Ísafold - 29.01.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.01.1913, Blaðsíða 2
30 ÍSAFOLD + I • jjfg Vaígerður Jónsdóííir ! biskupsfrú | lézt í gær um miðjan dag eftir þungbæaa vanheilsu svo árum skifti. Frú Valgerður sáluga var dóttir }óns bónda Halldórssonar á Bjarna- stöðum í Bárðardal (d. 1865) og konu hans Hólmfríðar Hansdóttur frá Nesiöndum við Mývatn. Hún ólst upp hjá Tryggva Gunnarssyni f. bankastjóra og dvaldist með honum þangað til hún giftist (árið 1887) Þórhalli Bjarnarsyni, núver- andi biskupi landsins. Þau eignuðust 4 börn, er lifa: Tryggvi cand. theol., Svava kona Halldórs skólastjóra Vilhjálmssonnr á Hvanneyri, Björn bústjóri i Laufási og Dóra, i föðurgarði. Frú Valgerður sál. lézt úr krabbameini. Hafði hún verið rúmföst að mestu síðustu árin og oft með miklum þjáningum. Andlát hennar bar því eigi óvænt að. »Stilt kona og vönduð, heimilisrækin og þrekmikil svo fádæmum sætti, í hinum þungu raunum, er sjúkdómur lagði á hana siðustu árin». Þessi voru orð nákunnugs manns hinni látnu, í gær, er andlátsfregnin barst um bæinn. inni hefir nýlega boðist ^/2 miljón króna frá ýmsum efnamönnum i Danmörku, til þess að efia hervarn- ir Dana á landi, nálægt Kaupmanna- höfn. Þetta tilboð virðist ekki sízt til þess gert að tryggja það, að þess- ar hervarnir verði ekki rifnar niður eftir nokkur ár, eins og komið hefir til orða. — Forsætisráðherrann hefir svarað þessum mönnum á þá leið, að hann þægi gjöfina með þökkum, en þó því aðeins að ekkert væri til tekið um það til hverra hervarna ætti að verja henni, en hermálaráðu neytinu væri falið að ákveða um það. • Annars er það eftirtektavert, að rík- in fá víða stórgjafir frá efnamönn- um til ýmsra þeirra framkvæmda og stórræða, er þjóðinni leikur hugur á, en fé fæst ekki veitt til í fjárlögum. Slíkur áhugi og umhyggja fyrir al- mennri heill á ætíð lof og heiður skilinn og mætti slíkt vera íhugun- arefni með þjóð vorri. Valdemars Poulsen hefir oft verið getið hér í blaðinu. Hann hefir fundið upp sérstaka aðferð til þess að senda þráðlaus símskeyti og til þráð- lauss símtals. Er ekki óliklegt, að hann verði frægastur maður Dana þeirra er nú lifa, svo mikla yfirburði þykir aðferð hans hafa yfir þær, sem áður eru þektar. Bretar ætla að koma upp heljarmiklu þráðlausu sím- skeytakerfi um hið víðlenda ríki sitt og keppir Poulsen og félagar hans við/ Marconifélagið um að gera það, eða að heimila aðferð sína til þess. Þykir helzt horfa svo við, að Poulsen verði hlutskarpari, þó ekkert verði fullyrt um það ennþá. Með aðferð Poulsens má nú senda þráð- laus símskeyti frá vesturströnd Ame- ríku yfir meginlandið sjálft og Kyrra- hafið, til austurstrandar Asíu. Heilsuhælið. Tveir íslenzkir bændur í Canada, jón Sveinsson og Magnús Hinriks- son, báðir Sunnlendingar, hafa sent Heilsuhælinu rausnarlegar gjafir, 100 dollara hvor þeirra. Magnús á fyrir konu Kristínu Þorsteinsdóttur frá Haugshúsum á Alftanesi. Kona }óns er Þóra Gísladóttir frá Halakoti i Hraungerðishreppi. Þeir }ón og Magnús segja: »Yið sendum þetta til minningar um konurnar okkar, sem hafa barist með okkur gegnum lífs og landnámsstritið«. G. Björnsson. Erl. símfregnir. Khöfn 