Ísafold - 14.12.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.12.1912, Blaðsíða 1
Kemu tLt tvisvar l viku. Verii Avg. (80 arkir minst) 1 kr. erlendM B ki, eba l‘/» dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Copsöen (skrifleB) bnndin v!9 dramót, er ógtid nema komin (é til útgefanda fyrir X. okt. og naapandi «knldlaai v’ö blabib AfKreiðela: Aaetnrstrvti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 14. des. 1912. 86 fcSlublað I. O. O. F. 941213P. KB 13. 9. 12. 9. 11. G. AlþýTlufól bókasHÍn Templavas. 8 kl. 7 9 Augulækning ókeypin i juœkjar)?. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofau opin virka daga 10—3 Bæiartógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæ]argjaldk©rinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6 7 Eyrna-,nei-og hálsííekn. ók. Pósth.str IdA fid.2—8 talandsbaoki opinn 10—2l/s og 5l/v—7. &.5M7.M. rif-atrar- og skrifstofa H árd.—10 Alm. fundiT fid. oe sd. síbdeg'is. Landakotskirk.iH. Onhsþi 9 op 8 á helgum Lan.dakotsfl3pUe.Ii f. a.iúfcravjtj UOIa—12 og 4 -B Landsbankínn íl-2J/«, Barkasti. vih 12-2 Landsbókasafn 12 8 og B—8. utl»sn t—S Landsbúnabarfélagsskrifatofan opin IrA 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—fi Lardsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dagn helga daga 10—12 og 4—7. Lækning óbeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib t lh—2*/* á snnnudögtiiu Samábyrgö Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10-4 dagloga Talslmi Reykjavíkur (Pósth. 8i opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11-12 Vlfiisstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þióömen^jasafnib opi^ þd., fmd. og sd. lv'—9. Litið á bækurnar í ísafold. Þar eru meðal annars nýjustu út- komnar bækur írá Gyldendal, eftir is- lenzka rithöfunda: Gunnar Gunnarsson: Ormur Örlyqsson. jónas Guðlaugsson: Fiddernes Poesi. Jón Traust: Imod Strommen. Sambandsmálið. Eins og kunnugt er hafði ráðherra með sér úr utanför sinni skilríki fyrir því hverra kosta vér mundum mega vænta beztra af danskra stjórnmálamanna hálfu í sjálfstæðismáli voru, ef vér tækjum það upp af nýju. Mál þetta hefir verið lagt fyrir þing- menn þá úr Sambandsflokknum, er til hefir náðst, auk nokkurra annara manna hér í Rvik, er stutt nafa sam- komulagstilraunimar ísambandsmálinu. En með þvi að eigi er hægt í þessu blaði að skýra frá undirtektum Dana, geymir ísafoldsértilnæsta blaðs að gera nánari grein málsins og m. a. birta málsskjölin. Áburður úr hrauni. MikilsverOur framtíðar atvinnuvegur? Hingað kom á Botníu síðast þýzk- ur maður, Hans Todsen. Hann var sendur hingað af verksmiðjufélagi einu þýzku, sem á seinni árum hefir feng- ist við að vinna áburð úr sandsteini o% hraunum, m. a. á Martinique, eld- fjallaeynni. Aburður sá er nefndur Phonolith, og þykir mjög góður. Þessi sendimaður skoðaði Hafnar- fjarðarhraun og hafði með sér sýnis- horn af efni þess út aftur til rann sóknar. Ennfremur fekk hann tilboð frá Hafnarfjarðarkaupstað um afnota- rétt hraunsins, ef til kemur. Ef svo reynist, að vinna megi Phonolith úr íslenzku hrauni er hér um að tefla afarmikilsverðan atvinnu- veg. Tilætlunin er