Ísafold - 15.01.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.01.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 15 Hafskipabryggjan í Hafnarfirði. AVþingi 1911 yeitti 25 þús. kr. til hafskipabryggju-gjörðar í HafnarfirSi. Undirbúningur undir bryggjusmíðið var hafinn þá um haustið, en verkið unn- ið á si'ðastliðnu sumri og fram til þessa, en nú er því að mestu lokið. Brygg- jan verður að líkindum tekin til al- mennra afnota í jauúar eða febrúar í vetur. Þetta þarfa fyriitæki hefir kostað þennau unga bæ — yngstan allra bæja á landinu — mikið fé, eða um 120 þús. Irv . . X Kr-, en menn eru öruggir, og gjöra sér góðar vonir um, að bryggjan muni bera sig með hjálp af vatns- sölu til skipa, sem höfð verður í sam- bandi við hana, og að af henni leiði ankin atvinna fyrir bæjarbúa, með til- liti til þeirra skiiyrða, er Hafnarfjörð- ur hefir fram yfir aðrar hafnir við Faxaflóa, sem sé, góða höfn, hentug og ódýr fiskverkunarsvæði o. fi. þ. h. __ Her kemur stutt lýsing á bryggjunni og óðrum manvirkjum, er heuni heyra til og standa / sambandi við hana. Bryggjan. Hun er öll ór timbri. Uppistöðnstanr- arnir eru járnklæddir upp fyrir sjávarmál, til varnar trjámaðki. — Hún stendur fyrir innar hinn svonefnda »Fiskaklett« i vestri hluta bæjarins, þvi þar er mest aðdýpi i Hafnarfirði. Lengd landálmunn- ar er 61,5 m., út úr henni veit bryggju- hausinn tii vesturs 58.4 m. á lengd. Ytri endi bans er sneiddur á hornum og myndar þannig þrjá fleti. Breidd landálmunnar er ^ 8,2 m., en bryggjuhaussins 12,4 m. Sjávardýpi fyrir bryggjuhausnum er 6 m. nm stórstraumsfjörur. Rammgjört handrið úr tré er á austurbrún landálmunnar, og einnig fram að landgöngustiganum austan- megin. — Yið bryggjuna er áætlað að geti legið að minsta kosti 4 skip í einu, 2 stærri og 2 minni. Járnbrautir eiga að liggja eftir brygg- junni til lands, og gjört er ráð fyrir að setja á hentugan stað á brautinni vog, er vagnarnir eiga að renna yfir, og sýnir hun þunga þann, sem flnttur er eftir brautmni, hvort sem um uppskipun eða utskipun er að ræða, og gefur hún vikt- arseðil yfir þungann, samstundis. Vörnpalíurinn. Ofan við bryggjuna er pallur, er nær fram í stórstraumsfjöruborð, or takmark- ast af steinsteyptum garði að framan, sem er 2,6 m. að þykt að neðan, að meðal- tali. Lengd garðsins er 140 m. Hæð vörupallsins er sami og bryggjunnar, eða 7 m' Þar sem hryggjan mætir vörupall- ínnm í 5‘/a m. fjarlægð, er steinstöpull undir henni og ofan á hann skrúfuð járn- stykki, sem og i vörupallinn, en í þau er bryggjan aftur tengd með járnboltum og skrúfum. í vörupallinn fóru um 1600 teningsfaðm- ar af grjóti. Flatarstærð vörupalsins er 4032 □ m. Um vörupallinn verður lagt járnbrauta- net frá bryggjunni inn i vöruhúsin og umhverfis þau. Vörngeymsluhúsin. Þau eru 3, öll úr steinsteypn, 2 þeirra standa á vesturhelmingi vörupallsins, hvort að stærð 21X10 m. 3. húsið stsndur á aust- urhelmingi vórupallsins og snýr það hiið- inni gegnt göflum hinna, og myndast rannig all-breitt sund upp af bryggjunni. Þetta hús er stærst, 10X31 m. að flatar- máli og vegghæð 3,6 m. Þökin eru hin svonefndu »Ásaþök«. Timburhús 6X4 m. er og á vörupallinum. Þar verða hafðar skrifstofur. Teikningar og útboð á efni til brygg- junnar gerði Th. Krabbe landsverkfr., en til eftirlits við bryggjusmíðina af hálfu hins opinbera var Jón ísleifsson verkfræðingur. Yfirsmiður bryggjunn- ar var Björn Jónsson bryggjusmiður frá Bíldudal, en verkstjóri vörupalls