Ísafold - 25.01.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.01.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir œiðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) || bundin við áramót, er ógild nema kom- || in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og ||| sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. janúar 1913. 7. tölublað I. O. O. F. 941319. Alþýoufél.b6kasafn TemplaraB. 8 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. í—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæiarfógetaskrifstofan opin v.d. 10—2 og 4—7 Bæ]argjaldkerinn J^aa^av. 11 fel. 12—B og 6- 7 Eyrna-. nef- hálslækn. ók. P6sth.str.14A fid. 2—i íolandabanki opíen 10-2>/í og 6»/j-7. K.F.TJ.M, Lestrar- og sknfstofa 8 árd.—10 sort. Alm. fnndir fid. eg ad. 8</s siodegis. Landakotskirkja. Guöeþj. B og 8 A helRUm Landitkotsspttali f.a.iúkravitj. 10»/í-12 og 4-5 Landsbankinn 11-2'i's, 5>/»-6»/9. Baukmrtn. 1^-V Landsbókasafn 12—8 og 5—8. UtlAn 1—8 LandsbúnaoaríélagsBkrifstofan opin frá 12-2 LandsféhirOir 10-2 og 6-6. " Landsskialasafnio hvern virkan dag M-l Landsim'mn opinn daglangt [8-9] virka dae* helga daga 10-1« og 4-7. ¦ ' Lækning ókeypis Þingh.str.28 þd. og *¦*.«-J Nattúrngripasafn opio */•—»*'¦ „""""radögnm Samábyrgð Islands 10-12 og 4-8 StióTnarráosakrifstofurnar opnar 10—4 dagl TalsimiEeykjavikurfPósth.3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlíekni"is ókeypis Pósth.str.UB md.ll-J2 Vlfiisstaoahæli?>. Heimsrtknartimi U—!• >iðomeniasn.friio opio þd., fmd. og sd. IV—?. íslenzkt gufuskipafélag. ísafold skýrði frá því nýlega, að kaupmaður Thor Jensen sagði frá þvi, á samgöngumálafundi Stúdenta- félagsins, að nokkrir menn hér í Reykjavik, kaupmenn og aðrir, hefðu um tíma, undanfarið, verið að ræða það sín á milli, að reyna að koma á stofn innlendu gufuskipafélagi og undirbúa það mál og mundu tillög- ur þeirra brátt gerðar heyrinkunnai. Viðburður er það og ekki ómerki- legur, að verið sé að ræða um þetta hér á landi, af kaupmannastétt lands- ins, í fullri alvöru. Hún hefir áður, eins og nú, ráðið yfir mestöllum vöruflutningi til landsins og ýrá því. En fyrir það hefir hún lítið látið það til sín taka, að gera samgöngurnar, við önnur lönd, eða samgöngurnar meðfram ströndum landsins, að inn- lendu fyrirtæki. Litið var um stuðn- ing hennar við þá hugsjón á þing- inu 1909 og hefði henni þó verið innanhandar þá að ríða baggamun- inn og stuðla til þess að stórt spor væri stigið í þessa átt. Sé svo, að allmargir kaupmenn þessa bæjar séu við riðnir bollalegg- ingar um það, að koma á fót inn- lendu gufuskipafélagi og hér verður gert ráð fyrir því að svo sé, þá er líka veruleg breyting á orðin, frá því sem var fyrir nokkrum árum og er eðlilegt, að spurt sé um orsak- irnar. Þær eru víst fleiri en ein, ef rétt er um það dærrit. Undanfarið hefir verið allhörð samkepni milli tveggja félaga um vöru- og mannflutninga hingað og héðan. Á meðan svo stóð, var ekki nema eðlilegt að kaupmenn yndu allvel hag sínum í því efni. Á þessu hefir á siðasta ári orðið sú breyting, að samkepnisþróttur ann- ars félagsins tr þorrinn, en hitt hef- ir náð öllum undirtökunum. Fram- vegis setur það hinu reglurnar um hverja kosti það megi bjóða lands- mönnum. Um hag þann, sem ís- lenzkri verzlun stóð af harðri sam- kepni gufuskipafélaganna, er engin von um þessar mundir og fremur ólíklegt að síðar verði. Farmgjöldin voru áður lág yfir- leitt í heiminum, en hafa hækkað stórlega. Fyrir íslenzku kaupmanna- stéttina er því ekkert að flýja, til þess að fá ódýrari flutning. í þessu sambandi má benda á, að öll bein sambönd