að stofna verk smiðju í Hafnarfirði, er veiti um 200 manns atvinnu. Hún á að geta fram- leitt i 50 smálestir af Phonolith á sól- arhring eða með öðrum orðum 900 smálestir í viku hverri. Þetta verður alt flutt út. Eykst þá eigi að litlum mun útflutningsfarmur héðan. Allir sjá hve afar-mikilsvert það getur orð- ið fyrir samgöngur vorar. Alt veltur á því, að áburðarefnið reynist vera til í íslenzku hrauni. Um það vildi hr. Todsen ekkert full- yrða, hvorki til né frá. Komið í tíma, því aðsóknin er mikil, á jólabazarinn í ísafold. Erí. simfregttir. %3slanó Qríanéis. Khöfn 18/IS ’12. Friðarsamniugar byrja á mánudaginn í Lundúnum. Luitpold ríkisstjóri í Ba- jern dauður. Luitpold þessi var fæddur 1821; var einn af æðstu herforingjum Þjóðv. í styrjöldum þeirra 1866 og 1870. Hann tók við ríkisstjórn í Bajern 1886, eftir LúðvígkonunglL, bróðurson sinn, geð- veikan og hélt henni til dauðadags, því Ottó konungur var líka geðveik- ur. Elzti sonur hans Lúðvig, f. 1845, á að taka við konungdómi. Strandferðirnar. Til viðbótar við skýrslu ísafoldar í næstsíðasta blaði, um samning ráðherra við sameinaða gufuskipufélagið um strandferðir hér við land næsta ár, skal þess getið, að félagið flytur með strandbátunum umskipaðar vörur úr millilandaskipunum, án þess að sér- stakt farmgjald sé fyrir þærgreitt; þó áskilur félagið sér 3—5 kr. umskipun- argjald fyrir hverja smálest, eftir því hvort umskipun fer fram milli skipa, eða úr landi. Jafnframt skal þess getið, að Skál- holt á að fara 5 strandferðir og Hólar 6 og er því skýrsla Ingólfs um þetta ósannindi, eins og vænta mátti. Hér er þá feld burtu ein strandferð með hvoru skipanna, samanborið við það sem áður var, ein strandferð feld burtu um hásláttinn, því reynd þótti á að þá er lítið um flutninga á mönnum og vörum með strandferðaskipum, en í stað þess farnar 2 hraðferðir kringum landið, sem miklu meiri þörf mun vera á. Hin nýja tilgáta dr. Helga Pjeturss. Þeim til athugunar, sem lesið hafa grein dr. Helga Pjeturss í síðasta tbl. ísafoldar, bið eg ísafold um rúm fyrir þessa örlitlu upplýsingu: Þótt ekki sé fyrir það sverjandi, að einhverjum manni, sem vissi, að »bar« í hebresku merkir »sonurc, en var ókunnugt um, hve algengt nafnið Jesús var meðal Gyðinga, hafi getað flogið í hug annað eins og það, að Bar-Jesús, töframaðurinn á Kípur, sem Páli postula lenti saman við (sbr. Post. 13, 6.—12.), hafi verið (óskilgetinn, eða hvað?) sonur Jesú frá Nazaret, sem Kristur kallast, — þá mun mega telja það nokkurn veginn áreiðanlegt, að dr. Helgi sé fyrsti maðurinn inn- an kristninnar, þær 19 aldir, sem saga hennar nær yfir, er hefir haft einurð til að gera þá fáránlegu tilgátu sína heyrinkunna, fyrst í opinberum fyrir- lestri, en síðan í víðlesnu fréttablaði. Tilgáta þessi getur þvi með réttu talist eign dr. Helga; hvort nokkurum finst hann öfundsverður af henni — það er annað mál. /. H. Um Bjðrn .Jónsson hefir mik- ið verið ritað í dönsk blöð nú við lát hans. Nokkur blöð, svo sem t. d. Politiken, unna honum að talsverðu leyti sannmælis. En hin eru fleiri, sem um hann rita látinn af harla lit- illi þekkingu og því minni góðgirni. Þar gengur Berlingur