Ísafold - 12.02.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð árg.
4 kr.. erlendis 5 kr.
eða 1£ dollar; borg-
ist fyrir miðjan ]úll
erlendis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
XXXX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 12. febrúar 1913.
12. tölublað
I. O. O F. 941429.
Alþýoufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9.
Augnlækning okoypis 1 Lækjarg. 2 rnvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7
Eyrna- nef- halslækn. ðk. Póstb.atr HAfld.2—8
íslandsbanki opinn 10—2x/« og 5*/«—7.
K.F.tT.M. Lestrar- og skrifatofa 8 árd.—10 slod.
Alm. fundir fid. og sd. 8l/s slod.
Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 4 helgum.
Landakotaspítali f.sjúkravitj. 10!/s—12 og 4—5
Landsbankinn ll-2'/2, 6f/a—ð'/s. Bankastj. 12-2
Landabókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8.
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsféhiroir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Þingh.str.28 þd. og fsd. 12—1
Náttúrugripasafnið opið í'/a—2'/a & sunnud.
Samábyrgð Ialands 10—12 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsími Eeykjavlkur Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga; helga daga 10—B.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12
Vifilstaoahælið. Heirpsóknartlmi 12—1
Þjóomenjasafnio opið þrd., fimd. og sd. 12—2.
Járnbrautin austur.
I. Höfnin og járnbrautin.
Reykjavíkurbær á von á höfn.
Er það meiri viðburður, en hér hefir
gerzt um langt skeið. Hefir þó
mikið verið hafst að í bænum á síð-
ari árum. Miðað við efnahag bæjar-
búa, stærð bæjarins og þroskaskilyrði,
mega þau verk, er unnín hafa verið
á fám árum, teljast stórvirki. Eðli-
lega eru þessi stórvirki — vatnsveita,
gaslýsing, holræsagerð — unnin til
þess að efla hag bæjarins, en geta
siður talist mikilsvarðandi fyrir landið
utan Reykjavikur. Mesta skammsýni
væri það þó að telja það einskisvirði
fyrir landið að heilbrigðishættir höf-
uðstaðarins séu bættir, svo síður
verði hætta á að þaðan berist næmar
sóttir út um landið.
En ætli það sé ekki eitthvað likt
með höfnina, að Rej'kvíkingar byggi
hana handa sjálfum sér? Svo mun
margur spyrja. Að sjálfsögðu gera
þeir það líka. En ohætt er að full-
yrða, að ef höfnin verður Reykja-
víkurbæ til mikils hagnaðar — og
það verður hún vonandi — þá verður
hún líka upphaf mikilfenglegra breyt-
inga á högum og háttum þess hluta
landsins, sem er i nágrennivið hana
og jafnvel alls landsins. T. d. að
taka ætti Reykjavik að verða miðstoð
verzlunar landsins, eins og títt er um
höfuðstaði í öðrum löndum. Þá
fyrst verður verzlunin innlend. En
því að eins getur Reykjavík orðið
þessi miðstöð, að hiin geti boðið
kaupmannastéttinni haganlegri kjör,
en þeir fá erlendis. Hún getur því
að eins orðið það, að það verði jafn-
framt til hagsbóta fyrir alt landið.
En fyrsta skilyrði þessa er að sjálf-
sögðu höfnin. En yrði þessi afleið-
ingin af hafnargerðinni, þá leiddi aftur
af því tíðar strandferðir kringum alt
landið, allan ársins hting og mundi
enginn, sem vit hefir á, telja þá breyt-
ingu litilsvarðandi fyrir lándið. Ef
þessi yrði afleiðingin, mætti með
sanni segja að höfnin væri gerð fyrir
alt Iandið.
Annars er ekki tilgangurinn með
þessum línum að telja upp aUar þær
framkvæjndir,. er hafhargerðin hér í
Reykjavík getur orðið upphaf að.
En eitt gerir hún. Hún flýtii eflaust
stórlega fyrir því að járnbrautariagn-
ing austur í sýslur verði framkvæmd.
Á meðan höfnina vantaði, var þess
ekki von að ráðist yrði í járnbrautar-
lagningu. Hafnarbær, þar sem ekki
er einu sinni nokkur bryggja, er al-
menn flutningaskip geti legið við,
bær, sem er lakar útbúinn í því efni
en allir aðrir kaupstaðir landsins og
allur þorri kauptúnanna, er tæplega
boðleg endastöð fyrir járnbraut, er
kostar miljónir króna. Höfnin bætir
Úr þessu og það alveg sérstaklega
hentuglega, af þvi að endastöð járn-
brautarinnar mundi verða reist rétt
við höfnina.
