Ísafold - 13.11.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.11.1912, Blaðsíða 2
274 ISAFOLD móti. Hann var viðriðinn langhelzta og bezta blaðvísi hér um þær mundir, blaðið íslending, er þeir stofnuðu um 1860, hann og Ben. Sveinsson m. fl., og lifði 3 ár í þeirra höndum, en bakaði þeim 700 rd. eða 1400 kr. út- lát, 200 kr. á mann, — þeir voru 7 alls, útgefendurnir —, skuld við prent- smiðjuna, og hafði hún þó gefið upp 400 kr., og ritstjórnin ekki íengið j eyris þóknun fyrir sitt starf frá upp- hafi; en það lenti og mest á P. M. Annað skifti, löngu áður, hafði hann reynt að bæta hér úr blaðleysi eða tímarits. Það var 1846. Þá hafði ekkert tímarit komið hér út frá því 1838, er Sunnanpósturinn sálaðist. Reykjavíkurpóstur nefndist tilraun sii, er gerð var 1846, af P. M. og Sig- urði bróður hans, síðar forstöðumanni prestaskólans, og fengu þeir þriðja mann í lið með sér, Þórð Jónasson, síðar háyfirdómara. Þrjú ár lifði sá nýi póstur, við lítinn kost. — Eftir það réðst P. M. í að stofna nýtt blað, er hann ætlaði sér að gerast aleinn rit- stjóri fyrir. En kostnað hétu þrír kunningjar hans að standast með hon- um, þeir Helgi Helgason og Einar Þórðarson prentarar og Egill Jónsson bókbindari. Þeir skírðu það Þjóðólf. En þá var P. M. kvaddur skyndilega til að þjóna sýslu, í utanför föður hans, er skyldi verða konungsfulltnii á al- þingi. Þetta var haustið 1848. Þjóð- ólíur fæddist þó, með annars manns ritstjórn (Sv. H.), og lifði meira að segja um eða yfar 60 ár. Þriðja og síðasta blaðamenskutiltæki P. M. var ritstjórn smáblaðs hér í bænum um 3 missiri, 1873/74. Það nefndist Víkverji, og var kostnaðar- maður að því Jón heit. landritari Jóns- son (f 1881). Bækur eru eftir P. M. flestar eða nær allar í sagnafræði. Hann byrjar á Mannkynssöguágripi, þýðing á danskri bók eftir Kofod, er prentuð var með hinum síðustu Viðeyjarbókum, 1844. Þar bar þegar á kostum þeim hinum miklu, er prýddu síðan rit hans: »óvenju-hreint mál og undir eins svo viðfeldið, jafnfjarri því að vera of fornt og of hversdagslegt, að hér er ekki völ á eins góðu og því síður betra máli« (J. Þ. rektor). Fekk hann þegar mikið orð á sig fyrir ritlist sína og það meðal hinna færustu manna, t. d. dr. Svb. Egilson og dr. Hallgr. Skeving. Frásagnarlist hans kom enn betur fram í síðari ritum hans, sjálf- stæðum, og mun naumast hafa nokk- ur maður staðið honum þar á sporði alt í frá fornöld, frá dögum Snorra Sturlusonar. Nýnefndur ritdómari (). Þ.) segir dt af umtali um eitt þeirra, Fornaldarsöguna: »Eg hefi talað við marga menn hér á landi og hefir Greinar. XIII. Himnaríki. Því næmari sem tilfinning manns- ins er, og því dýpra sem sem hugs- un hans nær, og hærra, því meira finst honum um að líta upp, fagurt vetrarkvöld, þegar himinhvolfið ljómar í stjörnum. Lang lengst af þeim tima sem mannkynið hefir dregið fram lífið á þessari jörð, hefir enginn vitað hvað þessi blikandi ljós væru; sú þekking má heita ný, þegar miðað er við allan aldur mannkynsins, að allur þessi undursamlegi tindrandi stendur af sólum, logandi hnatteldum, eins og þeirri sól sem »á göngu sinni yfir himininn* gerir dag oss jarðarbdum. Allur tindrandinn, segi eg, því að þessi yndislegu himinblys, jarðstjörnurnar, tindra eiginlega ekki. Öll eru þessi bláljós stærri sólir en vor, sem þó er stærri en svo, að nokkur maður geti hugsað sér þá stærð, þó að hann geti nefnt hana. Vor sól, með jarðstjörn- um sínum eða fylgihnöttum, er eins og nokkurs konar kothverfi í himin- geimnum. Heimspekingurinn Kant vann það furðulega