Ísafold - 21.02.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.02.1913, Blaðsíða 2
58 ÍSAFOLD af kolum. Fyrirhugað var að steypa vörupailinn að ofan, en til þess hefir eigi verið tími að sinni. Dm bryggjuna liggja sporbrautir og frá henni í húsin og um vöru- pallinn, og eru svokallaðir »Kip«- vagnar io að tölu, ætlaðir til flutn- inga á sporbrautinni. í sporbrautina verður sett vog, sem þegar er fengin. Ut á bryggjuna verður lögð vatns- æð með vatnsmæli. Af stjórnar- ráðinu er samþýkt reglugerð um notkun bryggjunnar, hvar i eru ákvæði um bryggj gjald bæði af skipum og fyrir vörur, er fluttar verða upp og út um bryggjuna. Bryggjsmíðinu hefir bryggjusmið- ur Björn Jónsson frá Bildudal stjórn- að undir yfirumsjón verkfræðings Jóns ísleifssonar fyrir hönd lands- verkfræðings Th. Krabbe. — Fyrir steinsmíðinni hefir staðið trésmiður Guðni Þorláksson frá Reykjavík einn- ig undir yfirumsjón verkfræðings Jóns Isleifssonar. — Mun bryggjan sjálf vera traust og smiði á henni hið prýðilegasta og mjög vandað í alla staði, ekkert hefir og verið til sparað af bæjarins hálfu til hennar eftir því, er lagt var fyrir af hálfu verkfræð- ings; og hið sama má segja um stein- smíðið, sem einnig mun vera mjög vel af hendi leyst. Mun bryggjan ásamt húsum og vörupalli, vog, járnbraut o. fl. kosta rúmar iio þdsund krónur, hvar af bryggjan sjálf að eins rúmar 40 þús. krónur. Fé það, er varið hefir verið til fyrirtækis þessa, hefir bæjarstjórnin, að frádregnum 25 þús. kr. styrk úr landssjóði, er út hefir verið borgaður eða ávísaður eftir þvi sem þess hefir verið þörf, en miðað við áskilið hlut- fallslegt framlag úr bæjarsjóði, feng- ist í bönkum, eða aðallega í Lands- bankanum; fyrst 50 þús. kr. í veð- deild hans, en veðdeildarbréfin hafa verið og eru enn óseljanleg, að und- anteknum 2 þúsund kr. er innleyst hafa verið eða keypt af manni erlend- is fyrir 96Y2 af ákvæðisverði þeirra; var það fyrir milligöngu skrifstofu- stjóra J. Krabbe, er einnig hefir fengið útborgað sem lán gegn trygg- ingu í veðdeildarbréfunum í Privat- bankanum í Kaupm.höfn, er samsvarar 90°/0 af ákvæðisverði þeirra. — Fyrir þessa miklu og ómetanlega aðstoð stjórnarskrifstofunnar i Kaupmanna- höfn eða skrifstofustjóra hennar með samþykki ráðherra íslands og aðra áður umgetna aðstoð, á bæjarfélagið manni þessum og landsstjórninni í heild sinni miklar þakkir að gjalda — án hennar mjög efasamt, hvort fyr- irtæki þetta væri svo langt á veg komið, eða yfirhöfuð verkinu fram- haldið vegna peningaskorts, þótt eng- in fyrirstaða væri af hálfu bankans að veita umrætt veðdeildarlán eða yfir höfuð nokkur fyrirstaða önnur en vöntun á fé til innlausnar bréfun- um; — er þetta lítið dæmi þess, hve erfitt er, eða getur verið að koma nokkru verulegu verklegu fyrirtæki j framkvæmd eingöngu fyrir inn- lent fé. Auk framantalins fjár, áskotnaðist bænum 26 þús. kr. fyrir húseignir, er bærinn ásamt jörðinni Akurgerði fyrir skömmum tíma hafði keypt af fyrverandi verzlun J. P. T. Brydes hér, þannig að Landsbankinn gaf það eftir, að upphæð þessi gengi til greiðslu veðdeildarláns þess, er tekið hafði verið til greiðslu kaupverðs eignar þessarar, en þau voru bænum til mikils hagnaðar í heild sinni. Hverja þýðingu fyrirtæki þetta muni hafa fyrir bæjarfélagið, verður reynslan að sýna, en eftir þeim hlýju og samhuga undirtektum og stuðn- ingi, er fyrirtæki þessu hefir fylgt, því nær samhuga vilja bæjarstjórnar og