Ísafold - 22.01.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.01.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 23 Erl. slmfregnir. Khöfn 18. jan. 1913. Heimastjórn írlands. Frumvarpið um heimastjórn Irlands hefir verið sampykt við 3. umnsðu í neðri mdlsstoýunni með 368 atkv. gegn 2j8. Orðalaust hefir frumvarp þetta eigi farið gegnum deildina. Ofurkapp íhaldsmanna til þess að sporna við framgangi þess mun lengi í minn- um haft. Nú verður það lagt fyrir lávarða- deildina og að líkindum hugsarstjórn- lu sér að beita sömu ráðum og áður, ef lávarðar gera sig liklega til að fNia það, sem sé að fá konung til að kveðja svo marga fylgismenn frumv. til setu í lávarðadeiidinni eins °g þarf til að koma því fram. Island erlendis. Khöfn, 22. ]an. 1913. Stórveldamiðlnn. Stórveldin haýa í sameininqu sent Tyrklandi erindi, par sem pau ráða pví ýastlega til að aýsala sér ^Adrian- opel. Svar Tyrkja ókomið. Blómsveiga^jóðurinn. Kviknar í Isaf.prentsm. í morgun kl. 7J/2 kviknaði í ísa- foldarprentsmiðju — í kjallaranum. Drengur, sem var að ná í steinolíu til uppkveikju, misti niður eldspítu, og kviknaði þegar í steinolíunni. Slökkviliðið kom þegar til skjal- anna, og tókst að slökkva eldinn á stuttum tíma. En ef slökkviliðið hefði komið Qokkrum mínútum seinna, hefði eld- urinn að öllum líkindum náð að læsa sig í pappírsbirgðirnar í kjall- aranum og húsið alt þá sjálfsagt logað upp. Það má vafalaust þakka hinu nýja fyrirkomulagi á slökkviliðinu, að svona vel fór. Hversu miklar skemdir hafa orðið d vörum þeim, er geymdar eru i kjallaranum, er órannsakað enn. Þýzbir konsular? Flogið hefir fyrir, að Þjóðverjar tnuni hafa í hyggju að gera út hing- að til lands heimansendan konsúl, svo sem þegar hafa gert Frakkar og Norðmenn, og ennfremur að þeir vilji fá viðurkendan konsúl i Vest- mannaeyjum. N orðmannaheimsókn. í sumar stendur að öllum líkind- um til að vér fáum heimsókn margra Norðmanna, að hér verði efnt til norrænnar stefnu með líku sniði og var sumarið 1911 í Færeyjum. í næsta blaði verður nánar vikið að því máli. Sverð og bagall á ensku. Leikrit Indriða Einarssonar Sverð og hagall er nýkomið út á ensku, í merku rithöfundasafni. Um sambandsmálið ritar Ragnar Lundborg í Karlskrona-Tidningeu þ. 30. des. góða grein og skilmerkilega, Er skoðun hans á hinu n ý j a f r u m- v a r p i mjög á sömu leið og ísafoldar. Lundborg telur vafalaust, að ráðherra hafi gjört alt, sem í hans valdi stóð, til þess að afla oss sem beztra kosta, en furðar sig stórlega á því, hvernig danskir stjórnmálamenn hagi sér: að viðurkenna ísland í öðru orðinu 8 j á 1 f- stætt ríki, en svifta í hinu orðinu landið öllum ríkiseinkennum. »Það er alveg sjálfgefið, segir R. L., »að frumvarp það, sem nú er boðið íslendingum, geta þeir eigi fallist á. Þá er status quo miklu betri«. En svo bætir hann við, að ef til vill geti þessar samningatilraunir orðið grundvöllur, er unt