Ísafold - 19.03.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.03.1913, Blaðsíða 1
m Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4kr., erlendisökr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miSjan júli erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. iiii]niiniiiiiniiinnini]ii»mnMiiimnnm<l»ii Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólaf up Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 19. marz 1913. 22. tölublað I. O. O F. 943149._________ Leikfél. Reykjavíkur: Æfintýri á gönguför eftir C. Hostrup íeikið 2. páskadag Jtf. 81/*. Aðgöngumiða má panta í Bókverzl- un ísafoldar í dag og laugardag nk. Nýja Bió sýnir afbragðsmund 2. pdskadag. En í kvöíd Tifanic-sfusið . o. fí. í síðasfa sinn. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tima á undan sýningum. Gleði-tíðindi. í vetur, er hið *nýja uppkasti var á sinni stuttu leið til grafarinnar, benti ísafold á, að bezt mundi nú að leggja sambandsmdlið d hilluna, en snúa sér af alvöru og eindrægni að innanlandsmálum, og þá fyrst og fremst ýjármálum og samgongumdl- um. Líka hugsun munu æði margir góðir menn í landi voru hafa alið i brjósti þá. Fyrsti bjarti fram- kvæmda-vorgróður þeirrar hugsunar virðist oss gleði-tiðindi þau, er í s a - fold hefir að flytja^esendum sínum nú: Askorun pd um stoýnun íslenzks eimskipaýélags, er Jjölmargir mœtir og mikilsmegandi menn haja ýyrir beitt sér og ná kemur ýyrir almemnings sjónir. Þörf gerist engin að rekja hér itar- lega rökin að nauðsyn þessa félags- skapar fyrir land vort og þjóð. Það er rækilega gert í áskoruninni sjálfri. Nauðsynina sér hver maður íslenzk- ur, er nokkuð hugsar um þetta mál. Hinu er meiri hætta á, að þótt menn sjái, að hér er um að tefla mikla og máttuga lyftistöng framtíð- ar landsins og þjóðarinnar, til þroska og sjálfstæðis, — láti þeir gamla þjóðlöstinn, — gamla þrándinn í götu vorri, — tómlatið íslenzka sitja í fyrirrúmi huga síns og lama sjálf- sagðar lífsskilyrða-framkvæmdir. En petta sinni verðum vér að varpa tómlætinu, varpa áhugaleysinu, varpa afskiftaleysinu fyrir ætternis- stapa, svo að eigi þurfi skáldið að spyrja í pessumáli: eða viljum vér ei neitt? — heldur heyrist þúsund- taddað hróp landshornanna milli: •Allir eitt — til að hrinda þessu stórmikla þjóðþrifa — og sjdlfstœðis- máli — í horf. Vér atlum nú að eignast skipl Gera má ráð fyrir, að nú sem eu* lísi upp meðal vor tráarlitlir menn, barlómsprédikarar, er reyni að telja kjarkinn úr oss, reyni að draga úr framkvæmdunum. Vér sé- um eigi færir um að eiga sjálfir skip, sjá sjálfir um samgöngur vorar. Það er sami sónninn og nú kveð- ur við í einstaka dönskum blöðum, sem fengið hafa fregnir um þessa fyrirhuguðu félagsstofnun. Þau taka það fram, að þingið hafi mbrgum sinnum ætlað að gera alvöru úr því að taka samgöngurnar, en ísknding- ar aldrei reynst pví vaxnir. Það lítur svo út sem þessi »vin- samlegu* blöð þar suður við Eyrar sund huggi sig við, að ekkert verði úr þessu. En gaman væri að sýna það nú í verki, að huggunarvon danskra blaða í þessu efni, sé tálvon. Spyrjum að leikslokum! En ef þau eiga að verða að ósk- um, verður vel að vinna að því að bæla niður] »barlómsprestana«. Þeir