bæjarbúa allra eða flestra, örlæti þings og stjórnar að því er styrk- veiting snertir, aðstoð stjórnarinnar, er fyr um getur, og hjálpfýsi pen- ingastofnananna, að dæma, virðist hér vera um mikið nauðsynja fyrir- tæki að ræða, og það er spá mín og von — ef ekkert ófyrirsjáanlegt óhapp eða óhagstæð rás viðburðanna getur valdið því að ver fari, að fyrir- tæki þetta geti orðið bæjarfélaginu happadrjúgt, geti jafnvel á ekki löng- um tíma gjört mikla breytingu til hins betra, aukið framtakssemi bæj- arbúa, og dregið úr því vandræða ástandi, sem er mein, eg vil ekki segja allra, en margra meina, sem sé það, að annars vinnukærir menn eða vinnu- fúsir,menn sem jafnvel vantar dag- legt brauð, verði að halda að sér höndunum lengri eða skemmri tíma ársins vegna þess að ekkert verkefni er fyrir höndum, og það jafnvel um hábjargræðistimann, eða eru orðnir svo deyfðir eða dáleiddir af þessu ástandi, að þeir ekki beina huga eða eftirtekt að þvi, þótt fyrir kynni að vera. — Með þessu er ekki sagt, að hér í þessu bygðarlagi beri meira á þessu en viða annarsstaðar hér á landi, en hvar þessa verður vart, er skylt að bæta úr því eftir föngum, og verður bæjarstjórn þegar af þess- ari ástæðu eigi átalin fyrir að hafa ráðist f fyrirtæki þetta, sem fyrir þenna unga, að eins 4Y2 árs gamla bæ eða bæjarfélag, sem er fátækt en allfjölment og sem á þessu tímabili hefir kostað allmiklu til að koma á vatnsveitu fyrir bæinn og kaupa raf- lýsingaráhöld til almennra afnota, svo og keypt allmikið af landi því, er bærinn stendur á og utan hans, má heita stórvirki. — En þess ber að gæta, að þetta fyrirtæki eða mann virki og hin önnur, er nefnd hafa verið, eru að eins breyting eða út- búnaður i öðru formi til þess að fullnægja sjálfsögðum þörfum manna og eiga öll, ef alt er eðlilegt, að bera sig, eða það ekki vera kostnað- armeira fyrir bæjarbúa að fullnægja þessum kröfum sínum með þessum tækjum en þeim, er þeir áður áttu við að búa; já, jafnvel miklar og meiri likur til þess, að þau ekki verði þeim i raun og veru eins kostbær, og pá gefi beinan hagnað. Það er ósk og einlæg von okkar allra, að bryggja þessi verði lyftistöng til verklegra framkvæmda, til auð sældar og menningar; sjálft fyrir- tækið er vottur um aukna menning — og þar með bæjarfélaginu og landinu í heild sinni til farsældar og blessunar. — Að lokum skal eg í nafni bæjar- stjórnarinnar þakka öllum, er á ein- hvern hátt hafa, beinlínis eða óbein- línis, veitt henni liðsinni til fyrirtæk- is þessa, æðri eða lægri, og ekki sízt verkamönnunum, þar eg má full- yrða, að það er sannfæring hennar, að allir, verkstjórar og aðrir hafi, hver upp á sinn máta, unnið með góðum huga og með hag bæjarfé- lagsins fyrir augum. Eftir ræðuna var hrópað ferfalt húrra fyrir bryggju-fyrirtækinu; því næst söng söngflokkurinn »Þrestir« undir stjórn Friðriks kennara Bjarna- sonar þetta kvæði, sem ort hafði Finnbogi Jóhannsson: Fagnrt er i »Firðinum« flestnm ber þar saman nm, þegar sól við bafi hlær, hlýtt er andar vorsins blær. Brosir grnnd, — blika snnd; bænum færa gnll i mnnd gnoðir, knúðar eldi og eim, indælt hérna sýnist þeim. Hafnarfjörðnr flestnm hér fjörðnm af í mörgn ber; beztn höfn, sem Island á i hans skanti má hér sjá. Þegar sær, — óðnr, ær, ólmast bæði nær og fjær hér er alt af örugt skjól,. nndir hrauni, — móti sól. Hér við kæran Hafnarfjörð hafnarbryggja nú er gjörð; vonargeislar gnllnir á gjörva smiði Jjóma slá. Vakni