AF0LD 261 Frá Furðuströndum. IV. Borgar það sig að trúa á drauma? Draumar Hermanns Jónassonar eru ný-útkomnir og fólk talar og hugsar mikið um þá. Sjálfsagt spyr einhver, hvort það borgi sig að fara að draum- vitrunum. Nokkura leiðbeining um það sýnast þær tvær sögur gefa, er ísafold flytur þetta sinn. Báðar eru þær teknar eftir áreiðanlegu útlendu blaði. - Það kom fyrir í Danmörku siðast- liðinn vetur, í marzmánuði, að sunnu- dag einn sagði ungur maður í Skive frá því í samkvæmi, að sig hefði dreymt að hanu ynni stærsta vinn- inginn í hlutaveltunni (Klasselotteriet) á númer, sem talan 7 kæmi þrisvar sinnum fyrir i. Annar af þeim, er viðstaddir voru, hafði sama dag séð auglýsingu í blaði, þar sem hlutaveltu- búð auglýsti að nokkurir fjórðungs- hlutir væru til sölu, þeirra á meðal nr. 76771, og þrír menn í samkvæm- inu réðu þá af—eftirþvisem »Skive Folkeblad« segir frá — að skrifa og biðja um þetta númer. Eftir nokkura daga kom númerið, en hlutaveltubúðin krafðist að fá 2—3 krónur aukreitis fyrir það; en það vildi umbiðjandi ekki greiða, og fór seðillinn því heim aftur. Skömmu síðar var dregið í hluta- veltunni, og unnust þá 180,000 kr. á nr. 76771. Það hefði verið 45,000 kr. á fjórðungsseðilinn, sem þrímenn- ingarnir skrifuðu eftir, eða 15,000 kr. handa hverjum þeirra. Þess þarf naumast að geta, að þrí- menningarnir nöguðu sig mjög í hand- arbökin. Sakir hlægilegra smámuna höfðu þeir orðið af of fjár. En ætli ungi maðurinn sé ekki trii- aðri á drauma eftir en áður? í París, höfuðborg Frakklands, eru menn mjög trúaðir á drauma og allskonar dularfull fyrirbrigði. Þaðan var þessi saga sögð síðast liðinn vetur: Fyrir nokkuru var haldin hluta- velta í góðgerðasemis skyni í Paris. Aðalvinningurinn í hlutaveltunni var 1 miljón franka eða 720,000 kr., og hann unnu tvö systkin, hnigin að aldri, Farteroli að nafni, og ungfrú ein, er Volloque heitir. En það var ekki íyr en eftir ræki- lega umhugsun og mikið hik, að þau réðu af að kaupa seðil í þessari hluta- veltu, og að þau loks gerðu það, var aðallega að þakka atburði, er gerst hafði hálfu öðru ári áður. Þá hafði ungfrú Farteroli og bróðir hennar farið að heimsækja prest einn, sem býr nálægt Parísarborg. En orð fór af' því, að klerkur væri þeirri gáfu gæddur, að geta séð fyrir óorðna hluti. Þegar hann kvaddi þau syst- kinin, segir hann við ungfrúna: »Óvæntur atburður mun yður og bróður yðar að höndum bera áður tvö ár eru liðin. Sá atburður mun alt í einu gera ykkur auðug. Eigi er það arfur, er þessu veldur, né heldur nein vinna af ykkar hendi. En spyrjið mig ekki. Það er ekki á mínu valdi að segja meira«. Systkinin fóru heim og tíminn leið. Siðar bar svo til, að ungfrú Valloque kom til þeirri og stakk upp á því, að þau skyldu i sameiningu kaupa einn hlut í góðgerðasemis-hlutavelt- unni, sem þá var nýfarið að selja seðlana í. Sig hefði dreymt eitt númer, og hún væri biiin að komast að því, að þetta númer væri fáanlegt. Seðillinn kostaði 4 kr. 50 aura; í þá upphæð lögðu þau saman, og síðan var seðillinn keyptur. Og draumurinn og spáin rættust, því að þau unnu 720,000 kr. á seðilinn. En hvað marga íslendinga ætli sé nú farið að dreyma vökudrauma um vinninga í »lotteriinu€ islenzka, þvi sem löggjafarnir okkar bjuggu til í sumar og bráðum á að taka til starfa — ef Danir verða ekki svo hlálegir að synja lögunum staðfestingar ? En skyldi sú von bregðast, er annað fyrir hendi. Mig minnir að eitt sinn ætti hlutaveltan um Ingólfshúsið fram að fara. Hve nær verður dregið um það? Drátturinn á því fer að verða Furðustranda-efni úr þessu. öuðbjörg Jónsdóttir frá Syðrimörk. Fædd 1868. Dáin 1912. Þan andu sér glöð við það eins og það var, þan önnuðust kyrláta heimilið þar og hlúðu að börnnnnm bæði. Með höndnnum iðnu þau höfðu það bygt, sem hér var með dugnaði og namlyndi trygt. Þan vonuðu, og við, að það stæði. En landskj&lftinn kom þar ogbæ þeirra braut' það böl er svo geigvæn, svo sligandi þrant; þ& verða' eins og vikur úr stundum. En þá fanst þó föðurnum birt npp i bráð, er börnunum hafði' hann og móðrinni náð og bar þau úr húsunum hrnndum. Og vinirnir raungóðu veittu þeim skjðl. Þá var eins og hlýnaði aftur af sól og ógnirnar yrðn' ekki að meini. Þau höfðn við landskjalftans leikbræður þreytt, þær liðsveitir danðans, og ugðu' ekki neitt. Nú lagðist hann sj&lfur i ieyni. Það var, þegar móðirin bjargráða beið að barninu sjötta i hörmungar neyð, þa settist hann bleikur hjá beði. Hann bætti' ekki við, nnz þau hvildu þar föl við hlið sinnm »in eftir grátlega kvöl. Með þeim var svo grafin liann gleði. Og hann sýnist einsamall hvar sem hann er. En horfi' hann á barnið, sem kvakandi fer i fangið á föður og móðnr, þá losnar nm t&rin, þan læðast a kinn, þa litnr hann tvistraða hópinn sinn, og þurkar af hvörmnnum hljóður. Eg hlustaði' á þrautir hans. Þar hafði blætt við þrá eftir vini, sem enginn gat bætt, við minning frá sigrnm og sárum. Þar sögðu mér angun, hvað inni var geymt: að ást þeirri og helstriði verði' ekki gleymt. Eg skildi' hann, og trúi þeim tárum. Þ. E. Pistlar úr sveit Borgarfirði 12. okt. 1912. Veðratta. í sfðasta bréfi minu (6. mai) var þess getið, að vorið riði vel í garð og gæfi góðar vonir; enda rœttust þær að fullu. Var vorið hið bezta fram í 8. viku sumars. Var það þá kvöld eitt, að móðu dökkva dróg á loft upp úr vestri. Gerði þá mánaðaróþurk svo sjaldan sá til sólar. Þornaði svo upp um 12. helgi og gerði þerra góða, sem stoðu að mestu óslitið í 10 vikur. Þeg- ar upp þornaði, sem getið var, mátti sjá, að óvenjuleg móða var í lofti, svo að aldrei var skýrt sólskin, sízt að morgni eða kveldi. Dró móða þessi svo úr skini sólar, að aldrei mátti kallast heitt veð- ur, þó ekki sæist skýskaf á lofti. Minn- ast menn þess, að árin 1881 eða 82 var samskonar móðu að sjá; var þá umkent eldgosinu mikla, þegar eyjan Krakasta 1 Indlandshafi gaus og sökk í sæ, en 25 þúsundir manna t/ndu lífi. Grasspretta og hoyfengur. Tún spruttu yfirleitt f bezta lagi, og harð- vellisjörð, en m/rar, einkum blautar, miður. Fjöll spruttu og illa, ollu þvi frost i vor og í sumar. Heyskap byr- juðu sumir um 10. helgi, en aðrir viku síðar j hröktust töður hjá þeim, sem fyr byrjuðu. En að öðru leyti má vfst telja, að hvert einasta strá næðist grænt jafn- skjótt sem losaðlst. Varð og heyfengur með mesta móti, líklega yfirleitt hátt upp í það, sem var grasárið góða 1909. Garða ávextir spruttu í