Ísafold - 07.12.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1912, Blaðsíða 1
Kðmu út fcvisvar 1 viku. Vero éig. (30 arkir minst) 4 kr. erlendi* 6 ki, eoa 1'/« dollar; borgist fyrir mlDjan jnli (erlendií fyrir fram). SAFOLD Dwnðfti latrlfleE) buniiiii vi?> iramöt, er ósriiii nema komin aé t.ji atgefanda fyrir 1, <?*•„. i.g a.a«pi\ndi »kíililla'j« ríft blaöiD A£«rei*»!»i i Aruftiuctrnt! 8, XXXIX. árg. Reykjavík 7. des. 1912 84. tölublað I. O. O. F. 94126'J. KB 13. 9. 12. 7. 2. G. Alþýoufól.bókaaaín Templaas. 3 kl. 7-9. Augnlækning ókeypis í Jjæk.iarg. u ravd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofnn opin virka daga i0~3 BisjarfógotaRkrL'stofan opin v. d. 10—2 oe 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og n 7 Eyrna-,nef-os halnlmkn. ók. Pósth.str Í4A fid.2—3 tslandsbanki' opinn 10—8ll« oe B'.'n-T. K.P.O.M. <ie»trnr- or ckrtfstofa 8 ard —10 íBd. Alm. fnndir fid. 0« sd. H >/i BÍMngis. l.andakot>ikirk,ia. öu&sþj. P or H a holfnim tmndakotnspltali f. s.iúkraviti. 10'h—'8 os; 4—6 Landsbankinn 11-»»;«, n','|.-8i/«, Bankasti. við 12-2 Landsbókasafn 12—8 o(t 5—8. Útlán 1—3 Landsbunaoarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 LandsféhirBir 10—2 o<í 5—6. Landsskjalasafni''' hvern virkan dag 12— 2 Landsiminn opinn daelan^t [8—8] virka dagt*. helua dacra 10—12 or 4—7. IiækninK ókeypis Þinch.str. 23 pd. os- f»d. 12—1 NattaraKTÍpasafu opio i "«—2*'« a grumudögum Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. ^tjórnarrátisskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikar (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga »0—9. '^innlrekninK okeypis PiSntb.wtr. 14B rad. 11—12 Vlfilssta^ahœlil. rleimsdknartfmi 12—1. t»,ióomenjasafnio opiö þd., fmd. 02: sd. 1 '—9. Frá ófriðnum. ísafold hefir séð ensk blöð til i. desember. Einna sögu'egast af styr- jöldinni á Balkanskaga var það, að Búlgarar náðu, um lok fyrra mánaðar, tveim tyrkneskum herfylkjum á vald sitt, ekki langt frá bænum Demotika í Þrakíu. Tyrkir veittu hina hörðustu mótstöðu, en urðu loks að gefast upp. Búlgarar handtóku þar tvo hershöfð- ingja, 252 herforingja og 8879 ó- breyttra hermanna. Þar fengu þeir á annað þúsund hesta, ýmsar fallbyss- ur og töluvert af vistum. Fangarnir voru fluttir til Demotika. Umsátin um Adrianópel hélt þá enn áfram sem fyrri, en talið að hringurinn um borgina yrði þrengri með degi hverjum. Setulið Tyrkja í borginni hafði upphafiega verið um 40 þúsundir manna, en talið að það mundi vera búið að týna svo tölunni, að ekki mundi vera eítir mikið yfir 20 þúsundir af því. Þá var umsátinni um Skútari held- ur ekki lokið. Umsátursliðið var þá orðið 36 þúsundir manna. Talið að Tyrkir hefðu þá safnað saman um 50 þúsundum af her sín- um nálægt Yanina í Epírus og mundi það herlið veita Grikkjum snarpa mót- stöðu. Albanar höfðu haldið þjóðfund i Valona 29. nóv. og hafði þar verið lýst sjálfstæði Albaníu. Er svo að sjá, sem það hafi verið gert með öllum atkvæðum og án tillits til trúar- bragðadeilunnar. Æðstur maður í bráðabyrgðastjórninni heitir Ismail Kemal. Heimkoma ráðherra Felmtur í kYikmynda leiMsi. 40 börn troðin undir. Það bar til í kvikmynda leikhúsi í Bilbao á Spáni 24. f. m., að hrópað var upp í leikhúsinu orðið eldur. Varð af því svo mikill og almennur felmtur í leikhúsinn að fólk ruddist sem vitstola að útgöngudyrum og fengu umsjónarmenn og lögregla við ekkert ráðið. í leikhúsinu sátu að þessu sinni nálega eingöngu konur Og börn. Milli 40 og 50 börn voru þar troðin undir til bana og sömu- leiðis ein kona fullorðin, en fjölda margar meiddust. Óðafár þetta virðist hafa stafað af því, að kviknað hafi í mynd þeirri, er verið var að sýna. Sýningarstjóri hrópaði þá upp orðið eldtir, fyrstur manna, en annars tókst honum að slökkva eldinn án