nú — von og trú, vigjnm glaðir þessa brú. — Brú, sem réttir hafi hönd, hún er brú við önnnr lönd. Óskabarni heilsum hér, hafnarbryggjan þar sem er; þeim, sem henni lögðn lið, lengi þakka mnnum við. Mnnnm þá, — munum þá, meðan fellur alda blá, meðan sær við hanðri hlær, Hafnarfjarðar stendnr bær. Það er okkar örngg trú, er við litnm þessa brú : fögnr, eftir nnna þraut, opnist bænnm frama braut. Eöðnll hýr, — roðar ský, reifar geislnm lífsmörk ný. Eftir dapra deyfðar nótt, dagnr fagnr ljómar skjótt. Vilji, samtök, von og trú verði Eafnarfirði brú fram á sólbjart frægðarhaf, fjöldi manns þar nýtur af. Béttnm hönd, — hafs af strönd, heillnm nær oss önnnr lönd. Lifi samtök, dngur, dáð dýrstn þá er marki náð. Að því búnu gekk allur mann- söfnuðurinn fram á bryggjuna með lúðraflokk í broddi. Mæltu það allir, að traustlegt væri mannvirki það út- lits og prýðilegt. Samsætið. Síðari hluta dags kl. ^/2 hófst samsæti það, er bæjarstj. Hafnarfj. efndi til, til að fagna yfir hinu lokna verki. Samsætið stóð í Goodtempl- arahúsinu. Fór það fram hið bezta, frammistaða öll i mjög góðu lagi, þótt vafalaust hafi verið mjög erfitt um undirbúning allan. Bæjarfógeti talaði fyrstur og bauð sérstaklega velkomna heiðursgestina, en það voru ráðherra og landritari ásamt frúm þeirra og verkfræðingar þeir og verkstjórar, er að bryggju- smíðinu hafa unnið o. fl. Næsturtalaði August Flygenring alþm. fyrir minni ís- lands, lagði miklu áherzlu á »sam- vinnufélagsskap« í öllum greinum þjóðfélagsstarfsins. Enn flutti Sigfús Bergmann myndarlega ræðu fyrir minni Hafnarfjarðar. Loks talaði ráðherra H. H. fyrir minni bæjarstj. Hafnarfjarðar og landritari um sam göngubætur, með þeirri ósk, að járnbrautar yrði eigi langt að bíða. --------«->:<•»------ Veðbankatillögur fjármálanefndar o. s. frv. Svo heitir grein í blaðinu ísafold 15. þ. m. eftir Sigurð Hjörleifsson. Veitist hr. S. H. að flestra dómi óþarflega hart að mér, út úr svo litlum skoðanamun, sem varð á milli okkar á stúdentafundi nýhöldnum, á 3. Iiðnum í tillögum milliþinga- nefndarinnar um stofnun veðbanka. Herra S. H. hélt því fram, að Lands- bankinn og íslandsbanki ætti enga sameiginlega (solidariska) ábyrgð að bera fyrir veðbankaskuldabréfum Veð- bankans, sem hann átti, samkvæmt tillögunum að láta báða bankana kaupa fyrir veðskuldabréf sín, en eg hélt fram, að svo hlyti að vera tilætlast, eftir orðalagi þessarar 3. tillögu nefnd- arinnar, sem hljóðar svo: »Veðbankabréfin verða tryqð í 1. lagi með ýasteignum peim, sem veðsettar eru, 2. með ábyrgð hlutaðeigandi banka, ]. landssjóður ábyrgist vaxtagreiðslu af peim«. En hvernig skilur svo hr. S. H. þennan skoðanamun? Hann skilur hann svo, sem eg hafi haldið því fram, að bankarnir bæru sameiginlega (solidariska) ábyrgð á veðum þeim, er þeir afhentu hin- um fyrirhugaða veðbankr., og spinn- ur svo út af því heilan vef, megnið af greininni, þegar dregin eru frá fúkyrðin til mín og annara. Eg vona að menn skiíji muninn á því, að 2 bankar standi í samábyrgð fyrir veð- bankaskuldabréfum priðja banka, veð- bankans, eða að þeir standi í samá- byrgð hver gagnvart öðrum á lán- um, sem peir hvor um sig veita sjálfir. En þentian mun virðist hr. S. H. ekki þekkja því hann er altaf í grein sinni að staglast á samábyrgð á veð- um og heldur að um pað hafi verið að ræða. Hér veður hr. S. H. full- kominn reyk, viðfangsefnið sýnilega, og eðlilega, of örðugt fyrir hann. Út af þessum