Ísafold - 11.01.1913, Side 1

Ísafold - 11.01.1913, Side 1
Kemur út tvisvar 1 viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ■ Uppsögn (skrifl.) | ■ bundin við áramót, = 1 er ógild nema, kom- 1 _ in sé til útgefanda | I fyrir 1. oktbr. og 1 _ sé kaupandi skuld- . * laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 11. janúar 1913. I. O. O. F. 941109._____________________ Alþýöufól.bókasaín Templaraa. 8 kl. 7—9. Augnlœkning ókeypis i Læk.iarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v.d. 10—2 og 4—7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og B—7 Eyrna-, nef- hálslækn. ók. P0sth.str.14A fid.2—8 tslandsbanki opinn 10—2 V* og 61/*—7. K.P.U.M-Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 shd. Alm. fundir fid. og sd. 8x/i sibdegis. Landakotskirkja. Gubaþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspltali f.sjúkravitj. 10Va—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2*/a, BVa-BVi. Bankast]. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Utlán 1—8 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dagn helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str.23 þd. og fsd.12—1 Nát.túrugripanafn opib 1 */a—21/* sunnndögam Samábyrgö Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjavikur (Pósth.8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Póoth.str.l4B md.ll—12 Vlfiisstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnib opib þd., fmd. og sd. 12—2. Sambandsmálið. Ræða Sveins Björnssonar flutt í Stúdentafélaginu og Sjálfstæðisfé- laginu í f. m. III. Eg vona að menn af því. sem eg hefi sagt, furði eigi á því, að eg sé þeirrar skoðunar, að þetta nýja upp- kast sé óaðgengilegt með öllu. En — segja sumir — það er líka dautt. Það er verið að leggjast á náinn þegar verið er að gagnrýna þetta uppkast. Það dó á stjórnar- ráðsfundinum um daginn. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið drepið. Hið eina, sern skeð hefir er, að um leið og ráð- herra birti uppkast þetta lét hann blöðin birta yfirlýsingu frá sér, þar sem hann segir að hér sé eigi um að ræða tillögu frá sér og eigi til- boð frá Dönum og að frumvarpið verði því að eins lagt fyrir þingið, að þjóðin hafi áður við nýjar kosn- ingar eða d annan hdtt látið í Ijós að hún óski þess. Yfirlýsing þessi virðist ekki vera nein andlátsfregn nýja uppkastsins og eg hefði óskað, að andlátið hefði verið tilkynt með Ijósari orðum ef meiningin hefir verið sú að lýsa það dautt. Það er tvent, sem mér gengur til að vilja tala um þetta mál nú. Hið jyrra er það, að mér er það fullkunnugt að uppkast þetta á sér þó nokkra talsmenn. Eg geri ráð fyrir því að þeir, vegna þess að þeir telja oss gott og gagnlegt að gengið sé að þessu, vilji heldur hvetja þá, sem þeir ná til, til þess að aðhyllast þetta. Þeir gætu ef til vill, fengið þingmálafundi í vor til að aðhyllast uppkastið, og ráðherra sæi sér þá máske fært að leggja málið fyrir þingið (sbr. orð ráðherra um að þjóðin með nýjum kosning- um etða d annan háit skuli hafa látið í ljós ósk um að málið yrði lagt fyrir þing). Undir slíkutn kringum- stæðum álít eg þjóðinni nauðsynlegt að gera sér vel ljósa grein fyrir því, hvað það er, sem hér er um að ræða. Og það verður bezt gert með því að ræða málið. En það tel eg og nauðsynlegt af annari ástæðu og kem eg þá að hinu siðara: Þjóðinni er nauðsynlegt að dtta sig d hvar vtr tstóndum í sambands- mdlinu. Að mínu áliti höfum vér nú feng- ið fulla vissu fyrir því, að Danir vilja eigi við oss gera neina samninga, sem jeli í sér viðurkenningu Islands sem jrjáls og sjdltstceðs ríkis, heldur vilja þeir fá oss til