Ísafold - 08.03.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð
arg.
4kr., erlendisö kr.
eða lf dollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erleníis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin viðaramót,
erógild nema kom
in sé til utirofanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skidd-
laus við biaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri : Ólafur Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 8. marz 1913.
19. tölubiað
L O. O F. 942289.
Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—B.
Augnlæknirtg ókeypia i Lækjarg. 2 myd. 2—8
Borgarstjóraskrifetofan opin virka daga 10—3
Bæjarfógetaskrifstofan opin r. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og B—7
Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str. UA fid. 2-8
íslandsbanki opinn 10—2>/« og B'ft—?•
K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 Biod.
Alm. fnndir fid. og sd. 8!/i siöd.
Landakotskirkja. GuSsþj. 8 og 8 4 helgnm.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn H-21/!, 5V«-6Vi. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlan 1—8.
Landsbiinaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsféhirðir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12-2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Þingh.str.28 þd. og fsd. 12—1
Náttúrugripasafnið opið l»/t—2>/» a sunnud.
Samábyrgð Islands 10-12 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Keykjavlkur Pósth.3 opinn daglangt
(8—10) virka daga; helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12
Vifilstaðahælið. Heimsóknartlmi 12—1
Þjððmenjasafnið opið þrd., fimd. og sd. 12—2.
er komin út.
Fæst í bókverzlunum. í henni eru
skráðir allir karlar og konur í Rvík
18 ára eða eldri. Auk þess aftan
viðaðalskrána Talsímanotenda-
skrá Reykjavíkur 1913, rað-
að á íslenzku, þ. e. eftir skírnar-
nöfnum.
Verð 1 kr.
Leikfél. Reykjavíkur:
Æfintýri á gönguför
eftir
C. Hostrup
leikið mánudag 10. marz kl.
8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu.
Alt upp pantað til morgun-
dagsins. Menn geta pantað til
mánúdags i bókav. ísafoldar í dag
og á morgun í Iðnaðarmannahúsinu
frá kl. 10—12 og 2—8. Þeir sem
panta aðgöngumiða verða að sækja
þá fyrir kl. 3 þann dag sem leikið
er, annars verða þeir seídir öðrum.
Nýja Bíó
í kvöld og næstu kvöld verður sýnt:
Erlend tíðindi nr. 101
Lundúnir. Túnis. Róm. Feneyjar.
París. Bukarest. Hverir (U.S.A.).
Úr stúdentalífi í París.
Astarleikur í 50 atriðum.
Pantið bílæti í talsíma 344. Op-
inn hálf tíma á undan sýningum.
Erl. símfregnir.
Khöfn 8. marz 1913.
Frá ófriðnum.
Janina heflr gefist upp.
Janina er borgin, sem Grikkir hafa
lengi setið um, án þess gengið hafi
nokkuð til eða frá.
Þessi uppgjöf sætir þvi eigi litl-
u«i tíðindum.
íslenzka gufuskipafélagið.
Fregninni um fyrirhugaða stofnun
íslenzks gufuskipafélags hefir verið
tekið af miklum fögnuði út um land.
Einn vottur þess er ágæt grein, sem
Stefán Stefánsson skólameistari og al-
þingism. hefir ritað í Norðurland.
Sú grein endar á þessum góðu og
vel mæltu hvatningarorðum:
»Nú er að duga, og sýna í verki
að vér erum verðir þ£ss að heita
synir »frjálsbornu hetjanna góðu aust-
an um hyldýpishaf«. Við verðum
að sýna, að við eigi einungis »atlum
nú að eignast skipi heldur verðum
við að eignast það, þvi nii verður þó
ekki sagtum okkur, að i>enginnkunni
að sigla«.^ ' •¦¦ __¦;•
:? Þetta mál er ekki einungis fjár-
hagsmál heldur og miklu fremur
þjóðmetnaðarmál — sjálfstæðismál.
Undirtektir og afdrif þessa máls
geta orðið ágætur mælikvarði fyrir
manndáð vora, þjóðrækni og menn-
ingarþroska.
Ef vér treystumst ekki til að eign-
ast fleytu til að nálgast mjölhnefann
í brauðbitann okkar og koma frá
okkur fiskugganum og smjörklínunni
— er þá ekki alt okkar sjálfstæðis-
tal staðlausir stafir, krafan um >sjálf-
stætt ríki« yrði skoplegt í munni
slíkra örkvisa.
En komist félagið á fót og nokk-
ur veigur verði í því, er stórt spor
stigið til sannra þjóðþrifa og þjóð-
frama, þjóðin mun þá betur »finna
hitann í sjálfri sér og sjálfs sín kraft
til að standa mót« — standa á sín-
um eigin fótum.
