Ísafold - 04.01.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.01.1913, Blaðsíða 3
f SAFOLD 3 Verkmanna-fundur. Að tilhlutun verkmannafél. »Da%s- brún« hér í 'bænum var almennur verkmanna-fundur haldinn í Bárubúð sd. 29. desbr. 1912 kl. 8'/2 síðd. Félagið »Dagsbrún« hefir starfað hátt á sjöunda ár, en þó er tæplega meira en þriðjungur verkmanna bæj- arins i féiaginu. Stjórn þeirri, er nú ræður fyrir félaginu, þótti seint sækj- ast starflð, og vildi gjöra einhverja tilraun til eflingar félagsskapnum og varð þá þetta að ráði. Fékk hún ti Þorstein Erlingsson skáld að halda tölu, og tvo menn aðra utanfélags. Ekki létu verkmenn á sér standa að sækja fundinn, og var Bárubúð alskipuð- kl. 9. Var fundurinn þá settur og fundarstjóri kosinn Pétur G. Guðmundsson bókb. Hóf þá Þorsteinn skáld mál sitt, og mintist að upphafi á hinn ný- afstaðna og afar-merkilega fulltrúa- fund verkamanna frá ýmsum löndum, sem haldinn var í Basel í Sviss; fundur sá var haldinn vegna hins mikla ófriðar á Balkanskaga og yfir- vofandi stór-styrja’dar í Evrópu; gjörðu fulltrúarnir með sér friðarmá og heitbundust að beitast fyrir því hver í sínu landi. Þá talaði Þorsteinn um félagsskap verkmanna yfirleitt og rakti það má rækilega; hvatti menn til að kynna sér sem bezt verkmannafélagsskap annara þjóða og fara að dæmi þeirra. Ræður hinna voru í líkum anda. Hvöttu þeir sjómenn og verkmenn ti að gjöra með sér traust félagsskapar- samtök. Að því loknu töluðu nokkrir fé- lagar »Dagsbrúnarc ýms örvandi orð til fundarmanna, og skoruðu á menn að ganga í félagið. Var fundinum síðan slitið með hjartanlegri ósk um gleðilegt ár fyrir félagið »Dagsbrún« og alla verkmenn þessa bæjar. Vonandi verður árangur af fund þessum sá, að verkmenn fara að gefa málefnum sinum meirigaum en verið hefir hingað til, og rétti félaginu »Dagsbrún« bróðurhönd f baráttunni fyfir sjálfstæði og samhygð verk- manna í Reykjavík. 4g. ---------■^^Sf-------- Bannlögin í erlendnm blöðnm. Skömmufyrir andlát Björns Jónssonar birtist ágæt grein um bannl. og aðal- forvígismann þeirra í The English w o m a n . Höf. er Mrs. G. Austin, sem ferðast hefir hér að mun og ritað margt vel og drengilega um íslenzk mál í erlend tímarit. Grein þessi hefst með lýsingu af náttúru íslands, því í fegurð landsins, sem mest dregur út- lendinga hingað ; þá er sögð saga lands ins og róttiler i rakin áhrif dönsku sel* stöðunnar tæði í menning og fjárskift- um. Loks er sögð saga bindindishreyf- ingarinnar, bannlaganna og frá and- banningum. Þá ber höf. saman bann- lögin og ýms önnur úrræði, sem reynd hafa verið til að hefta vínnautn eða minka skaðsemi hennar; viðurkennir að vísu, að erfltt só að finna hindrana- lítinn veg til að losna við áfengiö, en þykir þó bannlög okkar vera mikill sigur — ekki sízt fyrir afskekta smá- þjóð, sem í þessu efni só nú komin fram úr öllum öðrum þjóðum heims- ins. Franskur blaðamaður hafði eftirdönsk- um stjórnmálamönnum sumarið 1911, að