Ísafold - 13.11.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.11.1912, Blaðsíða 1
Kemu út fcvisvar l viku. VeiO áig. (80 aikir minat) 4 kr. erlendis 6 ki. oOa l'/i dollar; borgist fyrir mfojanjúli (erlendis fyrii fram). ÍSAFOLD OppsOsm (skrifleg) bundin vio iramðt, et ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og Mapandi skuldlans viö blaciö A.fgr->iO»la; Au«tnjr«tr»tl 8. XXXIX. arg. Reykjavík 13. nóv. 1912. 75. tölublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G AlþýOufél.bðkasafn Templaras. 3 kl. 7—9. Augnlækning ðkeypis i Læk,jarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjðraskrifstofan opin viika daga 10—3. Bæjarfðgetaskiifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæiargjaldketinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6-7 Eyrna-,nef-og hálslœkn. ók. Fosth.str.14A fid. 2—8 ísiandsbanki opinn 10—2»/« og B'/í—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 f Od, Alm. fnndir fld. og ad. 8 »/s siodegis. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 8 4 helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10'/«—12 og 1—5 Landsbankinn ll-SVa, o»/s-B>/>. Bankastj. viti 12-2 Landsbðkasaín 12—3 og B—8. Útlan 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 6—8. LandsskjalasafniO hvern virkan dag 12—2 Landstminn opinn daglangt [8—9] virka dagt., hel&a daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opiO l'/a—2V« á sunnudögum Samábyrgö Islands 10—12 og 4—ð. StjórnarráOsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Xalsimi Beykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 VifilsstaOahæliö. Heimsðknartimi 12—1. ÞjðömenjasafniO opiO pd., fmd. og sd. 12—2. ísafold. Til nýárs kemur Isafold altaf út tvisvar í vika, miðvikudaga og laug- ardaga. Vegna óska margra kaupenda hér í bæ og auglýsenda er meiningin að reyna að koma á þeirri reglu, að blað- ið jafnan komi út um hddegisbilið. Því eru auglýsendur vinsamlega beðnir að skila auglýsingum kvöldinu áður en pœr eiga að koma i blaðið. Framvegis verður Tsafold og seld í lausasölu, 5 aura blaðið. Útgeý. Samgðngumálið. 1. Samgöngumálið á sjó er flestum málum þýðingarmeira, þeirra sem eru á dagskrá þjóðarinnar. Það skiftir mörgum hundruðum þúsunda hvort farmgjöld og fargjöld þau, sem ís- lendingar þurfa að borga árlega, eru lág eða há, og það getur ennfremur skift hundruðum þúsunda árlega fyrir landið, hvort þær vörur, sem lands- menn þurfa að kaupa, eru keyptar á heppilegum stað eða óheppilegum, eins og hitt líka getur skift hundruðum þúsunda fyrir landið, hvort þær vör- ur, sem fluttar eru út úr landinu, eru seldar á heppilegum stað eða óheppi- legum. Þvi miður verður varla sagt að þetta mál sé enn komið á dagskrá þjóðar- innar. Svo mikið hefir sinnuleysið verið, að þjóðinni hefir, að minsta kosti til skamms tíma, varla komið annað til hugar en að taka við þeim samningum, sem aðrar þjóðir vildu unna oss. Að vísu höfum vér greitt árlega lítilfjörlegt gjald til samgöngu- bóta á sjó, aðallega meðfram strönd- um landsins, en þó með nokkrum umyrðum og eftirtölum. Ástæðan til þeirra umyrða er skilningsleysið á því, hve samgöngurnar eru þýðingarmiklar fyrir þjóðina og andvaraleysið um þá þjóðarskyldu, að gera sér fulla grein fyrir, hvar oss er hentugast að reka verzlun vora, og haga