að viðurkenna með samningum, að vér séum hluti hins samsafnaða danska ríkis. Það ber nýja uppkastið Ijósastan vott um. Það bera með sér þau orð aðalmálgagna allra danskra flokka, sem eg drap á áðan. Það ber með sér öll framkoma Dana í máli þessu. Hinu megin stöndum vér og vilj- um enga samninga gera við Dani nema í þeim felist tullkomin viður- kenning Islands sem frjdls og sjdlf- stceðs ríkis. Þetta voru allir íslenzku nefndarmennirnir sammála um árið 1908, eins og eg hefi áður minst á. Þetta átti að vera grundvöllur 2>bræðingsins«, að gera það að minstu krófum vorum í sambands- málinu að vér yrðum skírt og ótví- rætt viðurkendir slíkt ríki með ein- kennum slíks rikis. Þegar þannig stendur, hlítur að verða fyrir oss spurningin: Til hvers eigum við að vera að semja við Dani peg- ar svona er langt d milli? Eru ekki allir samningar skollaleikur einn ? Er ekki með því verið að verja kröftum vorum og tima til einkis og um leið vanrækt þau mál, sem oss ríður mest á um, svo vér höf- um eigi annað upp úr þessum samn- ingatilraunum en að vér veikjum oss meir og meir í baráttunni við Dani? Eg sé eigi betur en svara verði spurningum þessum játandi. Hvað á þá að gera? Svarið virð- ist liggja beint við: Hætta að semja við Dani. Verkefnin eru nóg önnur. Skattamál vor eru í því ólagi, að vér höfum eigi séð önnur ráð en að dengja nýjum og nýjum tolla- álögum á þjóðina ár fram af ári, og þó hafa setið á rökstólum 2 skatta- nefndir milli þinga á fimm síðustu árunum. Sú síðari lét sér jafnvel detta í hug það óyndisúrræði að koma hér á kolaeinokun til að bæta landsjóði tekjur. Peningamál vor eru í þvi ástandi, að almenningur kveinar og kvartar dags daglega ár fram af ári. Samgóngumál vor eru í því ástandi að allar skipagöngur við strendur landsins og við aðrar þjóðir eru í höndurn erlends félags eða erlendra félaga, sem sum þröngva kosti voi- um meira en bært sé, og virðast jafnvel njóta þar stuðnings hérlendr- ar stjórnar. (Sbr. síðasta samning stjórnarinnar við Sam. félagið). Stjórnarskrd vor þarf án efa ýmsra umbóta við. O. s. frv. Kippum þassu í lag. Sameinum kraftana. Leggjum sambandsmálið algerlega á hilluna og vinnum saman að nauðsynjamáíum landsins. Þegar »bræðingurinnc var gerður var svo ráð fyrir gert, að ef Danir eigi vildu fallast á hann skyldi hætt öllum samningum við Dani. Þeir Heimastjórnarmenn og Sjálfstæðis- menn, sem tóku þátt í bræðingnum skyldu í sameiningu vinna að því að sambandsmálið yrði lagt á hilluna. Nú er komið svar Dana. Því fer svo fjarri að þeir vilji fallast á »bræð- inginnc, að þeir vilji viðurkenna oss sem frjálst og sjálfstætt riki, að þeir auk þess að afmá vendilega nær alt það sem í »bræðingn umc var og bent gæti i áttina til slíkrar ríkisviðurkenningar, hafa enn* fremur strikað út úr Uppkastinu 1908 eitt af þeim fáu atriðum þar, sem bent gæti í þessa átt þ. e. fæð- ingjaréttarákvæði uppkastsins 1908, sbr. og ummæli Politiken »frá sjón- armiði rikisheildarinnar var einnig álitið, að óuppsegjanlegur fæðiugja- réttur væri óheppilegurc. Standi menn nú við orð sin! Það mundi verða landi og þjóð happasælt. Ef svo yrði, þá hefði Dön- um tekist með stjórnvizku sinni að afreka það, sem sjálfum okkur hefir aldrei getað tekist enn: Að sam- eina alla Islendinga um pd stejnu að hætta samningum við Dani um sambandsmálið. Ýms erl. tiðindi. Forsetaefni Frakklands. í ensku blaði frá 30. f. m. er rætt um for- setaefni Frakklands, en um kosningu forsetans ætti annars bráðlega að fréttast. Blaðið telur þá helzt tvo, þá Poincaré, núverandi forsætisráð- herra og Ribbot, fyrverandi forsætis- ráðherra. Segir blaðið að P. hafi