Ísafold - 19.02.1913, Side 1

Ísafold - 19.02.1913, Side 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða lf dollar; borg- ist fyrir miðjau júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ■ ..................... ■ I Uppsögn (skrifl.) | [ bundin við áramót, | - erógild nema kom 1 [ in sé til útgefanda | | fyrir 1. oktbr. og I | só kaupandi skuld- 1 I laus við blaðið. I XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 19. febrúar 1913, 14. tölublað Dómurinn í gjaldkeramálinu. Undirdómarinn, Sigurður Ólafsson sýslumaður, dæmir gjaldkera sýknan, en jafnframt til að greiða allan sakarkostnað. 1 gær var loks kveðinn upp undirréttardómur í gjaldkeramálinu, rúmum 14 mánuðum eftir upptök þess, fyrstu kæru bankastjóra Lands- bankans. Dómurinn í heild sinni fer hér á eftir, en aðalástæðurnar fyrir hon- um eru til hægðarauka lesendum, prentaðar með skáletri. Sýknudómurinn er bygður á því, að »þótt allmiklar líkur hafi komið fram« um að margar bókunarskekkjurnar »hafi verið gerðar af ásettu ráði í fjárdráttarskyni« þá hafi -eigi þótt fært, að meta þær líkur sem full- gilda sönnun fyrir sekt hans« (gjaldk.) og »byggjaáþeim hegningardóm*. Að sjálfsögðu verður dómi þessum, eins og allir málavextir eru, skotið til æðri dóma, en eigi látið sitja við álit undirdómarans eins. Marga mun furða á því, hvað sem sýknunni liður, að eigi skuli gjaldkera vera gert að greiða bankanum aftur fé það, sem sannað er, að hann hefir haft af bankanum, en í því mun liggja svo, að undirdómarinn telur þá hlið málsins vera sérstakt skaðabótamálsefni. Dómurinn. Ár 1913, hinn 18. febrúar, var aukaréttur Reykjavíkur settur í bæjar- þingstofunni og haldinn af skipuð- um setudómara, Sigurði sýslumanni Ólafsyni, með vottum. Var þá tekið fyrir málið Rittvísin gegn Halldóri Jónssyni. Dómarinn leggur fram hegningar- vottorð ákærðs úr Þingeyjarsýslu, sem auðkennist nr. 109. Var siðan kveðinn upp í málinu svofeldur dómur: Með bréfi, dags. 13. desember I9ii,skýrðu bankastjórar Landsbank- ans, Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson, stjórnarráðinu frá því, að þeir hefðu orðið varir við ýmsar misfellur í bókum gjajdkera bankans, Halldórs [ónssonar, og fylgdi því bréfi skrá yfir nokkrar skekkjur, sem þeir hefðu fundið á árunum 1909— 1911. Jafnframt létu þeir í ljós, að þeim virtist nauðsynlegt, að rann- sökuð yrði nákvæmlega undanfarin bókun gjaldkerans. Varð þetta til þess, að kvaddir voru samkvæmt fyrirlagi stjórnarráðsins, að fenginni umsögn gjaldkerans um málið, tveir menn, annar af stjórnarráðinu, að- stoðarmaður Þorsteinn Þorsteinsson, og hinn af stjórn Landsbankans, yfirréttarmálaflutningsmaður Gísli Sveinsson, til þess að rannsaka bókun og forvaxtareikning gjaldkerans á tímabilinu frá 1. september til 13. desember 1911. Að lokinni rannsókn þessara manna úrskurðaði stjórnar- ráðið í bréfi til stjórnar Landsbankans, dags. 13. febrúar f. á., að það teldi eigi ástæðu til, eftir málavöxtum, að gera frekara í máli þessu gagnvart gjaldkeranum. En 8. s. m. höfðu bankastjórarnir sent stjórnarráðinu nýja kæru á hendur gjaldkeranum út af frekari misfellum á bókun hans á árinu 1910, með beiðni um fram- haldsrannsókn, og fylgdu kærunni skýrslur um skekkjur þær, sem fund- ist höfðu á þessu tímabili við bráða- birgðaathugun. Þá er stjórnarráðið hafði fengið umsögn gjaldkera um kæruatriði þessi og álit endurskoð- unarmanna bankans um málið, lagði það fyrir bæjarfógetann i Reykjavík