Ísafold - 08.02.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.02.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin viðáramót, erógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. febniar 1913. 11. tölublað Minning Björns Jónssonar. Vakið hefir verið máls á þvi, að stofnaður yrði sjóður til minningar um Björn Jónsson og verði þeim sjóði varið til nokkurra nytsamra framkyæmda í þarfir þjóðarinnar, þeim er honum voru hug- leiknar, og búist við að margir menn víðsvegar um land beri þann hug til B. J., að þeir mundu fegnir vilja leggja sinn hlut til þess. Vér, sem hér ritum nöfn vor undir, höfum komið oss saman um að gera til- raun til, að úr þessari sjóðs- stofnun geti orðið, og senda í þvi skyni út um land eyðu- blöð, þar sem þeir, er þess óska, geti skráð nafn sitt og . gjöf til sjóðsins. Vér gerum ráð fyrir, að ekkja Bjarnar Jónssonar, frú Elízabet Sveinsdóttir, ákveði, hvernig varið skuli sjóði þeim, er myndast kann. Þeir Björn Kristjánsson, Guðmundur Helgason og Páll H. Gislason urðu til þess fyrir tilmæli vor hinna, að veita viðtöku tillögum þeim, er koma kunna til sjóðs þessa. Björn Jónsson á þrítugsalöri. 'Björn }ónsson á sextugsalöri. Árni Jóhannsson bankaritari. Reykjavík, 4. íebr. 1913. Björn Kristjánsson bankastjóri. Guðmundur Þorkelsson bóndi, Pálshúsum. Magnús Helgason Ólafur Ólafsson skólastjóri. íríkirkjuprestur. Sæm. Bjarnhéðinsson prófessor. Jón Gunnarsson sam ábyrgðarst j óri. Guðmundur Helgason biinaðnrfélagsformaður. Jón Magnússon bóndi, Veghúsum. Páll H. Gíslason kaupmaður. Vigfús Guðmundsson bóndi í Engey. Þorleifur Jónsson póstafgreiðslumaður. Erl. simfregnir. Khöfn 7. febr. 1913. Frá ófriðnum. Nýjar orustur. Snarpar orustur hafa ver- ið háðar milli Búlgara og Tyrkja á Gallipoliskaga. Búlgarar orðið yfirsterk- ari. Tyrkir setja her á land við Rodosto. — Fyrirætlan óljós. Gallipoliskagi er norðvestan við Dardanella-sund, milli þess og Ægea- hafs (sjá landabréf, sem prentað er hér í blaðinu). Á skaga þessum er borgin Gallipoli, á takmörkum Dar- danellasunds og Marmarahafs, vel víggirt og aðalflotastöð Tyrkja. — Eins og sjá má á landabréfinu hefir því hildarleikurinn borist langt suður fyrir Adríanópel. Bærinn Rodosto, þar sem Tyrkir eru að koma á land Asíu-herliði sinu, liggur við Marmarahafið, í héraðinu Edirne, miðja vega hér um bil milli Konstantinopel og Gallipoliskaga. Mannfjölgun á íslandi. 1 síðasta blaði var dálítið getið um manndauða og fæðingar í ýms- um löndum og þá mikil ástæða til að skýra frá hversu þessu er varið hér hjá oss, til samanburðar. í Rússlandi dóu t. d. af þúsundi manna (1905) 31,7 en á Frakklandi (1909) 18,7, en 19,7 árið 1910. Hér á landi dóu á árunum 1891 —1900 17,9 af 1000 manna, en ekki nema 16,1 á árunum 1901 — 1910. Þegar þess er gætt hve óvenjulega margir deyja hér fyrir aldur fram, þeir er í sjó drukna, er manndauði hér af öðrum orsökum orðinn lítill, í samanburði við flest lönd Norðurálfu, þó töluvert vanti á að hann se eins lítill og á Nýja- Sjálandi (9,7 af 1000). Á árunum 1891—1900 dóu að meðaltali hér á landi 1334 manns, en á árunum 1901—-1910 1317 manns. Á árunum 1901 —10 fæddust hér 22,581 lifandi börn, eða 2258 börn á ári að meðaltali, en 2308 að með- altali á árunum 1891 —1900. Tala fæddra barna á hvert þúsund lands- búa var á tímabilinu 1901—10 27,6, en 31,0 á tímabilinu 1891 —1900. Um þetta segir í Lands- hagsskýrslum: »Eins og þessar tölur bera með sér er þetta mikil fækkun á svo skömmum tíma, einkum þar eð það er aðallega á síðara helmingi tíma- bilsins 1901 —10 að tala lifandi fæddra hefir lækkað svo mjög í hlut- falli við fólksfjölda landsins. 