Ísafold - 05.02.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.02.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., eríendis 5 kr. || eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ||| ISAFOLD iHiiiTiniiiiiininniinniimniininLnnninitMi'i Uppsögn (skrifl.) {[ bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda || fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 5. febrúar 1913. 10. tölublað Erl. símfregnir. Khöfn 4. febr. 1913. Ófriður af nýju! Styrjöldin byrjuð aftur. Áköf skothríð hafin að Adríanópel. Steinolfan og löggjafarvaldið. Þingið 1911 fekk fjármálanefnd þeirri, er það skipaði þá, steinolíu- málið til meðferðar. Nefndin átti að rannsaka hvort landið gæti ekki fengið tekjur af steinolíuverzluninni, með því að veita einhverjum einka- leyfi til hennar, þar sem svo nærri stappaði að fullkomin einokun væri komin á þá verzlun í landinu. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að þetta mundi geta tekist, landið mundi geta fengið töluverðar tekjur, án þess að verðið þyrfti fyrir það að hækka á olíunni, ef samið væri um þetta einkaleyfi um all- margra ára'bil. En þar sem hún ekki gat komist að föstum samn- ingum, en hafði hins vegar ástæðu til þess að ætla að samningar mundu takast, ef þingið veitti landsstjórn- inni heimild til þess að semja, samdi hún frumvarp til heiuiildarlaga fyrir landsstjórnina, til þess að geia samn- inga og var það lagt fyrir síðasta alþingi. En þegar frumvarpið kom til þingsins og búið var að skipa í það nefnd, þá skeði það eitt að þing nefndin sat á frumvarpinu fram til þingloka og loks var það felt í neðri deild fyrir ötult atfylgi hennar. Mennirnir, sem falið höfðu nefnd- inni, á þinginu 1911, að rannsaka þetta mál, voru algjörlega frá því horfnir að láta landið hafa nokkrar tekjur af þessu og greiddu hver um annan þveran atkvæði móti þvi að sinna frumvarpinu að nokkru. Svo djúpt skauzt jafnvel pólitiska vel- sæmið niður á bóginn i því máli, að fjármálanefndarmennirnir voru opinberlega atyrtir fyrir það, að semja lagafrumvarp um það efni, sem þingið hafði fyrir ári síðan sett þá til að rannsaka. Þá var lokið fyrsta þættinum í leiknum sem heita mætti: Steinolí- an 0% löggjafarvaldið. Þingið hyrjaði strax á 2. þætti, samdi í mesta flýti lagafrumvarp, þar sem stjórninni var heimiluð einokun á steinolíu til 5 ára, en lögin hins- vegar svo úr garði gerð að lands- stjórnin sá sér tæplega fært að nota þau og hefir heldur ekki, eftir ræki- ]ega ihugun, séð sér fært að gera það, eins og sjá má af bréfi því frá landsstjórninni til Fiskifélags Islands, sem þvi barst 25. þ. m. og birt er í dag hér i blaðinu. Þá var 2. þætti lokið og er leikn- um ekki enn þá lengra komið. Væntanlega hefst 3. þáttur á næsta þingi, hvernig sem þá kann að tak- ast til, hvort sem úr þessu kann að verða sæmilega alvarlegur leikur á endanum, með nokkrum broslegum atriðum, eða hann verður að eins pólitiskur skrípaleikur. Því það er að eins ofurlítið atriði á milli þátta, þetta sem nú á að fara að gerast, að Fiskifélagið bjóði mönnum að panta fyrir þá einn olíufarm, gegn greiðslu fyrirfram. Vér höfum áður lýst því að vér höfum ekki mikla trú á því að Is- lendingar geti kept við útlent auð- valdsfélag með óbundinni samkepni. Tilraun í þá átt getur að eins orðið undantekning og bráðabirgðaráðstöf- un, en víst væri sízt ástæða til þess að spilla fyrir þeirri tilraun og von- andi að vel takist. Takist hún vel, þá ætti hún að styðja til muna hugmyndina um það að|landsmenn sjálfir taki að sér stein- oliuverzlunina. En þó hún að ein- hverju leyti takist miður vel, verður hún hins vegar engin sönnun þess, að ekki geti betur tekist þegar þeir menn færu með, sem hefðu haft tíma og tækifæri til þess að undir- búa alla steinoliuverzlunina. Að þessu leyti er því líka minna um þessa. tilraun vert. Leikurinn verður fyrst áhrifamikill á næsta þingi þegar