Ísafold - 02.04.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.04.1913, Blaðsíða 1
mm | Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða ljdollar; borg- ist fyrir œiðjan júlí erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin viðáramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus víð blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 2. apríl 1913. 25. tölublað I. O. O P. 94449. Nýja Bíó Ertend tíðindi nr. W3. °g Saga fáíæka ungfingsins. (Áður neðanmáls í Aastra). Pantið bílæti í talsima 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. PaRjárn (galv.) Allar stærðir. Allar þyktir, fá menn ódýrast með því að snúa sér með kaup sín til verzl. B. H. Bjarnason. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Eimskipafélagið. Óhætt mun að fullyrða, að fá mál, eða jafnvel ekkert, hefir átt að fagna svo einróma góðum undirtektum sem eimskipafélagið íslenzka. Engin pólitík, enginn stéttamunur, ekki held- urgamli islenzkibarlómurinn, eða tor- trygnin frónska — ekkert af þessu hefir lagst í götuna fyrir fyrirtæki þessu enn, að minsta kosti eigi svo orð sé á gerandi. Hvaðanæfa frétta menn góðar undirtektir — í orði og á borði. Og sama er um land alt, eftir því, sem frézt hefir. Einn héraðslæknír skrifar einum nefndarmanna: »Mikið gleðja mig fréttirnar í síðustu blöðunum um eimskipafélagið ykkar. Það er stór- mál, sem eg hefi mikla trú á, ef vel er stofnað, og allir ættu að fylkja sér sem þéttast um«. Kaupmaður á Vesturlandi skrifar: ». . . . skal eg gera mitt ítrasta til að samskot til þessa höfuðfyrirtækis safnist. Málið er svo nauðsynlegt, að annað eins framfaramál hefir ekki verið fyrir höndum hér að mínu áliti í heilan mannsaldur eða þó lengra sé litið aftur í tímann. Von- andi að allir, sem nokkuð geta, leggi nú fram sína krafta . . . .« Etazráð Havsteen á Oddeyri hringdi einn nefndarmanna upp í síma þegar daginn eftir að hlutaút- boðið kom í blöðunum hér til að heita fyrirtækinu stuðningi sínum í orði og á borði. Skipstjórinn á einum íslenzku botnvörpunganna kvað hafa skilað áskriftaeyðublaði, sem hann fekk, með nöfnum allra á skipinu sem hlut- haía. Fleiri ættu að verða slíkir. Einn utanbiiðarmaður hér 'í bæ, sem hefir eingöngu vinnu sína á að lifa, lofaði þegar joo krónum í hlut- um. Þannig mætti telja áfram dæmin. Meðal kaupmanna hér í bænum niunu vera 5 eða 6 af þeim, sem náðst hefir til, sem enn hafa eigi heitið félagsstofnuninni fylgi sínu. Einn þeirra er sagt, að sé jafnvel að reyna að vinna á móti fyrirtæk- lnu. — en hann er þá vonandi sá eini. Hann er þó einn þeirra manna, sem tóku þátt í undirbúningi máls- ins, tók þar þátt í nefndarstörfum, talaði mikið um nauðsyn fyrirtækis- ms og hafði ekkert við það að 1 athuga að lokum, áður en hluta- Tramfíðin. Nú birtir! Nú birtir um land og lá og lognþokan hverfur aí tindum. Og framtiðin blasir við hrein og há í hrífandi fögrum myndum. Mín fósturjörð kær! ritt sonanna saín nú sækir fram til að hefja þitt nafn. Að sigra á sjó og landi ei samtaka lýð er vandi. Sem lútandi gestur á leigðri gnoð ei lengur vill Frónbúinn standa. Hann sjálíur vill ráða' yfir súð og voð