við Þýzkaland hafa lagst niður. Þaðan kemur þó mikið af vörum til íslands. Bankastjóri Björn Kristjánsson taldi á þingi 1909 inn- kaupsverð þessarrar þýzku vöru um 3 V2 miljón króna, en í verzlunar- skýrslum er verðmæti hennar talið það ár að eins tæp 6 % af innfluttri vöru. Fyrir þvi getur áætlun B. Kr. verið sæmilega rétt, þvi hann telur þær vörur með, er Danir flytja inn til sín frá Þýzkalandi og aftur út hingað. Væri þá eflaust hagan- legra og jafnframt hagvænlegra fyrir íslenzka þjóð og íslenzka kaup- menn, að öll sú vara væri flutt beina leið hingað frá Hamborg. En nú eru allir vöruflutningar frá Ham- borg orðnir miklu dýrari en áður, til mikils tjóns fyrir íslenzka verzlun. Loks komu hinir nýju samningar við Sameinaða félagið og þar af leið- andi mikil hækkun á farmgjöldum og fargjöldum. Enginn vafi á að þeir hafa ýtt stórkostlega undir verzl- unarstéttina hér i Reykjavik, með það að fara að athuga, hvort hún gæti ekki sjálf annast um vöruflutn- inga sina. Ástæður íslenzkrar verzlunarstétt- ar til þess að taka þetta flutninga- mál til vandlegrar íhugunar, eru bæði margar og mikilsvarðandi. Og þökk á hún skilið af íslenzku þjóðinni, ef hún kemur því i betra horf. Því þess verður að gæta, að mál þetta tekur ekki til verzlunarstéttarinnar einnar, heldur til allrar þjóðarinnar, hvers einasta mannsbarns í öllu land- inu. Verzlunarstéttin sjálf bíður minst af þeim halla, sem leiðir af óhentugum samgöngum og háum flutningsgjöldum. Hiin leggur það alt á viðskiftamennina. Byrðin legst á bak allrar þjóðarinnar. Sé það nógu breitt til þess að bera það, þá er þó víst að töluvert munar um það. En hvað ætli svo sem að verði úr bollaleggingum um íslenzk gufu- skip? Erum vér ekki vanastir þvi að tala mikið, en framkvæma lítið? Vér hlaupum úr einu í annað, hugs um fátt til fullnustu og verður litið að verki. Eftir hvern fjörkippinn kemur aðgerðarleysið. Eftir nokkrar vikur eða mánuði minnist enginn á þau framfarafyrirtækin, sem áður voru á allra vörum og enginn hugs ar um þau heldur. Það var alt eins og Álftnesingar ætlnðu að byggja Hnnskip, en urðu tómar umþenkingar. Svo kvað Gröndal fyrir nokkrum tugum ára. Þá var þessi skipasmíði fjarstæða. En ætli hiin verði þá mikið meira en utnpenkin^ar hjá oss, sem nú lifum og eigum að sjáfyrir hag og heill landsins? Hvað um þetta verður er fyrst og fremst komið undir kaupmannastétt- inni og því næst undir landsstjórn- inni. Undir kaupmannastéttinni er mest komið. Það verður fyrst og fremst hennar sæmd og heiður, ef vel tekst og hennar vansæmd, ef ekkertverð- ur lir, vegna samtakaleysis og ófé- lagslyndis. Án fylgis hennar og fram- kvæmda getur ekkert úr þessu orðið, nema orðin tóm. Það sem hún framar öllu þarf að leggja til er sam hugurinn og samtökin. Þvi vér göngum að þvi sjálfgefnu, að hægt sé að fá hentugri samgöngur og ódýr- ari flutninga en þá, sem í boði eru þetta ár, ef samtök og samhugur verður milli hæfilega mikils hluta kaupmannastéttarinnar. Hún væri ekki að bollaleggja um þetta, ef hún ekki vissi, að þetta er hægt. Það væri mjög mikið þjóðræknisverk að útvega landinu ódýrari flutninga, létta nýju byrðinni af baki þess. Hér reynir því meðal annars á þjóðrækni verzlunarstéttarinnar. En kaupmannastéttin er ekki fær um þetta mál fyrir féleysi, munu margir segja. Hún á litið, að minsta kosti sá hluti hennar, sem líklegur væri til þess að láta þetta mál til sín taka, til þess að víkja því ein hverju góðu og það lítið hún á, er bundið í atvinnurekstri hennar. Láns- traust hennar er lítið og þó það væri eitthvað, er ekki fé að fá í bönkunum. Nokkuð satt mun vera i þessu