Ísafold - 12.03.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.03.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 79 Og um það, að eg segi hér rétt frá, geta allir sannfærst með því að bera saman útgáfurnar 1908 og 1912. Við höfum í enqu breytt okkar pýðinq á pessum stöðum og aldrei við pað kannast, að pýðing okkar vceri röng. Samt kinnokar hr. Gook sér ekki við að segja svo frá í blaði sínu: »Einnig var sumstaðar alvegrang- Þýtt, svo að fundið var að þýðing- unni af þeinj, sem vildu að eins hreina, ófalsaða1) þýðingu af biblíunni, eins og hún er. Af því leiddi mik- inn málarekstur .... Lauk málinu þannig, að þýðendurnir sáu sig neydda til að lofa að leiðrétta pað, sem peir peir höfðu pýtt rangt*.x) Veit hr. Gook ekki, að hann er að segja ósatt og að hver maður, sem hefir báðar biblíu-útgáfurnar í höndum, getur gengið úr skugga um, það? Þá getur hr. Gook þess og í grein sinni, að honum líki ekki allar breyt- tngarnar, sem gerðar voru á þýðing n. tm. nú síðast. Furðar mig ekki á þvi. Svo mikið hefi eg nú kynst smekk hans og þekking. Sérstak- lega iíkar honum það illa, að víða er nú haft »hinri Smurði« í stað »Kristur«. Eg býst við, að ýmsir aðrir kunni þessu illa í fyrstu. Hr. Gook segir: »Vitanlega þýðir orðið »Kristur« sama sem »hinn Smurði«, en það er ekki síður nafn fyrir þvi, enda finst ekki eitt nafn í allri biblíunni, sem ekki hefir sérstaka þýðing, og það nær engri átt að nota útlegginguna í staðinn fyrir nafnið«. Hér brestur hr. Gook auðsjáanlega þekking á frummálum biblíunnar. Hvorki orðið Messías né Kristur eru nöfn; hvortveggja orðin eru upphaf- lega lýsiháttur sagna og merkja: sniurður. Sést þetta glögt i sjálfu n. tm., á öllum þeim stöðum, þar sem við höfum sett »hinn Smurði«; því að þar stendur greinirinn með orðinu Kristur (ho Kristos — Kristur- ínn = hinn Smurði). Bezta enska útgáfa griska nýja testamentisins, þeirra Westcotts og Horts, prentar þar og orðið »kristos» með litlum staf, til þess að sýna, að Það er ekki nafn. Eftir þessari út- gáfu gríska textans fórum við í þessu atriði, af þvi að við töldum hana réttasta. Það eitt, að greinirinn er á þess- nm stöðum með orðinu »kristos«, ®tti að snnnfæra hr. Gook um, að hann hefir á röngu máli að standa. Greininum gátum við ekki komið að á islenzku nema með því að þýða °rðið. Kristur inn getum vér ekki Sagt á íslenzku. Englendingar geta aftur á móti á sínu máli sagt »the Christ«. Kosningin í_Suðnr-Múlasýsln. í blaðinu »Keykjavík«, 8. tölubla'S þ. á., er grein eftir alþm. Jón Ólafs- son með ofangreindri fyrirsögn. Af því greinin fer með algerlega ranga dóma um nokkra sómamenn Suður- Múlas/slu, þá vil eg ekki láta þeim ómótmælt, og sn/ mór þá fyrst að dómi alþingismannsins um Björn R. Stefánsson verzlunarstjóra. Fyrsta mis- sögnin um hann er, að hann sé bóndi á Þverhamri, önnur að hann só sparn- aðarmaður, og sú þriðja, að hann hafi mikið fylgi s/slubúa til þingmensku, og mun það s/na sig. Björn er dreng- ur góður og vinsæll, en vinir hans myndu sízt óska honum þingsetu af því að til þess skortir