Ísafold - 19.03.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.03.1913, Blaðsíða 2
86 IS AF 0 L D fyrir h. u. b. 45 farbega á fyrsta far- rými og 30—35 á öoru farrými, hitt nokkuö minna farrými. Er öðru akipinu ætlað að halda uppi stöðugum ferðum milli Kaupmanna- hafnar, Hamborgar og Leith eða ein- hverrar hafnar á Englandi annars vegar, og sórstaklega Reykjavíkur og Vest- fjarða að nokkru leyti hins vegar ; en hinu skipinu stöðugum, reglulegum ferðum milli sömu erlendra hafna, og aðallega Norður- og Austurlandsins með viðkomum í Reykjavík og á Vest- fjörðum eftir því sem hentast þykir. Vér teljum sjálfsagt hlutverk fólags- ins, að koma á reglulegum ferðum til Þýzkalands og teljum þá Hamborg sjálfsagðan viðkomustað, bæði vegna þess að sú borg er aðal útflutnings- stöð Þýzkalands og vegna þess, að vór höfum þegar fengið nokkra verzlun við þá borg og teljum víat að til þeirra ferða fáist ríflegur landssjóðsstyrkur. Eins og verzlun vorri við England er nú komið, er hún að mestu eða öllu bundin við Leith. Hagkvæmara teldum vér að hafa samband við ein- hvern bæ á sjálfu Englandi, t. d. ann- aðhvort Hull eða Liverpool, með sér- stöku tilliti til útflutnings á kjöti og fiski. En það samband myndast ekki alt í einu, heldur smátt og smátt, og er hugsun vor að hagræða ferðuuum smátt og smátt eftir því. Eins og kunnugt er, þá er mjög mikið af verzlun íslands nú um Kaup- mannahöfn. Segja mætti, að vér hefð- um nú nóg sambönd við Kaupmanna- höfn með ferðum Sameinaða fólagsins og Thorefólagsins, því þyrftum vór eigi að hafa þar viðkomur. Er, vér viljum gera alla íslendinga að viðskiftavinum fólagsins; því viljum vór og geta fullnægt þeim, sem verzla þar aðallega, elns og lika Danmörk nú kaupir talsvert af afurðum vorum, og verðum því einnig að hafa viðkomur þar eftir þörfum. Til þess að hafa á hendi framkvæmd- arstjórn félagsins, höfum vér trygt oss þann mann, sem vór að vorri hyggju teljum hæfastan þeirra manna, sem völ geti verið á fyrir slíkt fólag. Vór teljum sjálfsagt að alþingi mundi sjá sór fært að veita slíku félagi sæmi- legan fjárstyrk. Og eftir því að dæma, hve rík sú hugsun hefir verið hjá þingi og þjóð undanfarið, að gera samgöng- urnar innlendar, þá er varla hugsan legt annað, en að alment væri svo litið á, sem þingið fremdi þar skyldu verk, ef það verði talsvert ríflegum fjárstyrk til að koma á og tryggja hér innlent gufuskipafólag. Vér vonumst eftir að svo mikil hlut taka verði um land alt í félagsstofnun þessari, að það takist að koma fyrir- tækinu í framkvæmd eins og hér er gert ráð fyrir. En ef svo skyldi tak- ast til, að hluttaka mauna, sórstaklega kaupmanna og kaupfélaga á Norður- og Austurlandi, yrði eigi nógu mikil, höfum vór hugsað oss að byrja fólagið með einu skipi, er sigli til Reykjavík- ur og Vesturlandsins með 2—3 ferðum til Norður- og Austurlandsins; bæta þá heldur síðar yið hinu skipinu, þegar tiltækilegt yrði. Af þessum ástæðum höfum vér gert tvær kostnaðaráætlanir fyrir fyrirtækið. Önnur á við félag með einu skipi; hin við félag með tveim skipum, eins og að framan er lýst. Fara þær hér