verði fyrir oss ís- lendinga að byggja á nýtt frumvarp, sem Danir vilji fallast á. Eftir þeim »tón« sem nú er tekinn upp í dönsk- um blöðum, virðist þó fara æði mikið fjarri því. Norður-Danmörk er nýjasta heitið, sem íslandi er valið í Danmörku. í blaðinu Hovedstaden, þ. 22. des. er verið að segja frá fyrirætlunum Brillouins konsúls um hafnargerð í Þorlákshöfn o. s. frv. — Yfirskriftin er: Fra Norddanmark. Hvað mundu Danir segja, ef land þeirra í erlendum blöðum væri nefnt: N orður-Þýzkalandl Knud Berlin um sambandsmálið. Hann ritar um nýja frumvarpið í blaðið Riget þ. 21. des. Telur hann það stórum betra (frá Dana sjónarmiði) en uppkastið frá 1908 og færir þar einkum til, að ríkisfæðingjarótturinn só óuppsegjanlegur og ríkisráðið sam- eiginlegt. Þar með só eining rík- i s i n s ótvíræðlega fastákveðin og þá só Danmörku hættulaust að leyfa að ísland só kallað ríki, líkt óg brezku nýlendurnar. Þó er Berliu eigi full- áuægður enn, heldur fer því fram, að t. d. verði vafalaust að krefjast þess, að hæstiróttur Danmerkur verði sameigin- legur, minsta kosti í öllum efnum, er snerta sameiginlegu málin, annað só »ósamrýmanlegt við ríkiseininguna«. Þá telur hann Dani munu hafa litla löng- un til að greiða U/2 miljónina. ísland, er krefjist þess að vera frjálstog sjálf- stætt ríki, geti eigi krafist þess að fá slíkt »tillag« úr annari átt. »Glögt er það enn hvað þeir vilja«. Höfnin í Reykjavík. Ýms dönsk blöð hafa fundið M o n b e r g etazráð, hafnarsmiðinn, að máli, til þess að leita frótta um hafnargerðina hór í höfuð- staðnum. Monberg segist senda verkfæraskip hingað, svo fljótt sem veður leyfi, lík- lega í febrúar (það var missögn, sem stóð í síðasta blaði, að þetta skip væri væntanlegt þessa daga). — Monberg lætur mikið af því, hversu mikils virði höfnin muni verða. Þegar hún só komin, muni verksmiðjur og skipasmíða-fyrirtæki rísa upp o. s. frv., en er hræddur um, að ekla muni verða á verkmönnum til hafnargerðarinnar. Monberg kveðst ætla að koma hing- að heim sjálfur, svo fljótt, sem honum só unt. Leikrit eftir Einar Hjör- leifsson. Bókmentavinum mun þykja það góð tíðindi, að Einar Hjörleifsson er að semja leikrit. úr sögu þeirri, Höfðingjum, er hann hefir í smíðum. Er það svo sem kunnugt er fyrsta leikritið, sem höf. hefir samið. Von er um, að það verði leikið hér'í bæ næsta vetur. Danskur viðskiftaráðunautur á íslandi. Knud Berlin ritar eggjunar- grein til landa sinna í Politiken um að senda hingað til lands danskan við- skiftaráðunant (Erhvervskonsulent), er eigi að hafa nokkuð lík störf og kon- súlarnir hór hafa: veita dönsku stjórn- Efni þess er tekið 'ni'> Og einstökum mönnum í Dan- mörku skýrslur um menn og málefni hór. Vill Berlín að það só lögfróður og verzlunarfróður maður og hafi laun eins og konsúlar hafa. — ísafold víkur ef til vill síðar að hugleiðingum Berlins, er að þessu lúta. Það er dálltill styrktarsjóður hér Pbæ, sem