1910 er tala fæddra að heita má sú sama og 1901, þrátt fyrir að landsbiium hefir á sama tíma fjölgað um rúm 6700 manns; það ár var hlutfalls- tala fæddra (miðað við manntal presta) langlægst á öllu tímabilinu, að eins 25,6 °/00 landsbúa«. Útlit er þá fyrir að vér séum undir sömu fordæminguna seldir og flestar Norðurálfuþjóðir virðast vera um þetta leyti og ekki sizt þær, er svo háttar um, að mikill hluti þjóð- arinnar lifir í borgum. Á tímabilinu frá 1. nóv. 1901 til 1. des. 1910 er talið að fæðst hafi 8725 fleiri en dóu, en á sama tíma hafi fluzt út úr bndinu um 2000 manns fleira en inn í það. Frá ófriðarsvæðinu. Sjá erlendu simfregnirnar. Vegagerðir. í enska blaðinu »Overseas Daily Mail« stendur 7. des. síðastl. þessi smágrein: »Betri vegir. Þrjár þúsundir hinna ágætustu vegagerðamanna víðsvegar um heim hafa ákveðið að eiga alls- herjar fund með sér í Lundiínum 23. júní næstk., til þess að ræða um vegagjörð. Fundinum eru ætlaðir 6 dagar. Konungur Breta er verndari fund- arins. Þriðja fundardaginn ætla fund- armenn að bregða sér til Windsor- kastala. Kanslari fjárhirzlunnar (The Chanceller of the Exchequer) setur fundinn«. Væri nii ekki vel til fallið að stjórn vor notaði þetta færi til að koma að einhverjum verkfræðing eða verkfræðinga vorra á fund þenna? Mér dettur einkum í hug Jón Þorláksson eða Geir Zoéga. Eflaust verður þar margt fróðlegt að heyra um vegagerð, þar sem svo margir sérfróðir menn úr ýmsum löndum, og ólikum að landslagi og fl., segja frá, hvað hverjum fyrir sig hafi reynst bezt, til að gera veg- ina sem endingarbezta og um leið sem ódýrasta tiltölulega. Eftir vorum efnum höfum vér þegar varið afarmiklu fé til vega- gerða, og munum enn gera um langt skeið. Margt hefir í þessu efni farið í handaskolum fyrir oss til þessa, veg- irnir viða illa gerðir og því ending- arlitlir, en hins vegar fulldýrir, sam- anborið við endinguna. Hve mikið fé hafi farið forgörð- um hjá oss sakir vankunnáttu og hroðvirkni í vegagerð, er ekki gott að segja, en mikið er það. Vegirnir sýna sig. Vér vitum, hvað þeir eru gamlir, og þekkjum ástand þeirra viða. Þó verkfrasbmgar vorir séu gáfaðir menn og sjálfsagt dável lærðir bók- lega, þá er það nú samt svo, að framfarir í vegagerð hafa á seinni árum verið ærið litlar, að því er endingu veganna snertir, sumstaðar engar. Hér er þá lauslega bent á næsta pýðingarmikið þjóðarmál, og skiftir land og lýð miklu, að það verði at- hugað sem rækílegast. Eins og drepið var á áðan, væri ekki ósennilegt, að það gæti borgað sig vel að senda einhvern hinna efni- legustu vegfræðinga vorra á mótið í Lundúnum. — Auðvitað þyrfti stjórnin (ráðherra) að taka traustataki á fé til fararinn ar, og teldi eg henni það hættulaust, þvi "að þingið að sumri komanda mundi eflaust samþykkja þá fjárveit- ingu, er í þessu skyni væri nauð- synleg. . Sigurður Gunnarsson.- Svar til magister Boga Th. Melsteds flytur Sunnanfari nýútkominn, frá dr. Jóni Þorkelssyni, gegn grein herra Boga, er prentuð var hér i blaðinu 11. f. m., um Bakur Fraða- ýélagsins. Vísum vér lesendum ísa- foldar á hana i Sunnanfara.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.