Þegar höfnin og járnbrautin og
Flóaáveitan eru allar komnar á, þá
verða þær eins og þrjár skilgetnar
systur, er allar haldast í hendur, er
hver um sig leggur til sinn drjúga
skerf til menningar og viðreisnar
landsins.
Mætti þá helzt ekki verða langt á
milli fæðinga þeirra systranna þriggja.
II. HvaQ líBur járnbrautarmálinu?
Ekki vanþörf á að rifja upp sögu
málsins og skýra frá því, er frá verður
sagt að svo komnu.
Það var á alþingi 1907 að veitt
var fé til rannsóknar á brautarstæði
héðan og austur í sýslur. Náttúr-
lega hafði málið komið til orða löngu
áður. Þó átti það fremur örðugt
uppdráttar i þinginu og lá við sjálft
að f j ár veitin gin fengist ekki, af því m arg-
ir voru vantrúaðir á það að tími væri
kominn til þess að leggja fé fram til
undirbúnings þess máls. Margir munu
líka hafa óttast það, að því yrði dembt
á landssjóðinn bótalaust, . að standa
straum af þeim tekjuhalla, er væntan-
lega yrði við leiguburð og reksturs-
kostnað fyrstu árin og reyndar um
lítt fyrirsjáanlegan tíma þá, ekki meira
en málið var íhugað um það leyti,
og voru þvi deigari til stórræðanna.
Þó fór svo, fyrir ötult fylgi stjórn-
arinnar, að þingið veitti 16,500 kr.
Var það ætlað dönskum landmælinga-
mönnum, er voru hér að kortagerð
af landinu, til þess að gera töluvert
nákvæmari hæðarmælingar af svæðinu
milli Reykjavíkur og Þjórsár, en ann-
ars var ráð fyrir gert.
Við rannsóknum þessara manna
tók svo Þorvaldur Krabbe verkfræð-
ingur og valdi hann þá leið, í öllum
aðalatriðum, er síðan hefir verið fyrir-
huguð af þeim er um þetta mál hafa
fjallað. Tillaga Krabbe var sú að
farið yrði með járnbrautina frá
Reykjavik meðfram Lágafelli og Mos-
felli, yfir Mosfellsheiði, fram hjá
Kárastöðum yfir Þingvallahraun, fram
hjá Gjábakka og beina linu til Kald-
árhöfða, niður með Soginu að Sogs-
brúnni, yfir Sogið á nýrri brú, yfir
Grafninginn sunnantil og að Ölfus-
árbrú. Er þangað 93 rastir eftir
leið þessari og gerði hann ráð fyrir
að þar yrði endastöð í bráð. Kostnað
við járnbrautarlagninguna og allan
útbúnað áætlaði Krabbe 3V2 miljón
króna og gerði þó ráð fyrir að veí
væri i lagt. Hins vegar var áætlun
þessi ekki svo nákvæm um ýms
atriði að ekkt þyrfti frekari rann-
sí>knar við.
Á þinginu 1911 voru enn veittar
3000 kr. til frekari rannsóknar. Var
yfirumsjón rannsóknarinnar fa.lin Jóni
Þorlákssyni verkfræðing, en aðal-
mælingastarfið, er unnið hefir verið,
vann Þórarinn verkfræðingur Krist-
jánsson á síðastliðnu sumri. Hefir
ísafold fundið Jón Þorláksson verk-
fræðing að máli um þetta og fengið
hjá honum nokkrar upplýsingar,
Að því er lengd járnbrautarinnar
snertir, taldi verkfræðingurinn sjálf-
sagt að henni yrði þegar komið alla
leið austur að Þjórsá, en sú leið er
112 rastir, en úr því kæmi niður
með Soginu taldi hann að umtal gæti
verið um fleiri leiðir en eina. Ætti
landið eða héraðið að standa straum
af járnbrautarlagningunni, gæti þá
komið til álita hverir bezt biðu, þeir
er óskuðu að fá brautina sem næst
sér. Mestan bratta á brautinni fyrir-
huguðu taldi hann vera 1 á móti 40
og vegna snjóahættu taldi hann ráð-
legast að grafa brautina hvergi niður,
en fylla því meira upp. Hafði hon-
um talist svo til að þurfa mundi að
fylla upp um 800,000 teningsstikur
nndir brautina. Rannsóknir fara fram
í vetur i bverri viku á snjóþyngslum
á Mosfellsheiði þar sem brautin er
fyrirhuguð. Hafa þar verið reistar
50 stangir til að mæla snjódýptina.
