Ísafold


Ísafold - 10.12.1912, Qupperneq 1

Ísafold - 10.12.1912, Qupperneq 1
Keimji út fcvisvar í vika. Vert irg, (SO arkir minst) l kr. erlsn'í)* B kr, eBa 1 */• itollar; borgiet fyrir miiWws >'il) (srlandit fyrir fram). _________________ ISAFOLD Uvpxðsn (skrifioif) bnndin vift dramðt, sr ófiiiíi nema komtn sé til útarefanda íyrir 1. okt. «k aaapandi rknldlfto.a viö klabift AffjreíSrln: Auxtnreirœfci 8. XXXIX. árg. Beykjavík 10. des. 1912. 85. tölublað I Minning Björns Jónssonar | Björn lónsson ráðherra. Húskveðja: Nú béðan á burt i friði eg fer, ó faðir, að vilja þinum; i hug er mér rótt, og hjartað er af harminum læknað sinum; sem hézt þú mér, drottinn, hægan blund eg hlýt nú í dauða minum. Þessi svanasöngur auðmjúkrar trúar verður mér hér fyrst að orði; finst hann óma móti mér frá líkbörum þessum. Svo tekur trúmaðurinn dauða sinum: með hjartað fult af þeim friði, sem heimurinn hvorki má veita né svifta. Hann hefir hallað sér í föðurfaðm- inn og fundið uppgjöf allra saka; þá verður og sjálf- gjört að fyrirgefa sínum skuldunautum; sakirnar, sem vér mennirnir eigum hvorir við aðra, verða svo smá- ar þaðan að sjá, svo einkisverðar; þær gufa á burt, sem dögg fyrir sólu. — Það getur að vísu verið hart að kallast frá hálfloknum iðjum, en það er að guðs vilja, og þá er nóg; hann vantar aldrei vegi, hann vantar aldrei mátt, til að láta þau verða unnin og leidd til lykta, ef honum svo þóknast; og í ríkinu hans, i þjónustu hans verður ætíð nóg að starfa, eins hinumegin sem hérnamegin. — Það getur og verið þungt að skiljast frá kærum ástvinum, er sakn- andi standa eftir; en þeir eru lika i guðs hendi, og það er svo skamt til fagnaðarfundanna í öðrum betra heimi. — Það getur verið einmanalegt og geigvænlegt síðasta dimma sporið, þegar heimsljósið er sloknað og orðin dáin á vörum, en að vita þá hjá sér vin- inn þann, »sem tekur hjartans tali móti, þótt tungan stirðni og málið þrjóti«, það gefur huganum ró, það gerir blundinn ljúfan og hægan, sem barns í móðurfaðmi. Guði sé lof fyrir hvern slíkan blund, þegar dauðanóttin kemur! Guði gefi oss öllum að fara þannig í friði, er vér eigum þá hinztu skuld að gjalda! Vér skipumst hér hljóð umhverfis líkbörur, til að kveðja látinn vin; vér gjörum það með innilegri hluttekningu i sorg þeirra, sem eiga hér á bak að sjá kærasta ástvini sínum, eiginmanni og föður — þeirra sorg á forgangsréttinn — en mörg finnum vér til þess fleiri, að vér höfum hér mikils mist, og sumir svo, að trautt muni bíða þess bætur. Og auk vor, sem hér erum nú stödd, má svo að orði kveða, að alþjóð íslands taki þátt i fráfalli þessa manns, and- látsfregn hans hefir flogið svo vítt, sem íslenzk tunga er töluð; og vart mun sá Islendingur vera til, kom- inn til vits og ára, er eigi lcunni nafn Björns Jóns- sonar; og svo mikið ítak átti liann og á í brjóstum islenzkrar alþýðu, að mikill fjöldi hennar mun finna og játa, að í dag er einhver hinn mesti sonur henn- ar og bezti borinn til grafar. Það er óvenju efnismikil og fjölskrúðug æfi, sem hér er á enda kljáð. Hvorki er hór staður né tími til að rekja hana. Miklu er það efni meira en svo. En þess verður getið sem gjört er; og æfi þessa manns fellur ekki í gleymsku svo bráðlega. Ein- hvern tíma verður gaman að segja börnum íslands frá sveininum frá Djúpadal, smaladrengnum, sem hófst til æðstu metorða innanlands, fyrír alþýðuhylli, en eigi af konungs náð Ekki svo sem að það sé út af fyrir sig svo mikils virði að komast hátt, sem kall- að er; nei, sannarlega er tignarstaðan oft ginnandi tál til að sjá og hefndargjöf, er hún hlotnast. Og