Ísafold - 05.02.1913, Blaðsíða 4
40
IS AF 0 L D
er yfirleitt rekinn niður á bekk með
okkur hinum !
Sionista-
hreyfingin.
Á siðari árum hefir
mikið verið að þvi
unnið meðal Gyðinga að ná aftur
, undir sig hinu forna Gyðingalandi,
eigi með vopnum, heldur með því
að nema landið af nýju, fiytja þang-
að, í stað þess að dreifa sér um allan
hnöttinn, svo sem nú er orðið um
Gyðinga. Hinir forriku Rotschildar
hafa mjög látið sig varða þessa svo
kölluðu Sionistahreyfingu.
Nú er svo komið, að »nýir land-
námsmennc, nýir Gyðingar í Gyð-
ingalandi eru orðnir 100,000 manns,
•og hafa undir 40,000 hektara af
landi.
Ofdrykkju- Meðal lagafrumvarpa
menn tekn- þeirra er Gustaf Svia.
írtilgæzln, r .'*¦*• •*
konungur boðaði við
setningu rikisþingsins sænska þ. 17.
jan., var frv. um, að ofdrykkjumenn
skuli teknir undir gæzlu í sjúkrahús-
um eða varðhöldum.
Stúlka hverfur.
í Vestmannaeyjum hvarf fyrir
nokkru stúlka.Ólöf að nafni Jónsdóttir,
Péturssonar úr Stykkishólmi.
Þykir líklegt, að hún hafi fyriríarið
sér. Nokkuð borið á þunglyndi hjá
henni upp á síðkastið, og mælt að
hiin hafi fyrir nokkru svarað því til,
er vinkona hennar benti henni á,
hve köld hún væri í viðmóti:
kaldari verð eg áður langt um líður.
Veðrátta frá 2. til 5. febr.
Sd. Md. Þd. Mvd.
V.ey. — 3,6 2,6 0,4 i,i
Rv. — 7,3 — 0,3 — 1,3 — 2,0
íf. — 2,0 2,0 — 3,2
Ak. — 7,0 — 2,0 — 1,0 — 6,o
Gr. — 4,0 — 4,0 — 4,5 — 8,5
Sf. 0,0 0,2 0,7 — 3,0
Þh. 2,7 2,0 0.4 3,5
V.ey. = Vestmanncyjar. Rv. =
Reykjavík. ís. = ísafjörður. Ak. =
Akureyri. Gr. = Grimsstaðir. Sf. =
Seyðisfjörður. Þh. = Þórshöfn á Fære.
ins boðendum sé blátt áfram ómögu-
legt annað en aftur og aftur að minna
á hann? Þetta skildi Björnsson
gamli, skáldið, er hann hérna á ár-
unum bar norskum prestum það á
brýn, að enginn þeirra tryði lengur
á helvíti og eilífa glötun, — því að
ef þeir gerðu það, þá mundu þeir
aldrei taka sér hvíldarstund, heldur
seint og snemma vera á erli, til þess
að afstýra þvi, að nokkur sála glat-
aðist, svo góðhjartaða og meðaumk-
unarsama vissi hann norsku prestana
vera. En þar sem þeir gerðu þetta
ekki, þá sýndi það, að þeir tryðu
ekki á helviti og eilífa glötun.
Eða: eg gæti hér líka nefnt krafta-
verkin, — svo algengt sem það er, að
nýguðfræðingum er borið á brýn, að
peir hafni kraftaverkum biblíunnar.
Mundu forverðir gömlu guðfræðinn-
ar meðal vor vera þar sakleysið sjálft?
Eg segi aftur: Höndina á hjartað,
þér menn gömlu stefnunnar 1 Mundu
þeir vera margir yðar á meðal, sem
trúa þvi bókstaflega, að sólin og
tunglið hafi staðið kyr til þess að
Jósiia ynnist tími til að vinna fullan
sigur á óvinum sínum og uppræta
þá ? eða að Jónas spámaður hafi dval-
ist þrjá daga í kviði stórfiskjarins og
meira að segja sungið þar sáíma (sbr.
Jón. 2.)? eða að skugginn á sólvísi
Skrá
um þá menn í Reykjavíkurkaupstað, er greiða eiga
gjald i Ellistyrktarsjóð árið 1913, liggur almenningi
til sýnis frá 5.—15. dags febrúarmánaðar á bæjarþings-
stofunni.
Kærur sendist borgarstjóra fyrir 20. febrúar.
Borgarstjóri Reykjavíkur 5. febr. 1913.
Páll Einarsson.
ReykjaYiknr-anna.il.