eru ýalsspdmenn. Og gætið yðar fyrir falsspámönnum! Vér verðum að trúa á, að þetta fyrirtæki blessist. Vér verðum að treysta sjálfum oss til þess að láta það dafna. Trúin á það og traustið á því, er trúin á landið, trúia á mátt vorn sjálfra, triíin á framtið voral Án hennar megum vér eigi vera, ef eitthvað á að komast í framkvæmd, sem nokkuð sópar að. Nafn Jóns Sigurðssonar höfum vér á vörunum í tíma og — ótima stund- um: Vér sverjum við hugsjónir hans og viljum fyrir þeim berjast, vér vilj- um halda í það horfið, sem hann benti til. En hvað mundi frekara í anda hans en jramkvcemd sú d sjálfstœðis- hugsjónum vorum, sem felst í stofn- un félagsskapar þess, sem hér er á döfinni? Og hvað mundi slður í anda hans, en að tala margt um þetta — og Idta svo ekkert úr framkvœmdum verða? Er óhætt að treysta tölum þeim, sem í hlutar-útboðinu standa? Er óhætt að treysta útreikningi forgangs- mannanna? Svo spyrja ef til vill sumir. Vér hyggjum, að því megi óhikað svara jdtandi. Svo marga hreinsunarelda hefir málið gengið gegnum frá þvi, að tekið var að undirbúa það í desbr. síðastliðnum. Og þess má og geta, að á fundi, sem haldinn var fyrir skömmu af forgöngumönnum 7fyrirtækisins með þingmönnum, blaðamönnum o. fl., voru allir reikningar rækilega gagn- rýndir og prófaðir með ótal fyrir- spurnum. Þeim fyrirspurnum svöruðu for- göngumennirnir svo skilmerkilega og ábyggilega, að ástæðulaust virðist með öllu, að tortryggja tölur þeirra. 385,000 kr. Það er fúlgan, sem safna þarf í hlutum, til þess að koma fyrirtæk- inu fram, svo vel sem vera þyrfti. Það er mikið fé fyrir eigi fjöl- mennari eða efnaðri þjóð. Fjórar krónur hér um bil á nef, 25—30 kr. á hvert heimili. En engin hætta er á þvi, að eigi takist að safna þessu fé, ef viljinn er öflugur og nógu ahnennur. Og ef hann verður það eigi — þá er það af því, að þjóðin þekkir ekki sinn vitjunartíma. En þá má hún lika vara sig á exinni! Til kaupmannastéttarinnar íslenzku mun nú litið af alþjóð með eftir- væntingu. Á henni veltur svo afar- mikið í þessu máli, á atfylgi henn- ar, áhuga hennar, þjóðrækni hennar. Undir því kemur auðvitað mest, hvort félagsskapur þessi dafnar vel. Undirtektir kaupmanna hér í bæ hafa reynst mjög góðar alment, svo sem nöfnin undir áskoruninni ber með sér. Of marga vantar samt enn í hóp- inn, og það eigi hvað sízt »stóru spámennina« suma. En vitanlega láta þeir eigi á sér standa, þegar til kemur — heldur sýna nú í verkinu, að brigzlin um óþjóðrækni, sem stundum hafa þeir bornir verið, sé óréttmæt og staðlaus. Gæfu og gengis óskum vér þess- um fyrirhugaða félagsskap. Draupnis-eðlið á hann að eignast! Svo mælir um og leggur á hver einasti góður íslendingur. En til þess að það verði dugir eigi annað en láta hendur standa fram úr ermum — um land alt — hvort heldur er í »borg eðahreysi«. í þessu máli eigum vér að vera og verðum lika: Allir eitt! Erl. simfregnir. Khöfn 18. marz 1913. Frá styrjöldinni. Engar úrslita-orustur. Skeyti ýara sífelt milli stjórnanna í Norðurálýu um miðlun aý hdlýu stórveldanna. Sundurpykki jer vaxandi milli Balkan- bandapjóðanna. Sýning Asgríms hefst á morgun. Einu sinni á ári gefst rnönnum tækifæri til að sjá