Ísafold - 27.11.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.11.1912, Blaðsíða 2
Grímur Thomsen hafði þá á hendi ritstjórn ísa- foldar fyrir hann í fjarveru hans, en sjálfur reit B. J. jafnan meira og minna í blaðið. í Khöfn varð enn sem fyrri meira úr stjórn- málaafskiftum en námi og næsta ár 1879 bauð hann sig fram til þings í Strandasýslu og var kosinn. Sat hann á þingi þá um sumarið, en hélt svo aftur til Khafnar um haustið og dvaldist þar um 3 ára tíma, þangað til haustið 1883, er hann fór alfarinn heim. Tóku þeir Grímur Thomsen og Eiríkur Briem að sér ritstjórn ísafoldar, frá 1879—1883, en B. J. var jafnan útgefandinn. Þessi árin hafði B. J. ætíð hugann á að taka próf í lögum, en eigi varð ú'r því. Hann vildi ná góðu prófi, en þóttist aldrei nægilega vel undir það búinn, þótt kunningjar hans t. d. Páll Briem teldu alt annað. Út af prófleysinu ritar síra F. J. Bergmann svo árið 1904: »Hefir honum (B. J.) ósjaldan verið um það (prófleysið) brugðið af miður vandfýsnum mót- stöðumönnum, sem með því hafa viljað koma lítils- virðingu á honum inn hjá þjóð vorri. En sannleik- urinn er sá, að hann mundi ekki vilja skifta við nokkurn lögfræðing á landinu, en flestir, ef ekki allir, vilja við hann skifta, ættu þeir þess nokk- urn kost«. Frá árinu 1883 bjó svo B. J. í Reykjavík til dauðadags. Aðalstarf hans upp frá því, næstu 25 árin, var ritstjórn ísafoldar. En auk þess stofnaði hann þau árin bókverzlun Isafoldar og bókbandsverkstofu ísafoldar. Hann var þá og mjög áhugamikill um bæjar- mál ýms, félagsmál o. s. frv. Árið 1884 var hann kjörinn forseti Bókmentafélagsins og gegndi þvi starfi 10 ár til 1894 og var þá kosinn heiðursfélagi þess. Þá stofnaði hann og tímaritið Iðunn ásamt þeim Steingrími Thorsteinsson, Jóni Olafssyni og Kr. 0. Þorgrímssyni. Um þetta leyti (18S5) gerðist hann Goodtemplari og fór úr því að starfa að bindindis- málinu af miklu kappi. Árið 1886 stækkaði hann talsvert fsafoldarprent- smiðju um leið og hann reisti hús það yið Austur- stræti, sem kent er við ísafold. Árið 1889 var hann kosinn í bæiarstjórn Reykja- vikur og sat í henni nokkur ár. A alþingi sat hann eigi frá 1879—1908. Var það ekki af því, að eigi ætti hann kost á þingsetu. Honum bárust áskoranir — sjálfsagt við allar þing- kosningar — um að bjóða sig fram í ýmsum kjör- dæmum, en hann taldi sig eigi hafa tíma til þess og varð þvi aldrei við þeim. Árið 1891 gerðist hann ritstjórí »ísl. Goodtempl- ars« og var það til 1893. Stofnaði þá annað bind- indisblað: Heimilisblaðið og hélt því úti 2 ár. Sunnanfara keypti hann 1899 og hélt honum úti frá 1900—1903. öll þessi 25 ár frá 1884—1909 var B. J. meira og minna riðinn við æði mörg félög, er stofnuð voru og störfuðu hér í bænum. Má þar til nefna t. d. Þjóðvinafélagið, íshúsfélagið, Baðhúsfélagið, Odd- fellowaregluna, Landsbúnaðarfélagið, Heilsuhælisfé- lagið o. fl. o. fl. Um afskifti B. J. af landskjálftatjóninu 1896 er getið annarstaðar í blaðinu. Hann ferðaðist það ár hvað eftir annað um landskjálftasvæðið og átti eftir á góðan þátt í að bæta tjónið. Undir aldamótin fór B. J. að finna til heilsu- brests, en til þess tíma aldrei orðið misdægurt, að heita mátti. Hann fekk þá mjög þjáningarmikinn blöðrusjúkdóm. Sigldi hann 1899 til þess að fá ráðna bót á honum, en sú lækning reyndist að eins til bráðabirgða. Sjúkdómurinn tók sig upp aftur og árin 1901—1903 var hann á köflum sárþjáður