öllu saman, þó of mikið megi úr gera. Takist á annað borð að koma á full'um samtökum milli hæfilega mikils hluta kaupmannastéttarinnar, vilji kaupmennirnir standa hlið við hlið að þessu verki, þá verður þeim líka eitthvað fyrir með það að leggja þó nokkurt fé til þess. Og svo má heldur ekki vænta alls frá kaupmanna- stéttinni. Öllum landsmönnum yrði að sjálfsögðu gerður kostur á að leggja til fyrirtækisins og nokkur skylda á um þau fjárframlög fyrir þá, er eitthvað ættu aflögum, ef fyr- irtækið næði til þess héraðs, þar sem þeir eru búsettir. Sé að eins hugs- að til siglinga milli Reykjavíkur og útlanda, tekur málið mest til Reyk- vikjnga einna. Hvað þessir menn, sem um þetta fjalla, kunna að hugsa sér um þetta, er enn algjörlega ó- kunnugt og það líka hvers þeir óska í þessu efni. Um stuðning við mál þeirra er því ekki hægt að tala neitt nákvæmlega að þessu sinni. En það viljum vér segja, að ef kaupmannastéttinni tekst að koma þessu fulltryggilega fyrir, vill leggja fram nokkurt fé til fyrirtækisins og er að öðru leyti sanngjörn i kröfum sínum, þá má landsstjórn- in, þing og stjórn, ekki láta standa á sér með fjárframlög til þess, ef á því skyldi standa, að fé fengist ekki nóg í hlutabréfakaupum. Það virðist því mjög æskilegt að sam- vinna gæti tekist milli landssjórnar- innar og forgöngumanna fyrirtækis- ins, þegar er þeir hafa hugleitt málið svo, að þeir þykist geta borið tillög- ur sinar fram fyrir alþjóð manna. Þá er bezt von um sæmileg lir- slit þessa máls, ef samvinna um það getur orðið með sem mestri ein- drægni og með atfylgi flestra góðra manna. Heimsókn Norðmanna. Grein þá, sem hér fer á eftir, hefir herra kandídat Halldór Jónas- son ritað fyrir ísafold, um heimsókn Norðmanna á næsta sumri. Blaðið sneri sér til hans um þetta, af því það vissi hann kunnugastan þessu máli allra manna hér á landi. Astæðan til þess að Norðmenn hafa hug á að heimsækja oss íslend- inga er einkum sii, að þar í landi hefir myndnst öflugur flokkur, sem er að leggja grundvöll undir sjálf- stæða þjóðarmenningu, sem hvorki á að vera dönsk eða að neinu leyti útlend, heldur framhald af forn-norsku menningunni, sem bar svo mikla Þess mun ekki siður þörf í þetta skifti en svo oft áður. Fj alla-Ey vindur var leikinn fyrsta sinni i Munchen á Þýzkalandi snemma í þessum mánuði og var ágætlega tekið af áhorfendum og rómaður mjög i blöðum. ávexti í máli og bókmentum Islend- inga. Meðan Norðmenn voru undir Dani gefnir, fluttist dönsk menning til norsku bæjanna og hefir reynd- ar alt til þessa staðið i miklum blóma, sem kunnugt er. Eigi að siður fer sá flokkurinn sívaxandi, sem ekki vill kannast við að þessar mentir séu norskar eða »norrænar« sem þeir kalla, en segir að þær liggi fyrir utan sjálfan kjarna norsku þjóðarinnar. Staðgóð norsk menning, sem framtíð vilji eignast, verði að vera heimaal-in, en ekki að- flutt, hiin verði að byrja strax við ræturnar, en ekki einhversstaðar úti í greinum þjóðarþroskans. Ef inn- flutta menningin haldi áfram að ráða, þá verði mikill hluti þjóðar- innar og þar með sjálfur kjarni hennar, afskiftur og lendi í vanhirðu. Hann og hans mál verði að fá menningarlegt jafnrétti við bæina. Hér á landi hefir þessi »norræna« þjóðernisbarátta Norðmanna ekki náð mikilli hylli og reyndar oft verið beinlínis misskilin. í raun og veru er það ekki annað en sagan um Babelsturninn, sem er að gjörast á ný, þarna eins og svo víða ann- arstaðar. Það er baráttan fyrir ein- staklingseðlinu gagnvart því að lenda í bræðsludeiglum. — Hér á landi skilst þessi hugmynd ekki alment, þótt merkilegt sé, þar sem vér stönd- um þó í sama