Ísafold - 21.12.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.12.1912, Blaðsíða 1
Kemu ut tvisvar i viku. Ver6 arg. (SO arkir minst) 1 kr. erlendia 5 ki. eoa l*/i dollar; borgist fyrir miojan júll (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD CppsðEn (skrifleg) bnndin vío aramöt, et ógiia nema komln sé til utgefanda fyrir 1. okt. cj laapandi sknldlaus vio tlaoio AfgrelRíla: Austuratrssti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 21. des. 1912 88 tðlublað Minning Björns Jónssonar Þrek og milöi. Ræða síra Bjarna Jónssonar, flutt í ðómkirkjunni við jarðarför Djörns Jónssonar 6. ðes. 1912. í einni spádómsbók heilagrar ritningar er komist svo að orði: Sökum Zíonar get eg elcJci þagað, og sökum Jerú- salem get eg ekM Tcyrr verið, unz réttlæti hennar rennur upp sem Ijómi og hjálprœði hennar sem brennandi blys. — Greiðið götu lýðsins 1 Leggið, leggið braut! Eyðjið burt grjótinul Reisið merki fyrir þjóðirnar! (Jes. 62. 1. 10.). ísraelsþjóðin átti spámenn, sem ekki gátu þagað. Heilög vandlæting bjó í brjósti þeirra, hjarta þeirra fann til hinnar sárustu sorgar, er þeir sáu hinn út- valda lýð fara á mis við hið bezta. Þá voru vand- lætingar- og áminningarorð þeirra sem þrumur og eldingar, en þeir gátu einnig talað með hinni blíðustu kærleiksrödd. Guð hefir sent hverri þjóð menn til hjálpar. Hann hefir ekki látið hina íslenzku þjóð afskifta. ísraelsþjóðin átti spámennina. Vér íslendingar höfum átt friðar frelsishetjur, sanna ættjarðarvini, sem með miklum harmi hafa talað um niðurlægingu þjóðarinnar. Þeir hafa hvatt þjóðina til framgöngu. Þeim hefir fundist eitthvað svipað vera talað til þeirra eins og spámannanna: »Greiðið götu lýðsins! Leggið, leggið braut! Ryðjið burt grjótinu! Reisið merki fyrir þjóðina!« Þeir voru bardagahetjur, er héldu merki þjóðarinnar hátt á lofti. Fósturjörðin var móðir þeirra og þeim var annast um hana af öllu. Allir erum vér börn þjóðar vorrar. En ættjarðar- vinir eru þau börnin, sem reynast móður sinni, ætt- jörðunni, vel. Björn heitinn Jónsson var einn þeirra. Vér fylgjum barni þjóðarinnar til grafar, — barni, sem reyndist móður sinni vel. Kjör aldraðrar móður fara eftir því, hvernig börnin reynast. Vellíðan þjóðarinnar fer eftir hinu sama. Björn Jónsson reyndist henni vel. Hann var góður sonur. Móðurfold og móðurmál elskaði hann heitt. — Nú er erfiði dagsins lokið, og innan lítillar stundar tekur fósturjörðin barn sitt í faðm sinn, brátt hvílir hann í jórðu, umvafinn hinum íslenzku litum. »Sökum Islands get eg ekki þagað, sökum þjóðar minnar get eg ekki kyrr verið«. Þannig heflr hann hugsað, þess vegna talaði hann á mannamótum, þess vegna sat hann oft dag og nótt við skrifborðið. Orðin hans voru oft þung og sverðið, sem haun barðist með, var hárbeitt. Þess vegna gerðust margir andstæð- ingar hans. Svo er ávalt um brautryðjendur. Hann stóð fremst í fylkingu og kallaði til lands- manna: »Berum merki þjóðarinnar hátt«. Þjóðar- merkið sagði hann, að aldrei yrði of hátt borið, ef stefnan væri rétt og áhuginn nægilegur. Það var áhugamál hans að greiða götu þjóðarinnar, gera brautina greiðfæra með því að ryðja burt grjótinu, ryðja burt öllu því, er stæði gæfu þjóðarinnar fyrir þrifum. Það má segja um hinar áhugamestu bardaga- hetjur lands vors og hina djörfustu hugsjónamenn, og þá einnig um hann, sem vér i dag fylgjum til grafar: »Vandlæti vegna þjóðar vorrar uppetur þá«. Hjarta hans brann af áhuga og vandlætingareldi. Hann sá í anda þann dag, er réttur hinnar íslenzku þjóðar mundi renna upp sem ljómi. Þess vegna vildi hann á hverjum degi vinna að giftu landsins. Vegna hins eldlega áhuga gat hann ekki þagað. En að tali hans geðjaðist ekki öllum vel. Bardaginn var því óhjákvæmilegur og það einnig af þvi, að honum geðjaðist ekki ávalt vel að tali og fram- kvæmdum annara. En vopnagnýinn hræddist hann ekki; tók það fremur sem deyfðarmerki, ef vopna- hléið var langt. Það vildi hann láta alla hafa hug- fast, að »andstöðu-leysi leiðir til andvaraleysisi,. I orustunum hlífði hann ekki