framkvæmdum vorum eftir því. Og þótt dálitið sé farið að rofa fyrir skilningnum á mikilvægi þessa máls í hugum ýmsra manna, þarf það enn að skyrast og athugast frá mörg- um hliðum, og á þeirri athugun er meiri þörf um þessar mundir, en ver- ið hefir lengi undanfarið. Því nú eru timamót í sögu sam- göngumála þessa lands, eða í öllu falli vitjunartími þjóðarinnar um þetta mál, en undir því alt komið, hvort hún þekkir hann eða ekki. Tvö félög hafa kept hér um sam- göngur fyrirfarandi ár. Við þá sam- kepni græddi landið svo mörgum hundruðum þúsunda skifti. Ekki virt- ist þá þurfa nema nokkurn vegin heil- brigða skynsemi til þess að sjá, að landinu væri tjón að því að þessi samkepni legðist niður, að það var hagur þess að hvorugur keppinaut- anna þyrfti að sligast eða uppgefast í baráttunni, að það var þjóðræknis- skylda að stuðla að því, að sá keppi- nauturinn^ sem var minni máttar, þyrfti ekki að fara halloka. En í stað þess að athuga þetta með skynsemd og láta sér hughaldið um þetta, gerast þau undur og býsn með þjóð vorri, að fjöldi íslenzkra manna gekk í lið með voldugri keppinautn- um til þess að koma hinum á hnén og hafa þau samtök og samvinna borið þann árangur, sem öllum er kunnugt um. Á meðan framkvæmdarstjóri Thore- félagsins lagði fé sjálfs sín í hættu, til þess að verja Thorefélagið frá þvi að þurfa að gefast upp og beiðast lausnar frá samningi, sem var land- inu að mörgu leyti einkar-hagkvæm- ur, var hann ofsóttur og atyrtur af íslenzkum mönnum og islenzkum blöðum fyrir viðleitni sína. Eðlilega hafa þessir menn ekki hátt um sig um þetta mál um þessar mundir og er það þeim fremur til sæmdar en vansa, þvi vonandi er, að gauragangur þeirra gegn Thorefélag- og samningum við það hafi mu fremur átt rót sína að rekja til skiln- ingsleysis á það hvað í hættu var og nytsemi samkepninnar, en að ódreng- skap væri um að kenna. Þótt Thorefélagið sé ef til vill ekki með öllu úr sögunni hér á landi, er ekki við öðru að búast en það sigli að mestu í kjölfar Sameinaða félags- ins úr þessu. Um samkepni um farm- gjöld og fargjöld verður naumast að ræða. í stað samkepni félaganna má búast við samvinnu þeirra. Samein- aða félagið ætlar sér stóru sneiðarnar en Thorefélaginu molana. Þingið sá sér ekki annað fært en leysa Thorefélagið frá samningnum við landsstjórnina, eða gaf ráðherran- um heimild til þess. Skilmálar þeir um viðkomustað á Þýzkalandi, er ráð- herra má setja félaginu, til þess að það losni við samninginn, verða víst að litlu haldi. Danska kaupmanna- stéttin vill ekkert um þá heyra, vegna hagsmuna sjálfrar sín, og hefir verzl- unarblað Dana, Börsen, tekið af öll tvimæli um þetta og hinn nýi fram- kvæmdarstjóri félagsins mun heldur stofna til biiþrota félagsins, en hann reyni að reisa rönd við þeim kröfum dönsku verzlunarstéttarinnar, að Þýzka- landsferðir séu afnumdar. Með því er þá landið svift þeim mikla hagnaði, er af þeim hefir leitt síðustu árin. Farmgjöld hafa hækkað stórlega síð- an samningar voru gerðir við gufu- skipafélögin. Helzta vörnin fyrir landið virtist þá i því fólgin, að Sameinaða félagið var bundið ákveðnum farmgjöld- um um margra ára bil. Yrði það að^ hlita sömu farmgjöldum hingað til lands, sem áður voru tiltekin, gat Thorefélagið heldur ekki hækkað farm- gjöld sin. Hver þessi farmgiöld séu i raun