Bæjarstjórnarfundur verður á morgan.
Gasmálið verður þar enu til umræðu.
Ennfremur skýrsla fra nefnd þeirri, er kjör-
in var nýlega til að ihnga vanheimtu a
bæjargjöldum, — tillaga um að ráða sér-
Btakan mann til að vera bæjarstjómarskrif-
ara, o. fl.
Göturnar sleðabrauf. Margir bæjarbúar
kvarta yfir þvf, að götur hæjarins, sem í
halla Hggja, séu notaðar til að renna sér
á sleðum. Einkum er það Bókhlöðustig-
urinn, sem fyrir sleðaferðunnm verður. —
Nýlega hlauzt af þvi slys: Fru Ingibjörg
Jensdóttir var þar á gangi, er sleði kom
aftan 4 hana, svo að hún féll og hand-
leggsbrotnaði.
Það væri vel, að tekið væri fyrir þetta
ló'greglusamþyktarbrot aðar en meiri slys
verða að.
Innbrotsþjðfnaður var framinn eina nótt-
ina á nokknrum stöðum hér i hænum, m,
a. i verzlun Árna Einarssonar á Lauga-
vegi og i pakkhúsi miljónarfélagsins.
Jarðarför biskupsfrúarinnar fór fram við
mikið fjölmenni i fyrradag. Húskveðju
flutti Bira Bjarni Jónsson, en i kirkjunni
talaði síra Jðhann Þorkelsson.
Leikhúsið. Nýja leikritið, sem Leikfé-
lagið ætlar að fara að sýna hefir hlotið
á islenzku nafnið: Um háttatima.
Mun það verða sýnt fyrsta sinni á langar-
dag eða snnnudag.
Skipafregn. C e r e s fór atan laugar-
dagskvöld. Meðal farþega til utlanda:
jgfr. Regina Benediktsdóttir frá Q-renjað-
arstað; til Vestmanneyja: Brillonin kon-
súll og margir aðrir.
Veðrátfa. Snjóasamt i meira lagi npp
á siðkastið. — Gömul visa segir:
Ef i hriði sólin sezt
á sjálfri Kyndilmessu,
snjóa vænta máttn mest
inaðnr npp nr þesso.
Kyndilmessu (2. febr.) átti visan við —
og er þa eftir að vita hvort hitt fer þar
eftir.
Vestfirðingamót. Vestfirðingar ætla nú
eigi að verða eftirbátar hinna fjórðnng-
anna, heldnr efna þeir til mikils móts
seinna i mánnðinum. Telja þeir sér alla
Akasar hafi fallið sólarmegin? eða,
svo eg haldi mér að nýja testament-
inu, að andarnir haíi farið í svina-
hjörðina hjá Gadara og ært hana svo
að hún steypti sér í sjóinn og drukn-
aði, eða að Pétur hafi dregið fisk úr
sjó, til þess að taka úr maga hans
peninginn til að borga með skattinn ?
Og eg gæfi haldið áfram ef vildi.
En þetta nægir til að sýna að fleiri
eru »niðurrifandi« en nýguðfræðing-
arnir, og það nægir lika til að sýna,
að gömlu guðfræðingarnir unna sér
í kyrrþey þess frjálslyndis, sem þeir
eru tregir til að unna öðrum.
Hvaðþaðsnertirsérstakl.aðnýjaguð-
fræðin sé ekki annað en gamla skyn-
semisstefnan afturgengin, þá ber
slik ásökun vott um ófullkomna
þekkingu á skynsemisstefnunni eða
á nýju guðfræðinni eða hvorutveggju.
Meginstyrkur skynsemisstefnunnar og
aðaleinkenni var hið mikla traust —
eða réttara oftraust — á hæfíleika
mannsins til að ráða allar gátur til-
verunnar með skynsemi sinni einni
saman og þá einnig til þess að úr-
skurða hvað væri satt og hvað ekki
i frásögum ritningarinnar, hveiju
bæri að hafna og hvað að viðurkenna.
En hér tókst gamla Imman Kant með
hinni heimsfrægu bók sinni »Rann-
sókn hinnar hreinu skynsemif að
þá, er fæddir eru eða langvistum hafa
dvalið á svæðinn fra Hrútafirði snðar að
Hvitá i Borgarfirði.
Vestfirðingar ætla að verða rammis-
lenzkir i matræði, hafa hangikjöt, flat-
brauð, hákarl og fleira góðmeti á borðum.
I augl. hér i blaðinu segir frá, hvar
folk getnr >innskrifað< sig.
Hafnargerðin.
