Ísafold - 16.11.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.11.1912, Blaðsíða 1
Kemu ut tvisvar i viku. Vero árg. (90 arkir minst) 4 kr. erlendu 6 kt, eoa l'/i dollari borgist íyrir mfojan juli (orlendii fyrir fram). _____I ISAFOLD Uppaogn (skrifleg) bnndin vio iramót, ei óglld nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. eg aaapandi sknldlaas vf.6 Mat>i6 Afgreiosla: AartuiBtrati 8. XXXIX. árg. Reykjavík 16. nóv. 1912. 76. tðlublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýoufél.bókasafn Templaras. 8 kl. ?-8- Augnlækning ókeypis 1 Jjækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjoraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bfnjarfógotaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—< BæiarKJaldkorinn Laugav. 11 kl. 12-8 og 6-7 Eyrna-,neí-og halslækn. ók. P6sth.str.HA fld.2—B Fs'andsbanki opinn 10—2 >/» og 5>/s—7. K. P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 ard.—10 tOd. Alm. fuudir fid. og sd. 8 >/« siodegis. Landakotskirk.ia. Gnnspj. H og 8 á holgurn Landakotsspltali f. siiikravit.i. 10>(»—12 og; 4—6 liandsbankinn 11-2>l», B>/s-8>|». Bankast.i, vi612-2 Landsbókasain 12-8 og B—8. Utlan l—B Landsbúna6arfelagS8krifstofan opin tra 12—2 Landsfébir6ir 10—2 og B—8. Laodiskjalasaíni^ hvorn virkan dag ^—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dagí., helga daga 10—12 og 4—7. Lsskning ókeypis Þingh.str. 2B þd. og fsd. 12—1 NáttúrugripaBafn opi6 ' >/•—2>/« a sunnudögum Samábyrg6 Islands 10-12 og 4-6. St.iórnarraðsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8i opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlrakning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vinlsstaöahælið. Heimsóknartlmi 12—1. Þjóðmenjasafnið opið þd„ fmd. og sd. 12—2. "ísafold. Til nýárs kemur ísaýold altaf út tvisvar i vika, miðvikudaga og laug- ardaga. Vegna óska margra kaupenda hér í bæ og auglýsenda er meiningin að reyna að komaá þeirri reglu, að blað- ið jafnan komi út um hddegisbilið. Því eru auglýsendur vinsamlega beðnir að skila auglýsingum kvöldinu áður en par eiga að koma i blaðið. Framvegis verður Jsajold og seld i lausasölu, 5 aura blaðið. Útgeý. Samgttngumálið. 11. í síðasta blaði ísafoldar var nokk- uð um það rætt, hve miklu þaö mun- aði fyrir landsbúa hvort farmgjöld og fargjöld til landsins og frá því eru há eða lág. En jafnframt var á það bent, að ekki stæði á sama hvar út- lenda varan væri keypt, eða hvert innlenda varan væri send. Að þvi er fyrra atriðið snertir, vill ísafold skýra frá einum lið í ræðu Brynjólfs kaupmanns Bjarnason, er hann flutti hér á samgöngumálafundi Stúdentafélagsins. Honum taldist svo til, að samkv. verzlunarskýrslum 1910 hefðu verið fluttar hingað til lands: A. Frá Danmorku Kornvörur fynr . . kr. 1.051.000 Fóðurteg. — . . — 31-?6o Önnur matvæli . . — 4°5-748 Vörur til ljóss og hita — 383.736 Vefnaðarv. og fatnaður — S95-641 Vörur til sjávarútvegs — i9x-376 Byggingarefni . . . — 183.341 Húsgögn .... — 107.782 Járnvörur til Ib.og iðn. — 308.200 Kaffi, sykur 0. fl. . — 812.7S3 B. Frd öðrum löndum. Kornvörur fyrir . . kr. 721.692 Fóðurteg.....