Ísafold - 22.01.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.01.1913, Blaðsíða 2
 22 ÍS AFOLD Næturljósin í Belgrad. Myndin hér fyrir ofan er frá Belgrad, höfuðstaðnum í Serbíu. Bær- inn stendur við fljótið mikla, Donau. En hinumegin við ána stendur bærinn Semlin og hann er fullur af hersveitum Austurík smanna. Brú er á fljótinu milli bæjanna. Yfir brúna og inn yfir borgina Belgrad vörp- uðu Austurríkismenn afarsterkum rafmagnsgeislum á hverri nóttu, en borgarar í Belgrad þóttust ekki mega sofa fyrir þeim. Þess er getið til, að Austurríkismenn væru hræddir um að Serbar mundu sprengja brúna í loft upp og jafnframt vera ósárt um þótt Belgard-búar vissu, að Austur- ríkismenn væru þess albúnir að halda suður yfir brúna, ef þeim þætti þörf á því. — Myndin sýnir ljósaganginn suður yfir brúna. haft það starf á hendi í 14 ár sam- fleytt og enginn þýzkur ráðherra verið jafnfastur í sessi sem hann, síðan Bismarck vék frá embætti. sínu. Jafnframt telur hann það engum vafa bundið að Tirpitz verði hinn ákaf- asti i því að auka orustuskipastól Þjóðverja. Hjalmar Johansen, sá er var með Friðþjófi Nansen í hinni frækilegu norðurför hans og fylgdi honum á sleðaferðinni miklu 1893 til 1896, varð nýlega bráðkvaddur í Kristjaníu. Fanst haun örendur þ. 3. þ. m. i einum skemtigarði bæjar- ins. Johansen var og með í suður- för Amundsens, er hann fann suður- skautið. Johansen var mesti fullhugi, jafnan ótrauður til stórræða og æfin- týra, en undi kyrsetulifi illa. Er mælt að hann hafi átt eigi sem bezt kjör siðustu árin. Hann varð 45 ára. Heiðurslaun hafa Roald Amundsen heimskautsfara verið veitt af stórþingi norðmanna 6000 kr. á ári æfilangt. I»ýzki utanríkisráðherr- ann nýi, sem kominn er í stað Kiderlen-Wácthers, heitir v. Jagow og hefir verið sendiherra Þjóðverja í Rómaborg um nokkurt skeið. Hann er roskinn maður nokkuð, stendur á fimtugu. Einvígi Tisza greifa. Les- endur ísafoldar kannast við ólæti þau og óspektir, er urðu á þingi Ungverja í sumar og haust, út af fundarstjórn forsetans, Tisza gieifa. Andstæðingar hans hafa tekið það ráð að heyja við hann einvígi, hver af öðrum. Fyrstur varð til þess Karolyi greifi, formaður stjórnarand- stæðinga og eftir hann annar greifi, Szechyi að nafni. Tisza bar hærra hlut í vopnaviðskiftum við þá báða, en þegar sendi þriðji þingmaðurinn, Polowzi að nafni, honum áskorun um að berjast við sig. Þar var þessari einvígja sögu komið 11. þ. mán. Grundvallarlagafrum- varp Dana, það sem áður hefir verið skýrt frá í Isajold, er nú sam- þykt af fólksþinginu með 100 atkv. gegn 14 (hægrimeun). Það var ný- lega komið upp í landsþingið, er síðast fréttist. Lögðust hægrimenn þar ákaft móti því. Estrup gamli, sem nú er orðinn 87 ára hélt þar formælingarræðu mikla yfir stjórnar- frumvarpinu og Frijs greifi foringi hinna fríkonservatívu tjáði sig og eindregið mótfallinn því. Hvað um frumvarpið verður í landsþinginu er eigi gott að segja nú. Það veltur á einu atkvæði, sem mótstöðumenn þess eiga nú í sínum hóp. En eigi þaaf nema lát eins af hinum fjör- gömlu konungkjörnu öldungum til þess að tryggja því meiri