Ísafold - 29.01.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.01.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar || í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eðaljdollar; borg- ||| istfyrir miðjanjúlí | erlendis fyrirfram. | Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) [I bundin við áramót, I er ógild nema kom- in sé til útgefanda fl fyrir 1. oktbr. og I só kaupandi skuld- laus viS blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 29. janúar 1913. 8. tölublað I. O. O. F. 941319._________ Alþýonfél.bókasafn Templaras. 8 kl. 1—f. Augnlækning ðkeypis 1 Lækjarg. 2 mvd. 2-3 Borgarstjóraskrifstofan opm virka daga 10—B Bæjarfðgetaskrifstofan opin v.d. 10—2 og 1—7 Bœiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6-7 EyrnaV nef- hálslækn. ók. P6sth.str.MA nd.2-B tslandsbanki opinn 10-2»/« og B'/«-7. K. F.D.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 sOd. Alm. fundir fld. og sd. 8»/« siodegis. . Landakotskirkja. önosþj. B og 8 á helgam Landakotaspltalif.sjúkravitj. 10»/«-12 og l-o Landsbsnkinn 11-8»/«, B»/«-6»/«. AB«nkaBt'- ^^ Landsbókasafn 12-B og B—8. Utlin 1—B Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 LandsféhírBír 10-2 og 5-6. , •¦ Lándsskjalasafnio hvern virkan dag 12-2 Landsiminn opinn daglangt [8—8] virka dagt. helga daga 10-12 og 1-7. ..... Lækning ðkeypis Þingh.str.23 þd. og UáAi-1 STattúrugripasafn opift 1 J/s—21'" snnnndögam Samabyrgð Islands 10-12 og 1-8. Stiórnarráosskrifstofnrnar opnar 10—1 dagl Talsimi Keykjaviknr CPósth.8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pðsth.str. 11B md.ll—12 Vlfilsstaöahteliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóomenjasafnio opio þd., fmd. og sd. 12—2. Samgöngusamningarnir. Lögrétta reynir 22. þ. m. að breiða ásakanir gegn Birni heitnum Jóns- syni yfir galiana á samgöngusamn- ingnum nýja við Sameinaða gufu- skipafélagið. Vér búumst ekki við því, að árangurinn af þeirri tilraun verði mikill. Tll þess er þjóðinni orðið of kunnugt um það, við hvaða kjör hún átti að búa meðan samn- ingar Björns Jónssonar voru í gildi og hvaða kjör nú eru í boði, er það einveldi Sameinaða félagsins er á komið, er Lögrétta barðist fyrir. Öll kaupmannastétt þessa lands veit það nú, þótt margir vissu það fyrst um seinan, hve ráðholl þau blöð voru, er skoruðu á kaupmennina að flytja ekki vörur sínar með skipum Thore-félagsins, jafnframt því sem þau ofsóttu félagið á annan hátt eftir fremsta megni. Viðleitni þeirra hefir borið þann árangur, sem kunnugt er um, en sá árangur er þess eðlis, að það væri víst bezt og hentugast fyrir Lögréttu að tala sem minst um hann. Engin ástæða er heldur til þess fyrir Lögréttu að miklast yfir þvi, að danskur ráðherra leyfði í eitt skifti Hannesi Hafstein að fara með yfirráðin yfir danska styrknum til póstflutninga. Hann var víst ekki í miklum vafa um til hvers átti að nota styrkinn: til þess að semja um hann við Sameinaða gufuskipafélagið. Eða vill Lögrétta halda því fram, að H. H. hefði fengið einn umráð yfir styrknum, ef hann hefði viljað að einhverju leyti nota hann til þess að semja um Hamborgarferðir? Það er lika beinlínis rangt með farið, er Lögrétta gefur í skyn, að B. J. hafi ekki samið við Thore- félagið um neitt annað en það, sem Sameinaða félagið hafi átt upptök að og boðið að framkvæma. Vill ekki Lögrétta benda á hvar eða hvenær Sameinaða félagið tjáði sig fúst til að semja um Hamborgarferðir? Þá er að minnast á ummæli Lög- réttu um það, sem ísafold sagði um þenna nýja samgöngusamning. ísafold lýsti strandferðasamningn- um og viðbótarsamningum við 10 ára samninginn