Ísafold - 01.03.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.03.1913, Blaðsíða 1
AFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupatidi skuld laus viÖ WaðiS. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjójpi: Ólafup Björrssson. Talsimi 48. Reykjavík, laugardaginn 1. raarz 1913 17. tölublað Þrautir og hörmungar Scotts suðurfara og félaga hans. Aðaltiðindin frá hinum hugprúða suðurfara og félögum hans 4, er líf mistu, voru þegar flutt i Isajold, er símfregnin um afdrif þeirra barst. Það var þ. 12. nóv. 1912, að leitarmenn fundu, 11 rastir frá forða- búrinu fyrsta, tjald, hálfgrafið í snjó. Inni í tjaldinu fundu þeir lik þeirra Scotts, Wilsons og Bowers og undir höfði Scotts dagbækur hans. í þær hafði hann ritað skýrslu stutta um heimskautsfundinn og hörniungar þær, er þeir rötuðu í á heimleið — hörmungar, er að síð- ustu riðu þeim nð fuiiu öllum 5. A suðurheimsskaut kom Scott 18. jan.; fann þar tjald Amundsens með norskn fananum og öntmr vegsum- merki þangaðkvámu hans m. a. bréf til Hákonar Noregskonungs. Myndir voru teknar af þeim Scotts-mönnum þar á skautinu og hafa þær fundist. Þeir héldu svo aftur norður á bóg- inn, en hreptu ill veður mjög. Fram úr þvi mundu þeir samt hafa klórað sig, ef eigi hefðu bæzt við veikindi eins þeirra, Evcins undÍTfoúngja. Hann fekk heilahristing og lézt þ. 19. febr. 1912, en hafði verið sjúkur lengi og tafið mjög ferðina. í afskapa nndviðri og heljarfrosti fetuðu þeir fjórmenningarnir. er nii Oates höfuðsmaðnr. voru eftir. áfram, en miðaði ósköp hægt. — Þegar kom fram í marz- mánuð var Oates höfuðsmaður orð- inn mjög illa til reika af kali á hönd- um og fótum og dró meira og meira af honum. Sjúkleiki hans gerði bæði að tefja ferðina og draga úr hug þeirra félaga. Þ. 16. marz tjölduðu þeir, því að þá gat Oates eigi dregist lengra. Um kvöldið var hríðarbylur og stjórnlaus stormur. Oates var þá svo aðfram kominn, að hann bjóst eigi við að lifa af nóttina, en er honum varð eigi að þeirri von, kom hann að máli við Scott um morguninn og kvaðst ætla að fara út fyrir, en mundi ef til vill eigi koma bráðlega aftur. Scott rit- ar í dagbók sína, að þeir hafi reyfit að halda í hann, af því þeir hafi vitað hvað undir bjó, en komið fyr- ir ekki. Oates sá, að vesaldómur hans mundi gera hinum ókleift að bjargast og fórnaði þvi sinu lífi í þeirri von, að hinir fengju þá kom- ist lífs af. Hugrekki Oates og fórnarandi er nd rómað um allan heim. Eftir lál hans héldu þrimenningarn- ir sem eftir voru, Scott, Wilson og Bowers enn áfram 4 daga, en urðu þ. 21. marz að staldra og tjalda fyrir ofviðurs sakir. Þá voru þeir komnir á 79,40 stig suðurbreiddar og 169, 27, st. austur-lengdar—11 rastir frá En Ton forðabúrinu, sem geyma hafði alls-gnægtir! — En lengra kom- ust þeir aldrei fyrir hríð, stormum og — sulti, því að þeir áttu eigi meiri matarforða eftir þ. 21. marz en til tveggja daga. Þ. 25. marz ritar Scott síðasta sinni í dagbók sína og hefir þvi sennilega dáið þ. 26. marz. Lík hans studdist upp við tjaldsiiluna, en lík þeirra Wilsons og Bowers voru i svefnpokunum. Skýrslu sína endar Scott á þess- um orðum: Fjóra daga höfum vér verið í tjaldi okkar veðurteptir. Stórhríð úti fyrir. Við erum aðfram komnir. Eg get naumast skrifað. Leiðangur vor er vottur þess, að Bretlandssynir eru þrautgóðir á raunastund. En alt hefir snúist öndvert við oss, veður og veikindi. En við grátum eigi forlög vor, heldur felum oss á vald forsjón- inni. Við erum þess albúnir að láta lífið, ef þvi er að skifta. En þess eins bið eg, að landar mínir sjái fyrir ekkjum vorum og börn- um 1 Bretar hafa eigi daufheyrst við síðustu bæn Scotts. Asquith yfir- ráðherra lýsti yfir í parlamentinu, að ekkjunum mundi verða séð fyrir eftirlaunum og borgarstjóri Lundúna hóf þegar samskot, er undir var tekið af svo miklum mætti, að á fám dögum nam mörgum þuísundum sterlingspunda. Prestar. Síra Árna á Skútustöðum var veitt Hólmabrauð á miðvikudaginn. Síra Vigfds Ingvar Sigurðsson, er settur hefir verið prestur á Desja- mýri, er nýverið kosinn þar af söfn- uðinum, að heita má í einu hljóði. Bæjarskrá Reykjavíkur er komin út. í henni eru nd skráðir 8^00 manns, karlar og konur hér í bæ, 18 ára eða eldri. Talsímaskrá röðuð á islenzku þ. e. eftir skirnarnöfnum er aftan við aðal- skrána. Sbr. augl. hér í bl. Bankamálserindi það, er Björn Kristjánsson banka- stjóri flutti á stúdentafundi 9. febr., birtist í heild sinni í ísafold í næstu viku. . ¦;:-.'