Ísafold - 26.03.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.03.1913, Blaðsíða 1
■ ......... ■ Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða ljdollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 26. marz 1913. ísafoldarprentsmiðj a. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. | Uppsögn (skrifl.) § | bundin við áramót, | | erógild nema kom § | in só til útgefanda | | fyrir 1. oktbr. og | | só kaupandi skuld- | I laus við blaðið. 1 23. tölublað I. O. O F. 943289. Alþýðnfél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—0. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str.láAfid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siöd. Alm. fnndir fid. og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á helgnm. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Læknine ókeypis I*ingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opið l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. láBmd. 11—12 Vífilstaðahælið. Heimsóknartlmi 12—1 Þjóðmenjasafnið opib þrd., fimd. og sd. 12—2. Veðrátta frá 23 til 26. marz. Sd. Md. Þd. Mvd. V.ey. — 3,1 2,1 0,9 o,7 Rv. — 4>3 0,0 0,2 — 0,5 íf. — 11,0 — 1,8 — °>3 — i,3 Ak. —13.5 — 6,0 o,3 — 1,0 Gr. — 14,0 — 7 > S — 2,3 — 2,5 Sf. — 11,6 — 7,7 2,2 — 0,8 Þh. —“>3 2,0 9>o 5,o V.ey. = Vestmanneyjar. Rv. = Reykjavik. ís. = ísafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh. = Þórshöfn áFære. Ofna og eldavélar selur Kristján rorgrímsson. Leikfél. Reykjavíkur: Æfintýri á gönguför eftir C. Hostrup leikið í kvöld (miðvikud.) og föstudag 28. marz kl. 8 Aðgöngumiða má panta í dag í Iðn- aðarmannahúsinu og á morgun í Bókverzlun ísafoldar. Nýja Biá Leijndardómur myínutmar (sjónleikur í 3 þáttum). Trá ístandi (aukamynd). Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. Minningarsjóður B j ö r n s Jónssonar. Forgöngumenn hans hafa beðið ísafold geta þess, að minnirtgar- gjöfum verði veitt viðtaka í jjbók- verzlnn og skrifstofu ísafoldar, papp- írsverzluninni Björn Kristjánsson og í verzlun Jóns frá Vaðnesi, áLauga- veg. Undirtektirnar. Það er óhætt að segja, að fáum tíðindum hefir verið tekið af meiri fögnuði í hugum manna alment en eimskipafélagsfyrirtækinu, sem frá var skýrt í síðasta blaði. Öil blöðin, sem á það hafa minst, hafa lagt eindregið með því — al- gerlega án flokksgreinarálits. Það lítur út fyrir, að eimskipafélagshug- myndin ætli að láta orð skáldsins á sannast, að »hverni% sem striðið pá og pá er blandið« þá er þó eitt ■tbrœðrabandiði og það er »að elska, byggja og treysta á landið«. Og hver er það, sem metið fær til fulls nú, hvílikt framsóknarmark er á því fyrir þjóð vora, — hve mjög við hljótum að vaxa í augum sjálfra vor, ef vér þetta sinni getum sam- einað krafta allrar þjóðarinnar, hvað sem öðrum deilumálum líður, ef vér getum losað oss úr smámenskuhjúp persónulegra væringa, öfundsýki og annara vondra þjóðarfylgja — til þess að hrinda þessu mikilsverða velferðarfyrirtæki í framkvæmd! Ef það tekst, þá er það áreiðan- lega vottur um, að vér séum á bata- vegi eftir barnasjúkdóma þá, er því miður hafa helzti um of við loðað hið unga innlenda stjórnarfyrirkomu- lag vort — og lýst sér í flokkahat- urs- og flokkahagsmuna-feni, sem alt of mörg góð mál vor hafa druknað í. Það sem nú er að gerast með þjóð vorri, með stofnun þessa eim- skipafélags — munu niðjar vorir telja eigi lítið Grettistak til þess að gera oss sjálfstæða þjóð í beztn merkingu og þeir munu kunna kyn- slóðinni þessarri miklar þakkir, ef henni tekst að koma þessu mikils- verða fyrirtæki myndarlega á stað. En lítill ljómi mun verða um nöfn þeirra manna, ef nokkurir verða meðal /rtwiímanna, er reyna að spilla því og leggja stein í götu þess. Slíkur þjóðarmetnaður ætti í þetta mál aðkomast, að landsmenn ynduþví alls eigi, ef einhverir vor á meðal gerðust þeir þjóðræknislausu vargar í véum að ijá sig til þess að verða þrándar í götu þessa fyrirtækis, svo að eigi gæti úr því orðið — fyrir, ef til vill, stuttrar stundar hagnað hjá keppinautum, er alt vilja til þess vinna að kyrkja það í fæðingunni. Hlutafjárútboðið hefir nú verið sent út um land alt með póstum og maður fenginn í hverjum hreppi ti þess að safna hlutum. Ríður nú á því, að hver einstaklingur setji það eigi fyrir sig, þótt forgöngumaður- inn á hverjum stað sé eigi af sama stjórnmálasauðahúsi og hann sjálfur, að sjálfstæðismaðurinn i N-sveit láti