Ísafold - 09.11.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.11.1912, Blaðsíða 1
Komu út kviavar l vi kn. Vorft Arg. (80 arkir minst) 1 kr. erlendis B br, efta 1 */* dollar; boreist ly’.ir miftjanjúli (erlendis fyrir fram). ____ ISAFOLD Dnpsðen (ekrifleg) bnndin vift úramöt, e> Óeild nema komm sé til útgefanda fyrir 1. okt. sg ^aapanái skalálani vift blaftift Afgreíftsl*: Anatnretrteti 8. XXXIX. árg. Keykjavík 9. nóv. 1912. 74. tölublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýðufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis i JLæk.jarg. 2 mvd. 2—B Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga iO—o. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nof-og hálslækn. ók. Póath.str.lAA nd.2—3 ísiandobanki opinn 10—2 V* °Pr 61/®— K.P.U.M. Lestrar- og skrifntofa 8 ard,—10 £Od, Alm. fundir fid. og sd. 8 V* siMegis. Landakotskirkja. Guf'sþj. 8 og 6 á helgum Landakotsspltali f. s.iúkraviti. 10l!a—12 og 4 B Landsbackinn 11-2*/», 6*/»-8*./». Bankastj. vib 12-9 Landsbóka8afn 12—8 og 8—8. Utlán 1—3 Landsbúnaöarfólagsskrifstofan opin írá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—3. LandSskjalanafniÖ hvern virkan dag 12—2 Landslminn opinn daglangt [8—9] virka dagn, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opiö fJ/a—2l/» A 8í\nnudöguzn Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarváðsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsími Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækiúng ókeypis PóFtfe.st-r. 14-B rad. 11—12 Vifilsstaftahælift. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnife opife þd., fmd. og sd. 12—2. ísafold. Til nýárs kemur ísafold altaf út tvisvar í viku, miðvikudaga og laug- ardaga. Vegna óska margra kaupenda hér í bæ og auglýsenda er meiningin að reyna að koma á þeirri reglu, að blað- ið jafnan komi út um hddegisbilið. Því eru auglýsendur vinsamlega beðnir að skila auglýsingum kvöldinu áður en pœr eiga að koma í blaðið. Framvegis verður Tsafold og seld í lausasölu, 5 aura blaðið, Útgef. » Jiaffitín. Altaf nægar birgðir hjá Sveitii Jónssgni, Templarasundi 3. Reykjavík. Kostar aðeins 80 aura pd. 1 pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kaffi á 1.20—1.30 pd. og pd. af export á 0.25. Það er því um 70 a. sparnaður á pundinn. Og það sem mestu varðar: Kaffitínið er hollur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einkaumboðsmaður á íslandi: Sveinti JTl, Sveinsson, Havnegade 47 Khöfn. Forsetakosningin í Bandaríkjunum. Wilson forseti. Símfregn frá Khöfn 6. nóv. 1912. Nýfrétt, að Wilson hefir hlotið 404 atkvæði, Roose- velt 112 og Taft 15. Sér- veldismenn hafa meiri- hluta í báöuin málsstofum. Þá er loks ráðin gátan um það, hver setjast skuli á valdastól Banda- ríkja næsta 4 ára tímabilið. Sá hlaut Þeir Roosevelt og Taft, báðir gamlir forsetarnir, verða samanlagðir eigi nærri hálfdrættingar við þenna nýja mann. Það mega stórtíðindi heita. Kosningin, sem fram fór 4. þ. m. er ekki hin opinbera forsetakosning, svo sem flestum mun kunnugt, held- ur var það kosning kjörmanna, sem síðan eiga að kjósa forsetann. í