þá til skamms tíma dregið fastlega taum R. og talið hann allra manna færastan og maklegastan til þess að bljóta þessa miklu virðingarstöðu og því hafi mörgum komið það á óvart, er hann bauð sig fram sjálfur og taldi sig betur fallinn þeim bezta, til að stíga upp á veldisstól Frakklands. Fjandskapur hefir þó enginn orðið milli þessara tveggja forsetaefna Frakklands, eins og milli þeirraTafts og Roosevelts, heldur halda þeir fullri vináttu og heimsækja hvor annan sem ákafast. Þykir sennilegt, að sá þeirra, sem fær færri atkvæði við fyrstu atkvæðagreiðslu, muni leggja það til við fylgismenn sina, að þeir við næstu atkvæðagreiðslu greiði þeim atkvæðin, sem hlutskarpari varð. Annars hefir það áður komið fyrir í Frakklandi, að enginn þeirra, sem liklegastir þóttu til forsetatignarinnar, vegna stjórnmálafrægðar og stjórn- málahygginda, urðu fyrir valinu, því enginn þeirra gat unnið sér sæmi- legan meirihluta. Svo var þetta í bæði þau skifti, er þeir Carnot og Felix Faure voru kosnir forsetar og eins gæti farið i þetta skifti. En verði hvorugur þeirra P. eða R. for- setar í þetta sinn, er um marga að velja og margir til nefndir, er þiggja mundu hina veglegu stöðu, en engir jafnvíðkunnir og þessir tveir. Um Bourgeois er það fullyrt að hann neiti að verða í kjöri. Heimastjórn Irlands i enska þinginu. Umræðunum um heimastjórn Eng- lands í enska þinginu miðar hægt áfram. Stjórnarandstæðingar gerðu í sumar ákafan hávaða út af frum- varpi stjórnarinnar um hana og íbú arnir í fylkinu Ulster á írlandi voru æstir svo upp, að lá við uppreist. Úr henni varð þó vekkert, en stjórn- arandstæðingar neyddust til að fara spaklegar. í vetur tókst þeim eitt sinn að bera stjórnarflokkinn ofur- liði við atkvæðagreiðslu i þinginu nm heimastjórnarlögin og gerðu óp mikið út af því og heimtuðu að stjórnin færi frá völdum. En stjórnar- forsetinn lét það ekki á sig fá, kvað mótstöðumenn sína hafa komið að sér óvörum, sem satt var og skömmu síðar ónýtti þingið atkvæðagreiðsl- una. Nú þykjast stjórnarandstæðingar sjá hvað verða vill og ekki verði jví afstýrt að þingið samþykki lög- in. Hafa þeir því tekið upp nýtt ráð. Hinn 29. f. m. sendu 21 þing- manna af stjórnarandstæðingum há- tíðlegt bréf til forsætisráðherrans. Skýrðu þeir þar frá því, að þegar þingið kæmi saman, strax eftir ný- ár, ætluðu þeir að bera þar fram breytingatillögu við frumvarpið, þess efnis, að fylkið Ulster væri undan- þegið heimastjórnarlögunum. Er auðséð á orðalagi bréfsins og rök- semdum þess, að til þess er stofnað, að alþýða manna veiti því eftirtekt. Eru þeir félagar all-þungorðir, en tala þó kurteislega. Fullyrða þeir, að mestur hluti Ulster-búa muni þverneita að hlýða lögunum, ef sam- þykt verði óbreytt og skeyti ekkert afleiðingunum af þvi. Telja þeir þá mótspyrnu réttmæta. Kalla þeir það hin mestu ólög að svifta Ulster- búa rétti þeirra til þess að þiggja lög af enska þinginu og neyða þá undir valdsvið þeirrar stjórnar, er þeir hafi andstygð á. Krefjast þeir þess í nafni frelsis og réttlætis, að tillögur þeirra verði teknar til vand- legrar ihugunar. Þetta er síðasta bragð stjórnarand- stæðinganna og sýnist ekki ólíklegt að þeir liggi þar á sinu sínu eigin Fjfigur ár. í búnaðarskýrslunum 1911, sem nú eru komnar út, eru borin saman 4 ár, árin 1804, 1853, 1875 og 1911. Það er liðug öld milli fyrsta ársins og síðasta ársins, og þar sem lítið er um skýrslur frá 1804, nær samanburðurinn að eins til fólksfjölda, fjártölu og fiskiútflutnings. Lömb eru hvergi talin með í fjártölunni, og fyrirfram má geta þess, að aldrei hefir jafnmargt fé verið talið fram á landinu og einmitt síðasta árið — árið 1911. Samanburðurinn er gerð- ur aðallega til að sýna hvernig efna- hagurinn og fólksfjöldinn breyti hugsunarhættinum hjá fólki. Þeir sem unna pólitísku frelsi — og þeir eru margir — munu sjálfrátt eða ósjálfrátt telja það fram í reikn- ingnum skýrara en eg hef gjört, og gat gjört það í athugunum um áþreif- anlega landshagi. 