tjaldið verður dregið upp fyrir 3. þætti. Látinn er nýlega Krhtján Jóhannesson, bróðir Sigurjóns á Laxamýri, nær níræður að aldri. ísafoldar númerin 3, 4, 5, 6 og 7 á þessu ári verða enn keypt á afgreiðslu Isafoldar. Misprentast hafði í síðasta blaði atkvæðatala síra Benedikts Eyólfssonar við kosn- inguna á Hólmum: 3 5 atkv. í stað 55. Ennfr. fallið úr atkvæðin, sem síra Haraldur á Hofteigi hlaut: 19. Norðlingamót var haldið að Hotel Reykjavík í gærkveldi, var þar saman komið margt mannna úr öllum landsfjórð- ungum. Ætlun manna var að skemta sér við át, kaffi og dans. Dansinn fór að vanda vel fram, og kaffið þótti gott, þeim sem fengu. En einhver ókunnugur hefir hlotið að tíltaka hvaða réttir skyldu fram reiddir, því þeir voru eigi við Norð- linga hæfi. Einnig hafði gleymst að sjá fyrir ræðumönnum fyr en i ótíma. Þó talaði Indriði Einarsson skrifstofu- stjóri, vel að vanda, þó al-óundirbú- inn væri, og var hann siðar sá, sem gleðskap hélt uppi á mótinu. Viðstaddur. Ýms erl. fföindi. Kosningarrétturinn i enska þinginu. Siðustu ensk blöð skýra frá þvi, að neðri málstofan enska hafði kosningar- réttinn til meðferðar og þá sérstak- lega kosningarrétt kvenna til enska þingsins. Langt var þeim umræðum ekki komið að þessu sinni og ræddu menn málið hver frá sínu sjónar- miði án þess að vera bundnir við þær umræður við nokkur flokksbönd. Þeir sem lengst fara í kröfum fyrir kvenþjóðina, vilja veita um n milj. kvenna kosningarréttinn, aðrir vilja fara miklu skemur og enn aðrir vilja þar enga tilslökun gjöra. Sjálf enska stjórnin er þar ekki sammála og töluðu menn úr stjórninni hver á móti öðrum og það töluvert hvast. Verðnr fróðlegt að frétta hver endir verður á þessu, en ýmsir spáðu því að ekkert mundi verða úr þessari lagasetningu að þessu sínni. Fólksfækkunln á Frakklandl. Af engu þykir frakknesku þjóðinni standa meiri hætta en af fólksfækk- uninni. Fæðingum fækkar sífelt, miðað við manníjölda, en manndauði fer vaxandi. Arið 1911 voru fæðingar 18,7 af 1000, í stað 19,7 árið áður. Árið 1911 fæddust 742,114 börn, en árið áður 774,358. Fæðingar því árið 19H 32.244 færri en árið áður. En 1911 dóu 776,983 manna, en ekki nema 703,777 árið áður. Hafði þá dáið 73,206 manna fleira en árið áður, eða 19,6 af 1000 í stað 17,9 arið á undan. Dauðsföll voru því 34,869 fleiri en fæðingar. Að fæðingum fækkar stafar p*ó ekki af hnignun mannkynsins, held ur því hve alment þjóðin verst barneignum. Annars fer það sem alda yfir Norðurálfuna, að fæðingum fækkar við það sem áður var, en munurinn þó stórkostlegur meðal þjóðanna. Af 1000 manns fæddust í Rúss- landi (1905) 44,8, í Búlgaríu (1909) 42,0, í Rámeníu (1910) 41,2, i Serbíu (1910) 39,0. í Austuríki og Ungverjalandi (1910) 33,5, á Spáni (1910) 33,1, á ítalíu (1911) 32,9, (á Þýzkalandi (1911) 29,8, á Stóra- Bretlandi (1911) 24,7 og á Frakk- landi 18,7. Manndauði þessi á Frakklandi stafar af því, að sögn, að of lítið sé þar að gert til þess að vernda heilsu manna og bægja sóttum á bug. Hann er þó miklu meiri í ýmsum þeim lönd- um þar sem mannfjölgun er mikil. Af þúsundi manna dóu á ofangréind- um árum: á Rússlandi 31,7, í Búlg- aríu 23,5, i Rúmeníu 24,8, í Serbíu 29,3, í Austurriki og Ungverlalandi 22,8, á Spáni (1910) 23,8. En eins og áður var sagt dóu ekki á Frakk- landi af 1000 manna árið 1911 nema 19,7. En í flestum þeim löndum, þar sem fæðingar eru fyrir neðan 33 af 1000, er manndauði minni en á Frakklandi. Á Nýja Sjálandi er manndauði talinn óvenju litill, 9,7 af 1000, en fæðingar þar 26,2 af 1000. Adríanópel hin umsetna borg, er nú liggur undir skothríð bandamannanna á Balkanskaga. Frá málstreitu-baráttunni norsku: Með Norðroönnum geys- ar um þessar mundir baráttan milli þeirra, er gera vilja nýnorskuna að aðalmáli — opinberu máli Norð- manna, og hinna er halda vilja við ríkismdlið svonefnda, þ. e. dansk- norskuna. Til þess að lægja þær öldur og