Ísafold - 18.12.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.12.1912, Blaðsíða 1
Kemt.i út tvisvar i viku. Vorö Aig. (80 arkir minst) 4 kt. erlendit 5 kt. e6a 1*/» dollat; botgist fyrir miojanjnli (eriendis íyrir ftam). AFftT r> Af U JUlS EppsOen (skrSfieg) bnndin viö aramót, u ógíid nema komin sé til utgefanda fyiit 1. okt. eet Mapandi iknldlani Tio blaMe AftTsiDpla: Aaitnríttœti 6. XXXIX. árg. Reykjavík 18. des. 1912 87. tðlublad I. O. O. F. 9412209. Alþýðufél.bófeasafn Templavas. B kl. 7—9. Augrlffikninf? ökeypis í liækjarfr. is mvd. 2—3 Borgarstjðraakrifstofan opin virka daga 10—3 Botiarfðgetaskrifstofan opiu v. d. 10—2 or 4—7 Bœiargialdkerinn Laugav. 11 kl. 12-8 or 5-7 Eyrna-,nof-o(5 halslœkn. ók. PABth.str.14A fid.2—B íslandsbanki opinn 10—8»/« og 6»/«—7. K F.D.M. I/eatrar- og akrifstota 8 árd,—10 soa. Alm. ftmdir fid. og sd. 8»/. síðdegis. Landakotakirkia. Gnosfoj. B ?s 8 A nelguro Landakotsspltali f. B.iókravitj. lO'h-U op: 4-6 Landgbankinn 11-2»;«, B»!s-6»/». BankaBtj. vi»ia-i Landsbókasafn 12-B ok B—8. TJtttn 1-3 LandsbúnaSarfélagsakrifstofan opm fra 12—4 LandsféhirOir 10—2 og 5—8. LandsskialasafniB hvern virkan dag U—* Landslráinn opinn daglangt [8-9] virka dag^ helga daga 10-12 og 4-7. Lœkning ókoypis Þmgh.str. 23 þd.oo; fsd. U—1 Nattúrngripasafn opio «»/«—2»!« A snnnudögum Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stiórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talslmi Reykjavlkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlœknínc ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vlflisstaftahælio. Heimsóknartimi 12—1. Í>jóSmenjaRafni° opio þd, fmd. og sd. 1S—2. Haffilín. Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jónssgni, Teraplarasundi 3. Reykjavík. Kostar aðeins 80 aura pd. 1 pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kaffi á 1.20—1.30 pd. og Va pd. af export á 0.25. Það er því um 70 a. sparnaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kaffitínið er hollur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einkaumboðsmaður á íslandi: Sveinn Ttl. Sveinsson, Havnegade 47x. Khöfrr Tillögur Sambandsflokksins á þingi 1912. Sambandsmálið. í dag birtir ísafold bæði samkomu- lagstillögur Sambandsfiokksins írá síð asta þingi, og frumvarp það, er ráð- herra hafði með sér úr utanför sinni. Frumvarp þetta hið nýja er þó eigi neitt tilboð frá Dönum, svo sem yfir- lýsing ráðherra, sem birt er annars- staöar í blaðinu, ber með sér, heldur felur í sér þá kosti, er ráðherra, eftir samtöl sín við danska stjórnmálamenn, telur ítrast fáanlega, ef íslendingar sjálfir vilja fitja upp á sambandsmálinu af nýju og leita samninga við Dani. Þetta nýja frumvarp fer í ýmsum atriðum skemmra en bræðingsmenn höfðu ráð fyrir gert. M. a. er í því gert ráð fyrir, að landhelgi íslands verði heimiluð Dönum til afnota svo lengi, sem peir eigi segja upp strand- gæzlu, og Færeyingum trygður af- notarétturinn um aldur og æfi. Enn- fremur er fæðingjarétturinn gerður sameiginlegur óuppsegjanlega, og hlut- deild sú, er bræðingsmenn fyrirhug- uðu oss íslendingum í sameiginlegu málunum, skert — með nýjum ákvæð- um um þjóðarsamninga o. s. frv. íAð öllu vandlega íhuguðu virðist Isafold petta nýja ýrumvarp með bllu óaðqenqilegt jyrir Islendinga og siður en ekki Ukleqt til pess að ýá alment ýylgi pjóðarinnar. Er það því hyggja vor, að vitur- legast verði fyrir flokkana i landinu, úr því sem nú er komið, að koma sér saman um að hætta fyrst um sinn öllum samningatilraunum við Dani um sambandsmálið, leggja það á hilluna og snúa sér af alefli og eindrægni að mikilsverðum innanlandsmálum, er fyrir liggja og horfa mega til þjóðþrifa, svo sem eru t. d. samgöngumálið, fjár- mál landsjns og — haqanleg stjórnar- skrárbreyting. Sambandskostirnir eins og ráðherra telur þá ítrast fáanlega. Uppkast að lögum um veldissamband Danmerkur og íslands. Vér Christian hinn tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Ríkisþing Dan- merkur og alþingi íslendinga hafa fall- ist á og Vér meS samþykki Voru stað- fest eftirfarandi lög: 1. 