Ísafold - 23.11.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.11.1912, Blaðsíða 1
Kemu út fcvisvar Í viku. Verf> ár^. (80 arkir minát) 4 kr. eriendia 6 ki, efca 1 s/» dollar; bovgist íyrir mibjan jrilt (erlendis fyrir fram). ISAFOLD n»p«ðgn (skrifieg) bundin vib fcramót, ev ógúd nema komm aó til útgefanda fyxir i. okt. as ita&pandi vknldlauB viö biabið Afgveiðsla: AuetavstTceti 9« XXXIX. árg. Reykjavík 23. nóv. 1912. 78. tðlublað Jólabazarinn hjá Árna Eirikssyni Austurstræti 6 er nú opnaður Hvergi eins mikið af ódýrum, hentugum og góðum jólagjðfunt og jólatrésskrauti Áreiðanlega stærsta, bezta og ódýrasta jóla- sala í bænum. Jólatré af öllum stærðum koma með næstu skipum. **■* ••'• • l Á„.- t i • i ■ . Frá ófriðnum. Konstantínopel, höfuðborg Tyrkjaveldis. I. O. O. F. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýbufól.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis í Læk.jarg. ‘2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10 3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.llA fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—2l/s og 61/*—7. K.P.U.M. Leatrar- og ekrifatofa 8 árd.—10 tOd. Alm. fnndir fid. og sd. 8*/a siOdegis. Landakotskirkja. öuOsþj. 9 og 6 A helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10*/■—12 og 4—5 Landsbankinn 11 -2*/*, 5lla-6ll». Bankastj. viO 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—B LandsbúnaOarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 LandsféhirOir 10—2 og 5—6. LandiskjalaHafniO hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, hel&a daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafn opiO l */s—21/* A sunnudögum Samábyrgö Islands 10—12 og 4—8. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavíkur (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnið opiö þd., fmd. og sd. 12—2. ísafold. Til nýárs kemur Isajold altaf út tvisvar í vika, miðvikudaga og laug- ardaga. Vegna óska margra kaupenda hér i bæ og auglýsenda er meiningin að reyna að koma á þeirri reglu, að blað- ið jafnan komi út um hádegisbilið. Því eru auglýsendur vinsamlega beðnir að skila auglýsingum kvöldinu áður en pœr eiga að korna í blaðið. Framvegis verður Jsajold og seld í lausasölu, 5 aura blaðið. IJtgej. Jiaffifín. Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jótissijni, •Tetnplarasundi 3. Reykjavik. Kostar aðeins 80 aura pd. 1 pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kafii á 1.20—1.30 pd. og x/2 pd. af export á 0.25. Það er þvi um 70 a. sparnaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kaffitínið er hollur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einkaumboðsmaður á íslandi: Sveinn 777. Sveinsson, Havnegade 47x. Khöfn. Steinolfu einkaleyfið Furðuleg sú þögn, sem um það hefir verið síðan á þingi í sumar. Á meðan á þinginu stóð, átti þó áreiðanlega mikið að gera, brjóta nið- ur einveldi danska steinolíuhlutafé- lagsins, veita í þess stað innlendu fé- lagi einkaleyfið og umfram alt, úUega landsbúum ódýra steinolíu. Margir þeirra manna, er þá voru hátalaðastir um nauðsynina á þvi að koma lögunum fram í þinginu, virð- ast hafa dregið sig í hlé síðan, dreg- ið sig of mikið í hlé. En víst er það líka, að ekki hafa allir gert það. Stjórn Fiskifélags íslands og nokkr- ir menn aðrir, hafa sýnt verulegan áhuga á málinu og fyrir framkvæmd- ir þeirra var það, að fundur félagsins samþykti með öllum atkvæðum, álykt- un þá, er prentuð var í síðasta blaði ísafoldar. Hinsvegar er ekkert kunnugt um framkvæmdir stjórnarinnar í málinu, annað en það, að ráðherra hefir út- vegað konungsstaðfestingu á heimild- arlögum þingsins, um að landsstjórn- in, eða félag fyrir hennar hönd, taki að sér innflutning oliunnar um næstu > ár. En með því einu hefir landsstjórn- m ekki leyst sig af hólmi í þessu máli. Hér þarí við öruggrar og öt- ullar forstöðu hennar, eigi málið ekki að daga uppi, og allur áhugi og við- leitni að kulna út. Landsstjórnin þarf að leggjast á