1804 var: Fólkstalan á landinu . . 46,349 Sauðjjdreign (án lamba). .151,800 Útjiuttur saltfiskur . pd. 800,000 Harður fiskur er gjörður að jafn- þyngd saltfiskjar með því, að marg- falda þyngd hans með 2 bæði þetta ár og síðari árin. Þessi 46,000 manns voru sveitafólk, enn í kaup- 3. tölublað bragði, því um mörg ár hafa þeir talið það réttmætt, að írland þægi lög af ensku þingi, þótt vitanlegt sé, að mestur hluti írlendinga hafi talið þá lagasetning Englendinga móðgun við þjóð sína. Herfloti Canada. Canada-þing hefir verið að ræða það, að leggja enska ríkinu til 3 orustuskip af stærstu gerð. Því máli er þar tekið einkar vel. Forsætisráðherrann Borden lagði fyrir þingið tillögu um að Canada veitti 7,000,000 enskra punda til þessara orustuskipa. Sir Wiljrid Laurier, er áður var stjórnarforseti frjálslynda flokksins, flutti þá breyt- ingartillögu að Canada kæmi sér sjálf upp herflota og stæði straum af hon- um sjálf, en léti flotann veita Bretum, ívenær sem þess væri þörf. Kvað tann enska ríkið nú í engri hættu statt, en vildi þó þegar láta smiða tvö orustuskip, af allra stærstu gerð og skyldi annað vera i Atlanzhafi, en íitt í Kyrrahafi. Talaði hann svo snjalt að samhygðaróp glumdu um allan salinn, en þingheimur söng »Rule Britanniac. Veitti Borden örðugt að fá hljóð í fyrstu, en búast má við að tillögur stjórnarinnar verði samþyktar, því þær eru gerðar í sam- ráði við ensku stjórnina. Botha hershöföingi. Ekkigengur það þó alstaðar fyrirhafuarlaust fyrir Englendingum, að láta nýlendurnar leggja tii herskipaflota, eða geja rík- inu herskipin, sem þeir kalla svo. í Suður-Afríku nýlendunni skiftist stjórnin í tvo flokka um þetta mál um miðjan f. m. Botha hershöfð- ingi, er verið hefir stjórnarforseti í þeirri nýlendu síðan 1910, fylgdi því fram, er enska stjórnin vildi vera láta, en annar helzti maður i ráða- neytinu, Herzog að nafni, vildi að nýlendan kæmi sér sjálf upp flota, en ekkert gefa til ríkisins. Botha beiddist þá lausnar frá stjórnarstörf- stöðum á landinu voru þá liðug 300 manns. Allir rithöfundar fyrir þá daga brýndu fyrir fólkinu — þ. e. a. s. því, sem lesið gat — hver fádæma óhagur það væri, ef það flytti til sjávarins. Þeir sógðu ekki, að betra væri að fara strax á sveit eða vergang, en að fara til sjávarins og hafa þar ofan af fyrir sér kann- ske fá ár, og ef til vill alla æfi, en einhverjum af þeim hlýtur að hafa dottið það í hug. Hve fátækt þetta fólk hefir verið, sézt bezt af því, að fleira sveitafólk þá átti eina kind, þar sem færra sveitafólk nú á fjórar, og við kunnum þó enn að berja okkur fult svo vel, sem hverjum kristnum manni sæmir. 1804 dóu landsmenn á sömu þúfunni sem sem þeir fæddust á, ef þeir féllu ekki á vergangi og fátæktin og hugleysið grúfði yfir öllu, nema sárfáum velmegandi mönnum. Al- þingi var lagt niður, og þjóðin hafðt mist talfærið til að kvarta með. Hún beið eftir svarinu upp á hina almennu bænaskrá íslands, og varð að bíða með þolinmæði þangað til árið 1854, en þá var því nær hver fulltíða maður frá 1804 safnaður til feðra sinna. Fólkið 1804 var guð- hrætt og skikkanlegt, það drakk ekki nema r pott af áfengi á mann ár- lega, og af kaffi og sykri eyddt það fjórðungi úr pundi — af hvoru

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.