Ísafold - 27.11.1912, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.11.1912, Blaðsíða 4
ISAFOLD sér að hafa sömu aðferðina við hinar stéttirnar, verzlunarmenn, sjómenn o. s. frv., og er enginn efi á að þetta er leiðin sem fara ber til að auðga málið og bæta í þeim greinum, sem nú ata það og spilla því. Þá er það og alkunnugt hvern þátt Björn Jóns- son átti í því að reyna að koma samræmi á íslenzka stafsetningu. Hann kom fyrstur út íslenzkri stafsetn- ingarorðbók og hefir með því bætt úr mjóg brýnni þörf, jafnt þeirra er fylgja Blaðamannastafsetning- unni í öllum greinum, sem hinna er víkja frá henni í fleiri atriðum eða færri. Sýnir sala bókarinnar bezt hve mikil þörfin hefir verið. Björn Jónsson hefir því flestum öðrum fremur á síðari tímum unnið að því að búa í hendur þeirra sem íslenzku rita. Hann hefir auðgað málið og hreins- að og verið eitt þess bezta sverð. »Stíllinn er maðurinn«, það mátti með sanni segja um Bjórn Jónsson. Hann þurfti ekki að setja nafn sitt undir grein til þess að menn vissu hver höfundurinn var. A hverri hans setningu var skýrt persónumark. Hvort sem fallandi málsins var létt eða þung, var hún hans og einkis annars. Hún var hjartaslag hans og andardráttur. Aldrei lánaður hljómur úr annara strengjum. Tungutakið alþýðlegt um leið og það var persónulegt. Náttúrugáfan mikil, en jafnframt tamin af sterkum vilja. Og vilji menn vita hve föst og fim tök hann hafði á málinu, þá lesi menn þýðingarnar hans. Hvergi reynir meira á þrótt málsins og mjúkleik en þegar á að þýða úr útlendu máli. En það var Birni Jónssyni barnaleik- ur. Þýðingar hans á «Auðnuveginum«, á ýmsum sögum í »Iðunni«, á neðanmálssögum í ísafold, t. d. »Höfrungshlaupi«, eða nú síðast sögunum eftir Selmu Lagerlöf: »Herragarðssaga« og »Mýrarkotsstelpan«, eru gerðar af svo mikilli snild, að hrein unun er að lesa. Enginn finnur annað en að alt sé frumhugsað á íslenzku. Málið er alt í senn: glæsilegt, kjarnyrt og aþýðlegt, og þó mjúkt í svifum eins og brúðar- slæða í blænum. Og svo mikil æska og þýðleíki er í síðustu þýðingunum hans, að mér flnst hann nú vera ungur maður mitt á meðal vor. Og í þessum verkum sínum verður hann það líka meðan íslenzk- an lifir. Guðm. Finnbogason. Hjálpfýsi og líknarlunö. Fátt og jafnvel ekkert er mér jafn-minnisstætt um Björn Jónsson, eftir hin löngu kynni, sem eg hafði af honum, sem hjálpfýsi hans við þá, sem hann vissi í nauðum stadda og hjálparþurfandi; var það hvort- tveggja, að hann var fljótur að bregða við og að það munaði um hann, þar sem hann lagðist á sveiflna; var eins í því sem öðru, að betra var fylgi hans eins, en margra annara. Hann hafði hvorki þá né endranær þann sið, að eyða tímanum í að telja saman Ijónin og steinana, örðugleikana og torfærurnar, sem á leiðinni kunnu að vera. Og fátt hygg eg að Björn Jónsson hafi starfað með eins ríkum hjartans tilfinn- ingum og með jafn-innilegri hjartans ánægjú, sem þetta, að hjálpa þeim, sem í nauðum voru staddir, og umfram alt, að hjálpa þeim svo, að þá munaði um það, að hjálpin kæmi þeim að réttum og full- um notum, að þeim væri borgnara á eftir. Það eru einkum tvö atriði, sem mér eru minni- stæðust í þessum efnum, af þvi að eg var við þau bæði riðinn, og hafði því svo mikið af hjálpfýsi Björns Jónssonar að segja og ráðdeildinni og dugnaðinum, sem hjálpfýsinni var samfara. Það bar við vorið 1893, að skip fórst fyrir Land- eyjasandi; það var að koma úr Vestmanneyjum, og var á því fjöldi karlmanna úr Austur-Landeyjahreppi; fórst