við Sameinaða fél., þræddi þar ummæli samningsins, viðurkendi að ilt hefði verið að vera án strandferða, en komst að þeirri niðurstöðu, að þessi samningur hefði verið keyptur alt of dýru verði. Þetta er aðalatriði málsins, hve mikið máíti ýyrir pessar sírandýerðir qefa. ísafold er enn þeirrar skoðunar, að betra hefði verið að vera án strand- ferða þetta ár, en ganga að þeim kjörum, sem gert var. Lögrétta treystir sér ekki til þess að halda því fram, að tilvinnandi hafi verið að ganga að samningnum, en reynir til að draga úr göllunum á honum, með því að fullyrða, að heimild til hækkunar á farmgjöldum frá Leith hingað til lands, felist í 10 ára samningi B. J. og innanríkisráð- herrans danska við Sameinaða félagið. Sú fullyrðing er þó i mesta máta hæpin. Samningurinn 5. des. 1907 hefir auðvitað verið gerður með hlið- sjón til farmskrár þeirrar, er gekk í gildi 1. jan. 1908 og við hana mun félagið hafa talið sig bundið. Hefði það talið sig hafa ótvíræða heimild til þess að hækka vöruflutninginn frá Leith, svo sem það hefir gert, samkvæmt þeim samningi og samn- ingnutn 1909, hvers vegna er það þá að semja við ráðherra um þetta með nýjunr samningi? Hver þörf var þá á því að endurnýja þetta samningsatriði, fremur en önnur at- riði í samningnum 1909? Vér sjá- um ekki aðra ástæðu til þessa en þá, að félagið hafi ekki treyst sér til þess að hækka flutningsgjaldið, nema þar til kæmi sérstakt samþykki þeirra málsaðila, er samið var við. Og er það líklegt, að H. H. hefði viljað láta líta svo út, er hann gerði nýjan saroning, sem hann væri í verulegu atriði að spilla þeim samn- ingi, er B. J. hafði gert, ef gallarnir voru fólgnir í þeim samningi sjálf- um? Að Lögrétta hefir ekki sem bezta samvizku af þessari fullyrðing sinni, má líka marka af því, að hún reynir til að gera sem m'mst úr afleiðing- unum af þessarri farmgjaldshækkun. ísafold benti á, að á landið legðist 15 þúsund króna hækkun á ári, ef miðað væri við síðustu verzlunar- skýrslur (frá 1910). En viðskifta- velta landsins hefir farið vaxandi síðan 1910 og fer væntanlega enn vaxandi á næstu 7 árum, og við- skiftin við Leith hafa líka farið vax- andi á undanförnum árum. Þegar talað er um þessar 1$ þiis. kr. og miðað við þær, er því vitanlega gert alt of lítið, en ekki of mikið úr af- leiðingum farmgjaldshækkunarinnar. En til þess að fá þessa tölu mun lægri en ísafold gerir, tekur Lögrétta meðaltal af innflutningi vöru frá Leith á árunum 1909 og 1910 og þásegir hún að þetta sé ekki nema 10,771 kr. Eins og áður er bent til, er slík reikningsfærsla stórlega villandi, en sé rétt reiknað er það eftirtekta- vert, hve flutningurinn 1910 hefir verið miklu meiri en 1909. Hafi hann vaxið að sama skapi á árunum 1911 og 1912 og, ef hann yxi að sama skapi á næstu 7 árum, þá gæti þetta orðið all álitleg fjárhæð. Um þetta atriði telur ísafold ekki þörf að ræða meira að þessu sinni. En satt er það sem Lögrétta segir, að lsafold hefir enn enga áætlun gert um það, hve mikil byrði legg- ist á landsbúa við þessa samninga. Að nokkru leyti getur sú áætlun ekki orðið nákvæm, en um hitt er enginn vafi, að sé hún gerð sam- vizkusamlega, er þar um stórfé að ræða. Ýms erl. tíðindi. Nýi forsetinn á Frakklandi. Sím- inn hefir flutt fregnina um forseta- kosninguna á Frakklandi, er fór fram 17. þ. mán. Við forsetatigninni hefir Poincaré þó ekki tekið enn þá. Það verður ekki fyr en 17. næsta mán- aðar, að hann gerir það, og í völd- unum á hann að sitja næstu 7 ár. Raymond Poincaré er 52 ára gamall, stundaði lögfræði, varð síðan mál- færslumaður og blaðamaður, en var kosinn þingmaður 1887. Brátt