með bréfi, dags. 8. marz f. á., að hefja réttarrannsókn gegn gjaldkera Halldóri Jónssyni út af hinum fram komnu kærum bankastjóranna. Rann- sókn málsins var síðan hafin af hæjarfógetanum í Reykjavík, en nokkru síðar var hann leystur frá þeim starfa sakir embættisanna, og aðstoðarmaður í stjórnarráðinu, cand. juris Magnús Guðmundsson, þá jafn- framt kvaddur með konungl. um- boðsskrá, útg. 28. marz f. á. af ráð- herra íslands eftir skipun, til að halda réttarrannsókninni áfiam. Að lokinni rannsókn málsins 4. júlí f. á. var bæjarfógetanum í Reykjavík boðið með bréfi stjórnarráðsins, dags. 20. s. m , að höfða sakamál gegn gjald- kera Halldóri Jónssyni út af brotum þeim af hans hálfu gegn 13. kap. hinna almennu hegningarlaga, sem um virtist vera að ræða. Með úrskurði lögregluréttarReykja- víkur 22. s. m. vék hinn reglulegi dómari, Jón bæjarfógeti Magnússon, úr dómarasæti í málinu og var þá hinn skipaði rannsóknardómari, Magnús Guðmundsson, kvaddur með bréfi stjórnarráðsins 26. s. m. ti þess að fara með og dæma málið, og gaf hann út réttarstefnu í málinu 29. s. m. En í byrjun september- mánaðar s. á. var nefndum setudóm- ara, Magnúsi Guðmundssyni, sem þá var orðinn sýslumaður í Skaga- fjarðarsýslu, veitt lausn frá þeim starfa sakir embættisanna og Sigurð- ur Ólafsson, sýslumaður í Árnessýslu, skipaður í hans stað setudómari :i málinu, með símskeyti stjórnarráðs- ins 3. september f. á., staðfestu með bréfi þess 12, s. m. Ákærður bankagjaldkeri Halldór Jónsson, sem er fæddur 12. nóv. 1857 og hefir eigi áður sætt ákæru eða verið dæmdur fyrir neitt laga- brot, er í máli þessu sakaður um, að hann hafi í sjóðdagbók sinni I. breytt víða forvaxtatölum. II. bókað skakt ýmsa forvexti. III. slept að bóka forvexti af ýms um víxlum og ávísunum. IV. lagt víða rangt saman. Hver þessara kærugreina skal nú athuguð. I. Við rannsókn málsins hefir það komið í ljós, að tölum í forvaxta- dálki innan stryks í sjóðdagbók gjald- cera hefir verið breytt all víða, þannig að lægri tölur eru skrifaðar ofan í tölur þær, sem bókaðar hafa verið upphaflega. Samkvæmt skrám þeim, réttarskjölum nr. 83—86, sem gerð- ar hafa verið yfir keypta víxla og ávísanir á tímabilinu frá 1. júlí 1909 til 31. ágúst 1911, nemá breytingar þessar að meðtöldum 7 kr. 50 au., er fallið hafa úr við samlagningu á skránum, alls 3152 kr. 75 au., og á tímabilinu frá 1. september til 5. des. 1911 106 kr., eða samtals á báðum þessum tímabilum 3258 kr. 75 au. Tölubreytingar þessar eru mjög dreifðar. Koma alls ekki fyrir í mánuðunum febrúar 1910, febrúar 1911 og júlí s. á., en hina mánuði timabilsins minst 1 sinni og mest 16 sinnum á mánuði. Hver einstök tölubreyting nemur frá 10 au. til 200 kr. Tíðast er tölunni 7 breytt i 4 og 11 í 4, þá 2 i 1, 6 í o og 4 í o. Nær því alstaðar má lesa hina upprunalegu tölu undir breyttu tölunni og hvergi sést að tala hafi verið skafin út. Ákæiður hefir við- urkent, að hann hafi sjálfur gjört þessar tölubreytingar, en neitað því eindregið, að þær hafi verið til þess gerðar, að hafa fé af bankanum, heldur hafi tölubreytingarnar verið bein afleiðing af bókunaraðferð þeirri, sem við var höfð. Alt það fé, sem þurfti til ýmsra endurborgana, svo sem á forvöxtum, þá er víxlar voru greiddir fyrir gjalddaga, þá er for- vextir höfðu verið of hátt reiknaðir upphaflega, þá er endurgreiða þurfti innheimtulaun (Provision) eða bæta upp verð á víxlum i utanríkismynt, hafi venjulega eigi verið talið bank- anum