maðar. Sumarið 1903 fór hann til Khafnar enn af nýju til lækninga. Voru þá gerðir á honum tveir holdskurðir hver á fætur öðrum, og fekk hann fullkomna bót meina sinna. Dvaldist hann í Kaupmannahöfn frá sumrinu 1903, þangað til snemma í marz 1904, er hann kom aftur til Reykjavíkur, heilsuhraustur og fullur af lífsfjöri og starfsþreki. »Hann hefir kastað' ellibelgnum og er nú eins og ungbarn« var þá um hann sagt. Það var í þessari heimför B. J, að Scotland strandaði við Færeyjar og komust farþegar nauðulega af. Um haustið 1903, meðan B. J. var í Khöfn, var fullráðið um stofnun íslandsbanka. Það mál var í septembermánuði komið í hið mesta öngþveiti og eigi annað sýnna en ékkert yrði úr Islandsbanka. Mun það fæstum kunnugt, að það var Björn Jóns- son, sem þá fekk ýtt því máli á stað aftur, fengið mjog míkilsmegandi fjármálamann norskan til þess að sinna bankastofnuninni. Hefði B. J. eigi notið, má fullyrða, að ekkert hefði orðið úr stofnun íslands- banka, minsta kosti það sinni. Árin 1904—1909 voru stjórnmálin í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Stjórnmálaferill B. J. verður ekki rakinn að þessu sinni. Til þess þarf miklu meiri tíma og rúm en hér er um að tefla. Að eins skal þess getið, að á þessum árum berst hann mjög fyrir loftskeytum. Þá kemur og fram blaðamannaávarpið (1906). Þingvallafundurinn er haldinn 1907 og loks kemur Uppkastið á döflna 1908. Stjórnmálaafskifti B. J. voru ákaflega mikil þessi árin, ekki sízt 1908. Mun það nú viðurkcnt af öll- um, hvers flokks sem eru, að miklu drýgstan þútt hafi B. J. átt í afdrifum Uppkastsins við kosning- arnar þá. Sjálfur bauð hann sig þá fram til þings, annað sinni á æfinni, og var kosinn (í Barðastrandarsýslu) með geysimiklum atkvæðamun. Síðustu ár B. J. eru flestum i svo fersku minni, að eigi þarf að svo stöddu að rekja þau ítarlega. Hann var kjörinn ráðherraefni Sjálfstæðismanna 25. febr. 1909, skipaður ráðherra íslands 31. marz 1909. Meðal þeirra frumvarpa, sem að lögum urðu í ráðherratíð hans eru: aðflutningsbannslögin og há- skólalögin. Um samgöngur gerði hann merkan samn- ing í ágúst 1909, þar sem fyrsta sinni tókst að fá gufuskipaferðir til Hamborgar. Hefir það ella kom- ið ljóslega fram á þessu ári, hve ant B. J. í sam- göngusamningunum lét sér um hagsmuni íslands. Ella er kunnasta málið frá ráðherratíð hans: Landsbarikamálið. Gerði það bæði að baka B. J. hamslausa óvild og að hinu leytinu mikið traust og þakklæti. Á þinginu 1911 var B. J. svo sem kunnugt er gefin vantraustsyfirlýsing, og sagði hann þá þegar af sér ráðherradómi og lét af embætti 13. marz 1911. Síðustu árin átti Bjórn Jónsson við mikla van- heilsu að búa öðru hverju. Það var œðasigg, sem hann var haldinn af. Háði sjúkdómur sá honum á- kaflega mikið á köflum. Við kosningar 1911 bauð B. J. sig enn fram til þings í Barðastrandarsýslu og vann af nýju hinn glæsilegasta sigur. En á þinginu 1912 gathannlítið sem ekkert tekið þátt í þingstörfum, vanheilsu sinn- ar vegna. Starfslöngunin og viljaþrekið var samt æ hið sama fram að banalegunni. Um tíma í haust gaf hann út lítið blað, Magna, og síðasta missirið, sem hann lifði, var hann að vinna að 2. útgáfu hinnar dansk-íslenzku orðabókar. í ísafold reit hann og við og við. B. J. fekk heilablóðfall það, er leiddi hann til bana, þ. 20. nóv. — og lézt eftir rúma 3 sólarhringa — þ. 24. nóv. kl. 4 árdegis. B. J. var eins og áður getur kvæntur Elízabetu Sveinsdóttur prófasts Níelssonar á Staðastað. Þau voru saman í hjónabandi 38 ár — 16 dögum miður. Eignuðust þau 4 börn er öll lifa: 1. Guðrún gift Þórði Pálssyni héraðslækni. 