Ísafold - 15.03.1913, Side 1

Ísafold - 15.03.1913, Side 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 15. raarz 1913. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- iaus við blaðið. 21. tölublað I. O. O F. “43149. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. AngnlseknÍDg ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daea 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fid. 2—8 Jtelandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 slðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn U-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str.23 þd.ogfsd. 12—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12 Vífilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib þrdM fimd. og sd. 12—2. Veðpátta frá 9. til 12. marz. Fd. Fsd. Ld. V.ev. — 0,8 - - o,5 — i,7 Rv. — 5,5 - - 1,0 — 4,5 íf. — 5,4 - - 2,4 — 3,6 Ak. — 4,5 - - 3,o — 4,6 Gr. — 10,5 - - 8,0 — 9,5 Sf. — 4-7 - — 1,2 — 0,8 Þh. . °,3 3.6 — 0,7 V.ey. = Vestmanneyjar. Rv. = Reykjavík. ís. = ísafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grimsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh.= Þórshöfn áFære. Leikfél. Reykjavíkur: Æfintýri á gðnguför eftir C. Hostrup leikið langardag 15., sunnu- dag 16. og mánudag 17. mrz. kl. 8 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Aðgöngumiða m á panta í Iðnaðar- mannahúsinu Nýja Biá I kvöld og næstu kvöld verður sýnt: Cfjaríei) Coíms Stórfengleg lýsing á skæðri viður- eign glæpameistarans Jimmy Rudge og leynilögreglumannsins Colms, í 4 þáttum. Leikið at ágætis Parísar- leiburum. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. Einu sinni kemur ísafold út í næstu viku vegna Páskahátíðarinnar, — miðviku- dag 19. marz, — en ekki laugardag fyrir páska. Alþýðufræðsla Studentafélagsins: M. Meulenberg prestur flytur erindi um: Nýju guðfræðina sunnud. 16. marzkl. 5 í Iðnaðarm.húsi Dómarar á þingi. Eftirfarandi pistil um sýslumanna- áfergjuna í þingsætin hjá oss og var- úðaryerðar afleiðingar af því, hefir mikið kunnur stjórnmálamaður einn sent ísajold: Mikið kapp lagði embættisflokkur- inn i Reykjavík ('neimastjórnin) á það fyrir síðustu kosningar, að koma sem flestum sýslumönnum á þing. Sá góði vilji bar og mikinn árang- ur, þvi aldrei hafa setið jafn-margir sýslumenn. og uppgjafa-sýslumenn og lögfræðingar á þingi og siðast. Þeir voru sem sé x/4 af öllum þingheimi. Og embættisflokkurinn kvað þó ekki vera ánægður með þá tölu, heldur kvað hann vilja bæta enn við 2 sýslumönnum, öðrum í Barða- strandarsýslu, hinum í Suðurmúla- sýslu. Og er þó álit flestra skyn- bærra manna og óháðra í landinu, að enginn dómari landsins ætti að hafa leyfi til að sitja á þingi. Það er margreynt, að sýslumenn og dómarar eru sjaldnast annað en dautt verkfæri í höndum ráðherrans sé hann embættismaður. Hvernig þjóðin glæpist á að kjósa þessa menn á þing hefir mér verið hulin ráðgáta. Og alveg hefir geng- ið fram af mér, þegar eg hefi séð sýslumann rogast með þingmálafund- arskýrslur úr kjördæmi sínu, þar sem með sterkum orðum er skorað á þingið að aýnema öll eýtirlaun embættismanna. Sýslumenn ætti þó sannarlega ekki að vera líkleg- ustu þingmennirnir til þess. Alveg ætti að vera nóg að svo sem 2—3 lögfræðingar væru á þinginu, og mundi þjóðin vel geta trúað stjórn sinni til að leggja þá til, meðan hún má velja 6 kon- ungkjörna menn. Þjóðin gæti því áhættulaust kosið annara stétta menn á þing, t. d. bændur, iðnaðarmenn, kaupmenn og presta o. s. frv., sem ekki eiga embættisveitingu undir stjórninni. Eg hitti nýlega góðan kunningja minn og spurði hann að því, hverju sætti, að almenningur væri að velja dómara á þing. Hann taldi, að það mundi einkum koma til af þessu: 1. Að almennningur heimtaði af þingmannsefni sínu að það væri ræðuskörungur, en það væru bænd- ur yfirleitt ekki. 2. ^Að þingmannsefnið vissi um alla heima og geima í pólitik, gæti talað um útkljáð þingmál og óútkljáð, eins og það hefði setið á þingi mörg ár. 3. Að oft værði rígur milli betri bænda í kjördæminu, svo