og veru, virðist þó álitamál. Kaupmenn hafa fengið 10—30% upp- bót á farmgjöldum hjá félögunum undanfarið og hafa verið um þetta nokkuð fastar reglur. Fyrsta afleið- ingin af þvi að Thorefélagið sligaðist og nýr framkvæmdarstjóri tók við þvi, var sú, að félögin hættu að gefa eftir nokkuð af hundraðsgjaldinu og nemur það víst miklu fé fyrir landsbúa. Þó lét Sameinaða félagið sér ekki þetta eitt lynda. Það vill græða á oss meira fé: Það segir blátt áfram upp 10 ára samningnum, sem það hafði gjört við dönsku og íslenzku stjórnina. Um rétt félagsins til þess að gera þetta verður ekki dæmt hér. Ýmsir lög- fræðingar hér lita svo á, að félagið hafi ekki heimild til þess að segja upp samningnum. En hins vegar má bú- ast við þvi, að það hafi ekki hrapað að uppsögninni án þess að leita sér aðstoðar lögfræðinga og ráða þeirra um þetta. Takist félaginu að losa sig við samninginn, má búast við að af því leiði mjög tilfinnanleg hækkun, liklega bœði á jarm- 0$ ýargjðldum til lands- ins og ýrá pví, og getur sú hækkun numið útlátum landsbúa svo hundruð- um þúsunda skiftir árlega. Sjálfir voru landsbúar nýbúnir að leggja á sig vöru- toll. Tollurinn til Sameinaða félags- ins getur orðið miklu þyngri og þótti þó víst mörgum nóg um áður. Og þegar Sameinaða félagið hækkar farm- gjöld sin, er ekki hætt við öðru en að hin útlendu félögin fylgi þeim í þvi. Hverendir verður á umþenna samn- ing er óútkljáð enn þá. En eðlilegt er að landsbúar séu nokkuð áhyggjufullir um þetta. Það var því þakkar vert að Stúdentafélagið hér boðaði til fund- ar um málið á föstudaginn var og bauð á hann ýmsum fésýslumönnum ogkaupmönnum bæjarins. Samgöngu- málið er umfangsmikið og fyrsta skil- yrðið fyrir því að nokkuð sé hægt að lagfæra i því er það, að málið verði fyllilega ljóst fyrir sem allra flestum. Ög þótt fundurinn væri góður og ýmsar upplýsiugar kæmu þar fram, er ekki við því að biiast að svo yfk;- gripsmikið mál verði skoðað á einum fundi, svo verulegt gagn sé að. Félagið gerði þarft verk með því að stofna til annars fundar um málið og fá þar til framsögu þá menn, er það veit færasta til þess. Nákvæm athugun þarf að fara fram um þetta á undan ráðagerðum og framkvæmdum. -eees- Páíl mefsfeð 1812 - 13. tlóv. - 1912. Nazim Pasha, yfirhershöfðingi Tyrkja Nazim Pasha hefir undanfarið verið hermálaráðherra Tyrkja. En er skær- urnar tóku að magnast með Tyrkjum og hinum Balkanþjóðunum, tók Nazim Pasha sjálfur við yfirherstjórninni. Er vitanlega engnm heiglum hent að hafa forustuna, er við svo marga skal etja i einu, sem Tyrkir verða nú að gera. En traust mikið bera Tyrkir til Nazim Pasha. ' ¦' ' , .'¦ ¦-..¦ WtmsSl^i :¦¦;' ¦ ¦ - ; 71P; '-'i '. ¦W', ';_ 'W ¦ ' ¦¦ ^*# ^ ^ ýZ&. ~*~ ' ¦: /WM i 4'%i ' T? Savov, hershö l'öiiigi Bnlgara Hann hefir getið sér afbragðs orð- stir í ófriðnum. Hann hefir verið tvisvar sinnum hermálaráðherra Búlg- ara: frá 1891—1898 og frá 1903— 1907. Honum er þakkað mest, að her Búlgara er svo vel búinn og æfð- ur, sem raun hefir borið vitni. Svo þykir mikið koma til her- stjórnarhæfileika hans, að hann er kallaður í erlendum bíöðum: Moltke vorra daga. Savov er maður á sextugs aldri (f. 1857). Þau tíðindi gerðust þennan dag (18/ii) fyrir 100 árum hér á norðlenzku höfð- ingjasetri, Möðruvöllum iHörgárdal, að háborin yngismær, amtmannsdóttir, er