Ísafold - 16.11.1912, Side 3

Ísafold - 16.11.1912, Side 3
18 A.FOLD 279 ugasta orustan í öllum ófriðnum. — Fjöldi Tyrkja hefir og verið handtek- inn, skiftir tugum þúsunda. Mannfallið af hálfu sambandsþjóð- anna hefir víst líka verið ærið mikið, en forðast frá því að segja oftast, svo ekkert yfirlit fæst enn um það. Sam- bandsþjóðirnar láta sér helzt nægja að telja mannfallið lítið í samanburði við það, sem á hafi unnist, og gæti sú skýrsla verið nákvæmari. Tyrkir kenna annars ófarir sínar fyrir Búlgurum aðallega því, að Kirk- Kilissa féll svo skjótlega í hendur þeim. Einn af tyrknesku aðalherfor-' ingjunum þar, egypzkur prins, Aziz að nafni, var skotinn í Miklagarði, fyrir ónýta og bleyðilega framgöngu, Og auk þess 200 óbrotinna hermanna og nokkrir aðrir herforingjar. Einn af aðal hershöfðingjunum, Abdullah Pasha var settur frá herstjórninni með litilli sæmd. Er svo að sjá, sem her- stjórnin tyrkneska vilji þó hafa ein- hvern til þess að skella skuldinni á. Eftir orustuna við Tchorlu ætluðu Búlgarar að neyða her Tyrkja til nýrr- ar orustu við sig áður en hann næði Miklagarði, og gerði sér góðar vonir um að það tækist. En þar eð engin stórorusta hefir staðið um þær slóðir siðan, má ætla að tilraunir Búlgara til þess að afkróa Tyrki hafi ekki tekist. Annars hörmulega látið af högum manna i Miklagarði. Kristnir menn lifa þar í sífeldum ótta um þáð að verða drepnir af hermönnum eða skríl. Tyrkir báðu stórveldin að skerast i leikinn, en þau neituðu þvi að svo stöddu, kváðust ekki geta miðlað mál- um nema báðir málsaðilar vildu það, en sambandsþjóðirnar færðust undan öllum afskiftum stórveldanna. Tyrkir höfðu þá í hótúnum um að flytja sol- dán sinn og alla hirðina yfir til Litlu- Asíu, en láta auðnu ráða hvernig færi um Miklagarð, en það töldu þeir að stórveldunum kæmi verst, því þá var viðbúið að þau færu sjálf að berjast um borgina. En nú segir simfréttin í dag, að Tyrkir hafi beðið um vopnahlé. Þeir vilja með öðrum orðum fá að vita, hverra friðarkosta sambandsþjóðirnar vilja unna þeim. Harðir verða þeir kostir, ef þær eiga einar að ráða, en ekki er búist við missætti milli þeirra út af herfanginu. Hver þjóðin um sig mun eiga að fá sem næst því af landi, sem hún hefir lagt undir sig. Þá er eftir að vita hvort Tyrkir vilja að því ganga, og þá ekki síður hvort stórveldin og jafnvel Rúmenia vilja sætta sig við friðarkostina. Langlík- legast að þau bjóðist til þess að vera vera sem hann. Hann varð laga- embættismaður í Khöfn og lézt mið- aldra. Einu sinni ortu þeir afmælis- brag um hann í Khöfn, fónas Hall- grímsson og Konráð Gíslason, gam- anvísur, er P. M. (aðrir fráleitt) kunnu úr 3 erindi. Hann byrjar á orðunum: Við eem annars lesnm lögin með tvennum viðlögum: Fagnrt galaði fuglinn sá, Og listamaðurinn lengi sér þar nndi. Þetta var meginið af þriðja erind- inu: Upp f háum hamrageira Honum skrnppu tærnar frá, Fagnrt galaði fnglinn sá, Hann hékk þar sona á hngra eyra Hvergi frá eg hann stnndi, Listamaðurinn lengi sér þar nndi. Bragurinn var allur af afreksverk- um Br. P., og létu þeir félagar hann vera dálitið raupsaman. P. M. varð sambýlismaður jónasar á