ekki heldur af því að eg ætli, að það verði hér svo fáséð braut eða sjaldfarin frá smalaþúfunni í ráð- herrasessinn. Nei, flestir vorir kostakvistir hafa til þessa vaxið í fjallaskjólinu upp til sveita, »vaxið eins og björkin upp af bergi, barin veðrum, nærð á fjallamergi«, og svo get eg að enn muni verða. En að þvi er til þessa manns kemur, liggur milli smala- þúfunnar og ráðherrasætisins hálfrar aldar forða- saga, er vel má hita ungum sveini um hjartarætur og vekja þar göfugan metnað og þrá til að vinna að högum lands og lýðs. í afskektum fjalladal, á fátæk- legum bóndabæ, liðu bernskuár hans. Þar sætti sál hans fyrstu áhrifunum, áhrifum sem aldrei máðust burt. Þar átti sér fyrstu rætur ást hans á íslenzkri náttúru og ísl. alþýðu og trúin á skapara heimsins og föður allra þjóða. En dalurinn varð hinum unga erni brátt of þröngur; hann þurfti víðara svigrúm fyrir vængi sína. Fyrir góðra manna hjálp, sem hann gleymdi aldrei, fékk hann færi á að beina þeim til flugs og fljúga út og litast um í veröldinni. Þá skein morgunsól á tindum og var farið að létta til í lofti, eftir langa drunganótt áþjánar og eymdar. Baráttan stóð sem hæst fyrir frelsi og framförum, undir forustu Jóns Sigurðssonar, og undir merki hans safnaðist alt, sem nýtilegt var af kynslóðinni ungu. Þar kaus hann sér einnig stöðn, hinn ungi maður, sem vænta mátti; þangað kallaði hann hjarta og hugur. Og þegar lokið var eftir langa mæðu fyrstu hríðinni og sigur unninn að nokkru, fyrstu höftin höggvin af sjálfsforræðí landsins og ný þúsund ára öld runnin upp með nýjum kröfum og nýjum von- um, þá stóð hann albúinn til að hefjast handa og vinna ættjörð sinni alt það gagn er hann mátti. í meira en þriðjung aldar hefir hann síðan helgað henni alla sína miklu krafta, og aldrei unnið við sleitur. Seint væri að telja öll þau málefni, sem hann hefir barist fyrir á þeim tíma henni til þarfa, oft í farar- broddi, æfinlega í öndverðri fylkingu; aldrei var hans á bak að leita. í slikum snerrum var hann vopn- djarfur eins og víkingur, gunnreifur eins og herkon- ungur, undi þar bezt, er hörðust var sóknin, enda var hann flestum mönnum betur vígur, þekkingin fjölhæf, skilningurinn ljós og hvass, rökfimi til sókn- ar og varnar, og orðfæri hans eins og stirni á stál- ið stælt og hárbeitt, vilja stál og sannfæringar. Sjálf- ur bar hann þann skjöld, sem beztur má verða: ör- ugga meðvitund um góðan málstað. Um það hefi eg aldrei efast, síðan eg þekti hann. Um starfsþrek hans og ósérhlífni segja allir eitt. Það sætti undrum, hve miklu hann gat afkastað og hvíldarlaust unnið. Má vera, að það hafi verið við of; að hugurinn, viljinn, hafi þar borið heilsuna ofur- liði, og að vér eigum honum meðfram fyrir þá sök svo fljótt á bak að sjá. Það mundu að vísu vinir hans hafa kosið, að hann kynni í því efni betur hóf sitt, og ámælislaust. af öllum, þegar kvalafullur sjúk- dómur kallar að, þó að leitað sé hvildar og slakað á sókninni. En það var eigi skaplyndi hans að hvil- ast meðan annars var kostur. Eg tel óvíst, að hann hefði viljað kaupa sér lengra lif við því verði. Hygg að hann hafi hugsað likt og konungurinn, sem svar- aði varnaðarráðum vina sinna þessum alkunnu orðum: Til frægðar skal konung hafa meir en til langlífis. Eða eins og Jónas Iiallgrímsson, sem telur langlífi sama sem alefling andans og þarfa athöfn. Og ef vór metum langlifi eftir því, eftir afrekum, en ekki sólargangi, i hve margar miðlungsmanna æfir mundi þá þessi endast, aem hér er nú lokið? Um afrek hans og stjórnmálastörf að öðru leyti skal hér eigi dæmt; vér komum eigisaman við líkbörur