þar átti heima, ól barn ógefin í föð- urgarði; og er eigi vandskilið, að sveinn sá yrði móðurforeldrum sínum lítill fagnaðargestur, þann veg, sem hann var undir kominn, eigi ósiðvand- ari en heldri menn gerðust hér í þann tíð. Hann var og utlagur ger af heim- ilinu nýfæddur og þaðan fluttur á næsta bæ þegar er upp stytti kafalds- byl þann, er þá stóð og var svo harð- ur, að eigi náðist til nærkonu, þótt eigi væri lengra að vitja en til næsta bæjar og örskamt í milli. Þetta var og vikingsvetur, einhver hinn óvæg- asti á öldinni, — austurfararvetur Napóleons mikla, til Riisslands, er feigðaróð kvað yfir heimsveldi hans. — Og olli Ólufarbylur þessi þar á Möðruvöllum því, að amt- mannsfrúin hlaut að gerast bjargrýgur dóttur sinnar. (Ólöf ríkaLoftsdóttir, hins rika, er Ólufarbylur er eftir heitinn, var upprunnin á Möðruvöllum). Sveinn þessi, er hér um getur, er sáhinn sami sem nú verðurum skráður lítill söguþáttur, og alþjóð minnist i dag af ást og virðing, á aldarafmæli hans. Hiin telur hann með sínum meiri háttar merkismönnum. Þjóðskörung væri ofnefni að kalla hann, og því mundi hann sízt kunna sjálfúr, ef því væri að skifta, svo lítillátur sem hann var alla tið og fjarri öllum metn- aði. En hitt mun enginn treysta sér af honum að bera, að mikill nytja- maður hafi hann verið, maður, sem I vann í yfirlætislausri kyrþey, drjúg- virkur og hagvirkur, og jafnan aðallega að einhverju þjóðþörfu og fögru. Páll hét faðir sveins þessa, er hann var heitinn i höfuð á, og var Þórðar- son prests á Melstað. Hann tók sér þaðan ættarnafnið. Hann var i þann mund handritari Stefáns amtmanns Þórarinssonar á Möðruvöllum og gekk siðan að eiga dóttur hans, barnsmóður sina, Önnu Sigríði (f 1844), er hann hafði framast áður fyrir hans tilstuðn- ing, tekið lagapróf i Khöfn og gerst þá sýslumaður Múlsýslunga. Páll yngri var á fóstri með bændafólki í Eyjafirði til þess er hann var 7 vetra og fluttist þá með foreldrum sinum, er þá fóru að búa á Ketilsstöðum á Völlum, sýslumannssetri í Norður- miilasýslu í þá tíð, ólst þar upp og gekk i skóla, Bessastaðaskóla, útskrif- aðist þaðan, er hann hafði tvo um tvítugt (1834) með góðum vitnisburði, sigldi samsumars til Khafnar og tók að afloknum undirbúningsprófum þar til að lesa lög, að vilja föður sins, en hefði kosið heldur sjálfur, að hann segir, annaðhvort málfræði eða guð- fræði, hætti við nám eftir nokkur missiri vegna heilsubilunar, og fór heim til íslands, til föður sins, er þá var orðinn sýslumaðurArnesinga(r835) og bjó í Hjálmholti. Hann (P. M. eldri) varð siðan amtmaður vestra (1849) og lézt 1861. Hann þótti vera mikilhæfur vitsmunamaður; var margt árkonungs- fulltrúi á alþingi, og forseti var hann á þjóðfundinum (1851); Páll yngri Melsteð kvæntist vetur- inn 1840 Jórunni ísleifsdóttur háyfir- dómara Einarssonar og fór að búa á 2 kúa grasbýli á Brekku á Álftanesi i vordögum 1841. Um haustið það tók hann til að kenna börnum á heimili sinu og þar næst piltum undir skóla (Bessastaða). Brunaslys fiæmdi hann frá Brekku (1844) og fluttist hann þá að Hjálmholti til föður sins, er hann aðstoðaði í embætti og var brátt settur til að þjóna því í forföllum hans, en var konungsfulltrúaskrifari á alþingi (hjá Bardenfleth) 1845 og 1847. Til Reykjavíkur fluttist hann X846 og settist þar að, hafði á hendi