Dönum þætti vel til vinnandi sá kostnaður, sem þeir höfðu af sendisveit sinni til Rúðu, til að fá heimsblöðin til að opna munnlnn um Danmörku, þó ekki væri nema fáeina daga. Það var raunar fremur hógómlega mælt. En hitt er varla lastvert, þótt flest- um þyki betur sagðir en ósagðir vitur- legiroggóðgjarnlegirdómar góðra gesta, sem ótilkvaddir frægja þann garð, sem þeir hafa gist. , Aki. Samgöngumálið. lsajold birtir að þessu sinni sam- göngusamningana hina nýju. Þeir þurfa talsverðra athugana við, og geymir ísafold sér til næstu blaða að gera það. ReyklaYlkur-anpáll. Gamlárskvöld var venju fremur fjörmikið og hávaðasamt á strætum úti. Flugeldar og púðurkerlingar, fallbyssuskot og blástur skipa á höfn- inni keptu&t hvað við annað, er ' 1912 og 1913 mættust. Lúðrafól. Harpa lók nokkur lög fyrir framan Mentaskólanu um kvöldið kl. 10—1D/2 ; þar var rnúgur og marg- menni að hlusta á. Nýárssundið. Þeir voru að eins 4 sundmennirnir, er þátt tóku í nýárs sundinu að þessu sinni. Hlutskarp- astur varð — eins og í fyrra *— E r - lingur Pálsson. Hann svam 50 stikur á 384/5 sek. (í fyrra 37^2 sek.), næstur varð Sig. Magnússon (444/5 sek.), þriðji Sigurjón Sigurðsson (47 sek), fjórði Guðm. Kr. Guðmunds- son (494/s sek.). Fundið lík. í morgun á 10. tíma fanst vestanvert við bryggju verzlun- innar Björn Kristjánsson lík í flæðar- málinu af s t ú 1 k u, sem eigi var full- stirðnað enn. Líkið þekti enginn af miklum sæg, er viðstaddur var, og var það því flutt suður f lfkhús. Dánir. Guðrún Egilsdóttir Sand- bolt húsfr. Grettisgötu 27, 54 ára. Dó 3. jan. Hannes Bjarnason 19 ára, ættaður að norðan. Dó á Vífilstaðahæli 20. des. Lovísa Halldórsdóttir vinnustúlka á Vatnsenda, 25 ára. Dó 28. des. Skipafregn. S t e r 1 i n g fór héð- an til útlanda nýársdagskvöld. Meðal farþega : Þorvaldur Krabbe verkfræð- ingur með frú sinni, Hallgrímur Bene- diktsson kaupm., Jón Björnsson kaupm., Páll Stefánsson agent, Guðm., Bjarna- 8on klæðskeri. Til Vestmanneyja: Gunnar Eigilsen cand. Gnðsþjónnstur á morgun : í dómkirkjuni kl. 12 sr. Bj. Jónsson. kl. 5 sr. Jóh. Þork. í frfklrkjunni kl. 12 sr. ÓI. Ól. Tvisvar í viku kemur ísafold út alt þetta ár, á miðvikudögum og laugardögum. Brotið er nokkru minna en áður, en á hinn bóginn bætt við 24 blöð- um, svo að kaupendur missa síður en ekki i. Enn um sauðfjárböðun. Svar til Garðars Gislasonar. Garðar Gfslason hefir heldur en ekki stokkið upp á nef sór, í næstsíðustu ísaf.,útaf grein minnium sauðfjárböðun, sem birtist hór í blaðinu 7. f. m. Kaupmaðurinn vill gera greln mína tortryggilega með dylgjum um það, að eg sjálfur hafi á boðstólum baðlyf og vill með þvf koma þeirri Bkoðun inn hjá almenningi, að ekkert só að marka hvað eg segi, hvorki um þetta nó önn- ur baðlyf, t. d. Coopers baðlyf. Þetta skeyti fer þó of hátt, því eg hefi ekk- ert baðlyf á boðstólum, Aftur verður jví ekki neitað, að haun heggur nokk- uð nærrl sjálfum, því hann er, eins og allir vita, umhoðsmaður