Ísafold - 29.03.1913, Page 1

Ísafold - 29.03.1913, Page 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1-J- dollar; borg- ist fyrir miSjan júlí erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. I Uppsögn (skrifl.) § 1 bundin við áramót, I f er ógild nema kom- | | in sé til útgefanda I 1 fyrir 1. oktbr. og | | só kaupandi skuld- | 1 laus við blaðið. | xxxx. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjópi: Ólafup Björnsson. Reykjavík, laugardaginn 29. marz 1913. Talsími 48. 24. tölublað I. O. F. 943289. AlþýðuféLbókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Atignlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Byrna- nef- hálslækn. ók. Pdsth.str. 14Afid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 61/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sibd. Alm. fnndir fid. og sd. 81/* slbd. Landakotskirkja. önhsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn H-21/*, 61/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnið bvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingb.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opið l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíkur Póstb.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; belga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífllstaðabælið. Heimsókuartimi 12—1 I>jóðmenjasafnið opið þrd., fimd. og sd. 12—2. Veðpátta frá 27. til 29. marz. Fd. Fsd. Ld. V.ey. 4.9 4,8 °°~ Rv. L5 2,9 0,2 íf. L9 - — 2,2 0,8 Ak. - - 1,0 - — 2,2 0.5 Gr. i-5 0,0 1,0 Sf. 5-2 2,3 6,0 Þh. 5-5 5-7 1,8 V.ey. == Vestmanneyjar. Rv. = Reykjavík. ís. = ísafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh. == Þórshöfn áFære. Leikfél. Reykjavíkur: Æfintýri á gönguför eftir C. Hostrup leikiö á sunnudaginn 30. marz kl. 8. Aðgöngumiða má panta i dag í Bókverzlun ísafoldar. Nýja BI6 Lítiudansarinn (feikna spennandi mynd). Ertend fíðindi nr. Í02. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýHÍngum. Söngfél. 17. júni endurtekur páskasamsönginn í síðasta sinn í kvöld. Söngstj.: Sigfés Einarsson. Aðgöngumiðar i bókv. ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Við fiskþvoff “eta nokkrir duglegir verkamenn fengið vinnu. Þeir snúi sér til Veiðarfæraverzí. Tfafnar- sfræfi 18. Isafold Og Sigurður Hjörieifsson. Um daginn, er Lögrétta tók að láta sig skifta, að hr. Sig. Hjörleifs- son lét af ritstjórn ísafoldar og flutti um það mál skýrslu úr lagi færða, lét ísafold í ljósi, að hún teldi það mál koma sér einni við og hr. S. H. og mundi því eigi fara að eltast við vitleysurnar í Lögréttu, að minsta kosti meðan hennar stimpill væri á þeim, en kvaðst hins vegar eigi trúa, að skýrslan væri runnin frá hr. S. H., fyr en hún sæi »naglaförin«. En nú eru »naglaförin« nægilega ber orðin, því að hr. S. H. hefir í síðustu Lögréttu hrúgað upp þeim rokna raunalestri um »brottför« sína frá ísafold, að yfir tekur á 7. dálk í blaðinu. Hann er það því, sem upptökin á að því að gera mál þetta að blaða- máli og má því sjálfum sér um kenna afleiðingarnar af þvi. Hið borginmannlega tal hans um, að mér eða ísafold mundi koma það bezt, að málið væri eigi gert að blaða- máli, er harla fjarri sanni. En hins vegar leit eg svo á, að útlátalaus hlífni væri fyrir ísafold gagnvart S. H. að vera eigi að fyrra bragði að ýfa upp þetta mál, og mér datt eigi annað i hug, en