Ísafold - 18.01.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.01.1913, Blaðsíða 2
18 í SAFOLD kunnátta til hennar sé enn í bernsku. Meira að segja hlýtur að því að reka, og ætti ekki að líða langt um,- að bannað verði að byggja kaupstaði og kauptún úr öðru en steini. Landið hefir ekki ráð á því að byggja úr öðru efni. Arlega brenna timbur- húsin í landinu, svo hundruðum þúsunda króna skiftir og alt þetta mikla fé verður eyðslueyrir þjóðar- innar, öllu þessu fé er bókstaflega kastað í eldinn. Því það erum vér sjálfir, íslendingar, sem borgum hvert einasta hús, sem brennur í þessu landi og háa vexti af þvi i þokkabót, til brunabótafélaganna, að minsta kosti meðan vér höfum ekki mannrænu í oss til þess að taka sjálfir að oss vátryggingu húsanna í landinu. Vér verðum að fara að byggja úr steini, miklu almennar en vér höfum gert. Árið 1910 er talið að verið hafi í landinu alls 10,213 byggingar. Af þeim voru 5354 torfbæir, 4488 timburhús, en ekki nema 371 hús úr steini. En af þessum steinbygg- ingum voru 84 steinhús, 202 stein- steypuhús og 83 steinbæir. Nokk- uð hefir steinbyggingunum fjölgað síðan þá, þó litlu nemi, er borið er saman við tölu annara bygginga. En því meir sem þjóðin snýr sér að steinhúsagerðinni, því meiri þörf er á því að húsin verði vel bygð, því brýnni verður nauðsynin á því að þekkingin á þessari húsagerð verði sem mest og fuílkomnust. Skattar vanþekkingarinnar eru þyngstu skatt- arnir i landinu. Þeir skattar ættu að hvíla sem lægstir á þeim húsum, sem þjóðin tekur að byggja handa ókomnum kynslóðum. Það fer um þá eins og landssjóðsskattana, að hægra er að koma þeim á, en að nema þá burtu aftur. í því sýnum vér menningu vora óbornum sonum og dætrum þessa lands, ef vér ger- um það, sem í voru valdi stendur, til þess að byggja landið með þekk- ingu og smekkvísi. Vér hljótum þökk þeirra síðar ef það tekst, en óþökk þeirra ef illa tekst. Því á líka G. H. og allir þeir aðrir, er auka þekkingu landsmanna á þessum efnum, þökk skilið af þessari þjóð. Einnar af tillögum G. H. er vert að geta sérstaklega. Hún er um það að landssjóður borgi rúman helm- ing aj kaupi nokkurra góðra smiða, sem ynnu að húsagerð fyrir bcendur, svo þeir yrðu þeim ekki dýrari en almennir verkamenn. *Aðsjálfsögðn«, segir hann, »væri að eins einn maður látinn vera við hvert hús og ynni þar vönduðustu vinnuna, en hefði jafnframt eftirlit og umsjón með allri byggingunni. Fimm menn kostuðu landssjóð um 10 kr. á dag og ef þeir kæmu upp þó ekki væri meira en 5 vönduðum og vel gerð- um húsum í sveit á hverju sumri, þá væri sjálfsagt engu minna gagu að starfi þeirra, en þingsetu sumra þingmanna með 10 kr. dagkaupi. Eg er viss um að bændur sæktust eftir mönnum þessum. Þó fé það, sem til þeirra gengi, væri tekið af jarðabóta eða búnaðarstyrknum, þá mundi það bændum hagur«. Ekki höfum vér lund til þess, að telja dagkaup eftir þingmönnum vor- um, og fáum þingmönnum mun þingmenskan vera gróðavegur, en tillaga G. H., um að landið borgi eitthvað af kaupi góðs steinsmiðs, er hefði yfirumsjón með hverri stein- byggingu, er eins góð fyrir það. Samt þyrfti þá liltekin tala verka- manna að vinna við húsið, miðað við stærð þess. En þá líka á það að líta, hvort ekki væri réttast að gefa öllum kost á því sama, jafnt