hann hæfi- leika. Sveinn Ólafsson í Firði, er sá maður í Suður Múlas/slu sem full- komlega mun fær um að fylla skarð Jóns heitins frá Múla; hann er mjög vel viti borinn, pr/ðilega vel máli far- inn, og þrátt fyrir það sem Jón Ólafsson segir, þá er hann stefnufastur mjög, en hann fylgir sinni stefnu, en ekki annara, og verð eg að skoða það meira sjálfstæði en hjá þeim mönnum, sem aldrei bafa haft aðra skoðun en skoð- un þess flokks, sem þeir af tilviljun hafa lent í. Sveinn hefir um langan tíma verið stoð og stytta sinnar sveitar og aðalmaður til framkvæmda í Suður- Múlas/slu, og er efalaust með allra n/tustu bændum þessa lands; hann er reglumaður hinn mesti, og efnalega sjálfstæður. Alþingismaður Jón Ólafs- son bregður Sveini um óhreinskilni við kjósendur sína; aðdróttun þessi er, vægast dæmt, misskilningur, því ein- mitt vegna hreinskilni sinnar við kjós- endur, í hvalamálinu, þá hefir Sveinn enn ekki komist á þing, en vonandi sjá nú Sunnm/lingar svo sóma sinn, á næstkomandi vori, að þeir kjósi Svein til þingmensku, þrátt fyrir illmælgi mótstöðumanna hans. Dylgjur þær um síra Magnús í Valla- nesi, sem í áðurnefndri grein standa, eru eðlilega máttlitlar og geta engin áhrif haft, því allir Sunnm/lingar vita, að síra Magnús í Vallanesi er einn með mestu dugnaðarmönnum þessa lands, drengur góður og vill engum rangt gera, en lætur ekki traðka á rótti sínum. En það get eg vel skilið, að Jón Ólafsson vilji launa Birni R. Stefáns- syni dyggilega fylgd með því að koma honum á þing, en til þess að koma því áfram, er ekki drengilegasta leiðin, að níða saklausa sómameun, og með því myndi hann vinna skjólstæðing sínum og Suður Múlas/slu hið mesta ógagn. H. Leikhúsið. . Þar sem orðið »Kristos« er grein- lslaust, er það orðið eiris konar eigin- uafn, og þar héldum vér alstaðar rieitinu Kristur. Hr. Gook telur þó biblíuþýðinguna u°tandi og fer lofsatnlegum orðum V1®! Eve málið á henni sé betra en á gömlu þýðirrgunni. . í niðurlagi greinarinnar lýsir hann oks yfir því, að sér sé veitt aðalút- sala á biblíunni á norðurlandi. Bú yfirlýsing kom oss hér syðra ftokkuð óvænt. Því að biskup lands- lris hefir hingað til verið aðalumboðs- J^aður félagsins hér á landi. Ög í löoSt ^afði brezka félagið, eftir til- biskups, falið bókaverzlun Sig- ‘ Eymundssonar að hafa aðal- ^otboðssölu biblíunnar hér á landi. f/?r Því gerð fyrirspurn til brezka agsins um, hvernig á þessu stæði. lao' ' ^skup n11 fengið bréf frá fé- 'uU’ er Því Þar berlega neitað, bv' rf,90ok fari með rétt mál. Þarf 1 frekar vitna við um það. Har. Níelsson. 1 Eetnrbreytingin gerð af mér. — H. N. Æfintýri á gönguför. Eftir C. H 0 8 t r u p. »Æfintýrið er á enda leikið senn«. Svo syngur leikfólkið í siðasta þætti leiksins. En að dæma eftir viðtök- unum á sunnudagskvöldtð og að- sókninni síðan hvert kvöldið á fætur öðru — fer því fjarri, að Reykvik- ingar óski »Æfintýrið á enda leikið senn«, d: hætt að leika það. Það var »gleði og gaman« í leik- húsinu, hlátur og lófaskellir, gott skap hjá áhorfendum, gott skap hjá leikendunum — eins