Garði, hitti hann þar fyrir 1834 og fluttist inn til hans. Eftir Jónas buggu þeir saman P. M. og Jón Sigurðsson. Og hefir honum ekki verið i kot vis- að af hamingjunni. Af Khafnarárum sinum segir P. M. ella hið bezta annað en af heilsunni. Hann lá hverja þunga legu eftir aðra. Hann gaf sig mikið að leikhússkemt- un og söng. Hann var söngmaður allmikill á yngri árum. Hann lét Weyse sönglagaskáldið nafntogaða fsi að heyra öll islenzk sönglög er hann kunni, — sat hjá honum heilan dag. Hann kyntist miklum fjölda merkra manna um æfina, leikra og lærðra, er hann getur lauslega eða frekara, einkum við skiftin og gæti það orðið upphaf nýrra tiðinda. Sjónleikurinn mikli á Balkanskaga hefir aldrei verið eftirtektaverðari en að þessu sinni. Frá forsetakosningunni. Brezk blöð frá 6. nóv. segja, að Wilson hafi hlotið fleiri atkvæði en nokkur forseti áður. Þau telja flokka-afstöðuna i fulltrúa únginu næsta munu verða: Sérveldismenn (demókratar) 293, Samveldismenn eiginlegir (Taftsmenn) 127, Framsóknarmenn (Progressives, fylgismenn Roosevelts) 127 og 1 jafn- aðarmaður. Eftir kosninguna sendi Roosevelt íinum nýja forseta svofelt símskeyti: »Bandaríkjamenn hafa með miklum atkvæðamun kjörið yður í landsins mestu virðingarstöðu. Eg samgleðst yður«. Jafnframt hefir Roosevelt lýst yfir, að hann að dæmi góðra Bandarikjaborg- ara taki leikslokum með jafnargeði og ánægju. Leikfél. Reykjavikur. Fjalla-Eyvindur verður leikinn meö hinum upphaflega endi leikritsins laugard. 16. nóv. kl. 8 síðd. i Iðnaðarmannahúsinu. Ýms erlend tiðindi. Tekju- og eignaskattur Hljómleikar I m | Bárahúsinu Reykjavikur-annáll. Alþýðuerindi flytur Á r n i sagn- fræðingur F á 1 s s o n á morgun kl. 5 í Iðnaðarmannahúsinu um K r f u m á 1- i n þ. e. málaferli þau hin geystu, er loguðu um landið i lok 17. aldar út af Jóni presti í Hítarnesi, þeim er sendi Danadrotingu brauðs-umsókn í tjörguðum kút. Koma þeir mikið við þau mál, Möller amtmaður og Þórður biskup Þorláksson. Bjarni Jónsson viðskiftaráðunautur var einn meðal farþega á Ceres síðast. Hann verður hér fram yfir nýár. Fisksalan til Englands. Núna í vikunni hafa 4 íslenzku botnvörpung- arnir selt afla sinn i Englandi: Jón forseti fyrir 440 st.pd. (7920 kr.), Skúli fógeti fyrir 500 st.pd. (9000 kr.) Bald- ur fyrir 600 st.pd. (10,800 kr.) og Ing- ólfur Arnarson fyrir 533 st.pd. (ca. 9600 kr.). Allir hafa þeir selt fyrir hátt upp í 40,000 kr. Drjúgur skildingur! Guðsþjónusta á morgnn: í démkirkjunni kl. 12 gira Bj. Jónsson. (Altarisg.). r---------kl. 5 - Jóh. Þork. I Frikirkjnnni messnfall. Hljómleikum eiga bæjarbúar von á annað kvöld og leggja þær saman krafta sína, frú Yalborg Einarsson og jungfrú Herdís Matthíasdóttir. Á söngskránni eru mörg ljómandi falleg lög. Hór er eigi völ á öðrum jafn-mentuð- um söngkonum og má þvi gera ráð fyrir óvenjugóðri skemtun. austanlands, helzt afa þeira manna sem nú liía eða langafa. Léttir annars yfir- leitt frásögunni af æfiatriðum sinum um það bil er hann lét af valdmannsiðju sinni og þar með ferðalögum. Þá segir hann af mismunandi héraðshátt- um og búnaðar i ýmsum landsíjórð- ungum, er hann dvaldist í langdvölum, og margt