allir þætt- ust jafn vei hæfir til að vera þing- menn, ynnu svo hver móti öðrum, svo afleiðingin yrði sú, að sá kæm- ist að þingmensku, sem kjördæmið sizt vildi i raun og veru. Þetta voru þá ástæðurnar, sem hann taldi. Eg spurði þá vin minn að því, hvort kjósendurnir ekki legðu mikla áherzlu á, að þingmannsefnið væri staðýastur, vandaður og ósvikull mað- ur. Ójú, heldur sagði jhann, að menn vildu að þingmannsefnið hefði þá co§ti, en meira legðu þeir upp úr að það gæti komið hnittilega fyrir sig orði. Um mælskuna er það að segja, að fyrir þingmann eru það mikil þæg- indi að vera fimur í því, nð koma fyrir sig orði, en á störý hans í pin%- inu hefir það minni áhrif en marg- ur hyggur, að vera mælskumaður. Mælskunni verða þá að fylgja aðrir þingmannskostir. Enginn gat sagt, að Þorlákur heit. i Hvammkoti t. d. væri mælsku- maður, en þó var hann talinn einna fremstur þingmanna á sinni tíð. Og því síður er mælskan alment nauð- synleg á þingi nú, er það skiftist í andstæða flokka, sem mun við- haldast úr þessu. Flokkarnir ræða nálega hvert mál innbyrðis, og kjósa vanalega 1—2 menn úr sínum hóp til að flytja þau, þegar þau koma inn í þingið, aðrir flokksmenn þurfa þá ekki annað en greiða ráðvandlega atkvæði sitt. Auk þess eru flest mál athuguð í nefnd, og gefst þá þeim, sem ekki eru mælskir, einnig í nefndunum tækifæri til að láta skoðun sína í ljós, og í nefndum og á flokksfund- um skýrist málið fyrir þeim, þó að þeir hafi ekki verið kunnugir því áður. A þennan hátt komast óvanir þingmenn inn í málin, og geta fljótt notið sín. Malskan er pvi ekkert aðalatriði, heldur að pinqmenn hafi heilbriqða búskaparpekkinqu, séu staðjastir menn, bsvikulir, góðir drengir og kunni að velja sér góðan ýélagsskap, er á ping kemur. Og til þessa góða félagsskapar teljast ekki altaf mælskumennirnir, eða sýslumenn og há-embættismenn, — þvi miður. Reynslan sýnir og, er á þing kem- ur, að sýslumenn og dómarar hafa minni þekkingu á praktiskum mál- um en alþýðumenn og stafar það af skólauppeldi þeirra. Og það lak- asta er að þessum embættismönnum getur ekki farið fram, því skólavizkan glepur fyrir. Hinsvegar er reynslan sú, að greind- ir og sjálfstæðir bændur eru fljótari að læra að sjá hvað við getur átt í þessu landi, ef greind þeirra fær að njóta sín, og þeir ekki gerast aftanihnýtingar embættisflokksins, en við því er svo hætt, meðan alþýðu- mennirnir eru svo fáir á þingi. Aðalhættan á því að sýslumenn komist óhæfilega margir á þing, ætti þá að vera samkepni alþýðumanna heima fyrir í héraði, eða öfundsýki, að menn ekki unni hverir öðrum að fara á þing. Og er það mein, ef svo væri, sem verður að upp- ræta. Kunnugur. Aths. ritstj.: Isaýold hefir áður hvað eftir annað gert þingsetu dómara að umtalsefni og bent á, hversu afar-varúðnrverð hún er fyrir réttafars-ástandið ílandinu. Isaýold litur þvi alveg á það sama veg og háttv. greinarhöf., að það sé nieira en ó- 3arft að fara að fjölga sýslumönn- um á þingi — eins og heyrst hefir, að til muni standa að reyna, þótt enn hafi ekkert ábyggilegt komið Iram opinberlega um þær fyrirætl- apir. Það er enginn vafi á því, að þing* setu-græðgi sýsiumanna hér á landi, á seinni árum — aðallega frá því rétt fyrir aldamót — hefir eigi verið jjóðlífi voru til neinnar blessunar. Og ef alþýða manna út um hér- uð lands mætli svara einlæglega, eins og henni býr í brjósti, um það mál — mundu fáar og hásar raddir heyrast, er óskuðu sýslu-yfirvöldin á þing. Allur þessi þingsóttarfaraldur sýslu- manna hefir í raun og veru orðið til bölvunar heima í héruðunum, gert úlfúð, sundurþykkju og flokka- drætti, er sjálýur héraðsdómarinn hefir verið aðalmaðurinn i. Héraðsdómarar ýmsir hafa vegna þingsetukapps gerst ýmist valdmiklir verndarar eða ofsafengnir hatursmenn þeirra, er réttlati eiga að sækja í hendur þeirra. Og má geta nærri hversu nákvæm réttlætisvogin verður, þegar annaðhvort er um að tefla óstjórnlega vild gagnvart gæðingun- um, eða óviðráðanlega óvild gagn- vait andstæðingunum — alt út af stjórnmála-braskinu. Halda menn