öðrum. Málefnið var honum fyrir öllu. Eg ætla ekki að tala um stjórnmálabaráttuna; en það vita allir, sem hér eru inni, að margir voru annarar skoðunar en hann. Það munu einnig margir telja rétt, að hann hafi ekki hlíft öðrum, er hann gekk fram á vígvöllinn. En munum vér ekki allir jafnframt viðurkenna: Björn Jónsson hlífði ékki sjálfum sér og vœnti sér ekki hlífðar. En þetta er einmitt einkenni þrekmenna og mikil- menna. Þeir hlifa sér ekki. Alt sjálfsdekur er þeim fjarri skapi. Sumum fanst hann hlífa sér of lítið með því að starfa of mikið. En kappsömum starfs- ¦ manni verða engin takmörk sett. Hinn sístarfandi maður hefur kent yngri kynslóðinni þá nytsömu list, hvernig á að nota tímann. Áhuginn var sívakandi; viljaþrekið var úr stáli. Allar tálmanir gerðu hann einbeittan, því fleiri tálmanir, þess meiri þörf að leggja brautina og ryðja burt grjótinu. Hann var sannfærður um, að brautin, sem hann ruddi, lægi til hins rétta áfangastaðar. Grekk Lann þvi á undan með brennandi blys í hendi, fyltur djörf- ung og sannfæringu. Sannfæringin um réttan málstað gerði hann óeigingjarnan. Hann gaf málefninu sjálfan sig. Fyrir starf, sannfæringu og fórn er hann nú virtur af svo mörgum mönnum. Annan sunnudag en var blöktu veifur í hálfa stöng; þá var nafn Björns Jónssonar víða nefnt á landi voru, og það er í dag og mun framvegis verða nefnt af mörgum með viðkvæmum kærleika og þakk- látssemi, og af flestum með virðingu. Það ætti að vera eitt af aðalsmerkjum þjóðar vorrar, að þó að menn deili og bardaginn verði harð- ur, þá geti menn talað um andstæðinga sína með virðingu, viðurkent hið góða í fari þeirra. í fram- þróunarbaráttu einnar þjóðar hlýtur að bera á mis- munandi stefnum og skoðunum. En það ber vott um þjóðarþroska, þegar menn fagna yflr hinu göfuga og fagra, hvar sem þeir koma auga á það, muna eftir, að þeir eru börn hinnar sömu móður. Mér flnst það gleðijegt tákn, að það heflr borið á þessum þjóðarþroska við fráfall Björns Jónssonar. — Eg hefi talað um hinn einbeitta vilja hans og þrek, en hann átti einnig göfugt og milt hjarta. Hann var ósveigjanlegur, en þó mildur; þrekmenni, en þó bljúgur sem barn. Einkenni hans voru þrek og mildi. Hið barnslega eðli birtist fagurlega í trú hans á drottin. Hann treysti guði, naut hjálpar hans og kannaðist við þá hjálp. En af því leiddi, að hann vildi hjálpa öðrum. Meðaumkun hans og hjálpfýsi stóð í nánu sambandi við hina barnslegu lund. Hon- um þótti vænt um öll mannúðarfélög og líknarstofn- anir, léði þeim fylgi sitt og talaði máli þeirra. Þess vegna er honum þakkað af þeim í dag. Margir þakka houum í hljóði, því að hann var viðkvæmur fyrir rödd litilmagnans. Hann vildi ekki, að öðrum liði illa. Það má segja um hann eins og Bjarni Thorarensen hefir sagt um einn góðan íslending: »Hann þoldi aldrei heyra neinn gráta«. Hann kom svo oft auga á þá, sem þurfti að veita liðsinni, og gekk ekki fram hjá hinum særða manni. Þannig var hann: einbeittur, en þó mildur. Sögunni er geymdur fullnaðardómur um lífsstarf hans, en því trúi eg, að þá verði hans getið meðal hinna nýtustu sona þjóðarinnar. Á minningarspjöld sögunnar eru nöfn hinna nýtustu barna skráð með fögru letri. Á einu spjaldinu mun standa: Björn Jónsson. Hann er dáinn. En vér lifum, hve lengi — það vitum vér ekki. En þegar mætir menn deyja, þá er tilætlunin, að vér, sem eftir lifum, verðum betri en vér höfum verið. Á einum stað í biblíunni eru þessi orð: »En þar sem nokkurir af hinum vitru falla, þá er það til að skíra, reyna og hreinsa aðra meðal þeimu (Dan. 11. 