28. jan. 1913. Stóryeldin og Tyrkir. Nýtt. svar frá Tyrkjum er í undirbúningi. Buist við að stórveldin kúgi Tyrki til friðar, án nýrra blóðsúthellinga. ísland erlendis. Sambandsmálið. Dönsk blöð leggja ekkert til um það ffekara en áður hefir skýrt verið frá hér í blaðinu, heldur láta' sér nægja að skrásetja það, sem um málið hefir verið ritað í islenzkum blöðum. En af því þykjast þau samt mega ráða, að sitji við alt breytingalaust — fyrst um sinn. Bóndinn á Hrauni, leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, sem leikið var hér um árið, verður sýnt í konunglega leikhúsinu mjög bráðlega, líklega í næsta mánuði. Pétur iónsson söngvari hefir fast söngmenskustarf nú við Kurfúrsten- Opera í Berlin. Hann hugsar til að koma hingað heim í sumar. Fjórðungamót eru farin allmjög að tiðkast hér í höfuðstaðnum. í fyrra efndu Norð- lendingar og Austfirðingar — hér staddir — til mikilla samkvæma — og sama sniðið er haft á i vetur. Austfirðingar luku sér af á laugar- dag, en Norðiendingar hafa sina sam- komu bráðlega. Vestfirðingar og Sunnlendingar eru alt tómlátari, eins og hið fyrra Skál- holts-biskupsdæmi sé eftirbátur Hóla- dæmis um landsfjórðungaást. í Austfirðingamóti var fjör mikið, minni drukkin og margar ræður fluttar. Samkomuna setti Axel V. Tulinius f. Sunnmýlinga sýslum. Fyrir minni fjórðungsins talaði Arni Jóhannsson bankaritari, en Halldór }ónasson cand. fyrir minni íslands. Skákglíma Taflfélags Reykjavikur. Henni lauk í fyrrakvöld þann veg, að Péíur Zóphóníasson f. ritstjóri varð sigurvegari. Hann vann 10 af 11 töflum, en tapaði 1 við Sumarliða Sveinsson, er varð nr. 2 (vann 9 skákir, tap- aði 2). En þriðji hlutskarpastur varð Sigurgeir Jónsson (vann 8, tapaði 3). Alls tóku þátt i kappskákunum öllum 12 manns. Pétur Zóphóníasson er því skáh- meistari landsins þetta ár, og er hann vel að þeim titli kominn. Hann hefir unnið mikið í þarfir tafllistar vor á meðal og er sjálfur fágætur taflmaður. Lóðargj aldahækkunin. Hr. Jóhann Jóhannesson kaupm. hefir sent ísafold greinarstúf út af grein Sv. Bj. hér í blaðinu og kveðst hann álita réttara að geyma svar sitt þangað til nefnd sú, er fjallar um lóðargjöldin í bæjarstjórninni hafi lokið sínum störfum. Þetta svar sitt gefur hr. }óh. Jóh. út sérprentað og útbýtir meðal bæjarbúa. Fátækraskemtun. Þess hefir láðst að geta, sem þó var maklegt, að Kvenfélag Fríkirkj- unnar hélt framan til í þessum mán- uði stóra og góða skemtisamkomu fyrir fátæk börn; var þangað boðið á þriðja hundrað börnum. Þar voru tendruð tvö stór jólatré og ýmiskon- ar fagnaður og góðgerðir á boðstól- um. Börnin voru í sjöunda himni Og léku sér, sungu Og dönsuðu; saklaus gleði og ánægja skein á hverri brá. Þetta var því betur hugsað og gert, sem þröngt mun hafa verið í búi venju fremur á mörgu barna- heimilinu um síðustu hátíðir, og það mun félagskonum hafa verið kunn- ugt um. — Kvenfélag þetta starfar mikið og vel, það réttir mörgum kærleikshönd í kyrþey, auk stórfeldra gjafa til kirkju sinnar, hvert árið af eftir annað. Kunnugur. Sverð og bagall á ensku. Nýlega var þess lauslega getið hér í blaðinu að leikrit Indriða