reyk fær hann samnefnd- armenn sína til að votta »að aldrei var gert ráð fyrir því, í nefndinni, að bankarnir, Landsbankinn og ís- landsbanki, bæru sameiginlega (soli- dariska) ábyrgð á veðum þeim, er þeir afhentu hinum fyrirhugaða veð- banka«. Allur þessi vefur hr. S. H. um þetta atriði, svo og vottorðið að þessu leyti, er alveg þýðingarlaus, bygður á fullum misskilningi á því, sem um var deilt, því eg hefi aldrei sagt eitt orð í þá átt, að bankarnir ættu, sam- kvæmt nefndartillögunum, að bera ábyrgð hver með öðrum á veðum, eða veðskuldum hvors bankans um sig, heldur á veðbankaskuldabréýum peim, sem priðji ýyrirhugaði bankinn (veðbankinn) ætti að gefa út. Og við það stend eg, þrátt fyrir gagnstæða yfirlýsingu nefndarinnar, sem sýnilega er gefin að lítt athug- uðum málavöxtum, eða vegna rangrar skýrslu hr. S. H. til nefndarinnar um ágreiningsefnið. Þegar maður. lætur nefndina sjálfa tala í 3. lið tillaganna, sem um er deilt, þá er tryggingin innifalin í •iábyrgð hlutaðeigandi banka«, auk veðanna og ábyrgð landssjóðs á vöxt- um. Og hverjir eru þessir hlutaðeig- andi bankar? Auðvitað þeir tveir bankar, sem nefndin er að tala um í tillögum sínum, Landsbankinn og Islandsbanki. Hvar sér maður svo merki þess á orðum 3. liðs i tillögunum, sem prentaðar eru hér að framan, að á- byrgðin fyrir skuldabréfum veðbank- ans sé ekki sameiginleg ? Og hvernig gceti hún verið annað en sameiginleg gagnvart handhöfum þessara skulda- bréfa hér og erlendis? Dæmi þessu til skýringar: íslandsbanki veitir manni fast- eignarveðslán 3000 kr., og tekur veðskuldabréf af lántakanda fyrir lán- inu. íslandsbanki fer svo með skulda- bréfið til veðbankans, og selur hon- um það fyrir 3000 kr. í veðbanka- skuldabréfum. Landsbankinn fer al- veg eins að, veitir fasteignarveðslán, sömu upphæðar, eða með annari upphæð, og fær veðbankaskuldabréf hjá veðbankanum fyrir það lán. Nú selja báðir bankarnir þessi bréf og önnur bréf er þeir fá frá veð- bankanum, t. d. til útlanda, sem lík- legast er, og nefndin mælir með því, að báðir bankarnir selji bréfin í einu lagi. Þegar þau svo koma á markaðinn sem handhaýa bréf getur enginn maður séð á þeim, hvor bankinn hefir upphaflega fengið þetta bréfið eða hitt bréfið hjá fasteigna- bankapum, og þar af leiðandt ekki séð hvor bankinn, Landsbankinn eða íslandsbandi á að bera ábyrgðina á á þeim. Hann verður því að skoða báða bankana í samábyrgð fyrir veð- bankabréfunum, samkvæmt því, sem með skýrum orðum stendur í til- lögum nefndarinnar, 3. lið, sem margvísað er til. Og til þess enn frekar að sýna fram á, sem reyndar ætti ekki að gerast þörf, að milliþinganefndin gat ekki ætlast til annars en að ábyrgð beggja bankanna væri sameiginleg, vil eg taka það fram, að hefði hún ekki ætlast til þess, þá hefði veð- bankinn orðið að gefa út tvennskonar veðbankabréf, með ólíku útliti, eða með mjög greinilegri áletrun um það, hvor bankinn hefði keypt af veðbankanum veðbankabréfin og bæri ábyrgð á þeim, en alls eigi var gert ráð fyrir því; þvert á móti hafa nefndarmenn haldið því fram sjálfir, að slík bréf þyrftu að vera af einu tagi fyrir alt landið, vegna hins út- lenda markaðar, sem og rétt er. Af þessu sést að það liggur í hlut- arins eðli, að ábyrgð bankanna á veðbankabréfum veðbankans gat ekki verið annað en sameiginleg (soli- darisk) vegna hins fyrirhugaða fyrir- komulags nefndarinnar, enda felst það í orðalagi 3. liðs í tillögum nefndarinnar. Þetta