miðla málum, var nýlega boðað til fundar í Kristjaníu, fyrir forgöngu ýmsra merkra manna, fyrst ogfremst Friðpjóýs Nansens. Gerðist hann á fundi þessum aðal-talsmaður hinnar nýju miðlunarstefnu, er fer i þá átt að breinsa ur ríkismálinu það sem Nansen kallar hreinar danskar slettur, en halda sér við það að öðru leyti. En þessi miðlunarstefna hlaut kald- ar viðtökur í herbúðum beggja hinna gömlu flokka — og Nansen ámæli hjá báðum málsaðilum. Hvíta brælaverzlunin og Rockefeller. Hvíta þrælaverzl- unin er eitt af mestu átumeinum vorra daga. Fátækar stúlkur og umkomulausar eru lokkaðar með fögrum loforðum um góða vist o. s. frv. vestur um haf og siðan seld- ar mannsali í hendur auðugra ólifn- aðarseggja. Margt og mikið er til þess gert að skera fyrir þetta mein. Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiOi. III. „Nýja guðfræðln". Svo mikið hefir hin síðari árin verið um »nýju guðfræðina* talað og skrifað meðal íslendinga, bæði aust- an hafs og vestan, að gera má ráð fyrir, að flestir kannist við nafnið. fíitt mun öllum þorra manna frem- ur óljóst emn sem komið er, hvað þar er um að ræða, enda naumast við öðru að biiast. Því að meðal íslendinga beggja megin hafsins hefir tiltölulega miklu minna kapp verið á það lagt, að skýra málið fyrir mönn- um en á hitt, að koma þeim í skiln- ing u.m, hver voði væri hér á ferð- um og hvílíkir háskagripir þessir »ný- guðfræðingar* væru. Og þar hafa menn sannarlega ekki skorið við nögl sér það sem úti hefir verið látið. Um það bera ólygnast- an vottinn kirkjulegu blöðin beggja megin hafs, sem mest hafa andæft hinni nýju stefnu. Hún hefir þar verið sögð ein hin háskalegasta van- trúarstefna og villudómur, sem ís- lendingum hafi verið fluttur, ef ekki Nú flytja erlend blöð þá frétt, að Rockefeller, hinn heimskunni auð- kýfingur, hafi lofað að gefa 37 mil- jónir dollara í sjóð, er varið skal til þess að leysa úr ánauð stiilkur, er fyrir »hvítu þrælasölunni* verða. Island erlendis. Þýzk bók um lsland. Þýzk- ur náttúrufræðingur, dr. Hans Reck, hefir nýlega ritað allítarlega bók um ísland, aðallega náttúru og jarðfræðis- lýsingar. Undirstaðan undir bók dr. Recks eru athuganir þær, er dr. W. v. Knebel, sá er fórst í Öskju í jiilí árið 1907, var bdinn að gera áður en hann dó. Fróðlega grein um Isiand hefir Norðmaðurinn Hans Berner ritað í norska blaðið Syn og Segn. Hann bendir þar á, að íslandi hafi orðið fyrst Norðurlanda að hreyfa ellistyrktarmálinu, sem siðar hefir orð- ið eitt af aðal-þingmálum á Norður- löndum og víðar. Það er frumvarp Þorláks hei't. Guðmundssonar um styrktarsjóð handa alpýðuýólki, sem hann á við ; kom fram á þingi 1889. hreinn heiðindómur. Með henni sé verið að »prédika almenning lengraog lengraburtfráguðs orði« heilagrar ritn- ingar, og koma fyrir kattarnef þeim litlu leifum óbrjálaðs kristindóms, sem enn sé til meðal íslenzkrar þjóð- ar. Hinir ótrúlegustu hlutir eru gefnir nýju guðfræðinni að sök, alt frá messuföllunum í Rafnseyrar-presta- kalli upp að siðspillingunni í höfuð- stað þessa lands. Og þeir menn, sem ljá þessari nýju stefnu fylgi sitt og halda henni að einhverju leyti fram, hafa verið taldir hreinir og beinir skaðræðismenn í kristnu fé- lagi, vargar í véum, falsspámenn og afvegaleiðendur fólksins, sem vinni af öllum kröftum að því að »af- kristna landið*, »ræna kristinn al- menning barnatrúnni og að þagga niður hina góðu játningu«. — Hér hefir ekki verið neinn hörg- ull á sakargiftum. Nýju guðfræð- inni hefir sannarlega verið gefinn í skaut »góður mælir, troðinn, skek- inn og fleytifullur« þeirrar vöru og hennar sízt staðgóðrar. Margt ónytju- orðið, sem menn hafa mælt í henn- ar garð, hefði betur verið ótalað, að eg nú ekki nefni ámælisorðin og sakargiftirnar, sem beint hefir verið að talsmönnum hinnar nýju stefnu. Vei oss, eý þær sakargiftir Ííefðu verið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.