hluta, Samgöugumálið. Þess biður hr. kaupmaður B. H. Bjarnason getið, að hann hafi ekki sagt það í sinni ræðu á stúdentafund- inum um daginn, að aukagjaldið, sem lagt væri á landsmenn með hin- umnýjusamgöngusamningum, mundi nema rúmum 200.000. Segist hann eigi hafa rannsakað það neitt veru- lega og því eigi geta um það borið. Þeim er greinina þá ritaði i ísa- fold heyrðist B. H. B. taka undir það, að tala þessi mundi rétt vera hjá Bjarna frá Vogi — en vel getur það hafa verið misheyrn — og þvi sjálfsagt að leiðrétta. Þess viljum vér og láta getið, að ísafold hefir eigi átt kost á að at- huga hversu mikið aukagjaldið af hinum hækkuðu farm- og farþega- gjöldum muni verða. Þessi fúlga, rúm 200.000 kr., hefir verið reikn- uð út af Bjarna Jónssyni viðskifta- ráðunaut og höfð eftir honum í ísa- fold. Hann ber því að sjálfsögðu ábyrgð á hversu rétt hún er. Ef hún er of há, er vonandi að leiðrétt verði, af þeim er betur vita — og full nauðsyn að fá áreiðan- lega vitneskju um hið rétta. Yestnr-íslendiDga-annáll. Mannalát. Rannveig Jónsdóttir Þor- steinsson, kona Þorsteins skálds Þor- steinssonar í Winnipeg, 24 ára, ættuð sunnan af Miðnesi; fluttist vestur sem barn. Hún lézt 15. des. Fyvindur Jónsson, frá Skógarkoti í Þingvallasveit, bróðir Péturs heitins blikksmiðs hér í Rvík, lézt í Winni- peg 24. okt., 57 ára að aldri. Hann fluttist vestur 1886. Hallqrítnur Hallgrímsson Hólm í Hallsonbygð í N.-Dakota, systurson- nr síra Jóns heit. Hallssonar, átt- ræður. Fluttist vestur 1876. Lézt eftir langa banalegu þ. 15. okt. Lóðargjöldin. Svar frá Sveini Björnssyni. (Niðurl.) Það, sem hér er sagt að framan, heflr aðaliega snúist að þeirri uppástungu minni, að breyta sem mest útsvörunum í lóðargjöld. Þá skulu athugaðar athugasemdir greina- höfundanna við hina uppástunguna: verðhœkkunargjaldið. Tillaga mín er þessi: Nú skulu allar lóðir virtar, lóðirnar sjálfar án endurbóta, virtar eftir notagildi sinu. A það virðingarverð skal lagt lóðar- gjald t. d. 2%. En á það, sem lóð- irnar sjálfar án endurbóta, hækka í verði hér eftir skal lagt hærra gjald, t. d. 4%; það kalla eg verðhcekkunar- gjald. Verðhækkunin kemur fram við nýjar virðingar með fárra ára millibili. Sé lóðin seld milli tveggja virðinga hærra verði en síðasta virð- ing, skal ákveðinn hluti verðmis- munarins, t. d. 35—40%, renna til bæjarins og næsta virðing svo miða verðhækkunina við það söluverð. Á þenna hátt fær svo bærinn tals- vert af því, sem honum ber í vexti meðan lóðin er ekki seld og verð- mismuninn að nokkru þegar lóðin er seld. Þótt eg telji rétt að allur verðmismunurinn eða vextir af hon- um, rynnu í bæjarsjóð, vil eg þó að farið sé ekki svo hart i sakirnar að sinni, að taka það alt. í ræðu minni sagði eg: »Þótt leitað sé með logandi ljósi, finst engin önnur ástæða til verðhækkunarinnar en vöxturbæj- arins og umbætur þær, sem fé bæjarins er notað til«. Engin vinna nokkurs einstaks manns, hvorki lóðareiganda eða ann- ars orsakar verðhækkunina. Hvor- ugur þeirra hr. Jóh. Jóh. eða Þ. J. Sv. hefir getað hrakið þetta. Hvor- ugur hefir getað bent á nokkra aðra orsök