heitir: .Bliimsveigasjóður Þorbjargar Sveinsdóttur«. Tilgangur sjóðsins er að styrkja mjög fátækar konur, þegár þær liggja á sæng. Sjóður þessi er stofnaður árið 1903, að undirlagi konu þeírrar, sem sjóðurinn er kendur við. Þorhjörg sál. hafði mælt svo fyrir skömmu áður en hón dó (vetar- inn 1903) að þeir, sem kynnu að vilja minnast hennar látinnar, værn heðnir að gefa ekki kransa á kistu hennar, heldur peninga, sem skyldu lagðir í sjóð og varið til þessarar líknarstarfsemi. Þessi fyrirmæli Þorbjargar sál. Sveins- dóttur voru auglýst við fráfall hennar og gáfust þá þegar eitthvað um kr. 600,00. Þannig myndaðist þá sjóður þessi i minningu hinnar látnu merkiskonn, og hefir hún þvi orðið fyrst manna hér á landi — að því er eg hezt veit — til þess að vekja þá hugmynd, að gjöra mætti tvent i senn: minnast látinna vina og likna hágstöddum. Og ekkert var eðlilegra, en að hún hug8aði þá einmitt nm þessa þurfa- menn, sem sjóðurinn á að styrkja. Hún þekti manna bezt hversn hörmulegar ástæður þeirra kvenna geta verið, sem ala hörn í örbirgð, á heimilum þar sem jafuvel brauðið vantar handa þeim, sem heilbrigðir ern, hvað þá heldur að hægt sé að láta sængurkonunni i té nokkur þægindi, sem hún nauðsynlega þarfnast. Til þess að annast þennan sjóð, voru hrátt kosnar 3 konur. Svo þegar semja átti skipulagsskrá fyrir sjóðinn vildu sum- ar stjórnarkonur láta hann taka þegar til starfa, en sumum fanst höfnðstóll hans vera svo lítill, að það væri ógjörningur, Fósturdóttir Þorhjargar sál. Sveinsdóttur, frk. Ólafía Jóhannsdóttur, var ein þeirra kvenna, sem áleit æskilegast að sjóðurinn tæki þegar til starfa, en áleit hins vegar að hann væri of litill; gaf hún þvi af sínu eigin fé svo, að sjóðurinn varð kr. 1500,00. en áskildi jafnframt að sjóðurinn tæki þá þegar tii starfa. Varð það að ráði, þvi árið 1904 var i fyrsta skifti veitt úr þessum sjóði. Síðan hefir árlega verið útbýtt meðal fátækra sængur' kvenna þeim hluta af vóxtunum, sem ekki er fyrirskipað að leggja skuli við höfuð- stólinn. Óhætt er að fullyrða, að mörg kona, sem notið hefir þessa iitla styrks, hafi hlessað minningu konu þeirrar, sem sjóð- nrinn er kendur við, því þótt fjárhæð sú, sé eigi mikíl þá sannast bið gamla orð- tæki — »að litið er hetra enekki neitt« Tilgangurinn með þessum linum er að eins sá, að leiða athygli manna að Blóm- sveigasjóðnum, sem fáir hafa munað eftir alt til þessa. $ I Lögréttu kom fyrir skömmu grein með fyrirBögninni: »Blómsveigasjóður Þorhjarg- ar Sveinsdóttur«. Grein þessi hvetur menn til þess að styrkja áðurnefndan sjóð og bendir á ýmsar leiðir til þess. Það mætti því sýnast óþarft að láta grein þessa hirt ast hér um sama efni: en grein þessi var skrifuð löngu áður en nýnefnd grein kom út í Lögréttu og læt eg hana þvi koma fyrir almennings sjónir. I áminstri Lögréttugrein finst mér ein- staka atriði hera það með sér, að greim arhöfnndinum sé ekki vel kunnugt