þótti hann atkvæðamaður og setið hefir hann í stjórn Frakklands með ýms- um forsætisráðherrum, en forsætis- ráðherra varð hann sjálfur í janúar- mánuði- síðastliðið ár. Um það leyti kom þó fáum eða engum til hugar, að hann mundi hljóta forsetatign lýðveldisins. Það eru stjórnarstörfin síðastliðið ár, er hafa hafið hann til þeirrar tignar, svo vinsæll hefir hann orðið af þeim. Hann hefir verið utanríkisráðherra og á þeim ráðherr- um hefir mest borið hjá stórveld- unum, vegna ófriðarhættunnar, sem vofað hefir yflr álfunni og að sjálf- sögðn magnaðist sii hætta mikið, er Balkanþjóðirnar sögðu sundur friðin- um. Poincaré hefir gert sér afar- mikið far um að vernda friðinn í álfunni, takmarka ófriðinn á Balk- anskaga og þótt gera það viturlega og skörulega. Þess nýtur hann hjá Frökkum. Fullyrt er, að ef forsetinn hefði verið kosinn með almennri at- kvæðagreiðslu kjósendanna í landinu, hefði hann hlotið tiltölulega miklu fleiri atkvæði en hann fekk í Ver- sölum, þó meiri hluti hans þar væri mjög sæmilegur. Kosningu hans var líka tekið í Parísarborg með mestu fagnaðarlátum. Það telja menn víst, að hann verði atkvæðameiri og afskifcdsamari forseti en fyrirrennari hans, Falliéres, en jafnvíst er það talið, að persónulegir eiginleikar hans séu þess full trygging, að hann fari ekki feti framar en stjórnarlög Frakka heimili. Honum er lýst svo, að hann sé maður einkar gætinn og athugull, er rannsaki hvert mál vand- lega, sem hann fari með. En glæsi- maður er hann ekki, né ræðuskör- ungur til jafns við ýmsa aðra frakk- neska stjórnmálamenn. Du Paty de Clam. Þess var getið í hraðskeyti hér í blaðinu nýlega, að hermálaráðherra Frakka, Millerand, varð að víkja ffá völdum, af því að hann hafði lofað þvi að veita Du Paty de Clam aftur stpðu í hernum. Það virðist sæmdarauki frönskum þingmönnum, hve skjótt þar var tekið í taumana, en lítt skiljanlegt, hvernig nokkur hermálaráðherra gat lofað slíku. Honum var manna mest um það að kenna, að Dreyfus var forðum daga dæmdur fyrir sak- leysi, og þegar Picquart var að reyna að fá sannanir fyrir sakleysi Dreyfus Eiríkur TTJagnússon JTl. JJ. bókavörður í Cambridge lézt i sjúkrahúsi í Lundúnum þ. 24. þ. mán. eftir langvinna van- heilsu, 7 dögum miður en áttræður að aldri (f. 1. febr. 1833). Andlátsfregn hans barst hingað á mánudagsmorgun í símskeyti frá ekkju hans til Har. Níelssonar prófessors, og voru þá veifur dregnar í hálfa stöng viðsvegar um bæinn. Isafold hefir sniíið sér til þess manns, er honum var kunnug- astur hérlendra manna á seinni árum, Har. Nielssonar prófessors, og beðið hann að rita æfiminning þessa stórmerka og einkennilega íslendings og kemur hún í næsta blaði. klæddist Du Paty de Clam hvað eftir annað dulargerfi, til þess að fara á fund Esterhazys þess, er aðalsvikun- um hafði valuið og leggja ráð á með honum, hvernig hann mætti dyljast og hvernig sökinni yrði enn komið á Dreyfus. Ög stórfurðulegt má það teljast, að herforingjar í háum metum leggi kapp á að halda slíkum piltum í sveit stéttarbræðra sinna. Rúmenía og Balkanþjóðirnar. Mik- ið umtal hefir verið um Rúmeníu í erlendum blöðum undanfarið, þó auð- sætt sé, að þau kunna fátt að segja með sannindum eða nákvæmni. Stjórn Rdmeníu virðist hafa farið fram á það við stjórn Búlgaríu, að hún léti af hendi einhverja sneið norðan af Búlgaríu til sárabóta fyrir Rúmena, fyrir það, að Búlgaría vex væntanlega svo mjög suður á bóg- innu. Hvað stjórnunum hefir farið í milli um þetta, veit enginn með vissu, en þó mun hafa slegið í nokk- uð hart í milli þeirra. Hafa frétt- irnar gengið um, að her Rúmena mundi von bráðar