Ísafold - 09.11.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.11.1912, Blaðsíða 2
270 18 A F O L D Nlðursuðuverksmiðjan „ísland“, ísaflrði. Kaupmetm! Ef yður er verulegt áhugamál að geðjast viðskiftamönnum yðar, þá skuluð þér hafa á boðstólum niðursoðnar vörur frá nefndu firma, er hlotið hefir i. viðurkenningu fyrir vörugæði viða um lönd. Kaupið hinar lieimsfrægu fiskibollur! Eflið innlendan iðnað! Aðalumboð fyrir Reykjavík og nágrenni H. Benediktsson, Keykjavík. L H a g n að hafið þér af að kaupa V e fnaðarvörur allar hjá V. B. K. VerzLBjörn Kristjánsson r kaflar úr öllum ritum gamla testa- mentisins nema Kroníkubókunum og ritum þeirra smærri spámannanna: Obadja, Nahúms, HabakúksogZefanja, og er þar alstaðar haldið óbreyttu orð- færi bibliunnar, að því leyti sem alt er þar sagt með hennar eigin orðum. Að eins hafa útgefendur, eins og sjálf- sagt var, stytt frásögurnar, þar sem því varð við komið, með því að fella burtu endurtekningar og orðamergð. Ennfremur hafa þeir tekið úrvalskafla úr apokrýfisku bókunum. Þá hafa þeir orðið að þýða úr frummálinu gríska, vegna þess að brezka biblíufélagið er enn með þá undarlegu sérvizku, að leyfa ekki upptöku apokrýfisku bók- anna i neina þá biblíuútgáfu, sem það félag kostar. Alt heftið ber það með sér, að út- gefendurnir hafa í öllu tilliti vandað til þessa verks. Það er þeim til mik- ils sóma og ber vott um hvorttveggja í senn: smekkvísi þeirra og næman skilning á því hvað barnslundinni er boðlegast. Fyrirsagnirnar, sem þeir hafa sett fyrir hvern kafla eru flestar mjög heppilega valdar. Þeim til geðs og gleði, sem eigi geta felt sig við útásetningalausa ritdóma, skal eg þó geta þess, að mér hefði þótt viðkunn- anlegra, að fyrirsögnin önnur á bls. 142 hefði verið »Esra ritfræðingur*, en ekki eintómt »Ritfræðingur« og um leið taka það fram, að sumum köflunum, einkum úr Samúels-og Kon- ungabókunum hefði vel mátt sleppa heildinni að skaðlausu. í formálanum gera útgefendur grein þess hvernig þeir hugsa sér bókina notaða. Hún er ætluð til lesírar, en ekki til lœrdóms, sem börnunum síð- an sé hlýtt yfir. Gagnsemi hennar sem skólabókar verður auðvitað mjög mikið undir kennaranum komin. — Hvaða bók verður ekki gagnslaus í höndum ón)h:s kennara ? En sé kenn- arinn góður, kunni hann að nota bók- ina réttilega og benda hörnunum á gullið og gimsteinana, sem hún hefir að geyma, þá hefir Barnabiblian ekki ófyrirsynju verið gefin út. Þá verður hún áreiðanlega það, sem hún fyrst og fremst ætti að verða: leiðarvísir fyrir æskulýðinn til þess að læra það, sem menn nú alment ekki kunna, — að lesa bibliuna sjálja sér til gagns og gleði. Að »Barnabiblían« verði til þess smámsaman að »útrýma öllum biblíu- sagna- og kverlærdómi*, eins og ein- hversstaðar var tekið fram, — á það er eg lítt trúaður, hvað sem aðrir kunna að vera. Eg er sérstaklega mjög svo hræddur um, að kristin- dómsnámið fari í handaskolum, ef kverkenslan legðist niður, slíkan stuðn- ing sem kverið veitir bæði kennara og nemendum til að átta sig á sannindum trúarinnar. — Með þessu er eg hvorki að draga taurn »utanbókarlærdóms- ins« né að halda fram »kverunum«, sem nú tiðkast. Kverunum okkar er vafalaust ábótavant í mörgu, — en hver hefir betra að bjóða ? En hvað sem því líður, þá er Barnabiblían góð gjöf