að S. H. mundi geta setið á sér, þótt ýmsir spáðu hinu gagnstæða. En úr því sem nú er komið, verð eg að sjálf- sögðu að gjöra nokkura grein þess- arra »stórtíðinda«(l) frá minu sjónar- miði. Þegar eg í fyrra um þetta leyti réð hr. S. H. ritstjóra við ísafold, gerði eg það eingöngu fyrir mjög sterk tilmæli nokkurra helztu manna Sjálfstæðisflokksins, sem óskuðu þess að fá að blaðinu pólitískan fulltrúa, . »Tillidsmand« (eg nota danska orðið, af því að einmitt þetta orð var notað allajafna í samtölum um þetta), sem orðið gæti milliliður milli forvígis- manna flokksins og ísafoldar, »trausts- ins tákn« milli blaðsins og þeirra. Sjálfur ætlaði eg mér með þessu móti að losa mig úr stímabraki stjórnmáladeilanna til þess að geta betur gefið mig að annarri starfsemi, er á mér hvíldi, bóksölu, prent- smiðjurekstri o. s. frv. En nú fór svo, að í stað þess að verða »traustsins tákn«,varð hr. S. H. þvert á móti fyrir æ meira vantrausti í ritstjórnarstöðunni af hálfu þeirra manna, sem hann átti að vera full- trúi fyrir, unz mér loks 23. febrúar síðastliðinn barst bein vantrausts- yfirlýsing til hans setn ritstjóra Isa- foldar frá miklum meiri hluta þeirra manna, er í fyrra fengu mig til 0 ráða S. H. í þeirri von, að hann yrði »Tillidsmand« þeirra og um leið Sjálfstæðisflokksins við ísafold. Hver einasti sanngjarn maður hlýt- ur að kannast við, að með þessari vantraustsyfirlýsingu var undirstaðan undir samningi mínum við S. H. og undirstaðan undir ritstjórn hans við ísafold burtu fallin. En að undirstaðan hafi verið þetta traust milli S. H. og nafngreindra forvígismanna flokksins, það get eg sannað með tugum vitna. Alt það sem hr. S. H. er að skrifa og tala um samningsrof af minni hálfu gagnvart sér, hlýt eg því að lýsa staðlausa endileysu, — eigi til annars hæfa en neyðarúrræðisfull- yrðingar í djörfu og samvizkurýru málfærsluskjali fyrir rétti. Ýms önnur atriði í hinum langa lestri hr. S. H. eru þannig löguð, að þau þurfa verulegra leiðréttinga, skýr- inga og andsvara við, þótt að fram- an sé flett ofan af aðal-hlehhingunni, þ. e. samningsrofs fullyrðingunni. Fyrst er það, er hr. S. H. heldur því fram, að hann hafi sett þau skil- yrði og fengið þann samningsrétt, að hann gæti einn ráðið stjórnmdla- steýnu Isafoldar. Fyrir því er ekkert leyfi í sjálfum samningnum. Hann er ráðinn stjórnmálaritstjóri blaðs- ins og ábyrgðarmaður, þ. e. til að rita um stjórnmál. Þessa skýringu hefir hr. S. H. og sjálfur viðurhent með því að láta sér lynda, að eg, eigandi blaðsins, en ekki hann, ákvað stefnu blaðsins í aðalmálinu, sem fyrir kom í ritstjórnartíð hans, nýja upphastinu, eins og síðar mun vikið að. Til á- byrgðarmensku-ákvæðisins kom aldrei — og hr. S. H. mintist aldrei á það. Þá segist hr. S. H. hafa veriö ráð- inn ritstjóri Isafoldar með 3/00 kr. árslaunum, sem ísafold hafi átt að greiða 2400 kr. af, en ýmsir menn hér í bæ 1100 kr., og samningur sinn við ísafold hafi þá fyrst verið bindandi fyrir sig, er skuldbindingar um þessar 1100 kr. væru undirritað- ar, og vill þar af láta menn sjá, að þessar skuldbindingar hafi ekki verið Isaf. óviðkomandi. Hér er því til að svara, að eg kannast alls eigi við, að hr. S. H. hafi ráðinn verið ritstjóri ísafoldar með 3 500 kr. árslaunum, heldur með 2400 kr. árslaunum. — Þessar 1100 kr. er vitaskuld minst á í okkar samningi, en þann