á eftir. Áætlanir þessar eru gerðar eftir nákvæma yfirvegun og bygðar á all- ítarlegum upplýsingum. Að því er snertir áætlun vora um það, hversu jnikinn flutning skipin muni fá, þá skal það tekið fram, að flutningurinn er áætlaður talsvert minni en slík skip munu hafa, sem nú eru í förum hér við laud. Kostnaðaráætlanir. I. Fyrir tvö skip samkvæmt framangreindu. Skip A. Milli útlanda og Reykja- vík ur—V estfj arða. Skipið só að stærð hér um bil 1200 smálestir (Dödvægt) og geti fermt um 700 smálestir af útlendum vörum, en um 900 smálestir af íslenzkum vörum. Það sé með nýtízku vólum með yfir- hitunar gufuútbúnaði. Þetta atriði verður að áh'tast mjög þýðingarmikið, með því að kolaeyðslan verður mun minni, en hún er aðalútgjaldaliðurinn i starfrækslunni. Hraðinn só 12 milur á vöku. Farrými 1. flokks fyrir 45 farþega og 2. flokks fyrir 30—35. Kælirúm nægilega stórt fyrir kjöt og fisk. Alt smíði á skipinu af vönduð ustu gerð. Slíkt skip kostar hér um bil 475.000 krónur. Reksturskostnað ur á því 12000 krónur á mánuði, þar í talin öll útgjöld skipsins, hafnargjöld, afgreiðslugjöld, ábyrgðargjald o. s. frv. Skip B. Milli útlanda og kringum land. Hér um bil 1000 smál. (Dödvægt), fermi um 550 smálestir af útlendum vörum, en um 700 smálestir af íslenzk- um vörum, hraði 11 mílur, farþega- rúm nokkuð minna en á skipi A. Að öðiu leyti eins bygt og útbúið að öllu. Það kostar hór um bil 350.000 krónur. Reksturskostnaður á mánuði 11000 krónur. Gjöld (árlega). Reksturskostnaður : Skip Á. kr. 144.000 ---- SkipB. — 132.000 Til afgreiðslumanna utan- lands og innan.... — 20.000 Framkvæmdarstjórn, skrif- stofukostn., skattar, síma- gjöld, burðargjöld o. s.frv. — 15.000 Vextir af láni að upphæð 495.000 kr., gegn 1. veð- rótti í skipunum, í byrjun — 27.225 Viðhald......................— 9.000 Gert fyrir óvissum útgjöld- um.........................— 6.000 Alls kr. 353.225 Tekjur (árlega). kr. kr. Skip A. Fer 11 ferðir árlega. Flytur 600 smál. að meðaltali h i n g a ð í hverri ferð, hver smál. á kr. 22.00 . . . 145.200 Flytur 375 smál. að meðaltali h ó ð a n í hverri ferð, hver Bmál. á kr. 18.00 74.250 Fargjöld .... 25.000 Skip B. Fer 8 ferðir árlega. Flytur 500 smál. að meðaltali h i n g a ð í hverri ferð, hver smál. á kr. 22.00 . . . 88.000 244.450 Flytur 400 smál. að meðaltali h ó ð a n í hverri ferð, hver smál. á 18.00 . 57.600 Fargjöld .... 15.000 Tlllag úr landsjóði . 160.600 65.000 Tekjur 470.050 Gjöld 353.225 Tekjuafgangur 116.825 Tekjuafganginum só varið þannig: Afborgun af láni að upphæð kr. 495.000 gegn 1. veðrétti í báðum skipunum, 60°/0 af verði þeirra, sem afborg- ast á 12 árum .... 41.250 Fyrningar og varasjóður 4°/0 af verði skipanna. . . . 33.000 Fyrning á áhöldum .... 2.500 6% ársarður hluthafa af kr. 285.000 .................. 23.100 Til uppbótar handa viðskifta- vinum, sem eiga hluti í fé- laginu og í varasjóð, svo og til yfirfærslu til næsta árs . 16.975 116.825 Stofnfó fólagsins áætlað: Verð skipanna................ 825.000 Rekstursfó................... 55.000 880.000 sem fæst þannig: Lán gegn 1. veðrótti . . . 