Ísafold - 26.02.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.02.1913, Blaðsíða 1
■ .......;............■ | Kemur út tvisvar | I í viku. Yerð árg. | | 4 kr., erlendis 5 kr. | | eða 1 Jdollar; borg- | | istfyrirœiðjanjúll 1 | erlendis fyrirfram. I I Lausasala 5 a. eint. I Uppsögn (skrifl.) bundin við áramút, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar 1913. 16. tölublað I. O. O F. 942289. J^FTIR áskorunum, sem eg hefi fengið allvíða úr kjördæminu, lýsi eg hér með yfir, að eg mun gefa kost á mér til þingmensku fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu við al- þingismannskosninguna, sem fram á að fara 13. maí. Þar sem kjósendum er kunnugt, hverja þjóðmálaskoðun eg aðhyllist i aðalmálum og að eg að sjálfsögðu mun styðja héraðsmál eftir mætti, þykir mér ekki nauðsyn á að halda fundi fyrir kosninguna, en mun, ef eg hlýt kosningu, halda fyrir þing ásamt hinum þingmanni kjördæmis- ins þingmálafundi, er síðar verða auglýstir. Útskálum, 21. febr. 19x3. Hrisíinn Daníeísson. Til kjósenda í G.-K. og Hf. Fyrir hvatning frá mörgum kjós- endum í Gullbringu og Kjósarsýslu kjördæmi, mun eg gefa mig fram til alþingismannskosningarinnar fyrir nefnt kjördæmi, er þar á fram að fara 13. maí næstkomandi. Grafarholti, 7. febr. 1913. Björn Bjarnargon. Nýja B16 í kvöld kl. 9 og næstu kvöld ágæt sýningarskrá: Saga leikmærinnar eða Freistingar Evu. Afar-áhrifamikil mynd. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tima á undan sýningum. Gjaldkeramálið og niðurstaða undirdómarans. Bftir Einar Arnórsson prófessor. I. Nú er loks lokið einum — ef til vill síðasta — þætti hins alkunna leiks, er nefnist qjaldkeramáM. Ef til vill síðasta þættinum, því að enn er eigi séð, hvort æðri dómstólar verða látnir klappa um það. Þótt dómur sá, sem kveðinn hefir verið upp í héraði í máli þessu, sé í raun réttri eigi allskoötar umtals- verðari en þorri annara dóma, þá hefir hann vakið eigi alllitið umtal, jafnvel vakið sára qretnju hjá sumum mönnum, en aðrir eru þá líklega ánægðir með hann. Sínum augum lítur hver á silfrið. Sakir umtals þess hins mikla uar dóm þenna og saikir eftirtektar þeiffar, sem alt mál þetta hefir vakið og meðferð þess af hálfu valdstjórnar og dómsvalds, sýnist mega vel hlýða að fara enn nokkrum orðum um það. Gjaldkeramálið er fyrst og fremst talandi vottur þess, hversu þeim, sem gæta áttu laga og réttvísi hér á landi, þegar það hófst og meðan það lá á döfinni, getur orðið mistækt um meðferð eins almenns sakamáls. Þeim hefir eigi lánast að gæta laga og rétt- vísi í pessu máli, svo sem vænta hefði mátt, hvorki fyrir sakborning né fyrir réttarmeðvitund manna. 13. desbr. 1911 — fyrir nær 1472 mánuði — sendu bankastjórar Landsbankans landsstjórninni skýrslu — eða kæru — um ýmsar misfellur á störfum bankagjaldkerans. í stað venjuiegrar aðferðar lætur stjórnin fara fram utanréttarrannsókn á starfi gjaldkerans síðustu rúma 3 mánuð- ina. Sú rannsókn staðfesti að öllu skyrslu bankastjóranna. í þetta fara nál. því 2 mánuðir, og auðvitað situr kærður, bankagjaldkerinn, kyrr í stöðu sinni og er látinn hafa undir hendi bækur bankans og fé, eins og ekkert hefði í skorist, enda þótt hann sé sakaður um glæpsamlegt atferli í sömu sýslan og enda þótt rannsóknin leiði það í ljós, að sá áburður styðjist við öll ytri vegsummerki. En þótt nú skýrslur fyrstu rann- sóknarmanna staðfesti í hvívetna skýrslu bankastjóranna, þá kveður stjórnarráðið — ráðherra var þá œðsti innlendi dótnarinn, herra Kristján Jónsson — upp úrskurðinn I3.febr. 1912 um það, að »sa?nkvœmt jraman- skráðut (d: því, að c. 1250 kr. vant- aði af forvöxtum á tímabili því, sem rannsakað var) skuli ekkert jrekar qert í málinu. 