2. Sigríður ógift. 3. Sveinn yfirdómslögmaður. 4. Ólafur ritstjóri ísafoldar. Síðustu dagar B. J. Björn Jónsson hafði í sumar látið reisa handa sór snot- urt hús suður meS Tjörn austanverðri, á túni, sem hann átti þar. Hann fluttist í þetta hás róttum mánuði áður en hann lózt. Hann var mjóg óðfús þangað að flytja og glaður eins og barn, er hann var kominn í hin nýju heimkynni sín. Hann var þenna síðasta mánuð, sem hann lifði, síkátur og ánægður. Ástríki hans var, ef til vill, aldrei meira og hjartanlegra gagnvart vandamönnum hans og vinum en þenna tíma — og mannkærleikstilfinningin og góðvildin gagnvart óSrum. Síðustu ritstörf sín inti hann af hendi í þessu n/ja húsi. Hann reit minningargrein í ísafold utn Pál Melsteð á aldarafmæli hans þ. 13. þ. mán., og aðra grein — ritdóm um Endurminningar P. M., í næsta blaði. — Fyrra mánu- dag sat hann við þ/ðingu á einni af sógum Selmu Lagerlöf og lauk henni um kvöldið. Á þriðjudag byrjaði hann að þýða aðra sögu eftir sömu skáldkonu og lauk henni til hálfs. Báðar þessar sögur var hann að þýða fyrir ísafold. Á miðvikudaginn var hann á ferli niðri í bæ, en var þá auðsjáanlega alls eigi vel hress. Síðasta húsið, sem hann kom í var ísafoldarprentsmiðja, — þar sem hann hafði lifað sitt fegursta og starfað sitt bezta — og síðaBta ganga hans, þaðan heim til sín. Síðari hluta dagsins kvartaði B. J. um, að sór væri ónotalegt og háttaði. Milli kl. 7 og 8 um kvöldið fekk hann heilablóðfall og varð máttvana alveg vinstra mrgin og misti bráðlega mál. Lá hann svo í móki rúma 3 sólarhringa, virt- ist samt hafa meðvitund við og við, þótt eigi gæti hann talað. ASfaranótt sunnudags hækkaSi hitinn mjög og fekk B. J. þá undir morgun (kl. 4) ofurhægt og rólegt andlát, sofnaSi út af, aS viSstöddum nánustu vandamönnum sínum. 6. B. 4&r Jarðarför Björns Jónssonar fer fram seinni hluta næstu viku. Minning Björns Jónssonar. í s a f o 1 d hefir ekki getaS komiS aS í þetta blað öllum þeim minningargreinum um Björn Jónsson, sem hún hefði viljað. Næsta blaðs bíður meðal ann- ars minniugargrein eftir I n d r i ð a skrifstofustjóra E i n ars- son: Mikill verkmaður. Bjöm Jónsson. Isafold ætlar mér að vera einn þeirra manna, sem minnast Björns Jónssonar hér i blaðinu. Mér væri auðvitað ókleift — þó að eg vildi — að verjast hugsunum um hinn látna höfðingja og vin minn þessa dagana. En mér finst órðugt að koma nokk- urum af þeim hugsunum á pappírinn. Vitanlega ekki fyrir þá sök, að efnið sé of lítið. Það er of mikið - alt of mikið í stutta grein. * Hann tók um nærfelt 40 ár þátt í flestöllum landsmálum — lengstum fremstur í flokki sinna sam- herja, sá maðurinn, sem andstæðingarnir einkum beindu sínum skeytum að. Og eg átti um allmörg ár því láni að fagna að vera í náinni samvinnu og félagsskap við hann og átti þess kost, mörgum frem- ur, að kynnast hugsunum hans og hvötum. Hvað á eg að taka af þeim ógrynnum, sem bera fyrir hugann ? Ætti að gera verulega grein blaðamensku hans og annars þess þáttar, sem hann átti í almennings- málum, liggur nærri, að það yrði sama sem að rita sögu landsins um nokkura áratugi. Allir sjá, að það verður ekki nú gert. Eg vil taka til dæmis brigzlið, sem á hann heflr verið borið um ósam- kvæmni, skort á