'gr. ísland er frjálst og sjálfstætt ríki í sambandi viS hið danska ríki um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um í lög- um þessum, að sameiginleg skuli vera. í heiti konungs komi eftir orðið »Dan- merknr« orðin »og Islands«. 2. gr. Skipun sú er gildir í Danmörku um ríkiserfðir, rétt kouungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúar brögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er konungdómurinn er laus og enginn ríkisarfi til, skal einnig gilda aS því er til íslands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og Islands: 1. Konungsmata, borðfó ættmenna kon- ungs og önnur gjöld til konungs- ætrarinnar. 2. Utanrikismálefni. Enginn þjóðar- samningur, er lýtur að íslenzkum mál- efnum skal þó gilda fyrir ísland, uema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki. 3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunn- fána, sbr. þó 57. gr. stjórnarskrár um hin sórstaklegu málefni íslands frá 5. jan. 1874 um landvarnarskyldu á íslandi. AS öSru leyti skulu heimilisfastir íslendingar á íslandi eigi vera skyldir til herþjónustu, hvorki í landher né flota og má eigi reisa neina herkastala né gjöra víg- girtar hafnir nó skipa setulið á ís- landi, nema íslenzk stjórnarvöld sam- þykki. 4. Gæzla fiskiveiðaróttar þegnanna, að óskertum rótti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ísland, eftir samkomulagi við Danmörku um framkvæmd þess. 5. Fæðingjaróttur, þó þannig aS lög- gjafarvald hvors lands um sig getur veitt fæðingjarétt með lógum og nær hatin þá til beggja landa. 6. Peningaslátta. 7. Hæstiróttur. Þegar gjörS verður breyting á dómaskipun landsins, getur löggjafarvald Islands þó sett á stofn innanlands æðsta dómstól í íslenzkum málum. Meðan sú breyting er eigi gjörð, skal þess gætt, er sæti losnar 1 hæstarétti, aS skipaður só þar maður, er hafi sérþekkingu á islenzkri lög- gjöf og kunnugur só íslenzkum lög um. 8. Kaupfáninn út á við. 4. gr. Öðrum málefnum, sem taka bæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandiB og ritsímasambandið milli landanna, ráða dönsk og íslenzk stjórn- arvöld í sameiningu. Só um löggjafar- mál að ræða, þá gjóra löggjafarvöld beggja landa út um málið. 5. gr. Danir og íslendingar á íslandi og íslendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnróttis að öSru jöfnu. Þó skulu haldast forréttindi íslenzkra náms- manna til hlunninda viS Kaupmanna- hafnar-háskóla. "Um fiskiveiSar í landhelgi við Dan- mörku og ísland, skulu Danir og ís- lendingar jafnróttháir meðari 4. atriSi 3. gr. er í gildi. 6. gr. ÞangaS til öSru vísi verður ákveðið með lögum, sem ríkisþing og alþingi samþykkja og konungur stað- festir, fara dönsk stjórnarvöld einuig fyrir Islands hönd með ríkisraldiS yfir málum þeim, sem sameiginleg teljast samkv. 3. gr. sbr. 9. gr., þó þannig, að íslenzkur ráðherra, bÚBettur í Kaup- mannahöfn, gætir hagsmuna Islands gagnvart hinum dönsku stjórnarvöldum í öllum sameiginlegum málnm, þegar ákvæði um þetta eru tekin upp í stjórn- arskrá íslands. Skal hann eigi hafa öðrum sjálfstæSum stjórnarstörfum aS gegna, bera ábyrgð fyrir alþingi, en eiga rótt til setu í ríkisráði Dana. Að öSru leyti ræSur hvort landið um sig að fullu öllum sínum málum. 