og þakkarverð í alla staði, og á erindi inn á hvert kristið heimili þessa lands. Takist að koma henni þangað inn, er mikið unnið og þess naumast langt að bíða, að árangurinn komi í Ijós, Því að fái æskulýðurinn biblí- 1 j una í hendurnar, kemst hún brátt ! einnig í hendur hinna fullorðnu. En þá hefir Barnabiblían líka náð tilgangi sínum og unnið þarft starf og bless- unarríkt. J. H. Frá Balkanskaga. Hvernig Búlgarar náðu Kirkkilissa. Frá því hefir verið sagt í símfrétt hér í blaðinu, að Búlgarar tóku borg- ina Kirkkilissa 24. f. m. Er það all- mikil borg, í austur frá Adrianopel og íbúar um 16 þúsundir. í Lundúnablaði einu frá 30. f. m. er sagt nánar frá atvikum að því. — Sögumaðurinn er þýzkur læknir úr sveit Rauða krossins, og var hann sjálfur sjónarvottur að viðburðunum. Hann skýrir svo frá: Það var á sunnudag um nónbiJ að Zavoff hershöfðingi fekk skipun um það að gera áhlaup á kastalann við Kirkilissa. Það starf var engum bleyð- um hent, því þar sýndist svo hægt til varnar, að það væri óhemjuleg fífl- dirfska að ráðast á kastalann. Eftir fyrsta áhlaupið urðu Búlgarar að hörfa aftur, og voru þá eltir af Kúrdum og Tatörum, er beittu hinni mestu grimd við fótgöngulið Búlgara. »Þeir (Tyrkir) drápu ekki að eins hvern einasta óvin, er þeir náðu til, en þeir misþyrmdu særðum mönnum og limlestu þá, er teknir höfðu verið höndum, svo hræðilega og viðbjóðs- lega, að ekki verður frá því skýrt. Annað áhlaup var gert á kastalann og sýndu herforingjar Búlgara þar frábæra hreysti. Ajram i nafni Búls;- ara ot? konunqsins, hrópuðu þeir, sund- ur flakandi af sárum. En alt kom fyrir ekki. Búlgarar voru aftur hraktir burtu frá kastalanum.« Þá varð hlé, og það notaði sveit Rauða krossins til þess að reyna að hjálpa særðum mönnum og ryðja or- ustuvöllinn. Þar gafst að líta ljóta sjón. Sögumaður telur þá hafa verið bezt farna, er drepnir voru þegar í stað. Þeir höfðu þó komist hjá hinum djöf- ullegu limlestingum Kúrda. Þúsund- um saman höfðu særðir menn verið reistir upp og skorin af þeim nef og eyru, augun stungin út o. s. frv. Þó var ákveðið að gera þriðja á- hlaupið, af því foringjar Búlgara þótt- ust sjá, að Tyrkir mundu vera nær uppiskroppa með skotfæri. Fyrir her- mennina var það lagt að sýna enga miskunn af sér, og áhlaupinu lauk með blóðugri höggorustu. Tyrkir og Búlgarar börðust í ná- vígi með sverðum, byssustingjum og rýtingum, æddu hver á annan með háu öskri, eins og þeir væru sturlaðir, en kringum þá sprungu sprengikúl- urnar, er stráð hafði verið þar um, og urðu mörgum að bana. Þeir sem voru vopnlausir börðust með hnúum og hnefum og jafnvpl með tönnun- um. Margir Búlgarar fundust daginn eftir á vígvellinum bitnir á barkann af Kúrdum. Þetta þriðja áhlaup stóð alla nótt- ina, en i dögun á mánudaginn höfðu Búlgarar náð ýmsum virkjum fyrir utan kastalann. Óteljandi tilraunir voru gerðar til þess að ná kastalanum sjálf- um, en engin þeirra tókst. Zavoff hershöfðingi bauð þá mönn- um sinum að gera síðustu tilraunina, og sagði svo fyrir, að þeir skyldu ekki skjóta, heldur aðeins nota sverð- in og byssustingina. I þessu áhlaupi tókst Búlgurum að ná aðalvirkinu og var þó skotið á þá af mikilli grimd af Tyrkjum. Kristnu hermennirnir í kastalanum gáfust upp, en Múhamedstrúar menn- irnir skeyttu þvi engu, en