t. d., að 25 aura málið alræmda (45 aura réttnefnt) sé ann- að en fóstur af stjórnmála-aldarfar- inu, er risið hefir út af því, að dóm- arar vorir hafa farið að vasast af ofsafengi í opinberum málum vor- um ? Því er það eigi nema alveg rétt hjá greinarhöf., að við það væri mik- ið unnið, að dómarar vorir vceru losaðir við stjórnmálavaýstrið. Vér eigum nú orðið svo mörgum mætum mönnum á að skipa á J>ing- bekk, að það er vinnandi vegur að vera án þeirra. ísafold hefir áður, bæði 1910 og 1912 bent á nauðsyn þess, að yfir- dómurum vorum yrði bannað að vafstrast í stjórnmálum, (og þar er auðvitað þörfin brýnust). Sitt hvað sem heyrir til sögu síðustu ára, mun og hafa gert þjóðinni þá kröfu hug- leikna. Hin tillagan, sem drepið er á i greininni að framan, að taka og þing- seturétt af héraðsdómurunum er aftur ný — og mun sennilega mæta mót- spyrnu. En eigi að síður á hún mikinn rétt á sér — og er það spá vor, að eigi líði á löngu, unz þjóðin krefst fullnægingar hennar. Traustið almennings á dómarastétt lands vors hefir áreiðanlega farið hnignandi á siðari árum. — Sú traustshnignun stendur fyrstogfremst í sambandi við stjórnmála-afskifti þeirrar stéttar, er af sér hafa fætt allskonar klíku-ófögnuð, innanhéraðs- ófrið og kurr. Bjargráðin eru því þau, til þess að rétta við traustið og bæta réttarfars- ástandið, að venja héraða-yfirvöldin af stjórnmálavafstri — annaðhvort með skrifuðum lögum löggjafarvalds- ins eða — óskrifuðum lögum al- menningsálitsins, er samþykt eru aí: kjósendum í hug þeirra og staðýest aý peim á kjörjundum. Nofekurar frekari aths., sem ísafold vildi gera út af pistli Kunnugs — verða að hiða betra rums ■ mfXXim ... Erl. simfregnir. Khöfn 14. marz 1913. Thomas Krag látinn. Thomas P. Krag lézt í qœrkveldi. Thomas Peter Krag var eitthyert nafnkunnast nútiðarskáld Norðmanna annar en Knut Hamsun. Hann varð að eins 46 ára(f. 1868). iftir hann liggja margar ritsmíðar og miklar, bæði í bundnu máli og óbundnu. Helztu sögur hans eru: Jon Græff(i89i), Ada Wilde, Enken, Sorte Skove, Gunvor Kjeld. Fööurlaus drengur þarf að komast í Heilsuhælið, en getur það ekki, nema honum sé hjálpað. Því er það, að Ungmenna- félag Reykjavíkur efnir til skemtunar í Bárubúð í kvöld kl. 9 til ágóða drengn- um. — Til skemtunar verður það, að Bjarni Jónsson frá Vogi flytur erindi um mál og menning, ungfrú Herdís Matthíasdóttir syngur ein- söngva með aðstoð frú Astu Einars- son, Brynjólfur Þorláksson leikur á harmóníum og 50 börn syngja undir stjórn'sama, og máske fleira. — Góð skemtun er altaf góð — en ekki sízt þegar svona stendur á. Skipa-slys. í fyrri nótt rak flutningaskip stein- olíufélagsins Nordlyset upp á höfn- inni í Vestmanneyjum. Geir fór þangað í gær kl. 4 til að reyna að ná því út. Þilskipið fíjörn Olaýsson sigldi á grynningar fyrir vestan Örfirisey i gærmorgun, en komst aftur á flot bráðlega. Geir togaði skipið inn á höfn. Þilskipið Tojler rak upp á Patreks- firði í fyrradag. Bátstapi og druknanir. Talið er víst, að um síðustu helgi hafi farist bátur í Ólafsvík með 9 mönnum á. Formaður hét Guðjón Jónsson (ógiftur). Hásetar: Inggjald- ur Sveinsson (ógiftur), Guðmundur Guðmundsson (ekkjum., engin börn í ómegð), Einar Guðmundsson (rosk- inn maður giftur), Stefán sonur hans (ógiftur), Arni Sveinbjörnsson (giftur, lætur eftir sig ekkju og 2 börn ung), Sigurður Þórðarson (ekkjum. aldr.) Kristmundur Árnason (ógiftur), Þor- steinn Bjarnason (ógiftur). Þeir reru síðastliðinn laugardag, og lögðu lóðir, en gátu ekki tekið lóðirnar aftur sökum ofveðurs, sem skall á. Fæstir þeirra báta, er á sjó voru, náðu lendingu þar, sem þeir áttu heima. Skip koma fram. Sem betur fer hefir skip það úr Flatey, er talið var af, sbr. síðasta blað, komið íram. Höfðu skipverjar siglt því upp á Siglunes norður við Breiðaflóa og komist af. Ennfremur var það röng fregn, er Lögr. flutti á miðvikudag, að bát* ur með 4 mönnum á hefði farist á ísafjarðardjúpi. Sá bátur kom fram í Aðalvík á þriðjudagskvöld.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.