og hvorutveggju fyndist »gott að keyra saman«. Þetta spáir alt góðu um gengi »Æfintýrisins« og — pyngju Leik- félagsins. Æfintýrið er vafalaust það leikrit, sem leikið hefir verið’ oftast og víð- ast hér á landi. Alstaðar þar sem eitthvað hefir verið borið við að »fara upp á leiksvið* hefir verið gripið til þess fremur flestu öðru. Pistlar úr sveit. Borgarfirði, 9. febr. í fréttaskyni er ekki annars að geta, en að vetrarfar má heita bæri- legt til þessa. Sauðfé var farið að gefa með desemberbyrjun. Hagar hafa ávalt verið góðir og sjaldan veður, þó fremur úrkomulaust hafi verið. Vonandi verða heybirgðir nægar, hvernig sem veltist úr þessu. En létt reynist taða þó óhrakin sé, sjálfsagt fjórðungi verri til afnota en meðal taða UHdanfarið, og lík munu útheyin reynast fyrir sttt leyti. Nið- urstaðan verður því sú, að þrátt fyrir þetta grasmikla ár verður eftirtekjan í rýrara lagi, þegar líka er tekið til- lit til þess, að förgunarfé var í rýr- asta lagi. Mannfundafátt, og því lítið tæki- færi að ræða sambandsfrumvarpið nýja, eða hvað það skal kalla. En dottið hefir manni í hug, að »aftur tekur ragur maður rassgjöf sína«, er maður sá hve Danir vilja draga úr, frá því síðast. A.-Skaftafellssýslu, 21. febr. Aflabrögð. Svo lítur út sem fiskur sé kominn hér að landi, því nú eru botnvörpuskipin mjög þétt hér við land — 40 voru nýlega — mörg af þeim mjög nálægt landi. Tíðin í vetur hefir verið í meira lagi úrfellasöm, oftar regn en snjór, fremur óstilt, einkum þorrinn. Nokkra daga varð hér haglaust á þorra, en er nú orðið autt, og stilt veður. Sjóhraktra hœli var komið upp í Ingólfshöfða í október síðastl. á kostn- að D. Thomsens konsúls. Það er 15 ál. á lengd að innanrúmi, 7 ál. G þml. á vídd, vegghæð 3^/2 al., 6 ál. hæð frá gólfi til mænis, með bárujárnþaki. Tóftjn er hlaðin úr grjóti að innan, en grasi grónum sniddum að utan. Flaggstöng er á mæni, upp yfir dyrum. Húsið stendur á fallegri grasflöt, og er víðsýnt þaðan. í húsinu er: Flagg, olíuvél, kaffiketill, bollapör, dósamatur, eldspítur o. fl. er Thom- sen hefir lagt til. Þetta mun vera fyrsta hús í Höfð- anum frá landnámstið, sem komið hefir verið upp svona rúmgóðu. Reyndar er sagt að þar hafi verið 4 verskálar á 17. öld; en eftir göml- um tóftabrotum að dæma, er þar sjást, hafa þau verið minni. Hús þesta getur komið sér mjög vel, ef strandar þar nálægt, eins og oft hefir Lýðhylli þess er ótvíræð. Lögin úr leiknum eru orðin almenningseign, söngvarnir sumir líka, þótt þýðingin á peini sé eigi óvíða leiru-leir í fvlsta lagi. Eg minnist ósjálfrátt Æfintýrisins hér á leiksviði fyrir rúmum 20 árum. Það var fyrsta sinn, sem eg sá sjón- leik — og hvað mér þótti gaman pá. Og nú fanst mér eg vera að heilsa upp á góðan, gamlan kunningja, sem ætíð er unun að sjá framan í, þótt árin hafi fært rnanni heim sanninn um, að eigi sé neitt andlegt stór- menni eða afburðum gæddur að neinu leyti. Nei, »huggulegur«, við- kunnanlegur karl, ungur í anda, með græzkulaust gaman á vörum og nota- legur í allri viðk}nningu. Svo finst mér »Æfintýrið á