Heill og heiður þeim sem ísinn
brjóta«.
Hér í bæ er nú verið í óðaönn
að undirbúa þetta mikla velferðar-
mál. Mun þegar búið að bera það
undir eigi fáa málsmetandi menn og
er óhætt að segja, að allir að heita
má, hafa tekið þvi mjög vel og lýst
einlægri samúð með stofnun slíks
fyrirtækis.
Væntanlega verður mjög bráðlega
hægt að gera nánari grein þessa þjóð-
þrifafyrirtækis i blaðinu.
Bitstjórn Isafoldar.
Lögrétta lætur sig miklu skifta, að
hr. Sigurður Hjörleifsson skuli hætt-
ur ritstjórnarstörfum við Isajold.
Lögréttu varð og eigi lítið skraf-
drjúgt um það, er það fréttist í fyrra,
að hr. S. H. mundi ritstjóri ráðinn
hér við blaðið — og pá ekki sem
vingjarnlegast í hans garð.
Það sem Lögr. hefir til brunns að
bera um þetta mál, er meira og
minna vitlaust; — en með þvi að
ísafold telur þetta mál koma sér einni
við og hr. S. H., nennir hún eigi að
fara að eltast við vitleysurnar í Lögr.,
minsta kosti meðan hennar stimpill
er á þeim. — Að skýrslan sem
Lögr. flytur, sé runnin frá hr. S. H.,
svo sem vér höfum heyrt til getið —
því trúir ísafold eigi, nema hún sjái
— »naglaförin«.
Frá Balkan-styrjöldinni.
Friðarhorfur.
Siminn er hættur að flytja stór-
tiðindi um skæðar orustusennur með
Balkanþjóðum. Það er tekið að kyrra
þann hinn mikla ólgusjó í suðaustur-
horni Norðurálfunnar, er um hríð
virtist ætla að breiðast út um allar
jarðir álfunnar.
Nii er haft fyrir satt, að Tyrkir
þrái friðinn — sem fyrst. Sama er
sagt af bandamönnum, — þrátt fyrir
stóru orðin, er þeir sögðu sundur
með Tyrkjum á friðarfundinum í
Lundiinum.
Stórveldin buðu miðlun í deilunni
milli Rúmena og Búlgara út af kröf-
um Rúmena til aukinnar landeignar.
Báðir málsaðilar hafa látið sér góða
þykja þá miðlun. Þetta þykir m.
a. benda á friðarbogans merki yfir
Balkanskaga.
Svo er það í raun og veru, að
engar verulegar úrslitabrýnur hafa
háðar verið, síðan vopnahlénu lauk,
nema helzt milli Búlgara og Tyrkja
á Gallipoliskaga.
Vitaskuld hafa Svartfellingar og
Serbar gertnokkrar árangurslausar til-
raunir til þess að ná Skútarí á sitt
vald, og Grikkir verið að kljást við
Tyrki kringum Janina. Er eir.s og
skerpan sé horfin.
Til friðarhorfa bendir og,> að Tyrkir
hafa sent einn af gæðingum sínum,
Hakki Pasha, til Lundúna og eigi
dregið dulur á, að í þeim erindum
sé að leita fyrir sér um miðlun af
hálfu Bretastjórnar, ef bærilegir frið-
arkostir megi takast.
Það er nii að koma á daginn, að
ærið óáreiðanlegar hafa þær verið
sumar fréttirnar um bardaga og
sigurvinninga, sem fluttar hafa verið
Norðurálfublöðum. T. d. er það nii
fullyrt, að í raun og veru hafi aldrei
nein orusta háð verið við Kirk-
Kilissa, en af henni voru ógnasögur
sagðar og mannfallið talið óskaplegt.
Norræna stefnan í sumar.
Eins og getið var um í ísafold
um daginn, var Norðmönnum og
Færeyingum ritað um að stofna til
norrænnar stefnu hér á landi í
sumar.
Eftir því sem ráða má af norsk-
um blöðum og færeyskum, er áhugi
ríkur fyrir því, að láta úr stefnunni
verða. Er gert ráð fyrir að leigja
skip til þeirrar farar í Noregi og
láta koma við í Færeyjum og taka
þar Færeyingana.
í öndverðum júlímánuði koma
þeir hingað, ef úr þessu veiður,
hinir norrænu frændur vorir.
Island erlendis.
Francesco Madero,
hinn drepni Mexikóforseti, að veizlu. Madero situr í miðjunni.
nýlega grein um þetja hæli og starf
Ólafíu við það og önnur líknarstörf
hennar. Er þar farið mjög lofsam-
legum ummælum um hana. Blaðið
getur þess sérstaklega, að Ólafía
gangi jafnan í íslenzkum peysubún-
ingi með »skothufva«.