kaupstaðar- búum sem bændum. Þeir munu vera fáir, sem þetta ekki kæmi vel og alstaðar þarf að vera vel bygt,- í kauptúnum eins og í sveituríi. Jafnframt því sem þetta nemur dá- litlu fé fyrir einstaklingana og efldi trygginguna fyrir sæmilegri húsagerð, yrði það landsbúum hvöt til þess að byggja fremur úr steini en timbri, en það að steinbyggingar komi upp sem viðast í kaupstöðum og kaup- túnum, dregur stórlega úr stórbruna- hættunni í kaupstöðum vorum og kauptúnum og vetður þá ólíkt árenni- legra fyrir landið á eftir að taka að sér vátryggingu kaupstaðarhúsa. Tillagan um það að verja nokkru af jarðabótastyrknum í þessu skyni, er líka í alla staði þess verð að hún sé íhuguð. Eins líklegt að því fé, sem varið er til þess styrks, væri betur vafið í þarfir landbúnaðarins á annan hátt. Önnur aðalritgerðin í þessu hefti Búnaðarritsins, er eftir Pál Jónsson kennara á Hvanneyri. Ritgerð þessi heitir: Eldurinn. Um eldinn í eigin- legri merkingu þess orðs er þó greinin að minstu leyti. Fremur mætti segja að hún væri ofurlítið brot úr lýsingu á þeim villi-eldi i, búum manna, er stafar af valdi van- ans, vanþekkingarinnar, hirðuleysis- ins og getuleysisins. Greinin ræðir þá sérstaklega um það eldsneyti, er þjóðin á kost á að nota, hve mik- ilsvert sé að fara sparlega með það og nota það í réttum eldstæðum, hún lýsir moðsuðunni, sem altof lítið er notuð hér á landi. Sá hluti greinarinnar er þörf hugvekja, jafnt fyrir allar húsmæður sem húsfeður í landinu. Enginn vafi á að mjög mikið má spara með henni og að sá sparnaður getur numið stórfé á öllu landinu á einu ári. En mest er þó vert um samanburðinn á nota- gildi mós, sauðataðs og kola til eldsneytis. Af honum má fá sæmi- lega Ijósa hugmynd um hve óhag- sýn þjóðin er í vali sínu á aðalelds- neytinu til sveita, sauðataðinu. Höf. gerir grein fyrir verði á einum hest- burði af mó, taði og kolum, eftir notagildi þeirra. Hann reiknar hest- burðinn af kolum kr. 2.81 og legg- ur ofan á 1 kr. fyrir flutningskost.i- aði upp í sveit. Sá hestburður af kolum kostar þá heimfluttur kr. 3.81, en samanborið við það telst honum til að mórinn ætti að kosta kr. 1. 52 hestburðurinn, en sauðataðið kr. 1.90. Þetta sýnir, að því er móinn snertir, að hann er mjög ódýrt elds- neyti hvervetna þar, sem sæmilega auðvelt er að afla hans, því mjög óvíða mun verð hans vera neitt ná- lægt kr. 1.52. En um sauðataðið skiftir alt öðru máli. Verð þess verður ekki metið réttilega í búfræð- inni, nema jafnframt sé tekið tillit til þess verðs, er það hefir sem áburður, hve mikið af töðu má fá undan því og við þá rannsókn höf- undarins verður það auðsætt að við- ast hvar á landinu er það með öllu óverjandi búskaparlag á vorum tím- um, að brenna nokkru sauðataði. Af því kemur hinn versti villi-eldur i búum manna og er gömlutn óvana mest um að kenna, hve mikil brögð eru að þessari notkun sauðataðs ti eldsneytis. Annars er framsetning höfundar- ins á þessu máli tæplega svo alþýð- leg, sem hún þyrfti að vera og gæti hann sjálísagt bætt úr því í annari grein, því þetta mál þarf að brýna fyrir þjóðinni, þangað til henni lær- ist að hætta að brenna sauðataðinu. Jafnframt þurfa sveitirnar að bindast samtökum um kolakaup, til þess að bændur þurfi ekki að kaupa þau með svo uppsprengdu verði, sem þau