7. gr. ísland leggur fó á konungs- borS og til borðfjár konungs ættmemiai Uppkast að lögum um rikjasambandið milli Danmerkurog íslands. (Inngangur laganna, er þau hafa náð samþykki bæði ríkisþings og alþingisog staðfesting konungs, orSist svo: Vér Christian hinn tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Eíkisþing Dan- merkur og Alþingi íslendinga hafa fallizt á og Vór með samþykki Voru staðfest eftirfarandi lög: 1. gr. ísland er frjálst og sjálfstætt ríki, i sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilnr hafa orSiS ásáttir um í lögum þessum, að sameiginleg skuli vera; það myndar þannig ásamt Danmörku ríkja- samband, veldi Danakonugs. í heiti konungs komi eftir orðið »Dan- merkur« orðin »og íslands«. 2. gr. Skipun sú, er gildir í Dan- mörku um ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófull- veSja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er konungdómurinn er laus og eng- inn ríkisarfi til, skal einnig gilda aSþví er til íslands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og íslands. 1. Konungsmata, borSfó ættmenna kon- ungs og önnur gjöld til konungs- ættarinnar. 2. Utanríkismálefni, þó þannig, aS eng- in þjóSsamninga-ákvæði, sem að eins snerta ísland, ná gildi fyrir það, nema stjórnarráð íslands samþykki, að svo skuli vera. Hvervetna þar, er samþykki Ríkisþingsins þarf til þess að komafram þjóðarsamningum að því er Danmörk snertir, þarf sam- þykki Alþingis að þvi er ísland snertir. 3. Hervaruir á sjó og landi, og þar með gunnfáninn; sbr. þó 57. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874 um landvarnarskyldu á íslandi. Að öðru leyti skulu heimilisfastir ís- lendingar á Islandi eigi vera skyldir til herþjónustu, hvorki í landher nó flota, og má eigi reisa neina herkast- ala nó gjöra víggirtar hafnir né skipa setulið á íslandi, án heimildar í ís- lenzkum lögum, nema svo skyldi að bera, aS verja þyrfti landiS gegn yfir- vofandi herhlaupi úr öSrum ríkjum. 4. FæSingjaróttur, þó þannig, aS sá rétt- ur veitist engum manni, búsettum á íslandi, án samþykkis stjórnarráðs íslands. 5. Gæzla fiskiveiðaróttar þegnanna, en þó að óskertum rótti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ís- land, eftir samkomulagi við Dan- mörku um framkvæmd þess. 6. Peningaslátta. 7. Hæstiróttur, þó svo, að löggjafarvald íslands getur stofnsett í landinu sjálfu æSsta dóm í íslenzkum málum, þeg- ar breytt er núverandi fyrirkomulagi á dómsmálameðferSinni. Meðau slík breyting er eigi gjörð, skal þess gœtt, er sæti losnar i hæstarótti, að skip- aður sé þar í dómarasœti maSur, er hafi sérstaka þekking á íslenzkri lög- gjöf og kunnugur só íslenzkum hög- um. 8. Kaupfáninn út á viS. 4. gr. ÖSrum málefnum, sem taka bæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandið og ritsímasambandið milli landantia, ráða dönsk og íslenzk stjórnar- völd í sameiningu. Só um löggjafarmál að rœða, þá gjöra löggjafarvöld beggja landa út um málið. 5. gr. Danir og íslendingar á ís- landi, og íslendingar og Danir í Dan- mörku njóta fulls jafnróttis að öðru jöfnu. Þó skulu haldast forréttindi ís- lenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupman nahaf narháskóla. Um fiskiveiðar í landhelgi við Dan- mörku og ísland skulu Danir og íslend- ingar jafn-róttháir meSan Daumörk segir ekki upp samkvæmt 9. gr. fimta lið 3. greinar. Þó skulu íbúar Færeyja jafn- an vera jafn róttháir íslendingum til fiskiveiða á landhelgissvæði íslands. 