verðhækkunarinnar. Og pað er ekki neinum hœgt. Bæjarfélagið í heild sinni á því verðhækkunina alla. Þótt það taki hana eða vexti hennar í sinn sjóð, tekur pað ekki neitt Jrá neinum manni, sem er Jramleiðsla pess manns, heldur að eins það, sem bœjarjélagið sjáljt hefir framleitt. Enginn einstakur á rétt á að halda öðru en því, sem hann framleiðir. Ef bærinn því ekki tekur sitt, tekur verðhækkunina, gejur hann einstökum mönnum af réttmætri eign sinni. Þessu vil eg að sé hætt. Bærinn hefir ekki ráð á því lengur. Hver maður, sem vill hugsa þetta mál og athugar með gætni og sann- girni, hlýtur að sjá, að rétt er sem eg segi. Enda er þessi sannleikur um ástæður verðhækkana á lóðum nú viðurkendur um allan hinn ment- aða heim eftir 30—40 ára baráttu ameríska þjóðmegunarspekingsins, Henry George, sem fyrstur benti á þetta, og fylgismanna hans. Eg sagði áður, að lóðargjöldin mundu minka »lóðaspekulationirnar«; en þetta mundi alveg taka jyrir pœr, ef það væri lögleitt. Gegn þessari hugmynd hafa eigi komið fram nein rök, hvorki frá hr. Jóh. Jóh. eða hr. Þ. J. Sv. Og eg tel bæjarstjórninni skylt að hraða því sem mest má veróa að leggja á þetta gjald — vegna hafnar- gerðarinnar. Vegna hajnargerðarinn- ar búast menn við því, að hækka muni mikið í verði lóðir nálægt höfninni — ekki af því að til standi, að lóðareigendur bæti þessar lóðir á nokkurn hátt, leggi í þær einn 'eyri eða eitt handarvik, heldur af Umsátin um Skútarí Tyrkir hafa varið Adrianopel og Skútari af mikilli hreysti. Af því, og öðru ekki, geta þeir stært sig í > Balkanstyrjöldinni, Hvorugur kastalanna hefir enn gefist upp. Nokkra hvíld hafa þeir menn fengið, er kastalana veria, síðan vopnahléð komst á, en þvi að eins verður þeim það að haldi, að ekki sé vistaskortur hjá þeim, en söguf hafa farið af að s\o væri. Eftir er samist hafði um vopnahléð lét yfirforingi Tyrkja i Skútari menn sína gera úthlaup úr kastalanum og eftir honum er það haft, að þó friður yrði saminn þess efnis, að Tyrkir létu Skútari af höndum, mundi hann alls ekki skifta sér af þvi. — Mennirnir sem sjást á mynd- inni eru Svartfellingar, en tyrkneski yfirforinginn sést í horninu hægra megin. því að barinn ver almannafé til að byggja þessa höfn, sem greiðir fyrir öllum skipagöngum og þeim atvinnu- greinum, sem standa í sambandi við þær. Að láta þessar verðhækkanir renna í vasa einstaklinganna, sem af tilviljun eiga þessar lóðir, hefi eg kallað að geja þeim stórfé af al- mannafé, af fé því sem enginn getur sannað eignarrétt sinn á, nema bæjar- félagið. Ef bæjarstjórnin gerði eigi sitt til að halda þessu að bæjarsjóði — pá gæti hr. Jóh. Jóh. með réttu hnýtt í bæjarstjórnina. Það væri meira glapræði en nokkurt þeirra, sem hann telur bæjarstjórninni til ámælis í grein sinni. Sú skoðun hr. Þ. J. Sv., að lóðar- gjaldiðog verðhækkunargjaldið mundi fæla menn frá að nota höfnina, stafar sýnilega af misskilningi. Ef lóðir hækkuðu í verði að óeðlilega miklum mun, fyrir «spekulationir«, pá gæti það orðið til að fæla menn frá að nota höfnina vegna óeðlilegra hárra notkunargjalda af lóðum þeim, sem að höfninni liggja. En