afreksverk, að hugsa sér hvernig þetta sólkerfi hefir orðið til, og jarðstjörnurnar, sem vel mega nefn- ast afsprengi sólarinnar, skapast af því efni sem sólþokuhnötturinn vatt utan af sér. Seinna var fundin leið til að komast að þvi, að sömu efni eru i þeim öllum borið saman um það, að Páll Melsteð riti nú allra manna hrein- asta, liprasta og viðkunnahlegasta ís- lenzku, og eg er þessum dómi þeirra fullkomlega samþykkur; alt sem Páll Melsteð hefir ritað á íslenzku er að mínum dómi frábærlega laglega orðað*. Tuttugu árum eftir Mannkynssögu- ágrip Kofods birtist Fornaldarsagan á prenti og Miðaldasagan nokkrum ár- um síðar; síðan Nýja sagan í mörg- um bindum, er hið síðasta kom 1887, og náði til þess um 1830. Rit þau öll gaf Bókmentafélagið dt og gerði höf- undinn að heiðursfélaga 1885. Sömu- leiðis Norðurlandasögu hans 1891. Um eða laust fyrir 1880 samdi hann og nýtt Mannkynssöguágrip handa unglingum, frumritað. Nokkrum árum áður íslenzkaði hann stutta landafræði eftir E. Erslev.------- Annað þjóðminnilegt afrek P. M. heitins en ritstörfin er stofnun kvenna- skólans i Reykjavík, er hann átti mik- inn þátt í með aðalstofnandanum,konu sinni, frú Þóru. Páll Melsteð andaðist i óvenju-hárri elli, kominn töluvert á dttunda ár um niratt. Það var 9. febr. 1910. Hafði þá legið nokkuð í kör; en banalegan, af lungnabólgu, stóð ekki nema fáeina daga. Hann mátti kalla verið hafa hvers manns hugljúfi, maður, sem vandaði sýnilega alt sitt ráð alt æfiskeið sitt. Hann var fjörmaður líkamlega, þótt styrkleika hefði eigi mikinn, og and- lega eigi miður. Var löngum hrókur alls fagnaðar í viðræðum. Allmerkilegt rit og merkismanni þessum samboðið er nýkomið á prent að tilhlutun bróðursonar hans Boga J. Th. Melsteðs sagnfræðings; það eru »Endurminningar Pdls Melsteðs ritaðar af sjálfum honum«. Og verður þeirra minst í næsta blaði. B. J. Gjafir og áheit til Heilsuhælisfélagsins. Greitt féhirði félagsins Sighvati bankastjóra Bjarnasyni: Áheiti frá: ónefndri konu (Á. S.) 8 kr., E. 2 kr., ónefndum í Gríms- nesi í annað sinn 2 kr., Svínavatni 5 kr., Geir Steinssyni, Eyjafirði, 5 kr., ónefndri siúlku í Kjós 2 kr. — Gjafir frá: Valdemar Briem vígslubiskupi 10 kr., sira Ólafi Briem 2 kr., frú Katrínu Briem 2 kr., ónefndum kr. 1,50, Tórfa Jónssyni á Þverfelli 10 kr. — Samskot frá konum í Kjósarhreppi með eigin hluttöku og forgöngu hús- frú Maríu Margritar Jónsdóttur frá Eyjum kr. 43,50. vorri sól eins og öðrum sólum, og eru þó sjálfsagt miklu fleiri efni til sum- staðar í himingeimnum, en til eru í þessu »litla« og »fáskrúðuga« sólkerfi. Þó að sól vora sæi frá öðrum sól- um, þá mundi ekki mega sjá jörðina eða aðra fylgihnetti sólarinnar; og ekki hafa menn heldur séð fylgihnetti ann- ara sólna, og þó má telja víst, að hver af þessum höfuðstjörnum í her himn- anna, hafi með sér sveit af fylgistjörn- um á flugaferð sinni um himindjiipið. Jafnvel fylgistjömur sólnanna sveifia um sig minni hnöttum, sem vér nefn- um tungl eða mána, sumar mörgum, eins og jarðstjarnan Juppíter, sem er svo margfalt stærri en jörðin, að hiin er enn þá glóandi á yfirborði, og má heita nokkurs konar sól meðal jarð- starnanna. En þó að Júppíter sé ærið stór, þá mun hann þó vera smástirni eitt hjá jarðstjörnunum í sumum öðr- sólkerfum, þar sem eru sólir mörg- um sinnum stærri en vor; og svo gömul gætu slík sólkerfi verið, að þess- ar feikna jarnstjörnur væru svo kuln- aðar og skurnaðar, að þar ættu heima lifandi verur, sem að orku og viti bæru jafnmikið af mönnunum eins og þeirra heimkynni af vorri