hverju riki Bandaríkja eru kosnir beinum kosningum jafnmargir kjör- menn og ríkið á þingsæti á sambands- þinginu (Congres). Á þriðjudaginn hafa verið kosnir 404 kjörmenn, sem lofað hafa að kjósa Wilson, 112 sem fylgja Roosevelt og 15 fylgismenn Tafts. Voodrow TVilson Bandaríkjaforseti er maður kominn talsvert á sextugsald- ur (f. 1856). Hann er sagnfræðing- ur, doktor í sagnfræði, en hefir nokk- ur undanfarin ár verið ríkisstjóri í ríkinu New-Jersey, og getið sér þar ágætan orðstír. Á undirbúningsfundi sérveldismanna (demókrata) í vor var hann á endan- um kosinn forsetaefni, með öllum (990) atkvæðum. Við siðustu forsetakosningar árið 1908 var Tafl kosinn forseti af 302 kjörmönnum, en Bryan, forsetaefni sérveldismanna hlaut þá 181 atkvæði. Má af þessum tölumráðahina feikna- mik!u afturför í fylgi við samveldis- menn (Republikana) í Bandarikjum. Sérveldismenn hafa eigi setið að völdum í Bandarikjum síðan 1896, er Cleveland var forseti. Þessi 531 kjörmenn koma svo sam- an þ. 4. des., og þá fer fram hin eiginlega forsetakosning. Þrem mán- uðum síðar, eða þ. 4. marz 1913, tekur hinn nýi forseti við embætti. -----,------ Ófriðurinn á Balkanskaga. Símfrétt til ísafoldar á fimtudaginn var segir svo frá: Stórorusta við Tchorlu. Fádæma manniall báðu- megin. Tyrkir halloka. Fréttin er stutt, en efnismikil. Hún sýnir það fyrst og fremst, að Búlgarar hafa þokast mun nær Miklagarði sið- an þeir háðu orustuna við Lule Burgas. Bærinn Tchorlu, eða Corlu, sem hann lika er nefndur, stendur í suðaustur frá Lule Burgas, við járnbrautina til Mikla- garðs. Er þá farinn um þriðjungur leiðarinnar frá Lnle Burgas til Mikla- garðs. íbúar í Tchorlu eru taldir full 8 þúsund og eru flestir grískir. Við þessa borg hefir þá staðið ný stór- orusta, með fádæma mannfalli, báðu- megin, eins og skeytið segir. Er þá vant að vita hvort ósigur Tyrkja hefir verið svo fullkominn, að Búlgarar geti haldið beint áfram, suður til Mikla- garðs, eða þeir erú svo dasaðir eftir þessa blóðugu orustu, að búast megi við nokkrum drætti á stórtíðindum úr þeirri átt. Voodrow Wilson. hnossið, er flestir höfðu spáð því: forsetaefni sérveldismanna, Voodrow Wilson, rikisstjóri í New-fersey. En fæstum mun hafa til hugar kom- ið, að sigur hans mundi neitt líkt því eins glæsilegur og raun hefir á orðið. Bruni í Stykkishólmi. Stmfrétt. Siðastliðið þriðjudagskvöld kl. 9V2 varð elds vart í skúr áföstum við sölu- búð Tangsverzlunar í Stykkishólmi. Eldurinn læsti sig á skömmum tíma í búðina og brann hún til kaldra kola á 2 kl.st.; tókst engu að bjarga, nema verzlunarbókum. Hús og vörur voru vátrygð, en lágt. Með miklum erfiðismunum tókst að bjarga pakkhúsi við endann á sölu- búðinní. Hætt við að brunnið hefðu miklu fleiri hús, ef eldur hefði kom- ist í það. Það kom sér mjög illa að slökkvi- áhöld voru eigi komin til bæjarins, enda þótt greitt hafi verið fyrir þau fyrir 2—3 mánuðum til stjórnarráðs- ins. „Barnabiblían“. Bibliuþekkingunni hefir áreiðanlega inignað mjög hér á landi síðustu mannsaldrana. Að orsökinni þarf ekki að spyrja. Hún er vitanlega sú ein, að biblían er miklu minna lesin