Byltingin í Mexíkó.
Madero forseti drepinn.
Frá þvi var sagt í síðasta blaði,
að Madero hefði verið frá völdum
rekinn.
Nú kemur frétt um, að hann hafi
verið skotinn til bana þ. 23. febr.
Skýrsla nýja forsetans Huerta um
þenna atburð greinir svo frá, að ráð-
ist hafi verið á liðsveit þá, er var að
fara með Madero og varaforsetann
Suarres í fangelsi. Það voru fylgis-
menn Madero, er ætluðu að reyna
að frelsa hann. í bardaganum, sem
tókst út af þessu, voru þeir skotnir
báðir, Madero og Suarres.
Francesto Madero var talinn gáf-
aður og dugandi stjórnari. Hann
var forseti í Mexíkó frá maílokum
1911 þangað til byltingin brauzt út
í febrúar.
Dráp Maderos gerir sjálfsagt enn
grimmari borgarastyrjöld þá, er geys-
ar í Mexikó. Og hvort þeim
Felix Diaz
hinn raunverulegi stjórnandi l Mexikó.
Huerta forseta og Felix Diaz tekst
að bæla uppreistina niður er mjög
tvísýnt.
Botnvörpungur strandar.
——»——-
Öll skipshöfnin druknar.
I gærkvöldi kl. 11 braut botn-
vörpunginn Admiral To$o frá Hull
á Stames-tanga og öll skipshöfnin
druknaði.
(Símfregn).
Trúmála-hugleiðingar
frá nýguBfræöilegu sjónarmiði.
V. Grundvöllur trúar vorrar.
Olafía Jóhannsdóttir er nýlega orð-
in forstöðukona fyrir mannuðarstofn-
un einni í Kristjaniu — hæli fyrir
einmana konur og illa staddar. Hæli
þetta heitir: Nanna Storjohanns hjem.
Norska blaÖið Husmoderen flytur
Sú varð niðurstaða síðustu hugleið-
ingar minnar, að megingildi heilagrar
ritningar fyrir oss væri í því fólgið,
að hún flytti oss Jesúm Krist. Hve
mikiívægt það er liggur í augum uppi,
er vór minnumst þess, að þar er þunga-
miðja trúar vorrar sem hann er, og
meira en það: þar er grundvöllurinn,
sem trú vor hvílir á.
JesúsKristurer grundvöllurinn
sem trú vor hvílir á.
Gera má ráð fyrir, að ekki só öll-
um, sem þetta lesa, fyllilega ljóst, hve
óumræSilega mikilsvert það er, að vita
af föstu hellubjargi fyrir trúna, sem
óhætt er að treysta. Því að þeir menn
eru til, sem trúin á guS er jafn sjálf-
sagður hlutur og tilvist sjálfra þeirra,
og aldrei hafa átt af neinni trúarbar-
áttu að segja nó efasemda-raunum.
Þeim mönnum hefir spurningin um
faBtan fótastaS í öldugangi lífsins ekki
getaS orðið neitt sórstakt hugðarefni.
En þá er ekki heldur þess að vænta,
að þeir átti sig á hve mikils virði fast-
ur fótastaður er fyrir trúna, — hví-
lík 1 í f s s k i 1 y r ð i það getur orðið
fyrir aðra menn.
Og það e r það áreiðanlega fyrir
marga menn. Þeim er það blátt áfram
lífsskilyrði að vita af þeim kletti
til að fóta sig á með trú sína mitt í
bafróti lífsins, sem óhætt só aS treysta,
aS ekki svíki. Og tala þessara mörgu
fer sívaxandi eins og hinum spyrjandi
og leitandi sálum fer sífjölgandi. Sum-
part er þetta bein afleiSing hinnar vax-
andi menningar, en sumpart afleiðing
þeirra árása, sem kristna trúin verður
fyrir í heiminum. Því að enn er tala
þeirra manna hersing, sem veitist aS
kristinni trú, þrátt fyrir s/nilega breyt-
ing á afstóðu manna til trúmálanna, og
ástæðurnar, sem færðar eru gegn henni
eru fleiri en tólu verði á komið. Margir
kristnir menn gera sór að vísu að skyldu
að bæla uiður hjá sór sórhvern efa, svo
sem glæpsamlegan og tekst það líka. Eu
svo eru aðrir, sem hvorki geta það nó
heldur álíta sig mega gera það. Og
einmitt fyrir þá meðal hinna síSar-
nefndu, sem trúhneigðastir eru og siS-
gæddastir, verður þetta þeirra mesta
alvöruspurning: >Hvar er fótastað að
finna mitt í öldugangi lífsins«!