jörð. Þetta sem nú var sagt er, eins og raunar varla þarf að taka fram, ekki fyrst hugsað af mér, eða uppgötvað, en þó var engin vanþörf á að rita það, því að mönnum hættir mjög við að gleyma þessum jarðstjörnum, sem ekkert auga á þessari jörð hefit litið. í Úraníu eftir Flammarlon er, t. a. m. bls. 61 talað um Siriusbúa; er þó Flammarion stjörnufræðingur eins og Erí. símfregnir. Köfn, 12. nóv. 1912. Grikkir hafa tekið Salo- niki. Viðsjár i stjórnuiálunum. Austurríkisstjórn bannar Serbum aðgang að Adria- halinu. Ilússar styðjaSerba. Kólera í Konstantínópel. Ennþá flytur síminn stórtíðindi af ófriðnum. Grikkir hafa tekið Saloniki. Þeim hefir hlotnast sá heiður að taka hershöndum næst-stærstu borgina í Tyrkjaveldi i Norðurálfu. — Að öðru leyti bendum vér lesendunum á þær upplýsingar um Saloniki, er áður hafa staðið hér í blaðinu. Fréttin um viðsjár milli stórveld- anna tveggja, Austurríkis og Rússlands, virðist kasta nokkru ljósi yfir hvað þeim búi í huga. Austurríki bannar Serbum aðgang að Adriahafi. Serbar höfðu lagt undir sig mikið af norður- og vesturhluta Tyrklands og fengið að gera það óáreittir af Austurríkis- mönnum. Hví skerast þeir í leikinn einmitt nú? Ástæðan sennilega sú, að stórveldunum dettur ekki annað í hug, um þessar mundir, en að Tyrk- andi verði skift upp að mestu, þó þau töluðu um það drýgindalega fyrir nokkrum vikum, að engin breyting yrði gerð á yfirráðum á Balkansskaga, hvernig sem ófriðnum annars lyki, hverir sem þar bæru hærra hlut. — Sennilegt að Austurríki ætli sér sneið af Tyrkjaveldi meðfram Adriahafi, þegar landinu verður skift upp og því vilja þeir ekki leyfa Serbum að herja þar. Eðlilega draga Rdssar taum Serba. Þeim lítil þægð í að Austurríki teygi skankaaa lengra suður á Balkanskaga, en þegar er orðið. Þeir unna Serb- um, frændum sínum, sem áður hafa hvergi átt land að sjó, að komast vestur að hafinu. Með því mundu þeir líka mynda varnargarð fyrir frek- ari yfirgangi Austurríkis þar syðra. Stundum hefir orðið stórvelda-ófriður ut af minna efni en þessu, hvernig sem fer að þessu sinni. Verði mikið um kóleruna í Mikla- garði, getur það haft mikil áhrif á ófriðinn. Ekki ólíklegt að það kynni að gera frekar en hitt að flýta fyrir friðarsamningum. ----------?- Varðskipið Valurinn hélt heim á leið til Danmerkur í morgun eftir 10 mánaða dvöl hér við land þetta ár. Valurinn kemur aftur í febrdar. Skipstjórinn næsta ár verður Rode höfuðsmaður. kunnugt er, en þessa ímyndunaraflleys- is og rökvísisskorts kennir raunarvíðar í því riti; Siríus (Litabrá) er, eins og kunnugt er, sól, stærri miklu og heitari en vor sól og þyrfti nærrj því guð almáttugan til að geta átt þar heima. Það er ekki fyr en kólnar á afsprengis- hnöttum sólnanna, sem hinn æðri logi, sem líf heitir, tendrast og nærist við sólarylinn og sólarbirtuna. Hér á jörðunni er eins og logi lifsins hafi að eins erfiðlega getað tendrast, og ennþá er dauft ljós lífsins. Með þrautum hefir það leitað upp á við í fjölda mörgum myndum, sem margar hverjar eru aftur liðnar undir lok og grafnar í jarðlögunum, sumar, eða einhverjar leifar þeirra. Hundruðum milljónum ára saman voru til lifandi verur á þessari jörð, sem ekki voru skynsemi gæddar. Svona ervitt er að vitkast. Og í hundruðum þdsunda verður að telja árin sem liðin eru síð- an einhverri apategund tókst að vitkast svo, samfara ýmsum líkamlegum breyt- ingum auðvitað, að hún varð að manni. Mestu furðuskepnur hafa komið fram á jörðinni að afli og stærð, en heilinn, verkfæri vitsins, gat ekki þroskast að sama skapi eins og bein, sinar og vöðvar, og þessar jötun- skepnur liðu undir lok á sömu tímum sem forfeður hinnar vitrustu skenpu, mannsins, voru auðvirðileg s mákvikindi, en lifðu áfram. Og vitrasta skepnan varð langt frá því að vera sú stærsta og sterkasta, eins og þó hefði komið sér svo vel fyrir þá skepnu, sem svo miklu fiemur en aðrar skepnur gat fundið til ótta og kvalar, og fleiri Þýzka ríkis-einkaleyfið á steinoiíu. Frá því hefir verið skýrt í auglýsingu fr.