til útgjalda öðruvisi en svo, að það hafi verið dregið frá hinum innborguðu forvöxtum tekjumegin. Á meðan gjaldkeri og bókari reikn- uðu báðir forvexti, innheimtulaun og annað, er reikna þurfti, og bókuðu það sundurliðað hvor 1 i sinni bók, en það hafi þeir gert frá því er bank- inn tók til starfa og þar til er kom fram á mitt ár 1909, þá hafi venjan verið sú, þótt undantekningar ætti sér stað, að leggja saman forvexti hvers dags innan stryks og draga síðan frá það, sem endurgreiða þurfti. En á miðju ári 1909 hafi sú breyt- ing orðið á þessu, að bókarinn hafi hætt að reikna forvexti með gjald- kera og jafnframt hætt að bóka þá sundurliðaða i dagbók sina og sömu- leiðis að gera grein fyrir endurgreiðslu á forvöxtum og innheimtulaunum. Frá þessum tíma og alt þangað til í byrjun desember 1911 hafi gjald- keri haft einn á hendi reikning for- vaxta og bókun á þeim sundurliðuð- um og annast einn endurborg- un forvaxta og innheimtulauna. En er bókarinn hætti að reikna forvexti með gjaldkera, hafi jafnframt orðið sú breyting á bókun á endurgreiðsl- um, að i stað þess að draga þær frá samanlagðri forvaxtaupphæð hvers dags, hafi það nú orðið venjan, að breyta einhverri forvaxtatölu til lækk- unar eftir því sem endurgreiðslan krafði og haganlegast þótti. Þessari reglu hafi síðan verið fylgt, þótt undantekningar hafi átt sér stað, þangað til 6. desbr. 1911, að breyting var gerð á þessu fyrirkomulagi sam- kvæmt skipun bankastjóranna. Á- kærður heldur því fram, að breyting sú, sem varð á bókun endurborgana þegar hann fór að reikna einsamall forvexti, hafi verið fyrirskipuð- af þáverandi bókara bankans, Albert heitnum Þórðarsyni, en hann dó í septbrmán. 1911. Enda þótt þessi framburður ákærða sé ósennilegur, þar sem aðferð sú, er hér var tekin upp, gat sízt verið til bóta eða hægðar- auka, virðist þó eigi, eftir því sem fram efl komið í málinu, hægt að hrinda honum. Samkvæmt reglugerð bankans á bankastjórnin að ákveða, hvernig bókun og reikningshaldi skuli hagað og hafa eftirlit með bók- uninni og gjaldkerastörfunum. Þetta starf hefir bankastjórnin að sumu leyti sjálf framkvæmt, en að öðru leyti falið það bankabókaranum. Gjaldkerinn varð því að haga bókun sinni eftir því, sem bankastjórnin eða bókarinn fyrir hennar hönd sagði fyrir um. Þótt svo virðist, sem þessi aðferð við bókun endurgreiddra forvaxta og annara endurborgana á tímabilinu frá miðju ári 1909 fram til desembermánaðar 1911 hafi dul- ist bankastjórninni og endurskoðun- armönnum bankans, þá er þó harla ólíklegt, að þetta hafi getað viðgeng- ist án vitundar bankabókarans, sem átti að hafa eftirlit með gjaldkera og að kvöldi hvers dags bar dagbók sína saman við dagbók hans, til þess að gæta að, hvort þeim bæri saman og leiðrétta ef milli bar. Að vísu getur svo verið, að bókari hafi látið sér nægja skýrslu gjaldkera um forvaxta- upphæð hvers dags, án þess að rann- saka hvernig sú upphæð var til orð- in, og samkvæmt skýrslu núverandi bókara bankans var þetta lag við- haft meðan hann var aðstoðarbók- ari við bankann, frá því snemma á árinu 1910 og einnig eftir að hann varð bókari eftir lát Alberts Þórðar- sonar í september 1911 og alt til 6. desbr, s. á., er bankastjórnin skipaði fyrir um, að 2 menn skyldu reikna forvexti, en framburði ákærðs um það, að Albert sál. Þórðarson hafi vitað um lækkanir gjaldkera á forvaxtatölum og að breytingarnar hafi verið gerðar eftir hans fyrirlagi eða í samráði við hann, verður