Ein- arssonar, Sverð baqall, hefir verið þýtt á ensku. Þýðing þessi er í ensku skáldfræðatímarili, er nefnist Poet Lore, en þýðingin er eftir enskan fræðimann Lee M. Hollander. Hall- dór Hermannsson bókavörðui iíþöku, sem nú er nokkurskonar útvörður íslenzkra bókmenta í enskum heimi, hefir yfirfarið þýðinguna, og er þá ekki hætt við að efni leiksins hafi á nokkurn hátt verið misskilið. Er Halldór liklegur til þess að gera ís- lenzkum bókmentum gagn og sóma1 erlendis. í þessu skáldritasafni hafa áður verið þýðingar eftir Björnson, Drach- mann, |d’ Annunzio, Hauptmann o. fl., að mestu eða eingöngu leikrit. Á eftir leikritinu er alllöng grein um höfund þess og leikritið sjálft. Er þess getið að þetta sé fyrsta ís- lenzka leikritið, er þýtt hafi verið á enska tungu. Lýsir þýð. því með glöggum skilningi hverja örðugleika leikritaskáld eigi hér við að stríða, fámennið fyrst * og fremst, og svo hitt, hve útleudingum veiti örðugt að skilja íslenzka tungu. Því meira þykir honum um það vert, að hér skuli vera leikritaskáld, er sýni þjóð- inni og heiminum að íslendingar standi ekki öðrum þjóðum að baki í þessu efni og geti enn lagt sinn skerf til heimsbókmentanna. Um leikritið segir þýðandinn ým- islegt, telur á því kosti og lesti frá sínu sjónarmiði. Af persónum leiks- ins þykir honum mest um vert þau Brand og Jórunni, en Bótólfi bisk- upi þykir honum að nokkru ofaukið. Annan þátt leiksins telur hann bezt- an, kallar hann meistaraverk. Öll er grein þessi rituð af góð- vil og skiiningi, en án alls þess fag- urgala, sem stundum er látinn bæta upp skilnings- eða þekkingarleysið. Má Indiiða Einarsyni það vel lika, bæði að vera í tímariti þessu settur á bekk með helztu leikritaskáldum nútímans og eins hitt hve vel og sanngjarnlega að dæmt er um þetta leikrit hans, á víðlesnusln tungu heimsins. sér að góðu guðfræði liðinna tíma. Það er margt sem vex í verði við að eldast. Guðfræðin er ekki þar á meðal fremur en önnur framleiðsli takmarkaðs mannsandans, sem til »fræða« teljast. Að öðru leyti en því sem hin gamla guðfræði er oss vitnisburður um skilning manna og kynslóða liðinna tíma á sannindum kristnu trúarbragðanna og getur því hjálpað oss til þess að skiíja að sumu leyti vora eigin tíma, er gömul guð- fræði fremur fánýt vara. »Næringar- gildi« hennar er meira en takmarkað. Gömul guðfræði er í engu tilliti rétt- hærri en gömul læknisfræði eða gömul náttúrufræði eða gömul sagn- fræði. Þetta skyldi maður ætla, að væri svo auðsær sannleikur, að ekki þyrfti um það að eyða mörgum orðum. En alt fyrir það sýnir reynslan oss, að menn hafa á öllum tímum átt erfitt með að átta sig á þessum sannleika og eiga enn i dag. Hvernig víkur því við, að mönn- um veitir þetta svo erfitt, þar sem guðfræðin á í hlut? Því að það er áreiðanlegt, að skynberandi mönn- um veitir næsta auðvelt að átta sig á því, að önnur fræði hljóta að fyrnast og falla í gildi eftir því sem árin líða. £g hygg eina höfuðástæðuna til þessa vera þá, hve algengt það er á öllum tímum, að menn rugla saman guðfræði og krislindómi, — gera guðfræðina að kristindómi eða krist- indóminn að guðfræði. í frá fyrstu öldum kristninnar hafa