Ísafold - 04.12.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.12.1912, Blaðsíða 1
K.tiiirt.1 ttt fcvinvar i vikn. Verö Arg. (80 arkir roinst) l kr. erlendis B ki i eöa 1 'íi dollar; borjrist fyrir raf&jat! júlf (arlendin fytir fram). ISAFOLD Tjppgoen (skrifleg) bnndin vift aramót, e» óglla nema komln se til útgefanda fyiii 1. okt. sg Kaapnndi aknldlaas tío Haoift Afgieiftela: Anstor«tT»ti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 4. des. 1912. 82. tðlublað Jens Pálsson prófastur. Jens Ólafur Páll hét hann íullu nafni, þótt fáir kannist við nema fyrsta nafnið, en það þektu lika allir þeir landsbúar, er einhvern áhuga höfðu á framförum þjóðarinnar. Síra Jens fæddist 1. april 1851 á Skarði á Skarðs- strönd. Foreldrar hans voru síra Páll Jónsson Matthiesen (f 1880), síðast prestur að Arnarbæli og kona hans Guðlaug Þorsteinsdóttir bónda i Núpakoti Magnússonar. Stúdentspróf tók síra Jens 1870, þá 19 ára gamall og embættispróf í guðfræði við presta- skólann tveim árum síðar. Að afloknu prófl 1872 brá hann sér til Kaup- mannahafnar og dvaldi þar nokkra mánuði, en 2. nóv. 1873 vígðist hann til aðstoðarprests hjá föður sinum i Arnarbæli. Vorið eftir giftist hann ungfrú Guðrúnu S. Guðjohnsen. Árið 1879 fekk hann Þing- velli, en Útskála 1886 og loks Garðaprestakall 1895. Hann varð prófastur í Kjalarnesþingi árið 1900. Þingmaður Dalamanna var hann á árunum 1891— 1899, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1908 —1912 og forseti efri deildar á þinginu 1911. Hann andaðist 28. nóv. 1912. Hér eru taldir þeir atburðir, er að ytra útliti marka helztu eyktir á æflbraut hans og nokkuð má af þeim ráða um manninn sjálfan. Hann var lánsmaður á ytra borði lífsins. Hitt þó meira um vert að hann var það í raun og veru. Kornungur maðurinn skýtur hann aftur fyrir sig gömlum presti, er hann fékk Þingvelli. Landshöfð- ingi Hilmar Finsen vildi fá þangað prestshjón, er fær væru um að taka snoturlega móti útlendingum, er þá voru farnir að ferðast töluvert til Þingvalla og Geysis og víst var leit á öðrum, er færi það betur úrhendi en þeini. Mikil breyting varð líka á um þau efni, við komu þeirra hjóna til Þingvalla. Enn er síra Jens ungur maður er hann sezt að á einu höfuðbóli kirk- junnar hér á landi, Útskálum, og loks fær hann eitt af allra álitlegustu brauðum landsins, Garða á Álfta- nesi og gegnir jafnframt hinum virðulegustu og vanda- sömustu störfum. Og alt þetta varð honum til hamingja, fyrst og fremst af því, hve sjálfur hann var rikur af gleði, lífsgleði barnsins, starfsgleði fullorðna mannsins og ekki sizt gleðinnar yfir því að vinna að heill annara manna, vera þeim til gagns og ánægju. Þess vegna varð honum svo mikið að verki og mikið starf liggur eftir hann. ÖU prestssetrin, sem hann bjó á, bygði hann upp að miklu eða öllu leyti, alstaðar kemui hann blæ snyrtimenskunnar á heimili sitt. Alstaðar var hann áhugasamur búhöldur. Vorið sem hann flutti að Görðum hafði hann látið slétta 4—5 dagsláttur í túninu og sýnir það að hann var ekki smátækur i þeim efnum. Alstaðar vinnur hann mikið að héraðsstjórn. Alstaðar er hann vinur og bróðir sóknarbarna sinna í nánu sambandi við þá eiginleika