Ísafold


Ísafold - 16.11.1912, Qupperneq 2

Ísafold - 16.11.1912, Qupperneq 2
278 IS AFOLD NiðursuðuYerksmiðjan „ísland", ísafirði. Jiaupmetiti! Ef yður er verulegt áhugamál að geðjast viðskiftamönnum yðar, þá skuluð þér hafa á boðstólum niðursoðnar vörur frá nefndu firma, er hlotið hefir i. viðurkenningu fyrir vörugæði víða um lönd. Kaupið hinar heimsfrægu fiskibollur! Eflið innlendan iðnað! Aðalumboð fyrir Reykjavik og nágrenni H. Benediktsson, Beykjavík. Erí. símfregnir. Yfirráðherra Spánar myrtur. Khöfn, 15, nðv. 1912. Canelejas yflrráðherra Spánverja hefir verið drep- inn af stjórnleysingjum á götu í Madrid með skamm- byssuskotum. Canelejas hét fullu nafni Don José Canelejas y Mendez. Hann varð yfir- ráðherra á Spáni snemma árs 1910, tók þá við af Moret. Þótti rögg- samur ráðherra. Seint á árinu 1910 tók hann upp baráttu við páfaveldið út af mentunarmálum og var þá hinn harðasti í horn að taka. Frá ófriðnum. Tyrkir hafa beiðst vopna- hlés. Engar stórorustur. Varðskipið Valurinn fór ekki á miðvikudagsmorgun eins og skýrt var frá í Isajold síðast, enda þótt póstinn hefði tekið kvöldinu áður. Var það vegna þess, að skip- stjóri fekk bréf með Ceres, um að bíða. Fór því eigi fyr en i nótt. Bókarfregn. Endurminningar Páls Mel- steds. Ritaðar aj sjáljum honum. Gefnar út af hinu íslenzka fræðafélagi í Kaup- mannahöfn. Kh. 1912. Vel má þar heita af stað riðið af því hinu unga félagi, er leysir Bókmenta- félagið af hólmi. Mjög alþýðleg bók, eftir mann, sem kunni óvenjulega vel með sögur að fara og lagt hafði svo fyrir, að hana skyldi prenta alveg eins og hann hafði frá henni gengið, en það var eins og hann talaði. Það er síður en eigi lýti á ritmáli hans. Það var honum fært, sem er fæstum í lófa lagið öðrum. Efnið er og ánægjulegt að öðru leyti og öll meðferð þess. Verður kverið tvímælalaust eitt með vinsælustu bókum, er hér hafa sést margt ár, ekki meira en í það er spunnið : fremur tilkomulitlir æfiþættir meðalmanns. Þeir hafa sér það til ágætis, er þokk' ast vel hverjum óbreyttum lesanda og sæmilega smekkvisum. Rit þetta stendur hvergi á baki sam- kynja bókum nágrannaþjóða vorra, er vér þekkjum til, svo sem eru þeirra J. C. Hostrups, F. C. Liebenbergs o. fl. Frá uppvextinum segir fátt af »fyr- irmálslambinu* amtmannsdótturinnar norðlenzku, nema ef telja skyldi það, er hann lagðist út einhverju sinni snemma morguns og ætlaði að verða annar Grettir. Hann hefir og sitt hvað að segja af smalamenskunni á Ketils- stöðum hjá föður sínum, af reiðhest- um hans, einkum Snarfara, sem var sterkari, fljótari og skapmeiri en allir Grundvallarlaga breyting í Danmörku. Danir fengu grundvallarlög sín árið 1849 og voru þau mjög frjálsleg og líkleg þjóðinni til góðs þroska. En árið 1866 breyttu þeir lögunum og urðu þau þá miklu ófrjálslegri. Síðan hefir engin breyting verið gerð á þeim til þessa tíma, þótt oft hafi verið um talað. En fyrir skömmu lagði danska stjórnin fyrir þingið frumvarp til breytinga á lögunum og er fremur líklegt að eitthvað verði úr breytingu á þeim að þessu sinni. Þó ræðir hér ekki um neina full- komna endurskoðun á lögunum, að eins breytingar á fáum greinum, en þær breytingar eru hins vegar mikils- verðar, flestar þeirra. Fyrsta breytingin er um bráðabin>ða- löq milli pimra. Danir hafa fengið skellinn af þeim. Þeim verið stjórn- að árum saman með bráðabirðgalög- um, þvert ofan í orð og anda grund- vallarlaganna. Um þessi