Búist er við, að aðalverkfræðingar
Monbergs, þeir Petersen yfirverk-
fræðingur og Kirk — sá er hafa á
daglega umsjón með hafnargerðinni
af Monbergs hálfu — komi hingað
á Botníu. Skipið sem flytja á hafn-
argerðartækin átti að koma til Khafnar
seinni hluta janiiarmán. og getur því
væntanlega komið hingað allbráðlega.
Þilskipin
eru óðum að bua sig út, sum al-
tilbúin og bíða að eins eftir hag-
stæðum byr. Talsvert færri skip
gerð út þetta ár en í fyrra.
Uden Konkurence!!
Til lnveate Priser
leverer vi íCycler og Ramtlige Reservedele*
de bedste ISymaskiner — —
Konstruk- | Poto^rafiapparater og Tilbebör.
tioner i \ Grramopboner, Plader i alle Sprog.
Endvidere samtl. Varer i den tyske Kortevare-
indnstrie, saasom L're, Guldvarer, Læder, Mann-
t'aktar, Papir. Jœrn og Poroelæn. Kontornten-
silier etc. Forlang vort Katalog gratis og franoo.
Detbillige Indköb hos os, foröger Fortjenesten
Tusind Heserenser fra alíe Lande staar til Tjen-
este. Exporthaus M. Liemann
Berlin C. 26. Qrnnlagt 1888.
Allskonar
íslenzk frímerki,
ný sem gömul,
kaupir ætíð hæzta
verði
Helgi Helgason
(hjá Zimsen) Rv.
marka skynsemi mannsins bás svo
greinilega og eftirminnilega, að trölla-
trúin á mátt skynseminnar tii að
ráða allar gátnr fekk þar sitt bana-
sár, og með henni sjálf skynsemis-
stefnan; þvi að eftir að höfuðstoðin
var fallin, hlaut öll byggingin að
hrynja i rústir. Nei, nýja guðfræð-
in hefir aldrei fengist við að vekja
upp drauga, og er þvi síður sjálf
slíkur draugur. Skynsemisstefnan
gamla er dauð, og rís aldrei upp
aftur. En þetta er þó ekki svo að
skilja sem nýja guðfræðin leggist
grynnra en gamla skynsemisstefnan.
Fjarri fer þvi. Nýja guðfræðin legst
að þvi leyti miklu dýpra, sem hún
lætur sér alls ekki nægja dómsúr-
skurð skynseminnar einnar, heldur
skýtur máli sínu undir þann dóm,
sem er ólíkt tryggari og óháðari, en
það er dómur sögunnar. Hún spyr
ekki eins og gamla skynsemisstefn-
an spurði: Hvað hefir getað gerzt
af öllu þvi, sem ritningin skýrir
frá? Heldur spyr hán: Hvað er
söguleqa áreiSanlégt af því, sem ritn-
ingin hermir og hin kirkjulega kenn-
ing byggir svo mikið á? Og hér
er þá líka höfuðstyrkleiki hinnar
nýju trúmálastefnu. Þvi að dómi
sögunnar verður ekki áfrýjað.
Niðurl. /. H.
Pantið sýnisbopn
af góðu sterku dönsku klæði:
Drengjaföt. — Járnsterk drengja-
cheviot. — Buxnaefni úr svörtu
klæði. — Kostume-efni. — Heima-
ofin kjólatau. — Fín svört og
mislit kjólaefni. — Tvistléreft. —
Dowlas. — Piquet. — Lakaléreft.
— Bolster. — Skyrtu og treyju-
efni.—Drengjaflónel og kjólaléreft
úi trygðu bezta efni*fyrir lágt verð.
Utsölumenn og þeir er safna
pöntunum fá afslátt, ef þeir kaupa
fyrir minst ioo kr.
Jydsk Kjoleklædehus,
Köbmagergade 46 - Köbenhavn K.
Til sölu
vandað íbúðarhús
á góðum stað í bænum. Semja má
við
Steingr. Guðmundsson
Amtmannstíg 4.
Tí^^^m
Nýtt. Nýtt.
Gatstungualurinn (Hulstingsyl) Le
Roi er nýjung, sem er þunga síns
verður í gulli. Þúsund st. seld á
einum mánuði. Eftirspurn feikileg.
Hin bezta uppgötvun við handsaum,
hvort heldur er i leður, skinn, seglddk
eða þessháttar. Hann saumar gat-
stungu (Hulsting) eins og saumavél.
Verð með 3 mismunandi nálum, vax-
þræði og öllu tilheyrandi 2 kr., 3 st.
kr. 5,25. Aukanálar 20 aur. Knippi
af vaxþræði kr. 1,00. Einkaumboðs-
maður fyrir ísland er:
Martin Haldorsen, kaupm.