frekari aðstoðar. Þegar fréttist um slysið út í borg- ina, þursti miigur og margmenni til leikhússinS og hafði verið hörmuleg sjón að sjá, er foreldrarnir voru að ná til sín börnum sínum dauðum. RAðherra Hannes Hafstein kom heim úr utanför siuni í morgun með Botníu. Fréttir hefir ísafold fáar að færa úr för hans að þessu sinni. Þó skal þess getið að í för með honum austan af Seyðisfirði eru þeir alþingismennirnir Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti og síra Björn Þorláksson á Dvergasteini, og talið er að hingað sé von fleiri þingmanna um þessar mundir. Má af því ráða að hann hafi þau erindi með höndum, er honum þyki svo mikilsverð, að hann vilji ræða um þau við þá þingmenn, er til verður náð, án mjög mikils kostnaðar. Líklegtað þar sé upphaf nýrra tíðinda með þjóð vorri. Um samgöngurnar er þið rið segja, að ráðherra hefir gert samning við Sameinaða gufuskipafélagið um strand- ferðir næsta ár. Eiga skipin Skálholt og Hólar að fara þær, en auk strand- ferða verða 6 hringferðir. Flutnings- gjald verður að mestu leyti hið sama og áður. Þessar ferðir næsta ár eiga að kosta éo þúsund krónur. Sameinaða félagið hætti við upp- sögn á 10 ára samningi sínum um ferðir hingað, en það mun hafa orðið að samningi, að innanríkisráðuneytið danska borgaði félaginu fyrst um sinn fyrir íslands hönd fjárhæðir, er svara þeim kolatolli, er félagið þarf vð greiða hér. Talið að hér ræði um 5000 kr. á ári. Annars er það undir alþingi komið hvort úr þessu verður mála- rekstur milli landsstjórnar og félags- ins, eða ekki. Þetta mun vera aðalatriði samning- anna um samgöngumálið, og þótt samningskostir séu miklu lakari, en áður áttum vér við að búa, sem vænta mátti, mun þó mörgum þykja betur farið að vér urðum ekki strandferða- lausir næsta ár. Erí. símfregnir. Friður í vændum. Khöfn 6/la '12. Vopnahlé komið á. Frið- arsamningar Ibyrja í Lund- únum eftir viku. Balkan- ríkin eru sundurþykk. Störkostleg viðböt við herflota Breta. Frá Indlandi bárust þau tíðindi til Lundúna 29. f. m. að þjóðhöfðingjar Indlands væru að bera ráð sín saman um að gefa brezka ríkinu þrjii orustu- skip af allra stærstu gerð, er Bretar nefna Super-Dreadnoughts, en kalla mætti alls-óraqa á islenzku, eri. auk þess ekki færri en 9 varðbergs-snekk- jur. Talið að skip þessi mundu öll kosta um 26 miljónir enskra punda. Fullráðið er þetta þó ekki kallað enn- þá, en þó þegar talað um hvar skip- unum sé ætlað að hafast að, en það er í Indlandshafi, Rauðahafi og Mið- jarðarhafi. Náttúrlega er það að einhverju leyti fyrir hvöt ensku stjórnarinnar að þjóð- höíðingjar Indlands eru að ræða þetta, þó ekki sé það uppi látið. En ekki er nóg með þetta. Nýlenda Eng- lendinga á Malakkaskaga hefir þegar boðið brezku stjórninni eitt orustu- skip og því boði verið tekið með miklum þökkum. Er það skip í smið- um nú þegar, Eyjaáljan hefir lofað þrem orustuskipurr. og Nýja-Sjdland einu. Frá Suður-Jfríku vænta Eng- lendingar að fá 6 varðbergs-snekkjur að gjöf og sömuleiðis talið víst að ekki muni Canada láta sinn hlut eftir hggia- Þjóðverjar ygla sig heldur viðþess- um stórtíðindum og þykir líklegt að þeir muni enn auka flota sinn að stórum mun. Sonur Jesú. Svar til spyrjanda í >Visi«. I ræðu minni siðastliðinn sunnudag, sagði eg að Kristur mundi hafa átt son. Ritningarstaðurinn sem eg byggi þessa ætlun mina á, er í 13. kapitula postulasögunnar, og segir þar svo: »Og er þeir (Páll postuli og fleiri) höíðu farið um alla eyna tii Pafos, hittu þeir fyrir töframann nokkurn, falsspámann, Gyðing, Bar-Jesús að nafni*. Orðið Bar þýðir sonur, og maður- inn er því ekki nefndur »skírnarnafni« sínu, heldur sonur föður síns, sonur Jesú. Þetta verður varla öðruvísi skilið en svo, að Jesús, faðir þessa spámanns, hafi verið frægur maður, og líklega meiri