bráðabirgða- lög er það því tekið fram í frumvarp- inu, að þau megi ekki fara í bága við grundvallarlögin og að þau falli úr gildi, ef þau nái ekki samþykki þings- ins, næst er það kemur saman. Þá stingur frumvarpið upp á merki- legri breytingu um kosningarréttinn. Eftir því á hver maður, hvort heldur karl eða kona, að hafa kosningarrétt til Jólkspingsins, þegar hann er 25 ára gamall, ef hann annars fullnægir hin- um svonefndu almennu skilyrðum kosningarréttarins. Kjörgengur til fólksþingsins sé hver sá, er kosning- arrétt hefir til þess þings. Tala fólksþingismanna sé ákveðin í kosningalögum. Þó mega þingmenn ekki vera fleiri en 132. Kjördæma- skifting fari fram af nýju og eiga að vera álíka margir íbúar í hverju kjör- dæmi. Hvert kjördæmi kýs að eins aðrir hestar, og loks af bóknáminu, er það hófst, hjá dr. Gísla Brynjólfssyni, hinum unga presti, er druknaði á sundi að bjarga varphólmabót þar á staðnum, Hólmum í Reyðarfirði (1827); þá var það, er Hjörleifi sterka varð að orði: »Silfurkerin sökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta*. Þá tekur við skólavistin á Bessa- stöðum og ferðirnar úr skóla og i með þeim viðloðandi svaðilförum. Varla getur betri lýsing á skólalíf- inu á Bessastöðum á fyrsta þriðjung aldarinnar en P. M. hefir gert, með kenslu þar og öllum bíbýlaháttum, siðum og serimoníum. Þar gekk latína fyrir öllu og var nær alls ráðandi í daglegu málfæri skólans. Engir nefnd- ust þar nýsveinar, heldur novi eða nobibusar (þaðan spratt busa nafnið), engir umsjónarmenn af liði pilta í bekkjunum,heldur inspectores classium, coenaculi, cubiculi, templi, platearum. Forsöngvari við bænir hét præcentor. Hver kennari hafði sinn famulus til viðvika fyrir sig. Með téðum serimon- íum er þá helzta að telja, að um það leyti er lestrartími byrjaði á haustum — það nefndist agenda — voru neðri- bekkingar (bekkirnir voru ekki nema tveir) kallaðir eitt kveld upp í efri bekk og novi allir settir sér á einn bekk. Þar kemur þá inn maður í kápu með gleraugu á nefi og roðaugu utan yfir gleraugunum, lítur yfir söfnuðinn með tign og verðung, hóf þá röddina og tónar: »Óðinn sé með yður«. Og er svarað af þar til kjörnum mönnum: »Og með þínum þembingi*. Þetta var einn af efribekkingum. Hanntek- ur þessu næst til máls og flytur há- fleyga og andríka ræðu um félagsskap og samtök, þagmælsku og ótal aðrar 1 þingmann. Kosningar til fólks- þingsins fari fram 4. hvert ár. Ekki er þó minna um vert breyt- ingu þá á skipun landspingsins, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Lands- þingismenn eiga að vera 66, eins og áður hefir vcrið, en gert er ráð fyrir stórkostlegri breytingu á kosningum til þess þings. Landinu sé skift í 3 kjördæmi: 1. Kaupmannahöfn með Friðriksbergi og Gjentofte. 2. Hinn hluta lands- ins fyrir austan Litla-Belti, að Borg- undarhólmi undanskildum. 3. Jótland. Þessi þrjú kjördæmi eiga að kjósa 52 þingmenn, en auk þess á að kjósa einn þingmann á Færeyjum og ann- an á Borgundarhólmi. Þeir 54 þing- menn, er þá eru kosnir, eiga sjálfii að kjósa með hlutfallskosningu þá 12 þingmenn, er eftir eru. Þegar kosn- ingar fara fram til landsþingsins, á að kjósa jafnmarga varalandsþingismenn. En hverir eiga svo að kjósa þessa þingmenn f Aðalreglan er sú, að það eru bæja- og sveitastjórnir, sem kosningunni ráða. í fyrsta landsþingiskjördæminu kýs bæjarstjórn Kaupmannahafnar, ásamt tiltölulega mörgum fulltrúum úr bæjarstjórn á Friðriksbergi