þar mikill hluti bænda og verkfærra karlmanna úr þeirri sveit; voru ástæður sveitarinnar og hagur hinn hörmulegasti eftir slysið, mörg heimili bjargar- laus og karlmannalaus. Rétt eftir druknun þessa messaði eg á Árbæ i Holtum; þar bjó þá Páll Briem sýslumaður. Við kirkjuna var staddur maður framan úr Land- eyjum, er sagði greinilega frá bágindunum og vand- ræðunum í Austurlandeyjum eftir mannskaðann. Eftir messu áttum við sýslumaður all-langt tal um þetta, og vorum á eitt mál sáttir um það, að eitthvað yrði að gera; en hitt var okkur ekki þegar ljóst, hvaða ráð skyldi upptaka. Þá skaust fram úr mér: »Eigum við ekki að skrifa Birni Jónssyni?« Sýslumaður var því þegar samþykkur. Eg reið heim um kveldið, skrifaði um nóttina og kom bréfinu til B. J. á mann, sem suður fór morguninn eftir. Þetta fór alt eins og í sögu segir. Björn Jónsson birti þegar í næstu ísafold lýsingu bréfsins á eymdarhag manna austur þar, skoraði á góða menn að hlaupa nú drengilega undir bagga, kom þegar samskotanefnd á laggirnar, og peningar söfnuðust þegar bæði fljótt og vel, eins og oftar hjá Reykvíkingum. Á laugardaginn fyrir hvítasunnu — mig minnir það væri þann dag— kom til mín sendiniaður með bréf frá Birni Jónssyni með þeim ummælum, að búið væri að kaupa kornmat og bjargræði fyrir svo og svo mörg hundruð krónur, leigja gufubát til að flytja vörurnar austur að Landeyjasandi, og peningar kæmu með pósti til að bæta úr óðrum þörfum ekknanna og föður- leysingjanna. En nu yrðum við þar austur frá að taka mannlega á móti, svo gufubáturinn þyrfti ekki að bíða um skör fram. Eg fór fram að Arbæ til sýlumanns með bréfið, og átti hann með hinum alkunna dugnaði sínum, hlut að því, að taka móti hinni góðu sendingu Sunnanmanna. Samskotin urðu undir forustu Björns Jónssonar afarmikil, varð að lokum afgangur talsverður, og af honum stofnaður sjóður fyrir Austur-Landeyjahrepp, til styrktar ekkjum og munaðarleysingjum, að mig minnir. Margir áttu þakklæti skilið fyrir þessa góðu og drengilegu hjálp, en fyrstur allra Björn Jónsson. Var mér kunnugt um, að hans var þá minst þar austur frá með innilegum þakklætistilfinningum af mörgum. Hitt skiftið var jarðskjálftaárið mikla, árið 1896. Aðfaranótt sunnudagsins 6. september kom lang- versti kippurinn í ölfusinu; þá hrundu þar um 30 bæir, meir og minna; ástandið var hömulegt í sveit- inni. Fólkíð var sem þrumu lostið af ótta; allir lágu úti við illan og lélegan aðbúnað; verst leið þó börn- um og gamalmennum. Horfurnar voru ljótar; komið að hausti, mannahíbýli og fénaðarhús lágu niðri í hálfri sveitinni. Sunnudaginn 13. sept. var landsynningsrok og rigning að sama skapi; eg hafði verið á ferð allan daginn út um sveitina i einhverjum framkvæmdum; kom heim undir kveld hrakinn og þreyttur, og bjóst að fleygja mér í blautt tjaldið um kvöldið, því öll hús voru niður fallin. ' En þegar eg kom heim, þá var Björn Jónsson kominn. Aldrei hefl eg fengið eins góðan gest; því síður betri. Það var eins og með honum kæmi nýtt þrek, nýr kraftur, nýtt ljós og nýjar vonir. Mér fanst sem blautt og kalt tjaldið yrði að bjartri og hlýrrí höll; ylurinn og birtan streymdi til okkar allra tjald- búanna, frá þessum góða gesti; við vissum öll og fundum, að úr þvi Björn Jónsson var kominn til skjalanna, þá mundi eitthvað skipast til hins betra. Okkur leíð ekki vel, en við vissum að mörgum leið miklu-miklu ver; og við treystum honum allra manna bezt til að hef jast handa, til að hafa bæði ráð og dað til að