þeirrar verk- smiðju, er selur Coopersbaðlyfið, og því er honum málið skylt. Eftir þeim mælikvarða sem bann vill dæma mig, ætti það ekki að vera ýkja mikið að að marka, sem hann sjálfur segir um þenna varning sinn. Enda er ekki ólíklegt að á honum sannist hið forn- kveðna: Það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru. Kaupmaðurinn vill gera mjög lítið úr þekkingu minni á baðlyfjum, en ekki getur mór fundist sá dómur þung- ur á metunum, því að sjálfur er hann enginn fjármaður og talar um þetta mál sem umboðssali, sem koma vill út varningi sínum. En það þarf að at- huga kosti baðlyfja frá fleiri sjónar- miðúm. Hann brigzlar mór um, að eg só að níða og rógbera Coopers baðduft, en það eru ástæðulaus skammaryrði. Eg hefi einmitt sagt kost og löst á þess- ari baðtegund og veit vel — eins og eg tók fram í grein minni — að hún er góð til síns brúks, en hefir líka sína galla. Það er satt, bað þetta er gott til að drepa flugna-egg og kemur því að miklu gagni í heitum löndum, þar sem maðkafluga verpir í ullina. Það er því notað mjög víða sem sumarbað. En þessi aðalkostur Coopers baðduftsins, er óþarfur hór á landi og kemur ekki til greina. Það má vel vera, að umboðs- maðurinn hafi rótt fyrir sór nm það, að svo og svo margt af einhverju sýn- ingarfó hafi verið baðað úr Coopersbað- lyfi, en hann gleymir að geta þess, hvort þessar sýningarkindur hafi ekki líka verið baðaðar úr öðrura baðlyfjum, sem þó er mjög sennilegt. Vel veit eg það, að það er gömul verksmiðja, sem býr til Coopers-baðlyf, en hitt veit eg einnig, að fleiri bað lyfjaverksmiðjur eru gamlar, þar á meðal verksmiðja Robertsons, sú sem býr til skozka baðlyfið, og var stofnuð 1846. Það er heldur ekkert sórstakt fyrir Coopersfirmað, að það eigi stórt fjár- bú, til þess að geta gert tilraunir með lyf sín, því að slíkt er algengt um þesskonar verksmiðjur. Og það vill svo vel til, að verksmiðja Robertsons á stórkostleg fjárræktarbú, t. d. eitt í Aigentinu með 20 þúsund fjár og ann- að í Astralíu með 15 þúsund fjár. í Argentinu er aðaláherzlan lögð á ull- argæðin og þar er eingöngu notað skozka baðlyfið, því að fóð er alið upp eingöngu vegna ullarinnar; kjötið verð- ur að engum notum. Að Coopersbaðlyf auki og bæti ull ina, eins og G. G. heldur fram, er rótt að því einu leyti, að það bætir hana og eykur frá því sem hún mundi spillast, efhúnhlypi í þófa a f m a ð k i, en umfram það er það ullinni ekki til bóta. I eyjunum umhverfis Skotland er skozka baðlyfið notað alstaðar, og hefir sumstaðar verið notað langa lengi, t. d. í Orkneyjum og Suðureyjum (He- brides). A Hjaltlandi hefir varla nokk- ur kind verið böðuð úr öðru baði í síð- ustu 25 árin. Þessi mikla notkun þess kemur af því, að reynzlan hefir sýnt eyjarskeggjum að það tekur öðrum baðlyfjum fram, að þeim kostum, sem þar eru nauðsynlegir og með því að veðrátta er þar áþekk og hér og stað- hættir að ýmsu líkir, þá mun reynslan verða lfk hór og