hér en áður var. En þetta er illa farið. Vér höfum ekki ráð á að láta allan þann ótæmandi auð andans, sem biblían hefir að geyma, liggja ónotaðan. Það er hið mesta tjón bæði fyrir trúar- lífið og fyrir menningarlífið. Um áhrif biblíulestrar á trúarlífið ætti sízt að þurfa að fjölyrða í kristnu landi, svo oft sem líka hefir verið á það bent bæði í ræðum og ritum. En þó er helzt svo að sjá, sem almenn ingi sé þetta enn ekki fyllilega ljóst. Trúhneigðar sálir grípa alment miklu fyr til einhverrar postillunnar eða annara hugleiðinga um kristileg efni, en til biblíunnar sjálfrar. Þetta or- sakast vafalaust af því, að »mjólkin« þykir auðmeltari en »fasta fæðan*. Það þykir fyrirhafnarmeira að lesa bibliuna sjálfa, og það vafalaust með réttu, en sú fyrirhöfn borgar sig hins vegar margfalt. Því að hvað ætti að vera trúhneigðri sálu lærdómsrikara og fremur til sálubóta en að virða fyrir sér það samlíf trúarinnar við hinn lif- anda guð, sem í biblfunni kemur oss fyrir augu í svo margvíslegum mynd- um og á svo margvíslegu stigi, frá ófullkominni fálmandi byrjun alt upp að fullkomnunarstiginu hjá Jesú sjálf- um? Hvað ætti fremur að örfa og knýja til sjálfsprófunar, en einmitt slík »myndasýning« úr þróunarsögu trúarlífsins ? Prédikanir eru góðar þegar þær eru góðar, en hitt skal reynast þúsund sinnum betra en jafn- vel beztu prédikanir. Hve afhjúpast þar fyrir athugulum lesanda margir af »leyndardómum guðs rikis«, sem jafnvel hin beztu og lærðustu fræði- kerfi hafa alls ekki getað greitt úr fyrir ossl Hvílíkur akur til að grafa eftir gulli i, — hvílíkur fiói, til að kafa í eftir dýrum perlum, — sé biblían að eins lesin með skynsemd 1 En þá fyrst er lesið með skynsemd, og þá fyrst getur lesturinn orðið oss til verulegra sálubóta, er vér vörumst að láta hinn »deyðandi bókstaf« aftra því, að »hinn lífgandi andi« hafi áhrif á oss, — er vér leggjum til hliðar allar trúfræðilegar hugsmíðar um inn- blástur og óskeikulleika, — er vér leiðum hjá oss allar spurningar um það, hvort alt þetta hafi nú gerst í raun og veru, eða hvort óhætt sé að leggja trúnað á það, sem vér erum að lesa, hvert einasta orð, — er vér göngum að lestri bibliunnar, ekki svo sem »reglu og mælisnúru trúar og kenningar«, heldur svo sem upp- sprettu trúarinnar og hins andlega lífs. Þá er lesið með skynsemd, þá verður bibliulesturinn oss fyrst fyllilega arð- berandi. En lestur biblíunnar hefir líka hin mestu metmingar-ihní. Enginn mun geta neitað þvi, að biblian á ekki hvað minstan þátt í því, hvernig heim- urinn er nú útlits menningarlega. Hún er áreiðanlega einn af hornsteinunum í hinni andlegu byggingu heimsins, sem oss þvi er skylt að kynna oss. Hin biblíulega menning á engu minni rétt á sér en hvort heldur er hin griska, rómverska eða germanska, því að allar í sameiningu mynda þær undirstöðu þeirrar menningar, sem vér eigum við að búa. Vér verðum að þekkja hana engu siður en hverja hinna, til þess að geta skilið sjálfa oss sögulega. Ekki til þess að slá um oss með ritningargreinum eða skreyta oss með biblíulegum talsháttum (slíkt er komið úr tízku engu síður en það, að