þó eigi hrundið, enda virðist skýrsla ákærðs um þetta efni styrkjast við það, að þess finnast allvíða dæmi dagbókum gjaldkera, að breyting ti lækkunar á forvaxtatölum innanstryks hefir verið gerð eftir að hinar upp. haflegu forvaxtatölur höfðu verið lagðar saman, og lítur þvi svo út, sem breytingarnar hafi verið gerðar með vitund bókarans eða í samráðj við hann, þá er þeir báru saman dagbækur sínar. Ekkert hefir heldur komið fram í málinu, sem bendi á, að ákærður hafi nokkru sinni óhlýðn- ast fyrirskipunum bókara um bókun- arfyrirkomulagið. Af greindum ástæð- um verður eigi talið nægilega sann- að, að bókunaraðferð sú, er hér ræð- ir um, breyting á forvaxtatölum, hafi verið tekin upp eða viðhöfð án vilja og vitundar bankabókarans. Eins og áður er getið, nema breyt- ingar þær, sem ákærður hefir gert á forvaxtatölum í sjóðdagbók sinni á tímabilinu frá 1., júlí 1909 til 5. desbr. 1911 als 3258 kr. 75 aur., og kveðst hann hafa varið upphæð æssari til endurborgana, eins og fyr greinir. Hefir hann skýrt svo frá, að það hafi verið venja alla tíð frá því er bankinn tók til starfa, að endurborga þeim, er víxla greiddu jýrir gjalddaga, hvort sem þess var crafist eða eigi, sömu forvexti, sem bankinn hefir tekið á hverjum tíma og að réttu hlutfalli við tímann, sem óliðinn var til gjalddaga, hversu stuttur sem var, og það einnig, þótt torvextir þeir, er bankinn hafði tek- ið upprunalega, hafi eigi numið meira en 1 kr., sem eru lægstu forvextir af innlendum víxlum. Heldur hann jví fram, að ákvæðin í reglugerðum bankans 8. apríl 1894 og 18. okt. 1911, 21. gr., um að vextir endur- greiðist eigi með hærri upphæð en sparisjóðsvöxtum og því að eins, að jeir nemi meiru en 3 kr., hafi að eins verið látið gilda um endurborg- un á vöxtum af lánum. Ymislegt íefir komið fram i málinu, sem veikir þessa skýrslu ákærðs og bend- ir á, að hún geti ekki verið alls costar rétt. Samkvæmt framburði Sighvats bankastjóra Bjarnasonar, sem var bókari Landsbankans frá 1886 til 1904, var á þeim árum fremur sjald- gæft, að endurgreiddir væru forvextir af víxlum, og eigi hafi verið venja að endurborga þá, nema krafist væri af víxilskuldara og eigi með hærri upphæð en sem nam sparisjóðsvöxt- um. Af hinum svonefndu krónu- víxlum muni sjaldan eða aldrei hafa verið endurgreiddir forvextir, og yfir- leitt hafi það eigi verið regla að endurborga forvexti af víxlum, er greiddir voru fyrir gjalddaga, um hversu stuttan tíma sem um var að ræða eða hversu lítil sem upphæðin var. Pétur ritstjóri Zóphóniasson, sem var starfsmaður í bankanum frá því á árinu 1905 eða 1906 til þess í byrjun ársins 1910 og gjald- keri bankans um tíma á árinu 1909, á meðan hinn reglulegi gjaldkeri var í utanför, man ekki til að hann hafi þurft eða verið beðinn um endurgreiðslu á víxlaforvöxtum á meðan hann var gjaldkeri, og hygg- ur, að endurborgun forvaxta hafi verið sjaldgæf á þeim árum, og ekki komið fyrir nema af stærri upphæðum, og alls eigi af hinum svoriefndu krónuvíxlum, og ennfrem- ur, aðþá erendurgreiddirforvextirvoru borgaðir út í peningum, þá hafi þeir verið greiddir með sparisjóðsvöxtum. Núverandi bókari bankans, Richarð Torfason, hefir borið, að hann hafi aldrei orðið þess var sem aðstoðar- bókari eða bókari við bankann, að endurgreiddir hafi verið forvextir af mjög smáum upphæðum eða fyrir örstuttan tíma. Aðstoðarbókari, Arni Jóhannsson, telur sig mega fullyrða,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.