hans í því skyni, heldur til að kveðja hann. Þau eru þegar orðin þáttur í sögu landsins; hún á dóm á þeim, þegar framliða stundir. En vér vinir hans eigum minninguna um hann sjálfan og geymum myndina hans hver um sig eins og hún hefir mótast í með- vitund vora. Og eg get ekki stilt mig um að segja það hér að skilnaði yfir honum látnum, að mér finst hann hafa verið mestur maður allra þeirra, sem eg hefi haft kynni af, og einn af hinum beztu, og eg virti ha.nn þvi meir og unni honum því meir sem eg þekti hann lengur og betur. Og það var ekki fyrir afrek hans, hversu mikils sem þau eru verð, og ekki fyrir starfsþrek hans, hversu afburðamikið sem það var, né fyrir vitsmuni hans, þó að þeir væru afbragð — heldur vegna hjartans, sem undir sló. Hann þýddi einu sinni og gaf út bók, sem hann nefndi »Mestur í heimi«, og þessi hinn mesti i heimi, sterkasta aflið í heiminum, var kærleikurinn. Og mér virtist hjarta sjálfs hans vera fult af því afli, kærleikur megin aflvakinn í æfistarfi hans. Ástin hans á íslandi var engin uppgerð; þar ætti æfistarf hans alt að geta verið ljósasti votturinn; það var ættjarðarást í verki. »Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra! ganga inn i ríki himnanna, heldur sá er gjörir vilja föður rníns á himnum«. Það var lagið við trúrækni Björns Jónssonar og sama lagið hafði hann við ættjarðarástina. Kéttindi Islands, sögu og tungu og bókmentir, fólkið, atvinnuvegina, hugsunarháttinn, uppfræðsluna bar hann fyrir brjósti sér með óþreytandi umhyggju alt til æfiloka og helgaði því sina hinztu krafta. Eg hefi aldrei þekt mann, sem mér finst þessi fögru orð hæfa eins fyllilega eins og honum, þó að þau væru sögð við annan: »Landið þitt var alt þitt yndi, — ungur og gamall hönd og tungu, — líf og fjör og langa gæfu, — léztu goldið móðurfoldu«. Það er frægt um Tómas Sæmundsson, hvernig hann ritaði liggjandi kominn að bana á ungum aldri, svo að segja með blóði sínu, sin brennheitu framfaramál; mér fanst næstum furðulegra að heyra og sjá þennan mann hvitan fyrir hærum og sjúkan til dauða rita og tala með þeim eldlega áhuga, sem því miður fæstir ungir menn eiga til, um hagi íslands og hvað fyrir það þyrfti og ætti að gjöra. Lengi hefir það komið við hjartað í mér, sem Bjarni kvað forðum um Sæ- mund Hólm: — Og þú, íslendingur, — sem elskar fóstur- láð, -- seint munt Sæmund spotta. — Móður ykkar beggja — maðurinn unni, — grét hann og gat henni ei bjargað. — Eg ber þá eigi saman, Sæmund og Björn Jónsson, en á þessi orð hefir enginn maður mint mig átakanlegar en hann. Af ást hans á réttvísi og sannleika reis mörg barátta hans. Að elska málefni og berjast fyrir því var hjá honum eitt og hið sama. Þvi réð hann hiklaust á óréttvísina, þó að við ofurefli væri að etja; því játaði hann einarðlega fylgi sitt við sanníndi, þótt ný væru og ættu fylgismenn fáa. Hann hafði karlmensku til að horfa brjóstinu öndverðu við árásum, og eins til að láta sig litlu skifta spott og hlátur. Hann kunni vel málsháttinn: »Löngum hlær lítið vit« ; þekti, að sá er löngum háttur fávizkunnar og oflætisins, er þau ganga í bandalag gegn sannleikanum. Honum gat vitanlega missýnst, en eg ætla, að hann hafi aldrei vísvítandi fylgt röngu máli, og það gleður mig, að vinur hans og mótstöðumaður, sem þekti hann lengur en eg, hefir sagt hið sama. Engan mann hefi eg þekt, sem hjartanlegar en hann gladdist af því að verða var við eitthvað gott eða fagurt í fari annara manna. Það var honum yndi að frétta slíkt eða reyna. Og hve heitt unni hann hverjum manni, þó að hann hefði hann aldrei augum litið, sem honum