Ennfremur er talin umferð manna
og vagna á Kárastöðum og Kolvið-
arhóli og hefir hún aukist stórlega
frá því er talið var fyrir nokkrum
árum, en nákvæmar tölur um þetta
gat hann ekki sagt að þessu sinni.
Vér spurðum um verðið. Verk-
fræðingurinn benti á, að enn hefði
hann ekki lokið útreikningum sínum
og því vildi hann ekki taka til neina
fastákveðna upphæð, en það virtist
mega ráða af orðum hans, að eins
liklegt væri að verðið mundi jafnvel
geta orðið nokkuð lægra, eða sízt
hærra, en Krabbe hafði til tekið, þó
farið væri alla leið austur að Þjórsá.
Hvort nota ætti eimreiðar eða raf-
magnsreiðar ? Verkfræðingurinn taldi
engan vafa á því, að til eimreiðanna
þyrfti minstan stofnkostnað. Séraf-
magnið notað bætist aflstöðin við
stofnkostnaðinn og þá undir því kom-
ið hve dýr hún yrði og leiðslan á
aflinu, hvort hægt væri að sameina
aflframleiðsluna við aðrar þarfir og
ýmislegt fleira því viðvíkjandi yrði
ekki sagt um nema eftir nákvæma
rannsókn. Hinsvegar leit hann svo
á, að þó notuð væru kol til að knýja
áfram vagnana, yrði kostnaðurinn við
þau ekki mjög tilfinnanlegur liður í
reksturskostnaðinum. Jafnframt benti
hann á, að víða erlendis væru litlir
benzínvagnar látnir renna eftir járn-
brautarteinunum, þegar að eins væri
þörf fyrir mjög lítinn flutning i það
skiftið og reyndist þetta ódýrt. En
hvort ódýrara muni vera og hentugra
að nota kolin eða rafmagnið virðist
enn ekki að fullu séð.
Lítill vafi virtist vera í huga verk-
fræðingsins um það, að vérfengjum
járnbrautina áður en mjög mörg ár
liði. Vér gastum fengið tilboð um
um að byggja brautina og starfrækja
hana fyr en varði. Slíkt tilboð gæti
komið í sumar, eða þá næsta sumar,
eða sumarið þar á eftir. En það
væri um að gera að vér værum fylli-
lega færir um að meta tilboðin sjálfir,
hefðum nógu ljósa þekkingu á öllu
því, er að járnbrautargerð og járn-
brautarrekstri lýtur, til þess að meta
slik tilboð. Kæmi tilboð, sem væri
álitlegt, væri sjálfsagt að sinna því
og þá værum vér leystir íir vandan;
um. En kæmi engin tilboð, þyrft-
um vér sjálfir að ráða fram úr málinu
á einhvern hátt. Til þess þyrfti
meiri rannsóknir og meiri þekkingu
og til þess að afla þeirra þyrfti nokkur
fjárframlög enn þá. Þó oss vaxi í
augum kostnaðurinn við þetta nú,
þá mætti þó ætla að svo yrði ekki
að nokkrum árum liðnum. Fram-
kvæmdafyrirtækin færu svo mjög
stækkandi i landinu á síðari árum.
Um hliðarálmur frá járnbrautinni
áttum vér líka tal við verkfræðing-
inn. Frá Ölfusárbrú eru ekki nema
n rastir til Eyrarbakka og landið
marflatt. Hins vegar margt manna
saman komið á Eyrarbakka og Stokks-
eyri og margt sem með því mælir,
að sú álma yrði lögð sem allra fyrst.
Það taldi verkfræðingurinn vist, að
óhugur sá, er verið hefði á Eyrar-
bakka um eitt sk^-ið við járnbrautar-
hugmyndina væri horfinn hjá öllum
þorra skynbærra manna. Ræktun
landsins mundi aukast stórlega er
hægra yrði að koma afurðunum
frá sér og við það yxi stórlega at-
vinnan í héraðinu. Á móti þvi
gæti enginn skynsamur maður slegið
hendinni. Og að því er verzlunina
snerti, þá væri verzlunarstöðum þar
eystra opin leið til samkepni um
hana, ef þeir fengju járnbraut.
Brautin lægi þá frá þeim verzlunar-
stöðum út um héraðið ekki síður
en frá Reykjavík.