og í Gentofte landþingismennina og vara- landsþingismennina. í hinum kjördæmunum tveim er kosningin nokkuð flóknari. Til sveita kýs hver sveitarstjórn 2 kjörmenn fyrir hverja 400 íbúa. Þessir kjör- menn koma allir saman í hverju amti og kjósa úr sínum hóp einn aðal- kjörmann fyrir hverja 1200 íbúa. í kaupstöðunum, sem hafa 3600 íbúa, eru kosnir kjörmenn úr flokki bæjar- fulltrúa, einn fyrir hverja 1200 íbúa. Þessir kjörmenn koma svo allir sam- an i sínu landsþingiskjördæmi og kjósa landsþingismenn og varalands- þingismenn. Landsþingismenn skulu kosnir til 8 ára í senn. Allar þessar kosningar fara fram með hlutfallskosningu. Þá koma ákvæði um hvernig með skuli fara, er pingin eru ekki sammála. Þegar lagafrumvarp hefir verið sam- þykt í öðru þinganna, ber að senda það hinu. Sé því breytt þar, á að senda það aftur hinu þinginu. Náist þá ekki samhljóða orðalag, getur hvort þingið um sig heimtað að sett sé nefnd af jafnmörgum mönnum úr hvoru þinganna. Skal hún semja nefndarálit og tillögur um það, er á milli ber. Svo er frumvarpið aftur lagt fyrir bæði þingin, er hvort um sig sker úr um deiluefnin. dygðir. Þessu máli var snúið til ný- sveina (novibus) og i ræðulok þar til kvöddum mönnum boðið að taka þá og framkvæma á þeim serimoníur for- feðranna. Það var í því fólgið, að fram gengu hinir útvöldu menn, tóku tveir af þeim hvern einn meðal busanna, leiddu þá út og suður að tjörn, óðu út í hana, en héldu þeim á lofti. Síð- an voru höfð á þeim endaskifti og höfðinu dýft ofan í tjörnina upp að öxlum,'og það svo rækilega, að sum- um hélt við köfnun. Eftir það var haldið heim í hátíðargöngu, haldinn yfir þeim nýr ræðustúfur og þeir beðnir þá að vera velkomnir f félagið. Fyr en það voru þeir eigi reglulegir skólapiltar, og eigi duldir upp frá þvi nokkurra leyndarmála þeirra. Fyr máttu þeir ekki segja frá neinu, er eigi máttu allir vita. Þetta var kallað s k í r n, og var áður siður að láta henni fylgja eitthvert viðurnefni á hvern nýsvein. En það lagðist niður i þann mund er P. M. kom i skóla. Hún hafði staðið í tið skólans á Hól- um og í Skálholti, fluzt með honum til Reykjavíkur og þaðan til Bessastaða 1805. Það var eitt í skírninni á Reykjavíkurárunum, að piltar hlupu í spretti inn í laugar og voru þar skírð- ir, og síðan farið heim aftur. Mjög var óbreytt mataræði á Bessa- stöðum: kjötsúpa á hverjum degi að kaíla, og var kölluð um eitt skeið »sparta». Kveld oftast harðfiskur og smjör og vatnsgrautur á eftir, en fyrri part vetrar oft kalt slátur á borðum. Varla átti nokkur piltur yfirhöfn, þótt farið væri inn í Reykjavík eða inn i Hafnarfjörð, né heldur stígvél; þeir gengu með sauðskinnsskó á fótum eða úr selskinni, og í vaðmálsfötum syknt En sé deilt um fjármál (fjárlög eða fjáraukalög) er skorið úr þeirri deilu í sameinuðu pingi. Þá ganga bæði þingin saman á eitt þing, allsherjar-rikisping. Ályktunar- fært er það þing þó því að eins í fyrstu, að helmingur þingmanna úr hvoru þinginu sé viðstaddur En verði þingið þá ekki ályktunarfært vegna fámennis, á að boða til nýs fundar að tveim sólarhringum liðnum. Er þá þingið ályktunarfært ef helmingur allra þingmanna er viðstaddur, án til- lits til þess hve margir eru úr hvoru þingi. Sveita- og bæjarstjórnir eiga að hafa rétt til þess að stjórna málum sínum undir eftirliti ríkisstjórnar. Allar kosn- ingar til sveita- og bæjarstjórna eiga að vera hlutfallskosningar og hafa allir hinir sömu