gönguför« g e t a verkað, ef vel er með farið. Og svo var það þetta sinn. Tveir einir eru nú eftir í hópn- um — þeirra, er í Æfintýrinu léku fyrir 20 árum. Það eru þeir Arni Eiríksson (Skrifta-Hans) og Kristján Ó. Þorgrímsson (Kranz birkidómari). komið fyrir í seinni tíð, og einnig fyrir aðra, sem kynnu að verða þar staddir, er vont veður dettur á. Frá Höfðanum er 2 tíma lestagangur til bæjar þar sem styzt er. Landsveit, 27. februar 1913. Fátt frétta. Indæl tíð, það sem af er Góunni, en þangað til yfirleitt fremur stirður vetur, eftir mjög hrottasamt tiaust. Snjókyngi á jóla- föstu og fram að nýári, og nær ófært þann tíma yfir jörðina. Hag- bann nær algjört einnig allan þann tíma. En síðan hefir snjór eigi legið lengi og sjaldan verið haglaust með öllu. Aftur á móti hefir þenna tima, frá nýári fram undir Þorralok, verið mjög umhleypingasamt og storma- samt. Oft ofsahvass, aðallega úr auslur- og suðurátt, og mikil vatns- koma á milli. Eitt mesta aftakaveðrið á þessum vetri var 12 þ. m. og fylgdi því húðarrigning. Stóð það daginn all- an og fram til kl. nær 2 nóttina eftir, og endaði þá með geysilegri útsynningshrynu. A ýmsum stöðum í nálægum sveitum hafði þetta veð- ur valdið meiru eða minnu tjóni, hlöðu- og heyjafoki, en óljóst hefir enn alt frézt um það. Á einum bæ hér í sveit varð þá að og fauk hey- hlaða og skemdist og mistist nokk- urt hey. Hafði og á sama bæ fok- ið önnur hlaða (við fjárhús) í öðru fárviðri nokkru áður í vetur. Þessi bær er Snjallsteinshöfðahjáleiga. Má segja að þar hafi ekki verið »ein báran stök«, því að þetta býli var einnig eitt þeirra, sem einna lakast fóru í landskjálftanum 6. maí. s. 1. Er þetta því tilfinnanlegra, sem hér er um efnalítið ómegðarheimili að ræða. Hey munu alment verða nóg og fyrningar hjá mörgum hér, verði veturinn dágóður hér eftir, og fén- aðarhöld þó góð. Heilbrigði fólks einnig yfirleitt góð hér um slóðir í vetur, og alt með ró og spekt, eins og við hér erum vanastir við, svo sem betur fer. Við erum óvanir miklum látum og kunnum illa við þau í hverju sem er. Svo hefir einnig. altaf verið í pólitíkinni svo kölluðu, þótt misjafnlega hafi líkað og ýmsum verið órótt inni fyrir. Órótt er hér ýmsum útaf gjaldkera- málinu og fleiru slíku, og forvitni rnikil á að heyra Kallaðarnesdóminn í því máli. Stúdentarnir, sem þá voru, eru nú orðnir júbillæknar að heita má (Friðjón Jensson og Jón Jónsson Húnvetningalæknir), og alt hitt leik- fólkið löngu hætt að leika eða — horfið úr hóp vorum. Því var spáð í ísafold um daginn, að aldrei mundi Æfintýrið eins vel leikið eins og nú, og sá spádómur hefir áreiðanlega reynst réttur. Árni Eiríksson hefir nú »yfirgeng- ið sjálfan sig«, bætt einni alin við vöxt sinn, í Skrifta-Hans. Sá leikur var þetta sinni býsna lýtalaus. Og svo var um flesta aðra leikendur. Stúdentarnir voru ungir, snyrtilegir og laglegir og söngurinn ágætur — hjá þeim nöfnum, Einurum báðum. Tenór-söngraddarinnar urðu þeir þó dálítið að gjalda í samtölum — rödd- in þá helzti mjó á köflum, einkum hjá Einari Indriðasyni. Heimasæturnar