með undirbúninginn, ásamt þeim mönnum, er forstöðuna hafa og áhuga sýna á málinu. Það er hvort sem er á hennar valdi að setja alla kosti um framkvæmd á þessu einkaleyfi. Þá kosti þarf hún að ræða og rannsaka með þeim mönn- um, er fyrir þessu bindast og vit hafa á. Röggsemi landsstjórnarinnar í máli Samsons Eyjólfssonar skal hér hvorki lasta né lofa. En hér er þó mál, sem er meira um vert, tækifærið enn þá betra til þess að sýna skörungs- skap. Þingið lagði á landsstjórnina ábyrgð þessa steinolíumáls. Lands- stjórnin hefir tekið við þeirri ábyrgð. Henni getur landsstjórnin ekki skilað af sér með sæmd, nema allar þær leiðir séu vandlega skoðar, sem hugs- anlegt er að stefni til framkvæmda og lausnar á þeim hnút, sem þarf að leysa. Fiskifélag Islands sýnist að mörgu leyti vel til þess fallið að fara með steinolíu einkaleyfið, undir eftir- liti landsstjórnarinnar. Félagið er háð landsstjórninni, á að sækja styrkveit- ingar sínar í hendur fjárveitingarvalds- ins. Verulegur hluti þeirrar steinoliu, sem flutt er til landsins, er notaður sem hreyfiafl við fiskiveiðar. Félagið sýnist því hljóta að hafa mikið að- hald af hálfu fjölda atvinnurekanda um það, að gera alt sem gert verð- ur, til þess að útvega landsmönnum ódýra oliu. Eðlilega getur stjórn fé- lagsins ekki annast sjálf atvinnurekst- urinn. Til þess þarf að fá sérstakan framkvæmdarstjóra og mikið undir því komið, að hann leysi starf sitt vel af hendi. Að sjálfsögðu yrði landsstjórnin í ráði með um valið á manninum og gæti jafuvel ráðið því ein, ef hún vildi. Tvær spurningar virðast þá liggja hér beint við. Er hægt að tryggja Iandinu næga og góða olíu til 5 ára, án þess að vera kominn upp á náð Standard Oil- félagsins með þessa oliu, eða þeirra félaga, sem það drotnar yfir? Er hægt að selja olíuna ódýrari landsbúum, en danska steinolíufélagið gjörir nú? Forgöngumennirnir telja lítinn eða engan vafa á því, að báðutn þessum spurningum beri að svara játandi. Að þvi er snertir fyrri spurninguna, má benda á það, að þýzka ríkið hefir látið rannsaka hvort ekki mætti tryggja Þýzkalandi næga steinolíu, jafnvel til 30 ára, án þess að vera kominn upp á Standard Oil-félagið, eða þau félög, er út frá því eru sprottin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri hægt. Þetta er þó ekkert smá- ræði, sem Þýzkaland þarf á einu ári af þessari vöru. Það er nálægt einni miljón smálesta á ári og þá aðeins að ræða um þá oliu, er nota má til lýsingar. Um 78 hundruðustu af þessari olíu hefir komið vestan um haf, nær eingöngu frá Standard Oil- félaginu. Svo er að sjá, sem þýzka stjórnin búist við að fá mestan hluta þessarar olíu, sem Standard Oil-félag- ið hefir áður flutt þangað til landsins, frá Vesturheimi, eftir sem áður, aðeins skifta um um viðskiptamenn. Geti Þýzkaland fengið öll þessi ógrynni olíu vestan um haf, sem hér ræðir um, virðist ósennilegt að ísland gæti ekki fengið þaðan að vestan þær 30 þúsund tunnur, sem það þarf á ári. Það sýnist svo sem ekkert muna um það lítilræði í heimsverzluninni. — Annars vert að gæta þess, að ekki er frágangssök að semja við Standard Oil-félagið um að leggja landinu til olíu, ef það vill bjóða eins góð eða betri kjör en aðrir og bjóða hæfilega tryggingu fyrir að það haldi samninga sína? Spurningin um verðið er önnur aðalspurning þessa máls. Forgöngu- mennirnir telja líkur þess, og hafa í höndum alláreiðanleg gögn fyrir þvh að hægt væri að selja hér hverja tunnu fyrir 5 kr. lægra verð, en olían er seld nú, eða jafnvel enn minna. Sumir hafa verið að fara með það, að upp- færsla steinolíufélaganna í sumar væri að eins til bráðabirgða. Síðan eru þó liðnir nokkrir mánuðir og ber ekkert á niðurfærslunni, enda varla við henni að búast, eftir því sem talað var fyrir munn félaganna hér í sumar. Þá hét svo, að það væri af sérstakri náð, að verðið á hverri olíutunnu var ekki fært upp um 10 kr., en fyrirheit gefið um að bæta við þessum 5 kr., sem á vantaði, síðar. Að þessu einu leyti átti uppfærslan