5 dögum áður (eða 8. febr. 1912) en þessi landfrægi úrskurður var kveðinn upp, höfðu bankastjórarnir sent stjórnarráðinu nýja kæruá hendur gjaldkera. En þrátt fyrir þetta hikar stjórnarráðið ekki við að kveða upp nýnefndan úrskurð. Þetta skildu víst flestir — ef ekki allir — svo, að stjórnin teldi ástæðulaust að sinna síðari kærunni að nokkru. Hins vegar stóðu flestir sem höggdofa af undrun yfir því, að æðsta fram- kvæmdarstofnun landsins, stjórnar- ráðið, skyldi hafa getað látið slíka ómynd, bæði að formi og efni, sem úrskurðinn 13. febr. 1912, frá sér fara. Varð út af þessu töluverður úlfa- þytur um bæinn, borgarafundir og blaða-aðfinslur. Þá lét stjórnin end- urskoðendur bankans rannsaka starf- rækslu gjaldkerans. Þeir komust að sömu niðurstöðu um rannsóknarefni sín sem hinir fyrri rannsóknarmenn. Samt trúir stjórnarráðið þeim ekki — og var þó annar þeirra trúnaðar- maður stjórnarinnar, skrifstofustjór- inn á 1. skrifstofu, dómsmálaskrij- stoju stjórnarráðsins. Þó telur stjórnin ófært, eins og málinu var nú komið, að láta það alveg niður falla. Fær það nú einn yfirdómaranna og danskan mann, bankastjóra i Islands- banka, til að rannsaka starfrækslu gjaldkera Landsbankans. Eftir að eins einnar eða tveggja kvöldstunda »rann- sókn« gátu þessit menn sannfært stjórnarráðið um það, að ástæða væri til réttarrannsóknar á máli þessu. Alt, sem stjórnin hafði hingað til gert í málinu, sýndist flestum vera af lítilli staðfestu gert, hvorki heilt né hálft. Stjórnin virtist hvorki hafa haft þrek til að halda málinu í því horfi, sem venjulegt er að halda slíkum málum í, né heldur til að hætta alveg við það og standa við hinn alkunna úrskurð sinn frá 13. febr. 1912. 8. marz — eða eftir nærfelt 3 mánuði, sem eytt hafði verið til lít- ils, nema til tafar í málinu, eftir það, að stjórnarráðið hafði fengið fyrri kæru bankastjóranna — sýndi stjórn- in loks rögg af sér, og lagði nú fyrir bæjarfógetann í Reykjavík að hefja réttarrannsókn á málinu. Sú réttarrannsókn mun hafa haf- ist á þann veg, að úrskurðað var að bankagjaldkerinn skyldi setja 20 þús. króna veð til tryggingar návist sinni, meðan málið stæði yfir. Sakir em- bættisanna var bæjarfógetinn skjótt leystur frá dómarastarfa í málinu. Gekk svo í nokkrum vandræðum fyrir stjómarráðinu að sjá út heppi- legan mann til að rannsaka það. Hvarf það loks (28. marz) að því ráði, að skipa hr. Magnús Guðmunds- son, þáverandi aðstoðarmann í stjórn- arráðinu, til þess starfa. Enginn kurr var út af þessari skipun gerður, enda þótt það væri óviðkunnanlegt, að stjórnarráðið færi að skipa ejnn þjóna sinna, einkum þegar til þess er litið, hvert álit var þá manna á meðal á framkomu stjórnarráðsinsí máli þessu. Aðferð þess þótti harðla óvenjuleg og sjálfri sér ósamkvæm. Menn trúðu M. G. alment til hins bezta í þessu máli, og því sættu þeir sig alment vel við þessa ráðstöfun stjórn- arinnar. Hálfur fjórði mánuður var nú lið- inn frá því er kæran fyrri