í þýzku stjórninni, að hdn ætli að leggja fyrir þingið frumvarp til laga um stórsölu á steinolíu á Þýzkalandi. Hér er fréttin höfð eftir Berlinga tiðindum í Khöfn, og telur blaðið engan vafa á, að þýzku stjórninni ægi, hve mjög kennir ríkilætis og ríkismunar Standard Oil-Jélagsins. Rdssland, Aust- urriki og Rdmenía fluttu tður dt feikn- in öll af steinolíu, en á seinni árum hefir þessi dtflutningur minkað stór- lega, sumpart af þvi, að olían er meira notuð í þessum löndum en áður, en líka vegna þess, að olíulindirnar hafa þorrið. í fyrra komu þrír fjórðu hlutar af allri þeirri olíu, er flutt var til Þyzkalands, frá Standard Oil-félag- inu. Það hafði að eins einn keppi- naut, sem nokkuð munaði um, Deutsche Erdöl Gesellshchaft (Þýzka jarðoliu fé- lagið), og fyrir skömmu hafa þessi félög bundist samtökum sín f milli. Blaðið getur þess, að fyrir Dani sé þessi einkaleyfishugmynd mjög eftirtektarverð; að eins standi á fyrir þeim og Þjóðverjum; hér ræði um tilraun til þess að verjast yfirgangi Standard Oil félagsins, en jafnframt til þess að dtvega alþýðu manna lágt verð á olíunni. Þýzka stjórnin hefir lýst yfir því, að ekki sé hugsað til þess að auka tekjur ríkisins með þess- ari ráðstöfun. Þýzka ríkið hefir áður ærnar tolltekjur af steinolíu, eða 60 miljónir marka á ári. Ráðgert er að þetta einkaleyfi verði í höndum félags, undir yfirstjórn Deutsche Bank, stærsta banka Þýzkalands. Að eins bankar og víxlarar fá að skrifa sig fyrir hlutum og til þess að tryggja það, að hlutirnir veiði innlend eign, mega bankarnir ekki framselja hlutabréf sín. Sjálfsagt verða jafnframt gerðar ráðstafanir til þess að tryggja það, að félagið ætli sér ekki of mikinn gróða af hlutabréf- um sinum, en enn er ókunaugt um hverjar ráðstafanir stjórnin vill gera til þess að tryggja þetta. Þýzka jarðolíufélagið, sem stendur undir yfirstjórn stórbankans Disconto- Gesellschajt, er utan við samtökin um þetta félag, og er þaðlátið uppi, að Dis- conto- Gesellschaft uni ekki einveldi Deutsche Banks yfir þessu fyrirtæki, en reyndar mun hér vera að ræða um tilraun Standard Oil-félagsins til þess að ónýta ráðagerðir stjórnarinnar um þetta, gera hinu nýja félagi ómögulegt að dtvega næga olíu, með því að neita því um hana. Sumir halda, að félaginu takist að brjóta þýzka ríkið á bak aftur í þess- um ráðagerðum. Þá er líka minni þarfir hefir að fullnægja en önnur dýr. Það virðist greinilegt, að jörð vor sé á hala veraldar, eins og stundum er sagt um ísland, eða á takmörkum hins byggilega heims, þegar þess er gætt, að eftir svona mörg hundruð þdsund ár, er mannkynið ekki komið lengra en raun ber vitni; ennþá er ekki unninn sá örðugleikinn sem sigrast verður á, til þess að verulegar framfarir geti orðið; en það er að hafa of^p í sig að eta; milliónum saman deyja menn dr hungri, og ennþá fleiri milljónir svelta hálfu hungri. Aðal áhugaefni þessa minni- hluta sem er auðugur að fé, er að verða ennþá auðugri. Og meðan svo stendur, fer mannkyninu heldur ekki mikið fram, hjá þvl sem orðið gæti. Trdarbrögð umliðins tíma hafa verið svo fávisleg