Ísafold - 12.02.1913, Page 3

Ísafold - 12.02.1913, Page 3
ÍSAFOLD 47 Erlendar símfregnir. Erl. simfregnir. Khöfn n. febr. 1913. Khöfn 11. febr. 1913. Merk festarmál. Scott finnur suðurskaut, en týnir iífi á leið ásamt 4 förunauta sinna. heim- Einkadóttir Vilhjálms .Þyzkalands- keisara er lojuð syni hertoqans aj Cum- berland. Skip Scotts, Terra nova, komið til Nýja Sjálands. Scott komst á suðurskaut 18. janúar 1912. Týndi lifi á heimieið seint í marz og fjórir förunauta hans fyrir kulda sakir og annarra þrauta. Líkin fundust í nóv- ©mber 17 rastir frá forðabúrinu. í suðuríör þá, er nú hefir hinn brezka landkönnuð og félaga hans að velli lagt — hélt Robert Scott höfuðsmaður sumarið 1910 (um líktleyti og|Roald Amundsen) — á skipinu Terra nova (nýtt land). Áður hafði Scott getið sér frægan orðstír í suður- förum á árunum 1901—1904. Komst þá á 82,12 stig suðurbreiddar. Þá var i för með honum Shackleton liðsforingi, sá er nokkurum^árum síðar (1909) komst á 88,23 st- suðurbr. Eins og margir sjálfsagt muna lét Amundsen í veðri vaka, er hann hélt á stað 1910, að ferðinni væri heitið til hafrannsókna í Norðurhöfum, en lagði alt"í einu lýkkju á leið sína og sneri í suðurátt. Var svo talið, að Amundsen hefði þar sýnt yfirdrepskap nokkurn til að leika á Scott. Á þessu var óspart alið i brezkum blöðum. Terra nova flutti þá Scott og félaga hans árið 1910 til Mac Murdo Sound á Játvarðs VII. landi og skildi þar við þá og kom norður til Ástraliu aftur í marz 1911. Seint á árinu 1911 fór Terra nova enti suður eftir til þess að hafa spurnir af suður- skautsförunum. Úr þeim leiðangri kom Terra nova aftur”til Nýja Sjálands þ. 1. april 1912 með 3 af förunautum Scotts. Hafði hann sent þá frá sér þ. 3. jan. Terra Nova, suðurfararskip Scotts. I912, er þeir voru staddir á 87,32 stigi suðurbreiddar. Þegar Terra nova kom með þessar fréttir varð fullvíst um, að Roald Amundsen hefði fyrstur Qianna á suðurskaut stigið (14.-7-17. des. 1911). Förunautar Scotts,, þeir er aftur komu, höfðu það af honum að segja, að hann ætlaði við 5. mann að halda áfram suður til skautsins og kafa svo vetursetu í suðurskautslöndum næsta vetur (1912—1913). Þessir 4 menn, er með Scolt voru og ásamt honum hafa farist, voru: dr. ^Vilson, Oater höjuðsmaður, Bowers liðsjorinqi 0% P. 0. Evans. í haust, í nóvember, hélt Terra nova enn af nýju suður á bóginn að vitja heimskautsfaranna, og er nú aftur komin með þær hörmunga fréttir, er simskeytið greinir frá. Það hefir reynst rétt, sem getið var til, samkvæmt fréttunum í vor ^eð Terra nova, að Scott hefir komist á suðurskaut réttum mánuði sið- ar en Amundsen — eða 18. janúar 1912. Það er fullyrt i simskeytinu, að þeir félagar hafi dáið seint i marz. Hafa þvi vafalaust fundist dagbækur hjá líkum þeirra til þess tíma. Verður fróðlegt að fá að heyra nánar úr skýrslu þeirra. Einar 17 rastir — eða eins og upp að Lækjarbotnum — hafa þeir verið frá vista-forðabúrinu, sem hafði að geyma gnægtir góðra hlutal Svo stuttan spöl frá áfangastaðnum, er fyrir þá vat lífgriðastaðurinn — hafa þeir orðið líf að láta! Má það átakanlegt heita. En takmarki sínu hefir Scott náð — að komast á suðurskaut — þótt fyrstur yrði hann eigi, og má því um hann segja: nBrjánn Jéll — en hélt velli. Þessi trúlofun sætir meiri tíðind- um en ella gerist um festarmál milli konungafólks. Eins og mörgum lesenda mun kunnugt hefir verið hinn mesti fjand- skapur með keisaraættinni þýzku og Cumberlands-hertogaættinni. Ernst August Cumberlandshertogi, sem