Ísafold - 15.01.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.01.1913, Blaðsíða 4
16 ÍSAFOLD ■> 40-50 stúlkur geta fengið atvinnu við fiskverkun í Viðey. Skal semja við verkstjórann Einar Finnbogason, sem verð- ur til viðtals á Grettisgötu 57 niðri á laugardaginn frá kl 3—8 síðd. og sunnud. frá kl. 11 f. h. til 8 e. h. A öðrum tímum má hafa tal af honum í Viðeyjarsímanum nr. 232. Járnsiniður, sem hefir um 10 ár stundað það handverk og ýmist unnið á verkstæði eða við ýmsa aðra vinnu því handverki tilheyrandi, svo sem pipulagningar og annað þess háttar, óskar eftir atvinnu sem fyrst. Tilboð, merkt »Járnsmiður«, sendist á skrifstofu ísafoldar í lokuðu um- slagi. I miðbænum er stoja til leiqu frá 1. apr., hentug fyrir skrifstofu. Finnið Pétur Gunnarsson hótelstj. Á gamla hótel Reykja- vík, Vesturo'otu 17, verður eins og að undanförnu tekið á móti ferða- mönnum til gistingar svo lengi sem pláss leyfir. Þar geta menn einnig fengið fæði til lengri eða skemri tíma. Herbergi (2) án húsgagna ósk- nst til leigu nálægt Iðnskólanum eða i Laufásvegi frá 14. maí eða 1. okt. næstk. Sigurður Guðmundsson. magister Fríkirkjuveg 3. Guðmundur JBenjamíns- son, Grettisjótu 10, flytur fólk og flutning milli Reykjavíkur 'og Hafn- arfjarðar. Frá Reykjavík kl. 11 f. m. og frá Hafnarfirði kl. 4 e. m. þriðjudaga, fimtudaga, laugardaga og sunnudaga. Þakkarávarp. Mitt innilegasta hjartans þakklæti votta eg öllum þeim hinum mörgu, er á einn og annan hátt sýndu mér og kon- unni mirmi sálugu, Ólafiu Ólafsdótt- nr, hluttekningu sína í hennar lang- vinua dauðastríði. — Eg finn það skyldu mína að nefna nokkur nöfn, og vil eg fyrst minnast hins þarfa og virðingarverða kvenfélags Hafn- arfjarðar, þá læknanna Þ. Edilonssonar og M. Elnarssonar, Ág. Fiygenrings slþm. og frúar hans, Kr. jónssonar frv. ráðh. og frúar hans, ennfr. kon- anna Ingv. Bjarnadóttur og Steinunn- ar Jónsdóttur, er vitjuðu minnar veiku konu næstum daglega, og st. Morgunstjarnan nr. 14. Alt þetta fólk, og alla, vil eg biðja minn heilaga himnanna herra, að hugga og gleðja, líkna og launa alt gott mér og henni auðsýnt fyr og síðar. Hafnarfirði 15. des. 1912. Eyólfur Illugason. Mannskaðasamskotin. Afhent Ásgeiri Sigurðssyni. Ungm.fél. Gaulv.bæjarhr. 10,00 G. I. 2,00 Sveinti Hallgrimsson 20,00 Bio 100,00 Har. Sigurðss. Kaldaðarn. 50,00 Leikfélag Reykjavíkur 123,25 Mér afh. af sr. Ól. OI. 147,00 Kr. 452,25 2--3 mótormenn • vanir og duglegir, geta fengið starfa frá í febrúar næstkomandi. Gefi sig fram fljótt við Timbnr- og kolaverzl. ReykjaYik. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ályktun skiftafundar í dánarbúi Jóns Jónssonar bónda i Melshúsum í Seltjarnarneshreppi 28. f. m., verður jörðin Melshús í téðum hreppi, ef viðunanlegt boð fæst, seld við opinbert uppboð, sem haldið verður á eigninni sjálfri fimtudaginn þann 20. febr. næstkomandi, kl. 12 á hád. Jórð þessari, sem er 3 hndr. að dýrl., fylgir, auk túns, sem er slétt og umgirt og matjurtagarða, ca. 800 ferfaðm., íbúðarhús úr steini, 12-J-11 áln. með kjallara, fjós og heyhús, 19+8V2 al* tneð steinlímdri safnþró undir fjósinu öllu, geymslu- hús, 8V2+7 áln., hjallhús, 9+6 áln., þvotta- og geymslnhús, 14+4 áln., fiskgeymsluhús, 24 áln., og annað fiskhús 14+8 áln., fiskþvottahús, 13+9 áln. ásamt tilheyr. útbúnaði, fiskverkunarreitar, 381+21 al. með járnbrautarteinum, skiftiskifu ogvögn- um, bryggja úr eik og furu, 5 álna breið og 105 álnir á lengd, traust og varanleg og loks vatnsleiðsla i íbúðarhús og þvottahús, 345 áln. á lengd, ásamtdælum og öðrum áhöld- um. Á sama uppboði verður einnig seld þurrabúðin Bakkakot ásamt lóð- arréttindum. Uppboðsskilmálar, veðbókarvottorð og nánari upplýsingar viðvikjandi fyrgreindum eignum búsins, verða til sýnis hér á skrifstofunni og á upp- boðinu. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu, 2. janúar 1913. Magnús Jónsson. Ttlótorbátur fæst með mjög góðu verði. Menn snúi sér til verzl. Edinborg i Reykjavik. Mánudaginn þann 23. þ. m., kl. 1 e. h., verður samkvæmt ályktun skiftáfundar í dánarbúi Jóns Jónssonar bónda í Melshúsum 28. f. m., ef viðunanlegt boð fæst, seldur við opin- bert uppboð */* hlnti í fiskiskipinu »Bergþóru« R. E. 53, eign téðs dán- arbús, ásamt öliu því, er skipshlut þessum fylgir að réttu hlutfalli; hinn meðeigandi skips þessa er Guðmund- ur bóndi Ólafsson í Nýjabæ á Sel- tjarnarnesi. Uppboðið fer fram á skipinu sjálfu á Eiðsvik. Uppboðsskilmálar, veð- bókarvottorð og nánari upplýsingar viðvíkjandi skipi þessu verða til sýnis hér á skrifstofunni og á uppboðinu. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu, 2. janúar 1913. JTlagttús Jónsson. 9 dlgœfur JisRiBáfur, 10—11 Reg. Tonn brúttó, með aldekki og nýjum 12 hesta afls Bolinders-mótor, fæst hjá Timbur-og hotaverzí. Hvík. stúlkur geta fengið ársvist á Heilsuhælinu á Vífilsstöðum ein 1. maí næstkomandi og tvær 14. maí. Lysthafendur snúi sér til yfirhjúkr- unarkonu Jenny Nielsen: Jörðin Gröf í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu, 24,2 hundr. að mati, fæst til kaups og ábúðar ífar- dögum 1913. Öll hús á jörðinni eru nýlega bygð. Mikið unnið að jarðabótum síðastliðið ár, þar á meðal afgirt túnið. Gefur af sér i meðal ári 200 hesta af töðu, 500 af útheyi. Sérstaka kosti jarðarinnar má telja: sjóðandi hver i túninu, matjurta^arðar áqœtir, túnejni ótakmarkað. Lysthafendur snúi sér til Jóns Guðmundssonar ráðsmanns á Vifilsstöðum. ,Loke‘ móforar í báta og sftip mæla sjálfir með sér. Þeir eru öðrum mótorum traustari, einfaldari og að mestu innilokaðir, svo óhreinindi komast eigi að þeim. Talið við umboðsmann Loke-mótorsins áður en þér festið kaup annarsstaðar. Fyrsta flokks bátar úr sænskum við einnig útvegaðir. Aðalumboðsm. fyrir ísland Jt. Benedihtsson. Jióteí ístand Reyhjavík. 31. janúar nastk. verður saumastofan í Edinborg lögð niður. Til þess tíma verður 20°|o afsláttur gefinn á öllum fataefnum. sem saumað verður úr á saumastofunni. KRONAN Lífsábyrgðarfélag. Stockholm. Trygð af rikinu. Er fyrsta flokks lifsábyrgðarfélag. Kronan gengur út frá 90 ára aldri og verður þess vegna ódýr- ari en mörg önnur félóg. Kronan borgar strax refjalaust. Tryggið yður sem fyrst, en munið eftir fyrst að bera saman iðgjalds- töflurnar, og snúið ykkur til umboðsmanns ,,Kronan“. sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar viðvíkjandi líftryggingu. Ct)r. T. 77. Umboðsmaður f. Jironan. Hótel ísland. Aðalstræti. Þein kaupendur ísafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heimili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðs- ins, svo þeir fái blaðið með skilutn. Ritstjórar: Olafur Bj örn sson og Sigurður Hjörleifsson. Talsími 48. ísafoldarprentsmiðja. Hann studdi sig við grenistofninn og stóð við ofurlítið til að reyna að átta sig. Hann þóttist þekkja skóg- inn þennan sæmilega; hann hafði átt þar leið um svo oft, að hann átti að þekkja þar hvert tró, að honum fanst. Hann hafði farið þar um þegar hann var drengur og gætt fjár. Hann hafði farið þar um og lagt snörur fyrir skógarfuglana. Hann hafði verið þar á yngri árum með öðrum að höggva upp skóginn. Hann hafðif