495.000 Hlutafó...................... 385.000 880.000 II. Fyrir eitt skip samkvæmt framangreindu. Skipið eins og skip A í I., verð kr. 475.000. Gjöld (árlega). kr. Reksturskostnaður .... 144.000 Til afgreiðslumanna utan lands og innan................13.000 Framkvæmdarstjórn, skrif- stofukostnaður, skattar, síma- gjöld, burðargjöld o. s. frv. 13.500 Vextir af láni að upphæð 285- 000 krónur gegn 1. veðrétti í skipinu, í byrjun . . . 15.675 Viðhald..................... 5.000 Gert fyrir óvissum útgjöldum 4.000 195.175 Tekjur (árlega). kr. Skipið fer 11 ferðir. Flytur 575smál. að meðaltali hing- að í hverri ferð, hver smál. á kr. 22.00............. 139.150 Héðan 375 smál. í hverri ferð, hver smál. á kr. 18.00 74.250 Fargjöld................... 25.000 Tillag úr landssjóði.... 30.000 Tekjur..................... 268.400 Gjöld......................195.175 T e k j u a f ga n g u r 73.225 Tekjuafganginum só varið þannig: Afborgun af láni að upphæð kr. 285.000, gegn 1. veðrótti í skipinu, 6Ó°/0 af verði þess, sem afborgast á 12 árum . 23.750 Fyrningar- og varasjóður, 4°/0 af verði skipsins .... 19.000 H. S. Hanson Laugaveg 29. * Með síðasta skipi kom fjölbreytt úrval af nýtísku dömu- og barnahöttum, drögtum, kápum og kjólum, alt nýupptekið og afaródýrt. Geysimikið aí afpössuðum Karlmannafataefnum og nærfötum fyrir karlmenn, dömur og börn. Miklar birgðir af allskonar álnavöru, nýjustu gerðir og litir. Úrval af slifsum og slifsaborðum. Einnig kom mikið af hinu alþekta góða og ódýra Gardínutaui, o. m. fl. Komið og sannfærist um, að alt er nýjast, bezt og ódýrast hjá H. S. Hanson Laugaveg 29. hefir nú fengið fyrnin öll af nýjum og fallegum vörum fyrir Páskana sem allir þurfa að líta á, áður en þeir festa kaup annarstaðar, því að vanda selur Yerzlunin Björn Kristjánsson beztar og ódýrastar vefnaðarvörur. Fyrning á áhöldum . . . 1.500 6°/0 ársarður til hluthafa af kr. 230.000 ............ 13,800 Til uppbóta handa viðskifta- vinum, sem eiga hluti í fé- laginu og í varasjóð, svo og til yfirfærslu til næsta árs 15.175 73.225 Starfsfé félagsins áætlað: Verð skipsins . . . . kr. 475.000 Rekstursfó................— 40.000 Alls kr. 515.000 sem fæst þannig: Lán gegn 1. veðrótti . kr. 285.000 Hlutafó...................— 230.000 >lls kr. 515.000 Eins og sóst af framanrituðu, teljum vór, að til þess að kaupa tvö skip þurfi 385 þús. kr. hlutafé, en 230 þús. kr. ef að eins er byrjað með einu skipi. Með því nú að vér álítum æskilegra að hin hærri upphæðin fengist, þá skor- um vór á íslendinga að kaupa hluti í hinu fyrirhugaða hlutafólagi fyrir 8gg®g385.°00 krónur. Þótt upphæðin só há eftir íslenzkum mælikvarða, þá efumst vór ekki um að mögulegt só að safna henni, ef hug- ur fylgir máli og allir leggjast á eitt til að hrinda í lag þessu aðal velferð armáli landsins. Vér gerum rað fyrir því, að það só nú öllum landslýð ljóst, hve geysimikla þýðingu þetta málefni hefir fyrir landið í heild sinni og ein- staklingana, sem landið byggja. Því verða allir, sem vetlingi valda, að leggja hór sinn skerf