spámaður en sonurinn; og að þessi Jesús hafi einmitt verið spámaðurinn Jesús frá Nazareth virðist mér miklu liklegra heldur en að það hafi verið einhver annar Jesús spámaður. Hin- um postulunum var víst ekkert um Pál postula framanaf, og ekkert virð- ist undarlegt í því, þó að sonur Jesú væri ekki vingjarnlegur við Pál post- ula, sem svo heiftúðlega hafði ofsótt lærisveina Krists, og eins og bréfin sýna, kendi ýmislegt annað en Kristur hafði kent. Páll postuli jós yfir þenna mann skömmum, kallaði hann djöfuls son og óvin alls réttlætis; og er ekki að sjá, að ástæðan hafi verið önnur en sú, að rómverski landstjórinn hafði meiri mætur á syni Jesvi, heldur en á Páli, líkt og herforingjanum Pílatusi leizt betur á Krist, sem sennilega hefir verið manna »mestur og sterkastur«, heldur en á Gyðingana, mótstöðumenn hans, þó að hann yrði undan að láta þegar hótað var með keisaranum; sá keisari hét Tíberius, og þar var ekki við lamb að leika sér. Eins og kunnugt er, tókst Páli (eða svo virðist mér liklegast) að dáleiða svo þenna son Jesú, að hann varð um tíma sjónlaus; en landstjórinn komst á þá skoðun, að Páll mundi vera töfra- maður meiri. Ekki get eg gert mér grein fyrir, hvernig á því muni hafa staðið að sonur Jesii varð að lúta í lægra haldi fyrir Páli. En það er í góðu samræmi við, að sjálfur Kristur hafði ósigur beðið fyrir heimsku og illgirni sam- tíðarmanna sinna. Og ekki einungis sjálfur hann var sigraður, heldur einnig kenning hans; í kirkjunni sem stofnuð var, ríkti ekki andi þess manns, sem sagt hafði: sannleikurinn mun gera yður frjálsa; að svo lítið varð um frelsi í kirkjunni, bendir til þess, að þar hafi ekki verið mikið um sannleik. Og ekki er ófrelsið minst, þar sem kirkjan nefnir sig fríkirkju, eins og i Ameríku. Það hefði getað orðið söguefni fyrir Anatole France þetta, að einn af post- ulunum kallar son Jesú djöfuls son og óvin alls réttlætis, og vinnurhon- um mein með kraftaverki. Vitanlega var Páll ólíkastur Kristi af postulunum, en Jóhannes líkastur. Pétur postuli virðist hafa verið kappi mikill og rammaukinn; ofsamaður í skapi. Það er nógu undarlegt að sjá, hvernig þessi lærisveinn mannúðarhetjunnar miklu, fer með Ananias og Safira, ef það er rétt, sem mér virðist, að hann hafi drepið þau með nokkurs konar dáleiðingu. Og þó að þessi hjón hafi nii orðið bráðkvödd af tilviljun, þá minnir samt framkoma postulans of mikið á það miskunnarleysi, sem svo V5*!!' ' í:V:::| ', ;. ¦ l V. ':; -¦-'¦¦,'.¦ ': :;,.t iaau^L ¦ÉMSt ¦ ¦¦-..¦ Hlteáiv Tyrkneskir fangar niatast. oft var síðar sýnt af þeim sem köll- uðust sitja á stóli Péturs. En þrátt fyrir þetta, má þó telja víst, að Pétur postuli hafi verið drengur góður inn- anum, og Sturla Þórðarson lögmaður, söguritarinn mikli, hafði mestar mætur á Pétri allra postulanna, sennilega af því að það var hann sem brá sverði, eins og kunnugt er, og ætlaði að verja sinn höfðingja. 28. nóv. Helgi Pjeturss. Sauðfjárböðun. Sú grein landbúnaðarins, sem í möigum, ef ekki flestum sveitum landsins er einna arðvæniegust, er sauðfjárræktin. Það ríður því á, að leggja sem mesta rækt við hana, og hirða féð sem bezt. Eitt af því, er þar til heyrir eru baðanir á sauðfé. En því miður hefir sauðfjárböðum verið vanrækt hér á landi fram til skamms tíma, og hafa menn oft orðið að kenna á því og goldið þar van- rækslu sinnar. Sauðfjárkláðinn, sem geysað hefir oft yfir landið, eða út- breiðsla hans, á vafalaust að nokkru leyti orsök í þessari vanrækslu. Þegar gerðar voru ráðstafanir hér um árið til þess að útrýma fjárkláð- anum, var fyrirskipað að nota tóbaks- bað. Það bað er alls ekki hentugt til að baða fé úr, sem lifir í köldulofts- lagi. ' Það gæti að vísu gert sitt gagn sem vorbað hér hjá oss; en að baða úr því að vetri til er ekki gott, af því það vantar