bezta lagi. Fó var með r/rasta móti af fjalli j munu þœr orsakir vera til þess, sem áður var get- ið, einkum þó frostln snemma í ágúst. Heilsufar og mannalát. Heilsufar hefir verið gott og fáir dáið. Þó skal hér getið tveggja nafnkendra manna: í sumar dó Þorsteinn Árna- son, er lengstum bjó á Hofstöðum i Hálsasveit. Var hann kominu f beinan karllegg frá Hákoni s/slumanni Björg- ólfssyni á Fitjum fyrir og eftir 1500. Var Þorsteinn þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Rannveig dóttlr Björns gullsmiðs Jakobssonar, Snorrasonar prests á Húsafelli. Er þeirra sonur þjóðhaga- smiðurinn Árni bóndl á Brennistöðum í Flókadal. Þorstelnn heitinn varð s/slu- nefndarmaður Hálsasveitunga, fyrst er þær nefndir voru skipaðar og var það ávaltsíðan, unz hans lót af búskap fyr- ir nokkrum árum. Þorsteinn var skyn- samur vel og skoðana fastur. Gjórfu- legur á vöxt og mikilúðlegur 1 ásjónu. Hann mun hafa komist um attrætt. Mun krabbamein hafa orðið honum að bana. N/lega er og látinn J a k o b bóndi Jónsson að Varmalæk, af Deildar- tunguætt, en dótturson Jóns s/slumanns Árnasonar á Leirá, Hafði Jakob sál. búið um 30 ár eða nær allan búskap sinn, á Varmalæk og bætt þá jörð frá- bærlega mikið að túnum, engjum og húsum, eins og sjá má er farið er um þjóðbrautina. Hann var kvæntur Her- dísi Sigurðardóttur frá Efstabæ. Llfa 4 synir þeirra heima, uppkomnir og ein dóttir, gift Guðmundi Bjarnasyni á Hæli í Flókadal. Stjórnniál. Um sjórnmál er nú Iítið rætt, en svo er að heyra, að flestum þyki vænt um eindrœgnina í þinginu. Stjórnarskrárfrumvarpsins sakna fáir; þótti sem það mundi tvíeggjað vopn, ef alsmiðað hefði orðið. Barnareykingar. Um þær er grein í Skólablaðinu og Templar, eftir Stein Sigurðsson kenn- ara í Vestmannaeyjum. Rannsókn á reykingum barna, sem kennararnir þar í Eyjunum framkvæmdu, leiddi það í ljós að um helmingur barnanna í barnaskólanum reykti, eða hafði eitt- hvað meira eða minna fengist við reykingar. Einkum eru það vindling- arnir, sem börnin glæpast á að reykja. Um nemendur 3. efstu bekkja skól- ans er þetta sagt: Eftir vindlinga framtali þeirra sjálfra um vikuna eða mánuðinn, telst svo til, að 17 °/0 þessara umræddu barna reyki að meðaltali um árið fast að 500 vindlinga hvert, minst 300, mest 800. Annars má geta þess að frem- ur mun vera vantalið en oftalið og öllu tóbaki slept, nema vindlingum. Óhætt mun að ganga að þvi visu, að reykingar tíðkast ekki með börn- um upp til sveita; en vert væri að fá að vita hversu þessu er varið i öðr- um kauptúnum og kaupstöðum lands- ins. Væri eitthvað líkt ástatt, er enginn vafi á, að þá er skylda löggjafarvalds- ins að skerast i leikinn og banna að selja unglingum tóbak, einkum vindl- inga. En þótt eitthvað betur kynni að vera ástatt annars staðar, virðist ekk- ert tjón gæti af því leitt, að bönnuð væri með lögum tóbakssala til ung- linga, en aftur gæti áreiðanlega leitt af því mikið gott. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Sig. Sigurðsson sk&ld (fr& Arnarholti), Gisli Skúlason prestur & Stokks- eyri og BÍra Jóh. L. Jóhannesson a Kvenna- brekkn. Dánir: Ekkjan Herdis Sveinsdóttir & Unnarstig 1, 62 ára. Dó 2. nóv. Fjalla-Eyvindur var sýndnr hér & sunnu- daginn með sömn leikendnm og áðnr. Verð- nr leikinn aftur um næstu helgi. Hjúskapur: Ebkjum. Einar Bergsveinsson Hverfisg. 