menn gert sig seKa í því að rugla saman þess- um tveim hugtökum. Og hvílikt tjón hefir af því hlotist, — hvílíkur hnekkir fyrir hvorttveggja, kristin- dóminn og guðfræðinal Állar hinar miklu og sorglegu-trúarbragða-deilur innan kristninnar, öll sú sundrung og barátta, sem af þeim hefir leitt, allur sá mannúðár-skortur og umburð arlyndis sem þar hefir komið fram, allur sá ofsi og grimd sem þeim hefir verið samfara, í fæstum orðum: öll sú synd, sem þar hefir verið drýgð, — alt á þetta að sumu leyti rót sina að rekja til þess, að skammsýni mann- anna ruglaði saman þessu tvennu, sem sízt má saman rugla: trúar- brögðum (kristinni trú) og guðfræði. Þó er þessi ruglingur hugtakanna að sumu leyti skiljanlegur, og— þegar haft er tillit til hins nána sambands þeirra sin á milli, — jafnvel afsak- anlegur. Þetta samband guðfræð- innar við trúarbrögðin er svo náið, að trúarbrögð án guðfræði eru óhugsandi. Hvenær sem trúaður maður tekur að gera sér skyn- samlega grein trúarlegrar reynslu sinnar, þá myndar hann sér sína guðfræði. Því að í insta eðli sinu er guðfræðin ekki annað en tilraun mannsins til að gera sér fræðilega grein trúarreynslu sinnar. Þessi guð- fræði einstakhngsins getur verið næsta bágborin, þótt trúarreynsla hans sjálfsé hin fullkomnasta,—þvi að það,hversu hann gerir sér grein reynslunnar, fer alt eftir skilningi hans, þekkingu og dómgreind, eftir því þroska- og menn- ingarstigi, sem hann stendur á. Hins vegar er það skilyrði fyrir heilbrigðu trúarlífi mannsins, að hann geri sér sem réttasta grein trúarreynslu sinn- ar,- fullkomni þessa guðfræði sína, svo að samsvari sem bezt trúarbrögð- um hans, og til þess vill aftur kirkjan styðja hann með guðfræði sinni, sem auðvitað er ekki annað eri fræðileg útlistun kirkjunnar beztu manna á ýmsum tímum á sannindum trúar- arinnar. En þar sem guðfræðin er svo til komin, að hún í insta eðli sínu er ekki annað en tilraun mannsins til að gera sér grein trúar reynslu sinnar, verður það skiljanlegt, að þetta tvent, trúin og guðfræðin, hvort sem hún nú er hans eigin eða kirkj- an hefir flutt honum hana, — renni svo saman í huga hans, að hann missi sjónar á hvað af því er trú og hvað guðfræði. Þess er þá ekki heldur að dyljast, að margt af því, sem kristindómur kallast fyr og síð- ar og haldið hefir verið að mönnum sem »sönnum kristindómi« og »mik- ilvægum trúaratriðum*, er upphaf- lega ekkert annað en »guðfræði« löngu liðinna tíma, fræðileg útfærsla á ein- stökum atriðum kristnu trúarinnar eða ályktanir, sem af þeim hafa verið dregnar, en seinna hafa runnið sam- an við kristindóminn í meðvitund manna, svo að fráhvarf frá þeim var dæmt argasta trúarvilla og þeir bannfærðir, sem það gerðu. En því afsakanlegra er það, að trúuðum manni, sem ,enga guðfræðilega ment- un hefir hlotið, verður það á að blanda þessu tvennu saman. Og þvi meiri mætur sem sá hinn sami hefir á trúarbrögðum sínum, því eðli- legra er það, að allar véfengingar á gildi guðfræði hans taki hann sárt, eins og væri þar veizt að sjálfum trúarbrögðum hans, svo að hann enda fyllist ofsa og gremju gegn sérhverj- um þeim, sem hann hefir einhvern grun um að það vilji