héldu áfram að berjast með frábæru hugrekki, þó engin von væri framar um sigurinn. Þá var eftir að vinna borgina. Búlg- arar fluttu stærstu fallbyssur sínar í virkið og skutu á bæinn, en fótgöngu- lið þeirra óð þar inn með brugðnum sverðum. Þetta var blóðugasti viðburðurinn þann daginn. Blóðið rann í lækjum nm göturnar. Á öllum götuhornum voru hermenn að berjast, oftast mað- ur við mann, þangað til annar hvor, eða venjulega báðir, duttu dauðir nið- ur. — En kl. 8 á mánudagsmorguninn höfðu Búlgarar náð bæði kastalanum og borginni á vald sitt. Þegar sigurvegararnir tóku bæinn, var hann allur í rústum, en litaður í blóði Herferð Serba. Um hana eru fréttirnar fremur óljós- ar, þær er hingað eru komnar ennþá. Eftir er Serbar tóku borgina Yskyb, hafa þeir átt ýmsar orustur við Tyrki og jafnan haft sigur. Mikil orusta, er kend við Kumanovo í Makedóníu. Þar flýðu Tyrkir og urðu fyrir miklu mannfalli. Er talið að þar hafi xo þúsund Tyrkir orðið ó^gir og flestir af þeim fallið. I annari orustu, við Veles, mistu Tyrkir 5000 manna. — Við Versovilch féllu um 1000 Tyrkir, er Serbar tóku þann bæ. Serbar hafa selt á fót stjórn í Kossovo-héraðinu og er stjórnaraðsetrið í Pristína. Frá Skútari. Frá því hefir verið skýrt hér í blað- inu, að Svartfellingar settust um borg- ina Skútari, sunnan við Skútari-vatnið. Frá Saloniki. Saloniki er önnur stærst borg á l'yrklandi, íbúar um 160 þús. Af enskum blöðum um lok októbermán- aðar má sjá, að Grikkir nálguðust borg- ina að sunnan, en Serbar að norðan. Tárnbr3utarsamband borgarinnar við Miklagarð var þá slitið og símasam- band sömuleiðis. Óvíst er hve mikið þar var af herliði, en nokkuð af her- liði hafði verið flutt þaðan austur á bóginn til varnar gegn Búlgörum. Útlit var fyrir vistaskort í borginni og búist við að hann yrði enn þá meiri, ef tyrkneski herinn hrektist inn i borgina, til að leita sér þar skjóls. Frá Miklagardi. Bærinn var lýstur í hervaldi 29. október. Bannað er að vera á stræt- um úti eftir klukkan 10 á kvöldin. Strangt eftirlit er haft með öllum fréttum, er berast frá hernum til borgarinnar og ritskoðun fer fram á öllum blöðum, sem þar eru gefin út. Víggirðingar um borgina hafa verið endurbættar. Talið að herliðið í borginni lifi við vistaskort. Rúmenar og herfangið. Rúmenar vilja ekki með nokkru móti láta afskifta sig, þegar herfang- inu mikla á Balkanskaga verður skift. Þess vegna hafa þeir mikinn her undir vopnum og auka lið sitt æ því meir, sem nær dregur fullum ófarnaði Tyrkja. Hefjist Rúmenar handa, getur það haft miklar og ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. -----J&23&---- Veðrótta frá 3. nóv. til 9. nóv. Sd. Md. Þd. Mvd. V.ey. 1,0 4,9 8,0 4,0 Rv. 1,0 5,8 9,o 4,8 íf. - 1,0 — 2,3 9,8 4,8 Ak. — 8 — 9,5 8,5 4,o Gr. — 11,2 — 15,5 5,o 0,2 Sf. — o,S —15,0 4,6 7,6 Þh. 5,7 5,7 5,o 5,8 Fd. Fsd. Ld. V.ey. 4A 2,6 L9 Rv. 5,2 2,2 o,5 íf. 5,o 5,2 0,8 Ak. 4,5 2,5 0,0 Gr. 0,0 2,2 o,5 Sf. 4,9 4,7 ^,9 Þh. 7,8 7,2 8,2 V.ey. = = Vestmanneyj: ar. Rv. = Reykjavik. Is. = Isafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh. = Þórshöfn á Fære. Fjárhagsáætl. Rvíkur1913. Frumvarp fjárhagsnefndar. G j ö 1 d: 1. Skattar og gjöld til hins opinbera..................kr. 250 00 2. Árgjald til Helgafells- prestak. fyrir HliÖarhús og Ánanaust .... — 204 