það eigi hafa áhrif á sig, þótt heima- stjórnarmanni þar í sveitinni hafi falin verið forgangan, né heldur heimstjórnarmaðurinn í B-sveit láti fæla sig frá hluttöku þótt sjálfstæðis- maður sjái um hlutasöfnun. Af forgöngumannanna hálfu hefir eindregin áherzla verið á það lögð að útiloka allar flokka- og stjórn- mála-deilur í þessu máli. Gallharðir sjálfstæðis- og heimastjórnar-menn íafa tekið höndum saman um for- gönguna og eins verða allir án flokks greinarálits út um bæi og sveitir að taka höndum saman um hluttökuna. Isaýold hefir heyrt utan að sér, að einhverir hafi skilið inngangsorð íennar í síðasta blaði svo, sem hún vildi eigna forgöngumönnum þessa fyrirtækis sína skoðun á sambands- málinu. En það er mikill misskiln- ingur, því að oss er kunnugt um, að ýmsir af aðalforkólfum þess eru >ar á alt annari skoðun en vér. Hér í Reykjavík er þegar tekið að safna hlutum. A örstuttum tíma í gær var safnað hátt á annan tug >úsunda króna (um 17000). Það er góð byrjun — en að eins byrjun, sem verður að eiga sér jafngott framhald, ef nokkuð á úr framkvæmdum að verða. Reykvíkingar ættu nú að ganga undan öðrum landsmönnum með góðu eftirdæmi. Enginn, sem nokkuQ getur, má draga sig í hlé. En fyrst og fremst nær þó þessi áskorun til kaupmanna. Þeim, er kunnugt um þörfina, peim má ætla mesta getuna, á peim stendur málið og fellur. Það ætti eigi að vanta nafn eins einasta þeirra meðal hluta-áskrifenda. Einum þingmanna, sem talaði á fundi sem haldinn var um daginn um þetta mál, varð það að orði, að þeir þingmenn, sem eigi greiddu atkvæði með stvrk þeim, sem gert er ráð fyrir að fara fram á úr lands- sjóði — peir varu ekki lslendingar! Mundi eigi mega segja líkt um þá kaupmenn, sem skærust úr leik um hluttöku í félaginu? Vér ætlum lesendum vorum að svara því I Nýr þingflokkur. Slæðingur er um það meðal stjórn- málafólks, að bændur á pingi muni mynda nýjan flokk í sumar: bœnda- flokk — til að vega upp móti hinu fjölmenna embættisliði. Hinum nýja flokki eru taldir þessir þing- menn: Jón Jónatansson, Sigurður Sigurðsson, Þorleifur í Hólum, Stefán i Fagraskógi, Ólafnr Briem, Jósef Björnsson, Tryggvi og Þórar- inn Húnvetningar. Sagt er, að drögin til þessarar flokksmyndunar hafi gerð verið í þinglok í fyrra. Hvað sem öðru líður, þá er eitt víst, að f á i r verða þeír eigi flokk- arnir á þingi í sumar, ef marka má það sem bak við tjöldin heyrist. Xýr konungkjöriim! Fullyrt er, að Agúst Flygenring kaupm. segi af sér þingmensku og að því sé von nýs konungkjörins. Hver mundi það hnossið hljóta? Rússneska keisaraættin 300 ára. Þ. 6. matz var um alt Rússavddi haldið hátíðlegt 300 ára afmæli Romanof-keisaraættarinnar á veldisstóli Rússlands. Ættfaðir hennar hét Michail Feodorovitch Romanoý og var kjörinn keisari 1611. Árin á undan hafði stjórnleysi ríkt í landinu og hörm- ungar ýmsar heimsótt það. Aður réð tíkjum norræn konungsætt, Hræreks ættin, en varð aldauða 1598. Með Romanof-ættinni hefst nýtt timabil I sögu Rússa. Margir dug- andi stjórnarar hafa verið nf þeirri ætt, en þeirra merkastur Pétur mikli og honum næst Katrín önnur. Á myndinni er efstur Pétur mikli, þá til viustri Katrin II, en til hægri ættfaðirinn Michail. Neðst eru keisarahjónin núverandi, sitt hvoru megin við uppstigningar-kirkjuna í Moskwa. Utan um eru vopnmerki Rússlands, kórónur o. s. frv. Torsetaskiftin í Bandaríkjum. Hinn nýi Bandarikjaforseti Woodrow Wilson átti ágætum viðtökum að fagna, er hann settist í forsetastólinn þ. 4. marz síðastliðinn. Ííann flutti þá skörulegt erindi um stefnuskrá sína. Þykii honum kveða altof mjög að misskiftum kjörum manna þar í landi: Ánnars vegar óhemju auður, en hins vegar nístandi, ömurleg örbirgð. Taldi hann þetta stafa af fyrirkomulaginu, sem haft væri á námu og verksmiðjurekstri. Að ráða bót á því meini taldi hann eitt af aðal-verkefnum hinnar nýju stjórnar. JVilson ýorseti með fólki sínu. Wilson og fólk hans er mjög listelskt. Kona hans er listfenginn málari og sömnleiðis ein dætranna. Önnur er söngmær góð, og hin þriðja fæst við listnám við listaháskólann i Fíladelfiu. Síðar i ræðu sinni lagði hann mikla áherzlu á að fá verndarlög fyrir þá sem minniháttar eru i þjóðfélaginu og góða heilbrigðislöggjöf, eftirlit með því sem fólk legði sér til munns o. s. frv. Yfirleitt kendi eigi svo lítið jafnaðarstefnuhugsana í ræðu forsetans.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.