— 36.211 Önnur matvæli . . — 400.381 Vörur til ljóss og hita — 1.306.949 Vefnaðarv.ogfatnaður — 1.311.998 Vörur til sjavarútvegs — 994-892 Byggingárefni... — 477.462 Húsgögn .... — 101.956 Járnv. til lb. og iðn. — 143.868 Kaffi, sykur o. fl. . — 518.688 Alls voru útlendar vörur fluttar til landsins fyrir 11.480.os2 kr., en af þeim komu frá Danmörku vörur fyr- ir 4.992.730 kr. Af þessum vörum taldt ræðum., að eins og nú stæði á, pyrjtum vér að kaupa neftóbak og munntóbak. Þær vörur kostuðu 205- 661 kr. Landsbúar væru vanir þessu tóbaki þaðan og vildu það ekki ann- ars staðar frá. En jafnframt gat ræðu- maður þess, að siðan danska brenni- vinið féll úr sögunni, væri þetta eina varan, sem vér þyrftum að kaupa frá Danmörku. Flestallar aðrar vörur, sem vér keyptum frá Danmörku, keyptum vér þaðan oss til óhagnaðar, gætum fengið þær fyrir mun lægra verð ann- arsstaðar. Þenna verðmun á vörun- um, keyptum i Danmörku eða ann- ars staðar, áætlaði ræðum. 2o°/0. Ef vér þá kaupum vörur i Danmörku fyrir 4.787.069 kr., sem vér getum fengið 20% ódýrara annarsstaðar, þá sköðumst vér á kaupunum i Danm. um 960 þús. kr. Styrkurinn til Thorefélagsins var ekki nema ^ib hluti af þessu fé, og má af þvi gera sér í hugarlund hve viturlegt það er að telja eftir styrk til samgangna, ef um hentugri viðskifta- staði er að ræða. Enginn fullnaðardómur skal á það lagður hve rétt þessi áætlun ræðum. sé, — en ýmislegt bendir til þess, að oss sé óhentugt að sækja mikið af nauðsynjum vorum til Danm. Landið héfi t. d. ekki korn- og fóðurvörur handa sjálfu sér; það gefur hvorki af sér kol, járn né steinolíu; iðnaður er þar lítill, samanborið við stóiþjóðirn- ar; kaffi vex þar ekki og sykurgerð þrífst þar eingöngu í skjóli tollvernd- ar. Um sykurinn gat ræðum. þess sérstaklega, að árið 1910 hefðum vér keypt frá Danmörku 1.13 2000 tvipd. af honum. Taldi hann líklegt að hver 100 tvipund hefðu orðið landsbúum 4 kr. dýrari fyrir það, að vera keypt í Danmörku, í stað þess að vera keypt t. d. í Þýzkalandi eða Belgíu, og þá ætti þetta viðskiftatap landsins á þess- arri einu vörugrein, á þessu ári, að nema 4S.280 kr. Jafnvel þó álíta mætti, sem hér skal ekki um dæmt, að tap vort við dönsku verzlunina væri töluvert minna en ræðumaður áætlaði, virðist þetta þó bregða allbjörtu ljósi yfir það, hvort ekki sé tilvinnandi að styrkja héðan, með fjárframlagi, skip sem gangi til Hamborgar. En þótt vér keyptum útlendar vör- ur dýrara í Danmörku en annars stað- ar, þá er það ekki full sönnun þess, að rétt væri að amast við verzlunar- sambandi við Danmörku. Skeð gæti að Danir keyptu svo mikið af inn- lendri íslenzkri vöru og borguðu hana svo vel, að þetta jafnaðist fullkomlega. En einmitt þegar litið er til innlendu vörunnar, virðist svo sem ferð henn- ar til Kaupmannahafnar sé að miklu leyti landinu til óþurftar. Af sjávar- vörum vorum, fiski, síld o. s. frv. neyta Danir sára litils. Úr islenzku ullinni vinna þeir ekki, heldur senda hana til annara landa. Af saltketinu borða þeir dálitið, en þó ekki nema mjög lítinn hluta þess saltkets, sem út ér flutt. Skinnin, sem vér send- um út á haustin, óverkuð, munu þeir súta að mjög miklu leyti. En um það er að segja að oss væri nær að súta þau sjálfir og senda þau svo til útlanda. ísland er matarland, flytur út lítið annað en mat — en Danmörk er það enn