fróðlegt. Hann segir frá því, að á suðurferð sinni í skóla haustið 1830, kom hann að Skjöldólfsstöðum í [ökuldal og gisti þar. Bóndinn þar hét Jón, gest- risinn maður og allvel efnaður. Hann tók P. M. vel, en segir: »Eg get ekki gefið þér k a f f i, því að það er hvergi til það eg veit hérna á daln- um nema í Hofteigi hjá honum síra Sigfúsi mínum«. Þrem árum síðar, 1833, kemur hann aftur að sama bæ og segir þá sami bóndi við hann »Nú get eg gefið ykkur kaffi, því nú er það komið hér á flesta bæi í daln- um«. — Rétt við miðja öldina, 1849, er hann var sýslumaður á Snæfells- nesi, höfðu þangað fluzt það ár 26 þús. pd. kaffibauna, en 6 árum síðar, er hann skilaði af sér sýslunni, ?2 þús. pd. \msar stökur hefir hann yfir, er heyrt hefir i ýmsum áttum. Ein er þessi, eftir kvenmann, Krist- ínu Jónsdóttur prests frá Vallanesi og gifta Þorsteini nokkrum Mikkaelssyni í Mjóanesi, og svo er vel kveðin að hún ætti eigi að tínast, auk þess að rétt er að sæta færi til að færa hana rétt i letur, en það hafa þeir ógert látið anparhvor frændanna, P. M. eða B. J. Th. M.: Fýknr mjöllin feikna stinn, Fegurð völlinn rænir, Hylja fjöllin eóma sinn Silungshöllina skænir. »SilungshöIlin« stendur hjá þeim. En það er rangmæli (bögumæli). B. J. Sherman varaforseti Bandarikja er nýlega látinn. Hann varð 57 ára. Sherman komst á þing árið 1886 og var á síðari árum í miklum metum meðal samveldismanna. Hann var varalorsetaefni þeirra við nýafstaðnar kosningar. Rússnesk kúgun. Borgarstjórinn i Wiborg á Finnlandi, Fa%erstr0m, var fyrir skömmu dæmdur í 6 mánaða varðhald af rússneskum dómstól i Pétursborg. Sakir voru þær, að Fager- stram og tveir aðrir bæjarstjórnarmenn í Wiborg höfðu neitað að fylgja fram rússneskum kúgunarlögum — í Finn- landi. Kváðust hafa svarið eið um að halda finsk lög og fylgja þeim fram þar í landi, og eigi geta breytt gegn þeim eiði með því að fylgja fram rússneskum lögum, er réttlaus væru, lögum samkvæmt, i Finnlandi. Þessari vörn var að engu sint og eigi látið þar við sitja, heldur var Fagerstrom tekinn til Pétursborgar og mál hans lagt undir rússneskan dóm- stól, þrátt fyrir mótmæli Fagerstroms, er taldi sig eiga til sakar að svara fyrir finskum dómstólum, en öðrum eigi. Eftir dómsúrskurðinn sagði Fager- strom af sér embætti. Þegar hann kom aftur til Wiborg, var honum tekið þar með hinum mestu fagnaðar- látum af lýðnum. Ungverska þingiO var sett þ. 30. okt. Búist við óspektum eins og fyrri daginn og öflug herliðssveit þvi fengin til að vera við setninguna, auk 200 lögreglumanna. Andófsflokk- urinn kom fylktu liði til þinghússins, en hafði hægt um sig og varð eigi úr neinum þingspjöllum það sinn. Kristján konungur X. hefur heimsókn- ir til annara hirða á þriðjudaginn kemur. Hann fer þá til Stokkhólms að heilsa upp á Gúslaf konung frænda sinn. Alexandrina drotning verður með í förinni. — Úr því tekur svo við hver heimsóknin af annarri, — svo mælir sem sé tizkan fyrir, að nýir konung- ar »sýni sig og sjái aðra« eftir rikis- tökuna, þegar »sorgarárinu« eftir fyrir- rennarann er lokið. Lögregiuspilling i New-York. I júli- mánuði var framið morð á veitinga- manni og