kvæntur er Þyri, dóttur Krist- jáns 9. Danakonungs, er sonur Ernst Augusts, er konungur var í Hanno- ver 1837, en sonarson Georgs III. Bretakonungs. Árið 1866, er Prúss- um og Austurríkismönnum lenti sam- an, snerist Hannover í lið með Aust- urríkismönnum. Eftir ósigur þeirra ráku Prússar Ernst August af kon- ungsstóli í Hannover og innlimuðu landið. Þaðan stafar fjandskapurinn, og hefit hann fremur aukist en minkað. Til merkis um fjandskap þann er það, að er Þyri Dana prinsessa var Iátin eiga Ernst August áiið 1878, taldi Bismarck það svo fjandsamlega athöfn gagnvart Þjóðverjum af hálfu Danakonungs, að hann svaraði henni með því að strika út grein þá í Pragfriðnum frá 1864, er heimilaði Suðurjótum að ráða sjálfum með at- kvæðagreiðslu hvort verða vildu aft- ur danskir þegnar. Cumberlands-hertogi hefir eigi vilj- að í neinu láta sinn hlut fyrir Þýzka- landskeisara, heldur haldið til streitu kröfu sinni til konungdóms í Hanno- ver — og 1884 gerði hann sömu kröfu til ríkisforráða í Braunschweig, er hertoginn þar, af .Welfa ætt, lézt. En Ernst August varð við lát hans yfirhöfðingi þeirrar ættar. Þvi var og spilt af Þýzkalandskeisara. Fyrir þessar sakir hafa aldrei nein mök verið milli hirðar hertogans og Berlinar hirðarinnar — heldur fullur fjandskapur, þangað til í vor, að elzti sonur hertogans beið bana af bif- reiðarslysi, er hann var á leið til út- farar Friðriks 8. Við jarðarför hans lét keisari einn sona sinna vera viðstaddan, og fyrir þá kurteisi lét Cumberlandshertogi son sinn gera Vilhjálmi heimsókn. Þessi vinahót hafa svo dregið ti annars meira, þar sem svo riánar mægðir hafa nú tekist með hinum svörnu óvinum, sem áður voru. Ólíklegt er þó, að Cumberlands- hertogi láti kröfur sínar með öllu niður falla, heldur er sjálfsagt ein- hver miðlun í vændum. Af styrjöldinni á Balkanskaga bárust ísafold engar símfréttir að þessu sinni, og má þá búast við að alt sitji þar í sama þófi. Látin ei hér í bænum 5. þ. mán. ungfr. Rósa Jónsdóttir, dóttir Jóns Ásmunds- sonar umsjónarmanns hjá Sam. gufu- skipafél. — Þau hjón hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa báðar dætur sínar uppkomnar með fárra ára millibili, úr sömu veiki. Engin konungsheimsókn í sumar. Það segist Lö%r. hafa úr áreiðan- egum stað (ráðherra?), að eigi verði neitt úr því að Kristján X. komi íingað í sumar. Ástæðan talin sú, að hann eigi ekki heimangengt vegna þess, að bæði ætli hann sjálfur að heimsækja ýmsa Norðurálfu þjóðhöfðingja og eigi von á öðrum i sinn garð. Fimtíu ára afmæli forngripasafnsins. Forngripasafnið — eða Þjóðmenja-. safnið, svo sem nú heitir það — á sér fimtíu ára afmæli, þ. 24. þ. m. Þá kemur út minningarrit, er sam- ið hefir Mattías Þórðarson fornm.- vörður og birtist bæði i Árbók Forn- leifafélagsins og sérprentað. Um kvöldið verður efnt til sam- sætis í Hótel Reykjavík, veizlu að fornum sið, eftir því sem föng verða á. Mun nánar sagt frá tilhögun allri siðar. Vígsla Hafnarfj.bryggju fer fram mjög bráðlega, einhvern daginn, meðan Botnía stendur við. Eldsvoði. í fyrradag milli kl. 6 og 7 um kvöldið kviknaði í smiðahúsi Jóns Zoéga kaupm. bak við húsið nr. 14 i Bankastræti. Slökkviliðið var þegar kallað og kom að vörmu spori. Tókst þá að slökkva eldinn á rúmum hálftíma. Húsið skemdist þó allmjög og vörur ýmsar, sem þar voru geymdar. Tjón- ið eigi fullrannsakað enn. Um upptök eldsins ókunnugt enn. Vafalaust talið, að húsið hefði brunnið til ösku, ef eigi hefði náðst svo fljótt í slökkviliðið. Er