Bergstaðastræti 38, Rvik. Tals. 337.
Jlgœíur Ji&liiBaíur,
10—11 Reg. Tonn brúttó,
með aldekki og nýjum 12
hesta afls Bolinders-mótor,
fæst hjá
Timbur-OQ kotaverzt. Jlvík.
Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður
altaf fyrirliggjandi
hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28.
Atvinnu
getur duglequr o% reglusamur maður
fengið við verkun á fiski og helzt
vanur fiskverkun.
Nánari upplýsingar i Liverpool.
Verzlunarstörf.
Unglingur 16—18 ára, ötull og
áreiðanlegur, skrifi og reikni vel,
getur fengið atvinnu við verzlun.
Umsókn sendist til ritstjóra fyrir
miðjan þ. m. merk. verzlun.
Frimerkep
Brnkte islandske k j ö b e s til höie priser.
Indkjöbspriskurant gratis.
T il b a 1 g s haves islandske SKILLINGS
fri- og tjenestemerker, 80 anr violet, o. fl. —
Priser paa forlangende.
Olai Grilstad, Trondhjem.
Þeir kaupendur
ísafoldar hér í bænom, sem skift hafa
um heimili, eru beðnir að láta þess
getið, sem allra fyrst, i afgreiðslu blaðs-
ins, svo þeir fái blaðið með skilum.
Tækifæriskaup
á góðri jörð
nálægt Reykjavík. Upplýsingar gefur
Steingr. Guðmundsson,
Amtmannsstíg 4.
Passíusálmar
fást í
Bókaverzlun Isafoldar.
Talsími 361.
í miðbænum er stofa til leigu
frá 1. apr., hentug fyrir skrifstofu.
Finnið Pétur Gunnarsson hótelstj.
Jarðarför Ingibjargar sál. Eiriksdóttur
(frá Tóftum) fer fram fimtudaginn 6. febr.
kl. 12 frá dómkirkjunni.
2 handvagnar og stór sleði
er í óskilum hjá lögreglunni, hirtir
á götunni. Eigendur gefi sig fram.
Aðalfundur
Kaupféi. Hafnarfjarðar
verður haldinn í Goodtemplarahús-
inu í Hafnarfirði þriðjudaginn 11.
febrúarmánaðar n. k. kl. 12 á hád.
Dagskrá:
1. Lagðir fram endurskoðaðir reikn-
ingar félagsins umliðið ár.
2. Kosih 1 maður i stjórnina, 3
varastjórnarnefndarmenn og 1
endurskoðunarmaður. —
3. Önnur málefni er hluthafar hafa
fram að bera.
Stjórnin.
Vestfirðingamót.
Þeir, sem kynnu að vilja taka þátt
i væntanlegu samsæti manna úr
Vestfirðinga-fjórðungi, eru beðnir að
gjöra svo vel að skrifa nöfn sín á
lista, er liggja frammi til undirskrift-
ar til 8. febr. næstkomandi á eftir-
greindum stöðum:
Nýlenduvörudeild Edin-
borgar.
Klæðaverzlun H. Ander-
sen & Sön.
Trésmíðastofu Jóns Hall-
dórssonar & Co.
Páli Halldórssyni sjóm.-
skólastjóra.
Bókaverzlun ísafoldar.
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar.
Nokkrir Vestfirðingar.
Þakkarávarp. Hjartans þakk-
ir flyt eg hér með hr. augnlækni
Andrési Féldsted, sem veitti mér
ókeypis læknishjájp sína, meðan eg
dvaldi undir hendi hans hálfs mán-
aðartíma á Landakotsspítala. Bið eg
góðan guð að blcssa hann og starf
hans og umbuna honum.
Jósef Gunnlaugsson frá Óttarstöðum.
Hundur gulkolóttur er í óskil-
um hjá Þorsteini Þorsteinssyni
Laugaveg 38. Réttur eigandi vitji
hans innan þriggja daga og borgi
áfallinn kostnað.
Nærsveitamenn
eru vinsamlega beðnir að vitja
Isafoldar í afgreiðsluna, þegar
þeir eru á ferð í bænum, einkum
Mrjsfellssveitarmenn og aðiir, sem
flytja mjólk til bæjarins daglega.
Afgreiðslan opin á hverjum virkum
degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á
kvöldin.
Ritstjórar: Olafur Björnsson
og Sigurður Hjörleifsson.
Talsími 48.
ísafoldarprentsmiðja.