til. Kaupmaðurinn, bóndinn, embættismaðurinn, sjómaður- inn, útgerðarmaðurinn, kaupamaðurinn, daglaunamaðurinn, iðnaðarmaðurinn, verzlunanmaðurinn, allir, jafnt konur sem karlar — allir íslendingar — verða að leggjast hér á eitt til að koma á fót fyrirtækinu og styðja það í upp- vextinum, Vér höfum ákveðið, að stærð hlutanna skuli vera 25 króna, 50 króna, 100 króna, 500 króna, 1000 króna og 5000 króna hlutir. Minstu hlutina setjum vér kr. 25.00, til þess að gera mögulega sem víðcækasta hluttöku. Væntum vór þess, að það fæli eigi þá, sem treysta sór til að leggja rlflega til fyrirtækisins, frá því að taka hluti fyrir stærri upphæðir. Við áskrift greiðist 25°/0 af ritaðri hlutaupphæð, sem endurgreiðist, ef ekkert verður úr félaginu. Hin 75°/0 greiðast er stjórn fólagsins krefst þess. Þegar hlutafjárundirskriftum er lok- ið, sem skal vera i síðasta lagi fyrir 1. júlí þ. á., verður stofnfundur haldinn og þá samþykt lög félagsins og kosin stjórn. Þangað til mynda eftirtaldir menn bráðabirgðastjórn: Eggert Claessen, yfirróttarmálafl.maður Jón Björnsson, kaupmaður. Jón Gunnarsson, samábyrgðarstjóri. Jón Þorláksson, landsverkfræðingur. Olafur G. Eyólfsson, kaupmaður. Sveinn Björnsson, yfirdómsiögmaður. Thor Jensen, kaupmaðuj. Því að eins getur tilraun þessi borið giftusamlegan árangur, að mönnum skiljist að hér er um þjóðarfyrirtæki að ræða. Á blómaöld íslands voru íslending ar siglingaþjóð mikil. Forfeður vorir sigldu þá sínum eigin skipum til ann- ara landa. Þegar niðurlæging landsins byrjaði, lögðust einnig niður siglingar forfeðra vorra. Það var einn þáttur- inn í þjóðar-hnignuninni, Nú erum vór að reisa oss við. Það hefir dregist alt of lengi í viðreisnarbaráttuuni að vór eignuðumst skip til að flytja varn- ing vorn frá landiuu og varning ann- ara inti í landið. Það atriði hefir staðið oss meir fyrir þrifum en margan uggir. Tökum nú höndum saman og látum þetta eigi dragast Iengur. Látum þegar á næsta ári rætast það sem áður var er »skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim«. íslendingar ! í fullu trausti til fulltingis þings °g þjóðar í þessu velferðarmáli, bjóð- um vér yður hór með að skrifa yður fyrir hlutum í hlutafólaginu Eimskipafélag Islands. Síðar verður birt hverir taki við hlutaáskriftum og innborguðu hlutafó. Reykjavík, í marz 1913. Árni Eiríksson, kaupmaður. Ásgeir G. Gunnlaugsson, kaupmaður. Ben. S. Þórarinsson, kaupmaður. D. Bernhöft, bakari. J. Bjerg, kaupmaður. Bj Guðmundsson, kaupmaður. Carl Sæmundsson, kaupmaður. Davíð Ólafsson, bakari. Eggert Claessen, yfirróttarmálafl.m. Einar Árnason, kaupmaður. Friðrik Jónsson, kaupmaður. Garðar GGlasou, kaupmaður. Guðjón Sigurðsson, úrsmiður. Gísli Finnsson, járnsmiður. Guðm. Böðvarsson, kaupmaður. G. Eiríkss., kaupmaður. Guðm. Helgason, búnaðarfólagsform. Guðm. Kr. Guðmundsson, kaupmaður. G. Ólsen, kaupmaður. J. G. Halberg. Halldór Daníelsson, yfirdómari. Halldór Jónasson, form. Stúdentafél. Halldór Þórðarson, bókbindari. Hallgr. Benediktssori, kaupmaður. H. S. Hanson, kaupmaður. Hatines Hafliðason, skipstjóri. Hannes Thorarensen, sláturfólagsstjóri. Helgi Magnússon, járnsmiður. Hjálmtýr