og húsa Guðni Þorláksson hér í bænum. Án efa er Hafnarfjöröur nú lang- bezti upplags og útskipunarstaður á öllu Suðurlandi, þar sem hann samfara hinni öruggu höfn hefir eignast þessi mannvirki, og hefir auk þess nóg og gott vatn handa skipum á bryggjunni. Þökk allra Hafnfirðinga eiga þeir menn skilið, er hrint hafa þessu máli til framkvæmdar, bæði þeir er verk- stjórn hafa haft á hendi og eins þeir, er stutt hafa að því í fjárhagslegu til liti. Má þar meðal annara nefna þá Magnús Jónsson bæjarfógeta, Ágúst Flygenring alþm. og ISigf. Bergmann kaupm., er sæti áttu í bryggjunefnd- mni. Ennfremur bankastjórn Lands- bankaus, Jón Krabbó skrifstofustjóri í Kaupmannahöfn, auk þeirra sem áður eru taldír. 31. desember 1912. Si([. Kr. Heiðursviðurkeiming myndarleg hefir Þórarni Tulinius stórkaupm. nýlega verið sýnd af Norðlendingum og Austfirðingum. Hafa þeir, 200 talsins, sent honum skrautritað ávarp í veglegri möppu með myndum og öðru skrauti, auk tveggja kvæða eftir þá Matthías og Guðmnnd Guðmundsson. Avarpið og kvæðin mun ísafold flytja í næsta blaði. Athngasemd Yið Athngasemd. Hr. ritstjóri! — í 86. tbl. Isaf., 14. f. m. segir hr. Sig. Guðmundsson, að mér þyki betur treystandi dómum útlendra fræðimanna um orðabók mína heldur en skoðunum íslendinga á henni. Þetta er skáldskapur hr. S. G. Eg hefi ekkert slíkt sagt. Hitt hefi eg sagt, að dómum nafngreindra (og nafnkunnra) frœðimanna væri bet- ur treystandi heldur en níði frá mönn- um, sem ekki hafa vit á því sem þeir rita um, og skammast sín fyrir að.setja nafn sitt undir. Ritdómar um fræði- leg efni, sem alþýða eðlilega ber ekki skyn á, ættu ávalt að birtast undir nafni höfundar. Af hverju hr. S. G. dregur það, að ritdómar í útl. tímaritum h 1 j ó 11 endilega að vera eftir útlendinga, veit eg ekki. íslendingur er t. d. í ritstjórn »Arkiv för nord. Filologk, sem er eitt þeirra tímarita, sem bókin er send til umtals. Þau tímarit í Ameríku, sem hún er send, eiga auð- velt að ná til mentaðra íslendinga þar, sem vit hafa á að dæma. Þýzk tíma- rit gætu auðveldlega náð til íslenzkra fræöimanna (t. d. í Höfn). — Hr. S. G. spyr, hví eg skjóti eigi máli mínu til manna eins og Finns Jónssonar, Pálma Pálssonar og annara, er hann nefnir. — Eg h e f i nú einmitt skotið máli mínu til Finns, fyrst með því að senda honum sýnishorn af bókiuni (og hefir hann látið álit sitt í ljósi um }að) og 8ÍSan með því að senda út- komna heftið tímariti, sem hann er ritstjóri við (»Ark. f. n. Fil.«). Ekkert væri mór kærra en að Pálmi Pálsson vildi skrifa ritdóm um heftið, því að honum treysti eg manna bezt til bæði þekkingar og óhlutdrægni. Sama gæti eg sagt um Sigfús Blöndal, Geir kennara Zoega og fleiri. Nýlunda er mór að heyra það um Einar Arnórnsson (svo vel gefinn maður sem hann annars er um margt það sem bonum er ósjálfrátt), að hann só Döllum mönnum, bæði utan lands og innan, fróðari dómari í lagamálinu«. Má vera svo só, en hvergi hefir hann sýnt þess nein merki enn, Þangaö til einhver merki þess koma í ljós, mun eg leita til annara, t. d. Björns Ólsens, í þeirri grein, þar sem eg þarf á að halda, og svo mutiu flestir gera, nema hr. S. G. Það hygg eg, að próf. Hægstad viti jafnvel og hr. S. G. og eg, hvað »auki« á fati þýðir. Að þá merking vanti hjá mór, er yfirsjón, sem ekki er sór- legt tiltökumál. Kona hór í bænum hafði annars bent mór á þetta á undan hr. S. G. Annars hefi eg orðið var við algengari orð, sem vantar. Eg býst við að fá vitneskju um m