45 3. Stjórn kaupstaðarins: a. Kostn. við bæjarstjórn, nefndir, kosningar o.fl. — 2000 00 •b. Laun og skrifstofufé borgartjóra .... — 6000 00 c. Laun bæjargjaldkera . — 2500 00 d. Til sama. Til aðstoðar og að vera við lögtak — 1000 00 4. Til löggæzlu: a. Laun 4 lögregluþjóna — 4200 00 b. Laun 4 næturvarða . — 3700 00 c. Önnur útgjöld ... — 200 00 5. Laun 2 sótara .... — 1900 00 6. Eftirlaun og ellistyrkur — 700 00 7. Umsjón og varzla kaup- staðarlandsins .... — 800 00 8. Manntalskostn. e. reikn. — 800 00 9. Til beilbrigðisráðstafana: a. Laun heilbrigðisfulltr. — 800 00 b. Laun og psrsónuleg launaviðbót)jósmæðra — 700 00 c. Til baðhúss Rvíkur . — 700 00 d. Önnur útgjöld ... — 150 00 10. Til verkfrseðings: »• Laun..................fer. 2700 00 b. Skrifstofukostnaður . — 1200 00 11. Til vegagerða og holræsa: a. Til vegagerða ... — 3685 00 b- — gangstétta ... — 1740 00 c. — ofaniburðar og við- halds gatna og ræsa — 400 00 d. — holræsa . . . . — 25000 00 12. Til þrifnaðar, snjómokst- urs, klakahöggs o. fl. . — 5000 00 13. Til götulýsingar ... — 7000 00 14. — salernahreinsunar . — 7500 00 15. — vatnsveitunnar: a. Afborgun og vextir . — 32000 00 b. Reksturskostnaður, þar af 500 kr. til bæjargjald- kera fyrir innheimtu og reikningshald ... — 1000 00 c. Til endurnýunar og aukningar . . . . — 2000 00 16. Til slökkviliðs og slökkvi- tóla: a. Laun slökkviliðsins . — 2600 00 b. Viðhald og endurnýjun slökkvitóia og húsa . — 500 00 c. Yms útgjöld . . . . — 300 00 17. Til gasstöðvarinnar: a. Afborgnn og vextir . — 30000 00 b. Til aukningar ... — 35000 00 18. Til aukningarogendurbóta á fasteign kaupstaðarins — 1500 00 19. Til áhalda og aðgerða á þeim...................— 500 00 20. Til fátækraframfærslu: a. Tilómaga undirl6 árum— 3500 00 b. — þurfamanna eldri en 16 ára. Af fé þessu má nota alt að 2000 kr, til að kaupa útgengileg verk af fólki, sem ella mundi þurfa að leita fátækrastyrks ... — 33000 00 c. Greftrunarkostnaður þurfamanna .... — 600 00 d. Lögflutuingur þurfa- manna..................— 300 00 e. Til undirbúnings stofn- ana til framfærslu gam- almenna og barna. m m. — 1000 00 f. Önnur útgjöld ... — 600 00 21. Til þnrfamanna annarra sveita...................— 7200 00 22. Til barnaskólans: Er það allmikil borg, íbúar um 20 þúsundir. En ennþá hefir Svartfell- ingum ekki tekist að ná borginni og hafa þeir þó skotið á hana dögum og vikum saman og gert þar hinar mestu skemdir. En borgin er varin af rammbyggi- legum kastala, með 15 þús. tyrknesks setuliðs, og því vinst Svartfellingum seint á. Þó er talið, að að því muni reka innan skamms, að borgin verði að gefast upp. Blaðið »Jóurnal« í Par- ísarborg flutti þaðan nokkrar fréttir 29. f. m. frá fréttaritara sínum og lét hann illa af vistinni þar. Meðal annars er frá því skýrt, að samsæri hafði verið gert í borginni, til þess að koma henni á vald Svart- fellinga og umflýja meiri blóðsúthell- ingar, hungur og rán. Tókst sam- særismönnum að koma sendimönnum til Danilos Svartfellingaprins, með skilaboðum um þetta. En Tyrkir fengu pata af þessu og tóku það ráð, að skjóta sjálfir á nokk- urn hluta borgarinnar, til þess að ægja borgarbúum. Kviknaði í þessum borgarhluta og brann hann að mestu. Yistir voru orðnar mjög af skorn- um skamti í bænum. Helzt var til matar