Sigurðsson, kaupmaður. Hjörtur Hjartarson, trósmiður. H. J. Hansen, bakari. Thor Jensen, kaupmaður. Jóh. Jóhannesson, kaupmaður. Jón Björnsson, kaupmaður. Jón Brynjólfsson, kaupmaður. Jón Gunnarsson, samábyrgðarstjóri. Jón Halldórsson, trósmiður. Jón Jónsson frá Yaðnesi, kaupmaður. Jón Ólafsson, skipstjóri. Jón Þoriáksson, landsverkfræðingur. Jón Zoeega, kaupmaður. Jónatan Þorsteinsson, kaupmaður. Kristján Hall, babari. Kjartan Gunnlögsson, kaupmaður. pr. Lárus G. Lúðvígsson, kaupm. Lúðvík Ijárusson. Ludvig Andersen, skraddari. Magnús Blöndahi, kaupmaður. Magnús Magnússou, skipstjóri. Matth. Þórðarsot), útgerðarmaður. Ólafur Björnsson, prentsmiðjueigandi. Ó. G. Eyjólfsson, kaupmaður. Páll H. Gíslason, kaupmaður. Páll Halldórsson, skólastjóri. Pétur G. Guðmnudsson, bókbindari. Pétur Halldórsson, bóksali. Pétur A. Ólafsson, kaupm. frá Patreksf. R. P. Leví, kaupmaður. Sigurður Hjaltested, bakari. Sturla Jónsson, kaupmaður. Sveinn Björnsson, yfirdómslögmaður. Sveinn Hjartarson, bakari. Tómas Jónsson, kaupmaður. A. V. Tulinius, fyrv. sýslumaður. Þorvarður Þorvarðarson, prentsmiðjustj. Þórður Bjarnason, kaupmaður. Nokkrir fleiri menn hafa óskað að skrifa undir, en undirskriftunum gat eigi orðið lokið, áður en prenta þurfti blaðið. Að gefnu tilefnl skal þess getið, að maður sá, sem menn hafa trygt sór, til að vera framkvæmdaistjóri fólagsins, er enginn af undirskrifendum hlutaútboðs- ins. ReykjaYíkiir-annáll. Aðkomumenn: Gnnnar Ólafsson baupm, og Gísli J. Johnsen konsúll frá. Vestmann- eyjum. Dánir. Jún Torfasom. gamalmenni 82" ára; dó 18. marz i Landakotsspitala. Katrin Arnadóttir, gamalmenni (frá Melshúsum) 80. ára; dó 15. marz i Landa- kotsspítala. Hjónaefni: Hjáímtýr Signrðsson kpm, og jgfr. Lucinde Hansen (dóttir Ludvig heit. Hansens kaupm.). Menn farast. Þilskipið »Milly« misti tvo skipverja út í aftakaveðri aðfaranótt síðastl. föstndags. Þeir voru háðir héðan úr Rvík: Jóhann Kristjánsson frá Sölfhól og Jón Páll Signrðs- s o n frá Litlu-Klöpp. Messur f Dómkirkjunni: á Skirdag kl. 12 Fr. Fr. (Altarisganga). Engin eftirmiðdagsmessa. Föstudaginn langa kl. 12 síra Bj. J. kl. 5 síra Jób. Þorb, Páskadagin kl. 8 sira Bj. J. kl. 12 síra Jóh. Þorb. Annan kl. 12 sira Bj.J. (Altarisganga) kl. 5 síra Jóh. Þork. I Fríkirkjunni síra Ólafnr Ólafsson kl, 12 alia dagana. Sjálfstæðísfélagið hélt aðalfund á snnnu- daginn. Formaður kosinn Sigurðnr Jóns- son barnakennari. Skipafregn. B o t n í a (skipstj. Aasherg) kom híngað á mánndagsmorgnn — með allmarga farþega. M. a. Jón Laxdalkpm. með frú sinni, Chr. Popp kpm. frá Sanð- árkrók með frú sinni, Carl Sæmundson kpm., Ólafur Valdimarsson frá Hafnarfirði, Bookless útgerðarm., Tofte bankastj., Niel- sen fiskkaupm., Pétur Brynjólfsson ijósm., Jabob Ó. LirusBon cand. theol., Guðm. Bjarnason klæðskeri, Haraldnr Árnasoo verzlunarstj. o. fl. o. fl. Söngfélagið 17. júní syngnr, eins og áð- ur er getið, núna um páskana: 2. páska- dag kl. 6 og þriðjudag næstk. bl. 9 í Bárnhúð. Shr. augl. hér i bl. --- ---- >**&*----------- Næsta blað miðvikudag 26. marz.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.