málverk Ásgríms saman komin á einn stað, þar sem þau njóta sín bærilega. Að þessu sinni opnar hann mál- verkasýningu á morgun og heldur henni opinni 10—14 daqa. Mörg eru þar ný málverk, sem hann hefir málað í sumar og eins eldri málverk, er aldrei hafa sýnd verið áður. Gullfallegar landslagsmyndir úr Hornafirði, Borgarfirði og Arnarfirði, persónumyndir m. a. alveg nýmáluð mynd af Birni Jónssyni. Núna um hátíðirnar ættu Reyk- víkingár að beina göngu sinni í Vinaminni. Þess mun engan iðra. Yms erlend tíðinui frá útlöndum og greinar verða að biða vegna þrengsla. Á næstunni birtast i kroníku ísa- foldar ýmsar greinar m. a. um kven- réttinda- og verkmannahreyfinguna á Bretlandi eftir tvo Englendinga í Lundúnum, er lofað hafa að senda ísafold pistla við og við. Grein um Rousseau, frakkneska heimspekinginn, eftir nemanda einn i kennaraskólanum, Guðm. R. Ólafs- son, kemur og bráðlega í blaðinu. Georg Grikkjakonungur myrtur. Georg Grikkjakonungur (myrtur 18. marz 1913). Khöfn 18. marz '13, að kveldi. Georg Grikkjakonungur var myrtur í Saloniki í dag seinni partinn. Georg konungur var svo sem kunn- ugt er sonur Kristjáns 9. Danakonungs og bróðir Friðriks 8., þriðji elztur þeirra systkina (f. 24. des. 1843). Varð kon- ungur Grikkja 1863, valinn í þann sess af þjóðfundi Grikkja 30. marz 1863, og hefði þvi átt 50 ára ríkisstjórnar- afmæli um aðra helgi, ef lifað hefði. — Georg var að mörgu merkur þjóð- höfðingi og mun nánara af honum sagt siðar. Konstantín heitir elzti sonur Georgs konungs, sá er nú tekur við ríkjum eftir föður sinn, og er maður á fimtugsaldri (f. 1868). Hann er kvæntur Sofíu systur Vilhjálms Þýzkalandskeisara. Eimskipafélag íslands. Forgöngumeon að stofnun innlends eimskipafólags hafa sent út hluta- útboðskjal, sem hór fer á eftir 1 út- drætti: Islendingar! »Navigare ne.cesse« (siglingar eru nauðsyn). Orð þessi eiga máske frekar við um oss'íslendinga en um nokkra aðra þjóð Norðurálfunnar. Oss eru siglingar fremur öðru nauðsyn vegna þess að vór byggjum eyland, sem eigi liggja að aðra leiðir en sjórinn. Okkar sam- góngumál eru því og verða fyrst og fremst skipamál. I mörgum öðrum Norðurálfulöndum fara aðflutningar að landinu og flutningar frá því að miklu leyti fram á járnbrautum. Vór verðum að nota skipin aðallega. Og því meira sem landinu fer fram, atvinnuvegum þess, framleiðslu, menningu o. s. frv., því meiri verður þörfin á áreiðanleg- um, reglulegum og góðum skipaferð- um. Þótt mörgum hætti við að hafa eigi svo glögt auga, sem skyldi, fyrir því hvert lífsskilyrði er þjóðfélögum í heild sinni, að samgöngurnar séu góð- ar, höfum vór Islendingar þó lengi haft vakandi auga fyrir því, að oss væri nauðsynlegt að fórna talverðu af vor- um litlu efnum fyrir samgöngumálin. (Hór fer eftir yfirlit yfir hvað gerst hefir að því er skipagöngurnar snertir síðan árið 1875).