6. gr. Þangað til öðruvlsi verður á- kveðiS meS lögum, er Ríkisþing og Al- þingi samþykkja og konungur staSfeBtir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir ís- Sparisjóöur Landsbankans verðnr lokaður milli jóla og nýárs 27. til 31. desember, að báðum dögum meðtðldnm. Landsbanki íslands. (Framh. af 2. d.) hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og j íslands. Framlög þessi skulu ákveSin fyrirfram, um 10 ár í senn, með kon- ungBÚrskurði, er forsætisráSherra Dana og íslenzkur ráðherra undirritar. Að öðru leyti tekur ísland ekki, meðan það tekur eigi frekari þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, annan þátt í kostn- aðinum við þau, en að greiða þau út- gjóld, sem íslenzki ráðherrann í Kaup- mannahöfn hefir í för með sór (sbr. 6. gr.). KikissjóSur Danmerkur greiSir lands- sjóði íslands eitt skifti fyriröll 1.500.000 kr., og eru þá jafnframt öll skuldaskifti; sem verið hafa að undanförnu milli Dan- merkur og íslands, fullkomlega á enda kljáð. 8. gr. Nú rís ágreiningur um þaS, hvort málefni só sameiginlegt eða eigi samkvæmt 3. gr. sbr. 9. gr., og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna hann með sér. Takist það eigi, skal leggja málið í gjörS til fullnaSarúrslita. Gjörðardóminn skipa 4 menn, er konung- ur kveður til, tvo eftir tillögu ríkisþingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu alþingis. GjörSarmennirnir velja sór sjálfir oddamann. VerSi gjörðarmenn ekki á eitt sáttir um kosningu odda- mannsins, gengur dómsforseti hæstarétt- ar í gjörðardóminn sem oddamaður. 9. gr. Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafist endurskoðunar á lógum þessum þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin gengu i gildi, eða síðar. Leiði endurskoðunin ekki til nys sáttmála innan þriggja ára frá því er endurskoðunar var krafist, má heimta endurskoðun af nýju á sama hátt og áður, að 5 árum liðnum frá því nefndur þriggja ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal lög- gjafarvalda beggja landa innan 4 ára frá því, er endurskoSunar var krafist í anti- aS sinn, og ákveður konungur þé, með 2 ára fyrirvara, eftir tillögu um það frá ríkisþingi eða alþingi, að samband- inu um sameiginleg mál þau, er ræðir um í 4. 5. 6. 7. og 8. tölulið 3. greinar, skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti, alt samkvæmt tillögu þeirri, sem fram er komin, eða hafi bæði þingin gert til- lögu, þá samkvæmt þeirri tillögunni, sem víðtækari er. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi .... Athugasemd. í ástæðunum fyrir 2. gr. frumvarps- ins sé þaS tekiS fram, að gengið só aS því vísu, aS skidað verði fyrir þegar föng eru á, með lögum. er ríkisþing og alþingi samþykkja og konungur staðfest- ir, um framkvæmd á rétti íslands til þáttoku að réttu hlutfalli í breytingum á skipulagi því, sem nú er, svo og kon- nngskosningu, ef til kæmi, og löggjöf um ríkiserfðir framvegis. -@8S- Veðrátta trá 8. des. til 14. des. Sd. Md. Þd. Mvd. V.ey. 5,4 3,5 2,9 ¦ - 2,5 Rv. 4,8 2,8 2,0 - 4,5 íf. 5,o 3,8 — 0,7 — 0,8 Ak. 7,o 4,0 0,2 - 2,0 Gr. 2,5 2,5 — 1,0 Sf. 5,4 3,9 i,5 0,4 Þh. 8,5 7,4 3,6 6,7 Fd. Fsd. Ld. V.ey. 0,9 — 0,1 1,1 Rv. 1,0 — 2,0 — 1,0 íf. — 0,9 — 3,5 — 2,5 Ak. — 2,0 — i,5 0,0 Gr. — 6,0 -8,s — 4,0 Sf. — 2,5 — 2,7 - 1,6 Þh. 2,2 2,8 4.0 (Framh. af 3. d.) lands hönd með ríkisvaldið yfir málum þeim, sem sameiginleg teljast samkvæmt 3. gr., sbr. 9. gr., þó þannig, að íslenzk- ur ráðherra, búsettur í Kaupmannahöfn, gætir hagsmuna íslands gagnvart hinum dónsku stjórnarvöldum í öllum sameigin- legum málum, þegar ákvæði um þetta eru tekin upp í stjórnarskrá íslands. Hann skal eigi hafa öðrum sjálfstæðum stjórnarstörfum að gegna, bera ábyrgð fyrir alþingi, og eiga setu í ríkisráði Dana, með umboði til þess að koma þar fram fyrir hönd annarra íslenzkra ráð Uerra, í fjarveru þeirra. AS öðru leyti ræður hvort landið um sig að fullu öll- um sínum málum. 