í sumar að vera til bráðabirgða. Félag, sem hefir tekið skuldbindingu af flestum kaupmönn- um landsins, um að kaupa hvergi olíu nema hjá sér, og bundið þá samn- inga við háar sektir, getur líka selt olíuna nokkurnvegin við því verði, sem því sýnist. Það gæti því hæglegu oltið árlega á 150—300 þús. kr. fyrir landsbúa hvort íslenzkt einkaleyfisfélag kemst á fót, eða ekki. Áreiðanlega munar land- ið um það sem minna er. Fyrir það fé mætti t. d. kaupa á ári 1—2 ný botnvörpuskip. Aukaskatt, sem þeirri fjárhæð nemur, vill steinolíufélagið leggja á landið, í stað þess, sem einu- sinni var til ætlast, að það greiddi landinu drjúgan skatt af einokun sinni. En er þá hægt að koma þessu ís- lenzka einkleyfisfélagi á fót? Það er undir íslendingum sjálfum komið, því þroskastigi sem þjóðfé- lagið er á, þeirri mannrænu sem í oss kann að vera. Sé hún mjög lítil, þá er það ómögulegt, sé hún mikil, ætti það að vera auðvelt. Félagið þyrfti líklega um 300.000 kr. í stofnfé og rekstursfé, ef bankarnir væru því að öðru leyti hliðhollir, sem ætla má að þeir yrðu. Aó vísu er þetta töluvert fé, en þó ekki meira en væntanlegur hagur landsmanna af atvinnurekstrin- um í 1 — 2 ár, samanborið við það, sem nú er. Vélarbátseigandi, sem þyrfti 40 tunnur á ári til atvinnu- reksturs síns, og legði fram 200 kr. hlut, græddi þenna hlut sinn á 1. ári, ef hann fengi hverja tunnu 5 kr. ódýrari en áður. Ólíklegt að útgeið- armenn vildu ekki sinna þessu. En þess má hins vegar vænta að efna- menn vildu leggja fram miklu meira. Nokkrir efnamenn hér í Keykjavík kaupa einn botnvörpung árlega. Ætti það þá að vera ofætlun öllu landinu að leggja fram fjárhæð, er svarnr til verðs tveggja botnvörpunga? Sé alt vel undirbúið, virðast fjár- framlög í þessu skyni áhættuminni en til margra annara gróðafyrirtækja. Það liggur í eðli einkasölunnar, að auð- velt ætti að vera að tryggja hluthöf- um sæmilegan ágóða af fé sinu. Að þvi leyti þyrftu hluthafar að ganga fyrir þeim, sem keyptu olíuna. Þeim ætti að tryggja hæfilegar rentur fyrst og fremst, líklega venjulega útláns- vexti banka. Sá ágóði sýnist mjög álitlegur, en von ætti að vera mun meiri ágóða og að því skapi meiri, sem olían hefði verið seld lægra verði á árinu. Nákvæm skilyrði um þetta þyrfti landsstjórnin að setja. Þar gæti hún væntanlega haft stuðning af steinolíu frumvarpi þýzku stjórnarinn- ar, sem setúr ákvæði í þessa átt. Félagið á ekki að vera áhættufélag og því síður góðgerðafélag, en það á heldur ekki að vera okrarafélag. Það væri með öllu óverjandi ef nokkur stjórn ætti þátt í því að stofna til slíks félagsskapar. Þess skal getið að þó nokkru fé mun þegar hafa verið lofað til fyrir- tækisins, ef af því verður, en mikið vantar þó á, að það fé hafi safnast, sem á þarf að halda. Kaupmannastétt þessa bæjar og út- gerðarmenn og kaupmenn viða út um land lögðu mikið kapp á það fyrir nokkrum mánuðum síðan, að alþingi semdi lög um einkasölu á steinolíu. Að eins eftir að sýna það hver hugur hafi þar fylgt máli. Erí. simfregnir. Frá ófriðnum. Khöfn "/n '12. Friðarkjðr hafa Balkan- ríki boðið þau, að Tyrkir haldi Konstantíuópel með nágrenni. Tyrkir þverneita þeim boðum. Búlgarar fara halloka fyrir Tyrkjum við Tschat altlja. Krabbamein á íslandi. Árið 1908 voru þeir sjúklingar tald- ir hér á landi, sem þá voru á lífi og læknum var kunnugt um að hefðu krabbamein. Var það gert að tilhlut- un landlæknis Guðmundar Björnsson- ar, er sæti á í nefnd danskra lækna, er starfar að rannsóknum á þessum leiða sjúkdómi. Er hún deild úr al- heimsfélagi, er að þessu vinnur. Sjúklingarnir, sem vissa var um að hefðn krabbamein reyndust 23. Af þeim voru 13 í Sunnlendingafjórðungi, 4 í Vestfirðingafjórðungi, en 6 í Norð- lendinga- og Austfirðingafjórðungum, Sex af sjúklingunum voru karlmenn, en 17 konur. Sé miðað við tölu landsbúa, höfðu þá 2,6 sjúkdóminn af hverjum 10,000. Er það nokkru lægri hlutfallstala en í Svíþjóð og Danmörku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.