ö r g orð, og jafnvel merkiugar, sem vanti. Annað er óhugsandi um frumsmíð, sem ein- yrki vinnnr að. Orð og merkingar vanta í nýjar útlendar oröabækur, sem mörg hundruð manna hafa unnið að, og hefi eg aldrei vitað til þess tekið, ef öll orð eru i þeim sem eldri orða- bœkur hafs, og mörg fleiri. Þ a ð er í þ v í atriði mælikvarðinn, ekki hvað vantar af orðum, sem e k k i hafa aöur í orðabókum verið, lieldur hve mikið er af orðurn, sem áður hefir vantað í allar orðabækur. Og það veit eg, að af slíkum orðum og merkingum verða tugir þúsunda í minni. Málsögulega orðabók búast víst fáir aörir en br. S. G. við að nokkur ein- yrki leggi upp að skrifa. Til þessa hefir mór vitanlega enginn lagt það upp í neinu nráli, án miljóna fjár og fjölda af hjálparmöuuum. — Ekki hefi eg heldur þózt vera neinn »vísinda- maður« nó gefið orðabók mina út fyrir »vísindalegt« verk. Þannig hefi eg ekki farið út í uppruna orða úr eldri mál- um. Eg vissi mig ekki færau til þess, og lót það því vera. Röð merkinganna mun og ekki vera tnjög »vísindaleg« hjá mér, það v e i t eg. Og þó mun hún ekki stórum betri hvorki í Cleasby nó Fritzuer. Eg lót mór annara um hitt, að sem minst vantaði hjá mór af merkingum og talsháttum. Hins hefi eg dirfst að ætlast til, að bók mína mætti telja jafnvel e i n k a r- nytsamlegt iðnisverk, sem lýsti nokkurri greind og eftirtekt og talsvert næmu eyra fyrir merkinga- tilbrigðum málsins, og væri vottur um nokkurn veginn ljósa og rótta hugsun. og ekki tiltakanlega óvandvirkni. Hr. S. G. segir, að orðabók mín só »auðug« af klámyrðum. Eg hefi aldrei orðið þess var, að íslenzkan væri auð- ugri af þeim orðum en önnur mál; það er og víst, að eg hefi aldrei á ævi minni myndað nokkurt klámyrði. En hitt er eins víst, að höfundur orðabók- ar, sem á að hafa þann t i 1 g a n g að skýra ö 11 orð í málinu, veröur að taka svo klámyrði sem önnur orð, og skýra þau svo rétt, sem föng eru á. Alt öðru máli er að gegna um úrvals- orðabækur fyrir barnaskóla eða kvenna- skóla. Þar má sleppa flestum slíkum orðum úr. ,En meðan »klámi« er ekki útrýmt úr biblíunnl, seni a 11 i r eru hvattir til að lesa, virðist hótfindni að ætla að útrýma þeim úr orðabókum, sem að eius eru ætlaðar til að slá upp í til aö finna mynd eða merking þeirra orða, sem á þarf að halda að 1 e i t a eftir. Aunars mun orðabók mfn ekki auðugri af slikum orðum heldur en ámóta stórar orðabækur í öðrum málum. Það v e i t eg, en það g e t- u r hr. S. G. ekkert vitað um, því að- hann hefir að eins séð einn sextánda hluta af orðabók minui. Hr. ritstjóri. Eitt að endingu : Etig- inn, sem skyn ber á oröabókar samn' ing, ættí að furða sig á því, þótt menn rekist á m ö r g orð, sem vanta hjá mér. Eg teldi það alveg f u r ð- anlega lítið, þó að vanta kynni t. d. ein þúsund orð í 1. heftið (A-ið). Það hefti inniheldur liðlega 5900 upp- sláttar-orð, og eftir því, ætti öll bókin að taka yfir um 95000 orð. Þetta er geysilegur oröafjöldi í frumsmíð ein- yrkja. Þegar Dr. Sam. Johnson samdi sína orðabok (sem hann vann að í 7 ár með 6 hjálparmönnum), hafði hann betri grundvöll á að byggja, en eg hefi haft, og þó innihólt 1. útg. af oröabók hans að eins tæp 48000 orð, eða helmingi færri en mín. — 1. útg. af Webster, sem talin var eins mikil framför frá Johnsons bók, eins og Johnson var frá fyrirrennurum sínum, innihólt þó ekki nema milli 70 og 80 þús. orð. (Síð- asta útg. af Webster er talin hafa um 400,000 orð; en að henni unnu 120' manns). Enskan