meira. Þess vegna þurfa Danir ekki á mat vorum að halda, nema að mjög litlu leyti. Ferðin til Kaupmannahafnar verður því of oft að eins til kostnaðarauka á vöruna. Danskir stórsölumenn senda hana aftur út úr landinu, til annara stór- sölumanna. Danski kaupmaðurinn getur ekki gefið fyrir hana jafnhátt verð sem sá gat, er hann selur hana aftur. Hann verður að gefa oss minna fyrir hana, en vér hefðum átt að geta fengið, ef vér hefðum verzlað með hana á réttum stað og kunnað að bjóða vöruna út á réttan hátt. Iðnaðarlöndin, svo sem England og Þýzkaland þurfa aftur á móti að flytja inn ógrynni matvæla. Er það ekki dálítið undarlegt að kjöt skuli vera í óskaplega háu verði í Þýzka- landi og oft og tíðum ófáanlegt, en nálega ekkert skuli fara þangað af is- lenzku saltketi, sem þó er selt tiltölu- lega svo ódýrt? Er það ekki af því að oss hafi brostið viturlega viðleitni til þess að kenna Þjóðverjum að borða kjöt vort og svo náttúrlega fyrst og fremst samgrnguleysinu við þá? Eða þá saltfiskurinn. Ólíklegt er að ekki mætti kenna þeim að borða hann. Nú vita víst fæstir hvernig fiskurinn ætti að vera, til þess að Þjóðverjar vildu líta við honum, ef til vill ekki einusinni sjálfur viðskiftaráðunautur- inn, sem þó er búsettur í Hamborg. Samgöngum vorum og verzlun við útlönd virðist þá bezt fyrir komið, ef þjóðin, sem selur oss útlendu vöruna, þarf jafnframt að kaupa af oss inn- lendu vöruna. Danir hafa litla út- lenda vöru að selja oss, aðra en þá sem þeir hafa keypt að sjálfir og þeir hafa litla þörf þeirrar vöru, er vér framleiðum, aðra en þá að hagnast á sölunni á henni. Ýmsar aðrar þjóðir virðast miklu líklegri til góðra við- skifta. Þrátt fyrir alla viðleitni Dana, þrátt fyrir einveldi þeirra yfir sam- göngutækjunum, hefir mikið af verzl- uninni fluzt frá þeim. Og þær stoð- ir sem undir þvi standa, sem eftir er af henni, virðast ekki allar sem traust- astar. 1 <3slané eríanóis. Island—Danmörk. Um það efni tal- aði dr. Knud Berlin prófessor í dönsku félagi, Juridisk Diskussionsklub, þ. 25. okt. Af íslendingum voru þar við- staddir m. a. dr. Valtýr Guðmundsson. Erindi Berlins hneig að því, að ísland hefði frjálsara og sjálfstæðara stjórnarfyrirkomulag en það, sem írum væri nú boðið, en að hann vildi þó ganga því fcti lengra, að veita íslend- ingum jarlsstjórn. Endaði hann erindi sitt á ósk um gott samkomulag með Dönum og íslendingum! H. Hafstein ráðh. hafði verið boð- inn á fund þenna, en kom ekki. Dr. Valtýr vildi eigi taka þátt i umræðum. Islenzkt mentalíf í Khöfn heitir rit- gjörð, sem Sigjús Blóndal bókavörður hefir nýverið ritað i Berlingatiðindi. Rekur hann ritstörf þau, er Islend- ingar hafi unnið i Khöfn allar götur frá Torfæusi og Árna Magnússyni til Finns og Þorvalds, og flaggar auð- vitað mjög með Jónasi, Jóni Sigurðs- syni og Konráði; ennfr. Verðandi- mönnum, dr. Jóni landsskjalaverði, dr. Valtý 0. s. frv. Hann skýrir frá því, að eldri menta- mennirnir íslenzku í Khöfn hafi barist kappsamlega gegn heimflutningi Hafn- ardeildar Bókmentafélagsins, en verið bornir ofurliði af yngri stúdentum, en þá hafi þeir tekið sig til og stofnað nýtt félag: Hið íslenzka fræðafélag, sem getið hefir verið hér í blaðinu. »Markmið þess er hið sama og eldra félagsins (Bókm.fél.)