bæta úr einhverjum vandræðunum. Ekki gat eg boðið honum betra en eg og fólk mitt átti víð að búa, að liggja í öllum fötunum hjá okkur í tjaldinu; en hann tók því öllu með þökkum og kvað sér ánægju að smakka á útilegu-lífinu hjá okkur, sem jarðskjálftarnir höfðu leikið harðast. Þegar við vorum búnir að fá einhverja hressingu tíl að taka úr okkur versta hrollinn, þá segi eg við hann: »Nú ætla eg að sýna þér, hvernig fólkinu hérna í hverflnu líður«. Hann kvaðst þess fúsastur og albúinn. Við gengum siðan á alla bæina í Arnarbælis- hverflnu. Alstaðar lá fólkið úti þrátt fyrir illviðrið. Víð- ast höfðu menn borið saman heybagga, gert úr þeim skýli og breitt yfir brekán, rúmábreiður og rekkju- voðir. öllum mun skiljast, hvernig vistin hefir verið í þessum híbýlum í roki og stórrigningu; öllum leið auðvitað illa, en lakast þó aummgja börnunum og gamalmennunum, þar sem þau voru. Meðan við vorum að ganga milli heimilanna, þá talaði Björn Jónsson fátt, en það sá eg, að hann hugði vel að öllu. En þegar við vorum komnir heim að Arnarbæli og inn í tjaldið aftur, tjaldið, sem blessaður karlinn hann Tryggvi Gunnarsson hafði lánað mér með sinnialkunnu vinsemd ogalúð, þá man eg, að Björn Jónsson sagði: »Þetta má ekki svona til ganga; börnin missa heilsuna og jafnvel deyja, ef þessu illviðri heldur áfram; og við því má búast, þegar þessi tími er kominn«. Þetta var hverju orði sannara. En hvað átti til bragðs að tatoa. Um það rædd- um við lengi fram og aftur, meðan landsynningurinn og rigningin lamdi utan tjaldið. Loks kom hann um kveldið með þá uppástungu, að taka öll börn, sem við bágust kjör áttu að búa, og flytja þau suður í Reykjavík. Eg man, að mér þótti hugsunin og ráðagerðin nokkuð stór og fyrirferðarmikil fyrsta kastið, því þá voru vagnferðir ekkert farnar að tíðkast. En Birni Jónssyni óx þetta alls ekki í augum; sagði Reykvík- inga mundu bregðast skörulega við þessari nauðsyn, og krakkana mætti flytja á vögnum, og vagna mundi mega fá í Reykjavík; á þessu mundu engar torfærur verða, sízt þær, er ekki mætti þegar sigrast á. Morguninn eftir var hann snemma uppi — það tók ekki langan tíma hjá okkur að klæðast; við sváfum í sömu flatsænginni í öllum fötunum. Hann kvaðst hafa sofið illa um nóttina, börnin í heyskýl- unum hefðu haldið fyrir sér vöku; nú væri að komast suður og reyna að koma niður krökkunum og fara að flytja þá. Er þar skjótt yflr sögu að fara, að Björn Jóns- son reið suður um daginn, stofnáði til almenns fundar um kveldið og bar þetta mál upp fyrir körlum og konum. Reykvíkingar tóku málaleitunum þessum afbragðsvel; var þar afráðið, að flytja börn af jarð- skjálftasvæðinu suður til Reykjavikur, og einnm degi seinna kom fyrsti barnavagninn austur. Fylgdi hon- um bréf frá Birni Jónssyni, þar sem hann fól mér að safna saman börnum um ölfus og Flóa og koma þeim jafnan i tæka tíð á einn stað, þar sem að þeim væri aðgangur í hvert sinn, er vagninn kæmi aust- ur yfir Fjallið. Víða sá eg mæðurnar gráta af gleði, er börn þeirra komust úr jarðskjálftaeymdinni og til betri heimkynna, og feðurnir sögðu sig færa í allan sjó, þegar þeir voru orðnir áhyggjulausir um börnin fram eftir haustinu, meðan þeir voru að koma upp skýl- um til vetrarins. Marga og góða hjálp fengu menn á þeim erfiðu tímum úr ýmsum áttum, bæði frá Reykvíkingum og öðrum, en þessi hjálpin var ein hin notalegasta og mannúðar- og mannelskuríkasta af þeim öllum. öll börnin dvöldu lengi fyrir sunnan og áttu sældaræfi, sum ár eftir ár, og sum