venjulega eru seld fyrir í kauptún- um landsins. Nokkrar fleiri greinar eru í Bún- aðarritinu að þessu sinni, tvær grein- ar eftir Sigurgeir Einarsson, önnur: Um ullarpvottahús, en hin um Ullar- pvottahúsið i Borgarnesi, Tillógur um gróðrartilraunir, Skýrsla um Rœktun- arsjóðinn 1912, Skýrsla til Búnaðar- Jélags Islands frá Sigurði Sigurðssyni og Yfirlit yfir ritgerðir um landbúnab i blöðum og timaritum árið 1911. Jólagjöf til Heilsuhælisins. Tvö undanfarin ár hefir útgefandi ísafoldar verið beðinn að koma dá- lítilli jólagjöf frá 5 barnungum syst- kinum til Heilsuhælisins á framfæri og hafa svo fylgt með 10 kr frá, konunni, sem afhent hefir barnagjaf- irnar. Núna um jólin kom enn sama fallega gjöfin, en láðst að geta hennar fyr. Meiðyrðamál dænnl- í fyrra höfðuðu þeir Árni Jóhanns- son og Jakob Möller bankaritarar mál gegn Lögréttu fyrir meiðyrði í garð þeirra. Þessi mál hafa nýlega verið dæmd í yfirrétti og ritstjóri Lögr. dæmdur í 30 kr. sekt í hvoru máli, auk 40 kr. málskostnaðar. Frá þeirri stund er örlagadómur teg- undarinnar innsiglaður, svo að jafn- vel sú hjálp, sem þá kann að vera veitt, er um seinan. Það er ekki einungis, íslendingar, að safnarar venji meir og meir kom- ur sínar til ykkar, heldur hefir sjálf- ur eggjakaupmaðurinn komið sér á laggirnar hjá ykkur; og alt hans starf er að selja egg, bæði safnendum og söfnum, hvar á jörð sem eru. Þetta veit eg gegnum göðar heimildir að er satt (og hvers var von annars?), auk þess sem eg hefi þar fyrir mér eigin reynslu. Eg kom út hingað, ekki, til þess að skaða fuglalífið á íslandi, heldur til þess að kynnast því og skrásetja athuganir mínar, þar sem þær glatast ekki, en í þess stað geymast í stöðugu gildi, því eg færi í letur hvert atvik, sem fyrir mig kemur. Enskur safnari kom út á sama skipi og eg, og að nokkru leyti ferðuðumst við um sama svæði. Þar sem eg er nú, heyri eg, að hann hafi fengið erlendan eggjasala til þess að útvega sér egg hvaðanæfa, og að mikill fjöldi eggja hafi þannig verið gerður að engu og lífum þeim glat- að, er þau fólu í sér. Á hólma í fagurri á hérna rétt hjá mér er stór mórauð hrúga, og á henni sat dag eftir dag svanur í allri fegurð sinni. Nú er þar engin fegurð lengur, held- ur að eins hrúgan mórauða. Svan- irnir hafa yfirgefið hreiður sitt, en engir ungar 1 hafa fylgt þeim út á vatnið. Hvað kemur til? Eg veit það 'dcki fyrir víst, en hitt veit eg að eggjakaupmaöurinn hefir farið hér um slóðir, og eg hygg, að aðrir muni vita hversu nú fer um mörg svana- eggin. En hver verður endirinn, ef hið sama heldur áfram að gerast um alt land? Sarua var um lómshjón, sem urpu hér við. fagurt vatn í fyrra — egg þeirra voru seld öðrum ensk- um safnara. Afkvæminu var þar með eytt og f^reldrarnir hafa ekki komið aftur. Á sömu leið er það um ernina. Egg þeirra eru seld ár frá ári, og ef ekki eru tekin nein varnarráð, verður land yðar gereytt af þessum tilkomumikla fugli. Sama er að segja um hinn glæsilega ís- lenzka val, er eigi þekkist annars- staðar og þér hafið kosið yður að þjóðernismerki. Flug arnarins, sem með hátign sinni og mikilleik er ein af undra- sjónum jarðarinnar, mun þá ekki lengur sjást yfir hinum prúðu og tigulegu fjöllum yðar. Ef til vill verður sagt að ernir geri skaða. Eg held ekki að sá hvíthöfðótti