veg, að samning- urinn sé eigi bindandi fyrir hann fyr, en honum sé trygðar 1100 kr. úr annari átt til að vinna að stjórn- málum hér í bœ. Annað er eigi um það sagt í okkar samningi og samningana við hina mennina hafði eg einu sinni aldrei séð fyr en um daginn fyrir sáttanefnd. Eg fæ þv ekki séð, að samkvæmt okkar samn- ingi komi þessar skuldbitidingar ísa- fold neitt við, séu neitt band á henni. Um sendiför þá, er S. H. kveðst hafa gert á fund okkar bræðra út af samningsuppsögn Björns bankastjóra Kristjánssonar er það að segja, að sá sendimaður mintist eigi einu orði á það, hvort eg undir þessum kring- umstæðum vildi semja um samnings- lausn. í því samtali munum við bræður að eins hafa látið uppi þá von, að misklíðin milli B. Kr. og S. H. mundi jafnast, er S. H. kæmi suður, og gerðum við og tilraunir til að jafna hana þá, þótt eigi tækist. Alveg fer hr. S. H. rangt með, er að hann er segja frá livaða ákvæði hafi sett verið í uppkast að samningum okkar { milli, ef okkur bœri i milli í skoð- unum, og á hverju synjun sín að ganga að því ákvæði hafi verið bygð. Það stóð aldrei til, að stjórn Sjálfstæðis- flokksins ætti að skera úr í því efni eða miðla málum, ef i milli bæri, íeldur var gert ráð fyrir gerð, sem formaður Sjálfstœðisflokksins vœri sjálf- kjörinn formaður í, en að öðru leyti veldum við gerðarmenn jafnmarga ívor. Þetta ákvæði var mér hug- eikið að fá inn, en eg féll frá því að eins vegna þeirra ástæðna, sem ir. S. H. pá bar fram fyrir synjun sinni. En ástæður hans pá voru þessar: að eigi væri nein þörf á að vera að setja nein gerðar-ákvæði, af pví að pað leiddi af sjálfu sér, að ef okkur gæti eigi komið saman, pá yrðum við að skilja, samningur okkar væri allur á pví bygður, að náin sam- vinna og traust gæti haldist, en ef á pví yrði brestur, væri eigi um annað að tefla en að við skildum, þ. e. að hann færi frá blaðinu, því að auð- vitað gat eigi til mála komið, að eigandi blaðsins viki brott. Af - þessum ástæðum gaf eg eftir, að þetta ákvæði yrði burtu felt, en eg varaði mig ekki á því, að hr. S. H. mundi nokkurn tima dirfast að hafa svo hausavíxl á hlutunum, að nota burtfellingu þessa ákvæðis, svo sem nú gerir hann. Hr. S. H. hermir rétt frá um það, að í sambandsmálinu var eigi skoð- anamunur milli okkar í »principinu« fram að því, er nýja uppkastið kom til sögunnar. En aftur fer að skol- ast hjá honum, er hann tekur að greina frá afstöðu sinni til þess. Gerir hann þar minna miklu úr fylgi sínu við það en rétt er. Hann leit frá upphafi allur á kosti nýja uppkastsins og sagði við mig hvað eftir annað, að er hann bæri saman kosti þess og galla, yrði það uppi á teningnum hjá sér, að kostirnir væru svo miklir, að sjálfsagt væri að taka því. Um mig var það aftur á móti svo, að eftir því sem eg íhugaði betur nýja uppkastið, því óaðgengi- legra varð það í mínum augum. Þegar svo hr. S. H. fann hvernig í mér lá, gerði hann tilraun til að fá mig til þess að ganga inn á að leyfa umræður um málið í ísafolc frá báðum hliðum, án þess' blaðið sjálft tæki neina afstöðu. Og er eg fór að inna hann eftir því, hvað lengi það afstöðuleysi ætti að ganga eða hvort blaðið ætti aldrei að taka afstöðu, svaraði hann, eg held hér um bil alveg með þessum orðum: fú, auðvitað er pað mmning mín, að Isafold á endanum, áður en pingið fer að fjalla um frumvarpið taki afstöðu