35 og ym. Þórey Gisladóttir s.st. Gift 2. nóv. Signrðnr Björnsson bóndi Haga i Flóa og ym. Þórnnn Ingimnndsdóttir s.st. Gift 5. nóv. Samsæti var Júliusi Júlinussyni skipstj. og Sig. Péturssyni stýrim. & Austra haldið i gærkvöldi i Iðnaðarmannahnsinu. S&tu það nm 30 manns i góðum fögnnði. Stúdentafélagið heldur fund & föstudag- inn og er þar til umræðu samgöngumálið. Ymsir kaupsýslumenn bæjaring hafa lofað að koma & fund og taka þ&tt i umræðum. -a«æ- Botnvörpungurinn A p r í 1 scktaður. í gær um miðjan dag kom botnvörpungurinn Apríl hingað til þess að láta sekta sig fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Valur- inn hafði tekið hann fyrir utan Ólafs- vík í fandhelgi og falið Hjalta skip- stjóra að fara með kæruna hingað, Var hann sektaður um 1000 kr. og veiðarfæri gerð upptæk. Norsku kosningarnar. Stjórnin tapar. Vinstrimenn og jafnaðarmenn hafa unnið mikið í kosningunum núna 1 október. Hinn 50. okt. voru hægri- menn búnir að missa 9 kjördæmi í hendur vinstrimönnum. Þá voru vinstrimenn orðnir 38, hægrimenn ij, en jafnaðarmenn 9. Þ. 11. nóv. eiga að fara fram endur- kosningar í 61 kjördæmi. Það er talið með öllu vist að norska stjórnin verði að fara frá þegar eftir kosningarnar. Tombóla til ágóða fyrir Ekknasjóð Reykjavíkur, verður haldin í Barubúð, laugardag og sunnudag þ. 9. Og 10. þ. m. Inngangur kostar 15 aura, dráttur- inn 25 aura. Opið kl. 6—8 og 9—11 e. m. Óskandi að allir mann- kærleikans menn í borginni styðji þetta fyrirtæki. Toilet-pappír kominn aftur í bókverzlun ísafoldar. Undirritaðar taka að sér kjóla- saum. Veltusundi 3. Helga Þ. Aresen. Guðbj. Þorsteinsdóttir. Herbergi með húsgögnum fyrir 2 einhleypa, fæði og þjónusta fæst með góðum kjöruui á Spítalastíg 9. ^irúéRaupsRort afar-ódýr, nýkomin i bókverzlun Isafoldarprentsmiðju. Stúlka óskast i vetrarvist. Upp- lýsingar hjá HeJga Magnússyni Banka- stræti 6. Hálf jörðin Egilsstaðir i Villingaholtshreppi fæst til ábúðar frá næstu fardögum 1913. Uppl. gefur Halldór Jónsson, Hverfisg. 45 Rvík. SferósRép ocj mynéir nýkomið í bókverzlun ísafoldarpr.sm. Jólatrésskraut, stjörnukastarar, póstkort, leikföng, auglýsingaraunir og glerungsskilti, er alt ódýrast hjá Oscar E. Gottschalck Kaupmannahöfn. 17 valt í nokkurs konar leiðslu, þar um er hún hafði gengið með unnusta bíd- um. Húu vildi helzt vera ein, til þesa að geta i næði avalað harmi eínum með tarum. Á kveldin Bást hún oft sitja undir BÚluahveflingunni fyrir. framan kirkju- dyrnar, og er mjaltakonur komu heim á kveldin í þorpið heyrðu þær ofb sungið með dapurri og raunalegri kven- mannsröddu uppi í hjallanum þar eem björkin etóð. Hún fór oft til kirkju, og þégar fólkið sá hana koma fölleita, en þó með dálitlum bloikum roða á kinnum, hjúpaða einhvers konar helgi- blœ, sem þunglyndið varpar yfir ásjón- ur manna, þá veik það óajálfrátt úr vegi fyrir henni, eins og það væri andi, og hristi höfuðið, svo sem því segði þunglega hugur nm forlög hennar. Hún fann það sjálf, að henni skilaði óðum áfram að grafarbarminum, en hún skoð- aði gröfina svo sem