slá um sig með grískum goðsögn- um, latneskum spakmælum eða nor- rænum kjarnyrðum), heldur til þess að fá hlutdeild í krafti spámanna og postula, og til þess að geta botnað :i svo ótöiulega mörgu í heiminum, sem ekki er af grískum eða rómverskum, germönskum eða norrænum uppruna, heldur runnið af gyðinglegri eða kristi- legri rót. Þess vegna er það tjón bæði fyrir trúarlif og menningarlif hverrar krist- innar þjóðar sem er, þegar menn leggjast biblíulestur undir höfuð. En á hverju sést það, að lestri biblíunnar hefir hnignað hér á landi? Er hún ekki enn þá lang útbreiddasta bókin með þjóð vorri? Kann vel að vera að svo sé, en pað er engin sönnun fyrir þvi, að hún sé mikið lesin. Það hefir jafnvel verið sagt um biblíuna, að hún væri »lang útbreiddasta, en minst lesna bókin í heiminum«. Hvort sannmæli sé, á það skal eg engan dóm leggja, og því síður hvort orðin megi til sanns vegar færa að því er oss íslendinga snertir sérstaklega. Biblían er vafalaust mjög útbreidd íér á landi — þó hefi eg oft heyrt menn, sérstaklega presta, kvarta yfir yfir því, hve víða á heimilum engin biblía væri til. Fjöldi manna lét sér nægja nýja testamentið eitt. En íitt er eg mjög hræddur um, að biblían sé tiltölulega litið lesin hér á iandi nú orðið, að minsta kosti þegar miðað er við útbreiðslu hennar. En af hverju ræð eg það? Eg ræð það af því, sem vitað verður um áhrif lennar á þjóðina og menningu henn- ar. En hver áhrif hún hefir á þjóðar- menninguna, verður helzt séð af bók- mentum þjóðanna. Það má lesa sér það til af orðfæri rithöfundanna, sam- íkingunum, sem þeir gripa til, mynd- unum, sem þeir nota til, þess að gera mönnum sem ljósasta grein hugsana sinna. Um mestu ritsnillinga hinnar ensku þjóðar hefi eg fyrir satt, að alt orð- tæri þeirra sé svo mótað af anda og orðfæri biblíunnar, að mönnum, sem ekki væru handgengnir bibliunni, veitti beinlínis erfitt að skilja þá til fulls. Sérstaklega er í þessu tilliti viðbrugðið þeim ritsnillingunum miklu, Carlyle og john Ruskin. Því hefir jafnvel verið haldið fram af mönnum, sem öðrum fremur þóttu skara fram úr að þekkingu á enskri tungu, að til fulls fái enginn skilið bókmálið enska, sem ekki hafi kynt sér vel ensku biblíuna, svo gagnsýrt sem það sé af orðfæri hennar, talsháttum, samlík- ingum, myndum og málrósum. Þetta verður ekki sagt um íslenzka rithöf- unda, síðasta mannsaldurinn að minsta kosti, þegar undanskildir eru prestar og guðfræðingar. Eini »veraldlegi« rithöfundurinn okkar á nálægum tíma, sem vart verður hjá áhrifa af orðfæri biblíunnar, er dr. Guðm. Finnbogason. Eg skal nú engan dóm á það leggja, hvort það er í sjálfu sér heppilegt eða ekki, að orðfæri biblíunnar hafi áhrif á ritmál manna. En eg greip til þessa dæmis fyrir þá sök eina, að bókment- irnar eru eini mælikvarðinn á áhrif biblíulestrarins á menningu þjóðanna, sem vér höfum aðgang að. Því að um það er mestu máli skiftir, um innri áhrifin, áhrifin á hugarfar og hjartalag, er oss skammsýnum varnað að dæma. Og eins og eg drap á, verða engar ábyggilegar ályktanir í þá átt, sem hér ræðir um. dregnar af út- breiðslu