um: hvað »Hið islenzka Kvenfélag« hefir gert fyrir Blómsveigasjóðinn, eg ætla þvi stutt- að drepa á hið helzta. Hið isl. Kvenfélag byrjar afskifti sín af sjóðnum með því að gefa kr. 100,00 i sjóðinn við fráfall Þorbjargar Sveins dóttur; þar næst gefur sama félag kr. 25.00 við fráfall Guðrúnar Brynjólfsdótt ur, húsfreyju frá Melshúsum og nú síðast kr. 100,00 við fráfall ekkjufrúar Sigþrúðar Friðriksdóttur. Allar þessar konur höfðu árum saman veiið i stjórn Hins ísl. Kven félags, og að kunnugra sögn verið ant um að hlynna að líknarsjóði þessum. Eg felli mig þvi ekki allskostar vel við það orðatiltæki i áðurnefndi grein, að Hið isl, Kvenfélag hafi »sýnt þá rögg af sér að gefa út á sinn kostnað minningarrit Þor bj&rgar Sveinsdóttur, og látið ágóðan: renna í Blómsveigasjóðinn*. Þessi »rögg var að eins eðlilegt framhald af fyrri afskiftum félagsins af Blómsveigasjóðnum. sem Hið ísl. Kvenfélag æfinlega leitast við að efla, þegar það hefir séð sér það fært. Nú hefir stjórn Blómsveigasjóðsins ný lega gefið út spjöld, sem nota má, þegar einhver vill minnast sjóðsins. Þessi spjöld fást hjá stjórn Blómsveigasjóðsins, eins og hefir verið auglýst í blöðunum. Spjöld þessi gefa þeim, sem vilja styrkja sjóðinn, greiðari aðgaúg og það er von min að framvegis verði margur til þess, þvi þar má svo áþreifanlega gera góðverk um leið og látinna vina er minst. Einnig með áheitum má efla sjóðinn, eins oglika var tekið fram i áðurnefndri Lögréttu- grein. Enda eg svo þessar llnur með þvl, að skora á menn að minnast Blómsveiga- sjóðsins stöku sinnum, þegar þeir minn- ast látinna vina sinna, því þeir fátækling- ar, sem sjóðurinn styrkir, þurfa þess svo átakanlega við, að þeim sé rétt bjálpar- hönd, vesalings bágstöddu, fátæku sængur- kcnunum. Kvenfélagskona. Athugasemd enu. í næstseinasta tbl. ísaf. kveður hr. ón Ólafsson það »skáldskap« úr mér, að hann hafi haldið því fram, meira mark væri takandi á dóm- um útlendra fræðimanna um orða- bók sína »en skoðunum íslendinga á ienni«. Það er hægt að eyða tímanum i eitthvað þarfara en fara að þrátta um, hvernig skilja beri ummæli hr. Ól. um þetta efni. Eg tók það fram, að þau væru »dálítið lævís ega orðuð*. Það leyndi sér ekki, ð hr. I- Ól. hafði þar búið sér til j dálitla holu, er hann gæti smogið út um, ef á lægi. Mér þótti óhæfa, að hr. J. Ól. breiddi marklitla dóma nafnkunnra, útlendra fræðimanna, yfir bresti orðbókar sinnar, og því reit eg greinarkorn mitt. Mér þykir ænt um, að hr. J. Ól. virðist vera á sama máli og eg um þetta efni. Hr. J. Ól. segir, að fáir nema eg muni búast við málsögulegri »orða- bók frá einyrkja*, og orðabók sín íafi ekki átt að vera »visindale_gt verk«. En hví er hr. J. Ól. þá frá yrstu til síðustu blaðsíðu hins ný útkomna orðbókarheftis síns á ferð- inni með úrskurði um aldur orð anna? Hann setur tiltekið merki -(-) fyrir framan forn orð og forn- ar merkingar. Látum það vera. >að er