kom fram, með öðrum orðurn: Rannsókn málsins jyrir rétti hejði getað verið lokið um pað leyti sem liún hójst af alvóru, ej stjótnarráðið hejði jarið að eins og pví bar og eins og pað mun — eða a. m. kosti ætti — að gera í óðrum málum. Nú var málið loksins komið í rétt horf. Og verður nú eigi annað séð, en að rannsókn þess hafi gengið slysa- laust. Að rannsókninni lokinni (4. júli f. á). athugar stjórnarráðið svo skjölin. Og þá gerist það undarlega, að ráðherra — Kristján Jónsson sat enn á ráðherrastóli — skipar 20. júlí f. á. bæjarfógeta Reykjavíkur »að höjða sakamál gegn gjaldkera Halldóri Jóns- syni út aj brotum peitn aj hans hálju gegn 13. kapítula jihann er um em- bættis- og sýslana-afbrot] hinna al- mennu hegningarlaga, sem um virðist vera að rœða«. Ráðherra skipar nú að höjða sakamál gegn gjaldkeranum út aj sumum sömu ajbrotunum, sem hann hafðiákveðið ij.jebr.— nálægt j mánuðum áður — að ekki skyldi frekar gert við, brotunum, sem ráðherra hajði pá í raun réttri sýknað gjaldker- ann aj. Skyldi víða í svokölluðum siðuð- um löndum verða bent á slíka sam- tvæmni í gjörðum æðsta embættis- manns eins lands ? Hinn reglulegi undirdómari í Reykjavík, Jón Magnússon bæjarfó- geti, vék því næst úr dómarasæti í mál- inu22. júlíf.á. Varþá rannsóknardóm- arinn hr. M. G. 26. s. m. settur til að fara með og dæma málið. Hr. M. G. hafði nú fengið veitingu fyrir sýslu- mannsembætti Skagafjarðarsýslu. 29 júlí var gefin út réttarstefna í mál- inu, málið því næst tekið fyrir, á- kærður fekk sér talsmann (hr. Eggert Claessen), en sóknari í opinberum málum i héraði verður ekki skipað- ur eftir íslenzkum lögum, og er það mikið mein, þegar margbrotin saka- mál skal dæma. Bráðlega kemur afturkippur í hr. M. G., og beiðist hann nú undan dóm- arastörfum í máli þessu, sakir anna í hinu nýja embætti sínu. Þar sem hr. M. G. hlaut að vera allra manna kunnugastur máli þessu, auk þess sem hann er maður vel að sér, gæt- inn og réttsýnn, þá var litið vit í því að leysa hann frá starfanum, þótt það væri gert, og setja i hann ann- an mann, blá-ókunnugan öllum mála- vöxtum. 3. sept. f. á. var svo sýslumaður- inn í Árnessýslu, hr. Siguríur Ólafs- son, settur til að dæma málið. Var það loks tekið undir dóm um eða nálægt miðjum september f. á. Dóm- ur var eigi uppkveðinn í því fyrri en 18. febr. síðastl. Hefir undirdóm- arinn pví hajt málið til dóms flmm almanaksmánuði eða sem svarar 21^2 viku. í lögum þeim, sem hér ganga í landi, eru alveg skýlaus fyrirmæli um það, hversu lengi dómari megi hafa einkamál undir dómi. Sá tími má ekki lengri vera en 6 vikur, ef að eins einn maður skal dæma. En ef dómur er skipaður fleiri dómönd- um en einum, mega þeir halda máli undir dómi alt að því 12 vikur, en þó því að eins, að það sé svo »jramúrskarandi margbrotið«, að eigi sé unt fleiri dómendum að kynna sér það á 6 vikum (sjá Norsku laga 1. bók, 5. kap. 8. gr. og tilsk. 