á undan öðr- um blöðum með fádæma lúsahlesalegri grein, undirritaðri M. Grein sú er eignuð Boga Th. Melsted magister, en i lengstu lög viljum vér trúa þvi, að sú tilgáta sé röng, þvi að svo smá- mennislega þröngsýnis-smásmygli og drengskaparrýrð viljum vér eigi ætla að hr. B. Th. M. láti stjórna ummæl- um sínum um B. J. látinn, þótt eigi hafi þeir stjórnmálasamleið átt í líf- inu. Ferst þá B. Th. M. ekki lítið á annan veg en stjórnmálaandstæðing- um B. J. hér heima. Meðal annars sem þessi Berlingshöfundur ber B. J. á brýn — undir rós þó — er, að hann hafi krækt sér í forsetamensku í Bókmentafélaginu, til þess að ná í prentun fyrir prentsmiðju sína, en skilað af sér félaginu í mestu óreiðu. Yfirleitt tekst höf. naumast að sjá neina kosti í fari B. J., en er mjög sýnt um að færa honum sem flest á verri veg. — Et B. Th. M. er sak- lausaf grein þessari, lætur hann væntan- lega til sín heyra um það. Þá kveður við annan tón í blaði íslandsvinarins Ragnars Lundborg: Karlskronatidningen. Segir þar m. a. að B. J. hafi verið einn af allramerk- ustu íslendingum, og að þótt í hörð- um deilum hafi átt muni þó allir — jafnt andstæðingar sem fylgismenn, játa það nú, er hann fyrir fult og alt sé búinn að sliðra sverð sitt, að Björn Jónsson hafi verið ættjarðarvinur, er átti fáa sína líka, og maður sem jafn- an hafi metið heiður íslands ölln hærra. í Politiken ritar L. Th. Arnskov og gagnrýnir æfistarf B. J. að ýmsu leyti. Hann lýkur svo ummælum sínum: »En hvað sem því líður: Björn Jóns- son skipar mikið rúm í islenzkum stjórnmálum, sem einn af allra gáfuð- ustu stjórnmálamönnum, og tvímæla- laust mesti blaðamaður landsins og brautryðjandi i ýmsum efnum.c Fjalla-Eyvindur var leikinn í Gautaborg fyrsta sinni 15. nóv. síð- astliðinn. Ein af helztu leikkonum Norðmanna, frú Ragna Wettergren lék Höllu. Leiknum var tekið með af- brigðum vel. Um Einar Jónsson mynd- höggvara er grein í Illustreret Tidende 17. nóvember, með mörgum mynd- um af listaverkum Einars. Meðal nýrra mynda eftir E. J. er þar Friðrik kon- ungur 8. á íslenzkum hesti. — Á stallinum eru upphleyptar myndir af Sögu og Framtið. í sjálfri greininni segir m. a. um E. J.: Það hefir verið mikið um hann ritað í tímaritum Breta, í ameriskum, þýzkum, frakkneskum og austurrískum blöðum. Yankeearnir (Bandaríkjamenn) kalla hann á sinn barnalega hátt snill- inginn, sem heimurinn eigi að hylla. Þjóðverjar skýra verk hans af mikilli nákvæmni og listarinnar skriftlærðu viðurkenna, að hann sé einkennilegur listamaður, er hæfileika hafi og djörf- ung til að fara sína eigin götu«. Mörgum lofsamlegum ummælum öðrum er þar farið um Einar. Athugasemd. í seinasta blaöi »Reykjavíkur« birtir hr. Jón Ólafsson örstutt ágrip til al- raennings um væntanlegan ritdóm um orðabók sína eftir Einar prófessor Arn- órsson. Þótt í litlu só, á það sammerkt í því við sumar löngu greinarnar, að það vinnur að því að heimska lesendurna í stað þess að vitka þá og fræða, — og hl/ðir ekki að þegja við slíku. Hr. J. Öl. kveðst hafa heyrt, að Einar só að semja »níðgrein« um nýútkomið orðbókarhefti sitt. Hann bætir því við, að prófessorinn hafi »auðvitað ekkert vit á þvi