geri skaða svo vert sé um að tala — og við þann fugl á eg hér sérstaklega. Hitt má vera, að konungörninn taki, endrum og eins lamh, og fyrir þá sök leituðúst hinir miklu skozku land- eigendur — menn sem eiga heil hér- uð — við að útrýma honum. En fyrir þroska almennings-álitsins og fyllri skilning á fegurð hinnar frjálsu náttúru, hafa flestir þeirra lært að skammast sin fyrir þetta, og nú gera þeir sitt bezta til þess að víðhalda slíkum fegurðarauka í fjallalandi sínu. Það er sannarleg undur, að þeir skyldu nokkurntíma vilja skifta slík- um kjörgrip fyrir nokkur 'lömb ár lega. Maður, sem einu sinni hefir séð örn fleyta sér yfir átthaga-öræfi sín (eins og eg hefi nú með því að koma til íslands) — hann á fyrir það auðugri sál (ef hann á nokkra) það sem eftir er æfidaga hans. Eg heiti á alla Islendinga sem unna Jögru JuglalíJi í landi sínu, að varna pvi að pað verði* að bráð og herjangi útlendra eggjasajnara, með pví að mynda Jélag pvi til verndunar og til pess að vinna móti söjnurunum. Sömu- leiðis með viðleitni einstaklingsins. Jafnframt þarf að leitast við að fá breytingu á lögum þeim, sem nú vernda aðeins fuglana, en ekki egg þeirra um varptímann. Okkar eigin enska Royal Society for the Protection oj Birds [konunglegt fuglaverndunar- félag] (23 Queen Anne’s Gate, West- minster, London S. W.) mun með ánægju veita alla þá hjálp, sem í þess valdi stendur, svo sem eins og með því að slqýra eigin aðferð sína, er gefist hefir svo vel. Eg endur- tek það, að sé ekki gerð tilraun, hlýtur einni hinni mestu fegurð ís- lands — fuglalífi þess — ár frá ári að hnigna. Islendingar verndið fugla yðar! Vera má að yður virðist þeir nú óteljandi, en eigi eru nein ósköp til af hverri tegund. Jafnvel þær, sem mest er til af, geta ekki stöð- ugt án hjálpar veitt viðnám gegn dráp-elju eggjasafnarans, sem er drep- sótt og svívirðing sannrar fuglafræði. Slíkt geta a. m. k. mjög fáar teg- undir. Með þekkingu á því, sem gerst hefir og enn þá gerist um all- an heim, skora eg á yður að vernda fugla y,ðar meðan enn er tími til þess. Og þér, bændur og aðrir íbú- ar hins fagra, undur-hrikalega lands, sem nú eruð ef til vill að selja þá til glötunar, látið ykkur ekki detta í hug, að þér munið skaðast á að hætta því. Þér munuð þvert á móti ábat ast á því Eggjasafnarinn er ekki sá eini, sem horfir til fuglanna á ís- landi — það gera einnig hinir, sem taka ljósmyndir af þeim. Þeim mönnam er jafn mikið áhugamál að taka myndir af fuglum yðar eins og eggjasafnaranum er að ræna eggjum þeirra. Þeir munu gjalda yður eins mikið eða meira fyrir réttindin til þess að gera það; og þar sem slíkt tekur lengri tíma heldur en að eins að ræna hreiðriu, mun ljósmyndar- inn dvelja iengur hjá yður, þeim til hagsmuna, er vilja veita honum beina. í stað þess að selja safnaranum egg- in og fækka með því fuglunum á andi yðar, ættuð þér þess vegna að selja ljósmyndaranum heimild til þess að taka myndir af þeim og eggjum þeirra, en als ekki rétt til þess að taka eggin. Á þann hátt mundi fuglunum yðar fjölga og það sem aér ábatist á þeim að sama skapi aukast. Bíðið aðeins svo lítið, þá munu ljósmyndarar koma í hópum. Einn þeirra — nafnkendur maður — ætlaði að koma með mér, en var á einhvern hátt hindraður. Það var lann, er fyrstur hugsaði til