hægast viðureignar. Ef orðið Inst í fornmálinu, þarf ekki meira vitnanna við. Hann setur og merki við orð, sem ekki eru í fornmálinu og hann kallar »ný orð«, og við ný gervinga, sem komnir eru í tízku, og enn annað merki við nýgervinga, sem lítt eru tíðkaðir. Þar fæst hr. Ól. við myrkva stafi, er hætt er við, að hann ráði rangt. Aldur þess- arra »nýju orða« verður ekki tiltek- inn á annan hátt en að tilgreina iau rit, sem þau fyrst finnast í. E.n orðið getur verið mörgum öldum eldra í málinu en þau rit, er þess fyrst verður vart í. Það er ekk- ert því til fyrirstöðu, að tunga vor eigi í vitum sínum orð, er hefir ekki hlotnast sú upphefð að komast á prent, þótt þau seu jafngömul eða eldri orðum, sem Egill Skallagríms son notar í kvæðum sínum. Það er því hæpið að fullyrða nokkuð um, að eitthvert orð sé nýtt, nema um orð eða merkingar, er tákna sum menningartæki og vfsindahug' tök. Ef til vill svarar nr. J. Ol., að með nýju orði eigi hann við orð, sem finnist ekki í fornmálinu. En hefir hann kannað slíkt sjálfur? Hver getur ábyrgst, að orðabækur forn- málsins hafi náð öllum þeim orðum í dálka sína, er finna má í fornum ritum. En oftast er varla leyfilegt að kalla þau ný, af þeim ástæðum sem greindar eru. Og eitt enn Kallar hr. J. Ol. orð, sem finnast í ritum frá 1500 »ný orð«, og orð, sem t. d. finnast í Þjóðólfi 1860 líka »ný« ? Og hvað kallar hann »nýgervinga« ? Hvað eiga orðin að vera gömul, svo að þau hætti að vera »nýgervingar?« Ög hvert er mark þess, að einhver »nýgerving ur« sé ekki tíðkaður? Það er satt, að það er mikið álita- mál, hverjar kröfur eigi að gera til orðbókar hr. J. Ól. Enginn ætlast til þess, að hún geymi á blaðsíðum sínum öll þau orð, er íslenzk tunga nú á. En er ósanngjarnt að ætlast til, að miklu væri ekki slept úr þeimritum,er höf. kveðst hafa safnað úr ? Og betra er, að vel væri safnað úr fáum ritum en illa úr mörgum. Ella verð- ur lítill léttir að bókinni, þá er semja- á fullkomna íslenzka orðabók, er fara verður yfir hvert rit, sem hann hefir safnað úr, eins og það væri með öllu ókantiað. En nú virðist mega ráða það af ritdómi hr. Einars Arnórssonar í Skírni, að safn hans úr nýja málinu sé hrafl eitt. Það er vel farið, að hr. J. Ól. er skaparanum þakklátur fyrir, hve góð- ar gáfur hann hafi gefið sér til að leysa starf sitt vel af hendi, og er þess ósknndi,, að hann neyti þessara dýrmætu krafta sinna ósleitilega. Hann vonar og, að hún beri ekki vitni um »tiltakanlega óvaudvirkni«. En hvað segir hann þá um það, að orðið »alþingistíðindi« vantar 1 bók hans, ef hann vill svara því með hreinskilni? Það er orð, sem »hátt- virtum« mjögtrdandi þingmanni S.