^ Ef vór lítum á þetta stutta yfirlit yfir samgöngumálasögu vora síðan 1875, þá sjáum vér, að vér höfum haft þær nær altaf í höndum erlends (dansks) fólags. Vór sjáum ennfremur, að óánægja heftir stöðugt verið með sam- göngurnar, Ef litið er á hvað óanægjunni veld- ur, þá er þetta helzt: 1. Ferðirnar óheppilegar. a) F æ r- eyjaferðir. Þrátt fyrir marg ít- rekaðar óskir f æst ekki, að hætt só við- komum í Færeyjum. Þetta lengir ferð- irnar. Vér höfum hinsvegar engin eða nær engin viðskifti við Færeyjar og þurfum því eigi á viðkomum þar aS halda. b) Viðkoma í öðrum löndumen Danmörku. Fyrst í stað (fyrir 1874) gekk illa að fá við- komur í Bretlandi. Síðan fengust þær, en óhagkvæmar fyrst 1 stað (sumpart í Leirvík á Hjaltlandi!). Fargjaldi og flutningsgjaldi haldiS óeSlilega háu í samauburSi við flutningsgjaldiS frá Kaupmannahöfn. Og nú þetta ár gert enn betur: gjaldið frá Bretlandi hækk- að úr þvl sem áður var. 1909 neitaði Samein. fólagið að gera samning um viðkomur í Hamborg. Nú neitar það enn. Þvertekur fyrir að láta skipin koma við í Þýzkalandi og hækka því um leið flutningsgjöld á vörum, sem þaðan koma (yfir Kaupmannahöfn) um 25%- 2. Ahöfn skipanna útlend. Yfir- menn og hásetar skilja eigi mál vort, en af því leiðir örSugleika og misskiln- ing. Þessu fæst eigi b$eytt. 3. Félagið á varnarþing í öðru landi. og því örSugt aS ná rótti sín- um, oft nær ógjörningur. 4. Ferðunum stjórnað frá Kaup- mannahöfn, frá fjarlægu landi, af mönnum, sem ókunnir eru íslenzkum staðháttum og íslenzku viðskiftalífi og eiga því erfitt meS aS fullnægja við- skiftakröfum vorum. — Og fleira mætti telja. Af þessum ástæðum fer því fjarri að þetta Hfsskilyrði viðskiftalífsins á landi voru, skipaferðirnar, séu í því horfi, sem þær ættu að vera og gætu verið. Vér erum eindregið þeirrar skoðun- ar, að fyr komist þetta eigi í lag, en skipaferðirnar sén komnar f hend- ur íslendinga sjálfra, orðnar innlend- ar að öllu leyti. Þá ráðum vór sjálf- ir hvert skip vor sigla. J?á látum vór þau sigla til þeirra landa, sem bjóSa oss bezt kjör á hverri vörutegund og gefa oss bezt fyrir afurðir vorar, og ekki annað. í»á skipum vér skipin ís- lendingum, sem tala vora eigin tungu. í*á eigum vér hægt meS að ná rótti vorum, ef traðkað er, fyrir innlend- um dómstólum. I»á verSur ferSunum stjórnaS af innlendum mönnum, sem þekkja landshagi og þarfir viðskiftalífs vors. Þá höfum vór fengið tryggingu gegn óeðlilegri hækkun flutningsgjalda og fargjalda vegna vöntunar á sam- kepni, þá, og fyr ekki — og þar með stigið stórt og mjög þarflegt spor í áttina til efnalegs sjálfstæðis. Síðan á síðasta sumri og oft áður hafa margir af oss hugsað talsvert um það mál, hvort eigi væri tiltækilegt að stofna hér innJent gufuskipafélag. Vór höfum aflað oss ýmsra upplýsinga sem nauðsynlegar eru í máli þessu, rætt það ítarlega vor á milli, og er- um nú komnir aS þeirri niSurstöSu, aS gera tilraun til þess aS koma á fót slíku fyrirtæki. AS ráðast í fyrirtækið svo stórt, að vér getum nú þegar tekiS aS oss allar samgöngur viS útlönd, þaS kem- ur eigi til mála. Til þess brestur okk- ur efni, reynslu o. fl. StrandferSirnar treystum vór oss heldur eigi til að taka í byrjun. Vór höfum því ákveðið að reyna aS stofna fólag með tveim nýbygðum skip- um. Annað stærra og hraSskreiSara, en hitt meS líkri atærð og gerS og meS aS minsta kosti eins miklum hraöa og beztu skipin, er ná ganga hór við land (Botnía og Sterling). Bæði hafl þau kælirúm, og annaS farþegarúm

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.