Önnur hliðarálma, er um gæti
veiið að ræða, ætti vist að liggja til
Geysis. Geysir er frægastur staður
á Islandi erlendis. Hans hafa flest-
ir heyrt getið, er heyrt hafa lands-
ins getið. Hann er það furðuverk
náttúrunnar, er hið nýjungagjarna
auðmannakyn veraldarinnar vill geta
sagt að séð hafi. Álma til Geysis
mundi á sumrum auka stórkostlega
mannflutning austur með járnbraut-
inni. Fengjust góðar og greiðar
samgöngur við útlönd, eitthvað
væri gert til að efla ferðamanna-
strauminn og lífsþægindi siðaðra
þjóða væru hér í boði, mundi Geys-
isvagninn sjaldan vera tómur á
sumrum. — Hvar álmuna ætti að taka
út úr aðalbrautinni vildi verkfræð-
ingurinn ekki til taka að þessu sinni.
Vér látum hér staðar numið að
þessu sinni að skýra frá þessu mikla
máli, en búumst við að ástæða verði
til að minnast á þetta aftur, áður
en mjög langt um líður. En hreyk-
in má sú kyuslóð vera, er sagt get-
ur með sanhi að hún hafi komið
þessu stórfenglega framfaramáli vel
og viturlega fyrir.
71. J. Rosebery.
Archibald Primrose Rosebery heitir
hann fullu nafni, f. 1847. Er kom-
inn af einni elztu aðalsættinni á Skot-
Flokka-bölið.
Qreinin, sem hér fer á eftir, er eftir
Rosebery jarl, sem getið er dálitið náuar
á öðrum stað i blaðinu. Hann ritaði
hana fyrir skömmn, sem formáia fyrir bók
nm Japan, en siðan hefir hún verið prent-
uð upp i enskum blöðiim og timaritom ag
eflaust lika verið þýdd á aðrar tnngur.
TJmtaJsefnið er að visu aðallega Eng-
land og þeir gallar er honum þykja þar
tilfinnaniegastir á stjórnarháttam þjóðar
sinnar. Þó er umræðuefnið ekki svo
óskylt oss, að ekki megi búast við að það
geti vakið íhugun margra góðra,manna
um svipuð efni hér heima fyrir. I þeirri
von hefir greinin verið þýdd og með
þeirri ósk er hun birt hér i blaðinn.
Japansbiiar er sú þjóð, er mestan
sýnir framkvæmdaþróttinn, þann er
að haldi kemur, og víst er haiin
hverri þjóð nauðsynlegur. En ekki
getum vér öðlast hann, þótt vér les-
um fjölda af bókum um Japan, eða
þúsund formála sem þenna. Oss
hefir farnast svo vel i heiminum,
án hans, að hætt er við að vér verð-
um seinir til þess að sækjast eftir
honum, án þess að utan að kom-
andi áhrif knýi oss til þess. Með
gáfum og hugrekki unnum vér heims-
veldi vort og réttindi, meðan heim-
urinn sjálfur var vanmáttugur. Nú
keppast margar þjóðir við að öðlast
þenna þrótt, og verður; oss þá óhægra
um að halda erfð vorri. Þvi þjóð,
sem ekki er gædd framkvæmda-
þrótti, hlýtur fyr eða siðar að lúta
A. J. Rosebery.
Iandi. Hlaut Iávarðstign 1868. Sagt
er að hann hafi á æskuárum óskað
sér þriggja óska: Að eiga hest, sem
í lægra haldi. Fyrir staðfestu vora
og hugrekki höfum vér slampast vel
fram úr örðugleikunum og erum þvi
kærulitlir um aðra leyndardóma fram-
kvæmdanna.
Þrent er það, sem helzt mundi
vekja oss: Auðsæ afturför, ógæfa,
sem bæri skyndilega að höndum,
eða þá eggjandi fyrirmyndir. Fyrir-
myndin er i Japan.
Sumir halda að þjóð vor sé orðin
of gömul til þess að breyta til, að
fat vort sé orðið of gamalt til þess
að setja á það nýjar bætur. Satt er
það að vér getum ekki byrjað al-
gerlega af nýju. Vér getum ekki,
eins og verksmiðjueigandi í Vestur-
heimi, steypt upp allar gömlu vél-
arnar og byrjað alt i einu af nýju.
Og þó var það einmitt þetta sem
Japansbúar gerðu, fyrir svo sem þrjá-
tíu árum síðan, og eru þó Japanar,
sögulega séð, miklu eldri þjóð en
vér. Þeir höfnuðu nálega öllum
gömlum venjum og lögðu út á nýja
braut. Eitt var þó undanþegið, ætt-
jarðarástin, og var þar um gersam-
lega og þýðingarmikla undantekningu
að ræða. Þeir héldu ekki aðeins
sérstakri hollustu við þjóðræknina,
heldur gerðu þeir hana að trúbrögð-
um. »Land vort er það goð, sem
vér dýrkum«, segir japanskur rit-
stjóri, »og ættjarðarástin helzta lær-
dómssetning vor. Frá keisaranum