*, segir höf., »en vegna þeirrar reynslu, sem vér höf- um fengið, er ákveðið, að félagsmenn geti þeir einir orðið, er fasta búsetu eiga í Khöfn eða grendinni. Tala félagsmanna ákveðin I2c. Danska ríkisþingið hefir veitt þessu nýja félagi styrkinn, sem Hafnardeildin áður fekk (1000 kr. á ári ?). Um Island hafa 4 langar greinar birzt í norska blaðinu Morgenposten, fjörlega ritaðar og með mörgum mynd- um héðan af landi. Undir greinunum er merkið Finn (Vilhj. Finsen?). Strandbátarnir Austri og Vestri hafa verið seldir norsku gufuskipafélagi: Stavangerske Dampskibsselskab, en ekki Austurasíufélaginu, eins og getið hefir verið til. Verðið var 185,000 fyrir hvorn þeirra. Nationaltidende segir frá sölu bát- anna, og bætir við, að islenzka stjórnin sé að semja um strandferðir bæði við Samiél. og Thorefélagið, og muni endirinn verða, að strandferðum Jakki talsvert. Frá sjúkrahúsinu i Cettinje. Sjúkir og særðir svo þúsundum skiftir — það er ein fylgja ófrið- arins og hún einna hryllilegust. I Balkanstriðinu hefir s 1 á t r u n mannfólksins verið ægileg og þá eigi siður örkumlin og sárin þeirra er enn þá tóra. Skortur lækna og hjúkrunarkvenna hefir verið ærið tilfinnanlegur. En aðrar þjóðir hlaupið þar vel undir bagga fyrir forgöngu Rauða krossins, alþjóðafélagsins, er vinnur það mannúðarverk að stunda sjúka og særða frá vígvellinum. Myndin að ofan er frá sjúkrahúsinu í Cettinje. Hjúkrunarkon- urnar í þessu sjúkraskýli eru rússneskar, is talsins, og hefir keisara- frúin rússneska sent þær til að græða sárin. '**>*m***m*^f******f>^^*^^m'^^+*<****^*+***^**+^i^^^^^/*^>**'**^m^'*+ »^"^*«W»i». J Borgin Adríanópel. Umsátinni um hana heldur enn áfram, heflr staðið nú 3 vikur, en borgin óunnin enn. Alröng símfregn, sem eitt blað hér (Vísir) flutti fyrir margt löngu, að hún væri tekin. Hernaðarsvœði Búlgara. Á þessu korti má sjá hernaðarsvæði Búlgara. Þeir brutust inn i Tyrkland við Mustapha Pascha, sem sjá má efst í vinstra horni korts- ins, en nú hefir leikurinn borist um alt það svæði, sem kortið er af og þó nokkru lengra suður og austur á bóginn. Hafnargerðin. Búist var við, að Monberf; hafnar- smiður mundi senda hingað á Ceres verkfræðinga til að byrja á hafnar- gerðinni, en svo hefir eigi orðið. Hann hefir ritað borgarstjóra, að hann hafi fyrirliggjandi 1000 smálesta efni til hafnarinnar, en hafi enn eigi geta fengið flutningaskip, en sendi það þegar hægt verði. Monberg hefir ráðið Þórarinn verk- fræðing Kristjdnsson í sina þjónustu. Er Þórarinn þegar byrjaður að athuga járnbrautarstæði frá Öskjuhlíð vestur að granda. Yilhjálmur Stefánsson fer í nýja rannsóknarferö. Landi vor, Vilhjdlmur Stejánsson, sem heimsfrægur er orðinn fyrir að finna hina hvítu skralingja við Corona- tionflóann, fer bráðlega af nýju í rann- sóknarför norður á sömu slóóir. I þessari för ætlar Vilhjálmur að gera visindalegar rannsóknir við Co- ronationflóann og ennfremur fara um tvær eyðieyjar í íshafinu norðan við Ameríku, Banks Land og Prins Pat- ricksey — til þess að rannsaka, hvort eigi sé þar menjar hvítra skralingja, auk þess sem hann ætlar að rann- saka löndin þar nyrðra frá landfræðis- og jarðfræðis hlið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.