og skaðleg, að sumir hinir vitrustu menn, hafa hafnað allri trd og haldið að þetta líf væri tilgangs- laust. En eg held að sd trd sé réttari, að þetta líf sé alveg nauðsynlegt, og tilgangurinn fyrst um sinn, meiri far- sæld, meira vit, meiri samhugur. Þegar talað er um samhug, þá skilja margir þeir sem lægra hugsa, þettasvo, að þeir eigi að draga niður til sín þá sem hærra stefna, og það vilP'öft "takast furðanlega, en það er ekki með því móti sem samhngurinn kemst á. Hvernig samhugur í fyllstu merkingu orðsins getur komist á jafnvel milli manna og dýra, synir sagan af drengn- um, sem fann til með asnanum sem meiðst hafði í hnénu. Alveg sama furðan, þótt því veiti ekki örðugt að ráða við tilraunir íslendinga til þess að dtvega landinu ódýra steinolíu. En fróðlegt verður að heyra hvernig þessi viðureign Standard Oil-félagsins og þýzka ríkisins fer. Yms erlend tiðindi. Samkepni við Standard-Oil félagið. Skýrt er frá því í dönskum blöðum um miðjan októbermánuð, að þá sé í aðsigi að stofna í Stokkhólmi voldugt steinolíufélag til þess að keppa við Standard-Oilfélagið. Brezkt auðmagn sagt standa þar að baki. Lichnowski heitir hinn nýi sendi- herra Þjóðverja í Lunddnum. Hann er aðalsmaður, en hefir lítil afskifti haft af stjórnmálum hingað til. Hann er sagður mjög fylgjandi samdráttar- tilraunum með Bretum og Þjóðver- jum. Albert Gnudtzmann, danskur blaða- maður og skáld, dó þ. 23. október, 47 ára gamall. Gnudtzmann hefir ritað margar bækur, bæði leikrit og Albert Gnudtzman. skáldsögur, er hafa unnið mikla hylli. Gnudtzmann kom hingað til lands kon- ungssumarið 1907, var tiðindamaður Nationaltidende og ritaði þá allítarlegar greinar héðan. Reitur Abdul Hamids. Abdul Hamid hafði komið fyrir stórfé i erlendum bönkum, áður en honum var steypt af stóli. Nokkuð af því mun hafa verið niður komið í Berlín, enda leikur orð á að 60 miljónir marka hafi verið sendar frá Berlín til Tyrklands og sé það geymslufé gamla soldánsims, Þjóð- verjar hafi skilað því aftur, fyrir milli- göngu stjórnarinnar og eigi að verja því til herkostnaðar. Grikkir og Tyrkir. Tyrkir sögðu ekki Grikkjum stríð á hendur, eins og eðlis eru þeir draumar Hermanns Jónassonar, sem koma honum til að finna sauðkindur, sem eru í háska staddar. Hermann hefir sennilega verið öðrum fremur glöggur á, ef eitt- hvað var að þeim, og þess vegna gátu kindurnar »sagt honum til sín « þeg- ar hann svaf, og engin ferð var á hans eigin huga, sem gat orðið til að hrinda frá hugaröldum kindarheil- anna. Hermann segir líka aðrar sög- ur, sem sýna hvernig menn geta orðið samhuqa, og verður dreymandanum þá stundum ljóst það sem vakandi hugurinn hratt frá sér, svo það komst ekki til vitundar. Og eg veit eigi einungis af annara sögusögn, að það má vita stundum í annara hug, verða samhuga við aðra. Eg hygg að ef mannkynið á ekki að líða undir lok í ennþá meiri hrelling- um en það er vaxið upp við, þá verði að stefna betur en nú er gert, að samhug og samúð. Þegar samhugur- urinn kemst á, þá er lokið styrjöldum, hungri og öðrum nauðum. Og ein- hvern tíma vinst sá sigur; og eigi einungis verða allir jarðarbúar samhuga, heldur einnig þeir og »hinir sælu guð- irc, hinar dýrlegu verur sem heima eiga »á himnum«, í sólkerfum,semeru óum- ræðilega miklu dýrðlegri en þetta kotríki í himingeimnum sem jörð vor er svo lítill hluti af. Og enn fjær eygir það takmark, að nálgast þá veru, sem »býr í því ljósi, sem eng- inn fær til komist«, ennþá. 24. okt. Helqi Pjeturss.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.