stritinu. Menn ein- blína hér sem sé altof mjög á kyn- blendingsmenninguna, sem þrifist hefir í Noregi um hríð. En slík menning er oft ekki til frambúðar, eða það er að minsta kosti alveg undir hælinn lagt. Þar sem tvær þjóðir, tvennskonar menning, tvö öfl mætast, þar fer líkt og þegar gagnstæðar öldur mætast á vatni, þar gnæfa margir öldutopparnir hvað hæst, en þeir detta niður og klofna aftur. Þjóðernisflokkurinn í Noregi á nú að mörgu leyti við alveg sér- staka erfiðleika að stríða, en vér munum gjöra langréttast í því að bíða og sjá hvað þeim tekst áður en vér dæmum þá hart. . Þótt vér getum hælt oss af betra og frum- legra máli en frændur vorir þar eystra, þá verðum vér að meta og virða þann kraft sem í landi liggur hjá þeim — jafngjarnan um sinum hér vestur á bóginn til frænda sinna og urðu Færeyingar þar fyrst fyrir, því að þeir eru nær. Varð það úr, að þeir buðu Færey- ingum til sín, því að þeir vildu kynnast siðum þeirra og háttum og sjá hvað eftir væri í þeim af nor- ræna eðlinu. Þremur árum síðar buðu Færey- ingar aftur Norðmönnum heim til sin og komu þeir á skipi 70 að tölu tii Færeyja sumarið 1911. Var það sótt allfast að íslendingar kæmu á mót þetta, en ókunnugleiki Fær- eyinga, sem forstöðuna höfðu, mun mest hafa valdið því, hversu fáir sóttu mótið héðan. En áður en mótinu lauk í Fær-. eyjum, var haldinn fundur um það hvað bæri að gjöra til þess að efla viðkynningu þessara þriggja norrænu kynslóða, Norðmanna, Færeyinga og Islendinga og kom meðal annars uppástunga um að setja á stofn tíma- rit, sem kæmi út á málunum þrem- ur. Sóttu Norðmenn það mál all- fast, en hinii miður vegna þess, að litlar horfur væru á útbreiðslu sliks rits á íslandi og Færeyjum að svo stöddu. Líka komu fram uppástung- ur um það að löndin skiftust á bók- um. Mestan byr fekk það ef hægt væri að halda áfram uppteknum hætti og heimsækja hverir aðra. Vildu sumir að næsta stefna yrði í Noregi og að íslendingum yrði boð- ið, en þær raddir urðu þó sterkari er langaði til að heimsækja ísland fyrst. Var nii kosin nefnd til þess að efla norræn viðkynni og samvinnu, 3 menn fyrir Noreg og 2 fyrir hvort hinna landanna. Formaður hennar er C. B. Bugge í Bergen, forstöðu- maður í Vestmannalaget, félagi því er hafði forgöngu leiðangursins til Færeyja. í nefndinni fyrir ísland erum við^ Guðbr. 'Magnússon sam- bandsstjóri;;Ungmennafélaganna,""en Matthias skáld Jochumsson varamað- ur. Hann var viðstaddur á Færeyja- til stór- ræða Þjóðernisflokkurinn í Noregi tók fyrir nokkrum árum að renna aug- s'tefnunni. Lofuðum við að grensl- ast eftir um hugi manna- hér heima, um það hvern byr heimsókn Norð- manna og Færeyinga mundi hafa. Stóð tilfað hreyfa málinu hérljí fé- lögum [okkar þegar í^haust,| en^af ýmsum ástæðum gat það ekki orðið fyr|?en nii"upp íir nýárinu. ^Eg bar þetta heimsóknarmál upp í Stúdentafélaginu á fundi 9. þ. m. og Guðbr. Magniisson hreyfði því fáum dögum siðar á sameinuðum fundi Ungmennafélaganna. Þótti bezt við eiga að þessi tvö félög hefðu forgöngu málsins, af því að í þjóðræknisfélagsskap Norðmanna og Færeyinga eru bæði stiidentafélög og ungmennafélög. Þeim gengur sem sé miklu betur að vinna sam- an þ.ar, en okkur hér heima. Þess- ari málaleitun var mjög vel tekið í báðum félögunum. Stúdentafélagið kaus þriggja manna nefnd til að undirbúa heimsóknina, þá dr. Guð- mund Finnbogason, Matthías forn- menjavörð Þórðarson og Gísla Sveins- son yfirdómslögmann.|§Ungmenna- félagið kaus Ingu Láru Lárusdóttur, Tryggva jJÞórhallssong^kandidat fog Ásgeir Ásgeirsson stúdent. j ./* .<

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.