Ísafold - 08.03.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.03.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 75 Allrsi blaða bezt Allra frétta flest Ailra lesin mest ÍSAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl — LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) bjargar lífi manna heima fyrir alveg eins og björgunarbátar og björguq- ■'rfi' arhringir bjarga Iífi manna á sjó. / f Ij ( A heimilinu, í verksmiöjunni, í 0* L skólanum, á spítalanum, og í opin- Pjf * lÁM berum stofnunum munu menn lini/'J mj f komast að raun um, að Lifebuoy ( f \ f RmE • B sápan stuðlar að fullkomnu hrein- \ j V N^\/| læti og að þvi að tryggja heilsuna ; ^ / \ UU hún er undir eins bæði sápa og V J /T^W■ sótthreinsunarlyf, styrkir heilsuna /W og eykur hreinlæti, en kostar þó / f w ~ ~ ekki meira en vanaleg sápa. j / 1 Æ Nafnið LEVER 0 sápunni er trygging y fyrir hreinleik hennar og kostum. / 2717 Óheillatala Scotts. Það er eins og talan 23 hat'i verið óheillatala Scotts suðurfara. í frönsku blaði eru því til sönnun- ar færð þessi dæmi: Terra nova fór frá Luudúnum 15/6 1910: 1+5 + 6 + 1 + 9 + 1+0 = 23. Terra nova lenti í heimsK.autsísnum 9/i2 1910: 9 + l + 2 + l+ 9+ l+ 0 = 23. Scott kemur á suðurskaut ls/x 1912: 1+8 + 1 + 1+ 9+1 + 2 = 23 Evans undirforingi deyr 17/2 1912: l+7 + 2+ l + 9 + l + 2 = 23. Kveðjubróf Scotts er dagsett 25/8 1912: 2 + 5 + 3 + 1 + 9 + 1 + 2 = 23. Sjálfur er Scott fæddur 1868 1+8 + 6 + 8 = 23. ReykjaYíkflr-annáll. Aðkomumenn. Konsúlarnir Pétur A. Ól- afsson og Ólafur Jóhannesson frá Patreks- firði, Kristján Torfason kanpm. frá Flat- eyri, Gunnar cand. Egilsson verksm.stj. frá Yestmannaeyjum, Signrður Slembir, Gnðjón Guðlaugsson alþm., Karl Olgeirsson kaupm. frá Isafirði, Bogi Sigurðsson kpm. frá Búðardal. Brunabótavirðíngar, samþyktar i bæjar- stjórn: Hús Sig. Jónssonar múrara Grrettisgötu 32, kr. 3858.00. Hús Kristjáns Kristjánssonar Hverfisg. 52, kr. 9282.00. Brunamálareglugjörð ný er á döfinni i bæjarstjórn. Yar um hana löng fyrri um- ræða á síðasta bæjarstjórnarfundi. Önnur og sfðasta umræða á næsta fundi. Dánir. Guðmundur örimssoD, kvæntur sjómaður af Grimsstaðaholti. Druknaði 20. febrúar, Fisksala til Englands. Baldur (skipstj. Kolb. Þorsteinsson) kom frá Hnll í nótt. Hafði selt afla .sinn á 300 pd. sterling (5400 kr.) Guðsþjónnsta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þ. ----- kl. 5 síra Bj. Jónss. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ólafss. Föstuprédikun miðvikudag 12. marz kl. 6 sira Bjarni Jónsson. Hafnarverkfæraskipið ókomið enn. Hefir líklega eigi komist á stað á tilteknum tima. Hjónaefni: Yilhelm 0. Bernhöft bakari og jgfr. Lilja Linnet. Hjúskapur. Gnðjón Jónsson verzlm. og ym. Sigríður Bjarnadóttir (frá Mýrum). Gift. 5. marz. flljómleihar Br. Poríáhssonar verða endurteknir í Bárubúð kl. 9 / hvöíá. Hljómleikar Brynj. Þorlákssonar verða endnrteknir í kvöld með nokkrum breyt- ingum. Erk. Hólmfriður Halldórsdóttir og Br. Þ. ætla meðal annars að leika saman á pianó og harmonium. Skipafregn. Sterling kom að utan í gærmorgun. Meðal farþega: H. S. Han- son