7. gr. ísland leggur fó á konungs- borð og til borðfjár konungs ættmenna, hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og Islands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrirfram, um 10 ár í senn, með kon- ungsúrskurSi, er forsætisráSherra Dana og íslenzkur ráðherra undirritar. AS öðru leyti tekur ísland ekki, meðan það tek- ur ekki frekari þátt 1 meðferS hinna sameiginlegu mála, annan þátt í kostn- aðinum við þau, en að greiSa þau út- gjöld, sem islenzki ráSherrann i Kaup- mannahöfn hefir í för meS sór (sbr. 6. gr-)- RíkissjóSur Danmerkur greiðir lauds- sjóði íslands eittskifti fyrir öll 1,500,000 kr., og eru þá jafnframt öll skuldaskifti sem verið hafa milli Danmerkur og ís- lands, fullkomlega á enda kljáð. 8. gr. Nú rís ágreiningur um þaS, hvort málefni só sameiginlegt eSa eigi samkvæmt 3. gr. Bbr. 9. gr., og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna hann með sér. Takist þaS eigi, skal leggja málið í gjórð til fullnaðarúrslita. Gjörðardóminn skipa 4 menn, er kon- ungur kveður til, tvo eftir tillögu ríkis- þingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu alþingis. Gjörðarmenn- irnir velja sér sjálfir oddamann. Verði gjörðarmenn ekki á eitt sáttir um kosn- ingu oddamannsins, gengur dómsforseti hæstaróttar í gjórðardóminn sem odda- maður. 9. gr. Ríkisþing og Alþingi getur hvort um sig krafizt endurskoðunar á lögum þessum, þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin gengu í gildi, eða síðar. Leiði endurskoðunin ekki til nýs sátt- mála innan þriggja ára frá því er end- urskoðunar var krafizt, má heimta end- urskoðun af nýju á sama hátt og áður, aS 5 árum liðnum frá því nefndur þriggja áta frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal lög- gjafarvalda beggja landa innan 2 ára frá því, er endurskoðunar var krafist í annað sinn, og ákveður konungur þá, með tveggja ára fyrirvara, eftir tillögu um það frá Ríkisþingi eða Alþingi, að sambandinu um sameiginleg mál þau, er ræðir um í 5., 6., 7., og 8. tólulíð 3. greinar skuli vera slitiS að nokkru eSa óllu leyti, alt samkvæmt tillögu þeirri, sem fram er komin, eða hafi bæSi þingin gjört tillögu, þá samkvæmt þeirri tillögunni, sem víStækari er. 10. gr. Lög þessi öSlast gildi .... Athngasemd. Það er gengið að því vísu, aS skipaS verSi fyrir, þegar föng eru á, meS lög- um, sem Ríkisþing og Alþingi sam- þykkja og konungur staðfestir, um fram- kvæmd á rótti íslands til þátttöku aS réttu hlutfalli í breytingum á skipulagi því, 8em nú er á þeim atriSum, sem um ræðir í 2. gr., svo og konungskosning, ef til kæmi, svo og lóggjöf um ríkis- erfSir framvegis. SömuleiSis er gengið að þvf vísu, að með því fyrirkomulagi, sem hór er stungiS upp á, náist samkomulag um, aS íslenzk stjórnarfrumvörp og alþingislög verði á sama hátt eins og hingað til borin upp fyrir konungi í ríkisráðinu, eins og Is- land eftir 6. gr. uppkastsins á rótt á aS láta fulltrúa fyrir stjórnarráð sitt vera viSstaddan viS uppburS danskra mála í ríkisráðinu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.