Jóhanna og Lára voru leiknar af frú Stefaníu og jgfr. Guðrúnu Guðmundsdóttur; Jóhanna, þessi bjartsýni fjörkálfur, naut sín verulega í höndum frú Stefaníu, Lára, sem er býsna leiðinlegur róm- antisku-samsetningur hjá höf., var Aðalfundur si®æ“- sem frestað var síð- astl. mánudag, verður baldinn í Bárubúð sunnudaginn 16. marz, kl. 4 siðd. íþróttir. Einn íþróttamanna vorra, Jón Ás- björnsson stud. juris, framdi fyrir skömmu lyftingar-tök nokkur, sem svo eru vel af hendi leyst, að þess er vert, að haldið sé lofti: Tökin voru þessi: 1. Kipt upp að öxl og hnykt með hægri hendi án þess að vogin væri snert með hinni vinstri: 120 pd. 2. Lyft með vinstri hendi á sama hátt: 120 pd. 3. Kipt upp á brjóst í einu átaki og hnykt með báðum höndum: 188V2 pd. 4. Kipt upp á brjóst í 2 átökum og hnykt með báðumhöndum: I94pd. 5. Ryktmeðhægrihendi: inV2pd. 6. Sveiflað með hægrihendi: 92 pd. 7. Ýtt hægt í réttri stöðu (hælar saman, bolur beinn) með báðum höndum: 140 pd. 8. Tveim vogum kipt upp að öxl og hnykt samtímis: 144 pd. Tilkvaddir vottar voru form. í. S. í. Axel Tulinius, Halldór Hansen stud. med. og Valgeir Björnsson stud. art. Jón Ásbjörnsson er 22 ára gamall °g Í29Ý2 þd- Vel væri, ef íþróttafélög út um land sendu vottfastar skýrslur til í. S. í., þá er um sérstök íþrótta- tilþrif er að tefla hjá einhverjum íþróttamanni, hvort heldur er í lyft- ingum, stökki eða öðru. J. C. Poestion hefir nýverið hækkað nokkuð í metorðaskrá Austurríkis. Hann hefir hingað til haft titilinn: Regierungsrat (stjórnarráð), en er nú orðinn Hofrat (hirðráð), og þykir titill sá mun fínni. Skiptapi úr Flatey? í morgun átti ísafold símtal við Stykkishólm út af orðrómi hér í bæ um skiptapa úr Flatey nýlega. Því miður eru aliar líkur til, að að orðrómur sá sé réttur og að farist hafi hákarlaskip með 9 mönnum á þ. 26 —28. febr. Formaður skipsins var Magnús Magnússon veitingamaður í Flatey. og eigi ólaglega leikin af nýbyrjanda þeim er hana lék, þótt nokkrir ósjálf- ráðir misbrestir væru þar á. Hitt fólkið, er minna kemur við sögu: Vermundur (Herbert Sig- mundsson), frú Kranz (Marta Ind- riðadóttir) og Assessorinn (Andrés BjÖrnsson), var og alt snoturlega leik- ið — eigi sízt hinn síðastnefndi, sem áður hefir oftast verið miður vel leikinn á leiksviðinu hér. Þá er síðast, en eigi sízt á að minnast sjálfan birkidómarann Kranz — »toppinn á kransakökunni«, sem orðínn er »klassiskur« í hönd- um Kr. Ó. Þorgrímssonar. Honum var tekið fvrsta kvöldið með fagn- aðarópum og lófataki svo mínútum skifti. Og eigi þurfti hann annað en sýna sig alt kvöldið — til þess að koma fólki í gott skap. Það var einstök »figúra«, sem þar var sýnd. Eg skal svo eigi orðlengja þetta meira. En þau hollráð vil eg gefa öllum, sem þurfa á heilbrigðum hlátri og ósvikinni ánægjustund að halda — innan um daglegar áhyggjur og and- streymi — að bregða sér í leikhúsið, meðan Æfintýrið er þar til sýnis. Það væri verulega fúll maður, sem eigi kæmist i gott skap og nyti glað- værðar þá stund I Ego.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.