kaupm. Látin er alveg nýlega, í hárri elli (86 ára), frú María Einarsdóttir frá Brekkubæ. Hún bjó lengi í Vinaminni hér í bæ og var löngum við hana kend. Hún dvaldist síðustu árin hjá dóttursyni sínum Eiríki lækni Kérúlf á ísafirði. María beit. var valkvendi mikið og dugnaðarkona. Nú mun frú Sigríður Magnússon í Cambridge ein eftir lifa — þeirra Brekkjubæjarsystkina.. Gleðjið sjómennina okkar þegar þeir koma inn á Páskunum með því að gefa þá í hvert skip, þar sem eigi er fyrir, og við er tek- ið með þökkum, sá’mabækur og nýjatestamenti. Veitti líklega ekki af 200 krónum. Við gjöfum taka bókaverzlanir ísafoldar og Sigf. Eymundssonar og rita gefendur þar á framlagða lista. Samskotunum lokið miðvikudag- inn fyrir Páska. Við munum sjá um góð skil til skipanna, og gerum grein fyrir gjöf- unum. Reykjavik, 1. marz 1913. Hannes Hafliðas. Þórh. Bjarnarson. Ýinsar greinar verða enn að biða vegna þrengsla. M. a. grein frá Haraldi Níelssyni prófessor, svar til ArthursGook trú- boða. Ennfremur svar fra Cooper um fjárböð. Maöur rotast. Magnús bóndi Magnússon i Lykkju á Kjalarnesi beið bana fyrir nokkur- um dögum með þeim hætti, að hann datt af hestsbaki og rotaðist. Þetta slys vildi til fyrir utan tún- garð á Alafossi; samferðamenn Magn- úsar skruppu frá, en er þeir komu aftur, fundu þeir hann örendan. Magnús var miðaldra maður, tal- inn dugnaðarbóndi. Nýtt bakarí í Fischersundi (gamla Frederiksens bakarí) byrjar í dag, 8. marz 1913 og fást þar allar brauðtegundir er 1. flokks bakarí hafa á boðstólum. Útsölustaðir verða auglýstir siðar. Virðingarfyist. Davíð Óíafsson. Lampaglösin eru komin aftur til verzl. B. H. Bjarnason. Líkkistur, Krkak„'saí: Litið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis i kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2. Laust prestakall. Skútustaöir: Reykjahlíða- og Lundarbrekkusóknir. Heimatekjur: Eftirgjald eftir prestsetriS kr. 225 Prestsmata — 182 samtals kr. 407 Erfiðleikauppbót 200 kr. sem hættir þar, ef Lundarbrekkusókn sameinaðist Þóroddstað. Veitist frá næstu fardög- um. Umsóknarfrescur til 11. apríl. Bókaverzlun Isafoldar Talsími 361. Útlendar og innlendar bækur og nótur allskonar. Pappír og ritföng fæst ódýrast i Bökaverzlun Isafoldar. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn þ. 29. þ. m. kl. 12 á hádegi verður, eftir beiðni erfingja Þorsteins Egilssonar, fyrv. kaupmanns í Hafnarfirði, jörðin »Hamar« í Hafn- arfirði seld við opinbert uppboð. Uppboðsskilmálar og veðbókarvott- orð verða til sýnis hér á skrifstof- unni, hvar uppboðið verður haldið. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 7. marz 1913. Magnús Jónsson. Nýkomið mikið úrval af mynflabókum með ágætum myndum eftir nafn- kunna teiknara, t. d. Erner, Louis Moe, Hans Nic. Hansen o. fi. Ekki að glevma Walter Cristmas heimsfræga Knold og Tot. Uppboðsauglýsing. Eftir ósk stórkaupmanns Jakobs Gunnlögssonar í Kaupmannahöfn, verða húseignir hans, — íbúðarhús, verzlunarhús og 2 geymsluhús — í Bakkagerðislandi íReyðarfjarðarhreppi —- fyrri eigandi Jón Ó. Finnbogason, taupmaður á Búðareyri — með lóð- arréttindum, ásamt bryggju og verzl- unaráhöldum, boðnar upp og seldar, ef viðunanlegt boð fæst, á einu opin- beru uppboði, sem haldið verður augardaginn 31. maí næstk., kl. 2 e. h., á sjálfum eignunum. Söluskilmálar, veðbókarvottorð og önnur skjöl snertandi söluna verða til sýnis hér á skrifstofunni eftir i„ apríl n. k. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði, 4. febrúar 1913. &gcjQrz. dSiGliu/yrirÍestur i cJjctcl sunnudag 9. marz kl. 61/2 siðdegis. Efni: Hið eilifa heimkynni frelsaðra. Hin uýja jörð og hin nýja Jerúsalem. Borg- ar það sig að vera kristinn. Allir velkomnir. O. J. Olsen. sem þar er skýrt frá, bæði þau sem hann á að hafa framkvæmt sjálfnr og þau sem á honum eiga að hafa verið framkvæmd. Slíkt er svo algengt á vorum dögum. Margur maðurinn er nú einu sinni svo gerður, að hann álítur sig ekki þurfa að taka neitt frekara tillit til þess, sem hann fær ekki ráðið fram úr með hjálp skynsemi sinnar og álítur því ekki vera rótt. Slíkt er að vísu misskilningur, en vór látum svo í bili sem vór sóum hon- um samdóma, enda er nóg til að virða fyrir sér í fari þessa manns, þótt þessu sé slept, sem mörgum þykir svo grun- samt. Beinum vér nú athygli vorri að þess- ari höfuðpersónu nýja testamentisrit- anna, þá er sízt því að neita, að mynd- er undursamleg, sem þar ber fyrir °ss. Ekki undursamleg í þeim skilningi, að »náttúrlega« hugsandi maður fælist hana eða finnist hún ógeðsleg. Miklu fremur er myndin honum í alla staði aðlaðandi í yndisleik sínum. Slíkan mann 8em hann höfum vór aldrei augum litið hvorki fyr nó síðar. Um hann eiga h®ima orð skáldsins: »Fegurri ert þú en ^aannanna börn, yndisleik er úthelt yfir Var‘r þ/nar«. Óhræddir getum vór borið hann saman við alla aðra fræðara mannkynsins, sem sögur fara af, — við alla svonefnda »trúarbragða höfunda« (að eg við hafi það ógeðfelda orð). Yór finnum engan meðal þeirra, er við hann fáí jafnast að siðferðileg- um hreinleika, að heilagleika breytn- innar. Lítum á Móse, á Buddha á Konfúcius, á Múhameð, — hve tekur hann þeim öllum framm. Orðin: »Hásæti þitt er guðs-hásæti um aldir og æfi«, fljúga manni ósjálfrátt í hug. Þótt orðin í fjórða guðspjallinu : »Hver yðar getur sannaðá mig synd« (Jób. 8, 46.) hefðu aldrei verið töluð af Jesú, en endurspegluðu að eins trúarsann- færingu lærisveina hans eða kristins safnaðar elztu tíma, yrðum vór að segja, að þau sómdu sór mæta vel í munni haus. Og þótt vór leituðum með smá- sjá í samvizku hans að einhverjum — jafnvel hinum allra minstu — menjum einhverrar yfirsjónar frá fyrri tíð — þá mundi sú leit vissulega reynast ár- angurslaus. — Eg virði fyrir mór freist- ingarsögu hans. Eg dreg enga dul á, að eg álít hana ekki sannsögulega frá- sögu, heldur annað hvort líkingarfulla lýsingu á heilagri baráttu, er hefst í sálu Jesú jafnskjótt og hann hefir orð- ið sór til fulls meðvitandi hinnar sór- stöku köllunar sinnar, eða þá fræði- sögu, er eigi að setja oss fyrir sjónir hversu hans hafi verið »freistað á allan hátt eins og vor«. En hvernig sem það nú er — getur nokkur efast um, að þar sé rótt sagt frá sögulokum? »Vík mór úr sýn, Satan!