fiskur og sætur berjalögur. Kjöt fekst nálega ekkert og ýmsar korn- tegundir fengust heldur ekki. Elds- neyti var mjög lítið, og veggsvalir utan á húsunum, þær er voru úr timbri, höfðu verið högnar niður til eldiviðar; sömuleiðis öll tré í bænum. Hermennirnir nöfðu ekki annað til matar en hrísgrjón og vatn og fengu ekki mat nema einu sinni á dag. Bæjarstjórn byrjaði að fást við fjár- hagsáætlun næsta árs á fimtudaginn. Hér fylgir fjárlagafrumvarp bæjarins, eins og það lítur út frá fjárhagsnefndar hálfu, áður en það fer inn í hreins- unareld bæjarstjórnar: Tekjur: 1. Eftirstöðvar frá f. á. . kr. 35000 00 2. Tíund af fasteign og lausafé...................— 200 00 3. Tekjur af bygðri og 6- bygðri lóð................— 12400 00 4. Landskuld af jörðum . — 1250 00 5. Leiga af erfðafestulönd. — 4300 00 6. — — húsum, túnum, lóðum m. m................— 1200 00 7. Tekjur af laxveiðinni i Elliðaánum................— 5700 00 8. Hagatollur...............— 1500 00 9. Tekjur af ístöku, 25 a. ton — 250 00 10. — af lóðasölu ... — 1000 00 11. — af seldum erfðafestul. — 1000 00 12. — eftir hyggingarsamþ. — 1000 00 13. — af vatnsveitunni: a. Vatnsskattur. ... — 40000 00 b. Yatnsskattur til skipa — 9000 00 c. Endurb.lánatilhúsæða — 1000 00 14. Tekjur af gasstöðinni . — 30000 00 15. Sótaragjald...............— 3000 00 16. Hundaskattur .... — 300 00 17. Endurg. fátækrastyrkur frá innansveitarmönnum — 1200 00 18. Endurg. fátækrastyrknr frá öðrum sveitnm . . — 4800 00 19. Styrkur frá landssj. og Thorkillisjóði til barna- skólans og skólagjöld . — 6500 00 20. Tekjur frá grunneigend. til holræsa og gangstétta — 6000 00 21. Salernahreinsunargjald . — 7500 00 22. Óvissartekjurbæjarsjóða — 3000 00 23. Lán: a. Til holræsagjöröar . — 19000 00 b. — aukn. gasstöðvar . — 35000 00 24. Niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum, með 5— 10°/0 umfram . . . . — 115618 07 Samtals kr. 346718 07 a. Laun fastra kennara . — b. Til stundakennara . — c. — læknis fyrir heil- brigðiseftirlit . . — d. — áhaldakaupa og bóka.............— e. — eldiviðar og ljósa — f. — viðhalds og endur- bóta á skólahúsi og lóð..............— g. — ræstingar ... — b. Yms útgjöld skólans, vatnsskattur, bruna- bótagjald, kostnaðnr við skólaeldbús 0. fl. — i. Til matgjafar handa fátækum körnum . . — 23. Ýmsir styrkir: a. Til kvennaskóla Rvk. — b. — iðnskólans ... — c. — Leikfélags Rvk. . — d. — Alþ.lestr.fél. Rvk. — e. — Skógrækt.fél.Rvk. — f. — Sjúkrasaml. Rvk. — g. — Hjúkrun.fél. Rvk. — h. — lesstofu barna. . — i. — ráðn.skrifstofu f. — verkamenn . . • 24. Ymisleg útgjöld: a. Til leikvallar barna . — b. _ viðh. þvottalang. ogumsjónar þar. — c. — viðb. sundlauginni og sundkenslu . — d. — umsj Elliðaánum og viðg. veiðim.h. — e. — risnu..............— f. — mæl. vatnsmagns i Elliðaánum . . — g. — aðgerðar á skóla- vörðunni 0. fl. . — 25. Vextir ogafb. lána, ann- ara en til vatnsveitu, gas- stöðvar og baðhúss . . — 26. ÓvÍ8S útgjöld .... — 27. Eftirstöðvar til næstaárs —_____ Samtals kj. 346718 07 5500 00 24000 00 200 00 800 00 2500 00 1500 00 1600 00 1400 00 800 00 500 00 500 00 500 00 150 00 200 00 240 00 400 00 150 00 800 00 200 00 500 00 1000 00 500 00 300 00 200 00 500 00 29248 62 1500 00 35000 00

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.