eru enn ekki austur komin. En —• þegar börnin fóru að tínast heim aftur, þá var alment viðkvæði, að þau »væru útlitandi eins og kongabörn«, svo voru þau sælleg, vel og rík- mannlega fötuð, og svo mikið fylgdi þeim mörgum af ýmsum góðum gjöfum úr vistunum í Reykjavík. Eg heyrði margan þá leggja miklar og heitar blessunaróskir yfir Reykvíkinga, sem og var verðugt, fyrir þessa góðu og mannúðarríku hjálp. En — um endilanga Árnessýslu og Rangárvallasýslu, svo langt sem jarðskjálftavandræðin náðu, var nafn Björns Jónssonar nefnt með meiri virðingu og meiri þakk- lætishug heldur en nafn nokkurs annars manns. Allir vissu, að hann átti upptökin að þessu, og fleiru í þessa sömu átt, og hafði fyrst og fremst allra lagt fram tima og fyrirhöfn til að koma þessu i fram- kvæmd. Og þegar eg í vor kom austur um jarðskjálfta- leytið og fann þar gamla og góða vini og kunningja, marga í nýjum og þungum jarðskjálftanauðum, þá var það sama viðkvæðið hjá flestum einhvern tíma áður en samtalinu lauk: »Hvað segið þér mér nú af Birni Jónssyni? Sá var nú betri en enginn hérna um áriðU Eg fann það þá, og hefl oft fundið það áður, að »andinn lifði æ hinn sami«, virðingar og þakklætisandinn hjá almenningi í garð Björns Jóns- sonar fyrir hina góða og drengilegu hjálp, sem hann hafði veitt mönnum oftar en einu sinni á þungum og erfiðum tímum. Alþýðan íslenzka kann oft að koma vel orðum að tilfinningum sínum, og hún er oft minnug á það, sem henni er vel gert; Björn Jónsson var betri en enginn þeim sem bágt áttu, og hann náði til, og margur islenzkur alþýðumaðurinn mun muna lengi nafn hans, geyma það í þakklátri endurminngu. Nú eru jarðskjálftabörnin komin upp, orðin full- orðnir menn, en ekki trúi eg því, að þau ekki kunni flest að nefna nafn Björns Jónssonar með virðingu, nafn þess mæta manns, sem reyndist þeim og foreldr- um þeirra betri en cnginn á þrautatímum og í hörm- unga sporum. Og laust trúi eg hinu, að ekkjurnar i Austur-Landeyjum, sem mistu menn sína og syni árið 1893, og sem nú kunna á lífi að vera, minnist ekki með þakklátum huga Björns Jónssnnar, nú þegar þeir heyra, að hann er fallinn í valinn. Þannig mætti halda lengi áfram upp að telja þá, er mega minnast hans með þakklæti, því margur átti honum þakkarskuld að gjalda. »Sá var nú betri en enginn«, svo mælir íslenzk alþýða um sina beztu menn. Þau ummæli eru ein af hennar stærstu lofsorðum. Björn Jónsson var betri en enginn nauðstóddum mönnum, og öllum sínum vinum, fús að hjálpa og fljótur að hjálpa, »vinur, sem í raunreyndist«. Hann hlífði hvorki sjálfum sér, tíma sinum né fé, ef hann vissi vini sína í nauðum stadda; og það var gert, sem hann gerði. í engu var hann meðalmaður. »Höfði hærri en alt fólkið«. Svo er minst eins af fornkonungum Austurlanda. Svo minnumst vér Björns Jónssonar, vér hinir fornu vinir hans, sem þekt höfðum hann og um- gengíst hann einn áratuginn eftir annan, þekt hann hryggan og glaðan, sjúkan og heilbrigðan, þekt hina fólskvalausu mannelsku og líknarlund, sem hann hafði að geyma, þekt hinar næmu og viðkvæmu tilflnning- ar hans, hina barnslegu og góðu sál, sem hinn sterki maður var gæddur. vHbfði hœrri en alt fólkið«, svo mun mynd hans standa fyrir vorum sjónum, það sem eftir er æfinnar. Og — »sd var nú betri en enginn, þegar á lá«, svo munu islenzkir alþýðumenn mæla við syni sína, er þeir mjjnnast Björns Jónssonar. Olafur Olafsson. Ritstjórar Ólafur Björnsson og Sigurður Hjörleifsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.