ritningarinnar. Útbreiðslahenn- ar um heiminn er í flestum tilfellum einvörðungu vottur ötullar framgöngu þeirra, sem hafa á hendi sölu hennar, eða þess, að hún á sér betri meðmæl- endur við almenning en flestar aðrar bækur. En að kaupa biblíuna eða eiga hana er því miður ekki sama sem að lesa hana. Af lestrinum einum koma notin. En hvers vegna hefir biblíulestrinum hnignað hér hjá oss á síðari tímum? Orsakirnar eru án efa fleiri en ein og fleiri en tvær. Einnar af orsökunum má vafalalaust leita þar, að almenningi standa nú miklu fleiri bækur til boða en fyr á tímum. Vér lifum á blaða og bókaöld sem aldrei fyrri. En þetta er þó engin höfuðorsök. — Aðra or- sökina gæti eg hugsað mér þá, að mörgum manninum væri svo farið, að hann gengi á snið við bibl- íuna og kinnokaði sér yið að eiga nokkur mök við hana, af því að hann hefði hugboð um, að sumt efni henn- ar kynni að koma miður þægilega við sig. Flestir vita svo mikið um »bók bókanna*, að þar eru rædd ýmis þau efni, er snerta sáluhjálp mannanna, en þess er ekki að dyljast, að þeir menn eru vissulega til, sem sáluhjálp- ar-efnin eru engan veginn ljúfasta umhugsunarefnið. Þeim stendur eins konar »heilagur stuggurc af biblíunni þeirra hluta vegna. — Enn aðrir leiða biblíuna hjá sér af því, að þeirri röngu skoðun hefir verið haldið að þeim, að hvert hennar orð sé »guðs eigið orð«, sem kristnum mönnum sé skylt að trúa ef ekki eigi að fara illa fyrir þeim, eða að öll biblían sé skrifuð »á ábyrgð guðs«, spjaldanna á milli »innblásin af guði«. Mér dylst ekki, að prestar vorir eiga með þrálátri fastheldni sinni við slíkar kenningar, jafn-ósannar og þær eru og villandi, nokkura sök á því hve menn afrækja lestur biblíunnar. Því að enn i dag er slíku haldið að mönnum frá prédik- unarstólunum. En slíkar staðhæfing- ar verða sizt til þess, sem til er ætl- ast. Þeir sem ekki trúa þeim, verða alls ekki við þær viljugri til að lesa ritninguna; þeir fá miklu fremur ógeð á bók, sem verið er að skreyta með jafn »óegta« gyllingu. Og þá sem ekki eru lengra komnir en það í þekk- ingu sinni á biblíunni, að þeir taka lessar staðhæfingar trúanlegar, fá þær ekki heldur örfað til lestrar. Því að óessum góðu mönnum er ekki með öllu ókunnugt um, að skýrt er frá mörgu þvi í bibliunni, sem þeim cunni að veita full erfitt að taka trú- anlegt, og heldur en að leiðast út i efasemda-freistingar, velja þeiraftvennu illu þann kostinn, að lesa alls ekki biblíuna, og hugga sig við þá von, að góður guð muni láta alt bjargast af án þess. En höfuðorsökina til þess, hve lítið menn gera að lestri biblíunnar hygg eg þó vera þá, að þeir hafa ekki lcert að lesa hana. Það verður beinlínis að uppala menn til að lesa biblíuna sér ti) gagns. Menn verða að hafa cynst henni þegar frá æsku, vanist únu sérkennilega orðfæri hennar, comist undir áhrif anda hennar. Og iað mun þá reynast sannmæli hér, ekki síður enn annars staðar: »Hvað ungur nemur gamall temur*. En er biblían hentug bók í hend- urnar á óþroskuðum æskulýð? Hve miklar mætur sem menn hafa á biblí- unni, þá tjáir ekki að neita því, að beint barnameðfæri er hún ekki. En hvað þá? Ef