stefnt til Búlgaríu, þótt ekkert hafi tir því orðið. Ein- hverjar vonir hafa Tyrkir líklega bygt á þessum ófriðarhorfum, eða þær verið notaðar til hernaðaræsinga i Miklagarði. Annars hafa Rdmenar mikinn her. og er talið óvist, að her Búlgara gæti staðið honum á sporði, eftir alt það mannfall, er orðið hefir í liði þeirra. Gelsvík utanríkisráðherra? Blöð málstreitumanna í Noregi t. d. Spegjelen í Niðarósi leggja mjög með því, að Nikulds Gelsvih prófessor, sá er málstað vorn hefir stutt svo fyrir- taksvel i deilunni við Dani, verði gerður utanríkisráðherra í hinni nýu stjórn, sem Gunnari Knudsen er ætlað að koma á laggirnar um þess- ar mundir. t Hervarnir Dana. Dönsku stjórn- Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði. II. Þörfin á nýrri guöfræBi. Eg lauk máli mínu í undanfar- andi hugleiðingu minni með því að taka það fram, að það sem vorir tímar heimtuðu á svæði trúmálanna væri fyrst og fremst ný quðýrœði. Eg bið menn vel að gæta þess, að eg segi: ný guðfræði, en ekki: ný trú. Að visu hafa heyrzt raddir í þá átt, að þörf væri á nýjum triiarbrögðum og meira að segja hafa verið gerðar tilraunir i þá átt, að koma á fót nýj- um trúarbrögðum, er koma skyldu í stað kristindómsins, sem ekki leng- ur fullnægði kröfum vorra tíma, sér- staklega kröfum þeim, er mentalýð- urinn hlyti að gera til trúarbragð- anna. Alkunn er frá síðustu tím- um tilraun þýzka náttúrufræðingsins Ernsts H&ckels í Jena, hin svonefndu »monistisku trúarbrögð«, þar sem til- veru persónulegs guðs er neitað, allri forsjón og öllum ódauðleika, en full- komin nátórtt-dýrkun sett í stað ^Tífo-dýrkunarinnar. En venjulega munu slikar raddir um þörfina á nýj- um trúarbrögðum koma frá mönn- um, sem annað hvort ekki þekkja kristindóminn eða þekkja hanníein- hverri afskræmdri mynd hans. Þeir timar eru áreiðanlega ekki komnir, að þörf gerist nýrra trú- bragða. Fagnaðarerindi Jesú Krists er ekki tekið að úreldast, heldur stendur það enn í sínu fulla gildi sem fyrir 19 öldum; það á sér ótví- rætt enn langan aldur fyrir höndum svo sem lif, ljós og kraftur þjóða og einstaklinga, fái það að eins að njóta sín í sínum upphaflega krafti, fegurð og hreinleik eins og það fram gekk af vörum Jesvi. Að því leyti sem fagnaðarerindi Jesú er kjarni og hjarta kristindómsins er hann ávalt jafn timabær. Um guðfræðina verður þetta aftur á móti ekki sagt með sanni. Hún er ekki ávalt jafn-timabær, sama guðfræðin getur aldrei nægt fyrir alla tima eða allar kynslóðir. Til eru kynstur af gamalli guðfræði, sem enginn lifandi maður lítur við, nema ef vera skyldi einstöku lærðir visinda- menn, sem verða að kynna sér hana, til þess að geta gert sér grein fyrir þróunarferli hinnar kristilegu kenn- ingar. Að öðru leyti er hún »gleymd- ur og geymdur fjársjóður«, sem fyllir kjallara bókasafnanna viðsvegar um heiminn, ásamt öðrum úr sér gengn- um fræðum liðinna tíma. Hvernig stendur á þvi, að guð- fræðin er þessum lögum háð, — hverning stendur á því, að hún er slíkum breytingum undirorpin, að sama guðfræðin getur ekki nægt fyrir alla tíma og kynslóðir? Þetta er auðráðin gáta. Guðfræðin er manna- verk, og því sömu lögum háð sem önnur mannaverk. Hdn er ekki annað en fræðileg framsetning lærðra manna á hinum trúarlegu sannind- um kristindómsins, eins og þau horfðu við mönnum á þeim og þeitn timum og eins og þeir gerðu sér grem þeirra dt frá þekkingar-skilyrðurn samtíðar sinnar. Þess vegna er guð- fræðin sífeldum breytingum háð, a/t eftir því sem tímarnir breytast og mennirnir með þeim. Þess vegna geta menn aldrei til lengdar gert

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.