hans, sem hér er lýst, stóð það, hve tamt honum var það, að ætla öðrnm gott. Honum var því fremur ósýnt um undirhyggju andstæðinga sinna. Og þó hann væri allra manna kappfylstur að koma fram máli sínu og allra manna trygglyndastur við vini sína og flokksbræður, var deilan hjá honum ætíð um mál en ekki menn. Hann gat glaðst við glímuna, en með heitari og hýrri gleði tók hann í hönd mót- stöðumanna sinna, að glímunni lokinni. Þess vegna gat honum orðið létt til samvinnunnar við þá, þegar hann gat átt samleið með þeim. Slíkur maður gat varla átt óvini, enda skal það látið ósagt hvort hann átti nokkurn. , Maður sem var skapi farinn líkt og síra Jens hlaut nærri að sjálfsógðu að hafa brennandi áhuga á landsmálum, enda munu fáir samtíðarmanna hans hafa haft hann meiri. I þeim áhuga runnu saman tilfinningar göfugs hjarta og farsæl búhyggindi. Hann berst á móti hreppaflutningi þurfamanna fyrst og fremst af því, að honum blöskrar ómannúðin við þenna hrakning, jafnt á gamalmennum sem ungum börnum; hann skyldi hve börnunum mundi vera hann notalegur, hann sem sjálfur hafði bætt sér upp barnleysið með því að taka 5 börn til fósturs — og lika af þvi hve þessi flutningur sé kostnaðarsamur og óhentugur. Hann berst fyrir bættum samgöngum á sjó og landi, meðal annars af því, að það sé ómannúðlegt að neyða fólk til að bera þungar byrðar, jafnvel milli landsfjórðunga og af því að af því hafi oft hlotist hörmuleg slys, — en lika af þvi að þetta sé hræðileg misbrúkun á tíma og vinnuafli. Annars voru samgöngumálin eitthvert mesta áhugamál hans, alla tíð; hann skildi útlenda gestinn sem sagði, að það fyrsta sem vér þyrftum að fá, væri samgöngur og það annað sem vér þyrftum að fá, væru samgöngur og það þriðja sem vér þyrftum að fá, væri líka samgöngur. Um samgöngumálið ritaði hann í þetta blað langa og einkar-merkilega grein fyrir 22 árum. Sú grein var af ýmsum talin i meira lagi öfgakend, loftkastalar, sem engum dytti i hug nema honum, og þó hefir sú reyndin orðið á, að. hugsjónir hans þar hafa orðið að framkvæmd, loftkastalarnir eru allir komnir niður á jörðina og hafa verið fluttir þangað á sama hátt eins og hann lagði til. Sumir þeirra þykja jafnvel nú ekki sem heppilegastir, af því þeir voru ekki í upphafi nógu hátt uppi i skýjunum. Er það nytsöm bending þeim, sem ætíð hafa ótrú á framförum. í grein þessari berst síra Jens fyrstur manna fyrir akbrautum upp hér- uðin, i sambandi við nægilegar strandferðir á sjó. A þingi var síra Jens ætið í flokki þeirra manna, er á mest vildu hætta, til þess að bæta úr samgöngu- vandræðunurn. Hann var með landssjóðsútgerðinni, að hún væri upp tekin og hann var með járnbraut- armálinu þegar það var á döflnni og mun mega telja honum hvorttveggja til sæmdar. Hitt var eðlilegt, að maður með svo brennandi framfarahug hefði skarpari sjón á ógæfunni af framkvæmdarleysinu, en örðugleikunum á því að framkvæma stórvirkin. Að þessu sinni er hvorki rúm né tími til þess að gera nákvæma grein fyrir hinum miklu og marg- breytilegu þingstörfum síra Jens Pálssonar, öll þau ár sem hann sat á þingi. Þó má geta þess, að hann mun fyrstur hafa stungið upp á verðlaunaveitingu fyrir útflutt smjör og