ekki nægir annað en biblian sjálf til að læra á að lesa biblíuna, og biblían sjálfhins vegar er ekkert barna- meðfæri — hvernig eiga þá börn nokk- uru sinni að geta lært að lesa hana? Til þess að ráða fram úr þessu hafa menn tekið sér fyrir hendur að semja biblíulegar sýnisbækur, þ. e. bækur, sem hafa inni að halda valda kafla úr ritningunni, með ritningarinnar eigin orðum, kafla, sem öðrum fremur geta álitist við barnahæfi. í þessu tilliti, sem svo mörgu öðru, hafa Englendingar gengið á undan og Þjóðverjar komið á eftir. Englend- ingar kalla slík úrvalskafla-söfn »barna- biblíur« (Childs-Bible), en Þjóðverjar »biblíu-lesbækur« (Biblisches Lesebuch). Hjá hvorumtveggja hafa þessar til- raunir gefist mætavel og aðrar þjóðir mótmælenda-trúar tekið þær upp eftir þeim. Nú er fyrri helmingur slíkrar bibliu- lesbókar kominn út á íslenzku, þar sem er i>BarnabibUa«- þeirra síra Har- alds Níelssonar og síra Magnúsar Helgasonar, eftir stærð (VII-j-224 bls.) og öllum frágangi einhver ódýrasta bókin sem lengi hefir verið gefin út hér á landi af nokkrum bóksala. Verð bókarinnar í bandi er einungis 1 kr. — Framkomu þessarar »Barnabiblíu« ber að heilsa með gleði og þakklæti, og er vonandi, að hún fái þá útbreiðslu um land alt, sem hún áreiðanlega á skilið og er skilyrði fyrir því, að kostn- aðarmaður skaðist ekki á útgáfunni. Hugmyndin, sem leidd er í fram- kvæmd með útgáfu þessarar bókar, er að sumu leyti ekki ný hjá oss. Eldri kynslóðina núlifandi manna rekur vafa- laust minni til Biblíukjarnans gamla, sem Ásmundur prófastur Jónsson (þá dómkirkjuprestur hér í bænum, seinna í Odda f 1880) gaf út fyrir eitthvað 60 árum. Honum var vel tekið um land alt, og það að maklegleikum, og hann var mikið lesinn bæði af eldri og yngri, enda seldist hann fljótt upp, og er nú bók í fárra manna eigu. »Barnabiblían« er eins konar »biblíu- kjarni«. Munurinn er aðallega sá, að í Barnabibliunni er haft enn meira til- lit til þess hvað sé við barnahæfi, en haft var í »Kjarnanum« gamla, að í Barnabiblíunni er efnið tekið beinlínis og orðrétt úr hinni nýju biblíuþýð- ingu vorri, en »Kjarnanum« hafði síra Ásmundur snúið úr þýzku (frumhöf- undur hans var Þjóðverjinn Kohlrausch) og að Barnabiblian þræðir rit biblí- unnar í þeirri röð, sem þau eru geymd þar, en *Kjarninn« lætur höfuðper- sónur hinnar helgu sögu aðallega ráða skipun efnisins, og gerir grein við- burðanna í þeirri tímaröð, sem þá var talin réttust. Við efnisvalið hafa útgefendur Barna- biblíunnar fylgt þeim þremur megin- reglum: 1) að kaflarnir allir væru lík- legir til að verka á barnshugann til góðs og festast þar og geymast, 2) að bókin gæfi nokkurn veginn ljóst yfir- lit yfir scgu ísraelsþjóðarinnar og sýndi um leið h versu trúarhugmyndirnar breyt- ast og þroskast með henni, og 3) að þar vantaði sem minst af þeim frásögum biblíunnar, sem venjulega standa í bibl- íusögum og eru orðnar svo samgrón- ar hugsunarlífi og bókmentum allra kristinna þjóða, að varla getur talist vanvirðulaust að vita ekki deili á. í þessu hefti Barnabiblíunnar eru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.