og siglingu milli landa. Og íslenzkur fáni' á efstu skal stöng af Islending dreginn, við frónskan söng, þa sýna erlendum svæðum vort sækonungsblóð í æðum. Og senn yfir landið vort svífa íer á samfeldum brautum úr stáli sá menningar kostur, sem knúinn er af krafti frá eimi' og báli. Pó grænlenzkur ár vor heiðbláu höf þá hylji, ei verður oss opin gröf; því samband slikt milli sveita þá sulti í gnægð mun breyta. Svo bjart verður yfir landi og lá að ljóminn írá sagnanna dögum hann bliknar, og verður að víkja frá fyr' vorsól og bættum högum. »í nafni vors guðs, og allir sem eitt«! Pað er orðtak, sem getur sigur veitt. Það veri' í orði og verki oss vörn og framtíðarmerki. Tf. S. B. útboðið var sent út. Ástæða hans kvað vera óánægja með kosn- ingu bráðabirgðastjórnarinnar. En slík smávægileg atriði ættu menn að hafa þroska til að láta eigi snúa sér til beins fjandskapar við nauð- synlegt þjóðarfyrirtæki, allra sízt þar sem bráðabirgðastjórn þessari er eigi ætlað að sitja lengur en þrjá mán- uði, ef alt gengur vel með hlutafjár- söfnunina. Og rangt er það af þeim manni, eftir því sem Isaý. hefir spurst fyrir um, að breiða út það, að eitt mikilsmetn- asta umboðssöluíirmað hér, hafi skor- ist úr leik og eigi viljað eiga neinn þátt í félagsstofnun þessari, né veita henni stuðning. Eigendur þessa firma hafa einmitt stutt félagsstofnuLiina þegar frá fyrstu byrjun, að hún kom til tals, hafa skrifað sig fyrir ríflegri hlutafjárhæð og taka þátt í söfn- un hlutafjárins — sýna fyrirtækinu alla alúð, alt fram á þenna dag og munu gera. Þeir voru ekki að öllu samþykkir uppástungu þeirri um fyrirkomulagið, sem felst i hlutaút- boðinu (töldu heppilegra að gera ráð fyrir minna farþegarúmi í skipunum eða nær engu) og hliðruðu sér því við að skrifa undir hlutaútboðs-fyrir- komulagið sem s í n a uppástungu. Það er vert í þessu sambandi, að benda fólki á það, að fyrirkomulag það, sem um ræðir i hlutaútboðinu, er að eins uppdstunga, auðvitað eru allir vegir opnir til að breyta fyrir- komulaginu áður en -félagið tekur til starfa, og oss er það kunnugt, að bráðabirgðastjórnin lætur sér ant um að afla sem allra ítarlegasta gagna um málið, svo stofnendur félagsins hafi sem beztan grundvöll á að byggja er tekin verður ákvörðun um fyrir- komulag félagsins. Slik atriði, sem þetta, er hér var á drepið, mega menn eigi láta fæla sig frá að styðja félagsstofnunina, hitt engum láandi, þótt ekki vilji beint gera að sinni uppástungu fyrirkomulag, sem hann er ósamþykkur. Undirtektirnar spá hinu bezta um gengi þessa fyrirtækis. Sérstaklega er nnægja að vita um hinar nær ein- róma góðu undirtektir og stuðning kaupmanna hér í bæ — og væntan- lega um land alt. Vér drögum ekki í efa, að þeir komi allir með áður en lýkur — að þeir muni allir nota tækifærið til að sýna, að þeir séu góðir Islendingar. Og pað orð viljum vér allir haja. En ef kaupmennirnir standa vel undir, þá er fyrirtækinu borgið og, þá fær ekkert afl bugað það. Sigurður Hjörleifsson í Lögréttu. S v a r. I. Leitt þykir mér að þurfa að eiga í blaðadeilum við menn, og þá gamla kunningja mína, sem eg hefi að einhverju leyti, með eða án