spilavítisstjóra einum i New- York, Rosenthal að nafni. Út af morð- inu hefir gríðar-mikil rannsókn verið gerð og komst það þá upp, að einn af helztu lögregluforingjum borgarinn- ar mundi hafa verið í vitorði með morðingjunum, hefði leigt 4 bófa til þess að fremja morðið. Þessi lögreglu- foringi heitir Becker og hafði verið í nöp við Rosenthal af því, að hann hafði eigi getað haft nóg fé út úr honum fyrir að hlífa spilavítinu. Becker var nýlega dæmdur til lífláts og tekinn af lífi með rafmagnsstraum- um. SjálfsmorO framdi einn af helztu hershöfðingjum Rússa Tschagin aðmir- áll fyrir skömmu. Eru leiddar margar getur að tildrögunum til þess. Sú er hin nýstárlegasta, að sjálfsmorðið standi i sambandi við veikindi ríkiserfingjans rússneska. Rikiserfinginn hafi verið að leika sér úti á skipi aðmírálsins Standart, en þá verið veitt banatilræði af einum hásetanna, hafi skotið lent i kviðnum, og af því eigi að stafa nýrna- sjúkdómur sá er ríkiserfinginn er haldinn af. Þetta á Tschagin að hafa tekið sér svo nærri, að hann fekk eigi lifað við, heldur skaut sig með skammbyssu. Fyrir vangá hafa þessi nöfn fallið framan af skrá þeirii, sem birt var i tveim síðustu blöðum ísajoláar: Tekjur. Skattgj. kr. kr. Alberts Þórðarsonar dbá . . 8000 25 H. Andersen &Sön............. 5000 70 Lúðvig Andersen skraddari . 3500 35 Reinh. Anderson--------. 2500 17.50 Andrés Fjeldsted angnlæknir 4000 45 Ari Jónsson cand. jnris. . . 8500 25 Arinbjörn Sveinbjarnars.bókb. 3000 25 Ágúst Bjarnason próíessor. . 2600 19 Ágjúst Thorsteinsson kanpm. 2000 10 Árni Einarsson kanpm. . . . 2500 17.50 Ennfremur hefir láðst að geta þess, að Björn Sigurðsson bankastjÓri er talinn hafa eignatekjur 1000 kr., með 40 kr. skatti. Þá vantar og í skrána Sig. Sigurðsson búfr. með 2000 kr. tekjum og 10 kr. skatti. — Loks er Obenhaupt umboðssali talinn hafa 4000 í stað 8000 kr. tekjur, og á þvi að greiða i skatt 125 kr. Vestur-Isiendinga-annáll. Heim tii Islands segir Lögberg að þeir Bjarni Jónsson snikkari (dbrm.) og Jón sonur hans fari bráðlega; leggi af stað 12. nóv. og koma þeir væntan- lega hingað í öndv. desbr. á Botníu. Mannalát. Jósej Helqason, bóndi í Wild-Oak, 65 ára. Lézt úr hjartameini þ. 9. sent. Ættaður úr N.-Þingeyjars. Fluttist vestur 1877. Ekkja lifir og 6 börn. Þorsteinn Þorsteinsson, Winnipeg, 84 ára. Lézt 22. okt. Ættaður úr Svarf- aðardal; bjó þar lengi á Upsum. Ingimar Marísson, Merid P. O. Sask., 73 ára. Lézt 30. sept. Fæddur i Desey í Norðurárdal; fluttist vestur árið 1900. Átti 6 börn, þar af 2 syni hér á landi, Ágúst trésmið og Benjamin. Helga Ragnheiður Magnúsdóttir, hús- freyja Péturs Árnasonar að Lundar P. O. Man., 44 ára. Lézt n. sept. Ættuð frá Hvassafelli í Borgarfirði. Þórunn Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja Sigvalda Baldvinssonar í Hallsonsbygð i N.