gera. Þetta gerðu allir nýmæla-menn á svæði trúmálanna vel í að hafa hugfast. En alt fyrii það ríður á því, að menn læri að gera greinarmun þess- ara hugtaka, svo skaðlegar afleiðingar sem það getur fengið, að menn rugla þeim saman. Sérstakíega ríður á því, að allir þeir sem fást við trúarbragða- kenslu, hvort sem það nú eru prest- ar eða kennarar, geri sér það svo ljóst sem auðið er, að trúarbrögð og guðfræði eru sitt hvað, þrátt fyrir hið nána samband þeirra sín í milli: Trúarbrögðin eru hjarta-afstaða manns- ins til hins ósýnilega guðs, — kristna trúin hjarta-afstaða mannsins við guð eins og Jesús Kristur hefir sett oss hann fyrir sjónir sem kærleiksríkan föður. Guðfræði aftur á móti er, eins og orðið bendir á, fræðileg framsetning ófullkominna manna á innihaldi trúarinnar, þessu, »sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, en guð fyrirbjó þeim er elska hann«. Svarið við þeirri spurningu hvort þörf sé á nýrri guðfræði ætti því að liggja í augum uppi. Það, að öll guðfræði er mannaverk og því ófull- komin, að hún er alt af háð tak- mörkunum sinna tíma, að engir tím- ar hafa flutt oss hinar kristilegu kenn- ingar í annari mynd en samsvaraði mentunarþroska þeirra, svo að sú guðfræði hefir aldrei dagsbirtuna séð, sem sagt yrði um með sanni: hér er hinn algeri sannleikur, — þetla gerir guðfræðinni það beint að skyldu að leggja aldrei árar í bát, gera sér aldrei að góðu kenningar-arf liðinna tíma, heldur sífelt að vinna að end- urnýjun sinni, að hún verði sem fullkomnust og sönnust útlistun kristnu trúarinnar. í fæstum orð- um: Það er heilög skylda guðfræð- innar að vera ávalt ný guðfræði. Þetta er þá líka alment viðurkend- ur sannleiki innan kirkjunnar, bæði hinna'r katólsku kirkju og hinnar evangelisku. Það sýnir bezt öll þró- unarsaga guðfræðinnar frá elztu kristni til vorra tíma. I meðvitundinni um takmörkun mannlegra vitsmuna og þekkingar hefir engin kynslóð til fulls gert sér að góðu skýringar eldri tíma á sannindum trúarbragðanna, heldur sífelt tekið til nýrrar prófunar skýringar þær og útlistanir, sem hún tók í arf frá næstu kynslóðum á undan. Guðfræðin hefir sífelt verið að fullkomna sig, með því ýmist að fella burtu það, sem við nánari próf- un reyndist rangt, eða leiðrétta og lagfæra það er nánari athugun sýndi, að var ónákvæmt og ófullnægjandi; þess vegna á ekki að eins guðfræðin í heild sinni sína þróunarsögu, held- ur og hver einasti trúarlærdómur. Sá trúarlcerdómur er ekki til sem hafi á óllum tímum, siðan jyrstu kristm, verið jramsettur á einn og sama hátt innan kirkjunnar. Þetta getur hver sá sannfærzt um, sem vill hafa fyrir því að kynna sér einhverja trúarlær- dómasögu. Guðfræðin hefir að vissu leyti endurfæðst með hverri nýrri kynslóð, en það er sama sem að hver kynslóð hefir átt sína nýju guð- fræði. Og þessi nýja guðfræði hefir þá líka í hverri kynslóð átt sér sína mótstöðumenn, er sögðu hina gömlu guðfræði betri, sem þeir höfðu alist upp við. Því að í flestum tilfellum er »gamla guðfræðin«, sem góðir menn eru að berjast fyrir, lítið ann- að en sú skoðun, sem var drotnandi i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.