skýrði eg nákvæmlega á stúdentafundinum síðast, og sá, að allir viðstaddir skildu það, en því reiddist hr. S. H. Eg vil svo ekki eyða fleiri orðum út af þessu frumhlaupi hr. S. H., en eflaust hefði það verið »praktisk- ast« fyrir hann, i pessu tilýelli, að standa við orð sín og skoðun. Reykjavík 17. febrúar 1913. Björn Kristjánsson. Reiðilestur Sigurðar Hjörleifssonar. Loksins í ísafold 15. febr. hefir komið fram svar gegn greinum inín- um í Ingólfi 20. og 22. tbl. f. á. frá einum af nefndarmönnum milli- þinganefndarinnar, Sigurði Hjörleifs- syni, ásamt vottorði frá hinum nefnd- armötinunum um það, hvað þeir hafi átt við með tillögum sínum. Þegar eg ritaði grein mína í Ing- ólf bjóst eg við þvi, að mál þetta mundi verða rætt i blöðunum af skynsömum mönnum með stillingu og hófsömum rithætti, þar sem eg áleit og álít enn, að máli þessu sé svo varið', að þjóðin eigi heimting á, að það sé rætt með rökum og af þeim mönnum, sem ekki láti heimsku og reiðigirni hlaupa afvega með sig. Uppi á teningnum varð, að hr. SigurðurHjörleifsson fyrv. gæzlustjóri útbús Landsbankans á Akureyri, en núverandi bankaráðsmaður íslands- banka, ritar svargrein til min, fulla af misskilningi og rangfærslum, að líkindum í fljótræði, sár út af með- ferð þeirri, er hann fékk á síðasta Stúdentafundi og er það sú eina af- sökun, sem fyrverandi alþingismaður fyrir Akureyrarbæ og núverandi bankaráðsmaður í íslandsbanka, hefir fyrir rithætti sinum á grein þessari. Eg mun ekki svara manninum í sama tón; til þess met eg málefnið of mikils, og treysti jafnfram íslenzkri alþýðu til þess að finna og gera sér Ijóst, hver orsök jafnan er til slíks ritháttar. Ástæðulaust var fyrir manninn að reiðast svo þótt fundið væri að þess- um tillögum nefndarinnar, þar sem hann í fyrstu ræðu sinni á Stúdenta- fundinum yfirlýsti því, að tillögurn- ar um stofnun veðbanka væru alls ekki frá sér, heldur frá meðnefndar- mönnum sínum og að hann fram að síðustu stundu hefði ekki vitað annað, en að mál þetta yrði ekki afgreittaf nefndinni og að hann þvi hefði ekki haft tækifæri til að athuga málið til hlítar, eða koma með breytingartil- lögur við það; hefði hann því undir- skrifað með öðrum nefndarmönnum sínum til samkomulags, án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Að þessu athuguðu finst mér, og svo mun fleirum finnast, sem hr. S. H. hafi pá viljað skjóta sér undan ábyrgð á tillögum þessum og koma henni yfir á meðnefndarmenn sína, einn eða fleiri. — En í síðustu ísafold er annað komið upp á teningnum. Eg sný mér þá að sjálfu málinu. Hr, S. H. segir í ísafold, að eg og bankastjóri Björn Kristjánsson höfum haldið því fram, að samkvæmt 2. atriði 3. liðs í tillögum nefndarinnar (0: . . . »með áby.rgð hlutaðeigandi banka«) væri ábyrgðin sameiginleg á veðunum, er þeir afhentu hinum fyrirhugaða banka. Sliku hefi eg aldrei haldið fram heldur hinu, að ábyrgð á veðdeildarbréfunum, sem út væri gefin af hlutabankanum, hvíldi á Landsbankanum og íslands- banka solidariskt og taldi það hættu- legt ákvæði, þar sem annar bankinn væri einstakra manna eign, og því ekki óhugsandi, að gæti orðið fyrir gjaldþroti. Aftur gekk eg út frá að Landsbankinn, sem er þjóðareign, gæti ekki orðið gjaldþrota nema því að eins, að hið íslenzka þjóðfélag yrði gjaldþrota. Til þess að forðast útúrsnúninga og rangfærslur hr. S. H. skal eg strax geía þess, að auð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.