sóð hann liggja og séð hann vaxa upp af nýju. Loksins'* fanst honum ‘ sem nú færi hann að átta sig á, hvar hann var staddur, og hélt, að ef stefndi það eða það, mundi hann komast á rétta leið. En hvernig sem hann fór, komst hann lengra og lengra inn i botnlausann skóginn. Eitt skifti fann hann slétta jörð og harða undir fótum sér, og skildi þá, að nú var hann loks kominn á veg. Hann revndi hann nú að þræða, því að vegur hlaut þó að stefna eitthvað; það vissi hann. Enn þá lá vegurinn út á autt svæði í miðjum skóginum, þar sem kafaldsbylurinn gat leikið sér 10 eins og honum þóknaðist; þar var hvorki vegur né stígur, heldur skafl- ar og lausasnjór, og annað ekki. þá hvarf honum hugur, hinum gamla manni og honum fanst hann vera umkomu- laus aumingi, sem hlyti að deyja þar úti f eyðimörku. Hann fór að þreytast á að mjaka sér þetta áfram gegnum snjóinn, og settist hjað eftir annað á stein að hvfla sig. En óðara en hann settist, lá honum við að sofna, og hann vissi, að ef hann sofnaði, þá helfrysi hann. f>ess vegna var hann að reyna að ganga; það var eina ráðið honum til bjargar. En þá sækir á hann ílöngun að setj- ast niður. Honum fanst, að ef hann fengi að hvflast, stæði á sama, þó að lff hans lægi við. Honum fanst bvo notalegt að fá að aitja, að hann hafði engan beyg af dauð- anum. Honum hýrnaði í geði, er hann hugsaði til þess, að þegar hann væri dauður, yrði allur æfiferill hans lesinn upp í kirkjunni. Honum rann í hug, hve fallega prófasturinn gamli hefði talað yfir moldum föður hans, og nú 11 mundi áreiðanlega verða sagt eitthvað fallegt um hann, f>að mundi verða sagt, að hann hefði átt elztu jörðina þar í hverfinu, og prófasturinn fara orð- um um, hver vegsauki væri að vera af vel metnu kyni. Og svo mundi verða talað um ábyrgðina. Já, víst fylgdi því ábyrgð. f>að hafði hann alla tíð vitað. Maður yrði að láta aldrei bugast fyr en í sfðustu lög, ef maður væri einn af IngimarB sonum. f>að þaut um hann eins og rothögg, að eigi ætti vel við um hann, að vera fundinn helkalinn uppi í ömurlegum skóginum. Hann vildi láta það koma í eftirmælin eftir sig. Og þá stóð hann upp aftur og fór að ganga. f>á hafði hann setið það lengi, að mesta snækyngi hrundi niður af feldinum, sem hann hafði yfir sér, óðara en hann hreyfði sig. En smámsaman var hann seztur aft- ur og fari að dreyma. En þá gerði umhugsunin um dauð- ann enn vart við sig með meira fjöri. Hann rakti fyrir sér í huganum útför- ina og alla viðhöfnina, sem auðsýnd mundi verða líkama sínum dauðum, 12 Hann sá albreitt veizluborðið mikla i salnnm uppi; prófastinn og prófasts- frúna í hásæti, lögmanninn með hvítt feMingarlínið þanið yfir hálft brjóstið, riddarahersisfrúna* skrýdda í svörtum silkikjól* og með digra gullfesti marg- vafða um hálsinn. SfHann sá allar veizlustofurnar tjald- aðar hvítu. HvítarJ voðir fyrir glugg- unum, hvítt yfir öllum stofugögnum, Greni á Ieiðinni alla leið frá anddyr- inu^út að kirkju. Verið að þvo) og ræsta og hita öl og baka brauð] fullan hálfan mánuð fyrir] jarðarförina. Líkið áj börum í instu stofunni, svæla í nýhituðum stof- unum. Alt hlaðið fult af gestum, Böngur við líkið, meðan lokið var skrúfað á kistuna. Silfurskildir á kist- unni. Brent 20 föðmum af brenni á hálfum mánuði. Alt þorpið á iði að búa mat til flutn* ings. Allir kirkjuhattar nýstroknir. Alt haustbrennivínið drukkið í botn í erfisdrykkjunni. Um alla vegi krökt af fólki eins og á markaði. Enn spratt hinn gamli maður upp. Hann hafði heyrt á tal manna í erfi-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.