fanst þannig til um! Sér- staklega var eins og hver efnilegur ungur maður væri honum vonarstjarna. Eg get ímyndað mér, að margir, sem lítil eða engin kynni höfðu af honum sjálfum, hugsi, að þetta hafi eigi tekið til mótstöðu- manna hans, því að gegn þeim hafi hann jafnan verið harður og kaldur. En þeir hafa þá eigi held- ur eins og eg séð hann með tárin í augunum af að- dáun og þakklæti yfir verki mótstöðumanns. Það er satt, að hann var manna sóknharðastur meðan á orustu stóð og gekk þá stundum feti til langt. Þeim sem horfa á viðureign álengdar er hægast að lá það. En það þarf vegvíst auga og traustan fót til að fara aldrei vilt og skeika hvergi í annari eins blindhrið og hann átti í móti að sækja, einkum þá er heilsan var á förum. Hann var hræsnislaus heilhugi, allur i högginu, sem hann greiddi mótstöðumanni sínum, og allur í vinarhótinu, sem hann sýndi vini sínum. Það er satt, að svipur hans var »oft með hörkublæ, en hreinn«, eins og sagt hefir verið um fóstru vora. Það er íslenzkt ættarmark frá fornu fari. Hann var harðlegur og hvass á brá. Það leyndi sér ekki, að undan þeim brúnum gat eldur brunnið. En undan þeim gátu líka tár sprottið af viðkvæmni, aðdáun og tilbeiðslu. Og aldrei veit eg að hann kæmi svo hart saman við neinn af sínum mótstöðumönnum, að hann væri ei fús að selja hönd til sátta, ef hann hugði þá góðu máli betur borgið. Það var eins og ofin væri inn í skaplyndi hans náttúra bernskustöðvanna, fjallsins styrkur og harðfylgi saman við dalsins hlýja yl og innileik og djúpu dularþrá. Það er þjóðkunnugt, hver bjargvættur hann reyndist, er stórslys og hörmungar dundu yfir, svo að betri var þá fylgd hans en tuga eða hundraða. Af hjálpsemi hans við einstaka menn er víst fæst kunnugt; hún var eigi gjörð til fordildar. En meira en allar fégjafir, meira en alla hjálp aðra, met eg alúð þá og umönnun og þolinmæði, er hann varði til þess að bjarga breizkum mönnum frá falli, og reisa fallna menn á fætur. Af því eg þekti starfs- þrá hans og annríki, dáist eg meira að örleik hans á tíma en á fé. Það var hvorugt sparað er um almenna heill var að ræða og ekki heldur þegar því var að skifta, að bjarga einum veikum bróður frá freistingu og gæfuráni. Svo breytir sá, sem er i senn skörungur og valmenni. Og svo hugsa eg til kveldsins, er æfidagurinn var liðinn að enda. Ef vigroða verpur á daginn, þá stendur friðarbogi yfir kvöldinu. Ungur fór hann í viking, og ein óslitin herferð var æfin; nú var hann þó seztur um kyrt; kominn heim, heim til sín og sinna. Hann hafði látið reisa sér þetta hús, sem nú erum vér stödd í, og hlakkaði óðfús til að setjast þar að, fanst hann þá fyrst kominn að fullu heim. Og hann naut unaðarins af heimkomunni, glaður eins og barn, sem lengi hefir verið að heiman, eins og hann væri losnaður úr útlegð eða leystur úr ánauð. Heilsan var að vísu lömuð, en hvergi nærri þrotin; máttur til að vinna með gát og verkefni nóg. Hann hlakkaði til að lifa hér í yndislegri sambúð við ást- vini sína það sem öftir væri lífs. En sá tími varð styttri en nokkurn varði. Kallið kom að óvörum, og hann sofnaði hægt og rótt mitt á meðal allra ástvina sinna; dauðinn beið, meðan börnin hans öll söfnuðust saman umhverfis banasæng hans til þess að kveðja hann. Hinir síðustu gleðidagar voru ástúð- l§g kveðja hans til þeirra. Húsinu sínu nýja, heim- kynninu, sem honum þegar þótti svo vænt um, hafði hann fyrirhugað nafn; hann ætlaði að nefna það eftir bænum, þar sem kona hans var uppalin, þar sem þau höfðu kynst og gefið hvort öðru hjarta og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.