35). Vér eigum að taka hið bezta úr lífi hinna dánu til fyrirmyndar. Dauðinn er máttugur. Dauðinn mildar, svo að vér betur sjáum það, sem gott hefir verið í fari mannanna, silfrið skírist. En er vér sjáum hið góða, þá ættum vér að kosta kapps um, að hið bezta gæti þróast í sálu vorri, og að vór yrðum dugandi börn þjóðarinnar, þvi hún þarf þess með. Þá er gullöldin í vændum, þá kemur sú tíð, að réttlæti þjóðarinnar rennur upp sem ljómi og hjálpræði hennar sem brenn- andi blys. Triium því, að enn sé hið bezta eftir. Veit þá engi, að eyjan hvita á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista s. hlýða réttu, góðs að biða! Lítum með glaðri von fram á leið, biðjum um blessun yfir þjóð vora; biðjum um, að vor og sumar komi. Þökkum fyrir þá, sem vel hafa barist og bless- um minningu þeirra. Margar minningarnar um þenna látna mann eru og verða alþjóðareign. En dýrustu minningarnar eiga hinir nánustu ástvinir. Hann er kvaddur með alúðarþökk af syst- kinum og góðum vinum. Hugljúfustu minningar- myndina eiga börnin af föður sinum, konan af manni • sínum frá margra ára samveru, tengdabörnin af góð- um tengdaföður og barnabörnunum verður sagt margt fagurt um hinn góða afa. Minningarnar eru svo ástúðlegar, ekki sizt frá hinum síðustu tímum. Hann fiutti í nýja húsið með barnslegri gleði. Ró og friður bjó í hjarta hans, mesta erfiðið var liðið hjá, og það var eins og gleðin og kærleikurinn fengi betur og betur að njóta sín. I hinum nýja bústað vildi hann bíða sólarlagsins, og biðtímann vildi hann nota til þess að strá blóm- um á braut þeirra, er honum voru kærir. »Timinn líður, loks þín bíður, loks þín bíður á himni ró«. Þannig var sungið á heimili hans áðan. Timinn leið fljótt. Sólarlagið kom áður en varði, en það var friðsælt og fagurt. Konan kveður mann sinn með þakklæti og með von um sæla endurfundi á lífsins landi, hún veit það vel, að timinn líður, að loks bíður á himni ró. Astvinirnir allir kveðja hann með innilegri kærleiks- þökk. Með lotningu kveðjum vér hann í helgidómi drottins. Honum þótti vænt um þenna stað og gekst fyrir því, að kirkjan var prýdd. Eg minnist þess, að eg eitt sinn varð honum samferða héðan úr kirkj- unni, og fórust honum þá meðal annars orð eitthvað á þessa leið: »Musteri guðs á að prýða eftir þvi sem föng eru á«. Nú er hann kominn heim, hann fór heim á sunnudegi — heim til guðsþjónustu. Vér biðium um, að náð guðs fylgi honum á landi lifenda og að hann fái að eilífu að dvelja í musteri guðs, sem ekki er með höndum gert. . Vér felum móðurmoldu líkama hans, en himn- inum anda hans. Amen. Kveðjuorö frá G.-Templurum. Flutt af síra Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti við jarðarför Djörns Jónssonar 6. ðes. 1912. Háttvirta samkoma! Syrgjandi vinir! Það er einn af menningarsiðum mentuðu þjóð- anna, að minnast með virðingu og þakklæti mestu og beztu manna sinna við burtför þeirra af heimi þessum, mannanna, sem leyst hafa þjóðirnar úr ein- hverjum læðing, andlegum eða líkamlegum, — sem hrundið hafa þeim áfram, sem lyft hafa þeim á hærra þroskastig. Þessum sið viljum vér, Templarar, fylgja; þvi erum vér komnir hingað í dag með fylktu liði og blaktandi fánum, komnir að gröf þess manns, er vór skoðum sem »þjóðmæring, er háan hróður fann, hetju ljóss, er tíu þúsund vann«. — Vér lítum svo á, að hið mikla og góða starf þessa þjóðmærings í þarflr og þágu bindindismálsins á íslandi só einn bezti, göfugasti og blessunarrikasti þátturinn í hinu þróttmikla lífsstarfi hans, og sigurinn, sem hann aflaði hinu mesta áhugamáli voru, sé það sæmdar- og hreystiverk, sem halda mun nafni hans á lofti á komandi öldum. Vér viljum sýna það alþjóð íslands, að vér Templarar bæði kunnum og viljum meta það starf, sem vér álítum bezt unnið hafa verið í löggjöf og lagasetning íslands á öllum síðari öldum, starf, sem færa mun öldum og óbornum ómetanlega blessun, sem leysa mun marga undan ánauðaroki þungrar ógæfu, og. hefta raunir, harma og tár ennþá fleiri. Hér liggur látinn sá maður, sem um langa hríð var oss Templurum og öllum bindindismönnum á ís- landi bæði sverð og skjöldur í framsókn vorrí og baráttu, stóð jafnan fremstur í fylkingu og fastur í fylkingu, jafnöruggur og jafntraustur til sóknar og varnar. Nú skipum vér oss hljóðir kringum gröf hetj- unnar föllnu, sem lokið heflr dagsverki og lagt nið- ur vopnin; og vér þökkum í auðmýkt föður þjóð- anna fyrir þenna sigursæla foringja, og hvern annan góðan liðsmann, sem hin göfuga Regla vor eignast.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.