-Dak, 42 ára. Lézt 13. sept. Jón Ó. Magnússon, Quill Lake bygð Sask., sonur Odds Magnússonar frá Haukadal i Dalasýslu, 29 ára. Lézt 9. sept. GullbrúOkaup sitt héldu hjónin Einar Þorvaldsson Dalmann og kona hans Guðríður Magnúsdóttir í Selkirk þ. 4. okt. Þau bjuggu áður á Oddastöðum i Hnappadalssýslu, en fluttust vestur um haf árið 1883. Gullbrúðkaups- veizlan hafði verið mjög vegleg, sátu hana 200 manns, brezkir og íslenzkir. Voru þeim hjónum gefnar stórgjafir. Segir svo frá í Heimskringlu, að brezkum mönnum, er þarna voru við- staddir, hafi fundist mjög til um, hve framkoma íslendinga hafi verið prúð- mannleg, og hve »einkar-fríðar þær væru íslenzku stúlkurnar í Selkirk«, sem veizluna sátu. Annað gullbrúðkaup stóð þ. 22. sept. Áttu það hjónin Jakob Oddsson og Sigurbjörg Jónsdóttir að Lundi í Nýja- íslandi. Eru þau ættuð af Tjörnesi i Þingeyjarsýslu, en fluttust vestur 1884. Ein dóttir þeirra hjóna er gift Ólafi Thorgeirsson prentsmiðjueiganda. Pre8ta-vi0tökur. Með kostum og kynjum hefir þeim verið tekið prest- unum héðan austan hafs, er vestur fóru í haust, þeim síra Magnúsi Jóns- syni og cand. theol. Ásmundi Guð- mundssyni, sem að vísu er óvigður enn. Magnúsi og þeim hjónum voru færðar stórgjafir af húsmunum og prestsetrið prýtt og fágað á allar lundir, er þau komu. Þá hafa Vestur-íslendingar haft Jakob Ó. Lárusson cand. theol., sem þjónað hefir söfnuðunum i Saskatchewan eitt ár, mjög i hávegum. Áður en hann hvarf heim á leið aftur, voru honum haldin hvert kveðjusamsætið á fætur öðru og leystur út með stórgjöfum. Tapast hefir hestur úr Hafuar- firði, brúnskjóttur, aljárnaður með slitn- um skaflaskeifum, mark: tvístýft aftan hægra. Finnandi umbiðst að gjöra Sigurjóni Jónssyni Kirkjuveg 12 í Hafnarfirði viðvart. sunnudaginn 17. nóv. kl. 9. e. h. Frú Valborg Einarsson og ungfrú Herdis Matthíasdóttir. Nánar á götuauglýsingum. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Cand. Árni Pálsson flytur erindi um Kríumálin (málaferli þau hin miklu, er geysuðu hér á landi í lok 17. aldar) sunnud. 17. nóv. kl. 5 síðdegis ílðnó. Inngangur 10 aurar. Hljóðfæraflokkur undir stjórn hr P. Bernburgs skemtir á Hótel Reykjavík í kveld kl. 9. c'HiBííufyrirícstur i c2qíqÍ sunnudag 17. nóv. kl. 6* l/2 síðdegis. Efni: Lögmál og náð. Guðs börn ekki undir lögmálinu, heldur uudir náðc inni. Hvernig? Allir velkomnir. O. J. Olsen. Lárus Jóhannsson prédikar í Herkastalanum mánudagskvöld 18. nóv. kl. 872. Inngangur ókeypis. Leiðarvísir í sóttkveikjurannsóku, smárit eftir Gísla Guðmundsson, fæst nú f bókaverzlunum og kostar 2 kr. innbundin. Lesið auglýsinguna á fylgiblaði ritlingsins! Sköhlífar mikið úrval, nýkomið til Lárusar G. Lúðvígssonar. Hvitkál, Rauðkál, Gulrætur, Rödbeder Piparrót, Selleri kom nú með Ceres til Jes Zimsen. NJborin kýr eða kýr sem komin er að burði, góð og gallalaus, óskast keypt. G. Zoéga kaupm. Hangið kjöt ágætt fæst hjá Jes Zimsen. Jarðarför Ingibjargar sál. Gunnarsdóttur, mágkonu minnar, sem andaðist á Landakots- spitala 5. þ. m., fer fram næstkomandi þriðjudag 19. þ. m. kl. II árd. frá spitalanum. 15. nóvember 1912. Fr. Friðriksson. Vedrátta frá 14. nóv. til 16. nóv. Fd. Fsd. Ld. V.ey. 6,9 7,o 5,9 Rv. 5,3 7,8 4,3 íf. 7>° 8,3 5,4 Ak. 10, s 9,5 5,1 Gr. 3,S 6,5 1,2 Sf. 9,3 8,9 0,8 Þh. 4,7 8,1 7,5 V.ey. = Vestmanneyjar. Rv. = Reykjavík. ís. = ísafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh. = Þórshöfn á Fære.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.