mak- legleika, borið traust til. En þess er venjulega vænzt, að maður svari, ef einhverjum dettur í hug, eða finnur sig knúðan til, hvort heldur er af ákveðnum ástæð- um eða ástæðulaust, að bera sakir á mann, eins og hr. Sigurður Hjör- leifsson hefir gert í minn garð, bæði í Isafold hvað eftir annað, og nú síðast í Lögréttu 26. marz. Hann ber mér þar tvens konar svik á brýn. Og það er fyrsta skifti, sem eg hefi verið sakaður um svik, í þingmenskutíð minni. Hann bregður mér um, að eg hafi brugðist að ganga í Sambandsflokk inn á síðasta þingi, og að eg hafi svikist um að borga honum um- samda upphæð árlega í 6 ár fyrir ritstjórnarstörf. Um loforð mitt að ganga í Sam- bandsflokkinn, samkvæmt samningi dags. í apríl 1912, og að fylgja hin- um svokallaða »Bræðing«, sem samn- ingurinn byggist á, er það að segja, að skýlflm skilyrði fyrir því, að menn væru skyldir til að halda þann samn- ing, voru sett áður en hann var undirskrifaður. Þau voru þessi: a, að þessir samkomulagsdrættir, sem gerðir voru í mesta flýti, og því mátti og átti að breyta, yrðu tkki gerðir heyrum kunnir. |f";"5 §8$J b, að þeir, sem undir þann sam- komulagssamning skrifuðu, hefðu rétt til, að athuguðu máli, að koma ýram með pœr breytingar, sem peim pcetti við eiga. C, að báðir flokkarnir, Sjálfstæðis- flokkurinn og Heimastjórnarflokkur- inn, yrðu laqðir niður, eý nýr sam- bandsflokkur yrði myndaður i pinginu. Að verkinu var svo hraðað, stafaði af því, að foringjum þessa samkomu- lags þótti vænlegra um samkomulag við Dani á sæmilegum grundvelli, meðan þá verandi konungs nyti við. Og bannið gegn því að birta »Bræð- inginn« var bygt einmitt á þvi, að minsta kosti meðal annars, að sam- bandslagabreytingarnar voru ekki Jull- gerðar, að menn, er skrijuðu undir, höjðu rétt til að breyta, eins og líka var viðurkent opinberlega bæði af herra Einari Hjörleifssyni og öðrum. Þetta hlaut líka svo að vera, því enginn, mér vitanlega, nema frum- kvöðlar breytinganna, höfðu fengið tækifæri til að athuga þær heima i næði, heldur að eins heyrt þær lesn- ar upp einu sinni, með einhliða skýr- ingum þeirra, sem fyrir þeim geng-. ust. En þrátt fyrir þessa sjálfsögðu þagnarskyldu, sem undirskrift semj- enda var bundin við, voru tillögurn- ar um breytingamar á sambandssamn- ingnum birtar fáum dögum eftir að þær voru undirskrifaðar. Út af þessu skrifaði eg hr. Einari Hjörleifssyni og hr. Hannesi Haf- stein bréf, dags. 25. apríl 1912, þar sem eg fór fram á, að samningur sá, er vér höfðum undirskrifað, vceri Jeldur úr gildi eða najn mitt útstrikað að öðrum kosti. En hvorugt mun hafa verið gert. Og það vissi eg, að fleiri Sjálf- stæðismenn, sem skrifað höfðu und- ir samninginn, voru sama sinnis og eg. Eg leiddi svo málið hjá mér upp frá því, og leit svo á — réttilega að eg vona — að eg væri með öllu laus við það. Þegar á þing kom voru ítrekað- ar tilraunir gerðar til þess að fá mig til nð ganga í þennan nýja flokk, Sambandsflokkinn. Skrifaði eg því foringja þess flokks, hr. Hannesi Hafstein, núverandi ráðherra, bréf það. er hér fer á eftir, dags 24. júlí 1912: »Formaður Sjálfstæðisflokksins, »herra Ólafur Briem, sýndi