í það efni, sem ver því, að vatn gangi mikið í ullina. En slíkt hefir þýðingu hér á landi, einkum í úrkomusveitunum. Tóbaksbaðið grisj- ar ullina, en þéttir hana ekki og það er atriði, sem leggja þarf áherzlu á, þegar um fjárböð er að ræða. Hið eina, er tóbaksbaðið hefir til síns á- gætis, er það, að það hreinsar hör- undið; en að öðru leyti vantar það flesta kosti, er góð fjárböð þurfa að hafa. Auk þess er það dyrt og kostn- aðarsamt að nota það. — Af þessu, sem tekið er fram, leiðir það, að eg vil ekki ráða mönnum til að nota tóbaksböðin. — Nii upp á síðkastið hefir mest verið notað til böðunar, eftir því sem mér er kunn- ugt, hið svo nefnda »Coopersbað«. En það er síður en svo, að það sé gott bað. Það er undantekningarlitið óhæft til fjárböðunar í köldum lönd- um, og þar sem féð um leið gengur mikið úti. Það er ekki ætlað til kláða- útrýmingar, og hefir heldur ekki góð áhrif á ullarvöxtinn, Coopersbaðið er aðallega ætlað til þess að útrýma þeim gesti, sem við höfum ekkert af að segja, og bættur sé skaðinn þó að við séum lausir við. Þessi gestur, sem ég á hér við, er lítið betri en kláð- inn, að undanteknu því, að hann er ekki sóttnæmur — og nefnist hann flugumaðkur. í hitum á sumrin sækir þess maðkur á fé í Englandi, einkum þar, sem heitast er. Þegar kindin svitnar og ullin verður þvöl, þá ásækir flugan féð og verpir i ullina. Eftir 3—4 daga, frá því flugan verpir, er eggið orðið að maðki, og þegar þá ullinni er flett til á kindinni dir og grúir af þessum óþverra á hörundinu. Ef mikil brögð eru að þessu, hleypur ullin í harða hnykla. Að liðnum 5—6 dögum frá því flugan verpti, er maðk- urinn orðinn svo magnaður, að uílin er orðin laus á kindinni, og sár koma á hörundið, og er henni þá tæpast líft. Til þess að koma í veg fyrir þetta baða menn féð úr Coopersbaði, og til þess er það gott. Coopersduftbaðið er málmkent. Það þerrir ullina og þynnir, og hindrar vöxt hennar. Það eyðileggur hár» kirtlana og veldur ullarlosi. En þetta hefir áhrif til þess að verjast flugu- maðkinum, og svo er þess að gæta, að baðið er eitrað, og drepur eggin. Vitanlega rýrir þessi Coopersduftböð- un afnot fjárins hvað ullina snertir. En þar er nauðugur einn kostur að nota það, til þess að verjast flugu- maðkinum. Og í heitum sumrum nægir ekki að baða einu sinni, heldur verður -að gera það stundum 4—5 sinnum. Þegar vætusamt er þykir lakara að baða úr þessu Coopersduftsbaði, ein- göngu vegna þess, að þá verður féð kulsamara, sem orsakast af þvi, að ullin missir þá þann eiginleika sinn að hrinda vætunni eða vatninu frá sér. Blanda þá Englendingar Coopersduft- baðið með fitukendum baðlyfjum. En varlega verður þó að fara í það, því ef hitatíð gerir, þá er ætíð mikið um skorkvikindi, og er þá hætt við, að ullin maðki. Að 'haustinu er féð aftur baðað tvennum böðum, og eru það þrifaböð til varnar kláða og öðrum húðsjúk- dómum. Þessi þrifaböðun er lög- skipuð á Englandi, og skal henni lokið fyrir nýár ár hvert. Þá er ekki baðað úr Coopersduftbaði, heldur öðru baði, er verkar á ullina og ullarvöxtinn gagnstætt við það, er Coopersduftið gerir. Englendingar hafa góða þekkingu á því, hvað þá skaðar eða batar. Þeir segja meðal annars, að ef þeir ekki baði féð, þá fóðrist það illa og verði ullarljótt, og ullin lítil og léleg. Og þeir telja, að þó þeir baði 4—j sinn- um á ári, þá borgi það sig. Ullin verði meiri og féð hraustara. En þeir velja til böðunar góð baðlyf og hentug. Eg hefi nú skýrt frá, að Coopers- duftbaðið er notað á Englandi einung- is til þess að verjast flugumaðkinum. Það er ekki notað þar sem þrifabað, og það ættum við heldur ekki að gjöra. Eg hefi þegar minst á verk- anir þess og áhrif, hvað ullina snertir, og sést af því, að það er ótækt ti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.