sýnir það, meðal annars, hve glögt auga hann hafði þá fyrir framtíðar möguleik- unum í þeirri atvinnugrein. Aðeins skal þess getið hér, að hann var ótull stuðningsmaður bindindismáls og bannlaga um f jölda mörg ár. Hann gerðist félagi í reglu Goodtemplara árið 1887 og minnisstæð eru mörgum afskifti síra Jens af bannmálinu á síðasta þingi. Það var hans verk allra manna fremur, að þeirri bólu var eytt i þing- inu, að fara að ganga á ný til atkvæða um bann- lögin, áður en þau voru að fullu á komin. Hann gjörði það með þeirri lipurð og einlægni, en jafnframt þeirri festu, sem hann sýndi svo oft við afskifti sin af áhugamálum sínum. Við fráfall síra Jens eiga margir á bak að sjá góðum og tryggum vini og þjóðin einum sinna beztu sona. Við jarðarför síra Jens Pálssonar á laugardag- inn tala þeir síra Kristinn Daníelsson á Útskálum, síra Björn Stefánsson aðstoðarprestur og biskup herra Þórhallur, ef heilsan leyfir honum að verða viðstaddur jarðarförina. Minning Bjðrns Jónssonar I Þakkar- og kveöjuljóö til Björns Jónssonar, fvrv. ráðherra, frá Stórstúku íslanös I. O. G. T. Við klukknahljóm síðasta sinni í samhygð að gröfinni þinni vér fylgjum þér frumherji og bróðir, í fylkingu daprir og hljóðir. Vér kveðjum með fánanum fríða sem fyrir þér ljúft var að striða, er vígðir þú áhugans eldi að æfinnar síðasta kveldi. Með viljans og framsóknarvigri þú varðir hann, hrósaðir sigri, — nú heitir þú horfinn á alla að hefja' hann og láta' hann ei falla. Með sál þína, sókndjarfa og unga, með sæmd þina og alvöruþunga, sem fyrirmynd fram skulum sækja og frjálsir vor skylduverk rækja. Þú helgaðir íslandi alla og óskifta forgöngu snjalla, því drúpir hver dísin þess grátin um drengskapar-aðalsmann látinn. Við stefiahreim strengjanna bhðast þig Stórstúkan kveður nú siðast með þökk fyrir stríðið þitt stranga og starfið þitt göfuga og langa. G. G. Björn ]ón sson Fæoöur 8. október 1846. Dáinn 24. nóvbr. 1912. Hér er fallin hetja' að velli hugumstór, sem ei lét bugast napur lífs þó næddi' af djúpi næðingur, og öndvert stæði strauma þunga' i stormaþrengjum, stafn lét kljúfa' í herrans nafni, studdur giftu, stjórnvöl greipti, styrkur í raun og mikilvirkur. Vini lék hann trygðatökum, tállaus hugur fylgdi máli, þýður eins og bezti bróðir bætti' úr raunum sjúkra' og grættra; vakin hyggja' af vilja þreki verka sýndi augljós merkin, hóf sig yfir hik og efa, hindrun lét ei áform binda. Eldur og kuldi eðlisheildar ægi kyngi tilfinninga, surfu orð og settu' í skorður suðu' i málið eitla' úr stáli; gæddur þori þegar skar hann þjóðarmeinin inn að beini, tökin þóttu þvi, að líkum, þung, meðan stóru kýlin sprungu. Hvössum andans brá hann brandi, bönd og fjötra' af þjóðar höndum höggva vildi' og var þvi aldrei valdur að neinu undanhaldi, djarfur í sókn, að sigurhorfum sótti, er aðrir lögðu' á flótta, meðan þrek og þróttur léðist þjóðarmegin jafnan stóð hann. Stafar hljótt í hvílu grafar helgum friði' á öldung liðinn alheimsljós, og öndu lýsa inn í sælubjört heimkynni; sögudís i sönnu ljósi síðar mun á himni tiðar börnum lands, sem leiðarstjörnu láta nafn hans skína jafnan, Svb. BjðrnsBon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.