þar. Umboðssalinn getur þess, að þing Ástralíu hafi verið að hugsa um það hór um árið að leggja innflutningstoll á baðlyf. »Því máli lauk þannig«, segir hann, »að ógerlegt. þótti a ð 1 e g g j a toll á Coopers baðlyf«. Hór er ekki sem ráðvandlegast sagt frá, því að málinu lauk svo, að ógerlegt þótti að leggja toll á nokknrt baðlyf! G. G. snýr út úr ummælum mínum um verð á baðlyfinu. Þar sem eg gerði ráð fyrir, að keypt væri baðlyf fyrir 15 krónur, þá vissi eg fyrir víst, að það yrði nóg til að baða úr því að minsta kosti 100 kindur tvisvar sinnum og má þó vera að eitthvað yrði afgangs, og nær ekki nokkurri átt að bera það saman við e i n a böðun úr Coopers- baðlyfi. G. G. segir að ullin þyngist um x/2 pund á hverri kind, sem böðuð er úr Coopersbaðlyfi, og finst mór það, satt að segja, megi ekki minna vera, ef það á að vegja á móti ullarlosinu, sem sumir bændur hafa því miður orðið fyrir á kindum sínum hór á landi, síð- an þeir fóru að nota margnefnt bað- Jyf- m. ----- .1 .i - - ....—--------- Leikfél. Reykjavíkur. í kvðld og annað kvöld Á1 fhóll Leikur í 5 þáttum eftir J. L. Heiberg. í Iðnaðarmannahúsinu. Nýja Bíó laugard. og sunnnd. 4. og 5. jan. Allir þurfa að sjá frægustu leikkonu heimsins Sarah Bernhardt í frægasta hlutverki sínu, Kami liadaman Einstakt tækifæri. Aðalfundur styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Rvík verður haldinn í Hótel Reykjavik mánudagskvöldið 13. jan. kl. 8V2 Lotterí. Þann 30. des. síðastl. ár var dreg- ið í lotteríi »Hvítabandsins« í Rvík. Þessi númer komu upp; Gólfábreiða nr. 735, Hægindastóll nr. 674, Borð- búnaður nr. 278. Þeir sem eiga seðla með þessum númerum eru hér með beðnir að vísa þeim fram sem fyrst til Hólm- friðar Árnadóttur Iðnskólanum í Rv., sem afhendir munina. Stjórn ,HYítabandsins‘. Lítil budda, með peningum, töpuð. Finnandi skili í afgr. ísaf. við Lækjartorg er til kaups eða leigu með góðum skilmálum. Semjist við íslandsbanka. Borð til sölu Laufásveg 45. Veðrátta frá 29 . des. til 4. jan. Sd. Md. Þd. Mvd. V.ey. — M — 0,7 o,3 0,4 Rv. — 3,o — 2,3 — L5 — 4,0 íf. — 5,9 — 3,7 — 1,0 — L5 Ak. — 6,0 — 7,o — 9,o — 5,o Gr. — 9,o — 9,0 —“,5 — 7,o Sf. 0,0 — 5,5 0,0 — 1,0 Þh. 4,o — 0,8 5,6 2,8 Fd. Fsd. Ld. V.ey. 2,7 L5 4,7 Rv. LS — i,° 3,8 íf. — 0,7 — 1,0 o,5 Ak. — 5>S 2,0 3,o Gr. — 6,0 — 6,0 o,S Sf. — 3,7 5,i 3,2 Þh. 3,8 6,4 7,o V.ey. = Vestmanneyjar. Rv. = Reykjavik. ís. = ísafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh. = Þórshöfn áFære. Tombóla í Goodtemplarahúsinu sunnudags- kvöldið 5. jan. Engin núll! Sjá götuauglýsingar. Tlídan. Aðalfundur verður haldinn næstkomandi miðvikudag 8. þ. m. Á fundinum verða bornar upp til samþyktar breyting á 8 gr. félagslag- anna og breyting á 3 gr. skipulags- skrár skipstjóra og stýrimanna við Faxaflóa. Úrskurðaðir reikningar fé- lagsins fyrir umliðið ár. Kosin ný stjórn m. fl. Áriðandi er að allir félagsmenn mæti. Sfjórttirt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.