-,-.j.;v:-.y;-.-..-.S^.^.v .¦¦¦ ¦;¦,¦;..¦? ". '¦•'•'¦ '->>'¦"-™ >"-> >-'¦ * Ernst August Cumberlandsprinz. Viktoria Lcuiise keisaradóttir. Þetta eru hin ungu hjónaefni, er sagt var frá i Isafold um daginn — þau er treysta eiga trygðabönd milli Cumberlandsbertogans og Þýzkalandskeisara. Hertog- inn hefir eigi enn íallið frá kröfnm sinum til konungdóms í Hannover og jafnvel eigi húist við, að hann geri það. * En vist talið að sonvir hans muni hertogadóm taka i Brúnsvík, er kvonfangifT er um garð gengið og þar með niður falla allar frekari kröfur. Brúðkaupið á að halda i októbermánuði. Þolinmæði verða þeir að hafa, sem sent hafa ísafold ritgerðir og kvæði o. s. frv. úndanfarið, þótt nokkuð hafi dregist birting. Svo mikið verið um efni er eigi hefir bið polað, að margt hefir orðið að mæta afgangi þess vegna. Frá vetrarsetustað Scotts 1911. Við Mc. Murdo reistu þeir Scott og félagar hans vetrarsetukofa og dvöldust i honum frá 25. jan. til 1. nóv. 1911, er 5-menningarnir lögðu upp i 800 rasta ferð sína til heimsskautsins. Ýms erl. Frá ófriðnum. Þ. 7. og 8. febr. urðu mjög mannskæðar orustur á Gallípoliskaga milli BdlgaraogTyrkja. Ensk blöð frá 17. f'ebr. segja 5000 Tyrkja fallna og 10,000 handsamaða. Þ. 16. febr. var Enver Bey veitt banntihæði í Konstantinopel. Hann slapp með lífið, en særðist mjög. Banatilræði við Lloyd George — Þ. 19. febr. var nýtt hús, er Lloyd George fjármálaráðherra Breta var biiinn að leigja, sprengt í loft upp. Svo vildi til, að eigi var neinn í húsinu og varð tundursprengingin því engum að bana, þótt svo hafi verið til ætlast, að því er brezk blöð frá 20. febr. herma. Þetta hermdarverk er kent kven- réttinda-æðiskonunum. ReykjaYíknr-annáll. Aðkomumenn: Hjálmar Sigurðsson kaup- maður frá Stykkishólmi, og Carl Proppé verzlunarstj. frá Dýrafirði. Aflabrögð: Skallagrimur og Bragi ern nýkomnir inn með alldrjúgan afla 15000 og 25000, er þeir leggja upp hér. Alþýðufræðsla: B.jarni Jónsson setlar að flytja erindi á morgun kl, 5 i Iðnaðar- mannahúsinu um: Endaskifti! A hverju? Dánir. Gnðm. Oddsson verzlm. Klapp- arstíg 5, 62 ára. Dó 19. fehr. Elin Árnadóttir, kona Guðm., 8. st., 62 ára. Dó 18. febr. Ingibjörg Eyólfsdóttir gamalmenni, Birt- ingarholti, 68 ára. Dó 20. fehr. Q-aðm. Bjarnason, tómthúsm. Rauðarár- stig 9, 74 ára. Dó 23. febr. Konan Margrét S veinbjarnardóttir,Klapp- arstig 7, 79 ára gömul. D6 27. febr. Guðsþjónusta á morgun: I dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónss. ------ kl. 5 síra Jóh. Þ. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ólafss. Hjúskapur. Þorsteinn ÓlafBson ym. og Guðrún Jóna Margrét Finnbogadóttir ym. bæði frá Barðaströnd. Gift 22. febr. Hljómleikar Brynjólfs Þorlákssonar á morgun verða , fjölhreyttir og vafalaust ánægja þar að vera. Barnaflokknr, 50 börn. nr efri bekkjnm barnaskólans, syng- nr ýms lög, hljóðfærasveit Bernburgs læt- ur til sin heyra — og siðast en eigi sizt, Brynjólfur Þorláksson leiknr ágæt lög á harmonium. Er það nýnæmi orðið að heyra Brynjólf og verður það frekara, með þvi að hann mun ætla að halda i Yesturveg með vorinn. Það er þvi hver seinastur að heyra til hans. Það skyldu menn muna! Nýr skipstjóri kemnr á Ceres I april næstkomandi í stað Brobergs. Það er Gotfred Hansen liðsforingi. Er hann nafnkunnur maðnr fyrir þátttöku sina i Gjöa-leiðangri Roalds Amundsens. Gotfred Hansen kom nú hingað út á Ceres — til þess aö kynna sér farmenaknna hér við strendnr og skipstjórastörf. Skipafregn: Donro- kemur ekki anka- ferðina núna, eins og ráð var fyrir gert, heldur annað skip B a r o n Stjernblad Fór frá Khöfn 12. febr., atti að koma við i Trangisvaag, en engin skeyti komin um skipið í gærkveldi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.