« Það var sigur hans. »Eins og vér í öllu, en þó án syndar«. Það var sigurhrós hans. Eg virði líka fyrir mór píslarferil hans. Eg só hann í Getsemane hina hræði- legu nótt. Eg só hann engjast sundur og saman í dauðans kvíða. Hvergi opnast mór útsýn inn í sann-mannlegt hjarta hans sem einmitt hór. En ekk- ert get eg uppgötvað, er setji agnar- stóran blett hvað þá meira á krystals- skæran hreinleika hans. Og beinum vór þessu næst athygli vorri að uppsprettum siðferðilegs kraftar hans — að trú hans og von hans, verður sama uppi á teningum. »Fegurri ert þú en mannanna börn«. Hvar gefur að líta aðra eins trúarinn- ar hátign? Hvar guðssamband á jafn himinháu stigi og hór? Hve mótar það gervalla framkómu hans, að því leyti sem hún er oss kunn, til orða og verka fram til síðasta augnabliks! Hví- lík er trú hans í saraanburði við trú Jobs, hins guðhrædda manns, sem þó möglaði gegn guði, eða í samanburði við trú Elíasar, hinnar miklu guðshetju, sem þó lagði á flótta á hættunnar stund (1 Kong. 19.), eða í samanburði við trú Jóhannesar skírara, sem þrátt fyrir fengna þekkingu gerðist síðar efa- blandinn! Hve er sála hans gagntekin af vissunni um nálægð guðs á einveru- stundunum í næturkyrðinni, þar sem hann úthellir hjarta sínu fyrir föðurn- um, eða á hinum þungu alvörustund- um krossburðarins og dauða-þjáning- anna! Jafnvel þá er hann á krossin- um hrópar, takandi sór í munn orð hins aðþrengda í 22. sálmi Davíðs: Lama asabthani! »Hví hefir þú yfirgefið mig!« jafnvel þá liljómar angistarópið líkast fagnaðarópi eftir unninn signr. Hvílík hæð og dýpt, lengd og breidd óbifanlegrar trúarvissu. Og enn er eins að minnast. Hvar mundi gefa að líta undursamlegri sam- einingu hinnar háleitustu sjálfsafvit- undar og hinnar innilegustu auðmýkt- ar. Enginn fær tekið honum fram í hógværð í allri framgöngu hans, í óvið- jafnanlegu yfirlætisleysi, í frábæru lítil- læti og hjartagæzku við allra lítilmót- legustu smælingjaua. Og þó getur hins vegar enginn haft hærri hugmyndir um sjálfau sig en einmitt hann. Orðin, sem guðspjölliti leggja honum í munn, sýiia hve náið hann áleit samband sitt vera við guð, hve háar hugmyndir hann gerði sór um köllun sína, hvílíkt gildi hanu eignaði starfi sínu svo sem því er ætti að verða öllum heimi til bless- unar og heilla, og hversu hann jafnvel lætur eilíf örlög mannanna vera kom- in undir afstöðu þeirra við sig. Eg hefi hór ekki í huga nein einstok orð hans, heldur heildar-áhrifin af allri hinni persónulegu framkomu hans og því samsvarandi göfgi hins innra manns, er lýsir sór við hvert fótmál hans. Vór sjáum þanriig, þar sem Jesús guðspjallanna er, guðfylta sálu, mann, sem á hverju augnabliki lífs síns, eins og vór þekkjum það af guð- spjöllunum, er svo altekinn af guði, að öll framkoma hans í stóru og smáu, til orða og verka, mótast af því. Eg hefi hór haldið mór við myndina, eins og hún blasir við mór úr guð- spjöllunum og dregið fram nokkura að- aldrætti hennar þá er bezt eru fallnlr til að sýna dýrð hins innra m a n n s. Það er staðreynd, sem ekk

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.