hugljúfan hvíldar- stað. Hið gullna band er hafði haldið henni fast við þenna heim, var slitnað, og henni fanst sem fagnaðar væri eigi að leita framar undir sólunni. Hafl 18 reiði við unnusta hennar nokknrn tíma búið i brjÓBti hennar, sem var svo veg- lynd, þá var hún löngu sloknuð. Hún gat eigi búið yfir hatri til nokkurs manns, og hún ritaði honum skilnað- arbréf og kvaddi hann þar einföldum og viðkvæmum orðum. Hún sagði honum, að hún myndi eiga skamt eftir ólifað, og dró eigi dul á það, að hann vœri valdur að dauða hennar. Hún lýsti og jafnvel fyrir honum harmi þeim og hugarkvölum, er hún hafði orðið að þola, en sagði síðast í bréf- inu, að hún gæti ekki dáið í friði, fyr en hún hefði fyrirgefið honum og bless- að hann. — Heilsa hennar fór smám Baman aftur og loks kom svo, að hún gat okkert út farið, bún gat að eina staulast fram að glugganum og hafði yndi af þvf allan daginn í hægindastól sínum, að horfa yfir dalinn Aldrei kvart- aði hún eða mælti æðruorð, og eigi sagði hún heldur neinum manni f rá krank- Ieik þeim, er hafði altekið hjarta henn- ar. Hún nefndi unnuata sinn jafnvel a) drei á nafn. Hún mælti eigi orð frá 19 vörum, en hallaði höfðinu upp að brjósti móður Binnar og grét hljóðlega. Foreldrar hennar sátu hnipin og harmþrungin yfir þessu akkeri vonar þeirra, hinu deyjanda blómi, og hug- hreystu sig á þeirri tálvon, að það mundi lifna við aftur, og að hinn bjarti, himn- eski roði, er stundum brá fyrir í kinn- um hennar, væri afturbata merki. f>að var einhverju sinni, seint um kvöld á sunnudag, að hún sat þannig í milli þeirra, og þau héldu um sitt hvora hönd hennar. Glugginn stóð opinn og ilminn af skógariljunum, er hún hafði sjálf gróðursett og hjúkrað fyrir fram- an gluggann, lagði inn um hann með kvoldblænum. Faðir hennar var ný- búinn að lesa kapitula úr biblíunni, þar aem talað er um hégóma þessa heims og hverfulleik veraldlegra hluta og fögnuð annars heims; það var svo að Bjá, að þetta hefði skotið henni nokkurri huggun i brjóst. Hún atarði á kirkjuna, er atóð þar spölkorn frá þorpinu; hún heyrði óm- inn af klukknahljómnum, er verið var að hringja kveldhriugingu; síðan bIó óllu 20 i þögn, og var eins og helg kyrð legð- ist yfir náttúruna; foreldrar hennar horfðu á hana hrygg og harmþrungin. J?að er oft, að hugsýki og líkamleg þjáning afmynda andlit manns og gera svipinn óviðfeldinn og eitthvað geigvænlegri; en eigi var því svo farið um meyna fögru. Svipur hennar var svo hreinn og bjartur, sem hún hefði engilsásjónu, og var eigi trútt um að tár aæjusí hrjóta af augunum bláu og blíðu. Var hún að hugsa um unnusta sinn hinn ótrygga ? Eða hvarfiaði hugur hennar til kirkju- garðsins, þar sem hún átti innan skamma að hljóta hvild 1 skauti móð- ur voriar? þá heyrðist alt i einu jó- dynur. Eíðandi maður stefndi heim að kofanum og fór mikinn — hann fór af baki fyrir framan gluggann. VeBlinga- mærin rak upp lágt hljóð og hné um leið aftur á bak i stól sinum. ^að var unnuBtinn hennar. Hann snaraðist þegar inn í húsið og ætlaði að flýta aér að faðma að aér unnustu sína. Ó, hvílík sjón? Hún lá þar náföl eins og mynd frá dauðra manna gröfum, blóma-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.