kosningarrétt, sem þeir, er kosningarrétt hafa til fólks- þingisins og fullnægja ákvæðum gild- andi laga um heimilisfang og skatt- greiðslur til almennings þarfa. Hér hefir verið skýrt all-nákvæm- lega frá efni þessa frumvarps, með því að búast má við að flest atriði þess verði líka að einhverju leyti tek- in til íhugunar hér hjá oss, er um- ræður hefjast af nýju um stjórnar- skrána. Geta má þess, að bæði róttækir vinstrimenn og jafnaðarmenn í Dan- mörku hafa tekið frumvarpinu mjög vingjarnlega, en blöð hægri manna láta aftur hið versta yfir því; má því búast við snarpri mótstöðu gegn því af hálfu margra auðmanna og lands- þingsins, þótt óvíst sé hve úthalds- góð hún reynist. Með þessu frum- varpi eru aðalsmenn og auðmenn sviftir forréttindum sínum til kosn- inga til landsþingsins og ekki nema eðlilegt að þeir uni því ekki sem bezt. Sú stjórn, sem nú er i Danmörku, hefði þó varla ráðist í það stórræði að bekkjast til við þessi forréttindi, ef ekki væri á undan farin deilan og baráttan milli ensku sljórnarinnar og efri málstofu Englendinga. Verður hér sem oftar, að fordæmi þeirra hefir mörg eftirköstin hjá öðrum þjóðum. Rannsókn hefir stjórnarráðið fyrirskipað gegn Samsoni Eyólfssyni út af tilraunum hans til að hafa fé út úr íslandsbanka, þeim, er skýrt var frá í síðasta blaði. í veikindaforföllum lóns Magnús- sonar hetir Einar Arnórsson tekið málið fyrir og voru próf haldin í fyrradag frá kl. 4—7. Yfirheyrðir voru þeir Schou bankastjóri, Jens B. Waage bankabókari og Samson Ey- ólfsson. og heilagt eða úr einskeftu; varla svo mikið að þeir ættu skyrtu úr lérefti. En greinilegustu viðbrigðin frá þvl, er P. M. hafði átt að venjast áður en hann kom í skóla, var landslagið. Það er óvenjufagurt og svipmikið i Fljóts- dalshéraði, en skifti mjög í annan heim, að sjá hérna Suðurnesin. Kveðst höf. hafa spurt þrjá menn, er farið höfðu um alt ísland, hvar þeim þætti það fríðast. í Fljótsdalshéraði, svör- uðu þeir hiklaust, Þorkell Hoppe stift- amtmaður og Jónas Hallgrlmsson, en Björn Gunnlaugsson hugsaði sig um og svaraði: Eg held í Fljótsdalshér- aði. — Hvernig lízt ykkur á nesin f spyr Bjarni Thorarensen höf. og fleiri skólapilta, er voru nótt hjá honum i Gufunesi á heimferð úr skóla; hann bjó þar þá, meðan hann var yfirdómari í landsyfirrétti. Þeir höfðu orð á, að þau væru gróðurlitil og hart undir fæti. »Mig skal ekki furða það, svar- aði B. Th., því þegar drottinn bölv- aði jörðinni forðum, þá leit hann yfir nesin*. Smá var Reykjavik, er P. M. sá hana fyrsta skifti á æfinni, eða þá er hann kom í skóla fyrir 84 árum, haustið 1828: ibúðarhús 50 eða 52, hann taldi þau sjálfur, þar með alla timburhjalla og önnur útihús, en bæj- arbúar um 600. Húsin voru svört utan (þ. e. tjörguð). Ekki var farið að mála þau utan fyr en litlu fyrir 1840 og ekki farið að hafa kvist á húsum né helluþök fyr en 1845—46. »Reykjavík var fyrir 60 árum lítill og ósnotur bær«. Meðal þeirra er P. M. getur um að verið hafi sér samtíða í skóla og sér hafi orðið öðrum fremur vel við, nefnir hann Jónas Hallgrímsson, Magnús Ei- Ofriðurinn á Balkanskaga. Hingað eru komin erlend blöð til 6. þ. m. með fréttum af ófriðnum á Balkanskaga og er þar eðlilega ekki frá verulegum stórtiðindum að segja, umfram það sem skýrt hefir verið frá í hraðfréttum. Viðburðirnir þar syðra gerast með afskaplegum hraða, stór- tíðindi bera við nærri daglega og stundum gerast þau mörg sama daginn. Það skeði t. d. á