með því! Þetta áform, um stefnufeyri ofan á, en fylgi við nýja uppkastið undir, aftók eg með öllu og ofan á varð, eins og lesendum ísafoldar er kunnugt, að blaðið réð algerlega frá að ganga undir nokkurum kringumstæðum að nýja uppkastinu. Og hér er eg þá kominn að at- riði, sem eg get eigi stilt mig um að minna hr. S. H. á. Hann er sem sé í lestri sinum að væna mig um skörungsskaparleysi — hvað eftir annað, en játar jafnframt, að hann hafi i allra mikilverðasta stór- málinu, setn fyrir kom í ritstjórnartlð hans við Isafold látið sér lynda pegj- andi og hljóðalaust, að blaðið, sem hann var stjórnmálaritstjóri að, tóh upp stefnu, sem alveg var gagnstæð eigin sannfæring hans. Maður sem slíkan skörungsskap (!) á að baki sér, ætti að tala varlega um skörungskaparleysi annara. Og )að get eg sagt honum, að svo mik- ill skörungur er eg, að eg mundi aldrei hafa beygt mig, látið sann- ::æring mína lúta i lægra haldi á þá und, sem hann gerði þá — þótt í aðra hönd væri álitlegt kaup um nokkur ár 1 Eg hefði farið mína eið! Og þenna »skörungsskap« hr. S. H. held eg, að flestir landsmenn íti á líkum augum. Eg býst við, að þetta fari nú að verða full-langur lestur hjá mér og skal því að þessu sinni láta mér nægja að drepa aðeins á 2 atriði til, en í næsta blaði eða svo, mun ísa- fold taka betur til athugunar hina hættulegu nýju uppkastsstefnu og Dana-hræðslu-stefnu, sem hr. S. H. í lestri sínum gerist talsmaður fyrir. Annað atriðið, er eg að lokum vildi minnast á, er það, að hr. S. H. reynir gegnum alla grein sína að bera fyrir sig föður minn heitinn, reynir að láta það skína í gegn, að hans fulltingis mundi hann hafa not- ið, ef hann hefði lifað, og honum mundi eigi hafa líkað aðfarir mínar og Isafoldar gegn sér. — Ur því að S. H. vílar eigi fyrir sér að gera þetta — neyðist eg til að minna hr. S. H. á ummæli þau, er B. J. hafði um ritstjórnarstörf hans við ísafold í sumar — orð, sem að líkindum hafa verið hin síðustu, er B. J. talaði við hann. — Mér er eigi ljúft eða geð- felt að fara að blanda honum látn- um inn í þessa deilu, þótt eg neyð- ist til þess vegna aðferðar hr. S. H. En eg vænti, að þessi bending megi nægja til þess, að hr. S. H. hætti að færa sér B. }. tekjumegin. Hitt atriðið eru bollaleggingar hr. S. H. út af þvf, hvílik vitleysa stefna sú sé, er ísafold hafi upp tekið — þessi: að leggja sambandsmálið á hill- una fyrst um sinn. Hr. Sigurður Hjörleifsson talar mjög digurt um þá tillögu, kallar hana uppgjafarstefnu og þá, sem henni fylgja réttnefnda »ráðaleysis<t,- eða ráðleysingjaflokk. Þetta væri nú alt gott og blessað og honum leyfilegt að halda þeirri skoðun fram, hversu rakalaus sem hún væri, ef eigi væri svo í pottinn búið, að vér »bræðingsmenn« gerðum einmitt i fyrra ráð fyrir að taka upp pessa stefnu, ef eigi fengist framgengt tillögum vorum. Og hver halda menn að hafi ver- ið helztur hvatamaður þess að taka tipp þessa nýju stefnu? — Hver halda menn að" orðað hafi stefnuna ? Enginn annar en herra Sigurður Hjörleifsson! Orðun hans var eitthvað á þá leið, að ef »minimutns< — tillögum vorum fengist eigi framgengt skyldi »mála- leitunum um sambandsmálið lokið að svo stöddu af vorri hálfu« — m. ö. orðum : málið lagt á hilluna. Sjálfur er því hr. S. H. — mér liggur við að segja faðir — og aðal-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.