stefnufestu. Þeir menn, sem minst vit hafa á stjórnmálastarfsemi, og eins þeir, sem einhverra hluta vegna vilja tala um hana af minstri sanngirni, eru harðastir í kröfum um að leggia aldrei lykkju á leið sína, þramma alveg beint áfram. Mjög oft er sú krafa jafn-viturleg eins og ef heimtað væri af skákmanni, að hann léki alt af sömu leikana, hverníg sem teflt væri á móti. Flestallir stjórnmála- menn hafa verið slíkum brigzlum bornir — ekki sízt þeir sem heimsfrægastir hafa orðið. Til þess að meta slíkar aðfinslur, verður að hug- leiða öll atvik, aðstöðuna við andstæðinga, aðstöðuna við fylgismenn og margt annað, en ekki sizt þann þroska, sem hugsiónirnar hafa sjálfar fengið á þeim og þeim tíma. Eg efast ekki um, að það réttlætis- verk við minningu Björns Jónssonar verði unnið. Og það ætti að gera sem fyrst. En þess er ekki kostur nú. En um það getur enginn ágreiningur orðið, hve mikil karlmenska kom fram i afskiftum hans af al- menningsmálum, og til þess að komast að raun um það, þarf enga rannsókn né sundurliðun. Um þá hlið á lundarfari Björns Jónssonar er öllum kunnugt. Mér skilst svo sem af óllum góðum eiginleikum Björns Jónssonar sé það karlmenskan, sem mest hefir læst sig inn í hug þjóðarinnar og meira en alt annað aflað honum þess mikla fylgis og trausts, sem hannátti þar að fagna. Eg get ekki bundist þess að setja hér ofurlítinn kafla úr samkvæmisræðu, sem hann flutti fyrir minni íslands fyrir 8—9 árum, 18. marz 1904. Eg heyrði ekki ræðuna, var þá í öðrum landsfjórðungi. En mér finst eins og eg sjái og heyri Björn Jónsson í hverri setningu : Til þess að menta þjóð þarf sama verklag og til að yrkja land. Það verður að byrja d því að hreinsa jarðveginn og bœta. Fyr er ekki til neins að sd i hann eða bera á hann. Það er erfitt verk, örðugasta verkið. En ekki verður hjá því komist. Það stoðar ekki að hlífa sér við því. Meingryti heimsku og hleypidóma verður að pœla upp eða þá að sprengja, ef ekki verður við ráðið öðru Fúamyrar þekkingar-káksins verður að rœsa fram, ef þar d að hœtta að spretta grdhvit, kjarnlaus sina, en koma i hennar stað hollur gróður og helzt töðugœfur. Og stinga verður á grœnmosadyjum vanþekkingar- gorgeirsins. Vatnið tómt og mosinn er fyrirstaða fyrir hollri rœkt og annað ékki. Þessi undirbúnings-iðja er ekki einungis erflð og miður skemtileg, heldur einnig miður vel þokkuð. Þeir mega ekki vera of mjúkhentir, sem þar vilja láta eitt- hvað undan sér ganga, og þeir mega ekki kippa sér upp við það, þótt hljóð heyrist einhversstaðar. Grjótsprengingum fylgja hvellir, og grjótflögurnar fljúga í pmsar áttir. Vér könnumst við það, blaða- mennirnir,þegarþeir, sem horft hafa á, flýja þá i ýmsar dttir og þora hvergi nœrri að koma, fyr en efþeir sjd, að brotin lenda d húsum náungans, en ékki þeirra. Þá hafa þeir sig að aftur og — eru kdtir. . . . Aldrei kemst land í viðunanlega rœkt, ef mein- grptið er látið i friði. Þann veg leit hann jafnan á starf sitt. Og hann hlífði sér ekki. Hann var ekki einn þeirra, sem »flýja í ýmsar áttir og þora hvergi nærri að koma«. Hann lét það aldrei aftra sér, aldrei draga úr einu sínu orði, þótt von væri hinnar skæðustu örvadrífu. Ekki svo að skilja, að hann fyndi ekkert til skeytanna. Til þess var lundin of viðkvæm. En samt hafði hann vafalaust eins konar yndi af baráttunni. Hann var »örum glaður« eins og Artemis. Hann ^^ r

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.