prent- siniðjuforstöðu hin næstu missiri, stjórn hinnar einu prentsmiðju, sem þá var á landinu og fluttist um það leyti til Reykjavíkur utan úr Viðey, en þar hafði hiin verið langa tíð undir for- stöðu hins mikla afreksmanns Magn- úsar Stephensens konfereuzráðs, og sonar hans síðan. Þessi missiri var hann og um hríð umsjónarmaður við Latínuskólann. Eftir það var hann settur sýslu- maður all langt áraskeið, fyrst í Ár- nessýslu í forföllum föður sins og siðan i Snæfellsnessýslu 1849—1855, þjónaði þá og Mýrasýslu með nokkur missiri. Bjó þá nokkur ár á stórbýl- inu Bjarnarhöfn, landnámsjörð Bjarnar hins austræna. Sama starf hafði hann síðar í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1858—62. Eftir það gerðist hann málflutningsmaður við Landsyfirrétt allmörg ár, 1862—1885, skipaður með ráðherrabréfi, með því að hann hafði þá fyrir fáum missirum, kominn á fimtugsaldur, leyst af hendi embættis- próf í lögum í Khöfn, hið minna, sem kallað var, eða í »dönskum lög- umt, með því að slept var Róma- rétti m. m. Konu sina Jórunni misti hann 1858, og kvæntist árið eftir Þóru Gríms- dóttur amtmanns Jónssonar (f 1850), sem enn er á lifi i mjög hárri elli og þjóðfræg fyrir stofnun kvennaskól- ans í Reykjavik, hins fyrsta almenna kvennaskóla á landinu. Þeim varð eigi barna auðið. En við fyrri kon- unni eignaðist P. M. 8 börn, er flest dóu í æsku; 3 ein urðu fulltíða: 1 sonur, er lézt rúmlega tvitugur, ný- orðinn stúdent; 1 dóttir lifði fram undir elli heilsubiluð alla æfi, — lézt í fyrra — og önnur dóttir er enn á lifi, Anna Sigriður, gift Stefáni um- boðsmanni Stephensen áAkureyri; hún nam áður rjómabústjórn í Danmörku fyrst íslenzkra kvenna(?). Að kenslu við Latínuskólann komst P. M. 1866 og hafði hana á hendi fullan fjórðung aldar, til 1891, í fastri ráðning síðari árin. Það starf fór honum mikið vel úr hendi. Hann þokkaðist þar hverjum manni vel, sem ella. Skólapiltar færðu honum heið- ursgjöf að skilnaði (1891) og fluttu honum lofsamlegt kvæði. — Sá sem þetta ritar, minnist þakklátlega hinna stórmiklu viðbrigða til batnaðar, er fylgdu komu hans að skólanum, að minsta kosti í einni námsgrein, dönsku. Enda tók hann raunar þar við af kennaia, sem var mjög ósýnt um þá keuslu, kunni málið illa, einkum aðal- kensluatriðið í því, framburð, jafnvel með afburðum, þótt háskólaembættis- próf hefðijleyst af hendi með sæmd í óskyldri námsgrein. Páll Melsteð var maður einkar-hlýlyndur, ljúflátur og glaðmæltur, og skyldurækinn alt um það. Þeirra hinna sömu mannkosta hafði hann og notið í valdsmannssessi, og verið eigi að siður fullfylginn sér við þá sýslu. Snæfellingar sendu hann á þing 1859, og mun það verið hafa engu miður fyrir vinsældir hans en að hann hefði venju meiri þing- menskuhæfileika, — var þó vel máli farinn. Hann sat og á þingi 1861 og 1863. En gaf eigi kost á sér framar. Mun hafa geðjast annað bet- ur en sú iðja. Kaus heldur að vera þingritari hjá forseta, aldavin sinum Jóni Sigurðssyni. Það sem langfremst heldur nafni P. M. á lofti er ritmenska hans. Blaðamenska var i bernsku hér á landi þi stund alla, er hann var á bezta skeiði. En hverjum manni betur fór hún honum úr hendi, enda hafði hann allmikinn hug á henni, þótt enginn gróðavegur væri þá, heldur þvert á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.