ferðar- innar. Næsta ár vona eg að geta omið með tvo eða þrjá með mér. >eir munu segja öðrum, er óska munu um fram alt að koma, þegar seir vita hvað bíður þeirra. Hvað sjálfan mig snertir, er það að eins til þess að sjá lifnaðarhætti fugl- Fiskiveiðar við Island 1912 eftir Porst. Jul. Sveinsson. II. Yeiðar útlendinga. Frakkar. Eins og að undanförnu hafa Frakk- ar rekið haldfæraveiðar sínar á skonn- ortum, en þó með fæsta rhóti. Kv'arta fiskimenn mjög undan þess- ari veiði aðferð á þessum skipum hér við land svo snemma árs, þar sem þeir eru komnir hingað á fiski- miðin í byijun febrúarm. Þó munu hafa komið hingað á vetrarvertíðinni um 60 skonnortur og á útmáðuðun- um bæzt nokkrar fleiri við, sem mest halda til við Austurland, en nokkur hluti þessara skipa kemur hingað að eins til að týnast, ýmist út á rúm- sjó eða inn við land. Að eins ein- stöku af þessum skipum hafa aflað vel í ár. Aftur á móti hafa skip- tjón, strönd og slys verið óvenju tíð. Á hinn bóginn vex botnvörpu- veiði Frakka árlega hér við land, eink- um yfir vetur og vortímann. Þegar þeir voru flestir, voru þeir um 40 að tölu. Láta þeir í ákafa gera botn- vörpunga til að senda hingað til veiða og láta vel yfir afla þeirra skipa, sem hér hafa stundað veiði að undanförnu. Þjóöverjar. Að meðaltali mun tala þýzkra botn- vörpuuga hafa verið rúmt 100 hér við land að staðaldri. í fyrstunni héldu þessi skip sig mest fyrir Suð- uríandinu, en eftir því sem þeir kynnast, stækka þeir svæðið og fara nú hringinn í kring um landið. Vormánuðina höfðu þessi skip haft gríðar ágóða, þar sem þeir — með- an á kolavinnuteppunni í Englandi stóð — seldu afla sinn fyrir mjög hátt verð. Þannig voru í Aberdeen s. 1. aprílmánuð seldir 80 farmar af þýzkum botnvörpungum. Englendingar. Það er víst æði langt síðan, að jafnfájr botnvörpungar frá Englandi anna, að eg kem, og fyrir það skal eg með ánægju borga það, sejn safnarinn mundi borga fyrir að glata lífum þeirra. Þér, sem búið úti um sveitirnar á íslandi, gerið yður fuglana sem arð- samasta, en ekki sem óarðsamasta. Þér þekkið söguna um manninn, er slátraði gæsinni, sem varp gulleggj- unum, vegna þess að hann hugðist að finna meira gull innan í henni. Þér eruð að glata gulleggi því, sem alt fuglalíf yðar kemur úr. Hugsið [yður einungis ljósmyndara, sem vilja borga fyrir það eitt að fá að taka myndir af fuglum yðar og skilja yð- ur eftir meira en þér höfðuð. Hugs- ið ekki framar um safnarann, sem kernur til þess að tortima og lætur yður eftir minna en þér höfðuð. Verndið fuglana yðar, íslendingar, því þeir og landslagið eru hinir tveir miklu töfragripir íslands. Hvers vegna ættuð þér að glata öðrum ^eirra? Það er auðvelt að segja: »það verður ekki svo bráðlega« eða »það verður ekki í okkar tíð«. Mik- ið af þessu mun samt sem áður ger- ast og er jafnvel að gerast nú í yð- ar tíð (árlega miðar að markinu). En ættuð þér ekki einnig að hugsa um eftirkomendurna? Viljið þér skila vinum yðar líflausu landi? Án fugl- anna mætti land yðar kallast autt, en það getur ekki orðið, meðan það lefir þá. Þeir eru léttleiki þess og yndisþokki, hið fagra og ástúðlega skraut þess, brosið yfir strangleikan um og hörkunni. íslendingar, verndið fugla yðar! Edmund' Selens.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.