var þó þegar á Johnsons tímum orðauðgara mál en íslenzkan er enn. Skynbærir menn meta orðabækur ekki eftir þvi, hve mörg orð vantar í þær, heldur fremur eftir hinu, hve mikið þær hafa f r a m y f i r eldri bækur samkynja af orðum og merk- ingum, og hversu vel orðin eru þýdd eða skilgreind, o. fl. Einyrkja orðabækur verða ekki born- ar saman við þær 4 oröabækur á sögu- legum grundvelli, sem út eru að koma (í Þýzkalandi, Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð — aðrar þjóðir hafa ekki mór vitanlega lagt út í þá tilraun enn). Að slíkum orðabókum vinnur fjöldi manna, og sumar af þeim kostar milj- ónir króna að semja. En að einnig muni »vanta orð« í þær, má ráða af því, að áætlað er, að orðabók Sænska Akademísins verði um 10,000 bls., og að auk þess muni verða 2000 bls. v i S b æ t i r (sem safnast í meðan bókin er að koma út!). Þótt orðabók min innihóldi e k k e r t a n n a ð, en þau orð, sem til eru í oröabókum og orðasöfnum nú, dregin saman í eiua heild, þá væri hún n y t- semdar verk, ef þaö væri sæmi- lega unnið. — En auk þess mun hún innihalda tugi þúsunda af orðum og merkingum, sem hvergi er að finna áður í orðabókum né orða- söfnum. Þetta veit eg. Hitt ber mór ekki um að dæma, hversu mór hefir tekist að vinna að verkinu að öðru leyti (róttar, nægjandi skýringar orðanna o. s. frv.). Eg hefi fjölyrt um þetta af því, að eins og eðliiegt er, þá er hávaða manna varla ljóst, hvers vænta má af bókinni, og hvers ekki, og frá hvaða sjónar- miði réttlátt só að meta hana. Jón Ólafsson. ónáðað jafnmargar hugsandi sáli emmitt á nálægum tíma. Áðurn nr Gerhard Gran kvað meðal ai Þenda á það f bók sinni hinni svo sem eftirtektarvert tímanna að frakkneski snillingurian mikli } Pascal (T 1662), er var jafnsnji hvorttveggja, trúmálin og ví8indin aldrei verið meira lesinn í fnðu’ Voltaires og Renans en einmitt á um dögum og að aftur og aftur maöur sig á það í frakkneskum r að vitnað só til hinna frægu orða ,»Hjartað hefir sínar ástæður, sem semin þekkir ekki«. En hvað merkir svo þetta frá frá efnishyggjunni? Getum vór það kristnu trúnni til tekna? Það gætum vór að sjálfsögð þetta fráhvarf frá efnishyggjunni jafnframt aðhvarf að kristnu ti En það er það ekki nema að leyti. Vafalaust er, að margur um lengri eða skemmri tíma hefii _á útigangi efnishyggjunnar, hefir að banhungruðum anda sínum ^Ujóls undir þaki kristinnar kirk Uúarboðskap kirkjunnar fundið Slnni þá svölun, sem hún þráði. 6r .^ð V,lst’ aS margur, sem áður 0 unetjaður efnishyggjunni komist að raun um getuleysi h til að fullnægja dýpstu þrám mauns- andans og því snúið við henui bakinu, lítur miklu vinveittari augum til kirkj- unnar, þótt hann hafi enn ekki séð sór fært að leita skjóls undir þaki hennar. Því að bafi efnishyggjan ekki gert annað, hefir hún þó óbeinlínis opnað augun á honum fyrir því, að maðurinn lifir ekki á brauði einu sam- an, svo að hann skilur nú betur en áður hvers virði starf kristinnar kirkju er í mannfólaginu, svo margir sem þar hafa fundið þau svör, sem nægðu V1ð vandaspurningum lífsins og fu.ll- nægja helgustu þrám hjartans. En þetta má og telja tekjumegin, þó ekki só nema með hliðsjón á hinu gamla orði: »Sá, 8em ekki er á móti mór, hann er með mór«. En um allan þorrann þessara manna, sem hafa fengið leiða á efnishyggjuuni og horfið frá henni, mun það verða sannast sagt, að þeir sóu, í bili að minsta kosti, húsviltir. Hvort þeir verða það áfram er vafalaust að miklu leyti undir því