3. júní 1796, 23. gr.). Brot gegn þessu varða 200 lóð silfurs (200 kr.). í sakamálum er reglan sú, að dómur skal vera kveðinn upp „án nokkurrar tafar" eftir að málið hefir verið tekið til dóms. Það er öldungis einsætt, að aldrei má líða lengri tími milli dómsuppsögu og dómsupptöku slíkra mála en sá, er líða má í einkamálum. Það hlýtur jafnvel að þurfa alveg sérstakar ástæð- ur til þess að dómsuppsaga í saka- málum megi nokkurn tíma dragast svo lengi sem í einkamálum. Gagnvart sakborningi lýsir dráttur á dómsuppsögu hinni mestu ónær- gætni. Ef til vill situr sakborningur í gæzluvarðhaldi — og ekki er málið óbrotnara fyrir það. En þótt söku- nautur sé óheftur, þá geta allir skilið, hversu þægileg muni vera löng bið milli vonar og ótta um það, hvernig málinu reiði af. Þá á þjóðfélagið í heild sinni naumast síður rétt á því, að dóm- störf öll gangi sem greiðast; því að eins geta menn fengið nokkurt traust til svo kallaðrar löggæzlu. Dómarinn í gialdkeramálinu hefir auðvitað reynt að réttlæta þenna óvenjulega drátt. Það reyna dóm- arar ævinlega að gera. En réttlæt- ingin er venjulega fólgin í einhverj- um almennum orðatiltækjum, oftast »embættisannir«. Svo er og hér, og auk þess 3 vikna lasleiki. Þótt dóm- arinn hafi verið lasinn 3 vikur, hafði hann málið þó hjá sér vinnufær 187!2 viku fyrir því! Og hafi embættis- annirnar verið svo framúrskarandi mikl- ar — annars hefir dómarinn son sinn, mjög efnilegan mann og greindan, sér til aðstoðar —, þá átti hann heldur að fá sér aðstoð, en að láta málið drag- ast svo úr hófi fram. Og þó að skýrslugerðir sýslumanna og reikn- ingsskil megi eigi dragast, þá sýna dæmin það, að ekki er allhart tekið á slíku, sízt þegar jafnrikar ástæður eru til sem dómsuppkvaðning í um- fangsmiklu sakamáli. En það er oftast nokkurn veginn óhætt fyrir undirdómara að draga málin, þvi að yfirdómurinn. fer ekki hart í þær sakir, þó að hann fái málin til meðferðar. Þess mætti sýna óræk dæmi tugum saman, ef rúm leyfði. Það er auðvitað ekki rétt, að draga almenna ályktun um réttarástandið hér á landi af meðferð þessa máls, eins og hún hefir verið af hálfu stjórnar og að nokkru leyti af hálfu dómsvaldsins. Flest þau mál, er fyrir koma, eru óbrotin og hverjum manni viðráðanleg, enda hefir stjórn- arráðið sýnt af sér ólíkt meiri rögg í sumum þeirra en þessu gjaldkera- máli. II. Þrátt fyrir hinn langa tíma, sem mál þetta hefir tekið, er svo að sjá af dóminum, sem eigi hafi það verið nægilega rannsakað að öllu leyti. í dóminum er t. d. ekki vikið að þvi einu orði, hvað orðið hafi af þeim peningum, sem gjaldkerinn hefir ýmist reiknað af bankanum eða alls eigi fært honum til reiknings. Manni sýnist svo, sem ekki hafi alt af getað verið samræmi milli bóka gjaldkerans og upphæðar þeirrar, sem hlotið hefir að vera i sjóði dag hvern, þegar tölur hafa verið á henni gerðar að lokum hvers dags. Dóm- urinn greinir alls eigi um þetta atriði. Segir t. d. í dóminum, að á tíma- bilinu frá 1. sept. til 5. des. 1911 hafi gjaldkerinn slept að bóka for- vexti, er nema kr. 601,80. Þessir forvextir hafa þó allir verið goldnir inn í bankann. Og því hefir stund- um a. m. k. hlotið að hafa verið meira í sjóði en sjóðdagbók gjald- kera sýndi. Eða svo virðist það vera að. minsta kosti. Stundum áttu samlagningarvillur sér stað, og ef miðað er við upphæðir þær, sem þannfg komu fram, að langmestu leyti bankanum í óhag. Á tímabil- inu 1. sept. til 5. des. 1911 hefir gjaldkerinn, eftir því sem dóminum segir, lagt skakt saman bankanum í óhag um kr. 220,55. Hafa þeir peningar, að því er virðist, þó allir verið greiddir í hendur gjaldkera. Þessar einu tvær nefndu fjárhæðir nema samtals kr. 823,33, og hér i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.