sjálf- »stæðísmönnum á flokksfundi fyrir »fáum dögum yfirlýsingu til undir- »skriftar um það, að vér skuldbind- »um oss til að ganga, ásamt öðrum »þingmönnuoi, í félagsskap um það, »að ráða sambandsmálinu til lykta »á þann hátt, sem þjóðin mætti vel »við una og aðgengilegt væri fyrir »Dani. / »Þó eg telji þá leið vandfundna, »eins og nú stendur, og tíminn nú, »undir gjörbreyttum kringumstæðum »síðanívetur, hljóti að vera óhentugur »til slíkra samninga um sambands- »málið, þá er eg jafnhlyntur því, eins »og í vetur, að flokkarnir og þing- Island erlendis. Um endurfæðing Islands, þ. e. að- allega um hinn nýja islenzka bók- mentagróður, hefir einn af nafnkunn- um rithöfundum Svía ritað í stór blaðið sænska: Göteborg Handels och Sjöfarts Tidning. Það er bókmenta- vinurinn Quidam Quidamsson (gerfi- nafn). Það eru einkum þessi 5 skáld vor sem hann ritar um: Einar Hjör- leifsson, Jónas Jónasson, Jón Trausti, fónas Guðlaugsson og Jóhann Sigur- jónsson. Mest lætur hann af Jóhanni, en finst yfirleitt mikið til bókmenta vorra hinna nýju koma. Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði. VI. Kristur opinberun guðs. Það að Jesús Kristur hefir áreið- anlega verið til, er hjarta voru og hugsun jafnframt sönnun fyrir því, að guð sé til. En er trúhneigt mannshjartað í rauninni miklu bætt- ara fyrir þá trúarsannfæringu eina, að guð sé til? Margur máðurinn litur á tilveru guðs sem svo sjálf- sagðan hlut, að hahn hiklaust geldur jákvæði sitt hinu fornkveðna: »Heim- skinginn segir í hjarta sínu: Eng- inn guðl«. Vitanlega eru sízt allir hugsandi menn svo gerðir. Fjöldi manna er svo á vegum staddur i lífinu, að honum væri það eitt hinn mesti fengur, að geta í alvöru trúað því og treyst, að guð sé til, þó að hann svo vissi ekkert meira um þennan guð og yrði að láta ímynd- unarafl sitt um að búa hann þeim eiginleikum, sem því þætti bezt við eiga. Og hins vegar erum vér yfír- leitt komnir það lengra áleiðis í kristilegri menningu en fornskáldið ísraelska, að vér kinokuðum oss við að kalla þann mann »heimski^gja«, sem eftir samvizkusamlega íhugun og prófun allra ástæðna bæði með og móti kæmist að þessari tómlegu niðurstöðu: Ejiginn guðl Slíkt væri meira að segja lítt kristilegt. Eða getum vér hugsað oss, að Jesús hefði tekið sér þessi skáldsins orð í munn ef einhver slíkur maður hefði orðið á vegi hans? Eg get það ekki. Og eg á þá líka erfitt með að hugsa mér, að slík orð væru Jesú velþóknanleg á vörum læri- sveina hans. En alt fyrir það skal því sízt neitað, að tilvera guðs ein út af fyrir sig getur aldrei — sízt til lengdar — flutt trúhneigðu manns- hjartanu þá svölun, sem það þráir svo heitt. Mannshjartað þráir ávalt að vita jafnframt hvílíkur sá guð sé, sem stýrir rás viðburðanna og hefir í hendi sér forlög hvers ¦ einstaks manns. Það er þá líka einmitt þetta, sem mestu máli skiftir fyrir oss kristna menn, að með tilveru Jesú Krists er oss ekki aðeins gefin trúin á til- veru guðs, heldur einnig trúin á guð og föður drottins vors Jesú Krists. . Naumast er það ofsagt, að einhver stærsti kaflinn þeirrar bókar, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.