málefni«. Hins vegar muni nafn- kunnir fræðimenn (erlendis, skilst mór) geta heftisins í útlendum vísindaritum. Væntir hann þess, að »alþýða manna meti þá dóma meira« (en rltdóm íslend- ingsius Einars), »en meti sem vert er hefndaruíð frá mönnum hór, sem skamm- ast sín fyrir nafn sitt«. Þetta er dálítið lævislega orðað. Það er að vísu satt, að »hefndarníð« er tor- l^yggdegt. Það er samt engan veginn loku skotiö fyrir, að margt só satt í slíkum greinum. Það getur vel farið saman að segja satt og segja það í hefndarskyni. — En það voru ekki þessi ummæli hr. J. Ól., sem hleyptu mór af stað, heldur hitt, að það er sem honum þyki betur treystandi dómum útiendra fræðimanna um orðabók sína heldur en skoðunum Islendinga á henni. Eða hví skýtur hann ekki máli sínu til færra íslenzkra móðurmáls-fræðinga, t. d. dr. Finns Jónssonar, dr. Jóns Þorkelssonar, dr. Björns Bjarnasonar og Pálma skóla- kennara Pálssonar ? Oft hefir trú vor á útlendinga, speki þeirra og óskeikulleik, úr hófi keyrt. En sjaldan hefir þó kastað eins tólfun- um og í þessari grein, er skipa á þá hæstaréttardómara í deilum um oröabók íslenzkrar tungu. Það minnir á það, er hæstaróttur Dana var hér á árunum að kveða upp dóm um merking alíslenzks orðs. Það ætti að vera auðsætt, að i dómum um þessa orðabók standa út- lendir fræðimenn f mörgum greinum — að öðru jöfnu — ver að vígi en ís- lendingar. Þeir geta að sönnu skorið úr þvf, hve vel hr. J. Ól. hefir tekist að skrifa upp úr orðabókum þeirra Fritzners, Guðbr. Vigf., Björns Halldórssonar og Jóns Þorkelssonar, ef þeir nenna að eyða tíma og kröftum til slíkra rannsókna. Aftur verða þeir að taka sór ferð á hendur hingað, ef þeir ætla að skera samvizkusamlega úr þvf, hve rótt hr. J. Ól. fer með það, sem hann ber oröasafn Haligr. Schevings fyrir. (Þetta má ekki skilja svo, sem eg drótti því að hr. J. Ól., að hann hafi eitthvaö rangt eftir Scheving. Eg hefi ekki kynt mórþað), Sumir þeirra kunna og skyn á því, að hve miklu vísindagagni bókin kemur þeim, er semja vill sögu íslenzkar tungu frá elztu tímum til vorra. daga, eða hví- líkt vísindasnið só á því, er hr. J. Ól. tekur sór vald til að skera úr, hvaða orð og merkingar sóu ný í tungu vorri, í stað þess að tilgreina, h v a r og h v e- n æ r þeirra verður þar fyrst vart. En ætli sumum þeirra veiti ekki erfitt að kveða upp dóm um, hve mörg orð úr nýíslenzku vantar í hana, eða hvort allar merkingar oröanna eru til tíndar. Hór á hver greindur alþýðumaður íslenzkur betra aðstöðu en »nafnkunnir útletidir fræðimenn«. Hvað ætli Hægstad prófessor hinn norski geti t. d. vitað um það, að í orð- inu »auki« er ekki minst á auka á fati ? Slíkt sjá flestir skynugir íslendingar óðara. Eða getur Hægstad dæmt um skýringar hr. J. Ól. á ýmsum klámyrð- um, er orðabók hans er svo auöug af? Annars ætti ekki að þurfa að taka það fram, að einsætt er að meta hvert starf, — hvort sem það eru ritdómar eða annað — eftir því, hvernig það er af hendi ieyst, en ekki eftir þjóðerni höf- undarins eða þess, er þaö hefir unnið, Um Einar Arnórsson má og geta þess, að sú er ein grein f þessu orðabókar- máli, er hann er öllum mönnum, bæði utanlands og innar, fróðari dómari í, og það er lagamálið. Það er undarlegt, ef almenningur má ekki marka orð hans þar. íslenzkum blaðamöunum væri sæmra að hvetja lesendur sína til að hugsa sjálfa um þau efni, er þá varða, en pró- dika þeim að bíða með hlustandi eyrum og gapandi munni eftir dómum einhverra útlendinga, ekki sízt er þá brestur sum megin-skilyröi til að geta skapað sór róttar skoðanir á þeim. Sigurður Guðmundsson. Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 síralBj. Jónsson. |-------kl. 5 - Jóh. Þork. í Fríkirkjnnni kl. 12 — Ól. Ólafsson. Vegna þrengsla verður sitt af hverju, sem koma átti í þessu blaði að bíða næsta blaðs; m. a. svar frá Garðari Gíslasyni kaup- manni við greininni uin sauðfjárböð- un í blaðinu 7. des. Ennfr. mann- skaðasamskotalisti, nokkrar minningar- greinar um Björn Jónsson o. fl. Bar-Jesús. Fátt er svo vitlaust, að ekki verði einhverir til að trúa því, og allra sizt trúmálagrillur. Er því ósýnt, hvort ekki hafa einhverir fallist á firn dr. Helga Péturss í síðasta blaði, einkum er það er ’doktor, sem ritar og uppgötvun þessi því doktorsupp- götvun. Vegna þeirra manna, ef nokkrir eru, tel eg rétt ,að geta þess, að nafnið Jesú var algengt nafn á Krists dögum, og ekki var heldur fá- títt um þær mundir, að menn nefnd- ust föðurnafni sínu, eins og Emýlas Bar-Jesú, þótt feður þeirra væru engu kunnari menn en sjálfir þeir. Eða hvað hyggur dr. H. P. um það, hvort Rabas hafi verið þjóðkunnari maður en Barrabas (þ. e. Rabasson) sonur hans? Ef hér væri einhver maður, sem engin vissi deili á, en nefndi sig Helgason — væri það nokkur sönn- un þess, að hann væri sonur dr. Heiga Pjeturss? Saga Jesú er og svo nákvæmlega sögð i guðspjöllun- um, að það ætti að nægja til að sann- færa hvern mann um, að svo mikils- verðu atriði sem því, að hann hefði átt barn, mundi alls ekki hafa verið slept. Eitt af því, sem er þyrnir í augum doktorsins, er sagan um Ananías og Saffíra (Postulasagan, 5. kap.), og er það sízt furða, svo herfilega hugmynd sem hann hefir um dauðdaga þeirra. Sé aftur á móti engri Helga-speki bætt inn í söguna, er engin ástæða til að saka Pétur um ómiskunnsemi. Áminning hans var ekki að eins rétt- mæt, heldur sjálfsögð, þá er svona stóð á. Slíkt hið sama hefði Jesú sjálfur gjört, og sýna það áminningar hans til Faríseanna. Þau voru sjálf- ráð, hjónin, hvort þau gáfu söfnuðin- um nokkuð eða ekkert; en að ljúga að postulunum var óhæfa, sem þeir voru skyldir að finna að, einkum sökum eftirdæmisins. Við orð Péturs vaknar samvizka þeirra, og litur helzt svo út af sögunni, að þau hafi dáið af geðshræringu. Fleiri meinlokur dr. H. P. nenni eg ekki að minnast á, enda dæma þær sig flestar sjálfar, eins og t. d. sú, að Páll hafi verið óvinur Krists og kristninnar — sem doktorinn hef- ir fyllilega gefið í skyn —, einmitt sá postulinn, sem röggsamlegastur var og batt sig ekki við kreddur Gyðing- anna, heldur gekk á undan hinum postulunum i því að boða heiðingjum kristna trú. Þörfustu mennirnir og framkvæmdamestu eru oftast mest misskildir og skammaðir. Reykjavík, 8. des. 1912. Guðm. R. Ólajsson úr Grindavík.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.