komið, hvort kirkj- annúþekkir sinn vitjunar- t í m a. Því að vorir tímar, með þeirri miklu stéfnubreytiugu, sem fráhvarfið frá efnishyggjunni boðar, eru í sann- leika vitjunartímar kirkjunni, og fram- tíðarhagur hennar óefað að mjög miklu leyti komin undir því hvernig hún snýst við kröfum tímans, svo breyttar sem þær eru frá því er áður var. Að svo margir þessara fráhverfinga ganga enn fram hjá kirkjudyrunum, hefir sínar mjög alvarlegu orsakir, sem taka verður alt tillit til. Menn mega ekki ætla, að þeír sem hverfa frá efnis- hyggjunni, hafi í frá sömu stundu af- klæðst öllum áhrifum hennar. Rann- sóknir vísindanna hafa ekki verið ófyr irsynju, enda þótt þær hafi ekki kafað öll djúp eða uppgötvað ráðningu á öllum gátum. Þær hafa leitt í Ijós fjöldann allan nýrra sanninda á svæði trúarbragðasögunnar, veraldarsögunnar, náttúrufræðinnar, sálarfræðinnar o. s. frv., sem eldri tíma óraði ekki fyrir. Því að eins er nokkur von um, að þessir í bili húsviltu menn fáist til að sinna trúarboðskap kirkjunnar, að þar só haft alt tillit til þessara sanninda og öllu því á bug vísað úr honum, er ríður í bága við þau. Leggist kirkjan þetta undir höfuð má hór um bil með áreiðanlegri vissu segja það fyrir, að allur þorri þessara manna fáist ekki til að gefa boðskap kirkjunnar gaum, en leiti fyrir sór annarstaðar þar sem hann hygst sjá betur borgið trúarþörf sinni. Kröfur vorra tíma eru trúarleg sið- bót, gagnger endurskoðun hinnarkirkju- legu kenningar. Þessa liefir ef til vill aldrei gerst brýnni þörf eu einmitt nú. Svo sannarlega sem það er trú vor, að fagnaðarerindi Jesú Krists só enn í dag bótin við þessum mannanna mein- um, só enn í dag það sem bezt getur fulínægt þrá mannsálarinnar, svalað þorsta hennar eftir guði, leyst úr hin- um miklu vandaspurningum um tím- ann og eilífðina, lífið og dauðann og það sem þá tekur við, öllum þessum spurningum, sem loga í sálum svo margra tímans barna, — þá verður kirkjan að endursk*ða frá rótum kenn- ingarkerfi sitt, endurskoða það með nákvæmri hliðsjón á kristindóminum í sinni upphaflegu mynd þ. e. á kenn- ingu Jesú sjálfs, eins og hún blasir við oss í elztu kenningar-heimildum kristninnar. Og kenningarkerfi kirkj- unnar þ a r f endurskoðunar við, þar sem það í flestu tilliti er verk löngu liðinna tíma og mótað af hugsunar- hætti þeirra, stendur að ýmsu leyti í sambandi við ófullkomna heimsskoðun fornaldarmanna, úreltar skoðanir á náttúrunni og mannlífinu og rekst f mörgum greinum átakanlega á það, sem menn vita nú sannast um þau efni. I fæstum orðum: til þess að tímans börn fáist til að sinna fagnaðarerindi Jesú, svo að það geti orðið þeim sá »kraftur guðs til hjálpræðis« sem því er ætlað að verða, er hin brýnasta þörf á nýrri guðfræði, þ. e. nýrri framsetningu hinna gömlu trúar- sanninda, sem mynda innihald kristin- dómsins, með fullkomnari útlistunum og fullkomnari rökstuðningu, en hin eldri guðfræði hefir til brunns að bera. Fyrir þessu vona eg að geta gert nán- ari grein í eftirfarandi hugleiðingum mínum.--------- Að endingu vil eg ekki láta þess ógetið, að það að eg hefi beðið ísafold að taka þessar hugleiðingar mínar til flutnings, en ekki Nýtt kirkjublað, sem annars hefir flutt flest það, sem eg hefi um trúmál ritað hin síðari ár- in, orsakast ekki af neinu öðru en því, áð eg vona með þeim hætti að ná til þess fleiri lesenda sem ísafold er víð- lesnari um land alt en Nýtt kirkjublað. /. H.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.