tillögur mín- ar eiga, ef þær ná fram að ganga, einmitt að koma í veg fyrir slíkar óeðlilegar verðhækkanir. Þær eiga að leiða það af sér, að lóðirnar kom- ist eigi í hærra verð en það, sem samsvarar notagildi þeirra. Slíkt fælir eigi frá þá menn, sem vilja hafa veru- leg viðskifti, þvert á móti. F.n »spekú- lantarnir« geta bundið bagga sina — og það á að verða öllum til góðs, sérstak- lega þeim, sem þurfa að nota höfnina. Tillögur mínar eru eigi neitt ný- mæli, sem eg hefi fundið upp. Þær fara fram á að koma hér á þeim umbótum, sem löngu er búið að sanna fyrir heiminum, að séu rétt spor i áttina til framkvæmda réttlat- wfyrirkomulagi á teknaöflun bæjar- félaganna, fyrirkomulagi, sem allar þjóðir hins mentaða heims hafa verið að keppast við að koma á hjá sér síðasta áratuginn, sem allstaðar þar sem það hefir komist á, hefir leitt af sér gott eitt fyrir bæjarfélögin í heild sinni og einstaklingana, sem hefir sannað áþreifanlegar en annað, að heiil bæjarfélagsins verður sama sem heill allra borgaranna. Eg trúi því eigi fyr en eg tek á því, að almenningur, svo hygginn sem hann er hér á þessu landi, láti leiðast af órökstöddum staðhæfing- um og æsingartilraunum til þess að hafna slíkum umbótum, sem miða til hagsmuna almenningi. Til fárra einstakra manna, sem kunna að telja breytingar þessar koma í bága við hagsmuni sina, eða réttara sagt hags- munavonir sínar, getur hvorki almenn- ingur né fulltrúar borgaranna í bæjar- stjórn tekið tillit, og má ekki gera. Það er ósk mín og von, að máli þessu verði tekið með stillingu og íhugað grandgæfilega. Eg fyrir mitt leyti er þakklátur hverjum, sem gefið getur góðar leiðbeiningar í máli þessu. Nefndin situr nú á rökstólum og íhugar málið. Álit hennar mun koma fram á sínum tima og finn eg því eigi ástæðu til að fara frekari orðum um mál þetta að sinni. --------------------- Bæjarstjórn Akureyrar. Þessir 4 voru kosnir þar í bæjar- stjórn nýlega: kaupmennirnir Krist- ján Sigurðsson (endurkosinn), Ragn- ar Ólafsson og Magnús Kristjáns- son og Þorkell Þorkelsson gagn- fræðaskólakennari. Fuglalíf á íslandi. Grein sú er birtist um það efni í síðasta blaði, var send ísafold snemma í sumar (17. júní), en eigi í haust svo sem ritstj. minti. Höf- undarnafnið hefir og misprentast: Seloj/j, í stað Seloiw. Þessi maður hefir getið sér bezta þokka af dvöl sinni hér í sumar. Hann var all- lengi hjá Eiríki Sigurðssyni á Syðri- Brú (ekki Efri-Brú) — og ætlar sér að koma hingað aftur, áður en langt um líður. Hversu mikil brögð eru að eggja- ráni því, er hann gerir að umtals- efni, skal ekkert fullyrt um. En vafa- laust er það, að því er kunnugir full- yrða, að örnum fækkar og valurinn verður fágætari með ári hverju. Látin er frú Sigríður, ekkja Helga sál. Jónssonar banka-aðstoðarmanns, í sjúkrahúsi í Danmörku. Hún var systir Eiríks prófessors Briem og þeirra systkina. Næsta blaðs bíða ýmsar greinar, er eigi kom- ust að nú, vegna þrengsla m. a. fram- hald af trúmálahugvekju Jóns Helga- sonar prófessors, grein frá Gárðari Gíslasyni um sauðfjárböðun o. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.