það þá þriðja húsið, sem telja má að bjarg- ast hafi á örstuttum tima — vegna hins nýja fyrirkomulags slökkviliðs- ins. — Líklegt er, að þessi góða reynsla ætti að geta orðið til þess að lækk- uð yrðu brunabóta-iðgjöldin. Tjón af ofviðri hefir orðið mikið á Eyrarbakka um síðastliðna helgi, aðfaranótt sunnu- dags. Vatnagarður sá, er reistur hefir verið frá Ölfusármynni austur að Stokkseyri, hefir hrunið mjög víða, brimið gert í hann stór skörð á mörgum stöðum, þetta 200 faðma og þar yfir. Sömuleiðis hefir vegarálman frá Flóavegi að Stokkseyri skemst mjög mikið, sjórinn gengið þar yfir og sumstaðar skolað veginum burtu. Ennfremur hefir sjórinn tekið gaddavirsgirðing, er reist var fyrir innan vatnagarðinn á kafla — i græðsluskyni á sandinum. Tjónið mjög mikið. Hreppsnefnd kom saman i gærkveldi til þess að ræða um hvað gera skuli. (Símjrétt). tekin til leiks við konunglega leikhúsið. Símað er til ísajoldar frá Khöfn gærkvöldi, að búið sé að taka leik- rit Guðmundar Kambans: Hadda padda til leiks við konunglega leik- xúsið í Khöfn. Það var áður kunnugt, að Karl Mantzius, er verið hefir leikhússtjóri við kgl. leikhúsið, hafði lesið leik- ritið og líkað svo vel við það, að agt hafði með því — að leika það. Nú er það þá ákveðið — og munu allir vinir Kambans fagna þeim úr- slitum. En hvað segir okkai eigið Leikfé- ag um að reyna að spreyta sig á fiaddapadda ? Ekki ætti afdrif Fjalla-Eyvinds að :'æla frá því. Og mundi eigi hugsanlegt að yfir- buga leiksviðs-erfiðleika þá, er við leikritið eru bundnir — með breyt- ingum í samráði við höfundinn? Ef Leikfélagið tæki þann kost upp og kæmist slysalítið frá því — hefði það eigi til einkis barist — þetta leikárið. Vel væri því, ef það tæki nú rögg á sig og kæmi þessu í verk — á 11. stundu leikársins. Eqo. Stjórnarbyltingin tyrkneska. Nýjar frásögur hafa borist enskum blöðum, er ísafold hefir séð, af stjórnarbyltingunni á Tyrklandi. Þar féllu áreiðanlega fleiri menn en Nazim pasja einn. Svo er sagt frár Nafiz bej, herforingi, er stöðu hafði við stjórnarhöll Tyrkja ætlaði að verja Enver bej inngöngu á ráð- stefnu ráðherranna, en var skotinn. í þeim svifum kom Nazim pasja út frá ráðherrastefnunni og spurði hverju þetta háreisti sætti. Viðstöðulaust var skotið á hann tveim skotum og féll hann dauður niður. Tewfik her- foringi, aðstoðarforingi Nazims og fjórir menn aðrir voru líka drepnir í þessum svifum. Sumir þeirra voru stungnir með hnifum. En alt skeði þetta á örfáum mínútum. Fisksalan til Englands. B r a g i hefir selt afla sinn á 496 st.pund (8.928 kr.). Föstuguðsþjónnsta í kvöld kl. 6 síra Bjarni Jónsson. Leikhúsið. Nyja leikritið: U m háttatíma var s/nt fyrsta sinni á sunnudag. Dómur um það eftir E g o kemur í laugardagsblaðinu. Skipafregn. S t e r 1 i n g fór til útlanda í gærkveldi. Meðal farþega : Sighvatur Bjarnason bankastj., Hanson kaupm., Thaulow vörubjóður, Tofte bankastjóri, Pótur Brynjólfsson ljósm., Karl Olafsson ljósm., Sigurgeir Einars- son ullarmatsm., Garðar Gíslas. kaupm., Forberg landsímastj., Olsen timburm., Nielsen klubbstj. B o t n i a kom til Vesmanneyja í gærkveldi. í morgun kl. 9 var elgi enn búið að ná sambandi við hana. V e s t a fór frá Sauðárkrók í gær- morgun. Á að koma á Hvammstanga, Borðeyri, Steingrímsfjörð og ísafjörð. Kemur væntanlega um helgi. Stúdentafélagið heldur fund í kvöld kl. 9 í Hótel Reykjavík. Bankastjóri Björn Kristjánsson flytur iungangser- indi um Landsbankann.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.