einum og sama degi, 24. f. m., að Búlgarar unnu Kirk-Kilissa, að Serbar unnu blóðuga orustu við Kumanovo, fyrir norðan Yskyb, að Grikkir tóku borgina Servia og að Svartfellingar hófu skothríð við Skutarí. Ennþá eru ekki nema rúmar 4 vikur siðan ófriðurinn hófst, því ó- friðar Svartfellinga gætti varla að neinu meðan þeir áttu einir í ófriði við Tyrki, og þó má heita að sambands- þjóðirnar hafi lagt undir sig alt Tyrkja- veldi og eigi að eins eftir stór- borgirnar tvær, Adrianópel og Mikla- garð. En fréttirnar af atburðunum eru sumpart óljósar, en sumpart hver annari gagnstæðar, eftir því hverir segja frá. Tyrkir virðast t. d. hafá lagt ofurkapp á að gera sem minst úr óförum sinum, segjast jafnvel hafa unnið sigur, þegar þeir hafa beðið mikinn ósigur eða gjöra að minsta kosti mjög mikið úr matinfalli óvina sinna. Báðum virðist kunnugra um mannfall meðal óvina sinna en sinna eigin manna og bendir það helzt til þess, að mannfallið og manndrápin hafi verið feikna mikil beggja megin, en hvorir um sig leyni nokkru um mannfallið í sínu liði. Fréttaritarar blaðanna virðast vita lítið með sann- indum, en fara eftir þvi sem þeim er sagt að segja. En alt um þetta hafa þó Tyrkir beðið ósigur í öllum höfuðorustum og hörfað undan úr einu víginu i annað. Her sá, er þeir höfðu í Make- dóniu til varnar gegn Serbum, yfir 100.000 manna, er talinn gjöreyddur, ýmist fallinn, handtekinn eða tvistrað- ur i allar áttir; fjöldi manna hefir fallið fyrir Grikkjum, en þó mest fyr- ir Búlgurum. Hve mikill þessi her Tyrkja var í fyrstu virðist enginn vita, Fyrir orustuna við Lule Burgas voru 15 þúsundir særðra manna komnar til Miklagarðs, og þótti þar þá æði þröng- skipað. En eftir orustuna við Lule Burgas er sagt að rúm hafi verið heimtað fyrir 21.000 særða menn. Þá var þó eftir orustan við Tchorlu, blóð- ríksson, guðfræðinginn, Skafta Tímo- theus Stefánsson, mesta afbragðsmann, er dó ungur í Khöfn, og Jónas Jón- asson, er prestur varð síðar í Reyk- holti, og bróðir var Þórðar Jónassonar háyfirdómara og höf. segir að verið hafi bezti drengur og ólíkur nýnefnd- um bróður sínum — það er hið eina hnjóðsyrði, er hann stingur að þeim manni, Þ. J., og mun þó hafa haft ekki gott af honum að segja, auk annars við samritstjórn að Reykjavíkurpóst- inum. Um Jónas Hallgrímsson segir hann, að sér hafi þótt merkilegt flest af því, sem sá maður sagði. Hann fann að öllu, segir hann, sem ljótt var og ósatt og hálfsatt; hann vakti eftirtekt mina og kendi mér að taka ekki alt trúanlegt, sem talað var; mér fanst hann ætíð hafa rétt að mæla. Enginn af piltum sagði eins vel smásögur, einkum ef þær voru skrítnar. Aldrei heyrði eg hann láta fjúka í kviðling- um þann vetur (1830); en við bar það seinna, þegar við vorum saman. Höf. kyntist J. H. frekara í Khöfn, ásamt fleiri merkum löndum og nafn- toguðum síðar meir, þeirra á meðal Konráði Gíslasyni síðar prófessor, er hann hafði og verið samtíða á Bessa- stöðum, jafnvel í sumarleyfi þar, eða kaupavinnu réttara sagt. Mestar mætur hafði höf. þar, í K- höfn, af þeim Gisla lækni Hjálmars- syni og Brynjólfi Péturssyni frá Víði- völlum, bróður þeirra Péturs biskups og Jóns Péturssonar háyfirdómara. Hann segir hann verið hafa glæsileg- an mann bæðitillífs og sálar, oghvorug- an þeirra bræðra taka til jafns við hann, og þekt þá þó talsvert, en hann minna miklu. Kveðst helzt hefði kosið að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.