- Múl. og »hæstvirtum« núverandi for- seta neðri deildar hefði átt að vera minnistætt. í svari sínu til Einars Arnórsson- ar gerir hr. J. Ól. vonandi skýra grein fyrir þeim reglum og lögmálum, er hann hefirsett sér við samning orð- bókar sinnar. Sigurður Guðmundsson. Ræktimarsjóðurinn. Hann veitti á árinu 1912 60 lán til jarSabóta, alls 47,800 kr., en 5 lán til ábýliskaupa, alls 2450 kr. Af jarða- bótalánunum voru til girðinga eínna 40 lán, alls 37050 kr. Afþvlfógengu s/3 til 10 saHigirðinga. Stærstu sam- girðingarlánin vorutil afróttargirðingar Flóamanna og Skeiðamanna 7000 kr., afréttargirðingar Svínavatnshrepps 4000 kr., girðingar í Yestur-Eyjafjallahreppi 3000 kr., girðingar 7 bænda í Hraun- hreppi 2400 kr. og girðingar í Kaldr- ananeshreppi 2000 kr. Til v e r ð- 1 a u n a var varið 4500 kr., er skiftr ust milli 68 umsækjenda. 125 kr. fengu: Halldór Jónsson í Vík í V.-Skafta- fellss. Bergsteinn Kolbeinsson í Kaup- angi, Eyjafj's. 100 kr. fengu: Einar Hjaltason í Vík, V.-Skaftafells. Þorsteinn Jónsson 1 Vík, s. s Lárus Helgason á Kirkjubæjarklaustri, s. s. Andrés Ándrósson Hemlu,Rangárvallas. Sigurður Daníelsson á Kolviðarhól, Árness, Magnús Friðriksson á Staðar- felli, Dalas. Einar Árnason á Litla Eyr- arlandi, Eyjafj.s. Jón Marteinsson á Bjarnastöðum, S. Þingeyjars. Magnús Sigurðsson a Hjartarstöðum, S.-Múlas. Kristín Gísladóttir á Svínaskálastekk, s.s. 75 kr. fengu: Gísli Magnússon í Norðurhjáleigu, V.- Skaftafellss. Ólafnr H. Jónsson á Eystri Sólheimum, s. s. Einar Finnbogason í Þórisholti, s. s. Gissur Jónsson í Drangs- hllð, s. s. Runólfur Halldórsson á Syðri Rauðalæk, Rangárv.s. Guðni Guð- mundsson á Spækli, s. s. Skúli Árna- son í Skálkolti, Árness Jón Jónsson á Hlíðarenda, s. s. Böðvar Magnússon á Laugavatni, s. 8. Magnús Gíslason á Halldórsstöðum, Gullbr.s, Georg Pótur Jónsson á Draghálsi, Borgarfj.s. Ólafur Finnsson á Fellsenda, Dals. Einar Þor- kelsson Hróðnýjarstöðum, s. s. Benóní Jónsson í Laxárdal, Strandas. Gunn- laugur Magnússon á Ósi, s. s. Tómas Jónsson á Kollsá, s. s. Sigmundur Ándrósson á Vindheimum, Skagafj.s. Páll Jónsson á Þórustöðum, Eyjafj.s. 50 kr. fengu: Jón Guðmundssog á Hoffelli, Á.- Skaftaf.s. Jón Ófeigsson í Hafnanesi, s. s. Guðmundur Einnsson í Pétursey, V.-Skaftaf.s. Björn Bjarnason á Hryggj- um, s. s. Sverrir Bjaruasoni Hraunbæ, s. s. Jón Jónsson 1 Reynishólum, s. s. Stefán Gíslason á Dyrhólum,V.-Skaftaf.s. Jónas Jónasson í Hólmahjáleigu, Rang- árv.s. JensGuðnason 1 Árnagerði, s. s. Vigfús Bergsteinsson á Brúnum s. s. Árni Árnason í Miðmörk, s. s. Jón Magnússon í Gaulverjabæ, Árness. Ingvar Grímsson í Laugardalshólum, s. s. Jónas Sigvaldason í Björk, s. s. Skúli Skúlason í Áusturey, s. s. Er- lendur Zakarlasson í Kópavogi, Kjós- ars. Sveinbjörn Guðmundsson á Hurð- arbaki, s. s. Helgi Sigvaldason í Litla- bæ, Gullbr.s. Eyjólfur Þorbjarnarson í Hákoti, s, s. Jakob Eiríksson á Hofs- stöðum, s. s. Ólafur Bjarnason í Gest- húsum, s. s. Einar Hjálmsson 1 Mun- aðarnesi, Mýras. Jón Sigurðsson a Haukagili, s. s. Finnbogi Finnson a Svínhóli, Dalas. Hjörtur Sigurðsson á Hrafnabjörgum, s. s. Þórarinn Bald-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.